Utah og Boston jöfnuðu einvígin

08:38 Utah Jazz og Boston Celtics jöfnuðu bæði rimmur sínar í nótt í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik.  Meira »

Með björgunarhring

07:26 Snæfell vann Keflavík 68:60 í þriðja leik liðanna í úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta í gær.  Meira »

Sigtryggur Arnar til Stólanna

16:05 Úrvalsdeildarlið Tindastóls í körfuknattleik er byrjað að safna liði fyrir næstu leiktíð en á vefnum feykir.is er greint frá því að Tindastóll hafi samið við bakvörðinn Sigtrygg Arnar Björnsson um að leika með liðinu á næstu leiktíð. Meira »

Tapar Grindavík stórt í þriðja sinn í Vesturbænum?

14:58 KR-ingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik með sigri á Grindavík í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu er liðin mætast í DHL-deildinni í Vesturbænum kl. 19:15. Sigri KR í kvöld verður liðið Íslandsmeistari fjórða árið í röð. Meira »

Staða Houston er vænleg

Í gær, 22:17 Houston Rockets er í vænlegri stöðu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik eftir útisigur á Oklahoma City Thunder, 113:109, í kvöld. Meira »

Cleveland fyrst í undanúrslitin

Í gær, 21:52 Cleveland Cavaliers varð rétt í þessu fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum í Austurdeild NBA-deildarinnar í körfubolta karla með 106:102-sigri sínum gegn Indiana Pacers. Cleveland Cavaliers hafði betur í einvíginu, 4:0. Meira »

Það lyftir enginn bikar á okkar heimavelli

Í gær, 21:13 Berglind Gunnarsdóttir var með íspoka á enninu þegar mbl.is greip hana tali eftir að Snæfell hafði unnið Keflavík, 68:60, í þriðja einvígisleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í Stykkishólmi í kvöld. Snæfell kom þar í veg fyrir að Keflavík lyfti bikarnum í kvöld. Meira »

Jafnt hjá Spurs og Grizzlies

í gær Memphis Grizzlies jafnaði metin í 2:2 í einvígi sínu við San Antonio Spurs í átta liða úrslitum Vesturdeildar í NBA-deildinni í körfubolta karla með 110:108-sigri sínum í leik liðanna í nótt. Meira »

Toronto jafnaði metin

í fyrradag Toronto Raptors náði í kvöld að jafna metin í 2:2 í einvíginu gegn Milwaukee Bucks í átta liða úrslitum Austurdeildar NBA í körfuknattleik með góðum útisigri, 87:76. Meira »

„Það fór ekkert ofan í“

Í gær, 21:25 „Við gerðum ekki nóg hérna í kvöld svo þær minnka muninn. Nú þurfum við bara að gíra okkur upp fyrir miðvikudaginn,“ sagði Sverri Þór Sverrisson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, við mbl.is eftir tap fyrir Snæfelli, 68:60, í þriðja einvígisleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Stykkishólmi í kvöld. Meira »

Snæfell vann og heldur lífi í einvíginu

Í gær, 20:54 Snæfell á enn möguleika á að verja Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik eftir lífsnauðsynlegan sigur á Keflavík, 68:60, í Stykkishólmi í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu í kvöld. Keflavík hefði með sigri í kvöld tryggt sér titilinn og bundið enda á þriggja ára sigurgöngu Snæfells, en staðan í rimmunni er nú 2:1 fyrir Keflavík. Meira »

Hörður kvaddi með sigurleik

í gær Hörður Axel Vilhjálmsson landsliðsmaður í körfuknattleik lauk stuttri dvöl hjá ítalska félaginu Bondi Ferrara í gærkvöld með góðum útisigri á Recanati, 93:74, í lokaumferð B-deildarinnar á Ítalíu. Meira »

Þing KKÍ klofið yfir útlendingareglu

í fyrradag Á þingi Körfuknattleikssambands Íslands í dag var kosið um tillögu þess efnis hvort að endurvekja ætti hina svokölluðu 3+2-reglu í deildakeppninni hér heima. Óhætt er að segja að þingið hafi verið klofið í ákvörðun sinni. Meira »