Kokkalandsliðinu fagnað á morgun

Kokkalandsliðinu fagnað á morgun

Kokkalandslíð Íslands hlaut gullverðlaun í báðum greinunum sem það keppti í í heimsmeistrarakeppninni í matreiðslu sem fram fór í Lúxemburg. Liðið fékk þannig gullverðlaun fyrir þriggja rétta heita máltíð og gullverðlaun fyrir kalda borðið sitt. Meira »

Mjög brýnt að seinka klukkunni

Það er mjög brýnt lýðheilsumál að seinka klukkunni um eina klukkustund. Við erum að skapa okkur vanda með núverandi fyrirkomulagi sem hefur meðal annars slæmar afleiðingar fyrir heilsu fólks. Þetta sagði Björg Þorleifsdóttir, lektor við Læknadeild Háskóla Íslands á fyrirlestri sínum um klukkuþreytu. Meira »

Kom á stökkinu yfir lækinn

„Þetta gerðist svo fljótt, við biðum eftir því að bíllinn kæmi inn um rúðuna“, segir Hákon Guðröðarson, íbúi á Norðfirði, í samtali við mbl.is. Hann varð ásamt eiginmanni sínum Hafsteini Hafsteinssyni vitni af því í morgun þegar bíll kom skyndilega yfir grasflöt og læk við heimili þeirra. Meira »

Beittu ungar stúlkur kynferðislegu ofbeldi

Þrettán karlmenn af sómalískum uppruna hafa verið sakfelldir í borginni Bristol í Bretlandi fyrir þátttöku í glæpahópum sem beittu unglingsstúlkur kynferðislegu ofbeldi. Fram kemur í frétt AFP að þetta sé enn eitt málið af þessum toga sem komi upp í landinu. Meira »

Íslenskir karlmenn vöktu heimsathygli

„HeForShe hefur sýnt hversu fljót við erum hérna á Íslandi að taka við okkur þegar það kemur að netherferðum, allir á Íslandi vissu af þessu,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdarstýra UN Women um herferðina HeForShe. Meira »

Drengurinn sem fyrstur fékk ebólu

Emile Ouamouno var tveggja ára og bjó í afskekktu þorpi í Gíneu. Fyrir ári fékk hann hita, höfuðverk og blóð var í hægðum hans. Hann lést skömmu síðar. Fáum dögum seinna andaðist systir hans og ólétt móðir. Meira »

Myndasyrpa RAX úr Holuhrauni

„Það er alltaf jafn stórbrotið og stórkostlegt að sjá eldgosið í Holuhrauni,“ sagði Ragnar Axelsson, ljósmyndari, eftir að hafa flogið þar yfir á miðvikudag. Ómar Ragnarsson, fréttamaður og flugmaður, var í annarri flugvél sem sést fljúga yfir gígbarminn, þá var þyrla frá Norðurflugi líka á staðnum. Meira »

Duglegir strákar númer eitt, tvö og þrjú

„Þetta er frábær tilfinning og ótrúlega gott að vinna. Við erum að uppskera eftir frábæra frammistöðu í dag. Við vorum að spila heilt yfir vel bæði varnarlega og sóknarlega. Ég var ánægður með mína stráka,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Framara eftir að liðið sigraði topplið Aftureldingar 27:25 í Mosfellsbæ í Olís-deild karla í handknattleik. Meira »

Ákærð fyrir að myrða sjúklinga

Fimmtug fyrrverandi hjúkrunarkona í Tékklandi hefur verið ákærð fyrir að hafa á undanförnum fjórum árum myrt sex sjúklinga á sjúkrahúsi sem hún starfaði á í bænum Rumburk. Konan er talin hafa eitrað fyrir sjúklingunum samkvæmt frétt AFP. Meira »

Virkilega fúlt hér á heimavelli

„Þetta er virkilega fúlt hérna á heimavelli. Við ætluðum að gera betur en við gerðum en við lentum á virkilega grimmu Framliði sem vann að lokum sanngjarnan sigur, “ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar svekktur eftir 27:25 tap gegn Fram á heimavelli í Olís-deild karla í handknattleik. Meira »

Veðrið kl. 02

Alskýjað
Alskýjað

7 °C

ASA 5 m/s

0 mm

Spá í dag kl.12

Lítils háttar rigning
Lítils háttar rigning

8 °C

SA 14 m/s

1 mm

Spá 29.11. kl.12

Skýjað
Skýjað

4 °C

V 4 m/s

0 mm

Besta veðrið næstu daga, kl. 12

Laugardagur

Vík í Mýrdal

Skýjað
Skýjað

9 °C

S 4 m/s

0 mm

Sunnudagur

Höfn

Rigning
Rigning

5 °C

SV 1 m/s

6 mm

Mánudagur

Vopnafjörður

Heiðskírt
Heiðskírt

0 °C

SV 6 m/s

0 mm

icelandair
Meira píla

Vígamenn á atvinnuleysisbótum

Rúmlega tveir tugir vígamanna Ríkis íslams hafa þegið atvinnuleysisbætur frá danska ríkinu á sama tíma og þeir hafa verið staddir í Sýrlandi að berjast fyrir hryðjuverkasamtökin. Þetta upplýsti danska leyniþjónustan í dag samkvæmt frétt AFP. Meira »

Skellur hjá Þóri og lærimeyjum

Norska landsliðið í handknattleik kvenna, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, fór illa af stað á fjögurra landa móti í Larvik í Noregi í kvöld. Norska liðið varð að játa sig sigrað gegn danska landsliðinu, 24:21. Meira »

„Forseti ESB“ fer að kenna

Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, lætur formlega af embætti á sunnudaginn, en það sem tekur við hjá honum á næsta ári er kennsla við College of Europe í borginni Brugge í Belgíu. Meira »

Róbert með og PSG í annað sæti

Stjörnum prýtt stórlið PSG komst í kvöld upp í annað sæti frönsku 1. deildarinnar í handknattleik þegar liðið vann Créteil, 29:21, á útivelli. PSG er þar með fjórum stigum á eftir Montpellier sem situr á toppnum með 20 stig að loknum 11 umferðum. Arnór Atlason og samherjar í Saint Raphael féllu niður um eitt sæti, í þriðja, með 15 stig. Meira »

Ráðið niðurlögum eldsins

Eldur hefur verið slökktur í þaki íbúðarhúss við Grænuhlíð í Reykjavík. Eldurinn uppgötvaðist fyrr í kvöld eftir að íbúar höfðu tilkynnt slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um reyk frá ljósastæði. Þeir töldu sig hafa afgreitt málið með handslökkvitæki en vildu til öryggis að slökkviliðið athugaði málið. Meira »

Nýi Frakkinn kom Tottenham áfram

Tottenham tryggði sér í kvöld sæti í 32ja liða úrslitum Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu eftir sigur á Partizan Belgrad frá Serbíu, 1:0, á White Hart Lane í London. Meira »

Tvöföld ending Venusarfars

Vísindamenn evrópsku geimstofnunarinnar ESA freista þess nú að rétta við sporbraut könnunarfarins Venus Express um reikistjörnuna Venus til að farið geti haldið áfram að sinna vísindarannsóknum. Upphaflega átti farið aðeins að starfa í 2-4 ár en það hefur þegar enst í átta. Meira »

Ekki stíll heldur hefð

Jólabjór í verslunum ÁTVR hefur verið rifinn út síðan hann kom í hillurnar þann 14. nóvember. Sala á jólabjór hefur aukist um 5.850% á þeim 25 árum sem bjór hefur verið leyfður hér á landi. Meira »

Eldur í þaki í Grænuhlíð

Tilkynnt var um reyk úr ljósastæði í íbúð í Grænuhlíð í Reykjavík í kvöld. Húsráðandi hafði sprautað úr slökkvitæki á ljósastæðið en óskaði engu að síður eftir því að slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu gengi úr skugga um að allt væri með felldu. Meira »

Mildaði dóm vegna fíkniefnasmygls

Fangelsisdómur yfir manni sem dæmdur var í Héraðsdómi Reykjaness fyrir aðild að amfetamínsmygli var mildaður úr tveimur árum í eitt í Hæstarétti í dag. Dómurinn taldi ekki sannað að maðurinn hafi gefið fyrirskipanir um smyglið né hafi hann átt að njóta ágóða vegna þess. Meira »

Ferðamenn fóru út af í hálku

Bílvelta varð á Hrútafjarðarhálsi í Vestur-Húnavatnssýslu á þriðja tímanum í dag. Þrjú voru í bifreiðinni þegar hún valt í hálku. Allt erlendir ferðamenn. Meira »

Einn vildi sýkna kynferðisbrotamann

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vestfjarða yfir karlmanni vegna kynferðisbrots gegn dóttur mágkonu sinnar sem var tólf ára gömul þegar brotið átti sér stað. Hann var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi en tólf þeirra voru skilorðsbundnir. Einn dómaranna vildi sýkna manninn. Meira »

Örmagna eftir stríð við kerfið

„Ég er örmagna út af þessu karpi. Fólk á ekki að þurfa að vera í stríði til að fá lögbundna grunnþjónustu,“ segir Kolfinna S. Magnúsdóttir kennari sem búsett er í Reykjanesbæ. Meira »

Leysa spillt lögregluembætti upp

Um 1.800 lögregluembætti í Mexíkó verða leyst upp og alríkisstjórnin tekur við lögreglumálum í staðinn samkvæmt tillögum sem Enrique Peña Nieto, forseti landsins, kynnti í dag. Með þeim freistar forsetinn þess að vinna bug á landlægri spillingu innan lögreglu landsins sem hefur meðal annars átt þátt í ofbeldisöldunni þar. Meira »

„Flestir stjórnmálamenn eru ekki spilltir“

Lýðflokkurinn spænski á í vök að verjast þessa dagana vegna spillingarmála sem tengjast flokknum. Mariano Rajoy, forsætisráðherra flokksins, segir flesta stjórnmálamenn engu að síður óspillta en spilling skaðaði lýðræðið og gerði lítið úr Spáni. Meira »

Handtekinn vegna morðsins á McConville

Liðsmaður írska lýðveldishersins, IRA, Bobby Storey er nú í haldi lögreglu á Írlandi. Verður hann yfirheyrður vegna morðsins á Jean McConville árið 1972 og er það hluti af „heildarrannsókn málsins“ líkt og haft er eftir lögreglu í frétt Sky-sjóvarpsstöðvarinnar. Meira »

Ice cave to open next summer

An ice cave being constructed in Langjökull glacier will open on June 1st 2015. The construction company, IceCave has published a video to give an idea of the experience. According to managing director of IceCave Sigurður Skarphéðinsson, "A human being feels very small standing inside it." Meira »

Krua Thai í stað Fatabúðarinnar

Sonja Lampa, eigandi veitingastaðarins Krua Thai, hefur fest kaup á Skólavörðustíg 21. Þar hyggst hún opna Krua Thai á jarðhæðinni auk þess sem íbúðum á efri hæðum hússins verður mögulega breytt í gistiheimili. Meira »

Vill 429 milljarða í skaðabætur

Breski kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz ætlar að kæra Kaupþing og einn fulltrúa í slitastjórn bankans fyrir dómstóli í Bretlandi og krefjast 2,2 milljarða punda sem samsvarar tæplega 429 milljörðum íslenskra króna. Meira »

Snubbótt svar stjórnvalda

„Ef þetta er svar til okkar um það sem við höfum verið að gagnrýna er ljóst að það er heldur stutt og snubbótt,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, um tillögur um breytingar á fjárlagafrumvarpinu, þar sem m.a. er lagt til að virðisaukaskattur á matvæli verði hækkaður úr 7% í 11%, í stað 12%. Meira »
Ómar Geirsson | 27.11.14

Er afnám gjaldeyrishafta yfirvofandi??

Ómar Geirsson Á kostnað skattgreiðanda. Svona leikrit eru alltaf sett á svið fáránleikhússins við Austurvöll þegar mikið stendur til, og hagur þjóðar er undir. Kosturinn er þó að það er ekki verið að ræða iðnaðarsalt, eða þaðan af verri tittlingaskít. Til umræðu eru Meira

Rúrik missti af úrslitaleik

Rúrik Gíslason og samherjar í danska liðinu FC Köbenhavn komast ekki í 32ja liða úrslit Evrópudeildarinnar í vetur en það er ljóst eftir dramatískan ósigur gegn HJK Helsinki, 2:1, í Finnlandi í kvöld. Meira »

Alfreð í úrvalsliði þakkargjörðardags

Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Real Sociedad á Spáni, er í úrvalsliði bandarísku fréttaveitunnar ESPN, þar sem valdir eru leikmenn með nöfn sem hægt er að snúa útúr og herma uppá þakkargjörðardaginn ameríska, sem er í dag. Meira »

UEFA-draumur Ragnars á enda

Ragnar Sigurðsson og samherjar í rússneska liðinu Krasnodar gerðu í kvöld jafntefli, 1:1, við Lille frá Frakklandi á heimavelli í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA og eiga þar með ekki lengur möguleika á að komast áfram í 32ja liða úrslit keppninnar. Meira »

Tryggvi snýr aftur til Eyja

Tryggvi Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari úrvalsdeildarliðs ÍBV í knattspyrnu en Eyjamenn tilkynntu ráðninguna fyrir stundu og frá henni er greint á Eyjamenn.com. Meira »

Vill ekki númer 1

Lewis Hamilton vill ekki bera tölustafinn 1 á trjónu keppnisbíls síns á næsta ári eins og hann hefur rétt til sem heimsmeistari ökumanna í formúlu-1. Meira »

Leita eistnabitvargs

Lögreglan í Leipzig í Þýskalandi leitar nú að manni sem beit annan til blóðs á versta stað eftir áflog þeirra á milli eftir gleðskap. Fórnarlambið var útskrifað af sjúkrahúsi samdægurs er ekki vitað til þess að hann hafi borið varanlegan skaða af nartinu. Meira »

Jólaprófin á Twitter

Stúdentar verða óheyrilega fyndnir þegar prófabugunin sækir að. Hér má sjá nokkur vel valin ummæli nemenda sem sigla nú óðum inn í jólapróf. Meira »

Segir ævisöguna „fulla af lygum“

Söngkonan Aretha Franklin er ósátt við rithöfundinn Davis Ritz en hann skrifaði ævisögu Franklin. Söngkonan segir bókina vera „fulla af lygum“. Meira »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er hagstæður fyrir fjármálaviðskipti. Annars áttu á hættu að sjá ekki skóginn fyrir trjám.
Víkingalottó 26.11.14
2 3 8 11 14 43
26 35   15
Jóker
3 4 3 7 3  
Tvöfaldur fyrsti vinningur næst
Birt án ábyrgðar

Bílar »

Selja 200 þúsundasta rafbílinn

Renault-Nissan samsteypan fagnar því um þessar mundir að hafa selt tvöhundruð þúsundasta rafbílinn. Segist hún hlutdeild sína í rafbílamarkaði vera 58%. Meira »

James Bond skiptir um bíl

Breskir áhugamenn um bíla eru með böggum hildar þessa dagana. Komið hefur nefnilega í ljós, að James Bond mun ekki brúka breskan Aston Martin bíl í nýjustu Bond-myndinni. Meira »

BMW verður að auka smíði á i8

Svo mikil eftirspurn hefur verið eftir i8-bílnum frá BMW að þýski lúxusbílasmiðurinn hefur ákveðið að auka smíðina til að stytta biðlistana sem myndast hafa. Meira »

Rúsínan í pylsuendanum er fataherbergið

Við Lækjamót í Sandgerði stendur glæsilegt 238 fermetra einbýlishús. Húsið er vandað í alla staði og smekklega innréttað.  Meira »

Kynntu sér ferska tískustrauma á 20. hæð

Glæsilegt jólaboð Bestseller var haldið með pompi og prakt á 20. hæð í Turninum í Kópavogi í dag. Gestir jólaboðsins gæddu sér á gómsætum veitingum og kynntu sér nýjustu tískustraumana. Meira »

Það er ekkert leyndarmál til

Leikkonan Kate Hudson er hraust og hefur tileinkað sér heilbrigðan lífstíl. Hún segir galdurinn vera linnulausa vinnu. Hún segir því miður enga töfralausn vera til. Meira »