Stjörnuspá lau. 27. maí. 2017

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Óvænt daður kann að gleðja og jafnframt rugla þig í ríminu í dag. Tví- og þrítékkaðu viðfangsefnin til þess að vera viss um að eyða tíma í það sem þú hefur áhuga á.

Naut 20. apríl - 20. maí

Þú vildir alveg hafa fleira fólk þér við hlið. Reyndu að ná jafnvægi milli þess sem þú vonar og hvað getur í raun gerst.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Leitaðu á vit góðrar bókar eða skemmtilegrar bíómyndar ef þú ert eitthvað dapur. Slíkt myndi hafa hressandi áhrif og hjálpa þér til þess að ná takmarki þínu.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Það er gott og blessað að hafa áhrif á fólk með framkomu sinni. Umburðarlyndi þitt hefur aukist og þú finnur til velvildar í garð samferðamanna þinna.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Sumar skoðanir eru eins og gamlir sokkar með gati sem maður geymir af gömlum vana þótt tærnar standi út úr þeim. Ekki vera hrædd/ur við breytingar, þær eru oft af hinu góða.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Þú hefur lagt hart að þér og ert nú að undirbúa að kynna eigin hugmyndir um lausn mála. Biddu vini um hjálp, og leyfðu þeim í alvöru að hjálpa þér.

Vog 23. september - 22. október

Lokaðu þig ekki af frá umheiminum þótt þú sért ekki upp á þitt besta. Lagaðu þetta á stundinni svo enginn misskilningur eyðileggi samstarf þitt við aðra.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Þú hefur þurft að sleppa hendinni af ýmsu á liðnum árum og orðið hafa kaflaskipti í lífi þínu. Slappaðu bara af og haltu þínu striki.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Næstu mánuðir henta vel til að ganga frá málum sem tengjast erfðum, tryggingum, skuldum og sköttum. Vertu vinaleg/ur við einhvern í dag.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Lífið gæti verið auðveldara ef álit vissrar manneskju myndi ekki skipta þig máli. Ruglingurinn kemur líklega til af misskilningi í samskiptum og er þegar upp er staðið, engum að kenna.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Mörg stórmál bíða afgreiðslu þinnar svo þú skalt bretta upp ermarnar og ganga hiklaust til verks. Annars kann tækifærið að glatast.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Ástin getur komið til manns á ólíklegustu stöðum - í kjörbúðinni eða bankanum. Taktu á móti hlutum með opnum huga og gæfan gæti snúist þér í hag.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og