Stjörnuspá fim. 22. jún. 2017

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Það er gaman að lifa því allt er að ganga upp. Reyndu svo að skapa þér tilbreytingu utan starfsins líka.

Naut 20. apríl - 20. maí

Notaðu hvert tækifæri sem þú færð til þess að tjá þig í rituðu máli. Leggðu drög að því að komast í gott ferðalag.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Þótt aðstæður á vinnustað séu ekki alveg eftir ykkar höfði skuluð þið ekki láta þær ergja ykkur. Sýnið öðrum sérstaka þolinmæði.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Það skiptir engu máli hversu lengir þú talar, fólk er ekki að hlusta. Hugsaðu þig vandlega um og mundu að græddur er geymdur eyrir.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Þér verður treyst fyrir miklu leyndarmáli og mátt alls ekki bregðast því trausti. Leggðu þig fram við vinnu þína í dag og þá muntu ná árangri á morgun.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Ekki hætta við þótt verkið virðist þér ofvaxið. Hæfir til dæmis klæðaburðurinn þeirri nýju stöðu sem þú ert í?

Vog 23. september - 22. október

Þú er fullur af sköpunarþrá, og það besta er að hugmyndirnar þínar eru bráðsnjallar og auk þess hagnýtar. Það eru bjartir tímar framundan bæði í leik og starfi.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Þú ert of hirðulaus um það, hvar þú leggur hlutina frá þér og átt í eilífu stímabraki með að finna þá aftur. Gerðu eitthvað sem enginn hefur gert áður á sama hátt.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Þetta er góður dagur til að reyna eitthvað nýtt. Reyndu ekki að stytta þér leið, því þá verður áranguri annar og minni.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Þú getur ekki reiknað með því að allir falli flatir fyrir áætlunum þínum. Taktu núverandi fyrirstöðu með jafnaðargeði. Annars gæturðu eytt óþarfa peningum, eða fundist þig vanta eitthvað.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Ef þú ætlar að afhjúpa leyndarmál þitt skaltu vera viss um að þú getir treyst þeim sem ljær þér eyra. Hlustaðu eftir þeim góðu hugmyndum sem eru á sveimi allt í kring um þig.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Farðu hægt í öllum umræðum um trúmál og vertu algjörlega viss um það sem þú vilt segja. Hleyptu engum að þér fyrr en þú veist að þeir séu traustsins verðir.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og