Haraldur Örn - haus
31. maí 2010

Góður maí á Hnúknum

Hvannadalshnukur_22_mai_2010002Maí mánuður hefur verið fjallgöngumönnum einstaklega hagstæður. Fjallafélagið fór með hóp á Hvannadalshnúk um helgina og fékk enn einu sinni frábært veður. Lagt var af stað klukkan hálf fjögur og var þá þoka. Þegar ofar dró varð veðrið bjartara og í um 1.300 metra hæð var komið í glaðasólskin. Allar aðstæður voru sérstaklega góðar og tók ekki nema sjö og hálfan tíma að komast á toppinn. Þar var skálað í kampavíni auk þess sem nokkrar golfkúlur voru slegnar á þessum hæsta tindi landsins.