Haukar heitastir í fríið

07:32 Tíminn líður hratt á gervihnattaöld segir í gamla Eurovision-laginu og það er engin lygi. Mér finnst eins og mótið sé nýbyrjað en samt er fyrri umferðin búin og aðeins nokkrir dagar til jóla. Þetta er alveg óskiljanlegt en svona er þetta þegar það er gaman. Meira »

„Hvað þarf ég eiginlega að gera“

07:20 „Mér finnst að íþróttir fatlaðra séu ekki metnar að verðleikum. Ég er ekkert að æfa neitt minna en ófatlaðir sem komast á listann fyrir minni árangur en ég tel mig hafa náð,“ segir spjótkastarinn Helgi Sveinsson, heimsmethafi í fötlunarflokki F42, spurður út í árlegt kjör Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins. Meira »

Þróttur lagði Þrótt

06:37 Þróttur úr Neskaupstað vann öruggan sigur á Þrótti úr Reykjavík, 3:0, þegar liðin mættust í Mizuno-deild kvenna í blaki í Neskaupstað í gærkvöld. Meira »

Jón Arnór og Ólafía íþróttafólk Reykjavíkur

Í gær, 17:10 Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson og kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir voru valin íþróttamaður og íþróttakona Reykjavíkur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Verðlaunin voru veitt í 39. skipti. Meira »

Snorri og Freydís skíðafólk ársins

Í gær, 16:30 Skíðasamband Íslands hefur valið skíðakonu og skíðamann ársins 2017. Skíðakona ársins er Freydís Halla Einarsdóttir (alpagreinar) og skíðamaður ársins er Snorri Einarsson (skíðaganga). Meira »

Gunnar myndi glaður mæta Ponzinibbio á ný

Í gær, 13:00 Bardagakappinn Gunnar Nelson var í áhugaverðu viðtali á ESPN á dögunum þar sem hann segir frá því að hann taki það með öllu rólega þessa dagana og vilji ekki taka neina áhættu eftir að hafa verið rotaður í UFC-bardaga sínum við Argentínumanninn Santiago Ponzinibbio í Skotlandi í júlí. Meira »

Kristinn í 41. sæti í Kaupmannahöfn

Í gær, 10:05 Sundmaðurinn Kristinn Þórarinsson úr Fjölni varð sjöundi í undanrásarriðli sínum í fjórsundi á Evrópumótinu í 25 metra laug sem haldið er í Royal Arena í Kaupmannahöfn. Meira »

Gríðarlegt jafnræði í deildinni

í gær ÍR-ingar gefa ekkert eftir í Dominos-deild karla og lögðu Keflvíkinga að velli, 96:92, eftir framlengdan spennuleik í Hertz-hellinum í Breiðholti. Eftir 11 umferðir, þegar Íslandsmótið er hálfnað, er ÍR eitt fjögurra efstu liðanna sem öll hafa safnað saman 16 stigum. Meira »

Fanney og Júlían kraftlyftingafólk ársins

í fyrradag Kraftlyftingasamband Íslands hefur valið kraftlyftingakonu og kraftlyftingakarl ársins 2017 og urðu fyrir valinu þau Fanney Hauksdóttir (KFR) og Júlían J.K. Jóhannsson (Ármann). Meira »

Hræðist ekki augnpotara Gunnars

Í gær, 11:44 Bardagakappinn Mike Perry hræðist ekki argentíska „augnpotarann“ Santiago Ponzinibbio sem sigraði Gunnar Nelson í UFC í júlí á árinu en þeir tveir fyrrnefndu mætast í átthyrningnum um helgina í Kanada. Meira »

Aron bætti tíma sinn í Kaupmannahöfn

Í gær, 09:12 Sundmaðurinn Aron Örn Stefánsson synti á 22,47 sekúndum og bætti sinn besta tíma um 7/100 úr sekúndu í undanrásum 50 metra skriðsunds á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem haldið er í Royal Arena í Kaupmannahöfn. Meira »

WADA afhenti nöfn 300 Rússa

í gær Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, hefur afhent alþjóðlegu íþróttasamböndunum í einstökum greinum lista með nöfnum 300 rússneskra íþróttamanna sem eiga að hafa fallið á lyfjaprófum á árunum 2012 til 2015. Það var gert á fundi í Lausanne í Sviss í gær. Meira »

Hafa áfrýjað dómunum

í fyrradag Íshokkímennirnir Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason, sem hlutu þyngsta mögulega dóm hjá dómstól ÍSÍ vegna ólöglegrar lyfjanotkunar, hafa áfrýjað dómnum til áfrýjunardómstóls ÍSÍ. Meira »