Hörður framlengir Grikklandsdvölina

12:54 Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur samið við gríska liðið Rethymno Cretan Kings B.C og mun leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Meira »

U18 strákarnir Norðurlandameistarar í körfubolta

í gær Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, varð í dag Norðurlandameistari eftir stórsigur gegn Finnlandi, 101:72. Meira »

U18-landsliðin skelltu Danmörku

27.6. Yngri landslið Íslands í körfubolta hófu keppni á Norðurlandamótinu í Finnlandi í gær með því að mæta Danmörku. Bæði U18-landsliðin fögnuðu sigri en U16-landsliðin töpuðu. Meira »

Simmons valinn fyrstur í nýliðavalinu

24.6. Philadelphia 76ers völdu í gærkvöld framherjann Ben Simmons fyrstan í nýliðavali NBA-körfuboltadeildarinnar. Simmons, sem er aðeins 19 ára gamall, kemur til Sixers frá Louisina State-háskólanum. Meira »

Einni stórstjörnu færra á ÓL

24.6. LeBron James hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér með bandaríska körfuboltalandsliðinu fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í Ríó í ágúst. Hann segir ógnina af Zika-veirunni ekkert hafa með það að gera. Meira »

Loks titill til Cleveland

21.6. Titilhungraðir íþróttaunnendur Clevelandborgar, sem undirritaður þekkir persónulega vel, geta nú loks fagnað titli eftir að LeBron James leiddi Cleveland Cavaliers á toppinn eftir sigur liðsins á Golden State Warriors í lokaúrslitaleik NBA deildarinnar á sunnudag, 93:89. Meira »

Cleveland krækti í oddaleikinn

17.6. LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers náðu í nótt að jafna lokarimmuna í úrslitum NBA-deildarinnar í körfuknattleik með því að sigra meistarana í Golden State Warriors, 115:101, í sjötta leik liðanna á heimavelli sínum. Meistaratitillinn í deildinni verður því útkljáður í lokaleik liðanna á sunnudagskvöld í Oakland í Kaliforníu. Meira »

Cleveland neitar að gefast upp

14.6. Cleveland neitar að gefast upp í einvíginu við Golden State um NBA-meistaratitilinn í körfuknattleik. Liðin áttust við í fimmta úrslitaleiknum í nótt þar sem Cleveland hafði betur, 112:97. Meira »

Jón Arnór og félagar úr leik

9.6. Jón Arnór Stefánsson og samherjar hans í Valencia féllu í kvöld úr keppni um spænska meistaratitilinn í körfuknattleik þegar liðið tapaði fyrir Real Madrid, 82:80, í fjórða leik liðanna í undanúrslitum. Real Madrid vann þar með í þriðja sinn viðureign liðanna í undanúrslitunum og mætir annaðhvort Laboral Kutxa eða Barcelona í úrslitum. Meira »

Cleveland vann NBA-meistaratitilinn

20.6. Cleveland Cavaliers tryggði sér í nótt NBA-meistaratitilinn í körfuknattleik með sigri gegn Golden State, 93:89, í oddaleik liðanna sem fram fór á heimaveli Golden State. Meira »

Fjölgar í efstu deild kvenna – Njarðvík tekur sæti

14.6. Fjölgað verður í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik á næsta tímabili, en síðasta vetur voru sjö lið í deildinni. Þau verða nú átta og leikin fjórföld umferð sem endar á fjögurra liða úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Meira »

Curry lét þristum rigna

11.6. Golden State er aðeins einum sigri frá NBA-meistaratitlinum eftir að hafa lagt Cleveland að velli í fjórða leik liðanna 108:97. Staðan er 3:1 í einvíginu en vinna þarf fjóra leiki. Meira »

Jón Arnór í stöðu leikstjórnanda?

9.6. Jón Arnór Stefánsson kann að verða færður í stöðu leikstjórnanda í fjórða leik Valencia og Real Madrid í undanúrslitum spænsku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik í kvöld. Valencia, sem lék svo vel í vetur, stendur nú skyndilega frammi fyrir miklum forföllum vegna meiðsla. Meira »