Haraldur Örn - haus
24. maí 2010

Einstakur dagur á Hnúknum

hvannadalshnjukur Veður til útivistar hefur verið með eindæmum gott þessa helgi. Margir hafa nýtt sér tækifærið og haldið til fjalla. Eins og undanfarin ár naut Hvannadalshnúkur mikilla vinsælda um Hvítasunnuhelgina. Margir hópar héldu fjallið frá miðnætti og fram eftir morgni. Fjallafélagið ákvað að fara snemma um nóttina og var lagt af stað rúmlega eitt. Í fyrstu var nokkur þoka en þegar ofar kom á jökulinn var gengið upp úr skýjunum og inn í glaðasólskinið. Göngufærið var einstaklega hart og gott og hef ég aldrei fengið annað eins færi á jökli. Í ferðinni voru 124 manns þegar fararstjórar eru meðtaldir. Það var gríðarlega góð stemmning í hópnum enda var þetta einn af þessum einstöku dögum til fjalla sem mun lifa í minningunni.