Sjoppan fær frábærar viðtökur

12.10. Nýjasta viðbótin í veitingaflóru borgarinnar er fiskisjoppan Fisherman eins og hún er kölluð. Ekki eru allir með á hreinu hvað felst í orðinu fiskisjoppa en það er í raun sáraeinfalt. Þú velur þér þinn fisk, þitt meðlæti og þína sósu - færð salat frítt með - og ræður hvort þú eldar sjálfur heima eða borðar á staðnum. Nokkurs konar bland í poka fyrir lengra komna. Meira »

Kokteilflipp fyrir ananasunnendur

6.10. Jónas Heiðarr, kokteilsnillingur á Apótekinu, henti í þetta gúmmelaði fyrir okkur og ójá, þetta er vel þess virði að sigta og vesenast! Sírópið í drykknum er einnig dúndur út á ís. Meira »

„Skilur enginn af hverju við erum að selja“

4.10. „Þetta er búið að fara fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Linda Björg Björsdóttir en hún ásamt Gylfa Bergmanni Heimissyni standa á bak við einn heitasta matarbílinn á markaðinum í dag. Meira »

Veitingahúsarýni: Essensia

3.10. Essensia er eftirtektarverður staður fyrir margra hluta sakir. Maðurinn á bak við staðinn er Hákon Már Örvarsson sem hefur verið áberandi í íslensku veitingalífi í mörg ár. Meira »

Sælkeraborgin Brighton fer vel með veskið

2.10. Ferðir sem þessar þurfa ekki að vera dýrar, ég fékk flug fyrir innan við 20 þúsund til London Gatwick og við leigðum okkur nokkrar saman íbúð á airbnb.com sem kostaði um 8 þúsund á manninn nóttin. Meira »

Uppselt á gamlárskvöld

16.9. „Jólin eru líka farin að bókast mikið hjá okkur og dagsetningar orðnar þéttar og þá aðallega í kringum mánaðamótin nóvember og desember. Um áramótin verðum við með klassískan hátíðarmat, reyktan og grafinn lax og grafna gæs svo dæmi séu tekin.“ Meira »

Veitingahúsið Nóra fékk andlitslyftingu og punt-herbergi

13.9. Klósettaðstaða staðarins var tekin alveg í gegn og er nú kynjalaust opið rými þar sem hvert klósett er loka af líkt og margir muna eftir úr Ally MacBeal þáttunum vinsælu. Meira »

Mathöllin úttekt: Kröst fær fullt hús

9.9. Hvern hefði grunað að einn daginn væri hægt að sitja og sötra kampavín og borða stórkostlegan mat á Hlemmi?  Meira »

Besta veitingastað Danmerkur lokað skyndilega

5.9. Danski veitingastaðurinn CLOU hefur fengið gríðarlega mikið lof frá því að hann var opnaður árið 2012 og er margverðlaunaður í bak og fyrir. Staðurinn er með Michelin-stjörnu og var á sínum tíma opnaður sem andsvar við norrænu matarhefðinni sem virtist tröllríða öllu. Meira »

Líklega eina veitingahús landsins sem vill ekki hagnað

30.8. Apperol Spritz einn vinsælasti kokteill á landinu kostar litlar 1.200 krónur á staðnum en hingað til höfum við ekki séð hann ódýrari en 1.590 krónur. Meira »

Sjarmerandi systur á barnum

22.8. Í Mathöllinni Hlemmi eru ekki aðeins girnilegir veitingastaðir heldur leynist þar ákaflega sjarmerandi bar sem kallast Rabbar barinn og vísar ekki aðeins í rabarbarann góða Meira »

Mathöllin heldur áfram að slá í gegn

15.9. Hrifning okkar á Mathöllinni ætlar engan endi að taka og í þetta skipti er það mexíkóski veitingastaðurinn Taquería la Poblana sem skoraði hátt. Staðurinn framreiðir dásamlegan mexíkóskan mat að hætti Juan Carlos Peregrina Guarneros sem töfrar þar fram mat eins og mamma hans og amma kenndu honum. Meira »

Skammturinn kostar 183 krónur

10.9. Þau Erna og Kunsang kynntust upphaflega á Indlandi, en Kungsang er frá Tíbet. Erna starfaði þar sem kennari og Kungsang var í listaskóla auk þess sem hann hefur starfað fyrir sjálfan Dalai Lama. Tveimur árum síðar fluttu þau til Barcelona en Kungsang segist ekki hafa fundið sig þar í margmenninu. Meira »

Gísli Matthías sýnir meistaratakta í Mathöllinni

9.9. Ein skærasta stjarna íslensku matarsenunnar hefur fundið sér nýjan samastað í Reykjavík eftir að hafa yfirgefið Mat og drykk fyrr á þessu ári. Gísli Matthías Auðunsson er maðurinn á bak við SKÁL! sem er að finna í húsakynnum Matarhallarinnar á Hlemmi. Meira »

Líklega mest sjarmerandi kaffihús landsins

2.9. Slowly er svokölluð míkró-ferðaþjónusta og kaffihús í Stykkishólmi í eigu vinkvennanna Maríu Jónasdóttur, kölluð Mæsa, og Theódóru Matthíasdóttur, kölluð Theó. Meira »

Svalasti matsölustaður Kaupmannahafnar

29.8. Þó er það einn staður sem stendur upp úr og það er PapirØen og er það allra svalasta sem við höfum prófað lengi. Um er að ræða samansafn um 40 veitingastaða sem sérhæfa sig allir í götumat eða streetfood hvaðanæva úr heiminum. Úrvalið er mikið og spennandi og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Meira »

Svona lítur Hlemmur mathöll út

19.8. Hlemmur mathöll opnaði í dag, laugardag kl 12. Ljósmyndari Matarvefsins kíkti við í gær og fékk að mynda á lokametrum undirbúningsins. Mikil stemming var á staðnum og eigendur spenntir fyrir opnuninni. Meira »