Sérlega slæmt veður í efri byggðum

Sérlega slæmt veður í efri byggðum

Í fyrramálið hvessir mjög af suðaustri og hlýnar hratt. Engu að síður verður úrkoman snjókoma eða slydda framan af degi en síðar rigning. Suðaustan stormur eða rok verður víða um land eftir hádegi og mjög slæmt ferðaveður. Versta veðrið verður fimm til sex tíma að ganga yfir hvern landshluta. Meira »

Þjófurinn gaf sig fram

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði húsleit í kvöld í kjallaraíbúð í Reykjavík og fann þar fjölda málverka eftir Karólínu Lárusdóttur listmálara. Þjófurinn gaf sig sjálfur fram. Meira »

Stal þremur „rándýrum“ úlpum

Búðarþjófi tókst að stela þremur „rándýrum“ úlpum úr verslun í miðbænum í kvöld, samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann hljóp á brott án þess að borga fyrir þær. Meira »

Líflegar umræður á íbúafundi

Fullt var út úr dyrum á íbúafundi í Gerðubergi vegna uppbyggingar í Breiðholti. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fór yfir stöðu mála og svaraði spurningum að því loknu. Að sögn gjaldkera íbúasamtakanna Betra Breiðholts voru líflegar umræður á fundinum. Meira »

Skall í jörðina í lendingu

Farþegaflugvél rann til í lendingu á Schipol-flugvellinum í Amsterdam í Hollandi í dag með þeim afleiðingum að vélin skall í jörðina og lendingarbúnaðurinn brotnaði. Kröftugur vindur var á flugvellinum en farþegum varð ekki meint af. Meira »

Með 25% hryggskurðaðgerða í Svíþjóð

„Þetta leggst bara vel í mig og ég sé mikla möguleika í samstarfi á milli eininga,“ segir Björn Zoëga, bæklunarlæknir og fyrrverandi forstjóri Landspítalans. Eftir sameiningu tveggja bæklunarklínika ber hann sem forstjóri ábyrgð á 25% allra hryggskurðaðgerða sem framkvæmdar eru í Svíþjóð. Meira »

Valur Reykjavíkurmeistari

Valur varð í kvöld Reykjavíkurmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 3:1 sigur gegn Fylki í Egilshöllinni.  Meira »

Ekkert nýtt upp úr hattinum

„Það er tilhlökkun eins og alltaf að fara í Höllina,“ sagði Elías Már Halldórsson, leikmaður Hauka, í samtali við mbl.is í aðdraganda undanúrslitaleiks Coca Cola-bikarsins í handknattleik gegn Aftureldingu sem fram fer á morgun. Meira »

Bjarni komst í undanúrslit

Bjarni Ottósson úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum á Íslandsmeistaramótinu í ólympískum hnefaleikum, í -75 kg flokki. Meira »

Svavar fékk grís í afmælisgjöf

Smartland Svavar Örn Svavarsson, sem stýrir þættinum Svali og Svavar á K100 ásamt Svala Kaldalóns, fékk heldur betur góða afmælisgjöf. Svali færði honum lifandi grís í tilefni dagsins. Svali segir að Svavar tali mikið um að hann langi svo í grís og því ákvað hann að uppfylla drauminn. Meira »

Veðrið kl. 03

Alskýjað
Alskýjað

0 °C

SSA 4 m/s

0 mm

Spá í dag kl.12

Rigning
Rigning

2 °C

A 10 m/s

8 mm

Spá 25.2. kl.12

Alskýjað
Alskýjað

0 °C

SV 3 m/s

0 mm

Besta veðrið næstu daga, kl. 12

Laugardagur

Djúpivogur

Heiðskírt
Heiðskírt

4 °C

V 4 m/s

0 mm

Sunnudagur

Skálholt

Heiðskírt
Heiðskírt

-1 °C

S 4 m/s

0 mm

Mánudagur

Kirkjubæjarklaustur

Heiðskírt
Heiðskírt

2 °C

NV 4 m/s

0 mm

icelandair
Meira píla

Stærir sig af þyngdartapinu

Raunveruleikastjarnan og fyrirsætan Blac Chyna hefur staðið í ströngu eftir að dóttir hennar, Dream, kom í heiminn fyrir rúmum tveimur mánuðum. Þá hefur fyrirsætan einsett sér að losna við aukakílóin sem hún bætti á sig meðan á meðgöngunni stóð, enda þykir það ekki til siðs í heimi Hollywood að bæta á sig. Meira »

Frumsýndu framliggjandi vörn

Stefán Arnarson kom mörgum á óvart og beitti framliggjandi vörn í upphafi undanúrslitaleiksins gegn Haukum í Coca Cola-bikarnum í kvöld. Fram sigraði 28:21 og mætir Stjörnunni í úrslitum á laugardag. Meira »

Balotelli í tveggja leikja bann

Mario Balotelli framherji franska liðsins Nice var í kvöld úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd franska knattspyrnusambandsins. Meira »

Spilamennskan var ekki nógu góð

Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka, sagði sitt lið einfaldlega ekki hafa spilað nægilega vel í kvöld þegar það féll út úr Coca Cola-bikarnum eftir tap fyrir Fram 28:21 í undanúrslitum. Meira »

Vantaði drápseðli sem þeir höfðu

„Þetta er orðinn einn erfiðasti útivöllur landsins. Það er frábær stemning hérna og menn eru syngjandi og trallandi í 40 mínútur. Þó ég sé sár og svekktur að tapa hérna, þá get ég ekki annað en hrósað þessum stuðningsmönnum ÍR. Þeir eru sjötti og jafnvel sjöundi maðurinn á vellinum," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs Ak. eftir 100:78 tap gegn ÍR í Breiðholtinu í kvöld. Meira »

„Vörnin svínvirkaði“

Hafdís Shizuka Iura kom fersk inn á af varamannabekknum hjá Fram og skoraði fjögur mörk á lokaflanum þegar Fram tryggði sér sæti í úrslitum Coca Cola-bikarsins í handbolta með sigri á Haukum 28:21 í kvöld. Meira »

„Vorum ekki nógu góðir“

Liðsmenn Tottenham voru daufir í dálkinn þegar þeir gengu af velli á Wembley í kvöld eftir að liðið féll úr leik í Evrópudeildinni eftir jafntefli gegn Gent, 2:2. Meira »

Hundraða milljóna tjón

Áætlað er að tjón vegna myglu og rakaskemmda í Kársnesskóla í Kópavogi nemi hundruðum milljóna króna. „Skemmdirnar eru mun meiri en við gerðum ráð fyrir,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs. Ekki liggja fyrir nákvæmar skemmdir á húsnæði né kostnaðurinn. Meira »

Nýjar víddir í Winter Park

Í Winter Park í Colorado í Bandaríkjunum er meðal annars boðið upp skipulögð skíðanámskeið fyrir ungt fólk með hreyfihömlun. Björk Sigurðardóttir kynnti sér starfsemina, sótti námskeið vestra fyrir skömmu og er reynslunni ríkari eftir vikudvöl á svæðinu. Meira »

Bætir samskipti á tímum neyðarástands

Halldór Gíslason, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi, er staddur í Malaví þar sem hann aðstoðar systurfélag Rauða krossins þar í landi við að brúa hið „stafræna“ bil og gera starfsfólki og sjálfboðaliðum þess kleift að nýta sér betur kosti upplýsingatækninnar í starfi sínu. Meira »

Hóta að stöðva rekstur United Silicon

Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur United Silicon í Helguvík ef ekki verður ráðist í tafarlausar úrbætur í mengunarmálum. Þetta kemur fram í bréfi sem stofnunin sendi fyrirtækinu í gær. Meira »

Gersemar frá landi rísandi sólar

Sýningin Dúkkurnar frá Japan, sem opnuð verður í Borgarbókasafninu, Menningarhúsi Gerðubergi, á laugardaginn, gefur áhugaverða sýn á margbreytilega japanska menningu. Meira »

„Þungbært“ að sjá brot á mannréttindum

„Við erum að sjálfsögðu ánægð með niðurstöðu Hæstaréttar. Á sama tíma er þungbært að horfa upp á að þessi grundvallarmannréttindi hafi verið brotin á fólki fyrir héraðsdómi,“ segir Kristín Edwald verjandi Magnúsar Guðmundssonar í Marple-málinu. Meira »

Segja stjórnvöld brjóta á transfólki

Aðgerðarsinnar, foreldrar og transnemendur hafa heitið því að berjast gegn ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna salernismála. Þeir segja ákvörðunina vera mannréttindabrot. Meira »

Lokuðu 16 skólum í mótmælaskyni

Franska lögreglan beitti táragasi á mótmælendur sem höfðu lokað fyrir inngang í 16 menntaskóla í París. Þeir mótmæltu ofbeldi lögreglunnar í garð ungs hörundsdökks manns sem sakar lögregluna um að hafa nauðgað sér með kylfu. Fyrr í mánuðinum brutust einnig út mótmælin vegna ofbeldisbrotsins. Meira »

Handtökuskipanin „pólitískar ofsóknir“ Dutertes

Einn harðasti andstæðingur fíkniefnastríðs Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, öldungadeildarþingmaðurinn Leila de Lima, náði með naumindum að forða sér undan handtöku lögreglu og leita skjóls í þinginu í dag. Meira »

Ferðamenn eru ekki gefins

Þó svo að það gangi vel í ferðaþjónustunni á Íslandi í dag er sú velgengni langt frá því að vera trygging fyrir velgengi morgundagsins. Allir í greininni bera ábyrgð á umræðunni um ferðaþjónustuna hér á landi og mikilvægt er að rífa ekki góða umfjöllun niður. Meira »

IKEA lækkar verð

Frá og með morgundeginum lækkar allt verð á húsbúnaði í IKEA um 10% að meðaltali, sumar vörur lækka minna, aðrar meira. Þetta er í annað sinn frá upphafi rekstrarársins, 1. september 2016, sem verð er lækkað í versluninni og því er t.d. allt verð mun lægra í dag en kemur fram í vörulista IKEA sem gefinn var út í ágúst. Meira »

Hæstiréttur ómerkir Marple-dóminn

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, í máli ákæruvaldsins gegn Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, og fleiri aðilum, hefur verið ómerktur af Hæstarétti. Meira »

Gengi »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY
Fleiri gjaldmiðlar
Þorsteinn Ásgrímsson Þorsteinn Ásgrímsson
Hverjir ná að safna fyrir fyrstu íbúð?

Um helgina fór af stað umræða um fasteignamarkaðinn og hversu erfitt gæti verið fyrir ungt fólk að safna sér fyrir útborgun á fyrstu íbúð. Hófst umræðan í þættinum Silfrinu á RÚV þar sem þingmenn ræddu málefnið. En hverjir eiga í raun möguleika á að safna upp fyrir útborgun? mbl.is skoðaði málið.

Guðrún Hálfdánardóttir Guðrún Hálfdánardóttir
„Við höfum reynt allt“

Er ástralski sundmaðurinn Grant Hackett búinn að brenna allar brýr að baki sér? Þetta er spurning sem ýmsir spyrja sig þessa dagana eftir að hann var handtekinn dauðadrukkinn og viðskotaillur á heimili foreldra sinna og lét sig síðan hverfa þannig að lýst var eftir honum.

Skapti Hallgrímsson Skapti Hallgrímsson
„Vonandi kemur vetur í vetur!“

Skíðamenn Íslands hafa ekki átt sjö dagana sæla í vetur. Reyndar má segja að sums staðar hafi þeir einmitt ekki átt nema sjö sæla daga, eða þar um bil! Stjórnendur skíðasvæða liggja flestir á bæn í von um að loks fari að snjóa. Aðeins á Sauðárkróki er ástandið gott.

Þórunn Kristjánsdóttir Þórunn Kristjánsdóttir
„Alvarlegasta tilfellið“

„Þetta er alvarlegasta tilfellið og er undantekning,“ segir Sigrún Hjartardóttir, einhverfuráðgjafi og formaður sérfræðiteymis, um sambýlið á Blönduósi. Hún segir að sambýli með þessum búsetuháttum eigi ekki að vera til í nútímasamfélagi.

Sunna Ósk Logadóttir Sunna Ósk Logadóttir
Íslenskir ævintýramenn í frumskógi

Þeir mega búast við urð og grjóti, niður í móti, íslensku ævintýramennirnir þrír sem ætla næstu daga að takast á við eina mestu þolraun lífs síns í fjallahjólakeppni um frumskóga Kostaríka.

Anna Lilja Þórisdóttir Anna Lilja Þórisdóttir
Hvorki smit né salmonella í rjóma

Engin hætta er á því að sá rjómi, sem framleiddur er hér á landi, beri með sér mögulegar smitbakteríur úr mjólk, hvað þá salmonellu og engin þörf er að hita hann meira en gert er við hefðbundna gerilsneyðingu. Þetta segir Kjartan Hreinsson, sérgreinadýralæknir, hjá Matvælastofnun.

Jón Ingi með fullkominn leik

Jón Ingi Ragnarsson lék frábærlega á Cross Cup mótinu í keilu í Noregi í kvöld. Jón byrjaði mótið rólega en eftir fyrsta leik sem var 170 hrökk Jón í gang og spilaði 245, 300 og 217 eða samtals 932 sem gera 233 í meðaltal. Meira »
Stjarnan Stjarnan 27 : 23 Selfoss Selfoss lýsing
Haukar Haukar 21 : 28 Fram Fram lýsing

Þjálfari Kára rekinn

Englendingurinn John Carver, þjálfari Kára Árnasonar hjá kýpverska knattspyrnuliðinu Omonia Nicosia, var í dag rekinn úr starfi. Meira »

Fær mikið hrós frá Solskjær (myndskeið)

Ole Gunnar Solskjær, þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Molde, er ánægður með að framherjinn Björn Bergmann Sigurðsson er kominn á ferðina með liði sínu eftir meiðsli. Meira »

„Vil ekki taka neina áhættu“

„Það kom í ljós sprunga í rifbeininu svo ég hef þurft að taka því rólega en ég er allur að koma til,“ sagði landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason við mbl.is í dag en hann hefur verið frá keppni í síðustu leikjum með kýpverska liðinu Omonia Nicosia sem hann gekk til liðs við á dögunum. Meira »

Enn og aftur fá Anton og Jónas stórleik

Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hafa fengið úthlutað enn einum stórleiknum í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla á þessari leiktíð. Þeirra bíður nú viðureign í Kiel í Þýskalandi sunnudaginn 5. mars. Meira »

Háskólasamstarf fær styrk

Rannsóknarmiðstöð Háskólans í Reykjavík er einn 20 háskóla sem tekur þátt í samstarfsverkefnum í Suður Afríku, Filippseyjum og Indónesíu. Verkefnin fengu nýverið 240 milljón króna styrk frá ESB. Meira »

„Aldrei fundið neitt þessu líkt áður“

Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir að uppgötvun sólkerfis með sjö reikistjörnum líkum jörðinni sé áhugaverð. „Þetta er með skemmtilegustu fjarreikistjörnu-uppgötvunum síðustu ára,“ segir hann. Meira »

Fundu sólkerfi með 7 reikistjörnum

Hópur stjörnufræðinga hefur fundið sólkerfi sjö reikistjarna á stærð við jörðina, þar af þrjár sem gætu haft fljótandi vatn á yfirborði sínu, í kringum stjörnuna Trappist-1. Meira »

Vonast eftir 100 tonna afla

Ísfisktogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson AK kom til hafnar í Reykjavík snemma í morgun eftir stutta veiðiferð. Hún var sú fyrsta eftir að sjómannaverkfalli lauk. Eiríkur Jónsson skipstjóri sagðist í spjalli við vefsíðu HB Granda vonast eftir að aflinn yrði rúmlega 100 tonn. Meira »

Erlendir aðilar óska eftir samstarfi

Þegar það kem­ur að markaðssetn­ingu ís­lensks fisks á er­lend­um mörkuðum er margt vel gert og metnaður hjá fyrirtækjunum sjálfum, einkum í vöruþróun og afhendingaröryggi. Þá hafa erlendir aðilar hafa sóst eftir samstarfi við Íslendinga þegar það kemur að kynningu á fiski. Þó er hægt að gera bet­ur og vinna sameiginlega með samræmd skilaboð inn á neyt­enda­markaðinn. Meira »

Próteinframleiðslan hefur farið vel af stað

Fyrstu vörur Protis komu á markað fyrir ári og fást í dag á um 170 stöðum á landinu. Vörurnar eru seldar undir vörumerkinu Amínó Fiskprótín og innihalda prótein sem unnið er úr afskurði sem fellur til við vinnslu á þorski. Meira »
Valdimar Samúelsson | 23.2.17

Eru ekki komin tími á að við berjumst við þá sem kalla fólk Rasista. Hér er aðal jafnræðis og mannréttindafrömuður kallaður Rasisti en þessi öfl eru farin að nýta lög í þágu hatursfulla minnihluta hópa sem og Islamistar nýta sér óspart.

Valdimar Samúelsson Hér er góð grein sem sínir öfgarnar hjá fólki sem hefir heiminn í vasa sínum vegna rasista laga.Þeir hafa ríkisstjórnir og lögreglu í járngreipum og geta skipað ráðherrum að skaffa fólki á erlendri grundu Ríkisfang sem engin getur nema svæsnustu Meira
Valur Arnarson | 23.2.17

Brennivínið og ESB

Valur Arnarson Það er engin tilviljun að tveir af þeim fjórum flokkum sem standa á bak við áfengisfrumvarpið eru ESB-flokkar. Frumvarpið felur nefninlega í sér tvennt: 1. Áfengisauglýsingar verða leyfðar. 2. Sala á áfengi verður nánast gefin frjáls. Þjóðríkin sem eru í Meira
Jens Guð | 23.2.17

Stolið með húð og hári

Jens Guð 1965 sungu Ellý Vilhjálms og Ragnar Bjarnason - við fjörlegan undirleik hljómsveitar Svavars Gests - fjölmörg lög í hljóðveri Ríkisútvarpsins á Skúlagötu. Þau komu út á þremur fjögurra laga plötum, svokölluðum Ep. Öll nutu mikilla vinsælda í Meira
Arnar Pálsson | 23.2.17

Leiðir til að draga úr líkunum á erfðamengun frá laxeldi

Arnar Pálsson Ef kynbættir stofnar sleppa úr eldisstöðvum geta þeir blandast við villta stofna og dregið úr lífslikum þeirra. Slík erfðamengun hefur verið kortlögð í Noregi, þar sem fiskeldi hefur verið stundað í stórum stíl um áratuga skeið. Ein leið til að koma í Meira

Skipuleggðu matseðilinn eins og sérfræðingarnir

Til er fólk sem er afburða skipulagt þegar kemur að mat og skipuleggur matseðil vikunnar með góðum fyrirvara og undirbýr eftir kúnstarinnar reglum á sunnudögum. Meira »

Rakel dreymir um kóreskan matreiðslumann

Rakel Garðarsdóttir er landanum löngu kunn fyrir störf sín í þágu baráttunnar gegn matarsóun hér á landi. Stofnaði hún samtökin Vakandi sem berjast fyrir vitundarvakningu um matarsóun hér á landi og þar sem matarsóun á sér að mestu stað inni í eldhúsum landsmanna lék okkur forvitni á að fræðast nánar um eldhúshegðun Rakelar sem þekkt er fyrir að vera með afbrigðum skemmtileg. Meira »

Steiktur Tókíó-kjúklingur

Þrátt fyrir að vera steiktir eru kjúklingabitarnir í þessum rétti bæði stökkir og olíulausir. Galdurinn við vel heppnaða djúpsteikingu felst í því að nota vel heita og hreina olíu og að steikja aðeins lítið í einu (til að pannan verði ekki of troðin og olían kólni sem veldur því að maturinn verður slepjulegur og yfirfullur af olíu sem er einmitt það sem þú vilt forðast). Rifið shiso er fullkomið með kjúklingnum þar sem piparkenndur ferskleikinn vegur upp á móti djúpsteikingunni. Meira »
Uppskriftir frá Sollu

Gelluteiti á Nauthóli

Það var glatt á hjalla á Nauthóli þegar Elisabeth Arden kynnti nýjan ilm sem heitir White Tea. Ilmurinn er tær, mjúkur, einfaldur og töfrandi. Hann ilmar af hvítu tei, ítalskri mandarínu, mjúku muski og mildum sumaryl. Meira »

Gucci hreyfir við öllum taugum líkamans

Haustlína Gucci var frumsýnd í Mílanó í gær. Línan fékk hjörtu til að slá hraðar og raunar örvaði hún allar stöðvarnar í heilanum. Meira »

Aron Einar gefst upp á skegginu

Fótboltamaðurinn Aron Einar Gunnarsson er þekktur fyrir sitt þétta og fallega skegg. Sumir segja að hann skarti flottasta skeggi í Evrópu en auðvitað eru um það skiptar skoðanir. Nú er hann búinn að taka ákvörðun um að láta skeggið fjúka eins og sjá má á Twitter-færslu frá honum: Meira »

Bílar »

Keypti sinn tíunda Land Cruiser

Það er ekki á hverjum degi að menn kaupa sér Toyota Land Cruiser jeppa. Jón Pálsson leigubílstjóri á Stúfholtshjáleigu í Ásahreppi er líklega í sérflokki því hann fékk í dag afhentan sinn tíunda Land Cruiser. Meira »

Hrundu í það á Brit-verðlaununum

Brit-verðlaunin voru veitt í gær við hátíðlega athöfn og ekki annað að sjá en gestir hafi skemmt sér konunglega. Sumir virðast þó hafa skemmt sér meira en aðrir. Meira »

Skipuleggja rómantísk ferðalög

Það hefur vart farið fram hjá heimsbyggðinni að stjörnuhjónin Kim Kardashian og Kanye West hafa gengið í gegnum ýmislegt síðustu mánuði. Hjónakornin eru nú sögð vera að vinna í sambandinu. Meira »

Veistu ekki hverjir við erum?

Söngelsku tvíburarnir sem skipuðu dúettinn Jedward voru hreint ekki ánægðir þegar þeim var meinaður aðgangur að veislu sem haldin var eftir Brit-verðlaunin í gær. Meira »
Víkingalottó 22.2.17
3 14 16 17 24 40
10 26   38
Jóker
5 7 3 1 5  
Áskrift á www.lotto.is
Birt án ábyrgðar

Hrútur

Sign icon Farðu þér hægt í dag því þú gætir auðveldlega gert mistök. Einhver geðillskupúkinn gæti ætlað að láta reiði sína bitnað á þér.

Karitas átti ekki von á sigri

6.2. „Ég er enn að átta mig á þessu, ég var einhvern veginn aldrei á þeim stað í hausnum að ég væri að fara að taka þetta og eins klisjulega eins og það hljómar þá er þetta „life changing“ fyrir mig,“ segir Karitas Harpa sem vann The Voice Ísland síðastliðinn föstudag. Meira »