Gylfi byrjaður að æfa með aðalliðinu

Í gær, 19:22 Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er byrjaður að æfa með aðalliði Swansea City á nýjan leik eftir að hafa æft með U23 ára liði félagsins að undanförnu. Aðalliðið hefur verið í æfingabúðum í Bandaríkjunum undanfarnar tvær vikur en Gylfi fór ekki með liðinu. Meira »

Breytingar á ensku liðunum

Í gær, 15:30 Frá og með 1. júlí var endanlega opnað fyrir öll félagaskipti í ensku knattspyrnunni. Mbl.is fylgist að vanda vel með öllum breytingum sem verða á ensku úrvalsdeildarliðunum og þessi frétt er uppfærð daglega, stundum oft á dag, þar til glugganum verður lokað í byrjun september. Meira »

Koeman fámáll um Gylfa

Í gær, 13:26 Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, gaf ekki mikið upp um stöðu mála varðandi möguleg kaup félagsins á Gylfa Þór Sigurðssyni á fréttamannafundi sem var að ljúka á Goodison Park. Meira »

United fær aukna von um Perisic

Í gær, 13:16 Inter Milan er sagt reiðubúið að leyfa króatíska miðjumanninum Ivan Perisic að yfirgefa félagið og ganga í raðir Manchester United, en United hefur verið á eftir honum í allt sumar. Meira »

Van Dijk á leið til Liverpool

Í gær, 10:23 Enskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöld að hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk muni ganga í raðir Liverpool frá Southampton áður en félagaskiptaglugganum verður lokað. Meira »

Zlatan er enn leiðtogi hjá United

í fyrradag Áhrifa Zlatans Ibrahimovic gætir enn á Old Trafford þrátt fyrir að samningur Svíans við Manchester United sé runninn út.  Meira »

Jóhann Berg fær annan til sín frá Stoke

í fyrradag Enska úrvalsdeildarfélagið Burnley, sem landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson leikur með, gekk í dag frá kaupunum á skoska varnarmanninum Phil Bardsley, en hann kemur til félagsins frá Stoke City. Meira »

Wolves fær leikmann frá Atlético Madrid

í fyrradag Enska B-deildarfélagið Wolves hefur fengið portúgalska miðjumanninn Diogo Jota frá Atlético Madrid á lánssamning sem gildir út leiktíðina. Jota skoraði níu mörk í 35 leikjum fyrir Porto á síðustu leiktíð þar sem hann var einnig á láni. Meira »

Ætla að bjóða 40 milljónir í Sánchez

í fyrradag Samkvæmt heimildum Sky Sports er franska knattspyrnufélagið Paris Saint-Germain reiðubúið að borga rúnar 40 milljónir punda fyrir Alexis Sánchez, leikmann Arsenal. Sánchez á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal. Meira »

United betur búið undir titilbaráttu

í fyrradag José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðið sé nú betur undir það búið að berjast um Englandsmeistaratitilinn en á síðasta tímabili sem var það fyrsta undir stjórn Portúgalans. Meira »

Upp með einu liði en fór til annarra nýliða

í fyrradag Chelsea hefur lánað framherjann Izzy Brown til nýliða Brighton í ensku úrvalsdeildinni, en Brown þessi komst raunar upp úr B-deildinni með öðru liði á síðasta tímabili. Meira »

Væri himinlifandi að sjá Gylfa í bláu

í fyrradag Everton-goðsögnin Leon Osman vill ólmur sjá landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson ganga í raðir félagsins frá Swansea. Everton lagði fram tilboð upp á rúmar 40 milljónir punda í Gylfa í gær en því var hafnað. Swansea er talið vilja 50 milljónir punda fyrir Gylfa. Meira »

Getur ekki beðið eftir að mæta United

í fyrradag Javier Hernández gekk í raðir West Ham frá Leverkusen í gærkvöldi og hann getur ekki beðið eftir að mæta Manchester United í fyrsta leik tímabilsins. Hernández lék yfir 100 leiki fyrir United á sínum tíma. Meira »