Svona lítur Cafe París út eftir breytingarnar

í fyrradag Eitt af kennileitum miðborgarinnar, Cafe París, verður opnað á ný eftir gagngerar endurbætur. Að sögn eins eigenda staðarins, Sigurgísla Bjarnasonar, er markmiðið að færa staðinn aftur nær því sem hann var í upphafi og verður frönsk bistro-stemning allsráðandi. Meira »

Frumlegasta kaffihúsasalerni á Íslandi - myndband

19.4. Veitingahúsið tekur ævintýraheim sinn því alla leið en það þekkja þeir gestir sem hafa farið á salernið á staðnum. Þar er að finna bækur, textabrot á veggjunum, dýramyndir - og fuglahljóð! Meira »

Súrdeigspizzustaður kemur í stað Texasborgara

18.4. Sindri segir að þetta verði ekki hinn hefðbundni pizzastaður. „Þetta verða súrdeigspítsur eins og þær voru upphaflega gerðar í Napolí þegar pítsan var fundin upp fyrir góðum 300 árum síðan. Þessi hefð er kennd við svæðið í kringum Napolíborg, oftast kölluð napoletana eða neapolitan. Þetta afbrigði af pizzu er heilnæmara, ferskara og fljótlegra en það sem við þekkjum hér á landi. Í botninum er til dæmis ekkert nema hveiti, salt, vatn og náttúrulegt ger og í áleggjum er áhersla lögð á mikil gæði frekar en magn. Pizzan bakast svo á innan við einni mínútu í 500 gráðu heitum ofni á meðan hefðbundnar pítsur bakast á 5-10 mínútum.“ Meira »

Þetta segir Jamie Oliver um íslenska veitingastaði

16.4. Jamie Oliver hefur margsinnis heimsótt Ísland. Hann nafngreinir nú loks nokkra af sínum uppáhalds veitingastöðum...  Meira »

Bræður safna fyrir hamborgarastað á Vesturgötu

15.4. Bræðurnir Vífill og Ýmir Eiríkssynir ætla sér að opna lífrænan hamborgarastað á Vesturgötu og leita nú til almennings til að safna fyrir því sem upp á vantar. Staðurinn mun hljóta nafnið BioBorgari. Meira »

Veitingahúsarýni: Matwerk

6.4. Aðalréttir kosta á bilinu 2.950-5.700 kr. Matseðlinum er skipt upp í smárétti, aðalrétti og eftirrétti, auk þess sem eldhúsið býður upp á þrjá ólíka fjögurra rétta seðla á tilboði, en slík tilboð eru yfirleitt góð kaup og gefa skemmtilega mynd af matreiðslu staðarins. Þá er rétt að nefna hæfilega stóran hádegisseðil, en réttir þar kosta á bilinu 1.950-2.450 kr. Meira »

11.900 króna skrópgjald

28.3. Veitingastaðurinn DILL, fyrsti íslenski staðurinn til að fá Michelin-stjörnu, er fullbókaður næstu fjóra mánuðina. Við bókun á bókunarsíðu kemur fram að 11.900 kr. gjald er tekið ef ekki er mætt. Ragnar segir þetta meira hugsað sem jákvæða hvatningu fyrir fólk til mæta eða muna að afbóka. Meira »

Nýtt veitingahús opnaði í Marshallhúsinu í gærkvöldi - myndir

23.3. Matarvefurinn kíkti í heimsókn á nýja veitingahúsið sem fengið hefur nafnið Marshall veitingahús + bar. Til að toppa gleðina sem fylgir því að sjá autt og yfirgefið hús umbreytast í veislu fyrir öll skilningarvitin er einnig öflug „happyhour“ á barnum. Meira »

Gunnsteinn ber enga kala til Tom Cruise og gefur 50% afslátt

14.3. Gunnsteinn Helgi hefur selt hlut sinn í Sushi Social en segist enga kala bera til Tom Cruise sem varð líklega valdur að því að staðurinn varð að skipta um nafn. Meira »

Svona mun Jamie‘s Italian á Hótel Borg líta út

9.3. Opið verður úr Gyllta salnum inn í eldhús svo fólk getur fylgst með matreiðslumönnunum að störfum. Það er einnig hugmynd að vera með langborðin í eldhúsinu, svokallað „chef‘s table“ þar sem gestir geta setið og fengið stemninguna beint í æð. Meira »

Nýr mexíkóskur veitingastaður slær í gegn á Hverfisgötu

3.3. „Húsnæðið er mjög skemmtilegt. Við erum með þetta sérstaka glerþak og á heiðskírum kvöldum geta gestir horft beint upp í stjörnurnar og norðurljósin. Fólki þykir merkilegt að sjá norðurljósin á meðan það snæðir mexíkóskan mat. “ Meira »

Plokkfiskbaka Laugalækjar

29.3. „Það kom okkur eiginlega mest á óvart hvað virku kvöldin eru sterk, segir Hörður og er þá að vísa til þeirra hefða sem hafa skapast á kvöldin með bjórtilboðum, tónlistarflutningi og öðrum uppákomum. Meira »

Leyniuppskrift Sveins á AALTO er dýrðleg fiskipanna

28.3. „Ég er svo mikill dellukarl að það kemur alltaf nýr og nýr réttur. En ég er búinn að elda þennan skelfiskrétt sem hér er uppskrift af lon og don, alla tíð í mörgum löndum.“ Meira »

Opna íslenskt kaffihús í Vín

15.3. Nýtt íslenskt kaffihús, Home - Icelandic and Home Cooking, var opnað fyrir stuttu í Vín í Austurríki. Matseðillinn er innblásinn af íslenskri menningu og stemningu en einnig er lögð áhersla á hráefni úr nærumhverfinu. Meira »

Opnar í fyrsta sinn fyrir kvöldverð

13.3. Þórir Bergsson, eigandi Bergsson Mathús og Bergsson RE, hefur í nægu að snúast þessa dagana en Bergsson Mathús er nú í fyrsta sinn opið á kvöldin frá því að staðurinn opnaði í júlí 2012. Meira »

Ástarhátíð á Austur Indiafjelaginu

7.3. Margir klæðast hvítu og kasta litríku dufti yfir hvort annað. Hátíðin stendur yfir í 2-3 daga og er mjög gleðileg og skemmtileg upplifun full af litríkum og góðum mat Meira »

8 Michelin-stjörnur og engisprettur á Food and Fun

1.3. Í hópnum eru samtals 8 Michelin stjörnur og þó nokkrir Bocuse d'Or verðlaunahafar ásamt fjölda annarra medalíuhafa,“ bætir Siggi við. „Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á Food and Fun - líka þeir ævintýragjörnu en á Apótekinu er til dæmis hægt að smakka engisprettur. Svo er líka glæsilegur grænmetisseðill á Kitchen & Wine þar sem Jonas Lundgren sænskur sjónvarpsstjörnukokkur ætlar að galdra fram dýrindis rétti.“ Meira »