Matarsódi og ilmkjarnaolía í stað þvottaefnis

15.1. Hreinar og náttúrulegar ilmkjarnaolíur eru frábærar í þvottavélina. Góð leið til þess að gefa þvottinum dásamlegan ilm er að setja örlítið magn af ilmkjarnaolíu í hólf fyrir mýkingarefni á þvottavélinni. Meira »

Hreinn örbylgjuofn á 10 mínútum

9.1. Þetta gamla góða ráð nota ég alltaf til að þrífa örbylgjuofninn. Öbbinn eins og ég kalla hann er kannski ekki í mikilli notkun en hann þarf vissulega að þrífa reglulega. Engin kemísk efni bara vatn og sítróna – sem er einnig mjög hreinsandi fyrir kroppinn sé það drukkið – þ.e.a.s. soðið vatn með sítrónu! Meira »

Græn áramótaheit sem spara peninga

6.1. Linda Björk Ingimarsdóttir matarbloggari strengdi áramótaheit um áramótin 2016 um að hætta að nota plastpoka við innkaup sín. Nú ári seinna er hún enn laus við plastpoka. „Síðustu áramót ákvað ég að hætta að nota plastpoka til að minnka plastnotkun á heimilinu. Þetta er þó bara byrjunin. Ég hef sparað með þessu um 8.500 krónur síðastliðið ár fyrir utan umhverfisáhrifin.“ Meira »

Engin salmónella eða subbuskapur

5.1. Ég sá fyrir nokkru hrikalega fyndið uppistand sem fjallaði meðal annars um salmónellufóbíu landans. Þar var gert óspart grín af veseninu sem getur skapast við að meðhöndla hráan kjúkling og tilstandinu við að forðast að hrár kjúklingur snerti óæskilega fleti. Mér datt það í hug þegar ég sá þessa fallegu ruslatunnu- já ég sagði fallegu. Þetta er líklega eina ruslatunnan sem ég hef séð sem mér finnst falleg! Meira »

Leið til að losna við bletti á borðum

3.1. „Ef blettur kemur á tréborð, t.d. undan vatnsglasi eða könnu og fer ekki þótt borið sé olía eða vax á borðið, er best að leggja dagblað á blettinn og strauja með heitu straujárni yfir dagblaðið og yfirleitt hverfur þá bletturinn.“ Meira »

Svona losnar þú við steikarbrælu

30.12. Steikarbræla er hvimleið sérstaklega ef verið er að steikja kjöt á borð við beikon. Ýmis ráð geta hjálpað til við að koma í veg fyrir að steikarbrælan hangi í húsinu jafnvel dögum saman. Meira »

Uppþvottavélin þrifin - aðferð

23.12. Það er nauðsynlegt að þrífa sjálfa uppþvottavélina reglulega til að hún geti skilað góðu verki. Hægt er að kaupa sérstakt efni í vélina til þess en það má einnig gera það með ókemískum efnum sem leynast í flestum eldhússkápum. Auk þess er gott að láta vélina ganga af og til án leirtaus til að skola sig. Meira »

Ekki tala um veðrið í jólaboðunum

17.12. Nú til dags brjótum við helst ekki ísinn með því að tala um veðrið – eftir vandræðalegar þagnir er það allt of áberandi og fólk í kringum okkur hugsar sitt… nema auðvitað ef veðurfræðingur er í boðinu! Meira »

Svona hægeldar þú hangikjöt

15.12. Það er kjörið að hlera Dröfn á Eldhússögum varðandi hvernig best er að elda hangikjöt, hinn þjóðlegasta af jólaréttum okkar Íslendinga. Það kann að koma einhverjum jólasælkerum á óvart að öfugt við útbreidda hefð sýður Dröfn ekki hangikjötið. Meira »

Fersk egg sökkva en mygluð fljóta

13.12. Fljótlegasta leiðin til að sjá hvort egg eru fersk eða ekki er að setja þau í skál með vatni. Fersk egg munu sökkva til botns en þau sem farið er að slá í munu fljóta. Egg sem eru einhverstaðar þar á milli eru ekki þau ferskustu en það ætti að vera í góðu lagi að nota þau. Það fer heldur ekki milli mála á lyktinni ef eggið er - fúlegg! Meira »

Ristuð sætkartafla á mínútum

9.12. Langar þig í sæta kartöflu með matnum en vilt ekki elda heilt stykki? Þá er þetta snilldarráð málið. Skerðu kartöfluna í sneiðar á þykkt við samlokubrauð og ristaður. Kartöflurnar má einnig nota í stað brauðs og eru hrikalega góðar til dæmis með geitaosti, hunangi og hnetum eða avókadó, sítrónuolíu og klettasalati..nú eða bara hverju sem er! Meira »

Tartalettur fyrir afgangana

25.12. Tartalettuform er ómissandi að eiga á jólum. Hægt er að möndla ljúffenga rétti úr afgöngum af hamborgarhrygg, hangikjöti, rjúpum og ýmsu fleiru með því að skella í tartalettur. Meira »

Listin að gera fullkominn kalkún

18.12. Ragnar Ingvarsson, læknirinn í eldhúsinu, hefur það fyrir sið að elda kalkún á jóladag. Hann lumar á nokkrum góðum ráðum til að gera einstaklega safaríkan og góðan kalkún fyrir veisluna. Meira »

Þrífðu ísskápinn í 5 þrepum

16.12. Hreinn ísskápur kætir þó vissulega hjarta snyrtipinnans og gerir allt mun girnilegra. Subbulegur ísskápur getur hæglega sundrað samböndum ... eða komið í veg fyrir að draumaprinsinn eða prinsessan svari næsta stefnumótaboði! Gamalt húsráð við að velja sér maka sagði einmitt, kíktu inn í ísskáp og sjáðu sálina! Meira »

Snilldar eldhúsgræja gegn matarsóun

15.12. Food Huggers eru sílikonhlífar í ýmsum stærðum sem setja má á matvæli til að koma í veg fyrir að "opni" endinn á til dæmis grænmeti eða ávöxtum fari illa. Einnig má nota stykkin til að loka krukkum og dósum. Meira »

Tíndi ferskt blóðberg í Heiðmörk

10.12. Villt blóðberg vex í Heiðmörk og er enn nothæft nú 10. desember sem segir ansi mikið um hlýtt veðurfar síðustu vikna. Það er því þjóðráð að fara að tína blóðberg áður en næsta næturfrost skellur á. Blóðbergið er bragðmikið og hentar einkar vel til dæmis í maríneringar á lambakjöti. Þá er kjötið sett í poka með til dæmis olíu, hvítlauk og blóðbergi og látið liggja 2 daga inni í ísskáp í vel lokuðum poka (ziplock.) Meira »

Besta leiðin til að þrífa ofninn

7.12. Jæja. Það fer að koma að því. Ég er farin að fá auka slátt í gagnaugað og svitaköst. Ég vakna upp um miðjar nætur og heyri ísskápinn urra á mig ....hvar er baðið mitt? Já mikið rétt – jólahreingerningin nálgast með allri sinni hátíðlegu gleði. Meira »