Stjörnuspá mán. 20. nóv. 2017

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Þú verður að létta einhverjum verkefnum af þér, ef ekki á illa að fara. Bæld sjálfstjáning kveikir eld sköpunarinnar innra með þér.

Naut 20. apríl - 20. maí

Nú verður ekki lengur hjá því komist að leysa þau mál sem hvílt hafa á þér. Sinntu því sem þér ber og þá muntu fá þín tækifæri þegar þar að kemur.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Þú þarft á öllu þínu að halda til þess að taka skynsamlega ákvörðun varðandi sérstök viðskipti. Einbeittu þér að gæludýrum ef þú átt einhver.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Þó svo að þú þurfir að hvíla þig, þá er þér mikið í mun að bæta stöðu þína. En réttu strax fram sáttahönd.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Þú átt skilið að hvíla þig eftir góða vinnutörn. Segðu hvað þú vilt og þú færð það. En hagstæð úrslit hvetja þig til frekari dáða.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Reyndu ekki að hefjast handa fyrr en þú hefur kynnt þér málið vandlega og velt því fyrir þér frá öllum hliðum. Stingdu við fótum og gefðu þér tíma til þess að líta yfir sviðið.

Vog 23. september - 22. október

Hæfileiki þinn til að höfða til annarra er mikill í dag og þú getur sett þig í þeirra stöðu. Haltu ró þinni því þú hefur alla möguleika á að finna réttu lausnina.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Margt hefur verið stressandi í vinnunni undanfarið, en hlutirnir eru á réttri leið. Taktu eftir þegar hæfileikar þínir eru metnir, og reyndu að nota þá meira og oftar.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Ferðaáætlanir þínar virðast ætla að ganga upp. Kannski hittir þú furðulega manneskju - einhvern allt öðruvísi en þig. Njóttu þess að vera með vinum þínum og kunningjum.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Yfirmenn þínir eru ánægðir með störf þín svo þú getur baðað þig í sviðsljósinu um sinn. Og ef þú lendir í að koma flóknu máli á hreint, muntu verða dáður fyrir vandvirknina.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Mundu samt að dramb er falli næst og að ekki eru allir viðhlæjendur vinir.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Það er eins og ástarlífið þitt sé atriði í bíómynd sem er sýnt hægt. Framlag þitt skiptir máli. Spilaðu málin eftir eyranu.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og