Okkar eftirlæti

Gamaldags ömmusnúðar sem engan svíkja

Flestir hafa einhverntímann á ævinni gætt sér á alvöruömmusnúðum enda fátt betra og meira viðeigandi í skammdeginu. Bestir eru þeir nýbakaðir og ylvolgir en þá hreinlega bráðna þeir uppi í munninum. Eitt er víst og það er að þessi uppskrift er skotheld enda kemur hún úr smiðju ömmu hennar Berglindar Hreiðars á Gotterí og gersemar (gotteri.is) en hún birti meira að segja mynd af handskrifaðri uppskriftinni inni á síðunni sinni. Meira »
Matarbloggarar