Grikkland greiddi ekki AGS

Grikkland greiddi ekki AGS

Grikkland varð í kvöld fyrsta þróaða ríkið sem stendur ekki skil á skuldbindingum sínum við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (AGS), þegar ríkissjóður Grikklands greiddi ekki einn og hálfan milljarð evra, sem Grikkland átti að greiða í dag. Meira »

Jarðskjálftar finnast víða

Nokkrar tilkynningar hafa borist um jarðskjálfta í kvöld. Stærstu skjálftarnir sem mælst hafa í kvöld í jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir skammt norðvestur af Geirfugladrangi við Reykjanes eru hátt í 4 stig. Þeir hafa fundist í Reykjanesbæ og á Akranesi. Meira »

Twitter jarðaði höfund Fifty Shades of Grey

Twitter-notendur létu endalausar hæðnislegar spurningar dynja á höfundi bókanna Fifty Shades of Grey, EL James, en hún sat fyrir svörum á Twitter í gær. Meira »

„Þau dóu saman við að gera það sem þeim þótti best“

Byssumaðurinn sem drap 38 ferðamenn í Túnis var þjálfaður af jihadistum í Líbíu. Þetta er haft eftir stjórnvöldum í Túnis, ásamt því sem forseti landsins sagði öryggissveitir þess ekki hafa verið búnar undir árás af þessu tagi. Meira »

Faðir Dorritt Moussaieff látinn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti ræðu við útför tengdaföður síns, Shlomo Moussaieff, sem fram fór síðdegis í hæðum Jerúsalem að viðstaddri fjölskyldu, ættingjum og fjölda vina. Meira »

Lita í bækur og takast á við kvíða

Litabækur fyrir fullorðna hafa slegið í gegn víða um heim að undanförnu. Teikningarnar í bókunum eru heldur fínlegri en þær sem ætlaðar eru fyrir yngri kynslóðirnar. Margir sem hafa rennt litum yfir síðurnar segja áhugamálið róandi og gott til að takast á við kvíða og streitu. Meira »

Lifði aðeins 16 mánuði utan fangelsisveggja eftir 30 ár á dauðadeild

Glenn Ford lést í gærmorgun, aðeins 16 mánuðum eftir að hafa verið sleppt úr Angola-fangelsinu í Louisiana, þar sem hann varði 30 árum á dauðadeild fyrir morð sem hann framdi ekki. Banamein Ford var krabbamein. Meira »

Ágæt byrjun á fyrsta vakt í Nesi

Nessvæðið í Laxá í Aðaldal opnaði á hádegi í dag og var fjórum löxum landað á fyrstu vakt, en veitt er á 6 stangir.  Meira »

Bandaríkin í úrslit - Þjóðverjar klúðruðu víti - myndskeið

Bandaríkin leika til úrslita um heimsmeistaratitil kvenna í knattspyrnu í fjórða skipti eftir sigur á Evrópumeisturum Þýskalands, 2:0, í undanúrslitaleik sem var að ljúka í Montreal í Kanada. Meira »

Dregin í dilk með pabba

Dregin í dilk með pabba
„Þetta sveið lengi, lengi og mér verður enn oft hugsað til þessarar óþægilegu upplifunar, þessa dags þegar vinir mínir sögðu að ég gæti ekki hugsað sjálfstætt.“ Meira »

Veðrið kl. 04

Lítils háttar rigning
Lítils háttar rigning

12 °C

ANA 2 m/s

1 mm

Spá í dag kl.12

Lítils háttar rigning
Lítils háttar rigning

14 °C

A 7 m/s

2 mm

Spá 2.7. kl.12

Lítils háttar rigning
Lítils háttar rigning

12 °C

NA 2 m/s

3 mm

Besta veðrið næstu daga, kl. 12

Fimmtudagur

Reykjavík

Lítils háttar rigning
Lítils háttar rigning

12 °C

NA 2 m/s

3 mm

Föstudagur

Kárahnjúkar

Heiðskírt
Heiðskírt

13 °C

SV 3 m/s

0 mm

Laugardagur

Vopnafjörður

Léttskýjað
Léttskýjað

15 °C

A 2 m/s

0 mm

icelandair
Meira píla
Áttan

„Barneignir rústuðu líkamanum“

Smartland Fyrirsætan Chrissy Teigen birti krassandi ljósmynd af sér á Instagram á dögunum. Flestir virtust sáttir með myndbirtinguna en auðvitað voru nokkrir einstaklingar sem helltu sér yfir Teigen og gagnrýndu líkama hennar. Einn vildi meina að barneignir hefðu „rústað“ líkama hennar. Meira »

Jæja-hópurinn boðar til mótmæla

Jæja-hópurinn stendur fyrir mótmælafundi á morgun, miðvikudag 1. júlí klukkan 19.40 á Austurvelli, samhliða eldhúsdagsumræðum Alþingis. Meira »

Ronaldo á Ólympíuleikunum?

Þrátt fyrir að hafa tapað úrslitaleiknum á EM U21-landsliða í knattspyrnu hafa Portúgalar tryggt sér sæti í knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna sem haldnir verða í Ríó á næsta ári. Meira »

Ben Affleck og Jennifer Garner skilja

Hollywoodhjónin Ben Affleck og Jennifer Garner hafa sótt um skilnað eftir tíu ára hjónaband. Orðrómur hafði lengi verið á kreiki um að skilnaður þeirra væri yfirvofandi. Meira »

Gasol-bræður mæta Íslandi

Sergio Scariolo, þjálfari spænska karlalandsliðsins í körfuknattleik, tilkynnti í kvöld 17 manna hóp fyrir lokaundirbúninginn áður en úrslitakeppni Evrópumótsins hefst 5. september. Spánverjar eru þar í riðli með Íslendingum sem eru í lokakeppni EM í fyrsta skipti. Meira »

Svíar Evrópumeistarar eftir vítakeppni

Svíþjóð varð í kvöld Evrópumeistari U21-landsliða karla í knattspyrnu í fyrsta sinn með sigri á Portúgal í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik og framlengingu. Meira »

Ágætur gangur í Blöndu

Samkvæmt fréttum frá stangveiðifélaginu Lax-á, sem eru leigutakar af Blöndu, þá er mjög góð veiði á svæði eitt sem er fyrir neðan svokallaðar Ennisflúðir, skammt fyrir ofan Blönduós. Meira »

Þyrlan sækir tvo veika

Þyrlur Landhelgisgæslunnar fóru í tvo sjúkraflug í dag, annars vegar til að sækja sjúkling til Ólafsvíkur og hins vegar til að flytja veikan mann af skipi austur af landinu. Meira »

Næstum 20 stiga hiti í dag

Hiti fór hæst í 19,7 gráður á Geldinganesi í Reykjavík í dag. Næsthæstur hiti var á Reykjavíkurflugvelli, 19,4 gráður og loks mældust 18,7 gráður við Korpu. Meira »

„Ég festist hér á Íslandi, sem betur fer“

Hún ætlaði að skreppa til Íslands og vinna þar í nokkra mánuði en nú eru liðin níu ár og hún vill hvergi annars staðar vera. Julia er sænsk listakona með höfuð fullt af hugmyndum. Meira »

Sleppti fundum og viðburðum

Snædís Rán Hjartardóttir þurfti að sleppa fundum og viðburðum þar sem hún vildi ekki sækja um túlkaþjónustu af ótta við að sjóður sem fer í málaflokkinn myndi tæmast. Þá greiddi hún tvisvar fyrir þjónustuna sjálf, ríflega 50 þúsund krónur. Meira »

Óvænt útskriftarathöfn

„Ég er alveg himinlifandi yfir þessu,” segir Ragnhildur J Holm, nýútskrifaður tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands, en hún fékk heldur óvenjulega útskriftarathöfn á dögunum. Meira »

Tveir ungir karlmenn ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Tveir karlmenn, fæddir 1996 og 1998, hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í félagi. Annar þeirra er einnig ákærður fyrir brot gegn lögreglumanni, árás á stúlku og aðra sérstaklega hættulega líkamsárás. Meira »

Misvísandi skilaboð um stöðu mála

Fjármálaráðherrar evruríkjanna höfnuðu því í kvöld að framlengja björgunaraðgerðir til handa Grikkjum sem renna út á miðnætti. Þúsundir Evrópusinna mótmæla nú í Aþenu og kalla eftir því að samlandar sínir greiði atkvæði með tillögum lánadrottna landsins. Meira »

1.200 fangar sleppa í Jemen

Um 1.200 fangar, þar á meðal grunaðir liðsmenn al-Qaeda, flúðu í dag úr fangelsi í Jemen. BBC hefur þetta eftir yfirvöldum í landinu. Meira »

Endurskoða viðurkenningu sjálfstæðis

Ríkissaksóknari Rússlands hefur nú til rannsóknar hvort löglega hafi verið staðið að málum þegar Sovétríkin viðurkenndu sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna árið 1991. Utanríkisráðherra Litháens, Linas Linkevicius, segir rannsóknina „fáránlega ögrun“. Meira »

Magnitude 4 quakes off SW Iceland

A wave of tremors off the coast of south-west Iceland this evening were felt in the towns of Reykjanes and Akranes. The strongest approached magnitude 4. Meira »

Ísinn fæst bara fyrir vestan

Sykurlaust skyr með nýtíndum vestfirskum aðalbláberjum er meðal væntanlegra nýjunga frá Örnu, sem framleiðir laktósa­frí­ar mjólk­ur­vör­ur. Ísblanda á dælur er einnig tilbúin en ísinn er þó einungis í boði í Hamraborg á Ísafirði, þar sem erfiðlega gengur að koma honum á dælur annars staðar. Meira »

Óháður kunnáttumaður fylgist með samstarfi

Vodafone og Nova vinna enn að útfærslu samstarfs þeirra á milli. Nauðsynlegt hefur reynst að uppfæra og endurskoða samningsdrög á milli félaganna sem hefur verið nokkuð verkefni en góður framgangur náðst að undanförnu. Meira »

Radio Iceland lagt niður

Útvarpsstöðin Radio Iceland leggur upp laupana í lok dagsins eftir að hafa einungis verið í loftinu í um fjóra og hálfan mánuð. Fréttamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson, er útvarpsstjóri stöðvarinnar. Meira »

Gengi »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY
Fleiri gjaldmiðlar
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n | 30.6.15

Spenna fyrir stóraskjálfta á Reykjanesi að byggjast upp

S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n Snörp jarðskjálftahrina stendur nú yfir á Reykjaneshrygg. Ég fann fyrir afar daufum skjálfta fyrr í kvöld og leitaði því inn á vefsíðu Veðurstofunnar í upplýsingaskyni. Afleiðingarnar jarðskjálftahrinu á Reykjaneshrygg geta orðið þær að skjálftarnir Meira
Páll Vilhjálmsson | 30.6.15

Grikkland er gjaldþrota (staðfest)

Páll Vilhjálmsson Grikkland stóð í kvöld ekki við afborgun á láni frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og er fyrsta landið í hinum vestræna heimi að gera það. Grikkland er þar með komið í flokk með löndum eins og Súdan, Sómalía og Zimbabwe. Grísk stjórnvöld reyndu á síðustu Meira
Jón Bjarnason | 30.6.15

Kafteinn Pírata gegn ESB - Styðjum Grikki

Jón Bjarnason Íslensk stjórnvöld eiga nú þegar að lýsa yfir fullum stuðningi við grísku þjóðina og bjóða fram pólitískan stuðning á alþjóðavettvangi í sjálfsstæðisbaráttu þeirra gegn stórríkinu ESB. Hótanir og yfirgangur Evrópusambandsins í garð Grikkja er af sama Meira
Ómar Ragnarsson | 30.6.15

Sundruð þjóð?

Ómar Ragnarsson Allt frá lokum Seinni heimsstyrjaldar hafa blossað upp í átök í Grikklandi. Í kjölfar stríðsins hófst borgarastyrjöld þegar kommúnistar reyndu að ná þar völdum líkt og gerðist norðar í austurhluta Evrópu. En Stalín og Churchill höfðu samið um það að Meira

Bolt hættir við tvö mót

Usain Bolt, hinn sexfaldi Ólympíumeistari í spretthlaupum frá Jamaíku, hefur hætt við þátttöku í Demantamótum sem fram fara í París og Lausanne 4. og 9. júlí. Meira »

„Við toppum á hárréttum tíma“

Hope Solo, markvörður bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er bjartsýn fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi í undanúrslitum HM kvenna í Kanada. Meira »

Ufa gerði tilboðið í Matthías

Fram kom í fréttum í Noregi á dögunum að norska úrvalsdeildarliðið Start hafi hafnað tilboði frá ónefndu liði í Rússlandi í sóknarmanninn Matthías Vilhjálmsson. Meira »

Stjarnan nær toppnum - Fyrsta mark Þróttar

Stjarnan er fjórum stigum á eftir toppliði Breiðabliks eftir stórsigur á Þrótti R., 5:1, í 8. umferð Pepsideildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Meira »

Björgvin í viðræðum við Skövde

Björgvin Þór Hólmgeirsson, handknattleiksmaður úr ÍR og besti leikmaður síðasta Íslandsmóts í karlaflokki, er í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið Skövde um að leika með því á næsta keppnistímabili. Meira »

Voru ekki hissa þegar faðir þeirra yfirgaf þau

Systkinin Kate og Oliver Hudson voru ekki hissa þegar faðir þeirra, söngvarinn Bill Hudson, yfirgaf þau í æsku, vegna þess að hann hefur alltaf komið illa fram við þau. Meira »

Hundaboltaland heima í stofu

Langar þig að gleðja hundinn þinn? Hvernig væri að búa til lítið boltaland fyrir hann heima í stofu? Þessi lánsami hundur vissi allvega ekki hvert á hann stóð veðrið þegar eigandinn hans tók sig til og breytti stofugólfinu í boltaland. IKEA má greinilega fara að vara sig. Meira »

Einstök vinátta kattar og hunds

Hver segir að hundar og kettir geti ekki verið bestu vinir? Sjáðu stutt myndband af vináttu kattarins Koda og hundsins Keelo þróast allt frá því að litli kettlingurinn kemur inn á heimilið. Meira »

Mynd dagsins: Undir regnsins boga
Guðmundur Hjörtur Jóhannesson

Takið þátt! Glæsileg verðlaun í boði.

Ný mynd Skoða myndir

Hrútur

Sign icon Eitthvað á eftir að koma þér svo á óvart að þú munt undrast þín eigin viðbrögð. Reyndu að halda þannig á spöðunum að enginn þarf að ganga sár frá fundi.
Lottó  27.6.2015
4 6 7 8 16 13
Jóker
5 9 2 8 5  
Áskrift á www.lotto.is
Birt án ábyrgðar

Bílar »

Tilþrif í torfæru á Egilsstöðum

Akstursíþróttaklúbburinn Start á Egilsstöðum hélt 3. umferð Íslandsmótsins í Torfæru á Egilsstöðum um helgina. Um eittþúsund manns voru á svæðinu og fylgdust með miklum tilþrifum torfærukappanna 16 sem kepptu í þremur flokkum. Meira »

Gíraffinn á göturnar í haust

Gerðar hafa verið tilraunir með „gíraffa-bíl“ á Parísarsvæðinu í Frakklandi, en hann minnir meira á furðuleg farartæki úr tölvuleikjum en venjulegan bíl. Hann er þó talinn geta átt eftir að verða hluti af viðburðastjórntækjum lögreglusveita. Meira »

Heilsugæslan fær 50 bíla á flotaleigu

Í kjölfar útboðs Ríkiskaupa þá hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins samið til þriggja ára við Thrifty bílaleigu um flotaleigu á 50 bílum fyrir starfsmenn Heilsugæslunnar sem veita skjólstæðingum stofnunarinnar heimaþjónustu. Meira »

Hvað er að gerast með andlit Kim?

Kim Kardashian mætti á Glastonbury-hátíðina í Englandi um helgina og það sem vakti hvað mesta athygli var andlit Kim sem virtist óvenju þrútið. Einhverjir vilja meina að hún hafi nýverið fengið sér botox og fyllingarefni. Meira »

IKEA ljós vann hönnunarverðlaunin

Loftljósið úr PS línu IKEA hlaut Red Dot hönnunarverðlaunin en fyrrnefnd hönnunarverðlaun er ein virtasta hönnunarsamkeppni heims. Meira »

Vaknar ekki alltaf harður

Hugleikur Dagsson segir að það sé mýta að karlmenn séu alltaf til í tuskið þegar kemur að kynlífi.   Meira »