Hetjan Gascoigne slegin niður af þjófum

10:45 Enskir miðlar greina frá því í dag að Paul Gascoigne, fyrrverandi landsliðsmaður Englendinga, hafi stöðvað menn sem reyndu að ræna nágranna hans á dögunum. Meira »

Sá fjórði fyrir tvítugt

09:55 Theódór Óskar Þorvaldsson, fyrirliði HK í blaki, er ekki orðinn tvítugur en var engu að síður að fagna sínum fjórða Íslandsmeistaratitli um helgina. HK vann þá Stjörnuna 3:2 í hörkuviðureign í þriðja einvígisleik liðanna og innsiglaði það 3:0-sigur HK í rimmunni um titilinn. Meira »

Fyrstu verðlaun Eyþóru á stórmóti

09:35 Fimleikakonan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir vann til tvennra verðlauna á Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem lauk í Cluj í Rúmeníu í gær. Meira »

Í bann vegna ummæla og framkomu

Í gær, 18:49 Ilie Nastase, yfirþjálfari rúmenska landsliðsins í tennis og stjarna í íþróttinni á árum áður, var í dag úrskurðaður í bann frá öllum mótum á vegum Alþjóðatennissambandsins vegna framkomu sinnar fyrir leik gegn Bretum og í leiknum sjálfum í Fed-bikarnum í Constanta í Rúmeníu. Meira »

Afturelding einum sigri frá titlinum

í gær Afturelding náði í dag undirtökunum í einvíginu við HK um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki með því að vinna þriðja leik liðanna í Fagralundi í Kópavogi, 3:1. Meira »

Studdi andstæðing sinn í mark (myndskeið)

í gær Það var sannkallaður íþróttaandi sem ríkti í London-maraþoninu sem fram fór í dag, en myndskeið af því þegar hlaupari styður uppgefinn keppinaut sinn í mark hefur vakið mikla athygli. Meira »

Ísland sigraði í San Marínó

í gær Ísland bar sigur úr býtum í liðakeppni Smáþjóðaleikanna í ólympískum lyftingum sem fram fóru í San Marínó í gær. Þeta er í fyrsta skipti frá árinu 1989 sem Ísland vinnur liðakeppnina á þessu móti. Meira »

Kolbeinn í þriðja sæti í Arkansas

í fyrradag Spretthlauparinn Kolbeinn Höður Gunnarsson varð í þriðja sæti í 100 metra hlaupi á Red Wolf Open-mótinu sem fram fór í Arkansas í dag. Kolbeinn Höður hljóp á tímanum 10,63 sekúndum í hlaupinu í dag. Meira »

Kallaði andstæðinga sína helvítis tíkur

22.4. Rúmenski tennisþjálfarinn Ilie Nasta­se heldur áfram að valda fjaðrafoki í kringum Feb-bikarinn í tennis kvenna þar sem hann er að þjálfa rúmenska liðið. Nastase var rekinn af vellinum eftir að hafa grætt bresku tenniskonuna Jo Kontu með því að kalla hana helvítis tík meðan á leik hennar við rúmensku tenniskonuna Soranu Cirsteu stóð. Meira »

Víkingur bikarmeistari

í gær Bikarkeppni félaga í borðtennis fór fram í TBR-íþróttahúsinu í gær. Sex lið tóku þátt í bikarkeppninni, tvö lið frá Víkingi, tvö lið frá BH og tvö lið frá KR. Meira »

HK varð Íslandsmeistari

í fyrradag HK varð Íslandsmeistari í blaki karla eftir 3:2-sigur sinn gegn Stjörnunni í þriðja leiknum í úrslitaeinvígi liðanna í Ásgarði í kvöld. HK vann einvígið þar af leiðandi 3:0 og varð Íslandsmeistari sjötta árið í röð. Meira »

Hulda og Viktor stigameistarar

í fyrradag Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum í opnum og aldurstengdum flokkum var haldið í Smáranum í Kópavogi í dag. Viktor Samúelsson, KFA, varð stigameistari í karlaflokki og Hulda B. Waage, KFA, varð stigameistari í kvennaflokki. Meira »

Hjólreiðamaður lést á æfingu

22.4. Ítalski hjólreiðamaðurinn Michele Scarponi lést eftir árekstur við sendiferðabíl þegar hann var á hjólreiðaæfingu. Scarponi var 37 ára gamall margverðlaunaður hjólreiðakappi og hafði meðal annars unnið Giro d'Italia-mótið árið 2011. Meira »