Sushi-burrítóæðið er komið í Höfðatorg

15.5. „Subu er sushi og burritó í einum og sama réttinum. Sushi-Burritó hóf sigurgöngu sína í San Francisco í kringum 2011. Þar komu saman tveir af uppáhaldsréttum svæðisins í valkosti sem var hvorki hin dýra og tímafreka sushi-máltíð né hin afar ódýra en hentuga burrito-rúlla,“ segir Lukka. Meira »

Verður þetta nýjasta æðið?

14.5. Svokallaðir fjöl-skynfæraveitingastaðir eru þessi dægrin að ryðja sér til rúms. En hvað eru fjöl-skynfæraveitingastaðir og hver í ósköpunum er tilgangurinn með þeim? Meira »

Nýtt kaffihús í aldargömlu húsi

8.5. Þeir Anton Jónas og Ólafur Hlynur Illugasynir eru rúmlega tvítugir bræður frá Ólafsvík. Þeim fannst vanta stað fyrir ungt fólk að hittast á yfir kaffibolla eða ölkrús og ákváðu að taka til sinna ráða. Meira »

Salatsjoppan er nýjasta æðið fyrir norðan

8.5. Karen Sigurbjörnsdóttur fannst vanta salatstað í veitingahúsaflóruna á Akureyri. Ekki tókst að fá aðra til að opna slíkan stað svo hún gerði það sjálf. Meira »

Borðað í Brussel - matarvísir

7.5. Það var vor í lofti í Brussel á dögunum þegar Albert Eiríksson matgæðingur lenti þar í borg. Gróðurinn var farinn að lifna við, fuglarnir í óða önn að undirbúa hreiðrin með tilheyrandi kórsöng og brúnin létt á mannfólkinu mót hækkandi sól. Meira »

Bestu tilboðin á börum borgarinnar

5.5. Á að kíkja á Happy hour í kvöld? Útsendarar matarvefjar mbl.is þræddu bari borgarinnar og könnuðu hvar bestu, frumlegustu, lengstu og ljúffengustu gleðistundirnar leyndust. Meira »

Hönnun og eftirréttir sem trylla ferðamenn

30.4. Endrum og eins verður einhvers konar samruni tímalausrar hönnunar og matar sem dáleiðir skilningarvitin og skilur eftir einskæra undrun og áður óþekkta upplifun. Meira »

Ölvun ógildir miðann á nýjustu ölstofu landsins

25.4. Á ölstofu The Brothers Brewery eru yfir þrjátíu tegundir af bjór til sölu að jafnaði ásamt léttvíni og sterkjum drykkjum. „Við erum með tíu bjórtegundir á dælu og sex eru okkar framleiðsla. Síðan bjóðum við upp á valdar tegundir af flöskubjór.“ Meira »

Frumlegasta kaffihúsasalerni á Íslandi - myndband

19.4. Veitingahúsið tekur ævintýraheim sinn því alla leið en það þekkja þeir gestir sem hafa farið á salernið á staðnum. Þar er að finna bækur, textabrot á veggjunum, dýramyndir - og fuglahljóð! Meira »

Þetta segir Jamie Oliver um íslenska veitingastaði

16.4. Jamie Oliver hefur margsinnis heimsótt Ísland. Hann nafngreinir nú loks nokkra af sínum uppáhalds veitingastöðum...  Meira »

Veitingahúsarýni: Matwerk

6.4. Aðalréttir kosta á bilinu 2.950-5.700 kr. Matseðlinum er skipt upp í smárétti, aðalrétti og eftirrétti, auk þess sem eldhúsið býður upp á þrjá ólíka fjögurra rétta seðla á tilboði, en slík tilboð eru yfirleitt góð kaup og gefa skemmtilega mynd af matreiðslu staðarins. Þá er rétt að nefna hæfilega stóran hádegisseðil, en réttir þar kosta á bilinu 1.950-2.450 kr. Meira »

Ricky Gervais borðaði sama borgarann tvisvar

30.4. Hin heimsþekkti grínisti Ricky Gervais borðaði sama réttinn tvö kvöld í röð í Reykjavík. Hann sagðist aldrei hafa bragðað annað eins. Meira »

Fyrrum eigandi Omnom og opnar ísbúð

27.4. Ný ísgerð opnar á komandi dögum að Laugarási 1 þar sem áður stóð til að opna Laundromat Café. „Mig langar að búa til ís eins og ég fæ á Ítalíu," segir Viggó og vísar í þá unaðslegu tilfinningu sem fylgir vel gerðum ítölskum ís. „Þegar ég smakka ísinn þá lygni ég aftur augunum og hugsa vá þvílíkt bragð og áferð. Þannig byrjar þetta ævintýri. Hugmyndin af Skúbb er að gera ís sem er gerður frá grunni með bestu vörum sem völ er á og velja alltaf lífrænt ef hægt er. Meira »

Svona lítur Cafe París út eftir breytingarnar

22.4. Eitt af kennileitum miðborgarinnar, Cafe París, verður opnað á ný eftir gagngerar endurbætur. Að sögn eins eigenda staðarins, Sigurgísla Bjarnasonar, er markmiðið að færa staðinn aftur nær því sem hann var í upphafi og verður frönsk bistro-stemning allsráðandi. Meira »

Súrdeigspizzustaður kemur í stað Texasborgara

18.4. Sindri segir að þetta verði ekki hinn hefðbundni pizzastaður. „Þetta verða súrdeigspítsur eins og þær voru upphaflega gerðar í Napolí þegar pítsan var fundin upp fyrir góðum 300 árum síðan. Þessi hefð er kennd við svæðið í kringum Napolíborg, oftast kölluð napoletana eða neapolitan. Þetta afbrigði af pizzu er heilnæmara, ferskara og fljótlegra en það sem við þekkjum hér á landi. Í botninum er til dæmis ekkert nema hveiti, salt, vatn og náttúrulegt ger og í áleggjum er áhersla lögð á mikil gæði frekar en magn. Pizzan bakast svo á innan við einni mínútu í 500 gráðu heitum ofni á meðan hefðbundnar pítsur bakast á 5-10 mínútum.“ Meira »

Bræður safna fyrir hamborgarastað á Vesturgötu

15.4. Bræðurnir Vífill og Ýmir Eiríkssynir ætla sér að opna lífrænan hamborgarastað á Vesturgötu og leita nú til almennings til að safna fyrir því sem upp á vantar. Staðurinn mun hljóta nafnið BioBorgari. Meira »

Plokkfiskbaka Laugalækjar

29.3. „Það kom okkur eiginlega mest á óvart hvað virku kvöldin eru sterk, segir Hörður og er þá að vísa til þeirra hefða sem hafa skapast á kvöldin með bjórtilboðum, tónlistarflutningi og öðrum uppákomum. Meira »