Karen Axelsdóttir - haus
Þú ert hér: Karen Axels > ÁFRAM ÍSLAND!!
14. ágúst 2010

ÁFRAM ÍSLAND!!

Á morgun eru 17 Íslendingar að keppa í Ironman í Kaupmannahöfn. Það verður ræst kl 7:15 á dönskum tíma og hægt er að fylgjast með þeim live á
www.challengecopenhagen.com
Þar á forsíðunni á að vera „Athlete tracker“ og er þar hægt að slá inn nafn keppanda eða sjá alla stöðuna.

Á sama tíma verð ég að keppa á breska meistarmótinu í ólympískri þríþraut 1500 m sund/ 40 km hjól og 10 km hlaup. Það lítur út fyrir harða keppni og það er mikil pressa á mér þar sem ég vann meistaramótið í sprettþraut núna í júní. Þetta verður kanski pínu þungur róður en ég dró ekkert úr æfingum þessa vikuna þar sem aðalfókusinn er á heimsmeistaramótið 12 september. Ég ætla samt ekki að láta það eða aðra taka mig á taugum og veit bara að ég ætla að leggja allt í þetta. Ég er í dúndurformi og ætla mér alla leið uppá topp. ÁFRAM ÍSLAND!!