Tákn vefjar

Sagan
Aðdragandinn
Merkið frá Reykjavík
Farsæl saga
Hið nýja NATO
Dean Acheson
Bjarni Benediktsson
Stiklað á stóru

Ísland
Aðildin og varnarsáttmálinn
Hlutleysið kvatt
Árásin á Alþingi
Átök á Austurvelli
Varið land
Starf NATO hér

Viðtöl
Davíð Oddsson
Guðmundur H. Garðarsson
Halldór Ásgrímsson
Jón Hákon Magnússon
Ragnar Arnalds
Vladislav Zubok
Vojtech Mastny

Með eigin orðum
Bjarni Benediktsson 1949
Ólafur Thors 1949
Bjarni Benediktsson 1968
Emil Jónsson 1968

Samstarfið
Vísindasamstarf
Umhverfismál
Jarðvísindi
Tölvutækni
Styrkþegar NATO

 

Úr sögu NATO

4. apríl 1949
Norður-Atlantshafssáttmálinn undirritaður í Washington af utanríkisráðherrum 12 þjóða. Þar með var Atlantshafsbandalagið um sameiginlegar varnir aðildarríkjanna stofnað.

24. ágúst 1949
Norður-Atlantshafssáttmálinn gengur formlega í gildi. Kandamenn urðu fyrstir til að staðfesta hann (3. maí) en Ítalir síðastir (24. ágúst).

17. september 1949
Fyrsti fundur Atlantshafsráðsins haldinn í Washington undir forsæti Dean Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

18. desember 1950
Á ráðstefnu utanríkisráðherra í Brussel er samþykkt áætlun um varnir Vestur-Evrópu, sem fela í sér að bandarískum kjarnorkuvopnum verði beitt reynist það nauðsynlegt til að verja ríki NATO.

4. apríl 1951
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkir að fjórar bandarískar herdeildir verði sendar til Evrópu.

18. febrúar 1952
Grikkir og Tyrkir ganga í Atlantshafsbandalagið og verða þar með 13. og 14. aðildarríki þess.

5. maí 1955
Vestur-Þýskaland verður 15. aðildarríki Atlantshafsbandalagsins.

14. maí 1955
Átta ríki í Austur-Evrópu stofna Varsjárbandalagið.

10. mars 1966
Frakkar draga sig út úr sameiginlegri herstjórn Atlantshafsbandalagsins.

16. október 1967
Nýjar höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins formlega teknar í notkun í Brussel.

13-14. desember 1967
Harmel-skýrslan samþykkt. NATO tekur upp tvíhliða stefnu slökunar og fælingar og innleiðir kenninguna um sveigjanleg viðbrögð á átakatímum.

12. desember 1979
Ríki Atlantshafsbandalagsins samþykkja að bandarískum kjarnorkueldflaugum af gerðinni Pershing II verði komið upp í Evrópu neiti Sovétmenn að semja um brottflutning SS-20 eldflauga í álfunni austanverðri.

30. maí 1982
Spánverjar gerast aðilar að NATO. Ríki bandalagsins verða þar með 16.

8. desember 1987
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, undirrita INF-samninginn um upprætingu meðaldrægra kjarnorkueldflauga á fundi sínum í Washington.

19. nóvember 1990
Ríki NATO og Varsjárbandalagsins undirrita í París CFE-sáttmálann um niðurskurð á sviði hefðbundins herafla.

1. júlí 1991
Varsjárbandalagið leyst upp.

4. júní 1992
NATO kveðst tilbúið að styðja friðargæslu í fyrrum Júgóslavíu undir yfirstjórn Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (CSCE).

17. desember 1992
Bandalagið lýsir sig reiðubúið að styðja frekari aðgerðir í nafni Sameinuðu þjóðanna í fyrrum Júgóslavíu

10-11. janúar 1994
NATO birtir Brussel-yfirlýsinguna og ítrekar að önnur Evrópuríki geti fengið aðild að bandalaginu í gegnum Félagskap í friðarþágu (Partnership for Peace).

16. desember 1995
NATO hefur umfangsmestu hernaðaraðgerðir í sögu sinni til að styðja áætlunina um frið í Bosníu

27. maí 1997
NATO og Rússland undirrita rammasamkomulag um samvinnu á sviði öryggismála.

8. júlí 1997
Á fundi leiðtoga NATO í Madrid er Tékkneska lýðveldinu, Póllandi og Ungverjalandi boðið að ganga til viðræðna um aðild að bandalaginu.

12. mars 1999
Ungverjar, Tékkar og Pólverjar ganga formlega í Atlantshafsbandalagið við athöfn í bænum Independence í Missouri í Bandaríkjunum.


Morgunblaðið

                                                                                                  NATO