Karen Axelsdóttir - haus
1. september 2010

Síðasta mótið fyrir HM

Það var mikið fjölmenni og  stemning á  mótinu núna á mánudaginn (verslunarmannahelgi hér). Ég vaknaði kl 5 til að vera mætt í skráninguna kl 6. Einu sinni var það þannig að ég svaf alltaf illa fyrir mót vegna kvíða en nú er þetta orðið þannig að ég sef varla af tilhlökkun. Minn dyggasti stuðningsmaður, 9 ára sonur minn heimtaði að fá að koma með og spretti úr spori þegar ég vakti hann.  Þetta er skemmtilegt og svolítið öðruvísi mót, haldið 4 sinnum á ári síðan 2002 og selst alltaf uppí öll mótin um leið og þeir opna fyrir skráningu hverju sinni. Ég setti brautarmet á þessum velli í fyrra 1:02:57 sem var mikill heiður og var markmið dagsins að reyna að slá það aftur og fá stöðumat á framförum síðan í fyrra.

Sundið er haldið í sundlaug og virkar þannig að þú byrjar á einum endanum í þessari 36 m laug, syndir 12 ferðir með því að færa þig alltaf yfir á næstu braut þegar þú ert búin að fara fram og til baka á hverri braut. Frekar spes en virkar vel og þeir ræsa um 400 keppendur út með 15 sek millibili, þeir hröðustu fyrst. Sundið gekk vel og ég náði Ólivíu vinkonu minni sem byrjaði 15 sek á undan og er venjulega betri sundmaður en ég. Náði 06 :20 á laugarbakkanum fyrir  430 metra mv. 06 :35 í fyrra. Transistionið var frábært þangað til vatnsflaskan mín flaug af og rúllaði til baka þegar ég var við það koma út um hliðið. Á flestum mótum hér færðu tímasekt (2 mín ) ef þú týnir ekki upp rusl eða annað upp eftir þig þannig ég þurfti að leggja frá mér hjólið og fara að elta þessa blessuðu flösku. Þar með missti ég Óliviu fram úr mér. Það er alltaf eitthvað sem er ekki 100%  og mér datt ekki í hug að pirra mig eða spá í það hvort ég hefði nú klúðrað möguleikanum á nýju brautarmeti. ThamesTurbobikeHoppaði á hjólið og og fann mig strax dúndurvel.  Það er talsverð traffík þarna og nóg af hraðahindunum en annars frekar bein braut með litlum halla. Náði stelpunum sem voru ræstar á undan mér eftir 3-4 km  og svo nokkrum helmössuðum gaurum með aerohjálma...ekki leiðinlegt.  Þegar ég var komin hálfa leið sá ég að ég var með betri millitíma en í fyrra :-) Kom í mark á 33 :31 fyrir 21 km miðað við 34:15 í fyrra sem var snilld. Kallaði upp númerið mitt og hélt áfram. Þetta mót er allt öðruvísi en önnur að því leyti að eftir hjólið þá áttu að stoppa og þú hefur svo 7 mínútur þar sem tíminnn er stoppaður til þess að koma þér um 1,5 km leið þar sem skiptisvæðið er og hlaupið byrjar. Ég get verið svo utan við mig og var auðvitað búin að gleyma því að það væri ekki nóg að kalla bara númerið mitt (heldur þyrfti að stíga af hjólinu ) þannig þegar ég í makindum mínum var að lulla mér til baka og þá heyri ég þessi ógurlegu öskur "come back". Úps þvílíkt klúður, ég gleymdi að stíga af hjólinu. Ég fattaði þetta um leið en mistökin kostuðu mig 53 sek aukalega sem þýddi að ég var  búin að missa niður ábatann af þessu annars frábæra hjólasplitti og bætinguna frá því í fyrra. Spurning um að slaka á æfingunum og fara að lesa betur reglurnar!! Tímavörðurinn jós yfir mig skömmum. Svona týpískur karl sem þarf að sýna hvað hann hefur mikið vald. Ég var ekkert að malda í móin enda eru reglur reglur og ég borgaði mína sekt þar sem tíminn var ekki stoppaður fyrr en ég var komin til baka og stigin af hjólinu. En hann bara hélt áfram að skammast. Mér var algjörlega misboðið við þessa dónalegu framkomu en hugsaði  ,,þetta er mitt race og ég ætla ekki að láta einhvern öskrandi karl setja mig útaf laginu".  Á þessum punkti hafði ég ekki hugmynd um hvað tímanum hafði liðið varðandi það að koma mér til baka á þessum 7 mínútum. Lúxus að fá svona pásu og um að gera að nota hana hið ýtrasta en ég gat ekki tekið sjensinn að fara fram yfir tímann og hjólaði hratt til baka til að fara ekki yfir þessar 7 mínútur.  Það var yndislegt að sjá Tryggva son minn bíðandi eftir mér við skiptisvæðið. Hann var eitt stórt bros og ég gat ekki annað en  gefið  mér tíma til að knúsa hann snöggt. Mér reiknaðist til að ég ætti sennilega sjéns að bæta tímann minn ef ég næði góðu hlaupi. Fann mig fljótt vel á hlaupinu enda búin að fá nokkurra mínútna pásu sem munar miklu. Ég elska sprettþraut , ThamesThurbobara 5 km hlaup þannig  einmitt þegar maður þarf að fara að pína sig þá er hlaupið búið.  Ég pikkaði upp nokkra karla í viðbót og náði tímanum 20 :20 fyrir 5.4 km + skiptitíma sem var 27 sekúndna bæting frá því í fyrra. Alsæl með það og það dugði til að sigra mótið með 3 :30 mín mun og  til að slá gamla brautarmetið mitt um 29 sekúndur eða 1 :02:27. Ekki oft sem ég redda mér á hlaupunum en var greinilega í rétta gírnum. James þjálfari var svo stressaður vitandi af mér á hælum sér að hann náði stórkostlegum tíma  01 :00:50 og vann sinn flokk þannig þó ég hefði átt áfallalaust mót þá hefði hann samt marið þetta með örfáum sekúndum. Helvískur, núna  þarf ég að hlusta að grobbið  í honum í allan vetur. Litli stuðningsmaðurinn var ánægður með daginn og tók ánægður á mót verðlaununum með mömmu, ekki slæmt að eiga svona gaur.
30. ágúst 2010

Synda bringusund í þríþraut?

Ég fékk póst konu sem er að fara í sína fyrstu ólympísku þríþraut erlendis. Hún er óörugg með skriðsundið (1500 metrar) og er að spá í að taka þetta jafnvel á bringusundi þar sem hún (líkt og allir byrjendur) er í vandræðum með að ná önduninni. Hún er í ágætis hlaupaformi  og hefur verið að hjóla tvisvar í viku og synda tvisvar í viku núna í sumar. Það eru 6 vikur til… Meira
29. ágúst 2010

Undirbúningur fyrir Búdapest í fullum gangi

Undirbúningurinn byrjaði ekki sem skyldi  fyrir heimsmeistaramót áhugamanna sem haldið verður í Búdapest þann 12 sept.   Ég tók  mér 2 daga frí eftir breska meistaramótið og svo lögðumst við fjölskyldan öll í  kvefpest. Þurfti því að að taka þrjá daga í viðbót algjört frí frá æfingum og  enn aðra 3 mjög létta daga. Þetta var bagalegt  og ég þurfti nánast að hlekkja… Meira
mynd
25. ágúst 2010

Tour d'Islande - Lokakafli

Hér er lokakafli um ferð Þóru Hrannar Njálsdóttur og Sigurjóns Péturssonar þar sem þau hjóluðu hringinn í kringum Ísland   á fjallahjóli núna í sumar. Ótrúlegt afrek  hjá þeim en eins og ég sagði um daginn þá  hafa þau enga reynslu af hjólreiðum og þau voru að fagna sextugs afmæli Sigurjóns. Nóg til að slá mig amk út af laginu.  Dagur 10. Frá Egilsstöðum héldum við upp… Meira
mynd
24. ágúst 2010

Tour d'Islande - 2. Hluti

Hér er annar hluti af ferð Þóru Hrannar Njálsdóttur og Sigurjóns Péturssonar þar sem þau hjóluðu hringinn í kringum Ísland   á fjallahjóli núna í sumar. Ég þurfti því miður að stytta nokkra skemmtilega kafla úr ferðasögu Þóru Hrannar til að ná að birta áfangana í heild sinni. Dagur 2. Stefnan var   sett á Skóga.   Það var dásamlegt að hjóla austur suðurlandsundirlendið.  … Meira
mynd
23. ágúst 2010

"Recovery" ráð fyrir Reykjavíkurmaraþon og aðrar vegalengdir

Til hamingju allir hlaupagarpar sem tóku þátt Íslandsbankahlaupinu í gær en skv.   fréttunum sem ég sá hérna á netinu vorum   um 11.0000 manns sem tóku þátt. Kæmi mér ekki á óvart að þessi þátttaka   sé heimsmet á þjóðarmælikvarða. Það gladdi mig mikið að sjá hvað landinn er duglegur og sérstaklega gaman að sjá smáfólkið sem mátti leiða mömmur og pabba sér til hjálpar. Fr ábært… Meira
mynd
20. ágúst 2010

Á reiðhjóli hringinn í kring um Ísland

Ég fékk um daginn skemmtilegan   tölvupóst frá Þóru Hrönn Njálsdóttur   sem núna í sumar   hjólaði ásamt manni sínum Sigurjóni Péturssyni hringinn í kringum Ísland á rúmum tveimur vikum.   Ég spurði Þóru Hrönn hvernig þetta hefði komið til og hvort undirbúningur hefði staði lengi.   Hún svaraði :   ,,Ég spurði manninn minn hvort við ættum að hjóla hringinn og hann… Meira
mynd
17. ágúst 2010

Breska meistaramótið í ólympískri vegalengd

Meðan að félagar mínir voru í Kaupmannahöfn að keppa   í Ironman var ég að keppa hér í Bretlandi á breskameistaramótinu í ólympískri þríþraut ( 1500 m sund, 42,6 km hjól, 10 km hlaup). Það var mikið í húfi og eins og ég sagði um daginn en ég vann breska meistaramótið í hálfólympískri   þraut fyrr í sumar og því mikil pressa að standa sig líka á þessu móti. Þetta með erfiðari keppnum sem… Meira
mynd
16. ágúst 2010

Til hamingju íslenska járnfólk

Eftir metrigningar   í Kaupmannahöfn á laugardaginn var ég orðin hálf kvíðin fyrir hönd íslenska hópsins sem keppti í gær   í Ironman í Kaupmannahöfn. En ég get alveg sagt ykkur að það er fátt verra en að vera blautur og kaldur á hjóli ...hvað þá í 180 km. Sem betur fer var allt annað uppá tengingnum á keppnisdag, þurrt, skýjað   og 21 stiga hiti sem er   draumur fyrir svona… Meira
14. ágúst 2010

ÁFRAM ÍSLAND!!

Á morgun eru 17 Íslendingar að keppa í Ironman í Kaupmannahöfn. Það verður ræst kl 7:15 á dönskum tíma og hægt er að fylgjast með þeim live á www.challengecopenhagen.com Þar á forsíðunni á að vera „Athlete tracker“ og er þar hægt að slá inn nafn keppanda eða sjá alla stöðuna. Á sama tíma verð ég að keppa á breska meistarmótinu í ólympískri þríþraut 1500 m sund/ 40 km hjól og 10 km hlaup… Meira