Aldrei kynnst viðlíka óheiðarleika

Aldrei kynnst viðlíka óheiðarleika

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, er harðorður í garð íslenskra og sænskra fjölmiðlamanna í ítarlegum pistli sem hann birti á heimasíðu sinni í dag. Segist hann hafa verið beittur ítrekuðum blekkingum. Meira »

Tók aðeins átta mánuði að kaupa gögnin

Fjármálaráðherra vísar á bug að kaup skattrannsóknastjóra á gögnum um íslensk félög í skattaskjólum hafi dregist á langinn. Í svari Bjarna Benediktssonar við skriflegri fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur varaþingmanns Vinstri Grænna bendir hann á að átta mánuðir hafi liðið frá því að fjármálaráðuneytið hafi fengið vitneskju um gögnin þar til gengið hafði verið frá samningi um kaup á þeim, eða frá september 2014 til maí 2015. Meira »

Drengurinn sagði strax frá

Níu ára drengur, sem er nemandi í Snælandsskóla í Kópavogi, hljóp í skólann og greindi fyrsta starfsmanni sem hann mætti og þekkti frá því að maður hefði reynt að fá hann upp í bíl til sín skömmu áður. „Hann stóð sig eins og hetja,“ segir Magnea Einarsdóttir, skólastjóri skólans. Meira »

Bíll við bíl að Kringlumýrarbraut

Einn var fluttur á slysadeild eftir að tveir bílar skullu saman á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Um var að ræða harkalega aftanákeyrslu. Meira »

Stal Britney frá Gretu Salóme?

VMA-verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í gær og steig fjöldinn allur af stórstjörnum á svið. Þeirra á meðal var poppprinsessan Britney Spears, sem lítið hefur verið í sviðsljósinu undanfarin ár. Í atriði sínu dansaði Spears um sviðið, á meðan skuggi svartra handa leið yfir skjáinn fyrir aftan hana. Skemmst er frá því að segja að atriðið hafi verið ákaflega kunnuglegt. Meira »

Setja 650 milljónir í Mint Solution

Íslensk-hollenska hátæknifyrirtækið Mint solutions tilkynnti í dag um 650 milljóna fjárfestingu í fyrirtækinu, en hópur núverandi eiganda auk hollensks fjárfestingasjóðs standa þar á bak við. Fyrirtækið hefur fjármagnað sig tvisvar áður, upp á 5,5 milljónir evra eða um 715 milljónir króna. Meira »

„Bless Ísland“

„Bless Ísland,“ segja þau Guðný Halla Harðardóttir og Stefán Ingi Stefánsson sem ætla að flytja til Danmerkur á morgun þar sem þau segja stöðu ungs fólks vera margfalt betri en hér á landi. Þau gerðu myndband þar sem þau fara yfir allt það sem þau eiga ekki eftir að sakna við heimahagana. Meira »

Farbann vegna falsaðs vegabréfs

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður skyldi sæta gæsluvarðhaldi fyrir að hafa framvísað fölsuðu vegabréfi hjá Þjóðskrá Íslands í þeim tilgangi að fá íslenska kennitölu. Hæstiréttur úrskurðaði manninn þess í stað í farbann. Meira »

Kjóll dótturinnar kostaði 1,3 milljónir króna

Smartland Blue Ivy, dóttir poppdrottningarinnar Beyoncé og rapparans Jay Z, gekk sinn fyrsta rauða dregil í gærkvöldi. Kjóll þeirrar stuttu vakti gríðarlega eftirtekt en hann er frá hönnuðinum Mischka Aoki. Skartgripir söngkonunnar voru ekki síður glæsilegir, en þeir kosta 13 milljónir dollara. Meira »

Látinn fara eftir að hafa greinst með alnæmi

Egypska knattspyrnufélagið Ittihad of Alexandria rifti í dag samning sínum við kamerúnska framherjann Samuel Nlend eftir að hann greindist með alnæmi (AIDS). Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið fyrir fjórum dögum. Meira »

Veðrið kl. 17

Léttskýjað
Léttskýjað

13 °C

N 2 m/s

0 mm

Spá 30.8. kl.12

Lítils háttar rigning
Lítils háttar rigning

11 °C

A 4 m/s

1 mm

Spá 31.8. kl.12

Léttskýjað
Léttskýjað

11 °C

N 4 m/s

0 mm

Besta veðrið næstu daga, kl. 12

Þriðjudagur

Skaftafell

Lítils háttar rigning
Lítils háttar rigning

15 °C

A 0 m/s

4 mm

Miðvikudagur

Patreksfjörður

Heiðskírt
Heiðskírt

9 °C

N 2 m/s

0 mm

Fimmtudagur

Hraun á Skaga

Léttskýjað
Léttskýjað

10 °C

SV 4 m/s

0 mm

icelandair
Meira píla

Tækifæri til að efla háskólanám á landsbyggðinni

„Ég tel að með þessu hafi verið tekið stórt skref í þá átt að efla nám á háskólastigi á landsbyggðinni,“ sagði Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra á Alþingi í dag þar sem hann ræddi þá ákvörðun sína að lögreglunám yrði framvegis kennt við Háskólann á Akureyri. Meira »

Umhverfisslys á ábyrgð leyfishafa

Komi til umhverfisslysa í tengslum við borun tilraunahola á Drekasvæðinu er leyfishafi alfarið skaðabótaskyldur fyrir hvers konar tjóni sem stafar af þeirri starfsemi. Þetta kemur meðal annars fram í svari Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við skriflegri fyrirspurn Óttars Proppé, formanns Bjartrar framtíðar. Meira »

Rojo ekki á förum frá United

Marcos Rojo, leikmaður Manchester United á Englandi, er ekki á leið frá félaginu, en þetta staðfesti umboðsmaður hans við fjölmiðla í dag. Meira »

Vill skýrari umgjörð um bónusa

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist á Alþingi í dag vera opinn fyrir umræðu um það með hvaða hætti ætti að búa um bónusgreiðslur eins og í tilfelli eignarhaldsfélags Kaupþings þar sem miðað væri við árangur í rekstri eða annað slíkt. Meira »

Játar að hafa myrt nunnurnar

Maður sem var handtekinn grunaður um morð á tveimur nunnum í bænum Lexington í Mississippi í Bandaríkjunum hefur játað að hafa banað konunum. Mikil sorg hefur ríkt í bænum undanfarna daga, en konurnar voru þekktar fyrir hjálpsemi sína og örlæti. Meira »

Sannur íþróttaandi - myndskeið

Leikmenn unglingaliðs Barcelona á Spáni sýndu afar íþróttamannslega hegðun er liðið vann World Challenge-mótið í Japan um helgina. Myndbandið í fréttinni hefur farið eins og eldur í sinu á netinu um allan heim. Meira »

„Kjósið gegn ákæru, kjósið með lýðræði“

Dilma Rousseff, sem gert var að láta tímabundið af embætti forseta Brasilíu á meðan þingið tekur afstöðu til ákæru á hendur hennar, sagði í varnarræðu sinni á þinginu í dag að kjósi þingið með ákærunnu sé það að greiða valdaráni atkvæði sitt. Meira »

Styðja Kristján eftir erfitt ár

Árið hefur verið Seltirningnum Kristjáni Snædal erfitt. Í júlí féll Sólrún Þ. Vilbergsdóttir, eiginkona hans, frá eftir fimm ára baráttu við krabbamein og fyrr í þessum mánuði brann heimili þeirra við Melabraut á Seltjarnarnesi. Þar misstu hann og sonur hans allt innbú sitt ásamt því að hundur þeirra drapst í eldinum. Meira »

Lagðar til róttækar breytingar

Lagðar eru til róttækar breytingar á búvörulögum samkvæmt áliti meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir Jóns Gunnarsson formaður nefndarinnar, í samtali við mbl.is, en málið var afgreitt úr henni í morgun. Meira »

Enn unnið að biluninni hjá Vodafone

Enn er unnið að því að lagfæra bilun sem upp kom í vélbúnaði Vodafone fyrir helgi en bilunin veldur miklum hægagangi hjá hluta notenda tölvupóstþjónustu fyrirtækisins. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir vandamálið hvimleitt en Vodafone geri nú allt sem það getur til að koma kerfinu í lag sem allra fyrst. Meira »

Reyndi að lokka barn upp í bíl

Maður á svörtum jepplingi gerði tilraun til að ná níu ára gömlum nemanda Snælandsskóla í Kópavogi upp í bíl sinn í morgun. Stöðvaði hann drenginn, sem var á leiðinni í skólann, nálægt undirgöngum á Nýbýlavegi um klukkan átta í morgun og sagði honum að móðir hans hefði slasast í umferðarslysi. Meira »

Krafinn um 100.000 á Sólheimasandi

Ákærusvið lögreglunnar á Suðurlandi hefur nú til skoðunar atvik sem tilkynnt var til lögreglu á dögunum eftir að landeigendur á Sólheimasandi kröfðu erlendan ferðamann um 800 evrur, jafnvirði rúmlega hundrað þúsund krónur, fyrir að aka inn á landið og virða að vettugi vegalokanir. Meira »

Rafmagnshjól gefa góða raun

Á förnum vegi vekja rauðklæddir bréfberar á rafmagnsþríhjólum eftirtekt. Hjólin sem voru tekin í notkun fyrir nokkrum vikum eru til brúks í Reykjavík, í Keflavík, á Akranesi, Akureyri og Selfossi. Meira »

Brexit hefur ekki haft áhrif á Norðmenn

Tveir af hverjum þremur Norðmönnum vilja ekki ganga í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið MMI gerði fyrir norska blaðið Dagbladet. Sextán prósent vilja í sambandið en 18% taka ekki afstöðu með eða á móti inngöngu. Meira »

Ítalir reisa 2.500 manna kofahverfi

Ítölsk yfirvöld hyggjast byggja mikinn fjölda viðarkofa til þess að hýsa u.þ.b. 2.500 manns sem misstu heimili sín í jarðskjálftanum á miðvikudag. Áætlað er að þrjá mánuði taki að koma kofunum upp. Meira »

Fékk öngul í typpið

Þýskur karlmaður varð fyrir því að dögunum að öngull festist í getnaðarlim hans þar sem hann synti nakinn í stöðuvatninu Kaisersee í Bæjaralandi. Vatnið er vinsælt á meðal þeirra sem kjósa að synda naktir að því er segir á fréttavefnum Thelocal.de. Meira »

Útgjöld ríkissjóðs innan heimilda

Heildarútgjöld ríkissjóðs á fyrstu sex mánuðum ársins voru innan fjárheimilda en þau námu 343 milljörðum króna á tímabilinu og voru 8,2 milljörðum innan heimilda. Samtals eru 190 fjárlagaliðir með útgjöld innan fjárheimilda tímabilsins, en 169 með útgjöld umfram heimildir. Meira »

FKA harmar 0% kynjafjölbreytileika

Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) harmar að 0% kynjafjölbreytileiki sé nú meðal forstjóra kauphallarfyrirtækja.  Meira »

Bankinn svari ekki gagnrýni

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi vaxtastefnu Seðlabanka Íslands á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis með peningastefnunefnd bankans í morgun og sagði stýrivextina alltof háa. Meira »

Gengi »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY
Fleiri gjaldmiðlar
Kizomba Night at KEX #5
KIZOMBA at KEX #5 Next Kizomba Night - Monday August, 29th  Kizomba, social dance from Angola that conquered the globe and it's also in Reykjavik !  COME TO TRY KIZOMBA, INVITE YOUR FRIENDS Where : Kex Hostel, skulagata 28 - GYM & TONIC salur Free drop-in lesson > 20:30 - 21:00
29. ágúst
Einar Björn Bjarnason | 28.8.16

Tyrkland virðist vera að skapa sér svæði innan Sýrlands undir sinni stjórn

Einar Björn Bjarnason Rétt fyrir helgi hófst innrás tyrkneska hersins inn fyrir landamæri Sýrlands, á svæði er hefur um töluverða hríð verið undir stjórn -- ISIS samtakanna! Á hinn bóginn, þó svo að aðgerðir hers Tyrklands leiði líklega til þess að svipta ISIS samtökin sínu Meira
Sæmundur Bjarnason | 29.8.16

2505 - Pólitík o.fl.

Sæmundur Bjarnason Nú er ég að verða óstöðvandi í blogginu. Fésbókin finnst mér vera meira svona eins og kjaftæði yfir kaffibolla. Kannski er bloggið ekkert betra. Ég er bara vanari því. En eins og kunnugt er þá ku vera erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Úr því að ég Meira
Júlíus Valsson | 28.8.16

Korka frá Miðhrauni er besti íslenski smalahundurinn 2016

Júlíus Valsson Smalahundafélag Íslands stóð fyrir Landskeppni smalahunda dagana 27. og 28. ágúst að Bæ í Miðdölum . Dómari var Bevis Jordan , en hann er starfandi sauðfjárbóndi og reynslubolti þegar kemur að smalahundum og bauð hann upp á námskeið og leiðsögnfyrir Meira
Styrmir Gunnarsson | 29.8.16

Sótt að Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu bæði frá hægri og vinstri

Styrmir Gunnarsson Það verður hart barizt um fylgi kjósenda á næstu vikum. Að Sjálfstæðisflokknum verður sótt úr tveimur áttum . Íslenzka þjóðfylkingin sækir á flokkinn frá hægri og Viðreisn frá vinstri. Samfylkingin og Björt Framtíð verða upptekin við að verjast ásókn frá Meira

Fyrsta deildarmark Rúnars í Sviss - myndskeið

Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson skoraði í gær fyrsta deildarmark sitt fyrir svissneska liðið Grasshopper. Rúnar Már kom sínu liði í 3:1 gegn Young Boys en Grasshopper vann leikinn 4:1. Meira »

„Ertu með númerið hjá Balotelli?“

Forseti franska kanttspyrnufélagsins Nice, Jean-Pierre Rivére, vill krækja í ítalska sóknarmanninn Mario Balotelli.  Meira »

Norðurlandameistari í sprettþraut

Guðlaug Edda Hannesdóttir varð um helgina Norðurlandameistari í flokki kvenna undir 23 ára í sprettþraut (750 m sund, 20 km hjól og 5 km hlaup). Meira »

Malmö búið að samþykkja tilboð í Viðar Örn

Samkvæmt heimildum mbl.is hefur sænska knattspyrnuliðið Malmö tekið tilboði frá ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv í landsliðsmanninn Viðar Örn Kjartansson. Meira »

Guðjón Valur atkvæðamestur í bikarsigri

Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsmaður í handknattleik, var atkvæðamestur er Rhein-Neckar Löwen fór nokkuð örugglega áfram í þýska bikarnum í dag. Hann var með sjö mörk. Meira »

Bieber snýr aftur á Instagram

Ungstirnið Justin Bieber olli miklu fjaðrafoki á dögunum þegar hann lokaði Instagram-reikningi sínum. Söngvarinn lokaði reikningnum svo sem ekki fyrirvaralaust, því hann hafði varað aðdáendur sína við. Meira »

Segja Britney aðeins hafa hreyft varirnar

Poppprinsessan Britney Spears steig á svið á VMA-verðlaununum í gær og hóf upp raust sína, en móttökurnar voru fremur dræmar. Meira »

Mynd dagsins: Kálfatjarnarkirkja
Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttir

Takið þátt! Glæsileg verðlaun í boði.

Ný mynd Skoða myndir

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú alltaf skjóta rétt framhjá markinu. Kannski af því að þig langar til að vera innan við fólk.
Lottó  27.8.2016
3 5 11 26 30 33
Jóker
7 9 9 2 5  
Áskrift á www.lotto.is
Birt án ábyrgðar

Bílar »

Keppa í sparakstri til Akureyrar

Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu fer fram í dag, föstudaginn 26. ágúst 2016. Hefst hún klukkan 09:00 þegar Ómar Ragnarsson ræsir fyrsta keppnisbílinn af þeim 19 sem þátt taka í þetta skiptið. Meira »

„Örugg umferð er verkefni samfélagsins alls“

Nú þegar skólar eru að hefja göngu sína vill Samgöngustofa gjarnan minna ökumenn á að víðast hvar gengur umferð mun hægar fyrir sig á morgana og síðdegis. Meira »

Renault Clio fór ellefu veltur

Fernando Martino ók Renault Clio í TS 1800 Santafesino kappakstrinum í Argentínu er hann fór flugferð sem hann seint gleymir. Meira »

Hörmulegustu dress gærkvöldsins

Myndbandaverðlaunahátíð MTV fór fram í gær og eins og vanalega kepptust viðstaddir við að vekja á sér athygli fyrir klæðaburð. Sumir voru glæsilegir á meðan aðrir hafa fengið falleinkunn hjá tískusérfræðingum. Meira »

Magnús Geir og Ingibjörg gift

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir gengu heilagt hjónband í laugardaginn.   Meira »

Horfðu á Ungfrú Ísland í heild sinni

Keppnin um Ungfrú Ísland fór fram í Hörpu á laugardaginn. Sýnt var beint frá keppninni á mbl.is. Þeir sem misstu af útsendingunni geta horft á keppnina í heild sinni hér. Meira »