Naumt tap fyrir Svíþjóð í fyrsta leik

Í gær, 15:34 Íslenska kvennalandsliðið í blaki skipað leikmönnum 17 ára og yngri mátti þola 3:1-tap gegn Svíþjóð í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Danmörku í dag. Sænska liðið vann fyrstu hrinuna örugglega, 25:12, en eftir það var leikurinn í járnum. Meira »

Hákon og Samar stóðu sig best

Í gær, 11:20 Um helgina var Íslandsmótið í tækvondótækni haldið í Laugardalnum. Í tækni þurfa keppendur að sýna fyrirfram ákveðna röð bardagahreyfinga, t.d. högg, spörk, stöður og varnir. Dómarar meta svo tæknina út frá krafti, liðleika, hraða og takti. Meira »

„Ótrúlega góður dagur“

Í gær, 10:42 Fanney Hauksdóttir gerði sér lítið fyrir og varði Evrópumeistaratitil sinn í bekkpressu í -63 kg. flokki á La Manga á Spáni á laugardaginn. Fanney hefur orðið Evrópumeistari í greininni síðustu þrjú ár, sem er glæsilegur árangur. Meira »

Jón Ingi hafnaði í 5. sæti

í fyrradag Norska opna meistaramótinu lauk í dag í Ósló. Karlalandslið Íslands tók þátt í mótinu og var árangurinn frábær. Skúli Freyr Sigurðsson úr KFR endaði í 19. sæti af 209 keppendum og Arnar Davíð Jónsson úr KFR varð í 16. sæti. Meira »

Þórunn og Símon sigurvegarar

í fyrradag Vetrarmót TBR var haldið um helgina. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista. Að þessu sinni var keppt bæði í A- og B-flokki. Meira »

Datt ekki okkar megin að þessu sinni

í fyrradag „Þetta var stál í stál allan leikinn og því miður endaði þetta með svekkjandi tveggja marka tapi. Það voru tvo flott lið að berjast í þessum leik og þetta féll með Haukaliðinu í dag,“ sagið Örn Þrastarson, þjálfari Selfoss, eftir svekkjandi 22:20-tap liðsins gegn Haukum í fimmtu umferð Olísdeildar kvenna í handbolta í Schenker-höllinni í Hafnarfirði í kvöld. Meira »

Fínn leikur Ægis dugði ekki til

í fyrradag Ægir Þór Steinarsson átti fínan leik fyrir TAU Castello sem mátti þola tap gegn B-liði Barcelona í spænsku B-deildinni í körfubolta í dag, 90:80. Ægir skoraði níu stig og tók þrjú fráköst á þeim 15 mínútum sem hann spilaði. Meira »

Fanney varði Evrópumeistaratitilinn

14.10. Fanney Hauksdóttir varði Evrópumeistaratitil sinn í bekkpressu kvenna á La Manga á Spáni í dag er hún bar sigur úr býtum í -63 kg. flokki. Meira »

Dregið í riðla í undankeppni EM

13.10. Landslið Íslands í blaki taka bæði þátt í næstu Evrópukeppni landsliða. Árangur liðanna undanfarin ár tryggir þátttökurétt okkar liða en undankeppnin verður leikin með nýju sniði. Meira »

Og svo spyrnti Öskubuska

í fyrradag Ísland á mun færri leikmenn í bestu sparkdeildum Evrópu en hinar þjóðirnar átta sem unnu riðla sína í undankeppni HM karla í Rússlandi; aðeins fjórir leika á Englandi, Ítalíu og í Þýskalandi og enginn á Spáni eða í Frakklandi. Meira »

Hafnfirðingar í austurvegi

15.10. FH, silfurliðið frá síðasta Íslandsmóti karla í handknattleik, á fyrir höndum spennandi verkefni í dag. FH-ingar fóru í austurveg og leika í dag á söguslóðum í St. Pétursborg. Meira »

Arnar upp í 7. sæti í Noregi

14.10. Annar dagur Opna norska meistaramótsins í keilu fór fram í gær. Allir íslensku leikmennirnir léku þá. Það var Arnar Davíð Jónsson sem spilaði best í dag, 1376 sem gerir 229,33 í meðaltal. Þegar einn dagur er eftir af forkeppninni situr Arnar Davíð í 7. sæti. Meira »

Kópavogsbær ósammála Blikum

13.10. Með því að endurnýja gervigrasið í Fagralundi og upphita völlinn verður þörf Breiðabliks fyrir æfingaaðstöðu fullnægt, að því er fram kemur í upplýsingum frá Kópavogsbæ. Þetta stangast á við mat framkvæmdastjóra Blika, sem telur að félagið þurfi tvo til þrjá velli til viðbótar við núverandi aðstöðu. Meira »