Góður leikur Martins dugði ekki til

20:12 Martin Hermannsson skoraði 15 stig og gaf átta stoðsendingar í 77:69 tapi Charleville gegn Nantes í 8-liða úrslitum frönsku B-deildarinnar í körfubolta í dag. Carleville er úr leik og komið í sumarfrí eftir tapið. Meira »

Valur bætir við sig efnilegum leikmanni

15:28 Ásta Júlía Grímsdóttir skrifaði í dag undir samning við körfuknattleiksdeild Vals um að leika með félaginu næstu tvö keppnistímabil. Ásta Júlía, sem er fædd 2001, var valin besti ungi leikmaður 1. deildar á lokahófi KKÍ á dögunum. Meira »

Hildur Björg til Breiðabliks

í gær Hildur Björg Kjartansdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, hefur ákveðið að ganga til liðs við Breiðablik og mun því leika með liðinu í Dominos-deildinni næsta vetur. Meira »

Axlarmeiðsli angra Martin

í gær Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson var illa fjarri góðu gamni í gærkvöldi. Hann gat ekki leikið með liði sínu Charleville vegna meiðsla í úrslitakeppninni í frönsku B-deildinni. Meira »

Ægir á leið í efstu deild?

í fyrradag Ægir Þór Steinarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, og samherjar hans í San Pablo Burgos eru komnir í úrslitaeinvígið um sæti í efstu deildinni á Spáni eftir að hafa sópað liði Breogan út í undanúrslitunum í kvöld. Meira »

Cleveland í úrslitin og LeBron skákaði Jordan

26.5. Cleveland Cavaliers er komið í úrslitin um NBA-meistaratitilinn þriðja áriðí röð eftir öruggan sigur á Boston, 135:102, í fimmtu viðureign liðanna í nótt. Meira »

Skallagrímur lætur Rodriguez fara

24.5. Spænska þjálfaranum Manuel Rodriguez hefur verið sagt upp stöfum hjá kvennaliði Skallagríms í körfubolta. Rodriguez kom Skallagrímskonum upp í efstu deild fyrir síðustu leiktíð með því að vinna 1. deildina. Liðið hafnaði svo í 3. sæti úrvalsdeildarinnar í ár, en féll úr leik í undanúrslitum í úrslitakeppninni eftir einvígi við Keflavík. Meira »

Golden State með sópinn á lofti

23.5. Golden State Warriors hélt sigurgöngu sinni áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik í nótt. Sópurinn var á lofti því Golden State lagði San Antonio Spurs að velli, 129:115, og þar með 4:0 í úrslitum Vesturdeildarinnar. Meira »

Þriðji sigur Golden State

21.5. Golden State Warriors er komið með 3:0 forystu í úrslitaeinvígi Vesturdeildar NBA í körfuknattleik eftir útisigur á San Antonio Spurs í nótt, 120:108. Meira »

Snorri til Þórs í Þorlákshöfn

25.5. Körfuknattleikslið Þórs í Þorlákshöfn hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir næstu leiktíð en liðið hefur samið við Snorra Hrafnkelsson en hann kemur til Þórsara frá Íslands- og bikarmeisturum KR. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Þórs. Meira »

James og Irving afgreiddu Boston

24.5. Cleveland Cavaliers er einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn í körfuknattleik eftir sigur gegn Boston, 112:99, í fjórða úrslitaleik liðanna í Austurdeildinni í nótt. Meira »

Þriggja stiga flautukarfa

22.5. Avery Bradley tryggði Boston sigur gegn Cleveland í þriðja leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Meira »

Meistararnir völtuðu yfir Boston

20.5. NBA-meistarar síðasta árs, Cleveland Cavaliers, áttu ekki í nokkrum vandræðum með að vinna Boston á útivelli í öðrum leik liðanna í úrslitum austurdeildarinnar. Lokatölur voru 130:86 og er Cleveland komið í 2:0 í einvíginu. Meira »