Karen Axelsdóttir - haus
29. ágúst 2010

Undirbúningur fyrir Búdapest í fullum gangi

Undirbúningurinn byrjaði ekki sem skyldi  fyrir heimsmeistaramót áhugamanna sem haldið verður í Búdapest þann 12 sept.  Ég tók  mér 2 daga frí eftir breska meistaramótið og svo lögðumst við fjölskyldan öll í  kvefpest. Þurfti því að að taka þrjá daga í viðbót algjört frí frá æfingum og  enn aðra 3 mjög létta daga. Þetta var bagalegt  og ég þurfti nánast að hlekkja mig heima til að rjúka  ekki út á æfingu um leið og ég var farin að hressast aðeins. Hef brennt mig  illa á svoleiðis áður og mat stöðuna þannig að ég væri betur sett að ná mér  100% og ná kanski inn nokkrum góðum æfingadögum frekar en að taka áhættuna að byrja of snemma.

Góðu fréttirnar eru að ég tók hárrétta  ákvörðun og  frá og með þriðjudeginum  hef ég verið eldhress og síðan þá náð inn fínum undirbúningi. Ég hef gjörbreytt æfingaáætluninni núna á lokasprettinum. Planið þessa  dagana er að synda 6 daga vikunar, annað hvort 60 x 25 m spretti  eða 4 x 750 m á keppnishraða. Þriðja  hvern dag   tek ég svo  mjög erfiða hjóla og hlaupaæfingu (brick) til að líkja sem  mest eftir keppninni en hvíli fætur að  mestu hina dagana þ.e syndi og tek í mesta lagi 30 mín létt skokk eða spin. Mun svo taka 9 daga í að létta fyrir keppni. Tæki venjulega 2 vikur fyrir svona mót en er minna þreytt þar sem ég missti úr viku.

Æfingin á  föstudag var frekar  svæsin eða 2 klukkutímar á turbovél (vél sem gerir manni kleift að hjóla innandyraá eigin hjóli) og þar af klukkutími (10 x 6 mín) á yfir 40 km á klst. Eftir það  fór ég svo á hlaupabrautina og hljóp 20 x 400 m spretti á 79-81sek með 200 joggi  á milli. Hljómar bæði ekkert skelfilega eitt og sér en sem kokteill þá get égalveg viðurkennt að ég var næstum farin að gubba síðustu tvær endurtekningarnar  og man ekki eftir  erfiðari brick æfingu.Ég þurfti virkilega að einbeita mér tilað halda réttum hraða og halda önduninni djúpri en viðhorfið var frábært og  hausinn algjörlega á réttum stað. Sem sagt  allt á uppleið. Í kvefpestinni notaði ég tímann til að vinna  meira í  visualization tækni og íhugun.Sú andlega vinna kom sér vel þegar ég var við það að bugast  þarna á hlaupabrautinni og er eitthvað sem ég ætla að fara að fókusa miklu meira á framvegis....þó það kosti mig að sleppa einhverjum æfingum til að hafa tíma til þess.  

Á morgun (frídagur verslunarmanna í UK) ætla ég svo að keppa í sprettþraut 430 m sund, 21 km hjól og 5. 4 km hlaup. Þjálfarinn minn er líka að keppa og spurði mig hvort ég væri ekki örugglega dauðþreytt eftir æfingar vikunar og sagði mér með glotti að taka því rólega... hann vann mig með nokkrum sekúndum síðast þannig ætli ég neyðist til að kreista fram síðasta blóðdropa ;-)