Karen Axelsdóttir - haus
16. ágúst 2010

Til hamingju íslenska járnfólk

kobenhopurEftir metrigningar  í Kaupmannahöfn á laugardaginn var ég orðin hálf kvíðin fyrir hönd íslenska hópsins sem keppti í gær í Ironman í Kaupmannahöfn. En ég get alveg sagt ykkur að það er fátt verra en að vera blautur og kaldur á hjóli ...hvað þá í 180 km. Sem betur fer var allt annað uppá tengingnum á keppnisdag, þurrt, skýjað  og 21 stiga hiti sem er draumur fyrir svona keppni.

Að taka þátt í svona keppni í fyrsta sinn er svo magnað að það má helst líkja tilfinningunni við það þegar þú giftir þig eða eignast barn. Það er amk eitthvað við þetta og allan undirbúninginn sem breytir manni og þetta er eitt af þeim upplifunum sem maður hugsar mikið um eftir á og fyllir mann ævilöngu stollti.

Það var skrítin tilfinning að fylgjast bara með í gegnum tölvuskjá og mér leið næstum eins og ég væri sjálf komin aftur til Ástralíu í mitt Ironman. Hjartað í mér tók kipp í hvert skipti sem einhver fór að hægja á sér en það að "hlaupa á vegg" í svona langri keppni er svo óbærilegt að ég  myndi ekki óska þeirri tilfinningu uppá minn versta óvin. En sem betur fer gekk allt gekk vel hjá flestum og fólk var að fara þetta á mjög góðum tímum, sjá heildartíma Íslendingana á http://triathlon.is/.

islandsmeistararÞað var fyrirfram ákveðið að þetta mót yrði Íslandsmeistaramót í Ironman og nýir Íslandsmeistarar eru þau Ásdís Kristjánsdóttir sem fór á 11:49:35 sem er næst besti tími íslenskra kvenna og Vignir Þór Sverrisson sem fór þetta á 10:15:40 og er það þriðji besti tími sem Íslendingur hefur náð í þessari vegalengd. Alveg glæsilegt hjá þeim.Ég óska annars öllum í hópnum innilega til hamingju með árangurinn og sérstaklega konunum því nú erum við orðnar 5 járnpæjurnar á Íslandi :-)