„Líf mömmu var lottóvinningur, ég bónusverðlaunin“

Lífið var lottóvinningur

Þegar María Rist Jónsdóttir kom í heiminn, þremur mánuðum fyrir tímann, vó hún ekki nema þrjár merkur. Hún lá á vökudeild Barnaspítalans fyrstu mánuðina en tvísýnt var um bæði líf Maríu og móður hennar. Í dag er María Rist 23 ára gömul og ætlar að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Meira »

Erdogan vill sérstakan herháskóla

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti í dag að hann vildi koma á stjórnarskrárbreytingum sem fælu í sér að leyniþjónusta og her landsins heyrðu beint undir forsetaembættið. Þá hyggst forsetinn loka öllum herskólum í landinu og opna þess í stað sérstakan herháskóla. Meira »

Mennirnir látnir lausir

„Ég er fyrst og fremst ánægður að hafa náð þessu, að þetta skyldi ekki fara í umferð,“ segir yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, en í gær kom upp stærsta fíkniefnamál í sögu Þjóðhátíðar. Mennirnir hafa verið látnir lausir að lokinni yfirheyrslu. Meira »

„Þetta er dæmi um loddaraskap“

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er undrandi vegna ummæla sem Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, lét falla í þættinum Vikulokunum á Rás 1 í morgun. Þar sagðist Silja vilja að lagt yrði fram þingmannafrumvarp um afnám verðtryggingar. Meira »

Sveitarstjóri meiddist í mýrarbolta

Gönguhátíð í Súðavík fer fram í annað sinn fyrir vestan nú um helgina. Margt er um manninn og veður gott og hefur hátíðin að mestu gengið vel fyrir sig. Pétur G. Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, gat þó ekki sinnt leiðsögn eins og til stóð þar sem hann meiddist á ökkla í mýrarboltanum. Meira »

Bílvelta á Kaldárselsvegi

Bíll valt á Kaldárselsveginum í Hafnarfirði um sexleytið í kvöld. Í bílnum voru ökumaður og barn sem höfðu náð að koma sér út úr bílnum þegar slökkvilið kom á vettvang. Meira »

Kviknaði í ljósastaur

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti í dag fjórum útköllum vegna reykræstingar. Í Leirubakka var tilkynnt um eld í þvottavél um fjögurleytið í dag, en búið var að slökkva eldinn er slökkviliðið mætti á svæðið. Meira »

Ísland tapaði í undanúrslitum

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 18 ára og yngri tapaði naumlega í undanúrslitum B-deildar Evrópukeppninnar í körfubolta og leikur um 3. sætið. Meira »

Myndinni eytt að ástæðulausu

Smartland Ástralski bloggarinn Constance Hall hvetur fólk til þess að elska líkama sinn hvernig sem hann lítur út. Á dögunum birti Hall mynd af sér og dóttur sinni saman á Instagram og Facebook. Myndinni var aftur á móti eytt út af samfélagsmiðlunum þar sem ákveðinn fjöldi einstaklinga hafði tilkynnt myndina til stjórnenda þeirra og þótti hún ekki við hæfi. Meira »

Hjólhestaspyrna hjá Zlatan

Ekki verður annað sagt en að sænska goðsögnin Zlatan Ibrahimovic hafi byrjað með látum hjá Manchester United í fyrsta leik sínum fyrir félagið. Meira »

Veðrið kl. 21

Léttskýjað
Léttskýjað

16 °C

NNA 2 m/s

0 mm

Spá 31.7. kl.12

Skýjað
Skýjað

15 °C

SV 3 m/s

0 mm

Spá 1.8. kl.12

Skýjað
Skýjað

13 °C

S 4 m/s

0 mm

Besta veðrið næstu daga, kl. 12

Sunnudagur

Blönduós

Heiðskírt
Heiðskírt

13 °C

NV 3 m/s

0 mm

Mánudagur

Djúpivogur

Heiðskírt
Heiðskírt

11 °C

A 3 m/s

0 mm

Þriðjudagur

Hellnar

Heiðskírt
Heiðskírt

11 °C

N 1 m/s

0 mm

icelandair
Meira píla

Refsað fyrir dekkjarugling

Nico Hülkenberg hjá Force India hefur verið færður aftur um eitt sæti vegna ruglings sem átti sér stað í bílskúr hans með dekk sem hann brúkaði í tímatökunum í Hockenheim. Meira »

Sólskin í allan dag á mýrarbolta myndasyrpa

Það voru heimaliðin FC drulluflottar í kvennaflokki og FC karaoke í karlaflokki sem báru sigur úr býtum í mýrarboltanum sem lauk á Ísafirði í dag. Meira »

Nýtur góða veðursins og skemmtir sér

Mikið hefur verið að gera hjá lögreglunni á Suðurlandi frá því síðdegis í gær, umferðarþungi hefur verið mikill en að sögn lögreglunnar á Selfossi fer skemmtanahald heilt yfir vel fram. Tvö heimilisofbeldismál komu þó inn á borð lögreglu í nótt. Meira »

Félagaskipti í íslenska fótboltanum

Föstudaginn 15. júlí var opnað á ný fyrir félagaskipti í knattspyrnunni hér á landi og leikmenn í meistaraflokki geta skipt um félag til sunnudagsins 31. júlí, en þá verður lokað fyrir þau aftur og til loka tímabilsins. Meira »

Þrír fengu bónusvinning

Eng­inn var með all­ar töl­ur rétt­ar í lottóút­drætti kvölds­ins en tæplega sjö og hálf millj­ón­ króna var í pott­in­um. Þrír fengu bónus­vinn­ing­inn og fá þeir í sinn hlut rúm­ar 109 þúsund krón­ur hver. Meira »

Félagaskipti í enska fótboltanum

Föstudaginn 1. júlí var formlega opnað fyrir félagaskiptin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og hægt er að kaupa og selja leikmenn til 31. ágúst. Meira »

13 ára fór holu í höggi

Flesta kylfinga dreymir um að fara einhvern tímann holu í höggi. Björn Viktor Viktorsson, kylfingur hjá GL, sem keppir í aldursflokki 11-13 ára, náði takmarkinu í gær þegar hann fór holu í höggi í golfi á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi. Meira »

Nýtur þess að finna fegurðina í umhverfinu

Mynd segir meira en þúsund orð. Það veit Arna Helgadóttir svo sannarlega, en hún setti sér skemmtilegt markmið í fæðingarorlofinu: Að taka frumlegar myndir af dóttur sinni á mánaðar fresti. Meira »

Gríðargóð stemning í Borgarnesi

„Ferlega góð stemning og allir hressir og góðir,“ segir Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi UMFÍ, í samtali við mbl.is. Um helgina fer Unglingalandsmót UMFÍ fram í Borgarnesi og eru yfir 1.500 keppendur á aldrinum 11-18 ára skráðir til leiks. Meira »

Sól og gleði á tónleikum Nova í Eyjum

Nova stendur í dag fyrir tónleikum á 900 Grillhúsi í Vestmannaeyjum þar sem tónlistarmennirnir Gísli Pálmi, Aron Can, DJ Margeir, Högni Egilsson og Sísí Ey munu skemmta þjóðhátíðargestum. Ingó Veðurguð hélt tónleika á sama stað í gær og má búast við því að fjörið haldi áfram í dag. Meira »

Engir umferðartappar í Hvalfjarðargöngum

Mikil umferð hefur verið um Hvalfjarðargöng það sem af er verslunarmannahelgi. Umferð var einna mest í gær, föstudag, var nokkuð stöðug umferð um göngin frá hádegi og fram á kvöldið. Meira »

Fagna alþjóðadegi landvarða

Alþjóðadagur landvarða er á morgun, sunnudag, en hann hefur verið haldinn hátíðlegur um heim allan frá árinu 2007. Um 20 landverðir starfa hjá Umhverfisstofnun yfir sumartímann vítt og breitt um landið Meira »

Gleði í Eyjum í frábæru veðri

Mikill fjöldi fólks er nú kominn til Vestmannaeyja til að taka þátt í Þjóðhátíð. Enn bætist þó stöðugt við, en gera má ráð fyrir að um 15 þúsund manns leggi leið sína til Eyja um helgina. „Þetta hefur allt saman gengið mjög vel og farið vel fram,“ segir Hörður Orri Grettisson, talsmaður Þjóðhátíðar. Meira »

Tölvuhakkarar beina sjónum að Rússlandi

Rússneskar ríkisstofnanir eru nýjustu fórnarlömb tölvuhakkara að sögn rússnesku leyniþjónustunnar. Fréttavefur BBC greinir frá því að svonefndur „njósnavírus“ hafi fundist í tölvukerfum 20 stofnana. Meira »

Hluti úr flugvélarvæng MH370 fundinn?

Stór hluti af flugvélarvæng sem fannst á eyju í nágrenni Tansaníu í Ástralíu er sterklega talinn vera úr farþegaflugvél Malaysia Airlines sem hvarf af ratsjárskjám yfir Indlandshafi í mars 2014. Þetta hefur fréttastofa CNN eftir Darren Chester, samgöngumálaráðherra Ástralíu. Meira »

Loftbelgur hrapar með 16 manns

Loftbelgur með 16 manns innanborðs hrapaði í Texas í Bandaríkjunum í dag. Kviknað hafði í loftbelgnum sem lenti í nágrenni bæjarins Lockhart, suður af Austin. Talið er að allir sem um borð voru hafi farist í slysinu. Meira »

Eiginfjárhlutfallið færi úr 13,2% í 9,4%

Ítalski bankinn Banca Monte dei Paschi di Siena kom langverst evrópskra banka út úr álagsprófi Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar. Niðurstöðurnar voru kynntar í dag. Meira »

Mikil spurn eftir einkabílaleigubílum

Einkabílaleigan Carrenters finnur ekki fyrir offramboði á bílaleigubílum þetta sumarið og segir í raun skort vera á bílum og þá sérstaklega jeppum eða jepplingum sem eru fullbókaðir hjá fyrirtækinu í ágúst. Meira »

Meðal topp 5% í Microsoft-heiminum

Wise, einn stærsti söluaðili á bókhaldskerfinu Dynamics NAV á Íslandi, hefur hlotið viðurkenningu sem einn af bestu samstarfsaðilum Microsoft um allan heim fyrir framúrskarandi árangur á síðasta ári. Með því er fyrirtækið í hópi allra samstarfsaðila Microsoft Dynamics á heimsvísu. Meira »

Gengi »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY
Fleiri gjaldmiðlar
Cold Intimacy
Cold Intimacy „Láttu drauminn rætast" Gjörningur eftir Elísabetu Birtu Sveinsdóttur Elísabet Birta er nemi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands auk þess að vera sjálfstætt starfandi dansari. Hún
4. ágúst
Einar Björn Bjarnason | 30.7.16

Venesúela tekur upp nauðungarvinnu

Einar Björn Bjarnason Amnesty International hefur ályktað gegn þessu framferði: Venezuela: New regime effectively amounts to forced labour . Þessi aðgerð sýnir greinilega mjög hátt stig örvæntingar stjórnvalda, í landi þar sem matarskortur er orðinn alvarlegt vandamál -- þó Meira
Jón Valur Jensson | 30.7.16

Afnám verðtryggingar er sannarlega á dagskrá. Verður það hindrað með málþófi ... Sjálfstæðisflokks?

Jón Valur Jensson Tveir flokkar eru fylgjandi afnámi verð­tryggingar, Fram­sókn­ar­flokkur og Ís­lenska þjóð­fylk­ing­in. Ekki aðeins talaði Sig­mundur Davíð ein­dregið fyrir þessu í við­tali á Út­varpi Sögu í vik­unni, heldur og Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Meira
Halldór Jónsson | 30.7.16

Untermenschen

Halldór Jónsson óþjóðir,eða óþjóðalýður,Eugenics eru orð sem eiga grunn í fornum og nýjum heimspeki-og stjórnmáladeilum um ólíkar þjóðir og hver sé betri eða verri en hin. Orð sem þessi koma óhjákvæmilega í hugann þegar maður les lýsingar Hege Storhaug á Aröbum og Meira
Björn Bjarnason | 30.7.16

Laugardagur 30. 07. 16

Björn Bjarnason Ár og dagur er síðan ég hlustaði á þáttinn Í vikulokin í ríkisútvarpinu. Stundum fór ég í hann á sínum tíma þegar Páll Heiðar Jónsson sjórnaði honum og allt var þar í föstum skorðum varðandi fréttir vikunnar. Nú virðist þátturinn snúast um það sem Meira

Keppni frestað vegna veðurs

Keppni á þriðja keppnisdeginum á PGA-mótaröðinni, sem fer nú fram í Baltusrol, hefur verið frestað vegna veðurfars en búist var við eldingum seinnipart dags. Keppni var frestað korter yfir tvö að staðartíma. Meira »

Eigandi Napoli: Higuain er leikari eða lygari

Orðaskipti Aurelios De Laurentiis, eiganda ítalska liðsins Napoli, og framherjans Gonzalos Higuains halda áfram. Nú segir De Laurentiis að Higuain sé annaðhvort lygari eða afbragðsleikari eftir síðustu ummæli leikmannsins. Meira »

Hammarby hafði betur

Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason léku allir allan leikinn fyrir lið sitt Hammarby þegar liðið lagði Gefle að velli, 2:0, í 16. umferð sænsku efstu deildarinnar í knattspyrnu karla í dag. Meira »

Vilja sigla í höfnina með bikarinn

Langt er síðan ÍBV vann stóran titil í knattspyrnu en kvennalið félagsins varð bikarmeistari fyrir tólf árum. Karlaliðið varð Íslands- og bikarmeistari árið 1998 en liðið tapaði bikarúrslitaleik gegn ÍA árið 2000. Meira »

Fram bætir við sig leikmönnum

Karlalið Fram í handknattleik sem leikur í Olísdeildinni hefur samið við Andra Þór Helgason og Valdimar Sigurðsson, en þeir skrifuðu í dag undir tveggja ára samning við Fram. Andri Þór er hornamaður sem kemur til Fram frá HK, en hann var markahæsti leikmaður í 1. deilda karla á síðustu leiktíð. Valdimar Sigurðsson er línumaður sem kemur í herbúðir Fram frá UMFA. Meira »

30 kröfum í dánarbú Prince vísað frá

Dómari í Minnesota í Bandaríkjunum hefur vísað frá málum 30 einstaklinga sem héldu því fram að þeir ættu kröfu í dánarbú tónlistarmannsins Prince. Hann fyrirskipaði hins vegar að sex skyldu gangast undir erfðapróf. Meira »

Óttaðist að þurfa að fara í brjóstnám

Fyrrverandi fyrirsætan Janice Dickinson hefur undanfarið háð baráttu við brjóstakrabbamein, en hún barmar sér þó ekki yfir aðstæðum sínum. Meira »

Vonar að enginn muni tengja hana við Goop í framtíðinni

Leikkonan og lífsstílsmógúllinn Gwyneth Paltrow hefur greint frá því að hún telji að nafn hennar geti haldið aftur af heilsuveldi hennar, vefsíðunni Goop. Meira »

Mynd dagsins: Lautarferð
Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir

Takið þátt! Glæsileg verðlaun í boði.

Ný mynd Skoða myndir

Hrútur

Sign icon Reyndu að koma þannig fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Ef þér finnst gengið á hlut þinn þá er það örugglega rétt hjá þér.
Lottó  30.7.2016
1 14 19 29 34 18
Jóker
0 7 6 9 2  
Áskrift á www.lotto.is
Birt án ábyrgðar

Bílar »

Öflugasti Golf frá upphafi í Heklu

Golf GTI fagnaði í ár fertugsafmælinu og af því tilefni var öflugasti Golf GTI frá upphafi kynntur til sögunnar. Hann kallast Golf GTI Clubsport Edition 40 og er ætlaður vandlátum ökumönnum sem vilja betri aksturseiginleika, ögn meiri dirfsku og styrk. Meira »

Volkswagen stærsti bílsmiðurinn

Volkswagen tók fram úr Toyota sem stærsti bílaframleiðandi heims við lok fyrri hluta ársins og það þrátt fyrir þverrandi bílasölu í Bandaríkjunum vegna útblásturshneykslis. Meira »

Golf GTE söluhæsti tengiltvinnbíllinn

Sala Heklu á tengiltvinnbílum, þ.e. bílum sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni, var 448% meiri fyrstu sex mánuði ársins 2016 en á sama tímabili í fyrra. Meira »

Hvað er píkan að segja þér?

Píkan er magnað líffæri sem getur gefið frá sér mörg merki. Ef eitthvað bjátar á lætur píkan oftar en ekki vita að ekki sé allt með felldu. Eleanor Jones hjá Cosmopolitan tók saman sjö hluti sem píkan þín gæti verið að segja um heilsuna. Meira »

„Í sambandi við sjálfan sig“ í símaleysi

„Ég heyrði tólf ára dóttur mína tala í símann í sveitinni okkar: „Það er ekkert net, enginn gemsi virkar. Símanúmerið er mjög skrýtið og byrjar á fjórum og síminn er þannig að maður þarf að leggja hann aftur á takka.“ Ég gat ekki annað en brosað, þess fyrir utan þarf hún að tala í símann þar sem allir geta heyrt og það er ekki símanúmera birtir eða talhólf. Reyndar var það þannig þegar ég var að alast upp að það var ein löng og þrjár stuttar og öll sveitin gat hlustað, eins konar feisbók þeirra tíma,“ skrifar Árelía Eydís í sínum nýjasta pistil. Meira »

Spanderuðu auðnum og fluttu í foreldrahús

Fyrir sjö árum voru raunveruleikastjörnurnar Heidi Montag og Spencer Pratt á allra vörum. Í dag eru hjónakornin hins vegar staurblönk, enda hafa þau að eigin sögn eytt öllum peningunum sínum í vitleysu. Meira »