Utan íslenskrar löggjafar

Utan íslenskrar löggjafar

Meint háttsemi Magnúsar Guðmundssonar, fv. forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, heyrði ekki undir íslenska lögsögu og hann hafði ekki umboð til að gefa starfsmönnum bankans á Íslandi fyrirmæli eða skuldbinda hann. Þetta var rauði þráðurinn í máli verjanda hans í al-Thani-málinu í Hæstarétti í morgun. Meira »

Hraunið hefur þykknað mikið

Undanfarnar þrjár vikur hafa verið gerðar ítarlegar sniðmælingar yfir Holuhrauni. Á þessum tíma hefur hraunið þykknað mikið og er rúmmál þess nú um 1,4 km³. Hraunrennslið var að meðaltali tæplega 100 m³ á sekúndu á tímabilinu. Gosið hefur staðið í rúmlega tæpa fimm mánuði. Meira »

„Ég vil ekki vera refsiglaður“

Bengal-kettirnir frá Nátthaga fundust í gærkvöldi í heimahúsi í Reykjavík. Eigandinn segist ekki ætla að kæra þjófnaðinn, en þeim var stolið fyrir tæpri viku síðan. Meira »

„Oft þekkjast menn einnig ansi vel“

Sveitarfélög landsins hafa ekki sett sér viðmið um hvenær frávik frá reglum um meðferð fjármuna eru þess eðlis að rétt sé að kæra þau til lögreglu. Hreppsnefnd Ásahrepps ákvað að kæra Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi sveitarstjóra hreppsins, ekki fyrir fjárdrátt. Meira »

Vísa ásökunum um lögbrot á bug

Ásakanir um lögbrot og spillingu eiga ekki við um endurreisn fjármálakerfisins eftir hrun. Þetta kemur fram í grein sem tveir menn sem gegndu lykilhlutverkum við endurreisn viðskiptabankanna þriggja rita í Morgunblaðið í dag. Hafna þeir áskökunum Víglundar Þorsteinssonar. Meira »

Flugið hækkar þrátt fyrir lægra olíuverð

Mikil lækkun á olíuverði er ekki farin að skila sér í lægra verði á flugi. Hefur flugverð þvert á móti hækkað um 15 prósent frá síðasta mánuði miðað við verðkönnun Dophop. Meira »

„Ekki bara brot heldur dónaskapur“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í dag og næstu daga fylgjast grannt með notkun á sérakreinum, sérstaklega þeim sem ætlaðar eru fyrir strætisvagna. Meira »

Tryggi öryggi í fluggeiranum

Frank Holton, sem sér um að skipuleggja stundaskrá Keflavíkurflugvallar, segir að skynsemin hafi sigrað í máli sem WOW air höfðaði á hendur Samkeppniseftirlitinu, Isavia og Icelandair vegna úthlutunar afgreiðslutíma. Meira »

Gæti þetta fækkað skilnuðum?

Smartland Matti Osvald segir að karlmenn flýi allt of oft úr erfiðum samskiptum við konuna sína. Þeir flýja í vinnuna eða í tölvuna og vilja frið. Oft þora þeir ekki að kafa dýpra í samskiptum. Meira »

Baðst afsökunar á rasískum ummælum

Leikarinn Benedict Cumberbatch hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa notað rasískt orðalag í spjallþættinum Tavis Smiley. Cumberbatch talaði um svarta leikara sem „litaða“. Meira »

Veðrið kl. 11

Skýjað
Skýjað

5 °C

S 9 m/s

0 mm

Spá 28.1. kl.12

Snjóél
Snjóél

-4 °C

N 2 m/s

1 mm

Spá 29.1. kl.12

Heiðskírt
Heiðskírt

-2 °C

N 7 m/s

0 mm

Besta veðrið næstu daga, kl. 12

Miðvikudagur

Stórhöfði

Heiðskírt
Heiðskírt

0 °C

N 6 m/s

0 mm

Fimmtudagur

Kirkjubæjarklaustur

Heiðskírt
Heiðskírt

-4 °C

N 4 m/s

0 mm

Föstudagur

Kirkjubæjarklaustur

Heiðskírt
Heiðskírt

-5 °C

NV 3 m/s

0 mm

icelandair
Meira píla

Reynir fyrir sér í Noregi

Birna Kristjánsdóttir knattspyrnumarkvörður hefur verið til reynslu hjá norska liðinu Grand Bodö sem féll úr norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Birna var einn margra leikmanna sem æfðu með liðinu um liðna helgi en óvissa ríkir um framhaldið. Meira »

Byssumenn hófu skothríð á hóteli

Vopnaðir menn hófu skothríð inni á hóteli í Trípólí, höfuðborg Líbíu. Fram kemur á vef BBC, að a.m.k. tveir byssumenn hafi gengið inn og hafið skothríð í móttökusal Corinthia hótelsins, sem er vinsælt meðal erlendra ferðamanna. Meira »

Tek aldrei undir í þjóðsöngnum

„Ég viðurkenni að það var þungu fargi af mér létt eftir leikinn í gærkvöldi. Það var ekki auðvelt hlutskipti fyrir mig að vera þjálfari annarra þjóðar gegn Íslendingum,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik karla, þegar hann hitti mbl.is í morgun á Hilton hótelinu í Doha í Katar, 12 tímum eftir að danska landsliðið sló það íslenska úr keppni á heimsmeistaramótinu með fimm marka sigri, 30:25. Meira »

Hálka á Hellisheiði

Það er hálka bæði á Hellisheiði og í Þrengslum og víða er hált á Suðurlandi. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og á köflum á Suðurnesjum. Kjósarskarð er þungfært. Meira »

Bandaríski þjóðsöngurinn í Havana

Nú þegar þíða virðist loks komin í samskipti Bandaríkjanna og Kúbu og viðræður um viðskipti og sendiráð hafnar eftir áratuga deilur, hafa Bandaríkjamenn loksins keppt í íþróttum á Kúbu. Meira »

Sagður hafa keyrt á ljósmyndara

Söngvarinn Chris Martin er sagður hafa keyrt á ljósmyndara á sunnudaginn fyrir utan veitingastaðinn Giorgio Baldi í Kaliforníu. Einhverjir vilja meina að maðkur sé í mysunni því atvikið náðist ekki á góða mynd. Meira »

Ótakmarkað gagnamagn í boði frá áramótum

Hringiðan hóf um áramótin að bjóða upp á ótakmarkað gagnamagn á ljósleiðara, ljósnets og ADSL-tengingum á einu verði. Fram kemur í tilkynningu, að Hringiðan hafi gert þetta fyrst íslenskra fjarskiptafyrirtækja. Meira »

Flug gengur samkvæmt áætlun

Flug Icelandair til og frá Bandaríkjunum hefur gengið samkvæmt áætlun síðastliðinn sólarhring og lítur út fyrir að svo verði áfram í dag. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna vegna veðurs og hafa mörg þúsund flugferðir verið felldar niður þar í landi. Meira »

200 hófu nám við HR í janúar

Ríflega 200 nýir nemendur hófu nám við Háskólann í Reykjavík núna í janúar. Samkvæmt upplýsingum frá skólanum hófu flestir nám við tækni- og verkfræðideild skólans, en ekki var tekið inn í allar námsbrautir háskólans í janúar. Meira »

Flestir á vinnumarkaði í lok bótatímabils

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að meirihluti þeirra sem þátt tóku í könnuninni og fullnýtt höfðu rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins höfðu hafið þátttöku á vinnumarkaði að nýju þegar könnunin var gerð eða 57,8% svarenda. Meira »

Olli misskilningi og tortryggni

Uppbygging viðskipta Kaupþings og sjeiks Mohameds al-Thani með hlut í bankanum olli misskilningi og tortryggni hjá héraðsdómi og ákæruvaldinu. Sérstakur saksóknari hefur átt þátt í að viðhalda þeirri tortryggni með gildishlöðnu orðavali. Þetta sagði verjandi Ólafs Ólafssonar í Hæstarétti í morgun. Meira »

Vinna saman gegn hefndarklámi

Vodafone og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur, taka höndum saman og bjóða foreldrafélögum grunnskóla fræðslu um ábyrga hegðun í stafrænum samskiptum. Meira »

Rífur boli og trjágreinar á mettíma

Skógrækt ríkisins, Héraðs og Austurlandsskógar, Búnaðarfélag Fljótsdalshrepps og Félag skógarbænda á Austurlandi hafa fest kaup á nýrri og öflugri vél til að kurla trjávið og hefur hún verið tekin í gagn á Hallormsstað. Meira »

70 ár frá frelsun Auschwitz

Þess er minnst í dag að 70 ár eru liðin frá frelsun fanga sem var haldið í Auschwitz-útrýmingarbúðum nasista á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Um 300 manns sem komust lífs af eru komin saman í Auschwitz þar sem minningarathöfn fer fram. Meira »

Bjó sjálfur um sárið

Eldflaugaárás var gerð á hafnarborgina Mariupol í Úkraínu á laugardag. Þrjátíu létust í árásinni og 100 særðust.   Meira »

Lögregluaðgerð í Suður-Frakklandi

Að minnsta kosti fimm hafa verið handteknir í Suður-Frakklandi í aðgerðum lögreglu í morgun. Er fólkið grunað um skipulagningu hryðjuverka í landinu. Meira »

Bengal cats found safe and sound

The three Bengal cats which were stolen last week in Ölfus, south Iceland, have been retrieved by police. Their owner picked them up yesterday and found them unharmed but a little underweight and scared. Meira »

Bjóða ótakmarkað gagnamagn

Hringdu hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á ótakmarkað gagnamagn á öllum nettengingum sínum frá og með deginum í dag. Meira »

365 kynnir breytingar

Fyrirtækið 365 kynnir breytingar í dag, bæði á ásýnd fyrirtækisins og einnig á þjónustu þess. Tal og 365 sameinast undir merkjum 365 með nýjum litum, ásýnd og þjónustu. Meira »

Fyrsti íslenski vafrinn

Vivaldi, fyrsti vafrinn sem kalla má íslenskan, fer í loftið í dag. Jón von Tetzchner, stofnandi Operu, hannaði hann og segist hafa haldið áfram að byggja þar sem núverandi stjórnendur Operu beygðu af brautinni. Meira »
Ómar Ragnarsson | 27.1.15

100 þúsund krónur árið 1977.

Ómar Ragnarsson Það segir sína sögu um verðlagsþróun síðustu 38 ára að höfuðkrafa verkalýðshreyfingarinnar vorið 1977 var sú, að lágmarkslaun yrðu 100 þúsund krónur á mánuði. 1981 var krónan stækkuð hundraðfalt og þess vegna hefur verðlagið í raun 300 faldast síðan Meira

Aron hefur trú á að Danir verði heimsmeistarar

Aron Kristjánsson þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik hefur trú á að Danir geti staðið uppi sem heimsmeistarar á HM í Katar. Meira »

Landin með strákana okkar í vasanum (myndskeið)

Niklas Landin markvörður danska landsliðsins í handknattleik átti stærstan þátt í frábærri byrjun Dana í leiknum gegn Íslendingum í 16-liða úrslitunum á HM í Katar í gær. Meira »

PSV býður Hirti nýjan samning

Hollenska stórliðið PSV Eindhoven hefur boðið varnarmanninum Hirti Hermannssyni nýjan samning til þriggja ára en hann hefur verið í röðum félagsins í tæp þrjú ár. Meira »

„Ég er bara bjartsýnn“

Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, tilkynnti á dögunum að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér í stjórn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, þegar kosið verður til hennar á þingi sambandsins 24. mars. Þá gefur Geir jafnframt kost á sér í endurkjöri í embætti formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði en Geir hefur gegnt því embætti frá árinu 2007. Meira »

Force India sýnir nýtt útlit

Force India frumsýndi í gær nýtt útlit keppnisbíls komandi vertíðar en bæði hann og keppnisgallar ökumannanna verða í nýrri litasamsetningu. Meira »

Flaggaði öllu í Miss California-keppninni

Chanelle Riggan, ungfrú Beverly Hills, flaggaði öllu í Miss California USA-keppninni sem haldin var 11. janúar. Þegar Riggan steig á svið í bikíní-hluta keppninnar losnaði toppur hennar af. Meira »

Hættur í Blink-182

Tom DeLonge, gítarleikari og söngvari bandarísku hljómsveitarinnar Blink-182 er hættur í sveitinni. Þegar hefur verið ráðinn maður í stað DeLonge til þess að koma fram með sveitinni á tónlistarhátíð í mars. Meira »

Hrútur

Sign icon Þó svo að þú þurfir að hvíla þig er þér mikið í mun að bæta stöðu þína. Einbeittu þér að því og það mun veita þér mikla ánægju.
Lottó  24.1.2015
13 16 17 33 35 10
Jóker
0 7 0 5 5  
Áskrift á www.lotto.is
Birt án ábyrgðar

Bílar »

Dekkin gera við sig sjálf

Jæja, þá er óþarfi að hafa áhyggjur af því þótt dekk springi. Því nú hefur franski dekkjasmiðurinn Michelin þróað dekk sem gerir við sig sjálft. Þetta þýðir þó vonandi ekki að loka verði dekkjaverkstæðum vegna verkefnaskorts. Meira »

Óblíð veðraföll ýta undir jeppakaup

Er beint samband milli hryssingsveðurs – grimmdarkulda – og tilhneigingar til kaupa á jeppum? Svo virðist vera samkvæmt athugunum vefsíðunnar motors.co.uk þótt ekki hafi hún endilega verið alltof vísindaleg. Meira »

Lítil en öflug vél í hagkvæmum bíl

Vinsældir Ford Focus hafa stigmagnast frá því hann kom fyrst á markað árið 1998. Meira að segja tókst honum að slá hinn vinsæla Toyota Corolla út á fyrrihluta árs 2012 og það var áður en í ljós kom að Frans páfi ætti Ford Focus og væri honum tryggur og trúr. Meira »

Skotleyfi á netinu

„Ef hún Sigga Kling, sem ég held mikið upp á, hefði spáð því fyrir mér að í janúar 2015 yrði ég fyrir einelti á netinu hefði ég haldið að nú væri hún alveg búin að missa það. Engu að síður er það nákvæmlega það sem gerðist.“ Meira »

Ráð til að auka kynhvöt og löngun

Það er ýmislegt sem getur haft áhrif á kynhvöt fólks en hérna kemur listi yfir nokkur bætiefni sem geta haft jákvæð áhrif á löngun fólks. Meira »

Flutti til Balí og hjálpar fólki að finna hamingjuna

Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir flutti til Balí fyrir tæpu ári og hefur upplifað endalaus ævintýri. Hún hjálpar fólki að finna hamingjuna í gegnum Skype. Meira »