Sigurður Erlingsson - haus
21. júní 2010

3 öflugar leiðir til að lifa lífinu eins og þú vilt hafa það.

Heldur þú að það sé mögulegt að þú getir lifað því lífinu út frá þínum væntingum?  Getur þú látið breytinga.jpgmarkmið og drauma úr öllum sviðum lífs þíns verða að veruleika?  Eru einhver markmið sem þú hefur og vilt að verði að veruleika á næstu 12 mánuðum?

Þeir sem hafa hugsað um markmið sín og drauma vilja kannski flott einbýlishús, lúxus bíl, vera farsæll fyrirtækjaeigandi, geta látið eitthvað af hendi rakna til umhverfisins eða annarra í kringum sig.

Mjög líklega átt þú einhver markmið og drauma í ákveðnum hlutum lífsins.   Markmiðin gætu verið að bæta gæðin í sambandinu, fá stöðuhækkun, léttast, lifa heilbrigðara lífi, taka þátt í sjálfboðastarfi fyrir góðgerðarsamtök, njóta meiri tíma með fjölskyldunni.

Það sem er mikilvægt að hugleiða er hvernig getur þú nálgast það að gera markmið þín og drauma að raunveruleika.getur þú lifað lífinu eins og þú vilt hafa, í stað þess að dreyma bara um það sem þú vilt af og til.

Göngum út frá því að þú vitir hvað það er sem þú vilt fá út úr lífinu, þú hefur jafnvel gengið svo langt að skrifa þau niður á blað, jafnvel límt upp post-it miða um allt heimilið, límt þá á skjáinn á tölvunni, á ísskápinn, baðspegilinn.

En það er mjög mikilvægt fyrir þig að átta þig á því að það eru meiri líkur á því að þú náir ekki markmiðum þínum.

Hvers vegna?

Það er vegna þess að það er líklegt að þú sért búinn að byggja upp stóra hindrun sem  standi í veginum.  Hindrun, skoðanir, sem eru algjörlega í andstöðu við markmiðin þín.

Þessar hindranir eru kallaðar, skortur á trú, trú á sjálfum sér, trú á betra lífi.  Þær fara á undan öllum markmiðum.  Ef það sem þú trúir á er í andstöðu við það sem þú vilt, munu þessi takmarkandi trú þín alltaf, ALLTAF vinna.

Ef þig langar í meiri peninga, og hindrandi skoðanir þínar varðandi peninga eru eins og, ,, ég verð aldrei ríkur", þá alveg sama hversu mikið þú reynir, þú munt aldrei verða ríkur.

Svo er að hindrandi skoðanir standa í veginum fyrir því að þú getir lifað lífinu sem þú vilt, hvað getur þú gert til að komast framhjá þeim?

Hér eru 3 öflugar leiðir sem þú getur nota til að komast strax af stað á veginn  til velgengni.

1. Sjálfvirkar neikvæðar hugsanir. Fyrsta skrefið er að taka eftir þessari takmarkandi trú,  þessum neikvæðu hugsunum og skoðunum sem standa í veginum fyrir því að þú náir markmiðum þínum og upplifir drauma þína. Þú verður að gera þetta áður en þú leggur af stað veginn til velgengni í átt að nýju lífi og að markmiðum þínum og draumum. Ekki á eftir.

2. Hvetjandi staðhæfingar. Þetta er mjög öflug leið til að þekkja þessar neikvæðu hugsanir. Þetta útilokar takmarkandi skoðanir þínar, og á sama tíma ýta þær þér af stað til að kveikja eldmóð. Komdu þér upp fullt af jákvæðum, hvetjandi staðhæfingum, þú getur fengið upplýsingar um þær á velgengni.is.  Þegar þú lest þær, taktu eftir því hvernig þú bregst við? Hvort þú minnkar, finnur fyrir ótta, eða hvort þú segir, ,, já frábært",  það eru þá þessar hindrandi skoðanir sem þú þarft að vinna með.

3. Taktu ábyrgð.  Þegar þú setur þér markmið þá verður þú að taka ákvörðun og taka ábyrgð um að þú ætlir að ná því.  Taktu eftir og breyttu þessum sjálfvirku neikvæðu hugsunum og einblíndu á það sem þú hefur tekið ákvörðun um, hvað það er sem þú þarft að gera til að ná markmiði þínu.  Taktu eftir ,,Já en" afsökununum sem hrannast upp hjá þér, hvers vegna þú getir ekki núna, þetta eru hindrandi, takmarkandi hugsanir, ótti við hið óþekkta, ótti við að fá það sem þú átt skilið en þorir ekki.  Hvað sem þarf til, alveg sama hvað. Gerðu eitthvað daglega. 

Ef þú hunsar að taka eftir og vinna í þessum takmarkandi skoðunum þínum, þá munt þú verða fastur áfram á þeim stað sem þú ert núna í dag.

Berðu á hverjum degi malarkörfu að þeim stað sem þú ætlar að byggja fjall.