„Mér finnst hann geðveikur“

Í gær, 05:02 Það vantaði ekki gífuryrðin hjá vinkonunum Þóreyju Sif Sigurjónsdóttur og Móeyju Mjöll Völundardóttur sem gerðust sérlegir útsendarar Matarvefjarins og tóku að sér það erfiða verkefni að smakka ísinn hjá nýjustu ísbúð bæjarins sem ber hið skemmtilega nafn Skúbb. Meira »

Náttúruvín og ný-íslensk matargerð á Jónsmessunótt í Hörpu

í fyrradag Á Jónsmessunótt verður slegið til veislu á efstu hæðum Hörpu þegar pop-up-veitingahúsið Borðhald og fyrirtækið Berjamór, sem flytur inn náttúruvín, leiða saman hesta sína. Meira »

Ævintýrið hófst á eltingarleik

í fyrradag „Ég sá bílinn á hringtorgi og varð ástfangin. Þetta var nákvæmlega bíllinn sem við vorum að leita að,“ segir Linda Björg Björnsdóttir, annar eigandi The Gastro Truck, sem hlotið hefur gagngera yfirhalningu og framleiðir nú úrvalsmat sem slegið hefur í gegn. Meira »

Rabbabarauppskriftir Marentzu Poulsen

19.6. Veitingastaðurinn Flóran í grasagarðinum í Laugardalnum er tuttugu ára á árinu. Marentza Poulsen stendur þar enn vaktina og nýtur þess að skapa nýja og fallega rétti úr lífrænu og fersku hráefni. Meira »

Opna íslenskan fiskistað í New York

14.6. 25. júní næstkomandi opnar Icelandic Fish and Chips sitt annað útibú og það í New York við sjöunda stræti í Manhattan. Vefsíðan foodandwine.com fagnar þessum fréttum og segir fiskinn frá veitingahúsinu vera stórgóðan og ógni í raun hinum hefðbundnu bresku veitingastöðum allsvakalega. Meira »

Ráða bara þjóna með heilabilun

13.6. Veitingastaðir eru margir og mismerkilegir en þessi kemst klárlega á blað með þeim snjallari. Um er að ræða tveggja daga pop-up-veitingastað sem kallast The Restaurant of Order Mistakes og opnaði í Tókýó á dögunum. Meira »

Sushi-burrítóæðið er komið í Höfðatorg

15.5. „Subu er sushi og burritó í einum og sama réttinum. Sushi-Burritó hóf sigurgöngu sína í San Francisco í kringum 2011. Þar komu saman tveir af uppáhaldsréttum svæðisins í valkosti sem var hvorki hin dýra og tímafreka sushi-máltíð né hin afar ódýra en hentuga burrito-rúlla,“ segir Lukka. Meira »

Nýtt kaffihús í aldargömlu húsi

8.5. Þeir Anton Jónas og Ólafur Hlynur Illugasynir eru rúmlega tvítugir bræður frá Ólafsvík. Þeim fannst vanta stað fyrir ungt fólk að hittast á yfir kaffibolla eða ölkrús og ákváðu að taka til sinna ráða. Meira »

Borðað í Brussel - matarvísir

7.5. Það var vor í lofti í Brussel á dögunum þegar Albert Eiríksson matgæðingur lenti þar í borg. Gróðurinn var farinn að lifna við, fuglarnir í óða önn að undirbúa hreiðrin með tilheyrandi kórsöng og brúnin létt á mannfólkinu mót hækkandi sól. Meira »

Ricky Gervais borðaði sama borgarann tvisvar

30.4. Hin heimsþekkti grínisti Ricky Gervais borðaði sama réttinn tvö kvöld í röð í Reykjavík. Hann sagðist aldrei hafa bragðað annað eins. Meira »

Fyrrum eigandi Omnom og opnar ísbúð

27.4. Ný ísgerð opnar á komandi dögum að Laugarási 1 þar sem áður stóð til að opna Laundromat Café. „Mig langar að búa til ís eins og ég fæ á Ítalíu," segir Viggó og vísar í þá unaðslegu tilfinningu sem fylgir vel gerðum ítölskum ís. „Þegar ég smakka ísinn þá lygni ég aftur augunum og hugsa vá þvílíkt bragð og áferð. Þannig byrjar þetta ævintýri. Hugmyndin af Skúbb er að gera ís sem er gerður frá grunni með bestu vörum sem völ er á og velja alltaf lífrænt ef hægt er. Meira »

Veitingahúsið Berlín slær í gegn á Akureyri

5.6. Við Skipagötuna á Akureyri er veitingastaðurinn Berlín sem þykir með þeim betri norðan heiða og þótt víðar væri leitað. Maðurinn í brúnni heitir Sveinn Sævar Frímannsson og er Norðlendingum að góðu kunnur. Meira »

Verður þetta nýjasta æðið?

14.5. Svokallaðir fjöl-skynfæraveitingastaðir eru þessi dægrin að ryðja sér til rúms. En hvað eru fjöl-skynfæraveitingastaðir og hver í ósköpunum er tilgangurinn með þeim? Meira »

Salatsjoppan er nýjasta æðið fyrir norðan

8.5. Karen Sigurbjörnsdóttur fannst vanta salatstað í veitingahúsaflóruna á Akureyri. Ekki tókst að fá aðra til að opna slíkan stað svo hún gerði það sjálf. Meira »

Bestu tilboðin á börum borgarinnar

5.5. Á að kíkja á Happy hour í kvöld? Útsendarar matarvefjar mbl.is þræddu bari borgarinnar og könnuðu hvar bestu, frumlegustu, lengstu og ljúffengustu gleðistundirnar leyndust. Meira »

Hönnun og eftirréttir sem trylla ferðamenn

30.4. Endrum og eins verður einhvers konar samruni tímalausrar hönnunar og matar sem dáleiðir skilningarvitin og skilur eftir einskæra undrun og áður óþekkta upplifun. Meira »

Ölvun ógildir miðann á nýjustu ölstofu landsins

25.4. Á ölstofu The Brothers Brewery eru yfir þrjátíu tegundir af bjór til sölu að jafnaði ásamt léttvíni og sterkjum drykkjum. „Við erum með tíu bjórtegundir á dælu og sex eru okkar framleiðsla. Síðan bjóðum við upp á valdar tegundir af flöskubjór.“ Meira »