Þóra og Melania báðar í svörtu

26.5. Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benediktssonar, og Melania Trump voru báðar svartklæddar á fundi í Brussel.   Meira »

Aldís var í brúðkaupi Pippu og James

22.5. Gleðin var við völd á laugardaginn þegar Pippa Middleton gekk að eiga James Matthews í Sankti Mark kirkjunni í Berks­hire. Á meðal gesta var Aldís Kristín Firman Árnadóttir viðskiptalögfræðingur og framkvæmdastjóri Lilou et Loic. Hún og eiginmaður hennar, kappakstursmaðurinn Ralph Firman, eru vinir brúðhjónanna. Meira »

Fanney Ingvars orðin mamma

23.5. Fanney Ingvarsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning, eignaðist frumburð sinn 21. maí. Móður og barni heilsast vel.   Meira »

Ágústa Eva og Aron eiga von á barni

22.5. Ágústa Eva Erlendsdóttir og Aron Pálmarsson eiga von á barni. Hún á einn son fyrir en hann er barnlaus.   Meira »

Guðni Th. glæsilegur í Hello

20.5. Það var fjör í afmælisveislu Haraldar Noregskonungs og Sonju Noregsdrottningar er þau fögnuðu áttræðisafmælum sínum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er flottur í Hello en breska blaðið fjallaði um afmælisveisluna. Meira »

Tvö ný meinvörp fundust

20.5. Leikarinn Stefán Karl Stefánsson lauk krabbameinsmeðferð í apríl. Í vikunni fundust tvö ný meinvörp í lifur Stefáns. Fjölskyldan er slegin yfir þessum ótíðindum. Meira »

Hætti forstjórastarfinu og fór í heimsreisu

20.5. Guðný Guðjónsdóttir sagði upp starfi sínu sem forstjóri Sagafilm og hélt af stað í heimsreisu ásamt eiginmanni sínum, Baldri Sigurvinssyni, og tveimur börnum Söru og Óðni. Sara tók sér ársfrí frá námi en hún er útskrifuð úr menntaskóla og ætlar í háskóla í haust. Óðinn, sem er 12 ára, hefur stundað námið á meðan á ferðalaginu stendur. Meira »

Ástin gerir heiminn að betri stað

19.5. „Við erum að vinna að plötu sem kemur út seinna á árinu og við munum fram að því senda frá okkur sýnishorn af henni af og til. Hjá okkur gerast hlutirnir mjög „organic“ og einhvern veginn eins og þeir eiga að gerast. Hvaða lag við sendum frá okkur í hvert sinn er nánast tilviljun,“ segir Gunni. Meira »

Daníel leiddi Elizu Reid inn í salinn

11.5. Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning héldu sameiginlega upp á 80 ára afmælin sín í Ósló í gær. Hann varð áttræður 21. febrúar en hún verður áttræð 4. júlí. Meira »

Konungleg kóróna eða hálsmen?

10.5. Mary, krónprinsessa Danmerkur, skellti sér í afmælisveislu Haraldar Noregskonungs í gær, en hann fagnaði áttræðisafmæli sínu. Krónprinsessan hefur löngum verið þekkt fyrir að nýta fatnað, skart og skrautmuni vel, sem hún sýndi og sannaði í veislunni. Meira »

Valdi fjölskylduna fram yfir frægðina

9.5. Emilía Björg Óskarsdóttir hætti í Nylon til að vera með manninum sínum. Hún segist lifa draumalífinu sínu og sér ekki eftir neinu. Nú er hún búin að stofna söngskóla í Reykjanesbæ. Meira »

„Ekki gott að hugsa um þennan tíma“

9.5. Svala Björgvinsdóttir hefur ýmsa fjöruna sopið. Hún varð ástfangin á Tunglinu 1993 þegar hún hnaut um Einar Egilsson. Í viðtali við Hugrúnu Halldórsdóttur talar hún um sorgir og sigra lífsins. Meira »

Börnin „rigguðu“ upp óvæntu afmæli

8.5. Börn, tengdabörn, mágkona og vinkonur Önnu Margrétar Kristinsdóttur fjárfestis ákváðu að koma henni á óvart um síðustu helgi. Þau rigguðu upp óvæntu afmæli fyrir hana á heimili hennar í Arnarnesinu. Það er kannski ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að börnin og vinirnir pöntuðu Stuðmenn, Emmsjé Gauta og svo kom Bjartmar Guðlaugsson og tók nokkur lög. Ein skemmtilegasta kona Íslands, Sigga Kling, stýrði veislunni eins og herforingi. Meira »

Áfall þegar hann var kominn með aðra

4.5. „Það eru fimm ár síðan við skildum en hjónabandið kláraðist einfaldlega einn daginn þegar mér var tilkynnt það. Það kom mér algjörlega í opna skjöldu á þeim tíma, það var komin kona í minn stað og það reyndist mér mikið áfall.“ Meira »

Mikilvægt að skipta um vatn í búrinu

3.5. Björg Magnúsdóttir vonast eftir því að verða gáfaðri, víðsýnni og almennilegri þegar hún snýr til baka frá Berlín þar sem hún hefur dvalið síðustu vikur. Meira »

„Þetta er búið að vera alveg klikkað“

9.5. Brúðkaupsljósmyndarinn James Day sem öðlaðist frægð á einni nóttu í síðustu viku er staddur á Íslandi. Hann er hrifinn af landinu en neyðist líklega til þess að koma aftur þar sem það er svo mikið að gera hjá honum vegna skyndilegrar frægðar. Meira »

Eignuðust dóttur í morgun

9.5. Guðrún Veiga Guðmundsdóttir bloggari og Snapchat-stjarna og eiginmaður hennar, Guðmundur Þór Valsson, eignuðust dóttur í morgun. Meira »

„Þú hringir ekkert í lögguna“

4.5. Biggi lögga segir það sé mikilvægt að vera viðbúin öllu í flugþjónastarfinu. En hann hefur tekið sér frí frá lögreglustörfum og starfar sem flugþjónn hjá Icelandair í sumar. Meira »

Það kom blóð út úr mér og svo stoppaði tíminn

3.5. „Þegar maður horfist í augu við dauðann, Einar hefði getað dáið eða ég, hugsar maður; svona getur gerst á broti úr sekúndu. Þess vegna verður maður alltaf að nýta hvert augnablik,“ segir Svala Björgvinsdóttir. Meira »

Karitas og Gylfi eiga von á barni

2.5. Einn vinsælasti spinning-kennari landsins, Karitas María Lárusdóttir, og kærasti hennar, Gylfi Einarsson fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu eiga von á barni. Hún er komin 14 vikur á leið og tilkynntu þau vinum og vandamönnum frá óléttunni á dögunum. Meira »

Ríkharður og Edda nýtt par

1.5. Ríkharður Daðason og Edda Hermannsdóttir eru nýtt par. Leiðir þeirra lágu saman í byrjun árs en bæði hafa þau prýtt lista Smartlands yfir eftirsóknarverðustu einhleypu einstaklinga landsins. Saman mynda þau sterka heil enda öflug hvort á sínu sviðinu. Meira »

Pínulítið erfitt fyrir lúxuspöddur frá Íslandi

29.4. Kristín Ýr Gunnarsdóttir er nýkomin heim frá Marokkó þar sem hún fór í jóga- og surfferð með átta vinkonum sínum.   Meira »

Sonurinn fæddist korteri fyrir sýningu

28.4. Litlu munaði að Arnmundur Ernst Backman kæmist ekki á svið í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi því hann var staddur uppi á fæðingardeild ásamt unnustu sunni, Ellen Margréti Bæhrenz, þar sem hún var að eiga frumburð þeirra. Meira »

Hún má alls ekki vera sparibók uppi í hillu

27.4. Komdu út er nýútkomin bók fyrir krakka sem er uppfull af hugmyndum um það sem hægt er að gera úti. Bókin er skrifuð af Brynhildi Björnsdóttur og Kristínu Evu Þórhallsdóttur sem stjórnuðu útvarpsþættinum Leynifélagið og sjónvarpsþættinum Vasaljós. Meira »

Logi Pedro og Þórdís eiga von á barni

25.4. Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir Reykjavíkurdóttir eiga von á barni.   Meira »

Mætti á einkaþotu í 50 ára afmælið

24.4. Björgólfur Thor Björgólfsson fagnaði 50 ára afmæli sínu 19. mars síðastliðinn. Af því tilefni bauð hann nokkrum vel völdum vinum til Miami á Flórída á dögunum þar sem þeir skemmtu sér saman í sólarhring. Meira »

Guðni Th. bauð grínara í mat

21.4. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands bauð Ricky Gervais leikara og skemmtikrafti í hádegismat á Bessastaði. Þau ræddu ýmislegt skemmtilegt í þessu boði eins og fyndni og skemmtilegheit. Meira »

Fermingargjöfinni stolið um hábjartan dag

19.4. Það var ekki fögur sjón sem blasti við Brynjari Karli Birgissyni þegar hann kom úr skólanum í dag. Splunkunýrri vespu sem hann fékk í fermingargjöf á dögunum var stolið fyrir utan Langholtsskóla á bilinu 12.45 - 12.50. Meira »

Giftu sig í mótmælaskyni

17.4. Skötuhjúin Ugla Stefanía Jónsdóttir og Fox Fisher, giftu sig á dögunum. Ekki var þó um hefðbundið brúðkaup að ræða því athöfnin, sem fór fram í Brighton, var haldin í mótmælaskyni. Meira »

Í bílstjórasæti í eigin lífi

16.4. „Ég ræði um mataræði og afstöðu til náms og áfengis svo eitthvað sé nefnt. Ég drekk ekki sjálf og allir sem taka þátt í sumarbúðastarfinu þurfa að undirrita loforð um að koma ekki nálægt áfengi eða öðrum vímuefnum.“ Meira »

Sögðu gestunum að klæða sig eftir veðri

14.4. „Það kom aldrei til greina að halda hefðbundið brúðkaup í venjulegum sal. Þau eru líka voðalega skemmtileg, en ekki okkar,“ segir Sandra Ósk Sigurðardóttir en hún og eiginmaður hennar, Skafti Rúnar Þorsteinsson, héldu gullfallegt sveitabrúðkaup í fyrrasumar. Meira »

Bað hennar með jóladagatali

13.4. „Við ákváðum að búa til jóladagatöl fyrir hvort annað fyrsta árið sem við vorum saman, en hann setti trúlofunarhringinn í glugga númer 24.“ Meira »

Kveið því að kyssast fyrir framan alla

12.4. Gerviaugnhárin þoldu illa táraflóðið þegar dóttir Stefaníu söng óvænt fyrir brúðhjónin tilvonandi.   Meira »

Hefur spanderað átta milljónum í föt á árinu

11.4. Katrín hertogaynja af Cambridge var eitt sinn var þekkt fyrir að nýta fötin sín vel og ganga í fatnaði í ódýrari kantinum. Nú stefnir þó í metár hjá hertogaynjunni sem hefur verið dugleg að taka upp veskið. Meira »