Sigurður Erlingsson - haus
2. nóvember 2011

Mikilvæga augnablikið !

Einhvern tímann hefur hver einstaklingur upplifað stað í lífinu þegar þeir hafa   staðið frammi fyrir mikilvaga.jpg mikilvægri upplifun sem breytti lífinu.

Sumir hafa jafnvel upplifað röð atburða sem breytti algjörlega stefnu þeirra í lífinu varanlega.

Ég kalla þessar upplifanir, mikilvæga augnablikið.

Mikilvæga augnablikið þitt getur t.d. verið þegar þú  hittir einstakling sem gefur þér mikilvægar ráðleggingar sem opna augu þín, þegar þú sérð sálufélaga eða maka í fyrsta sinn. Jafnvel þegar þú verður foreldri, stendur frammi fyrir illvígum sjúkdómi eða upplifir að missa ástvin.

Oft eiga mikilvægu augnablikin það sammerkt að koma óvænt.  Við göngum í gegnum lífið, þetta daglega frá degi til dags, en svo allt í einu einn daginn gerist eitthvað sem breytir öllu.

Fyrir aðra,  er til önnur útgáfa af mikilvæga augnablikinu

Það er augnablikið  sem á upptök sín í að taka skýra meðvitaða ákvörðun

Ákvörðun sem á upptök sín í löngun til breytinga.

Það er einmitt það sem fólkið sem er nefnt er hér að ofan á sameiginlegt.

Eitt atriði er sameiginlegt með öllum þeim sem hafa upplifað augnablikið í löngun til breytinga.

Ákvörðun

Þau tóku skýra meðvitaða ákvörðun um að framkvæma eitthvað sem virtist illgerlegt eða ógerlegt.

Þau settu sér markmið, þvert á alla erfiðleikana sem þau voru að glíma við.

Þau skuldbundu sig.

Þau lögðu af stað, framkvæmdu nauðsynleg verkefni, hvernig sem á stóð, til að komast í gegn.

Sjáðu, þú hefur sömu möguleika að skapa þín augnablik í lífinu, hvenær sem þú vilt.

Þú ákveður örlög þín

Ekki sitja bara og bíða eftir að lífið sendi þér mikilvæga augnablikið.

Skapaðu það sjálfur, með því að fylgja því sem þú trúir á,  því sem þig langar að vera og það sem þig langar að gefa og stuðla að í heiminum.

Ef þú gætir gefið, orðið, haft, gert og orðið hvað sem er sem þig langar til, hvað væri það?

Hver er arfleið þín?

Ég veit að það er auðvelt að lesa þetta, en erfiðara að leggja af stað. Hætt er við að afsakanir hrannast upp og við frestum því að leggja af stað.,

Núna eru t.d. margir að kljást við fjárhagserfiðleika, sjá ekki leiðina eða þora ekki að leggja af stað.  Eitt af þvi sem ég legg mikla áherslu á bæði á námskeiðunum og í ráðgjöfinni  er einmitt þetta. Að hjálpa fólki að  skapa augnablikið, mikilvæga augnablikið sem breytir öllu. Breyta sorg í gleði, von í vissu.

Besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að skapa hana sjálfur.

Lifðu drauminn þinn.  NÚNA!
mynd
13. janúar 2011

Nýtt líf !

Þegar við upplifum aðstæður eins og eru núna í þjóðfélaginu, erfiðleikar og vonleysi svo yfirgnæfandi í öllum fjölmiðlum, þá er hætta á að við missum máttinn og frestum lífinu. Löngunin til að njóta lífsins og eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum eru ekki til staðar.   Það er mjög mikilvægt að staldra við og átta sig á því hver eru raunverulegu verðmætin og hvað  tíminn og… Meira
mynd
14. nóvember 2010

Fyrirgefning

Fyrirgefning er leið til að sleppa. Samt eru svo margir sem líta á að fyrirgefning sé það sama og að gefa eftir, að láta eitthvað viðgangast eða sem veikleikamerki.  Eins og að fyrirgefa einhverjum eða sjálfum sér sé samþykki á áframhaldandi virðingarleysi eða misnotkun.  Með því að fyrirgefa ekki, erum við í raun að skaða okkur sjálf meira heldur en upphaflegi skaðinn var. Þegar við… Meira
mynd
31. ágúst 2010

Tímaþjófar sem við getum útrýmt

Við lítum gjarnan á  of mikið sjónvarpsgláp, dagdrauma, eða allt sem ekki er virk notkun á mínútum og klukkutímum sem tímaþjófa. Hér eru nokkrir tímaþjófar sem þú hefur kannski ekki velt fyrir þér.   Slúður.   Hvað er málið?  Að flytja nauðsynlegar upplýsingar til viðeigandi aðila eða fólks er í lagi, en neikvætt slúður er misnotkun á tíma og eins og Ghandi sagði, eitt form af… Meira
mynd
19. ágúst 2010

Ástæður þess að þú ert ennþá í sama farinu !

Ertu stundum að velta fyrir þér hvers vegna þú ert endalaust fastur í sama farinu.  Þú getur verið að gera allt rétt, farið á námskeið eða lesið bók og fylgt öllum reglunum í nokkurn tíma. Upplifað það þú sért að stíga öll réttu skrefin í átt að velgengni, en samt eru kominn í sama farið eftir smá tíma.  Ø  Alltaf blankur. Ø  Alltaf jafn þungur eða þyngri . Ø  Alltaf að… Meira
mynd
4. ágúst 2010

Frelsi - Hvernig getur þú upplifað frelsi í lífinu?

Hvað merkir frelsi fyrir þig?  Hvenig upplifir þú frelsi? Fyrir mér er frelsi þegar ég finn ferskann vindinn blása. Standa úti í móa og horfa á öll villtu blómin sem vaxa þar óheft. Það er að vita að ég er einungis ábyrgur fyrir sjálfum mér og þeim skuldbindingum sem ég hef valið. Vitandi að það er ekkert sem getur orðið í vegi mínum og enginn getur hindrað að ég muni upplifa drauma mína.… Meira
mynd
29. júní 2010

Að byrja upp á nýtt

Allir þeir sem vilja breytingar í lífi sínu, græða sárin og fá frelsun frá fortíðinni, verða að læra hvernig þeir geta byrjað upp á nýtt. Við sköpum okkur venjur sem eru ekki jákvæðar eða heilsusamlegar.  Venjur sem eru útkoma af áföllum og vonbrigðum úr fortíðinni.  Á þeim tíma sem þær urðu til, þá gerðum við okkur ekki grein fyrir því að þær myndu hafa áhrif á framtíð okkar. Margt fólk… Meira
mynd
23. júní 2010

Ekki bara standa þarna !

Margt fólk heldur að það þurfi bara að samþykkja það sem lífið færir þeim, eða réttara sagt hendir í það. Það segir, þetta er hlutskipti mitt í lífinu, ég get ekki breytt því. Auðvitað  er það ekki svo. Þú þarft ekki að taka við þessu öllu. Örlög þín ráðast af því sem þú gerir, ekki af einhverjum utanaðkomandi þáttum. Ég þekki einstakling, sem segir að hún samþykki það sem lífið færir henni,… Meira
mynd
21. júní 2010

3 öflugar leiðir til að lifa lífinu eins og þú vilt hafa það.

Heldur þú að það sé mögulegt að þú getir lifað því lífinu út frá þínum væntingum?  Getur þú látið markmið og drauma úr öllum sviðum lífs þíns verða að veruleika?  Eru einhver markmið sem þú hefur og vilt að verði að veruleika á næstu 12 mánuðum?   Þeir sem hafa hugsað um markmið sín og drauma vilja kannski flott einbýlishús, lúxus bíl, vera farsæll fyrirtækjaeigandi, geta látið… Meira
mynd
31. maí 2010

Hver viltu vera?

„Við lyftum okkur upp með hugsunum okkar. Ef þú vilt efla líf þitt, þá þarftu fyrst að efla hugsanir þínar um það og af þér sjálfum. Hugsaðu um fullkominn þig  eða eins og þú vilt vera, alltaf allstaðar. „ Orison Sweet Marden, 1850 - 1924, rithöfundur og stofnandi tímritsins Success Magazine Hvernig sérðu sjálfan þig í huganum? Þegar þú hugsar um sjálfan þig eða kallar fram mynd… Meira