Kristrún aftur til Vals

Í gær, 19:55 Körfuknattleikskonan Kristrún Sigurjónsdóttir er gengin til liðs við Val á nýjan leik eftir að hafa spilað með Skallagrími undanfarin tvö ár þar sem hún vann 1. deildina með Borgnesingum og tók þátt í baráttu þeirra um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vetur. Meira »

Keflavík hætt við að fá Young

Í gær, 18:45 Körfuknattleiksdeild Keflavíkur mun ekki gera samning við Kevin Young, leikmann frá Púertó Ríkó, eins og stóð til. Vegna reglna um erlenda leikmenn fékk Keflavík frest til að ákveða hvort samningur yrði gerður við leikmanninn eður ei. Karfan.is greinir frá þessu í dag. Meira »

Trump dró boðið til NBA-meistaranna til baka

23.9. Hik er sama og tap ef marka má orð Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem dró til baka heimboð sitt til NBA-meistaranna í Golden State Warriors í Hvíta húsið. Þetta gerði hann fyrir skömmu á Twitter. Meira »

Meinað að mæta Íslandi

23.9. Forsvarsmenn Euroleague, Evrópukeppni 16 af bestu félagsliðum álfunnar, deila enn við alþjóða körfuboltasambandið, FIBA, vegna nýs fyrirkomulags undankeppni HM karla. Meira »

Martin og Haukur í tapliðum

22.9. Landsliðsmennirnir Martin Hermannsson og Haukur Helgi Pálsson voru báðir í tapliðum í frönsku A-deildinni í körfuknattleik í kvöld en þeir léku þar með sínum nýju liðum í fyrstu umferð deildarinnar. Meira »

Kristófer með annan stórleik

22.9. Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfuknattleik, fór aftur mikinn með Star Hotshots á Filippseyjum þegar hann lék sinn annan leik með liðinu í dag í sigri gegn Kia Picanto, 128:81. Meira »

KR-búningurinn ólöglegur

21.9. Margir íþróttaáhugamenn velta því líklega fyrir sér hvers vegna Íslands- og bikarmeistarar KR léku í hvítum búningum á þriðjudagskvöld þegar liðið tók þátt í Evrópukeppni félagsliða í körfubolta í fyrsta skipti í áratug. Meira »

Ólíkur veruleiki liðanna

20.9. Belgíska liðið Belfius Mons-Hainaut reyndist of sterkt fyrir Íslands- og bikarmeistara KR þegar liðin mættust í 1. umferð Evrópubikars karla í körfuknattleik í Frostaskjóli í gærkvöld. Meira »

40 stig á síðasta korterinu

19.9. „Mér fannst við gera vel framan af leik en í þriðja leikhluta kom kafli þar sem þeir skora of mörg stig án þess að við náum að svara,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara KR, eftir 67:88 tap fyrir belgíska liðinu Belfius í 1. umferð Evrópubikars karla í körfuknattleik í vesturbænum í kvöld. . Meira »

Grindavík fékk loks Kana í þriðju tilraun

21.9. Grindavík hefur samið við nýjan bandarískan leikmann sem kemur í stað Lewis Clinch sem hefur farið mikinn suður með sjó í gula búningnum. Arftaki hans heitir Rashad Whack. Meira »

Verður Ísland á EM 2021?

21.9. Eftir að hafa komist inn á tvær síðustu lokakeppnir Evrópumóts karla í körfubolta getur Ísland næst farið á EM árið 2021.  Meira »

„Við þurfum stuðning“

19.9. „Mér fannst allir lélegir. Mér fannst við (leikmennirnir) lélegir og mér fannst stúkan léleg,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í samtali við mbl.is í Frostaskjóli í kvöld en þar tapaði KR 67:88 fyrir belgíska liðinu Belfius í Evrópubikarnum. Jón saknar þess að KR skuli ekki eiga harðan stuðningsmannakjarna sem heldur uppi stemningu á leikjum. Meira »

Belfius of öflugt fyrir KR

19.9. KR tapaði fyrir Belfius Mons-Hainaut frá Belgíu 67:88 í fyrstu umferð Evrópubikars karla í körfuknattleik í DHL-höllinni í Vesturbænum í kvöld. Meira »