Opna gullfallegan bar-bakarí á Hverfisgötu

17.2. Nöfnurnar og vinkonurnar Júlía Hvanndal Einarsdóttir og Julia Mai Linnéa Maria frá Svíþjóð eru við það að opna bar-bakaríið Julia & Julia í Safnahúsinu við hliðina á Þjóðleikhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík. Meira »

Malibu partý á Hard Rock í kvöld

1.2. Hin árlega hátíð Reykjavík Cocktail Weekend hefst í kvöld en þá munu rúmlega 30 veitinga- og skemmtistaðir bjóða uppá úrval kokteila á frábærum kjörum. Meira »

Kokkur ársins 2007 opnar veitingahús á Laugavegi

30.1. Þráinn Freyr Vigfússon, fyrrverandi yfirmatreiðslumaður í Bláa lóninu og Kolabrautinni, staðfesti í samtali við Matarvefinn að hann hefur í félagi við fleiri tryggt sér húsnæðið að Laugavegi 28 þar sem Bunk-bar var áður til húsa. Meira »

Nýr veitingastaður opnar á Hverfisgötu

26.1. Matbar er nýr veitingastaður sem opnar í kvöld að Hverfisgötu 26. Aðaleigandi staðarins er Guðjón Hauksson athafnamaður. „Staðurinn opnar snemma og lokar seint og áhersla er lögð á léttleikandi matargerð undir áhrifum frá einfaldleika ítalska eldhússins og aðferðum frá Skandinavíu,“ segir Guðjón en matseðillinn breytist yfir daginn. Meira »

Tvö tonn af hrútspungum

26.1. Þorrinn hófst á föstudaginn með tilheyrandi góðgæti. Þorramaturinn er alltaf hefðbundinn og engar nýjungar þar á ferð, enda vill fólk halda í hefðirnar. Meira »

Fyrsti avókadó-veitingastaðurinn

22.1. Til stendur að opna fyrsta avókadó-veitingastaðinn í Evrópu á næstunni. Veitingastaðurinn hefur hlotið hið viðeigandi nafn The Avocado Show og verður staðsettur í De Pijp-hverfinu í Amsterdam. Meira »

Opnar lífrænan og sykurlausan pítsastað

5.1. Sig­urður Már Davíðsson mat­reiðslu- og kvik­mynda­gerðarmaður bak­ar bros­andi ofan í Kópa­vogs­búa en hann opnaði ný­lega pítsustaðinn Bíó­bök­una í Hamra­borg við mik­inn fögnuð gesta. Meira »

Síðasta kvöldmáltíð Tom Cruise reyndist dýrkeypt

4.1. „Nýja nafnið er mjög gott og við förum í þessar aðgerðir glöð í bragði,“ segir Bento Costa Guerreiro, einn eiganda Sushi Samba, en staðurinn skiptir opinberlega um nafn í næstu viku. Sushi Samba hefur um árabil verið einn vinsælasti veitingastaður landsins og komst meðal annars í heimsfréttirnar vegna síðustu kvöldmáltíðar Tom Cruise og Katie Holmes á staðnum. Aðeins mánuði seinna barst Sushi Samba á Íslandi bréf vegna nafnsins. Meira »

Fjöldi veitingahúsa uppbókuð eða lokuð

8.12. Lítið virðist vera um að veitingahús séu opin á aðfangadag ef marka má skráiningar á síðunni visitreykjavik.com. Þar er að finna lista yfir opnunartíma veitingahúsa í miðborginni þó listinn sé langt því frá að vera tæmandi. Flest veitingahús sem eru með opið eru tengd hótelum. Þó eru einhver veitingahús þess fyrir utan með opið. Bryggjan Brugghús er með opið til klukkan 21:30, Steikhúsið til kl 23 og Skólabrú til kl 24 á aðfangadagskvöld. Meira »

Leynda perlan handan heiðarinnar

29.11. Á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands er litið á matinn sem hluta af fræðslu og meðferð gestanna en hver sem er getur komið við og keypt sér hádegisverð. Áhersla er lögð á hreint fæði og að elda allt frá grunni á staðnum. Meira »

Nýr veitingastaður opnar á Laugavegi

25.11. Veitingahúsið Matwerk opnar í kvöld á Laugavegi 96. Eigendur staðarins eru þeir Guðjón Kristjánsson, matreiðslumeistari og Þórður Bachmann, veitingamaður. Áhersla verður lögð á íslenskt hráefni og frumlega framreiðslu í pottum og pönnum. Meira »

Aalto bistró opnar aftur í dag

11.1. Norræna húsinu var lokað vegna viðhalds á pípulögnum og öðru sem gerði það að verkum að öll starfsemi í húsinu lagðist niður frá áramótum. Sveinn Kjartansson, eigandi Aalto bistró veitingahússins í Norræna húsinu, segist hafa notað tækifærið til að mála og dytta að því sem ekki hefur unnist tími til í dagsins önn. Meira »

Café París fær franskt yfirbragð að nýju

5.1. Hinu vinsæla veitingahúsi Café París við Austurvöll hefur verið lokað tímabundið vegna endurbóta.  Meira »

Svona gæti Jamie's Italian á Íslandi litið út

19.12. Stefnt er á að opna Jamie's Italian-útibú á Hót­el Borg í apríl/​maí 2017 ef allt fer að ósk­um við fram­kvæmd­ir. Jón Haukur Baldvinsson, einn af forsvarsmönnum staðarins, segir allt vera komið vel af stað og verið sé að teikna og hanna staðinn en framkvæmdir hefjist svo í janúar. „Það mun vera hönnunarteymi Jamie Oliver sem mun bera höfuðábyrgð á hönnun staðarins en síðan erum við með innlent hönnunarteymi sem staðfærir þessar hugmyndir og kemur þeim í framkvæmt. Þannig að þetta er mikil samvinna á milli okkar,“ segir Jón Haukur en Jamie's Italian er í 25 löndum og Jamie Oliver sjálfur samþykkir lokahönnun á öllum veitingahúsum í hans nafni. Meira »

Leifur opnar veitingahús úti á Granda

30.11. Nýtt veitingahús mun opna í Marshallhúsinu eftir áramót. Reksturinn verður í höndum Leifs Kolbeinsson oft kenndur við La Primavera. Leifur hefur gefið út matreiðslubækur, rak um árabil eitt vinsælasta veitingahús landsins La Primavera og stýrir öllum veitingarekstri í Hörpunni ásamt og Jóhannesi Stefánssyni betur þekktur sem Jói í Múlakaffi. Meira »

Jamie Oliver opnar á Borginni

28.11. Hin fræga og vinsæla veitingahúsakeðja Jamie Oliver sem ber nafnið „Jamie's Italian“ mun verða opnuð á Hótel Borg um mánaðamótin apríl/maí 2017 ef allt fer að óskum við framkvæmdir. Meira »

Gunni Palli opnar nýjan vínbar

17.11. Barinn hefur einungis verið opinn í nokkra daga og er strax orðinn gríðarlega vinsæll og fullt út úr dyrum. Staðurinn býður upp morgunverð frá klukkan 7 á morgnanna til 9:30 en opnar svo aftur kl 17 og býður þá upp á mikið úrval af léttvínum og girnilegt val smárétta. Meira »