Karen Axelsdóttir - haus
11. október 2010

Á hvaða hraða á ég að hlaupa?

Hérna er svolítið sniðug vefsíða, http://www.runningforfitness.org/calc/paces.php

Síðan hjálpar þér að vita á hvaða hraða er best að hlaupa á til að ná ákveðnu  hlaupamarkmiði, hvort sem það er 10 km hlaup á 60 mínútum eða maraþon á undir  3  klst.

Nánast öll hlaupa prógröm miða við það að  þú hlaupir amk þrjú hlaup vikulega t.d

1 xLangt hlaup

1 xTempó hlaup

1 xBrautaræfing (hraðaæfing)

Fyrir venjulegt fólk þá hljóma  orðin tempó og brautaræfing eins og latína og fólk endar frekar með því að  hlaupa þrjú eins hlaup (oftast á sama lull hraðanum) þar sem því finnst  hreinlega of flókið að gera annað. Hvort sem þú ert byrjandi eða  keppnismanneskja þá er gagnlegt að skoða þetta og fullt af góðum æfingasettum. Þú  slærð einfaldlega inn vegalengd og tímann sem þú stefnir á og svo aldur. Þá  kemur upp tafla sem m.a segir þér   hvað þú þarft að hlaupa hvern 1 km á til að ná settu markmiði og líka á  hve miklum hraða brautaræfing og tempóæfingin á að vera. Besta við síðuna er að fyrir neðan eru  svo 11 mismunandi hugmyndir að hraðaæfingum og ein mjög góð tempóæfing ...og  það  er búið að reikna fyrir þig nákvæmlega á hvaða hraða þú hleypur hverja æfingu  miðað við það tímamarkmið sem þú slóst inn.

Ég ætlaði nú að skrifa um hjólreiðar í dag  en  fannst  tilvalið að benda  ykkur á þetta þar sem ég var að sýna þetta manni sem ég er að þjálfa og hann  sagði við mig skælbrosandi ,,já núna loksins skil ég almennilega hvað þessi tempóhraði þýðir" :-)