Stjörnuspá mið. 18. jan. 2017

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Misklíð innan fjölskyldunnar eða ósætti við viðskiptafélaga mun draga dilk á eftir sér. Leggðu þitt af mörkum og vertu óhræddur við að mæta hinum á miðri leið.

Naut 20. apríl - 20. maí

Þér verður treyst fyrir miklu leyndarmáli og mátt alls ekki bregðast því trausti. Hugsaðu um það hvernig best er að koma á jafnvægi milli andlegra og líkamlegra þarfa.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Þú hefur verið að velta fyrir þér ákveðnum hlutum og nú er komið að því að láta til skarar skríða. Nú er lag að veita sjálfum þér viðurkenningu.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Þú hefur áhyggjur af þeim verkefnum sem bíða þín í vinnunni, hvort þú getir klárað þau. Fæst okkar sjá sig í sama ljósi og fólkið í kringum okkur.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Smáa letrið segir oft aðra sögu en það stærra svo þú skalt taka þér tíma til þess að lesa það vandlega. Ef ástvinur hagar sér eins og fórnarlamb, ekki láta plata þig út í bjargvættarrulluna.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Samvinna þinna nánustu gerir tiltekt og viðgerðir á heimilinu sérlega auðveldar í dag. Himintunglin gefa þér tækifæri til þess að gera það opinbert.

Vog 23. september - 22. október

Ástarlíf þitt er oft slakt, þótt það eigi sér óvænta sterka spretti. Vinur gæti verið hranalegur við þig í dag. Sýndu honum samt fyllstu kurteisi.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Það getur eitt og annað farið úrskeiðis þegar menn tala ekki hreint út um hlutina. Hlustaðu á samviskuna.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Nú skiptir öllu að huga að heilsufarinu og gæta hófs í mat og drykk. Leitaðu álits annarra og taktu skoðanir þeirra með í reikninginn.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Hlutirnir virðast á fullri ferð í kring um þig og þú átt fullt í fangi með að fylgjast með. En, eins og hjá hinum stjörnumerkjunum, slær stundum út í fyrir honum.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Það er ekki auðvelt að vera hreinskilinn við vini, ekki síst þá viðkvæmu. Rasaðu ekki um ráð fram á lokasprettinum.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Þú þarft að sýna sveigjanleika í dag. Vertu nú svolítið röskur! Haltu þolinmóður áfram þrátt fyrir lítinn árangur.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og