Fréttir Þriðjudagur, 30. apríl 2024

Tel Avív Aðstandendur gíslanna kölluðu í gær eftir aðstoð Bandaríkjanna við að fá ættingja sína heim.

Auknar vonir um að vopnahlésviðræðurnar beri ávöxt

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði í gær að hann væri vongóður um að Hamas-samtökin myndu ganga að nýjustu tillögunum sem lagðar hafa verið fram í viðræðum samtakanna og Ísraelsmanna Meira

Ísafjörður Jón Gnarr stendur fyrir máli sínu á sviðinu í Edinborgarhúsinu, en blaðamennirnir Stefán Einar Stefánsson og Andrés Magnússon spurðu.

Jón Gnarr á forsetafundi

Fyrsti forsetafundurinn í hringferð Morgunblaðsins • Jón Gnarr svaraði spurningum heimamanna • Meira

Ellefu frambjóðendur til forseta

Landskjörstjórn fór yfir framboðin í gær • Tvö framboð úrskurðuð ógild Meira

Flug Krían býr yfir mikilli flugfærni eins og þekkt er.

Kría sást í Hornafirði í síðustu viku

Sést hefur til kríunnar hér á landi undanfarið og alla vega í þremur tilfellum eftir því sem Morgunblaðið kemst næst. Blaðið forvitnaðist um gang mála hjá Brynjúlfi Brynjólfssyni hjá Fuglaathugunarstöð Suðausturlands á Höfn í Hornafirði en hann segir algengt að kríunnar verði vart í kringum 21 Meira

Ísafjörður Húsfyllir var á fundinum í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og var mikið klappað og hlegið að svörum frambjóðandans.

Offramboð á leiðindum í nokkur ár

Húsfyllir á borgarafundi með Jóni Gnarr • Byrjaði að íhuga framboð nær strax eftir áramótaávarp forsetans • Getur verið alvarlegur • Vill sjá landið blómstra og vill sætta landsmenn Meira

Fylgið á hreyfingu tvist og bast

Halla Hrund höfðar til karla frekar en kvenna • Öfugt farið hjá Baldri • Kynjajafnvægi hjá Katrínu • Reykvíkingar styðja Höllu síður en aðrir • Baldur og Jón sækja til yngra fólks, Katrín og Halla hins eldra Meira

Hellisheiði Guðlaugur Þór var kátur eftir undirritunina í gær.

Stórt skref í átt að orkuskiptum

Fimm íslensk fyrirtæki skrifuðu undir viljayfirlýsingu í Hellisheiðarvirkjun í gær um kaup á vetnisknúnum MAN hTGX-vöruflutningabílum. Farartækin sem um ræðir eru dráttarbílar af stærstu gerð eða 44 og 49 tonn Meira

Karen Kjartansdóttir

Karen skilar inn tímaskýrslum

Kynningarfyrirtækið Langbrók ehf. hefur nú sent Orkustofnun (OS) sundurliðaðar tímaskýrslur síðustu mánaða vegna starfa Karenar Kjartansdóttur sem samskiptastjóra stofnunarinnar. Því hlutverki hefur hún sinnt í verktöku fyrir hönd Langbrókar, sem… Meira

Boða aðgerðir á Keflavíkurflugvelli

Atkvæðagreiðsla um yfirvinnu- og þjálfunarbann og aðgerðir við öryggisleit Meira

Markaðssetning Lilja D. Alfreðsdóttir segir að sækja þurfi fram til að tryggja þann árangur sem hefur náðst.

Við verðum að vera samkeppnishæf

Ráðherra vill hefja markvissa neytendamarkaðssetningu í ferðaþjónustu • Opinbert fé árlega í gegnum fjármálaáætlun eykur fyrirsjáanleika • Nálgast þurfi ferðaþjónustuna af fagmennsku Meira

Minkur Þessi minkur spókaði sig áhyggjulaus í húsagarði á Seltjarnarnesi.

Minkar herja á fuglana á Seltjarnarnesi

Minkagildrum fjölgað frá fyrra ári • Bæjarstjóri vill birta veiðitölur reglulega • Bæjarbúar eru hvattir til að láta vita, sjái þeir mink • Mest hefur veiðst af mink við golfvöllinn á Nesinu og úti í Gróttu Meira

Líklega stutt í ný tíðindi

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur grynnra kvikuhólfið undir Svartsengi komið að þolmörkum. Gæti framleiðni gossins við Sundhnúkagígaröðina aukist úr þremur rúmmetrum á sekúndu í sex rúmmetra á næstu dögum, að sögn Þorvaldar, sem tekur þó fram að einungis sé um kenningu að ræða Meira

Sæluvika Árni Björn Björnsson tók við Samfélagsverðlaunum hans og Ragnheiðar Ástu Jóhannsdóttur úr hendi Eyrúnar Sævarsdóttur.

Sæluvika Skagfirðinga á fullt

Árleg Sæluvika Skagfirðinga var sett í Safnahúsinu sl. sunnudag við athöfn sem Sigfús Ólafur Guðmundsson stýrði. Fyrst kynnti Eyrún Sævarsdóttir þennan árlega viðburð sem lengi hefur haldið á lofti gleði- og menningarlífi Skagfirðinga, en síðan… Meira

Vatn og leðja flæddu yfir þorp

Að minnsta kosti 45 létu lífið þegar stífla brast nálægt þorpi í vesturhluta Keníu í gærmorgun. Alls hafa yfir 120 manns látið lífið í landinu af völdum skriðufalla og vatnavaxta frá því regntímabilið hófst í mars Meira

Við Persaflóa Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á ráðherrafundi Persaflóaríkja í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, í gær.

Enn rætt um vopnahlé á Gasa

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist vongóður um að Hamas-samtökin fallist á nýjar tillögur um vopnahlé og lausn gísla • Segir mikið örlæti felast í síðasta tilboði Ísraelsmanna Meira

Skattbyrði þyngdist í flestum OECD-löndum

Meðalskattbyrði launafólks þyngdist almennt í meirihluta aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) á síðasta ári. Ísland er í hópi landa þar sem skattbyrði meðallauna léttist á milli ára en hér á landi minnkaði hún lítið eitt ef… Meira

Stúdentsefni Menntaskólastúlkur á dimmisjón fyrr í þessum mánuði.

Nýjar forystukonur í Lærða skólanum

Diljá Karen Kristófersdóttir Kjerúlf og Fjóla Ösp Baldursdóttir eru nýstirni í félagsmálum og forystu landsins; formenn í þeim félögum sem nemendur Menntaskólans í Reykjavík hafa með sér. Kosningar voru í skólanum á dögunum og þá valdist Diljá Karen í embætti inspectors scholae, þ.e Meira