Trump mætir ekki í árlegan kvöldverð

Trump mætir ekki í árlegan kvöldverð

Donald Trump Bandaríkjaforseti verður ekki viðstaddur árlegan kvöldverð Samtaka fréttamanna Hvíta hússins. Hefð er fyrir því að forseti Bandaríkjanna mæti í kvöldverðinn þar sem gert er góðlátlegt grín að honum. Auk blaðamanna sem fjalla um Hvíta húsið og forsetann hefur frægt fólk mætt á samkomuna. Meira »

Mér við hlið, Til mín og Nótt í úrslit

Lögin Mér við hlið, Til mín og Nótt voru kosin áfram í úrslit Söngvakeppninnar sem verða haldin 11. mars í Laugardalshöll en fyrri undankeppnin fór fram í beinni útsendingu á Rúv í kvöld. Rúnar Eff Rúnarsson, Rakel Pálsdóttir, Arnar Jónsson og Aron Hannes Emilsson eru því öll komin áfram í úrslitin. Meira »

Einn látinn eftir árás í Þýskalandi

Einn er látinn eftir árásina sem varð gerð í þýsku borginni Heidelberg í dag þegar bíl var ekið á hóp gangandi vegfaraenda.  Meira »

Hætti að treysta eigin minni

Endurupptökunefnd féllst í gær á beiðni Guðjóns Skarphéðinssonar um endurupptöku á dómi hans í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Meira »

Tístin um Söngvakeppnina hrúgast inn

Íslenskir Eurovision-aðdáendur hafa verið duglegir að tísta á Twitter um fyrri undankeppni Söngvakeppninnar sem fer fram á Rúv í kvöld. Meira »

Bílvelta við Bláa lónið

Bíll valt á Grindavíkurvegi, skammt frá afleggjaranum við Bláa lónið um klukkan hálfníu í kvöld.   Meira »

Áreitt út af gagnkynhneigð sinni

Körfuboltakonan fyrrverandi Candice Wiggins hristi duglega upp í bandarísku atvinnudeildinni, WNBA, í vikunni þegar hún lýsti því yfir að hún hefði hrökklast burt úr deildinni vegna kynhneigðar sinnar. Wiggins er gagnkynhneigð. Meira »

Mikil barátta um markakóngstitilinn

Baráttan um markakóngstitilinn í ensku úrvalsdeildinni er mikil og erfitt að spá fyrir um að hver hreppir gullskóinn.  Meira »

Drottningin stælir Katrínu

Smartland Mikið er skrafað um bresku konungsfjölskylduna, enda er hún undir stöðugu eftirliti fjölmiðla. Þá er klæðnaður hinna konunglegu kvenna jafnan mikið í deiglunni og þykir Katrín hertogaynja til að mynda vera ein best klædda kona heims. Meira »

„Gylfi átti að fá víti“

Paul Clement knattspyrnustjóri Swansea segir að hans menn hafi átt að fá vítaspyrnu í stöðunni 1:1 gegn Chelsea á Stamford Bridge í dag. Meira »

Veðrið kl. 04

Snjókoma
Snjókoma

-2 °C

V 4 m/s

2 mm

Spá í dag kl.12

Alskýjað
Alskýjað

-1 °C

A 3 m/s

0 mm

Spá 27.2. kl.12

Heiðskírt
Heiðskírt

-5 °C

NA 0 m/s

0 mm

Besta veðrið næstu daga, kl. 12

Mánudagur

Patreksfjörður

Heiðskírt
Heiðskírt

2 °C

NA 4 m/s

0 mm

Þriðjudagur

Hraun á Skaga

Heiðskírt
Heiðskírt

0 °C

N 1 m/s

0 mm

Miðvikudagur

Stórhöfði

Heiðskírt
Heiðskírt

2 °C

N 4 m/s

0 mm

icelandair
Meira píla

Gylfi fékk góða dóma

Gylfi Þór Sigurðsson fékk góða dóma fyrir leik sinn gegn meistaraefnunum í Chelsea í dag þegar Swansea City tapaði 3:1 á Stamford Bridge. Meira »

Sigurður sterkur í grannaslag

Sigurður Gunnar Þorsteinsson landsliðsmaður í körfuknattleik lét mikið að sér kveða í grannaslag AEL og Larissa 1928 í grísku B-deildinni í dag. Meira »

Sevilla upp að hlið Real Madrid

Sevilla jafnaði Real Madrid að stigum á toppi spænsku efstu deildarinnar í knattspyrnu karla með 2:1-sigri sínum í nágrannaslag gegn Real Betis í 24. umferð deildarinnar í kvöld. Meira »

Slæm færð víða í nótt

„Það er bara algjört vetrarveður,“ segir Þorsteinn V Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hvassviðri og snjókoma verður í nótt sunnan- og vestan til og snjóar fram á morgun. Þá vekur Vegagerðin athygli vegfarenda á slæmri færð og hálku. Meira »

Leikmenn Leicester hreinsa af sér sakir

Enskir fjölmiðlar hafa gert að því skóna að nokkrir leikmenn Leicester City hafi þrýst á eigendur félagsins að reka Claudio Ranieri úr starfi knattspyrnustjóra félagsins, en hann var látinn taka pokann sinn á fimmtudaginn síðastliðinn. Meira »

Arna næstmarkahæst í góðum sigri

Arna Sif Pálsdóttir og Karen Knútsdóttir lögðu hvor um sig þung lóð á vogarskálina í sigri 31:27-sigri Nice gegn Dijon í 15. umferð frönsku efstu deildarinnar í handbolta kvenna í kvöld. Arna Sif skoraði sex mörk fyrir Nice og Karen bætti við fjórum mörkum fyrir liðið. Meira »

Átta mörk Íslendinganna dugðu ekki

Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði fimm mörk fyrir sænska liðið Kristianstad sem tapaði 26:23 fyrir króatíska liðinu Zagreb í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla í kvöld. Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Kristianstad. Meira »

Úr kennslustofunni í listina

„Þetta byrjaði allt með því að ég fór í myndlistarskóla á sínum tíma svo ég yrði betri í að teikna á töfluna,“ segir Marta Ólafsdóttir, myndlistarkona og fyrrverandi líffræðikennari. Þegar blaðamaður náði tali af henni var hún önnum kafin við að undirbúa opnun sýningar í Hannesarholti í miðbæ Reykjavíkur. Meira »

Kennir ensku í fínum einkaskóla

Heimavistarskóli fyrir drengi efnaðra fjölskyldna, eins og sjást oft í búningadrama frá BBC, er kannski eitthvað sem Íslendingar telja að tilheyri að mestu fortíðinni. En slíkir skólar eru enn við lýði í Bretlandi og við einn þeirra er það Íslendingur sem kennir nemendum m.a. enskar bókmenntir. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Enginn var með allar fimm tölurnar réttar í Lottói kvöldsins en þar voru tæpar 7 milljónir króna í pottinum.  Meira »

Úr læknisfræði í textílhönnun

Læknir og textílhönnuður að mennt og starfandi vöruhönnuður býður upp á einkatíma og/eða námskeið í stærðfræði, efnafræði og tölfræði. Trúlega er bara ein manneskja á landinu með prófgráður og starf af fyrrgreindu tagi, sem tekur að sér að kenna ungmennum slík fög. Hún heitir Margrét Oddný Leópoldsdóttir og er eigandi hönnunarfyrirtækisins Gola & Glóra. Meira »

Berst fyrir sjálfbærum tískuheimi

Edda Hamar á tískusýningarfyrirtækið Undress Runways, fatamerkið VIHN og gefur út tímaritið Naked, allt með það að markmiði að fagna sjálfbærni í tísku; beina athyglinni á þá jákvæðu þróun sem er að eiga sér stað í tískuheiminum og um leið fræða fólk um það sem er að gerast á bak við tjöldin. Meira »

„Þetta eru erfiðar aðstæður“

„Þetta eru erfiðar aðstæður sem menn eru að vinna við. Á grunnu vatni, álandsvindur og stutt upp í fjöruna þarna,“ segir Jón Axelsson, skipstjóri á Álsey VE 2, í samtali við mbl.is. Áhöfnin á Álsey kom Vík­ing­i AK 100 til aðstoðar í gærkvöld þegar nót­in fór í skrúf­una og skipið rak að landi. Meira »

Svíar kannast ekki við „sérfræðinginn“

Yfirvöld í Svíþjóð segjast ekkert kannast við Nils Blidt, sem var í viðtali hjá Fox News sem „sænskur ráðgjafi öryggis- og varnarmála.“ Þá hefur einnig komið á daginn að Blidt hefur komist í kast við lögin og á sér afbrotasögu í Bandaríkjunum. Meira »

Bíl ekið á gangandi vegfarendur

Þrír slösuðust þegar bíl var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í borginni Heidelberg í suðurhluta Þýskalands. Að sögn lögreglunnar hefur ökumaðurinn verið handtekinn. Meira »

Munu hefna fyrir árásir í Homs

Sýrland mun hefna fyrir mannskæðar árásir á öryggissveitir í borginni Homs þar sem tugir manna fórust, að sögn sendiherra Sýrlands sem á aðild að friðarviðræðum hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf. Meira »

Stórhýsi bíður örlaga sinna

Hið mikla hús Íslandsbanka á Kirkjusandi í Reykjavík stendur nú autt og yfirgefið og bíður örlaga sinna. Mygla fannst í húsinu í fyrra og í framhaldinu var ákveðið að flytja starfsemi bankans í annað húsnæði. Meira »

Farsóttarhúsið selt á 220 milljónir

Borgarráð hefur samþykkt kauptilboð í eignina Þingholtsstræti 25, sem jafnan hefur verið kallað Farsóttarhúsið. Kaupverðið er 220 milljónir króna. Meira »

Ferðaþjónusta og loðna styrkja

Vöxtur ferðaþjónustunnar í desember og janúar umfram spár, og fyrirsjáanleg mikil loðnuveiði, hefur styrkt spá Hagfræðideildar Landsbankans frá því í nóvember um að krónan muni halda áfram að styrkjast til loka ársins 2019. Meira »

Gengi »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY
Fleiri gjaldmiðlar
Auður Albertsdóttir Auður Albertsdóttir
Ferðamenn eru ekki gefins

Þó svo að það gangi vel í ferðaþjónustunni á Íslandi í dag er sú velgengni langt frá því að vera trygging fyrir velgengi morgundagsins. Allir í greininni bera ábyrgð á umræðunni um ferðaþjónustuna hér á landi og mikilvægt er að rífa ekki góða umfjöllun niður.

Hallur Már Hallsson Hallur Már Hallsson
Fiðlarinn sem beygði flugfélagið

Ár er síðan fiðluleikarinn Ari Þór Vilhjálmsson komst í heimspressuna þegar honum var meinað að taka 25 milljón kr. fiðlu í handfarangur hjá flugfélaginu Norwegian. Ari mótmælti á netinu og fékk sterk viðbrögð sem urðu til reglugerðabreytinga hjá flugfélaginu. Hann kemur fram á tónleikum um helgina.

Guðrún Hálfdánardóttir Guðrún Hálfdánardóttir
Fáir á ferli á Reykjanesi

Veðrið er orðið mjög slæmt á Suðurnesjum og afar fáir að ferli, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Búið er að loka öllum helstu leiðum og virðist sem fólk sé að fara að óskum viðbragðsaðila um að halda kyrru fyrir.

Þórunn Kristjánsdóttir Þórunn Kristjánsdóttir
„Ekki stoppa og ekki gefast upp“

„Ekki stoppa og ekki gefast upp,“ segir Brynjar Karl Birgisson legómeistari um Tit­anic-lík­an sitt sem brotnaði og hann hyggst endurbyggja. Hann hlakkar til að byggja það að nýju fyr­ir fram­an ­gesti í Hamborg á sýningunni Float­ing Bricks 18. til 19. mars næstkomandi.

Skúli Halldórsson Skúli Halldórsson
Gætu lagt úrskurðinn fyrir dómstóla

Til greina kemur að leggja fyrir dómstóla hvort ógilda skuli úrskurð endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur. Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hennar, í samtali við mbl.is. Honum finnst megináhersla nefndarinnar sérkennileg.

Anna Margrét Björnsson Anna Margrét Björnsson
Fyrsta Michelin-stjarnan á Íslandi

„Þetta breytir leiknum fyrir okkur og dregur heimsathygli að veitingastaðnum okkar,“ segir Kristinn Vilbergsson, einn af eigendum Dill. Hann er staddur í Stokkhólmi ásamt yfirkokknum á Dill, Ragnari Eiríkssyni, að taka á móti Michelin-stjörnu fyrir veitingahúsið.

Viðar Örn heldur áfram að skora

Viðar Örn Kjartansson hélt uppteknum hætti þegar hann skoraði annað marka Maccabi Tel Aviv í 2:0-sigri liðsins gegn Yehuda í 24. umferð ísraelsku efstu deildarinnar í knattspyrnu karla í kvöld. Meira »
Stjarnan Stjarnan 19 : 18 Fram Fram lýsing
Afturelding Afturelding 22 : 26 Valur Valur lýsing

Stórsigur hjá Bayern München

Leikmenn Bayern München voru svo sannarlega á skotskónum þegar liðið mættir Hamburger SV í 22. umferð þýsku efstu deildarinnar í knattspyrnu karla á Allianz Arena í dag. Bayern München gjörsigraði Hamburger SV, en lokatölur í leiknum urðu 8:0 Bayern München í vil. Meira »

Snorri 39. í skiptigöngunni

Skíðagöngumaðurinn Snorri Einarsson varð í dag í 39. sæti af 63 keppendum í skiptigöngu á HM í norrænum skíðagreinum sem fram fer í Lahti í Finnlandi. Meira »

Breytingar á íslensku liðunum

Keppnistímabilið í íslensku knattspyrnunni er komið af stað en Lengjubikar kvenna og karla hófust fyrr í þessum mánuði. Mbl.is fylgist vel með þeim breytingum sem hafa orðið á liðunum frá síðasta tímabili og uppfærir öll félagaskipti liðanna í efstu deildum karla og kvenna. Meira »

Hörð barátta um sæti í efstu deild

Hüttenberg sem leikur undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar gerði 29:29-jafntefli við Nordhorn í þýsku B-deildinni í handbolta karla í kvöld. Ragnar Jóhannsson skoraði eitt mark fyrir Hüttenberg í leiknum í kvöld. Meira »

Snjallsíminn ekki góð barnfóstra

Töluvert er um að foreldrar nýti spjaldtölvur og snjallsíma sem barnfóstru til að hafa ofan af fyrir börnum og jafnvel dæmi um að börnum sé réttur snjallsími til að hafa ofan af fyrir þeim á meðan skipt er um bleyju. Sálfræðingurinn Catherine Steiner-Adair telur slíka skjánotkun ekki af hinu góða. Meira »

Áhætta samfara skjánotkun ungra barna

Hvorki snjallsíminn né spjaldtölvan eru heppileg leiktæki fyrir börn undir sex ár aldri, því of mikil skjánotkun getur hindrað börn í að öðlast fullan þroska, segir sálfræðingurinn dr. Catherine Steiner-Adair. Leikur í raunheimum er hins vegar besta leiðin fyrir að börn að þroska öll skynsvæði heilans. Meira »

Háskólasamstarf fær styrk

Rannsóknarmiðstöð Háskólans í Reykjavík er einn 20 háskóla sem tekur þátt í samstarfsverkefnum í Suður Afríku, Filippseyjum og Indónesíu. Verkefnin fengu nýverið 240 milljón króna styrk frá ESB. Meira »

„Þetta eru erfiðar aðstæður“

„Þetta eru erfiðar aðstæður sem menn eru að vinna við. Á grunnu vatni, álandsvindur og stutt upp í fjöruna þarna,“ segir Jón Axelsson, skipstjóri á Álsey VE 2, í samtali við mbl.is. Áhöfnin á Álsey kom Vík­ing­i AK 100 til aðstoðar í gærkvöld þegar nót­in fór í skrúf­una og skipið rak að landi. Meira »

265 tonn í fimm veiðiferðum

Vestmannaey VE og Bergey VE hafa fiskað afar vel frá því að verkfalli lauk. Vestmannaey er komin með um 160 tonn í þremur veiðiferðum og Bergey 105 tonn í tveimur. Meira »

Víkingur sendi út neyðarkall

Víkingur AK 100 sendi út neyðarkall í gærkvöldi þegar nótin fór í skrúfuna og skipið stefndi stjórnlaust að landi. Nærliggjandi skip náði að koma togvír í Víking sem dró nótina inn og gat því siglt á eigin vélarafli til Vestmannaeyja. Skipstjórinn segist aldrei hafa lent í sambærilegu atviki áður. Meira »
Skák.is | 25.2.17

Skákþáttur Morgunblaðsins: Daði og Þröstur efstir á Nóa Síríus mótinu

Skák.is Fyrir síðustu umferð Nóa Síríus mótsins, sem hófst í Stúkunni á Kópavogsvelli í ársbyrjun og hefur silast áfram með einni umferð á viku, voru jafnir í efsta sæti þeir Daði Ómarsson og Þröstur Þórhallsson. Næstu menn voru vinningi á eftir og þess vegna Meira
Jón Baldur Lorange | 25.2.17

Á ég að gæta bróður míns?

Jón Baldur Lorange Það skýtur skökku við að það skulu vera forgangsmál á Alþingi Íslendinga hjá sumum þingmönnum að auka aðgengi að áfengi, og færa einkaleyfi skattborgara þessa lands til einkaaðila, á sama tíma og við búum við neyðarástand í heilbrigðismálum, m.a. vegna Meira
Páll Vilhjálmsson | 25.2.17

Juncker boðar Kjarna-Evrópu

Páll Vilhjálmsson Evrópusambandið gæti skiptst upp í tvo eða fleiri hluta, gangi hugmyndir forseta framkvæmdastjórnar ESB eftir. Jean-Claude Juncker telur tímabært að þau ríki sem vilja dýpka samstarfið á sviði hermála, efnahags- og stjórnmála fái tækifæri til þess þótt Meira
Halldór Jónsson | 25.2.17

Fundur með Ögmundi

Halldór Jónsson er í dag á hádegi í Iðnó. Þar verður fjallað um þann mikla skaða sem EES og EFTA geta valdið á heilsufari Íslendinga ef óprúttin verslunaröfl fá að ráða innflutningi á hráum dýraafurðum til landsins. En það er vitað að Ísland hefur algera sérstöðu hvað Meira

Hinn fullkomni Whiskey Sour

Það er fátt flottara en fagmannlegir taktar við barstörf. Ef lágmarksþekking á vinsælum kokteilum fylgir með er um alslemmu að ræða og ljóst að árshátíðarpartýið er í góðum höndum. Meira »

Mojito-rjómaís í heimagerðri klakaskál

Einfaldur og bragðgóður ís sem keyrir stemmninguna upp. Það má vel setja nokkra dropa af grænum matarlit sé fólk í mjög flippuðu stuði. Meira »

Lágkolvetnapítsa crossfit-kroppsins

Jakobína er vinsæll þjálfari og ekki síður afrekskona í eldhúsinu. Þegar hún ætlar að gera vel við sig skellir hún gjarnan í meatza sem er brauðlaus pítsa en hakkið myndar botn sem áleggið fer ofan á. Virkilega gott stöff. Meira »
Uppskriftir frá Sollu

Er á nálum út af manninum sínum

„Maðurinn minn er mjög oft með neikvæðar athugasemdir við börnin mín, varðandi umgengni eða eitthvað sem honum finnst að þau ættu að gera öðruvísi. Oft þannig að maður þarf nánast að geta lesið hugsanir hans til að vita til hvers hann ætlast því það sem hann verður pirraður yfir er stundum svo mikið smáatriði i mínum huga og barnanna.“ Meira »

Verstu Óskarsdressin í gegnum tíðina

Óskarsverðlaunin eru handan við hornið, þar sem það besta sem er að gerast í kvikmyndum er verðlaunað í bak og fyrir. Kvikmyndir eru þó ekki það eina sem er í forgrunni, því tískuspekúlantar fylgjast jafnan grannt með því sem stórstjörnurnar klæðast á rauða dreglinum. Meira »

Seiðandi árshátíðarförðun

Tími árshátíðanna stendur nú sem hæst og því ekki úr vegi að læra nokkur skotheld trix til að líta sem best út þegar farið er út úr húsi. Meira »

Bílar »

Frumsýna Jaguar í Listasafninu

Bílaumboðið BL ehf., umboðsaðili Jaguar Land Rover hér á landi, hefur nú formlega bætt við sig lúxusmerkinu Jaguar í flóru fyrirtækisins. Meira »

Sólveig hlaut Cesar-verðlaunin

Íslenska kvikmyndagerðarkonan Sólveig Anspach hlaut frönsku Cesar-verðlaunin í gær fyrir frumsamið handrit að kvikmyndinni The Aquatic Effect, eða Sundáhrifin. Meira »

„Þú skalt syngja lítið lag“

Hér verður fyrri skammtur þeirra laga sem keppa um sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva tekinn til kostanna.  Meira »

Íslensk-þýskur strákur í Voice Kids

Leon Fehse er 14 ára gamall af þýsk-íslenskum uppruna og mikill tónlistarunnandi. Hann er búsettur í Þýskalandi og komst á dögunum áfram í sjónvarpsþáttunum The Voice Kids Germany. Áheyrnarprufuna má heyra í myndskeiði sem fylgir fréttinni. Meira »
Lottó  25.2.2017
9 20 28 30 33 10
Jóker
1 2 0 0 5  
Áskrift á www.lotto.is
Birt án ábyrgðar

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að hrökkva eða stökkva því ekkert annað getur þokað málum þínum áfram. Með forsendurnar á hreinu ættu allir framtíðarvegir að vera þér færir.

Íslensk-þýskur strákur í Voice Kids

Í gær, 11:22 Leon Fehse er 14 ára gamall af þýsk-íslenskum uppruna og mikill tónlistarunnandi. Hann er búsettur í Þýskalandi og komst á dögunum áfram í sjónvarpsþáttunum The Voice Kids Germany. Áheyrnarprufuna má heyra í myndskeiði sem fylgir fréttinni. Meira »