Stjörnuspá mið. 24. maí. 2017

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Það sem þú ákveður að gera í dag munt þú leysa mjög vel úr hendi. Taktu því rólega og komdu jafnvægi á heimilislífið.

Naut 20. apríl - 20. maí

Í dag væri ráð að afmarka verksvið handa einhverjum eða fyrir ótilgreint verkefni. Ekki gera úlfalda úr mýflugu.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Það er mikilvægt að þú haldir áfram að koma skipulagi á eigur þínar. Frá og með deginum í dag er tími kominn til að stíga stóra skrefið og stökkva út í óvissuna.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Sumt sem fellur undir skilgreininguna um velgengni eykur ekki endilega líkur hamingju í lífinu. Andaðu djúpt áður en þú svarar makanum.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Samstarfsmaður, sem þú hefur svo sem ekki veitt neina athygli, leitar til þín með vandasamt mál. Leggðu honum lið.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Leyfðu þeim sem það vilja sýna þér vináttu sína. Ótti þinn er ástæðulaus því þú hefur alla burði til þess að leysa málin á þínum forsendum.

Vog 23. september - 22. október

Þú kemst að leyndarmálum í dag í samræðum við skyldmenni. Hafið augun opin því það er óvenjumikil hætta á alls konar litlum óhöppum.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Farðu í göngutúr, í sund eða út að dansa. Þú sérð eftir orðum þínum sem þú lést falla í reiði, best væri að biðjast afsökunar.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Ekki láta skapið hlaupa með þig í gönur. Þig grunar að makinn sé með eitthvað ráðabrugg í gangi vegna komandi afmælis þíns. Lofaðu honum að koma þér á óvart.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Þú lendir í því að þurfa að semja upp á nýtt í máli sem þú hélst að væri komið í höfn. Hugmyndir þínar eru frumlegar og góðar og þú átt auðvelt með að ná athygli fólks í áhrifastöðum.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Einhver er að reyna að plata þig. Gefðu þér tíma til að spjalla því þú hittir ekki góða vini of oft. Grasið er ekki grænna annars staðar.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Farðu þér hægt í að velja nýjar leiðir því það er í mörg horn að líta og engin ástæða til breytinga breytinganna vegna. Taktu lífinu með ró.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og