Leið til að losna við hvítlaukslykt af höndunum

17.4. Ég elska hvítlauk í mat en hreinlega þoli ekki að vera með hvítlaukslykt á fingrunum klukkustundum og jafnvel dögum saman. Ég hef prufað hinar ýmsu leiðir til að skera og merja hvítlaukinn til að forðast að fá lyktina á fingurna. Þar fyrir utan hef ég prufað hinar ýmsu sápur og krem til að losna við lyktina en ekkert virðist virka almennilega. Meira »

Svavar Örn er engin subba

10.4. Svavar Örn, hárgreiðslumaður og útvarpsstjarna á K100, er mikið snyrtimenni í eldhúsinu. Hann laumaði góðum húsráðum að okkur um daginn. Meira »

„Pimpaðu“ núðlusúpuna upp á næsta stig

10.4. Núðlusúpa er eitthvað sem flestir kannast við. Fljótleg, einföld og umfram allt ódýr. Hægt er að „pimpa“ núðlusúpu á fremur einfaldan hátt og breyta einhæfu mataræði í sannkallaða veislu. Meira »

Líklega flottasta fermingarveisla í heimi

9.4. Berglind Hreiðarsdóttir deilir hér öllu sem þú þarft að vita fyrir næstu stórveislu. Magn af mat, skreytingar og önnur góð ráð. Hér neðst má finna tékklista fyrir fermingarveislur. Meira »

Forræktun í eldhúsglugganum

9.4. „Gróðurinn kemur vel undan vetri, eins og búast mátti við eftir óvenju milt veður, og nú fer að verða tímabært að hefja vorverkin,“ segir Steinunn Reynisdóttir, deildarstjóri garðyrkjudeildar Garðheima. „Reyndar er alltaf spurning hvernig aprílmánuður verður og hvort von er á páskahreti með næturfrosti, en sem betur fer er gróðurinn ekki kominn almennilega af stað, þökk sé snjónum sem færði hér allt á kaf í lok febrúar og stoppaði plönturnar af. Meira »

Al­geng mis­tök við eld­un á lamba­kjöti

8.4. Þegar Ró­bert er spurður um al­geng mis­tök við eld­un á lamba­kjöti seg­ir hann að helst verði að leyfa kjöt­inu að jafna sig eft­ir eld­un. Kjötið ætti að fá að standa á við stofu­hita í að lág­marki 20 mín­út­ur og jafn­vel í heila klukku­stund. Meira »

Er erfitt að ákveða hvað er í matinn?

5.4. Steinunn Guðný Ágústsdóttir er mikill meistari. Hún notar gogg til þess að ákvarða hvað eigi að vera í matinn. Hugmyndin er ákaflega skemmtileg en allir í fjölskyldunni geta tekið þátt og skrifað sinn rétt í gogginn. Goggar eru einfaldir í gerð en í raun þarf ekkert annað en eitt blað og penna. Meira »

Svona forðast þú drama í fermingarveislunni

3.4. „Ef fermingarbarnið vill ekki halda ræðu á ekki að neyða það til þess. Við sem erum fullorðin viljum ekki láta neyða okkur til að gera hluti sem okkur langar ekkert til. “ Meira »

Ekki henda eggjaskurninni!

1.4. Eggjaskurnin er miklu merkilegri en þig grunar. Reyndar svo mjög að þessi frétt er skyldulesning og við leggjum jafnframt til að þið deilið henni sem víðast. Meira »

Bestu bernaise-trixin

31.3. Við kenndum ykkur á dögunum mjög einfalda aðferð við að búa til hina goðsagnakenndu bearnaise sósu sem margur óttast mikið. Jafnan hefur verið alið á mikilli hræðslu við þessa rómuðu sósu enda eru allar líkur á að hún misheppnist í meðförum hversdagskokka og jafnvel reyndustu kokkar hafa lent í þeirri miklu hneysu að sósan „skilji” eins og það kallast þegar eggjarauðurnar hætta að bindast smjörinu. Meira »

Ert þú að borða nóg af ávöxtum og grænmeti?

20.3. Allir þekkja ráðlegginguna um „fimm á dag“ en nú er komið í ljós að jafnvel enn betra sé að borða átta skammta af grænmeti og ávöxtum á dag. Ný rannsókn leiðir í ljós verulega góð áhrif þess á heilsuna að neyta meira af ávöxtum og grænmeti. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Meira »

Hversu lengi endist flaskan?

7.4. Margir velta því fyrir sér hver líftími vínflösku sé eftir að búið er að opna hana enda mikil synd að farga góðri flösku vegna skemmda. Meira »

Uppáhalds innkaupa-appið

3.4. Maðurinn minn er tölvunarfræðingur en hann kom mér upp á þetta forrit sem ég get nú alls ekki verið án...  Meira »

Sex fæðutegundir sem húðlæknar mæla með fyrir fallega húð

3.4. Þú getur smurt á þig öllum kremum heimsins en það breytir ekki því að það sem þú borðar hefur stórkostleg áhrif á húðina þína. Tímaritið Women´s Health hafði samband við sex húðlækna og spurði þá hvaða fæðutegundir þeir teldu bestar fyrir húðina og svörin létu ekki á sér standa. Meira »

Heimagerður leir fyrir börnin

1.4. Litli kúturinn minn elskar að leira og því ákvað ég að skella í heimagerðan leir. Gott er að gera sinn eigin leir því það er ódýrt og einfalt, hann er ekki með neinum aukaefnum og það er í lagi að borða hann þó að hann myndi seint flokkast sem góður! Meira »

Ekki henda parmesan-endanum

21.3. Flestir kannast við leiðinlega harða endann sem verður eftir þegar búið er að skera mýkri hlusta ostsins frá. Þú skalt þó ekki henda endanum. Meira »

Umdeildur en lekker lárperuskeri

18.3. Lárperuskerinn hefur fengist hérlendis í Kokku um nokkurt skeið en er ítrekað uppseldur og hefur valdið þó nokkrum usla á samfélagsmiðlum. Meira »