Stjörnuspá þri. 21. feb. 2017

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Þú þarft að gæta þess að láta ekki tilfinningarnar hlaupa með þig í gönur. Gefðu þér tíma til að ræða málin.

Naut 20. apríl - 20. maí

Láttu þér nægja að einbeita þér að þínum eigin verkefnum. Segðu sjálfum þér algerlega satt um hvað þú vilt.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Ef hugmyndir væru peningar, værir þú stórrík nú þegar. Spurðu sjálfa/n þig að því hvort þetta muni skila þér þeim árangri sem þú sækist eftir.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Það gengur ekki í sambandi við annan aðila að annar hafi allt eftir sínu höfði án tillits til hins. Taki menn höndum saman má ná ótrúlegum árangri.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Það bendir ýmislegt til þess að gamall draumur þinn muni nú rætast. Vandinn hverfur ekkert við það. Sinntu því sem sinna þarf.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Það er svo auðvelt að taka eigin skoðanir fram yfir annarra en stundum hafa nú aðrir eitthvað til síns máls ef vel er að gáð. Notaðu kraftinn til að efla samstarfið.

Vog 23. september - 22. október

Rifrildi við maka og fjölskyldumeðlimi eru líkleg í dag. Merkúr er farinn að færast fram á við og það gerir það að verkum að þér finnst þú aftur vera á réttri leið í lífinu.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Þú lætur í minni pokann til að bæta upp eitthvað sem gerist í seinustu viku. Að gaumgæfa hugsanir sínar, hugmyndir og drauma þroskar þig mun hraðar en það sem þú gætir hugsanlega gert í dag.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Mikilvægt er fyrir þig að láta undan lönguninni um ævintýri og frelsi. Frumleiki hans laðar að einstaklinga sem hann getur verið stoltur af að kalla vini.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Góð vinátta er gulli betri. Hafi maki þinn ekki þénað mikið á udanförnum árum, mun það breytast núna.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Þig langar svo sannarlega að losna undan hversdagsleikanum. Ekki hika samt við að biðja um hjálp ef þú þarfnast hennar.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Þú þarft að sannfæra yfirmenn þína um ágæti hugmynda þinna, áður en þú getur þróað þær frekar. Ný tækifæri munu bylta lífi þínu á árinu.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og