Heimsmeistarinn í 18 mánaða bann

13:30 Sjöfaldi heimsmeistarinn í skíðagöngu Therese Johaug var dæmd í 18 mánaða keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í september á síðasta ári, en í henni mældist árangursaukandi steraefnið clostebol. Hún fullyrðir að efnið hafi hún fengið í líkamann vegna notkunar Trofodermin, krems sem hún samkvæmt læknisráði smurði á varir sínar vegna mikils varaþurrks, þegar norska landsliðið var við æfingar á Ítalíu í ágúst á síðasta ári. Meira »

Ljóðelskur Kínverji kaupir Southampton

Í gær, 21:00 Nýr meirihlutaeigandi enska knattspyrnuliðsins Southampton, kínverski auðjöfurinn Jisheng Gao, var eitt sinn bóndi, lögreglumaður og lítur á sjálfan sig sem ljóðskáld. Forráðamenn annarra félaga í úrvalsdeildinni hafa lýst yfir áhyggjum af meintum tengslum hans við spillingarmál í Kína. Meira »

Mo Farah vann kveðjuhlaupið

í gær Breski hlauparinn Mo Farah vann 3.000 metra hlaupið á Demantamótinu í frjálsum íþróttum í Birmingham í gær. Þetta var síðasta hlaup kappans, en hann kom í mark á 7:38,64. „Það eina sem mig dreymdi um þegar ég var ungur var að hlaupa fyrir Bretland,“ sagði fjórfaldi ólympíumeistarinn. Meira »

Fordæma hegðun stuðningsmanna

í gær Enska úrvalsdeildarfélagið Leicester hefur fordæmt hegðun sumra stuðningsmanna liðsins en þeir hrópuðu níðyrði gegn samkynhneigðum á leik liðsins gegn Brighton um helgina. Meira »

Nýkrýndir stigameistarar

í gær Securitas-mótinu í golfi lauk í gær, en keppt var um GR-bikarinn á Grafarholtsvelli. Mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni, en aðeins efstu kylfingar stigalistans komust inn á mótið. Mikil spenna var í báðum flokkum, en Aron Snær Júlíusson (GKG) bar sigur úr býtum í karlaflokki á samtals níu höggum undir pari (67, 70, 67) og krækti í hvorki meira né meira en 16 fugla í mótinu. Meira »

Tveir Íslandsmeistaratitlar GM og GK

í gær Íslandsmóti golfklúbba hjá eldri kylfingum og í unglingaflokkum lauk í gær. Í fyrstu deild eldri kylfinga bar Golfklúbburinn Keilir sigur úr býtum í kvennaflokki og Golfklúbbur Mosfellsbæjar í karlaflokki. Meira »

Rooney-hjónin eiga von á fjórða barninu

20.8. Fótboltamaðurinn snjalli Wayne Rooney og eiginkona hans Coleen hafa nú sagt frá því opinberlega að þau eigi von á sínu fjórða barni. Meira »

Aníta áttunda í Birmingham

20.8. Aníta Hinriksdóttir hafnaði í áttunda sæti í 800 metra hlaupi á Demantamóti í frjálsum íþróttum í Birmingham á Englandi í dag. Hún hljóp á 2:03,24 mínútum sem eru rúmum þremur sekúndum frá hennar besta tíma. Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

19.8. Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Vel heppnuð frumraun Andra Þórs

í gær Andri Þór Björnsson og Birgir Leifur Hafþórsson luku leik í gær á Viking Challenge mótinu í golfi sem er hluti Áskorendamótaröðinni. Ólafur Björn Loftsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Birgir lauk leik í 54.-55. Meira »

Nafnið réðst af fyrsta marki á EM

20.8. Magnús Yngvi Einarsson og Kristín Dögg Eysteinsdóttir fóru heldur óhefðbundnar leiðir við að ákveða nafn dóttur sinnar sem fæddist 16. júlí síðastliðinn, en nafn hennar réðst af því hvaða íslenska landsliðskona í knattspyrnu skoraði fyrsta markið á Evrópumótinu í síðasta mánuði. Meira »

Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

19.8. Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag.   Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

19.8. Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »