Þriðja tilraun Keflvíkinga heppnaðist

09:19 Keflavík hefur samið við bandarískan leikmann fyrir komandi keppnistímabil í Dominos-deild karla í körfubolta. Kappinn heitir Amin Stevens og er rúmlega tveggja metra kraftframherji. Meira »

„Líður strax eins og heima hjá mér“

23.9. Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, gekk í sumar til liðs við franska b-deildarliðið Charleville-Mezieres og er í viðtali við heimasíðu félagsins. Martin hefur staðið í ströngu með íslenska landsliðinu sem tryggði sér sæti á EM á næsta ári. Meira »

„Aldrei lent í öðru eins“

23.9. Keflvíkingar eru enn ekki búnir að semja við erlendan leikmann fyrir átökin í Dominos-deild karla í körfuknattleik í vetur. Ýmislegt hefur gengið á í þeim efnum. Meira »

Nýliðar Þórs fá Bandaríkjamann

23.9. Lið Þórs á Akureyri, sem er nýliði í Dominos-deild karla í körfuknattleik í vetur, hefur samið við Bandaríkjamanninn Jalen Riley um að leika með liðinu í vetur. Riley er 23 ára og útskrifaðist úr East Tennesse State háskólanum árið 2015. Meira »

Sigurður í hlé samkvæmt læknisráði

23.9. Sigurður Ingimundarson, einn sigursælasti þjálfari íslensks körfuknattleiks, hefur dregið sig í hlé sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur nú þegar Dominos-deild karla hefst innan skamms. Meira »

Ísland í neðsta styrkleikaflokki – þrír möguleikar

22.9. Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið á næsta ári, Eurobasket 2017, í nóvember næstkomandi. Meira »

Dregið í riðla í nóvember

19.9. Ísland verður að öllum líkindum í sjötta og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir 24 þjóða lokakeppni EM karla í körfubolta, í Tyrklandi 22. nóvember. Meira »

Martin aftur í úrvalsliðinu

18.9. Martin Hermannsson hefur verið valinn í fimm manna úrvalslið lokaumferðar undankeppni EM karla í körfubolta.  Meira »

Þessi lið verða á EM

17.9. Eins og ítarlega hefur verið greint frá hér á mbl.is þá mun íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik spila á lokamóti Evrópumótsins á næsta ári. Ljóst er hvaða lið taka þátt á mótinu. Meira »

Langaði að vera með en ákvörðunin stendur

22.9. „Jæja, best að fara að koma sér í form. #EuroBasket2017. Þetta skrifaði körfuknattleiksmaðurinn Jakob Örn Sigurðarson á Twitter á laugardag eftir að ljóst varð að Ísland hefði tryggt sér sæti í lokakeppni EM í annað sinn. Meira »

Urðum að gera þetta aftur

19.9. „Tilfinningin er alltaf hálfskrítin á svona sigurstundum. Á stundum eins og þessum ferðu að hugsa til baka um leiðina að settu marki. Við ákváðum það í klefanum í Berlín [eftir EM 2015] að fara áfram í lokakeppnina aftur, og nú er það í höfn sem er frábært,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, leikmaður íslenska karlalandsliðins í körfubolta, eftir að sæti liðsins í lokakeppni Evrópumótsins 2017 var í höfn á laugardag. Meira »

Stjarnan semur við þrjá leikmenn

18.9. Kvennalið Stjörnunnar í körfuknattleik hefur styrkt lið sitt fyrir komandi tímabil og hefur samið við þrjá nýja leikmenn.  Meira »

Hélt smá tölu í klefanum í Berlín

17.9. „Tilfinningin er alltaf hálfskrítin á svona sigurstundum. Á stundum eins og þessum þá ferðu að hugsa til baka um leiðina að settu marki. Við ákváðum að fara áfram í lokakeppnina í klefanum í Berlín og nú er það í höfn sem er frábært,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, leikmaður íslenska karlalandsliðins í körfubolta, eftir 74:68 sigur liðsins gegn Belgíu sem þýðir að íslenska liðið tryggði sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2017. Meira »