Jón og Kári í úrvalsliði mótsins

Í gær, 22:10 Jón Axel Guðmundsson og Kári Jónsson voru í kvöld valdir í fimm manna úrvalslið B-deildar Evrópukeppni U20 ára karla í körfuknattleik, eftir úrslitaleik Íslands og Svartfjallalands í Chalkida í Grikklandi. Meira »

Silfur eftir framlengingu

Í gær, 19:57 Ísland fær silfurverðlaunin í B-deild Evrópukeppni karla U20 ára í körfuknattleik eftir afar nauman ósigur gegn Svartfellingum í framlengdum úrslitaleik sem var að ljúka í Grikklandi, 78:76. Meira »

Hverjir geta spilað í A-deildinni?

Í gær, 09:14 Íslenska körfuboltalandsliðið skipað leikmönnum undir 20 ára leikur á meðal bestu þjóða Evrópu á næsta ári í A-deild. Hverjir verða þá gengnir upp úr liðinu og hverjir úr því liði sem nú er að brillera mega spila að ári? Meira »

Ísland í úrslit og komið í A-deildina

í fyrradag Íslenska körfuboltalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri er komið í úrslit B-deildar Evrópumótsins í körfubolta og búið að tryggja sér sæti í A-deild eftir að hafa unnið gestgjafa mótsins, Grikkland, 70:67, í undanúrslitum í dag. Meira »

Íslenska liðið byrjar vel

í fyrradag Íslenska landsliðið í körfuknattleik kvenna skipað leikmönnum 18 ára og yngri bar sigur úr býtum, 61:52, þegar liðið mætti Portúgal í B-deild Evrópumótsins í Bosníu-Hersegóvínu í dag. Meira »

Strákarnir völtuðu yfir Georgíu

22.7. Íslenska U-20 ára landslið karla í körfu­bolta sigraði Georgíu með miklum yfirburðum, 94:54, og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum í B-deild Evr­ópu­móts­ins sem fer fram í Grikklandi. Meira »

Magnús í Borgarnesið að nýju

22.7. Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við Magnús Þór Gunnarsson um að leika með liðinu á komandi tímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Skallagrími sem send var út í dag. Magnús Þór er Skallagrímsliðinu ekki ókunnur enda lék hann með liðinu seinni hluta tímabilsins 2014 til 2015. Meira »

Skelltu Pólverjum og unnu riðilinn

20.7. Íslenska U-20 ára landslið karla í körfubolta sigraði Pólverja 62:60 og tryggði sér þar með sæti í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu sem fer fram í Grikklandi. Með sigrinum endar Ísland í efsta sæti riðilsins með jafnmörg stig og Pólland en yfirhöndina í innbyrðis viðureignum. Meira »

Sigurinn á Rússum einn sá stærsti í sögunni

19.7. Ísland hefur náð athyglisverðum úrslitum á EM U-20 ára karlaliða í körfuknattleik í Grikklandi. Ísland hefur unnið fyrstu tvo af þremur leikjum sínum í B-deildinni. Meira »

Haukur búinn að semja við franskt lið

22.7. Körfuknattleiksmaðurinn Haukur Helgi Pálsson er búinn að semja við franska B-deildarliðið Rouen og mun því ekki leika með Njarðvík í Dominos-deild karla á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Meira »

Þjálfaramálin klár hjá Skallagrími

20.7. Körfuknattleiksdeilda Skallagríms hefur gengið frá nýjum samningi við Finn Jónsson, þjálfara meistaraflokks karla, til næstu þriggja ára. Mun Finnur þjálfa Skallagrímsmenn til loka keppnistímabilsins 2018-2019. Meira »

Frakkar sýna Hauki Helga áhuga

20.7. Áhugi er á starfskröftum Hauks Helga Pálssonar, landsliðsmanns í körfubolta, hjá frönskum félagsliðum. Haukur er þegar búinn að hafna tilboði frá einu frönsku B-deildarliði í sumar. Meira »

Darrell Flake í Borgarnes

18.7. Körfuknattleiksmaðurinn reyndi Darrell Flake er genginn til liðs við Skallagrím úr Borgarnesi, nýliðana í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, og er því kominn þangað í þriðja skipti á sínum ferli. Meira »