Renzi mun segja af sér

Renzi mun segja af sér

Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur viðurkennt ósigur í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrárbreytingar á Ítalíu, sem fóru fram í dag. Hann segist axla ábyrgð á ósigrinum og hefur ákveðið að segja af sér. Meira »

„Ég er ótrúlega stolt“

„Ég er ennþá að átta mig á þessu en ég er ótrúlega stolt. Þetta var mjög gaman,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi, eftir að hafa tryggt sér sæti á sjálfri LPGA-mótaröðinni með frábærri frammistöðu sinni á Flórída yfir helgina. Meira »

„Ég dó næstum því 21 árs“

„Ég er svo ánægð að vera á lífi. Ég er svo þakklát. Ég dó næstum því þegar ég var 21 árs,“ segir Helga Ingibjörg Þorvaldsdóttir sem fyrir tæpu ári var vart hugað líf eftir alvarlegt bílslys á Hrútafjarðarhálsi. Með keppnisskapið sitt og einstaka jákvæðni að vopni hefur hún nú náð ótrúlegum bata sem líkja má við kraftaverk. Meira »

Herinn tekur undir með frumbyggjum

Bandaríkjaher hefur ákveðið að banna lagningu olíuleiðslu undir vatnsból á landareign hersins í Norður-Dakóta. Frá þessu greina frumbyggjar og aðgerðarsinnar sem hafa mótmælt lagningu leiðslunnar. Standing Rock-ættbálkurinn segir að þetta sé söguleg niðurstaða. Meira »

Gæslan sækir sjúkling á Patreksfjörð

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt rúmlega tíu í kvöld beiðni um þyrlu vegna sjúklings á Patreksfirði sem koma þarf undir læknishendur í Reykjavík. Vegna veðurs var ekki fært fyrir sjúkraflugvél og því óskað eftir að Landhelgisgæslan annaðist um málið. Meira »

Stuðningsmenn United ekki kátir

Stuðningsmenn Manchester United eru ekki kátir þessa dagana enda gengur hvorki né rekur hjá liðinu undir stjórn José Mourinho. Meira »

Eiður Smári býður fram krafta sína

Sóknarmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur boðið brasilíska liðinu Chapecoense krafta sína en 19 leikmenn liðsins létust í flugslysi í síðustu viku. Meira »

Straumlaust í Stykkishólmi

Rafmagnslaust varð nú í kvöld á ellefta tímanum í Stykkishólmi og nærsveitum. Bilun varð á háspennudreifikerfi Rarik í Stykkishólmi í um hálfa klukkustund. Búið er að finna bilunina og er rafmagn komið á aftur. Meira »

Hjónabandið hófst með framhjáhaldi

Smartland „Eitt kvöldið, þegar ég var á Skype með kærastanum mínum, fórum við að rífast um hversu vel ég væri að skemmta mér úti í stað þess að einbeita mér að sambandinu. Ég fullvissaði hann um að það væri bara mikið að gera í skólanum. Hann skildi mig ekki og lét mér líða hræðilega fyrir að njóta mín í skiptináminu. Ég skellti á hann, greip með mér vínflösku og fór og hitti nokkra vini. Það var þá sem ég kynntist æðislegum manni. Hann var frá London, bláeygður og með æðislegan líkama. Ég var dottin í lukkupottinn.“ Meira »

„Sigurinn er súrefni fyrir Evrópu“

Það má segja að Evrópa andi léttar eftir að hægriöfgamaðurinn Hofer hlaut ekki brautargengi í forsetakosningunum. Hinir ýmsu þjóðarleiðtogar hafa lýst yfir ánægju sinni yfir sigri Van der Bellen. Meira »

Veðrið kl. 23

Alskýjað
Alskýjað

8 °C

SSA 6 m/s

0 mm

Spá í dag kl.12

Heiðskírt
Heiðskírt

7 °C

SA 6 m/s

0 mm

Spá 6.12. kl.12

Skúrir
Skúrir

4 °C

A 7 m/s

3 mm

Besta veðrið næstu daga, kl. 12

Þriðjudagur

Hraun á Skaga

Heiðskírt
Heiðskírt

3 °C

A 4 m/s

0 mm

Miðvikudagur

Hella

Alskýjað
Alskýjað

7 °C

N 1 m/s

0 mm

Fimmtudagur

Stórhöfði

Alskýjað
Alskýjað

6 °C

A 3 m/s

0 mm

icelandair
Meira píla

Ítalir hafna stjórnarskrárbreytingum

Meirihluti ítalskra kjósenda hefur hafnað breytingum á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fór fram í landinu í dag samkvæmt útgönguspám. Verði þetta niðurstaðan mun Matteo Renzi, forsætisráðherra landsins, sem barðist fyrir breytingunum, segja af sér. Meira »

Þrjátíu látnir í Oakland

Tala látinna eftir eldsvoða sem varð í vöruhúsi í Oakland í Kaliforníu á föstudag hefur hækkað upp í 30 að sögn yfirvalda. Rannsókn hefur staðið yfir alla helgina og hefur rannsakendum tekist að skoða bygginguna betur í dag. Meira »

Fer Zlatan í leikbann?

Zlatan Ibrahimovic framherji Manchester United er vongóður um að sleppa við refsingu en hann lenti í rimmu við Seamus Coleman bakvörð Everton í leik liðanna á Goodsion Park í dag. Meira »

Óvænt úrslit strax á fyrsta degi EM

Það var mikið fjör á fyrsta degi lokakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik sem hófst í dag. Blásið var til markaveislu auk þess sem óvænt úrslit litu dagsins ljós. Meira »

Mistök að vísa fjölskyldunni úr landi

Lögmaður Rauða krossins telur að það hafi verið mistök af hálfu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála að vísa afganskri fjölskyldu burt á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Fjölskyldan flýði talibana í Afganistan og eitt barnanna er lamað að hluta eftir átök við þá. Meira »

Sprengjuárás á markað

Að minnsta kosti 46 hafa látið lífið í Sýrlandi í dag í árásum rússneskra herflugvéla. Sýrlenski stjórnarherinn, ásamt bandamönnum sínum Rússum, hefur náð um 60% af borg­inni Al­eppo á sitt vald undanfarið, en svæðin voru áður und­ir stjórn upp­reisn­ar­manna. Meira »

Fögnuðu að víkingasið (myndskeið)

Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fagnaði sætinu á LPGA mótaröðinni, sterk­ustu mótaröð heims í golfi, vel og innilega á Flórída í kvöld. Meira »

„Ekkert fúsk og engan flumbrugang“

„Við viljum ekkert fúsk og engan flumbrugang og við viljum vanda okkur. Við vitum að góðir hlutir gerast hægt og því tökum við okkur tíma í þetta,” segir Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, þingmaður Pírata, spurður út í viðræður um stjórnarmyndun. Meira »

Verði að skerða þjónustu fáist ekki fjármagn

Framkvæmdastjórn Landspítalans ætlar að leita til heilbrigðisráðherra um tillögur til að skera niður þjónustu fái spítalinn ekki aukið fjármagn. Meira »

Styrkir upp á 65 milljónir á árinu

Vel tókst til með Jólakaffi Hringsins sem haldið var í Hörpu í dag en yfir 900 manns mættu til að skemmta sér og styrkja málefnið. „Það var alveg frábært. Yfirfullt alveg hreint og setið og tvísetið í hverju sæti,“ sagði Sonja Egilsdóttir, formaður Hringsins. Meira »

Slökkvilið flutti logandi gám í malarnámu

Raki komst í álþynnuafganga sem voru í gámi við Akureyrarhöfn með þeim afleiðingum að eins konar eldur með ljósum reyk steig þaðan upp. Meira »

Kólnar en áfram milt

„Það má segja að það sé líklega að sjá fyrir endann á hlýindunum,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um veðurhorfur næstu daga. „Þetta fer að síga nær meðallaginu.“ Meira »

Píratar funda áfram

Þingflokkur Pírata fundar nú í Alþinghúsinu en fundurinn hófst klukkan 13 í dag. Formenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar segjast ekki hafa fengið boð um formlegar viðræður. Meira »

Nauðlenti á Azoreyjum

Flugstjóri farþegaþotu Qatar Airways þurfti að nauðlenda vélinni á portúgölskum herflugvelli á Azoreyjum eftir að þotan hafði lent í mikilli ókyrrð með þeim afleiðingum að farþegar slösuðust. Meira »

Renzi heldur í vonina

Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar á Ítalíu hefur verið góð á ítalskan mælikvarða, en um klukkan 19 að staðartíma (kl. 18 að íslenskum tíma) voru 57% kjósenda búin að greiða atkvæði. Pólitísk framtíð Matteo Renzi, forsætisráðherra landsins, mun ráðast í kosningunum. Meira »

Valls fagnar kjöri Van der Bellen

Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, hefur fagnað sigri Alexander Van der Bellen í forsetakosningunum í Austurríki. Valls segir að sigur Van der Bellen sé áfall fyrir hægriöfgamenn í Evrópu. Meira »

Fleiri sem vilja hugsa vel um skeggið

Skegg er í tísku og hefur verið það lengi. Hins vegar er það að aukast að karlmenn hugsi vel um skeggið sitt og þar kemur netverslunin Skeggjaður.is sterk inn. Skeggjaður.is sérhæfir sig í sölu á skeggumhirðuvörum í hæsta gæðaflokki en verslunin opnaði í apríl á þessu ári. Meira »

Walker furðar sig á Íslendingum

Malcolm Walker, stofnandi Iceland-keðjunnar í Bretlandi, segir að viðræður sendinefndar fyrirtækisins með fulltrúum Íslands varðandi skráningu á orðmerkinu „Ice­land“ hjá Hug­verka­rétt­ar­stofn­un ESB hafi farið út um þúfur þar sem íslensk stjórnvöld vilji ekki ræða málið af alvöru. Meira »

Margir vilja unga úr eggi

Fleiri vilja eignast lítinn unga sem klekst úr eggi og nefnist Hatchimals en geta. Verslunin ToysRUs hefur fengið þrjár sendingar af leikfanginu fyrir jólin sem hafa selst upp á innan við klukkutíma. Vinsældir ungans eru ekki eingöngu bundnar við Ísland heldur öll Norðurlöndin og víða um heim. Meira »

Gengi »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY
Fleiri gjaldmiðlar
Guðrún Hálfdánardóttir Guðrún Hálfdánardóttir
Sagði ekki orð í tvö ár

Áður en stríðið hófst voru þau hamingjusöm fjölskylda í Damaskus en stríðið hefur eyðilagt allt, segir Hiba Al Jarki, sem kom hingað til lands í janúar. Fjölskyldan missti allt og upplifði hluti sem eru eiginlega of skelfilegir til þess að hægt sé að tala um þá. Enda hætti dóttir hennar að tala.

Þórunn Kristjánsdóttir Þórunn Kristjánsdóttir
Betri í að greina en hjálpa

Ungum öryrkjum á aldrinum 18 - 39 ára hefur fjölgað undanfarið sem rekja má einkum til einhverfu eða þroskaraskana. „Við erum betri í að greina vandann en við erum ekki enn þá orðin jafngóð í að hjálpa einstaklingunum með þessar skerðingar,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.

Hjörtur J. Guðmundsson Hjörtur J. Guðmundsson
Hugsanlega þörf á þjóðstjórn

„Við vorum aðallega að ræða efnahagsmálin og ríkisfjármálin og það er ekkert hægt að segja að það hafi slitnað upp úr þessum viðræðum enda voru þær bara óformlega. En við mátum ekki grundvöll til þess að fara í formlegar viðræður,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.

Þorvaldur Arnarsson Þorvaldur Arnarsson
Markmiðið að gera hlut kvenna stærri á öllum sviðum sjávarútvegs

Félag kvenna í sjávarútvegi fór í opinbera heimsókn á Bessastaði í liðinni viku. Formaðurinn segir félagsskapinn mikið meira en bara stað til að efla tengslanetið.

Auður Albertsdóttir Auður Albertsdóttir
Fleiri sem vilja hugsa vel um skeggið

Skegg er í tísku og hefur verið það lengi. Hins vegar er það að aukast að karlmenn hugsi vel um skeggið sitt og þar kemur netverslunin Skeggjaður.is sterk inn. Skeggjaður.is sérhæfir sig í sölu á skeggumhirðuvörum í hæsta gæðaflokki en verslunin opnaði í apríl á þessu ári.

Anna Sigríður Einarsdóttir Anna Sigríður Einarsdóttir
Skoða að fá utanaðkomandi vottun

Eggjaframleiðslufyrirtækið Brúnegg íhugar nú að fá utanaðkomandi aðila til að votta framleiðslu fyrirtækisins sérstaklega. „Við erum að skoða hvaða valkostir eru til staðar,“ segir Kristinn Gylfi Jónsson, eigandi Brúneggja, sem rær nú lífróður eftir umfjöllun Kastljós um fyrirtækið.

Góður útisigur hjá lærisveinum Rúnars

Lærisveinar Rúnars Kristinssonar í Lokeren fögnuðu í kvöld sínum öðru sigri í röð þegar liðið vann góðan útisigur á Genk, 1:2. Meira »

Erfitt hjá Tiger Woods

Endurkoman hjá Tiger Woods á golfvöllinn gekk ekki sem best hjá honum en hann endaði í 15. sæti af 18 keppendum á boðsmóti sínu á Bahama­eyj­um, Hero World Chal­lenge, sem lauk í kvöld. Meira »

Ólafía í hóp þeirra bestu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, var rétt í þessu að brjóta blað í íslenskri golfsögu þegar húnn tryggði sér fyrst Íslendinga keppnisrétt á LPGA mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims í golfi. Þetta gerði hún með glæsilegri spilamennsku á Daytona Beach völlunum í Flórída sem hún lék samtals á 12 höggum undir pari. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is. Meira »

Ólafsvíkingar semja við sjö efnilega

Knattspyrnudeild Víkings í Ólafsvík hefur gengið frá samningum við sjö unga leikmenn félagsins og ekki er ólíklegt að einhverjir þeirra komi við sögu með liðinu í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Meira »

Vafasamar fullyrðingar aftur á kreik

Ritstjóri veðurfrétta hjá Washington Post hefur hrakið sérstaklega það sem hann kallar „svívirðilegar fullyrðingar“ sem dreift hefur verið í útbreiddum fjölmiðlum, meðal annars um að meðalhiti jarðar hafi tekið metdýfu. Fullyrðingarnar eru af svipuðum meiði og loftlagsafneitarar hafa áður sett fram. Meira »

Gervinef hunds í sprengiefnaleit

Hundurinn, besti vinur mannsins, hefur löngum verið þekktur fyrir einstakt þefskyn. Bandarískir vísindamenn hafa nýtt sér þennan hæfileika til að greina sprengiefni. Í þetta skipti var prentað nef með þefskyni hunds í þrívíddarprentara og því komið fyrir á sprengiefnaskynjara. Meira »

Strýkur sér upp við hringina

Lokakafli tuttugu ára leiðangurs Cassini-geimfarsins við Satúrnus er nú hafinn. Geimfarinu hefur verið komið á braut í kringum póla gasrisans sem strýkur nánast ystu mörk hringja Satúrnusar. Listflugi geimfarsins lýkur með enn djarfari braut á milli plánetunnar og hringjanna og loks árekstri. Meira »

Markmiðið að gera hlut kvenna stærri á öllum sviðum sjávarútvegs

Félag kvenna í sjávarútvegi fór í opinbera heimsókn á Bessastaði í liðinni viku. Formaðurinn segir félagsskapinn mikið meira en bara stað til að efla tengslanetið. Meira »

Mikil umskipti orðið í sjávarútvegi

„Það er gaman fyrir unga menn að fara á sjó. Ég held það sé fátt betra fyrir þá en að vaka og vinna og vaka og vinna,“ segir Ásgeir Jónsson hagfræðingur um sína reynslu af sjómennsku. Hann segir mikinn viðsnúning hafa orðið á sjávarútvegi síðstu þrjá áratugi þar sem gjaldþrota grein sé orðin verulega arðbær. Meira »

Saka Samherja um fjársvik

Fimmtán namibísk fyrirtæki saka dótturfyrirtæki Samherja um að hafa svikið um einn milljarð króna út úr sameiginlegu útgerðarfyrirtæki þeirra. Meira »
Skák.is | 4.12.16

Dramatískri Bikarsyrpu III lauk með sigri Benedikts

Skák.is Í dag lauk þriðju Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur og var sem fyrr vel mætt í félagsheimilið að Faxafeni 12. Skákmeistarar framtíðarinnar glímdu af miklu kappi og varð mótið fyrir vikið viðburðaríkt. Eftirminnileg tilþrif sáust í öllum umferðum; fléttur Meira
Jens Guð | 4.12.16

Aðgát skal höfð

Jens Guð Á níunda áratugnum voru gjaldeyrishöft við líði á Íslandi. Eins og stundum áður. Líka í dag. Forstjóri stórs ríkisfyrirtækis náði með "lagni" að komast yfir erlendan gjaldeyri, töluverða upphæð. Á núvirði sennilega um 20 - 30 milljónir. Eftir krókaleiðum Meira
Páll Vilhjálmsson | 4.12.16

Pútín og vestræn gildi: hugmyndabarátta

Páll Vilhjálmsson Í Bandaríkjunum og Evrópu stendur yfir hugmyndabarátta þar sem Pútín Rússlandsforseti og vestræn gildi eru í kastljósinu. Þeir sem kalla sig frjálslynda, demókratar í Bandaríkjunum og vinstrimenn í Evrópu, útmála Pútín sem ógn við vestræn gildi. Meira
Heimssýn | 5.12.16

Andstæðingar Evrópusambandsins sigra á Ítalíu

  Heimssýn Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrárbreytingar á Ítalíu í dag staðfesta meðal annars hina miklu óánægju sem er meðal Ítala um þá þróun sem hefur orðið á Evrópusambandinu. Breytingarnar voru ESB að skapi en ítalska þjóðin hafnaði þeim. Meira

Matur »

Marengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum

Hin ljúfa og lekkera Svava er langt frá því að vera hætt að dæla út girnilegum jólasmákökuuppskriftum. Þessi uppskrift er skemmtileg og nýstárleg útgáfa af hinum upprunalegu lakkrístoppum og er auðveld í gerð. Meira »

Heimabakað hundakex

Þessi uppskrift að hundakexi handa besta vini mannsins er af heimasíðunni yourstrulyg.com. Gwyneth eigandi síðunnar bakaði kexið þó að hún eigi ekki hund heldur til að gefa hundum vina sinna. Hún stóðst þó ekki mátið og bæði prufaði kexið sjálf og gaf kettinum sínum. Kötturinn hafði mjög takmarkaðan áhuga og sjálf sagði hún kexið vera ansi bragðdauft þótt hundarnir sem fengu það hafi verið hæstánægðir. Meira »

Besta leiðin til að þrífa blandarann

Blandarinn er notaður daglega á mínu heimili. Stundum oftar en einu sinni. Ekki fyrir löngu keypti ég mér blandara sem ekki er mælt með að setja í uppþvottavél. Þá kenndi mér góð kona þetta snilldar trix sem sjá má hér í myndbandinu að neðan. Þetta virkar best á blandara sem eru með heilli könnu það er að segja sem ekki þarf að skrúfa botninn undan til að þrífa. Meira »
Uppskriftir frá Sollu

8 hlutir sem þú ættir ekki að nota

Kaffihylki urðu mjög vinsæl fyrir nokkrum árum þegar þau komu fram á sjónarsviðið, enda handhæg og þægileg. Hylkin eru búin til úr plasti og áli, en það er ákaflega erfitt að endurvinna þau. Þar af leiðandi enda milljarðar slíkra hylkja í landfyllingum á hverju ári. Meira »

Undurfallegt bárujárnshús við Bergstaðastræti

Við Bergstaðstræti 33B stendur undurfallegt rautt bárujárnsklætt hús. Í húsinu eru tvær íbúðir, sem báðar eru sérlega fallegar, enda hafa þær verið smekklega endurnýjaðar. Meira »

Hjörvar og Heiðrún Lind nýtt par

Fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason og Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS mættu saman í 50 ára afmæli Loga Bergmanns. Meira »

Bílar »

Jólapakkadagar í Öskju

Það verður sannkölluð fjölskyldustemmning á Jólapakkadögum í Bílaumboðinu Öskju í dag kl. 12 til 16. Veglegur kaupauki fylgir völdum, nýjum Kia bílum. Meira »

Kærastinn lá undir grun

Hafsteinn Ezekíel skráði sig ekki sjálfur í The Voice, í viðtali í þáttunum kom í ljós að kærasti hans Ólafur hafði gert það. Það kom Hafsteini ekki mikið á óvart, en hann hafði gert það sama við Ólaf árið áður. Hafsteinn sigraði söng-einvígi í síðasta þætti og heldur velli í liði Helga Björns. Meira »

Tilbúnar poppstjörnur

Dagur og Viðja voru bæði með fjögurra stóla flutning í blindprufum The Voice, í næsta hluta þáttanna mættust þessir öflugu söngvarar í einvígi og sungu saman lagið Dog Days með Florence and the Machine. Meira »

Harry Potter á leið til New York

Leikritið Harry Potter og bölvun barnsins er á leið til Bandaríkjanna. Framleiðendur þess segjast vera langt komnir í viðræðum um uppsetningu á Broadway. Meira »
Lottó  3.12.2016
21 30 31 38 40 26
Jóker
2 0 0 8 3  
Áskrift á www.lotto.is
Birt án ábyrgðar

Hrútur

Sign icon Þú þarft að sýna sveigjanleika til að draga úr spennu í samskiptum þínum við vin þinn. Einhver sendir þér vinabeiðni á feisinu sem þú veist ekki hvernig þú átt að bregðast við.

Kærastinn lá undir grun

Í gær, 20:13 Hafsteinn Ezekíel skráði sig ekki sjálfur í The Voice, í viðtali í þáttunum kom í ljós að kærasti hans Ólafur hafði gert það. Það kom Hafsteini ekki mikið á óvart, en hann hafði gert það sama við Ólaf árið áður. Hafsteinn sigraði söng-einvígi í síðasta þætti og heldur velli í liði Helga Björns. Meira »