Karen Axelsdóttir - haus
13. ágúst 2010

Lestrarhestar í ræktinni

Þegar ég kem til Íslands í stuttar heimsóknir nota ég stundum líkamsræktarstöðvar til að gera hlaupa og hjólaæfingar.  7-SARINA-READINGTREADMILL-th[1]Það er dásamleg tilbreyting að æfa innan um venjulegt fólk en ekki afreksfólk sem æfir sig í gröfina á nánast hverri æfingu en sumir í ræktinni taka öfgarnar kanski aðeins of mikið í hina áttina. Mér finnst stundum skondið að horfa yfir hópinn á þrekhjólunum. Þar er annar hver maður límdur við sjónvarpsþátt og mjög margir að lesa eitthvað tímarit. Sumir gera meira að segja bæði. Ég get alveg skilið þetta með sjónvarpið, sérstaklega ef fólk er með ágætis þol og er bara í léttri fitubrennslu eða léttri upphitun. En ég spyr: Hvernig er hægt að taka á því svo einhver líkamlegur  ábati verði af með því að lesa samtímis? Í stað þess að skamma ykkur þá er ég með smá  lausn.

Hvað segið þið lestrarhestar um að brjóta þetta aðeins upp og prófa að taka ágætlega á því í 15 sekúndur á hverri mínútu. Það er fyrstu 15 sekúndurnar á hverri mínutu skellið þið þyngdinni uppí 12-14 og hafið rpm (snúninginn) á amk 85. Svo hinar 45 sekúndur takið upp blaðið og haldið áfram lestri. Ef það er of mikið þá kanski bara 10 sekúndur  rétt til að koma pumpunni í gang og bæta við  vöðvastyrk. Markmiðið er svo helst að bæta við 5 sekúndum á mánuði þangað til þið getið æft í 30 sekúndur og svo slakað á hinar 30.

Ég lofa stinnari rassi og meira þreki.

mynd
5. ágúst 2010

Ekki gleyma að gera keppnisáætlun og tékklista

Eftir 10 daga munu 17 Íslendingar keppa í  Ironman í Kaupmannahöfn. Undirbúningur er búin að vera hjá mörgum þeirra síðan í  september 2009 og því mikill spenningur í loftinu en hægt er fylgjast nánar með  undirbúningi hjá þeim í gegnum blog Vignis, eins þátttakendans á   http://vignirs.blogspot.com/.    Eins og ég lýsti fyrir mína Ironmankeppni  þá skiptir miklu… Meira
mynd
4. ágúst 2010

Ókeypis nudd!

Eitt best geymda leyndarmál hlaupara og hjólreiðamanna til að flýta fyrir því að vöðvar og líkaminn jafni sig á milli æfinga er að nota svokallaðan "foam roller". Þessi rúlla er svo góð að ef þú nærð lagni við að nota hana þá má líkja henni við ókeypis nudd. Þetta er frauðplastrúlla sem er eins og sívalningur í laginu (sjá mynd). Í rauninni er hægt að nota hvaða sílvalning sem… Meira
3. ágúst 2010

Næsta törn

Núna síðustu tvær helgar hefur verið smá stund milli stríða. Þetta er búið að vera langt keppnistímabil og framundan eru breska meistaramótið í ólympískri vegalengd þann 15 ágúst og svo Heimsmeistaramótið í Búdapest 8 september. Keppnisfólk á mjög erfitt með að taka frí frá æfingum og flestir sem ég æfi með gera það ekki í meira en 1 dag þar sem þeim finnst það skapa meiri pressu að sleppa æfingum… Meira
29. júlí 2010

Hvetjum fólkið okkar

    Eins og það er frábært að vera í  keppnisformi þá er einn galli við það. Fólk í kringum þig (fyrir utan  æfingafélagana) er nánast ófáanleg með þér í hvers kyns hreyfingu. Það er eins  og það verði hálf hrætt við þig  og haldi að þú sért annað hvort að bjóða þeim í  keppni eða reyna að gera lítið úr þeim. Þeir fáu sem eru nú þegar í góðu formi… Meira
26. júlí 2010

Hvernig formi varst þú í fyrir 10 árum?

Yndislegt að koma til Íslands og verakomin   útí sveit á Snæfellsnesi. Ég var að hlaupa "langa rólega"hlaupið mitt í gær, eitthvað sem ég geri flestar vikur á hraðanum 5:00-5:15min/km í 90 mín og ekkert    merkilegt við það.  Ég hljóp hluta úr leið sem   ég fór oft þegar ég fór fyrst að koma hingað fyrir um 10 árum síðan og fékk svolítið skrítna tilfinningu… Meira
22. júlí 2010

Tips til að vera fljótur í og úr blautbúning

Þegar ég er með byrjendur þá tek ég alltaf með mér 1-2 plastpoka. Ég læt viðkomandi setja pokann á viðeigandi hönd eða fótlegg áður þannig   rennur fólki í hverja ermi og   skálm   á mettíma.   Til að laga gallann til   þá þarftu að byrja neðst og smám saman fikra efnið upp. Neopren er rándýrt og viðkæmt efni þannig aldrei toga gallann til. Kraginn nuddast gjarnan við… Meira
mynd
21. júlí 2010

Hjálpa þrýsti "compression" flíkur okkur að ná betri árangri?

Þrýsti "Compression" íþróttasokkar og buxur eru mikið notaðar af íþróttamönnum sérstaklega hlaupurum og fólki í úthaldsíþróttum. Buxurnar eru nákvæmlega eins útlítandi og venjulegar hlaupabuxur nema bara mun þrengri og sokkarnir eru ekkert annað en mjög þröngir hnésokkar eða svipað og "flugvélasokkar". Samkvæmt upplýsingum frá framleiðendum á þrýstingurinn sem flíkurnar valda m… Meira
mynd
19. júlí 2010

"back up" hvað

Í gær var keppt í London League mótaröðinni þar sem ég keppti fyrir liðið mitt. Þetta er svolítið skemmtilegt fyrirkomulag því til að vinna sem heild þá eru það samanlögð stig tveggja bestu karla, bestu konu,  besta +40 ára og  undir 18 ára sem gilda. Það þýðir að ef lið vantar t.d góðan + 40 ára eða konu þá getur það ekki unnið sem gerir það að verkun að liðin reyna að hafa mikla breidd… Meira
mynd
18. júlí 2010

Nýtt heimsmet kvenna í Ironman vegalengd

Chrissie Wellington setti nýtt heimsmet kvenna í Ironman vegalengd í Ironman Roth Challenge sem haldin var í dag 18 júlí. Hún fór þetta á 8 klst og 19 mínútum   og var 33 mínútum á undan sínum helsta keppinaut Rebecku   Keat. Sjálf átti hún gamla metið sem hún bætti frá því í fyrra á sama velli um 12 mínútur og 46 sekúndur.   Chrissie hljóp maraþonið á 2 klst 48 mínútum eftir að… Meira