Bolt áhyggjulaus þrátt fyrir „hæg“ hlaup

21:34 Usain Bolt náði ekki að hlaupa 100 metra hlaupið undir 10 sekúndum á tékkneska mótinu Gullni gaddaskórinn í Ostrava í kvöld. Hann fagnaði engu að síður sigri. Meira »

Sex íslenskir keppendur á HM í ár

15:06 Þetta árið eru það heimsmeistaramótin sem eru hvað fyrirferðamest í afreksstarfi ÍF. Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum er núna 14.-23. júlí í London en heimsmeistaramót fatlaðra í sundi fer fram í Mexíkóborg 29. september-7. október. Þá fer heimsmeistaramótið í bogfimi fram í Peking í Kína 12.-17. september. Meira »

Góður árangur hjá Guðlaugu í Þýskalandi

19:36 Evrópumeistaramót í þríþraut fór fram síðustu helgi í Düsseldorf, Þýskalandi, þar sem keppt var í sprettþraut. Ísland átti í fyrsta skipti þátttakendur á mótinu en þau Guðlaug Edda Hannesdóttir og Sigurður Örn Ragnarsson voru bæði á ráslista. Ráslistinn var gríðarlega sterkur í karla- og kvennaflokki þar sem sterkasta þríþrautarfólk Evrópu var mætt til leiks. Meira »

Nú er allt þess virði

12:00 „Sigurinn er sætur og er uppskera langrar vinnutarnar sem staðið hefur sleitulaust yfir síðan í byrjun maí,“ sagði Fjóla Rut Svavarsdóttir, landsliðskona í blaki, en hún var ein þeirra sem skipuðu íslenska landsliðið sem vann Evrópumót smáþjóða sem fram fór í Lúxemborg um nýliðna helgi. Meira »

Maldini lék á atvinnumóti í tennis

í gær Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Paolo Maldini lék sinn fyrsta leik sem atvinnumaður í tennis í kvöld. Hann og félagi hans, Stefano Landonio, léku þá gegn Tomasz Bendarek og David Pel í tvíliðaleik á Aspria-mótinu í Mílanó. Maldini er 49 ára og Landonio 46 ára og áttu þeir kappar ekki mikinn möguleika í andstæðinga sína. Leikurinn endaði 6:1 og 6:1 fyrir þeim Bendarek og Pel. Meira »

Fjögur keppa í frjálsum í Mannheim

í gær Ísland mun eiga fjóra fulltrúa á frjálsíþróttamótinu Bauhaus Junioren Gala í Mannheim í Þýskalandi um næstu helgi.  Meira »

Þrír lykilmenn eru á förum

í gær Íslands- og deildarmeistarar Esju í íshokkí munu missa þrjá leikmenn fyrir næsta tímabil á svellinu. Allir voru þeir burðarásar hjá liðinu síðasta vetur. Meira »

Aldrei komist lengra

í gær Sigur íslenska kvennalandsliðsins í blaki í Evrópukeppni smáþjóða í Lúxemborg á laugardaginn veitir þátttökurétt í Evrópukeppni landsliða. Að sögn Stefáns Jóhannssonar, varaformanns Blaksambands Íslands, BLÍ, þá er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt landslið öðlast keppnisrétt í riðlakeppni EM. Meira »

Tilþrif í frjálsum á Kópavogsvelli – myndir

26.6. Fjöldi mótsmeta féll og margir bættu sinn besta árangur þegar Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum, hjá 11-14 ára, fór fram á Kópavogsvelli um helgina. Meira »

Bolt hættur við að hætta á HM?

í gær Fljótasti maður sögunnar, Jamaíkumaðurinn Usain Bolt, hefur dregið í land varðandi fyrri yfirlýsingar sínar um að heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum í London í ágúst verði hans síðasta mót á ferlinum. Meira »

Stöðnun í sumum greinum

í gær „Ég held að það verði að segjast að við gerðum ekki eins vel og maður vonaðist eftir,“ segir frjálsíþróttaþjálfarinn Gunnar Páll Jóakimsson í samtali við Morgunblaðið um árangur Íslands um helgina á Evrópubikarkeppni landsliða þar sem Ísland féll niður í 3. og neðstu deild. Meira »

„Besti dagur lífs míns“

26.6. Kraftlyftingakonan unga, Matthildur Óskarsdóttir, kíkti við í Magasínið á K100 í dag en hún vann til fernra bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum sem fram fór í Hvíta-Rússlandi á dögunum. Meira »

Sigurför til Lúxemborgar

26.6. Ísland vann til gullverðlauna með sigri á Kýpur, 3:1, í úrslitaleik á Evrópumóti smáþjóða í blaki kvenna sem fram fór í Lúxemborg og lauk í gær Íslenska liðið hóf keppni á tapi gegn Skotlandi en vann Færeyjar, Lúxemborg og Kýpur í næstu leikjum og stóð uppi sem sigurvegari. Meira »