Haraldur Örn - haus
11. maí 2010

Snjólétt á Öræfajökli

Hvannadalshnukur-1 Ég fór fyrir hópi fólks sem gekk á Hvannadalshnúk á laugardaginn. Veðrið var með allra besta móti, sól og hægur vindur. Á köflum var nánast of heitt til göngu. Færið á uppleiðinni var mjög hart og gott en það leyndi sér ekki hversu snjólétt var á jöklinum. Örlítil aska hefur greinilega sest á jökulinn sem sýndi sig í því að hann var ekki eins skjannahvítur og hann á að sér að vera á þessum árstíma. Á niðurleiðinni fór færið að mýkjast og voru margir sem stigu niður í sprungur. Það er því full ástæða til að fara varlega á Öræfajökli á næstunni. Sprungurnar munu þó ekki loka leiðinni fyrr en líða tekur á sumarið.