Haraldur Örn - haus
8. mars 2010

10 góð ráð fyrir erfiðari fjallgöngur

Mt_Blanc_2006-3Fyrir erfiðari fjallgöngur er algengt að fólk verði stressað og fái kvíðahnút í magann. Þetta er fullkomlega eðlilegt enda finna flestir fyrir þessum einkennum. Einkum finnur fólk fyrir þessu sem er að takast á við stærri áskorun en það hefur gert áður. Eftir því sem ferðunum fjölgar og reynslan eykst eflist sjálfstraustið og ánægjan af fjallgöngunni. Hér eru nokkur einföld ráð sem ég hef fyrir þá sem eru til dæmis að fara á Hvannadalshnjúk í fyrsta skipti.

  • Hvíla í 5 daga fyrir göngu
  • Reyna að ná góðum svefni 5 nætur fyrir göngu
  • Drekka vel af vatni áður en lagt er af stað í göngu
  • Setja á sig sólaráburð í upphafi ferðar og síðan reglulega alla gönguna
  • Setja íþrótta-plástur (sports-tape) á hæla fyrir göngu
  • Halda þyngd bakpokans í skefjum
  • Fara úr fatnaði ef þú ferð að svitna
  • Fylgjast vel með eigin líðan og bregðast strax við ef vanlíðan kemur upp
  • Hafa stoppin stutt og nýta þau vel, t.d. borða, drekka, setja á sig sólaráburð
  • Og umfram allt ganga með jöfnum hraða
mynd
6. mars 2010

Á skíðum á Hellisheiði

Þrátt fyrir rigningu og rok ákvað ég að drífa mig á gönguskíði í dag. Fór upp á Hellisheiði eftir hádegi. Heiðin er í um 350 metra hæð en samt sem áður var nokkur bloti í þeim litla snjó sem þarna er að finna. Það var þó vel hægt að finna færar skíðaleiðir. Ég ákvað að fara sunnan megin við veginn og ganga til austurs með Hverahlíð.  Ég bjóst við mjög leiðinlegu veðri en það… Meira
mynd
5. mars 2010

Grímannsfell

Fjöllin og fellin í nágrenni höfuðborgarinnar eru mörg. Eitt þeirra er Grímannsfell við Mosfellsdal. Gangan á þetta lítt þekkta fell er mjög skemmtileg og góð tilbreyting við Esjugöngurnar sem margir stunda. Hér er stutt lýsing á fjallgöngunni: Ökuferðin: Frá Reykjavík er ekið upp Mosfellsdal. Rétt áður en komið er að Gljúfrasteini er beygt til hægri inn Helgadal. Ekið er eftir þeim afleggjara um… Meira
mynd
4. mars 2010

Sjáið Tindinn

Allir þekkja Hraundranga í Öxnadal og margir þekkja Þumal ofan við Morsárdal í Öræfum. Þetta eru glæsilegir tindar sem voru taldir ókleifir á sínum tíma. Þeir voru þó báðir klifnir að lokum og leggja nokkrir hópar leið sína á þá árlega. Það eru til fleiri álíka glæsilegir tindar. Færri þekkja Tindinn í Tindfjöllum. Fjallamenn sem ganga á Tindfjöll renna þó flestir hýru auga til hans. Til  að… Meira
mynd
3. mars 2010

Listin að raða í bakpoka

Hvernig á að raða í bakpoka? Þessa spurningu hef ég oft fengið en oftast orðið fátt um svör. Ég nefnilega aldrei velt þessu mikið fyrir mér. Oft hef ég troðið farangri mínum tilviljanakennt í bakpokann án þess að skeyta um í hvaða röð hlutirnir koma. Með tímanum hef ég þó komið mér upp einhvers konar aðferð sem er að mestu ómeðvituð. Auðvitað skiptir það máli hvernig raðað er í bakpoka.… Meira
mynd
2. mars 2010

Tindfjöll

Eitt af mínum uppáhalds fjöllum á Íslandi eru Tindfjöll. Hæstu tindarnir eru tveir og nefnast Ýmir 1.462m. og Ýma 1.448m. Við tindana er Tindfjallajökull sem er fremur smár og hefur nokkuð hopað undanfarin ár. Útsýnið er ægifagurt yfir Eyjafjallajökul, Mýrdalsjökul, Fjallabak og Heklu svo eitthvað sé nefnt. Að standa á þessum tindum á góðum degi er sannanlega ógleymanlegt. Innst í Fljótshlíð… Meira
mynd
28. febrúar 2010

Það er kominn vetur

Veturinn hefur verið mildur sunnanlands og varla hefur fest snjó að ráði fyrr en nú í lok febrúar. Þetta hefur lagst misvel í fólk. Sumir fagna snjóleysinu og mildu veðri. Ég hef hins vegar saknað þess að hafa snjó í fjöllum. Hvað um það, nú virðist veturinn loks ætla að gera vart við sig. Við fundum áþreifanlega fyrir því hjá Fjallafélaginu . Á laugardaginn var áformað að ganga í Reykjadal frá… Meira
mynd
26. febrúar 2010

Kerhólakambur

Esjan er vinsælasta fjall landsins enda ganga þúsundir á hana árlega. Flestir fara hina hefðbundnu leið frá Mógilsá á Þverfellshorn. Fjölmargir fara þessa leið vikulega eða oftar sem líkamsrækt. En það eru fleiri leiðir á Esjuna sem vert er að gefa gaum. Hér er lýsing á leiðinni á Kerhólakamb sem er hiklaust hægt að mæla með.  Ökuferðin: Ekið er frá Reykjavík og í átt að Kjalarnesi. Eftir að… Meira
25. febrúar 2010

Hvernig er best að æfa sig?

Hvernig er best að æfa sig fyrir lengri fjallgöngur eins og Hvannadalshnúk? Margir hafa velt þessu fyrir sér. Svarið er þó einfaldara en margur heldur. Í stuttu máli eru fjallgöngur besta æfingin fyrir fjallgöngur. Æskilegt er að ganga reglulega á fjöll til að koma sér í form. Því lengra sem æfingatímabilið er því betra. Þriggja mánaða æfingatímabil dugar flestum með góðan alhliða grunn. Þeir sem… Meira
mynd
24. febrúar 2010

GPS tæki

  GPS-tæki eru nauðsynlegur útbúnaður í öllum fjallaferðum nútímans. Þessi litlu undratæki að viðbættum tveimur litlum og frískum rafhlöðum koma í veg fyrir allar villur. Hér áður fyrr gat maður fengið kvíðahnút í magann ef að þoka skall á upp til fjalla en nú getur maður slakað á í vissu þess að GPS-tækið mun benda á rétta leið. Þessi tæknibylting hefur þó skapað nýtt vandmál: Hvernig… Meira