Stjörnuspá fim. 30. mar. 2017

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Þú skalt taka þér tíma til að íhuga framtíðaráform þín. Ef þau snúa að heilsu verður heppnin með þér.

Naut 20. apríl - 20. maí

Þú átt auðvelt með að sannfæra viðmælendur þína og átt því að notfæra þér það til hins ítrasta. Láttu það þó ekki stíga þér til höfuðs heldur gefa þér aukinn byr.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Sköpunargáfa þín er með mesta móti þessa dagana. Innibyrgðar tilfinningar eiga til að leita út með slæmum hætti, þegar síst varir.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Þessi tími er þér gagnlegur til sköpunar svo þú skalt reyna að fá sem mest tóm til þeirra starfa. Láttu skoðun þína í ljós.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Nú gengur vel að styðja sjálfsbjargarviðleitni mannkynsins. Krabbi og meyja eru liðsmenn þínir á kosmíska sviðinu og hvetja þig á ólíkan en árangursríkan máta.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Það eru einhverjir sem geta ekki stillt sig um að reyna að gera þér lífið leitt. Hvíldu þig augnablik ef þú þarft eða fáðu þér kaffibolla. Svo þarft þú ekki að gera neitt.

Vog 23. september - 22. október

Þú geislar af krafti og ert tilbúin(n) að hefjast handa hvort sem er í starfi eða einkalífi. Nú sérðu akkúrat hvernig þið bætið hvort annað upp. Tilfinningarnar eru hreinar og klárar.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Sparaðu þér ekki ómakið í rannsóknunum, því án niðurstaða þeirra verður allt þitt erfiði unnið fyrir gíg. Gerðu upp við þig hvort vandamálin eru tímabundin, eða hvort komið sé að leiðarlokum.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Notaðu helgina til þess að komast aftur í snertingu við vonir þínar og þrár. Gefðu þér tíma til að sinna þínum nánustu.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Vænleg tækifæri bíða þín og þú skalt ekki hika við að grípa þau sem þér líst best á. Einblíndu á aðalatriðin og þá mun lausnin fljótlega liggja í augum uppi.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Hlutirnir gerast hraðar í kringum þig en þér finnst þægilegt. Gönguferð í morgunsárið hreinsar blóðið og slær ánægjulegan tón fyrir daginn í heild.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Næstu daga áttu eftir að vekja mun meiri eftirtekt en áður. Láttu ekki ganga á hlut þinn og vertu alls óhræddur við að verja það sem er þitt.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og