Haraldur Örn - haus
22. mars 2010

Hamfarir á Fimmvörðuhálsi

sprungaLeiðin yfir Fimmvörðuháls milli Skóga og Þórsmerkur er ein vinsælasta gönguleið landsins enda ganga hana mörg þúsund manns árlega. Það er sérkennileg tilfinning að sjá gossprungu spýta upp logandi hrauni í um eins kílómeters fjarlægð frá gönguleiðinni. Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála og hvernig hún kemur undan þessum náttúruhamförum. Í nágrenninu gossprungunnar eru skálar á Fimmvörðuhálsi sem vonandi sleppa óskemmdir.

Síðustu eldgos á Íslandi hafa verið að vissu leyti "túrista-gos". Í fersku minni er gosið í Heklu árið 2000 þegar landsmenn flykktust austur til að virða gosið fyrir sér en festust síðan í hríðarbyl á bakaleiðinni. Nú er öryggisgæsla mikil og umferð mjög takmörkuð um svæðið. Það er eðlilegt enda eru eldgos óútreiknanleg og getur mikil hætta skapast á stuttum tíma.

Eldgos hafi mikið aðdráttarafl enda birtast í þeim kraftar úr iðrum jarðar sem eru okkur annars huldir. Það er því líklegt að margir leggi leið sína um Fimmvörðuháls næsta sumar til að virða nýrunnið hraunið fyrir sér. Gönguleiðin gæti því orðið enn vinsælli eftir síðustu atburði.

18. mars 2010

Göngu yfir Vatnajökul lokið

Vorum snemma á fótum. Í dag gengum við í tveimur lotum þessa 18 km sem við áttum eftir að jökuljaðrinum. Veður var stillt og milt, ágætis útsýni yfir jökulinn en þoka yfir nálægum fjöllum þ.á.m. Snæfelli. Færið var gott og jökullinn ósprunginn. Við gengum um 8 km frá Jöklinum í átt til Snæfellsskála en þar kom vel búinn jeppi frá Egilsstöðum til móts við okkur eins og um var talað. Ferðin öll… Meira
17. mars 2010

Gengum 33 km í blindu

Okkur gekk vel í dag. Gengum 33 km. Vindur var hægur af austri, blint allan daginn, él framan af og töluverð snjókoma síðdegis, mjög vægt frost. Staðarákvörðun N 64.32.997 og V 15.58.411. Við eigum eftir að ganga um 18 km að jökuljaðrinum ofan við Snæfell þannig að allt stefnir í að við ljúkum göngu á jökli á morgun. Þetta er góður félagsskapur og léttur andi í hópnum bæði á göngunni og… Meira
16. mars 2010

Fegurð á jökli

 Við erum hressir og kátir eftir að hafa náð 35 km á skíðagöngunni dag. Staðsetning í tjaldstað núna er N 64.27.496 og V 16.36.713. Við vorum á göngu í 7.5 klst. Hvíldir voru 1.5 klst. Alls 9 tímar í dag. Vindur var um 8 m/sek á suðaustan og mjög blint allan daginn þar til skyndilega snerist í sunnanátt og létti til undir kvöld. Færi var prýðilega gott og okkur leið vel á göngunni. Við… Meira
15. mars 2010

Komnir í Grímsvötn

Frábær dagur og allt gengur vel. Við erum komnir í Grímsvötn í 1.732 m hæð. Gengum um 26 km. Skíðagangan var skemmtileg, gott færi og sleðarnir flutu vel. Skoðuðum katla í jöklinum skammt frá Grímsvötnum. Í dag var gott veður, stillt, skiptist á þunn þoka og fremur bjart, jafnvel smá sólarglenna um tíma og sáum þá til Hvannadalshnúks. Núna er blint hér á Grímsfjalli. Það er hlýtt og notalegt hér í… Meira
14. mars 2010

Í lok fyrsta dags á Vatnajökli

  Við erum komnir í tjaldstað í lok fyrsta dags í göngunni austur yfir Vatnajökul. Jökullinn upp frá Jökulheimum var sléttur og rennifæri. Við gengum í 5 klst. að viðbættum hvíldum og lögðum 20.4 km að baki. Erum í 1.350 m hæð. Við eigum þá um 24 km ógengna í Grímsvötn og ættum því að ná þangað annað kvöld. Í dag var veður stillt, vægt frost en mugga þegar leið á daginn og nú… Meira
14. mars 2010

Pólfarar á Vatnajökli

Tveir af reyndustu pólförum heims hófu skíðagöngu yfir Vantajökul með mér í morgun. Þetta eru þeir Börge Ousland og Erling Kagge en báðir hafa þeir að baki mikil afrek í pólferðum, fjallgöngum og siglingum. Það var vinur minn Guðmundur Eyjólfsson sem keyrði okkur í Jökulheima og hófum við gönguna núna um hádegið í dag. Ætlunin er að ganga á tveimur dögum í Grímsvötn og þaðan á fjórum dögum austur… Meira
12. mars 2010

Børge Ousland kemur til landsins

Á morgun kemur til landsins Børge Ousland sem er að mínu mati fremsti pólfari seinni tíma. Ég hef þekkt Børge í mörg ár og fylgst náið með afrekum hans. Meðal fjölmargra afreka hans er að ganga einn síns liðs yfir Suðurheimskautið (1996-1997) og Norðurheimskautið (2001). Meðal nýlegra leiðangra hans er ferð árið 2006 sem farin var í fótspor Fram leiðangurs Friðþjófs Nansens frá… Meira
mynd
10. mars 2010

10 ár frá upphafi Norðurpólsleiðangurs

Í dag 10. mars eru nákvæmlega 10 ár frá því að við Ingþór Bjarnason lögðum af stað út á Norður-íshafið frá Ward Hunt eyju sem er nyrst á Ellesmereeyju í Kanada. Að baki var langur og strangur undirbúningur en komið var að stóru stundinni og leiðangurinn hafinn. Kuldinn sem mætti okkur var allt annar og meiri en það sem við höfðum kynnst áður. Hitamælirinn okkar mældi niður í -50°C. Hann… Meira
mynd
8. mars 2010

Upphitun og teygjur

Upphitun og teygjur er eitthvað sem oft vill gleymast í fjallgöngum. Eins og í annarri hreyfingu er þetta mikilvægir þættir í því að fyrirbyggja meiðsli og eymsli í líkamanum. Með tímanum vilja vöðvar sem ekki eru teygðir styttast og það getur skapað ýmis vandmál. Þannig eru teygjur fyrirbyggjandi. Teygjurnar auka liðleika í vöðvum, ná fram slökun og minnka þann tíma sem tekur fyrir vöðvana… Meira