Fossavatnshelgin byrjuð á Ísafirði

Í gær, 15:58 Fossavatnsgangan, elsta og fjölmennasta skíðamót landsins, fer fram um helgina á Ísafirði. Nú eru 950 þátttakendur skráðir til leiks frá 25 löndum, en gera má ráð fyrir að um 1100 manns muni taka þátt sem er metþátttaka. Meira »

Íslendingur á alþjóðlegri hjólamótaröð

Í gær, 13:59 Götuhjólreiðamaðurinn Anton Örn Elfarsson keppir þessa stundina á alþjóðlega hjólamóti í Danmörku, en um er að ræða þrjá aðskyldar keppnir frá föstudegi til sunnudags þar sem hjólað er um 200 kílómetra dagleiðir. Mótin eru hluti af UCI mótaröð sem veitir stig á alþjóðagrundvelli. Meira »

HK konur voru frábærar

Í gær, 08:20 Eftir að hafa lent 1:2 undir í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna á móti Aftureldingu kom kvennalið HK gríðarlega sterkt til leiks og vann tvo leiki í röð 3:1 og tryggði sér þar með sinn fimmta Íslandsmeistaratitil. HK er því tvöfaldur meistari í blaki í ár því karlaliðið vann líka titilinn á dögunum. Meira »

Hjóluðu um hæðir í Hádegismóum

Í gær, 08:18 Alls um 70 manns tóku þátt í fyrsta móti sumarsins í fjallahjólreiðum í gær. Tekinn var Morgunblaðshringurinn, það er um nágrenni Rauðavatns í Reykjavík og Hádegismóa þar sem höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru. Meira »

Eins og ein fjölskylda

í fyrradag „Þetta var frábært. Mér fannst eins og þær væru búnar á því í síðasta leik og það var frábært að vinna þetta hér,“ sagði Fríða Sigurðardóttir, fyrirliði HK í blaki, eftir að hún hafði tekið við Íslandsmeistarabikarnum í Fagralundi í gærkvöldi. Meira »

HK Íslandsmeistari í blaki

í fyrradag HK vann Aftureldingu 3:1 í oddaleik liðanna um Íslandsmeiststaratitilinn í blaki kvenna í kvöld. Kópavogsliðið því meistari bæði í karla og kvennaflokki. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is Meira »

„Get ekki litið upp til hennar lengur“

í fyrradag Tennisstjarnan Maria Sharapova sneri aftur á völlinn í gær eftir að hafa verið úrskurðuð í 15 mánaða keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar. Ekki eru þó allir á eitt sáttir við það. Meira »

Stórt stökk í átt til Kóreu

í fyrradag Helga María Vilhjálmsdóttir hefur aukið möguleika sína verulega á að komast á Vetrarólympíuleikana í PyeongChang í Suður-Kóreu sem hefjast í febrúar á næsta ári. Meira »

HK tryggði sér oddaleik

25.4. HK lagði Aftureldingu 3:1 í fjórða leik liðanna í rimmunni um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki að Varmá í kvöld og því ljóst að liðin mætast í hreinum úrslitaleik í Fagralundi í Kópavogi á fimmtudaginn. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is. Meira »

Oddaleikur um titilinn í kvöld

í fyrradag Það fer Íslandsmeistarabikar á loft í Fagralundi í kvöld þegar HK og Afturelding mætast í oddaleik í úrslitarimmu liðanna um titilinn. Eftir fjóra leiki er staðan hnífjöfn í einvíginu, 2:2. Meira »

Annaðhvort sigur eða í sumarfrí

í fyrradag „Við verðum með sama lið og í síðustu viðureign gegn FH,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handknattleik karla, við Morgunblaðið í gær. Meira »

Serena Williams greindi óvart frá óléttunni

26.4. Tennisstjarnan Serena Williams segir að hún hafi alls ekki ætlað að opinbera það á dögunum að hún væri ólétt. Hún virðist hins vegar ekki kunna nógu mikið á smáforritið Snapchat og því hafi fréttirnar spurst út. Meira »

Helga María toppaði sig á afmælisdaginn

25.4. Helga María Vilhjálmsdóttir náði sínum besta árangri í risasvigi á móti í Hemsedal í Noregi í morgun. Það sem meira er, hún fagnar 22 ára afmæli sínu í dag. Meira »