Stjörnuspá sun. 20. ágú. 2017

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Ferill þinn mun ná hámarki á næstu árum. Ef þú dreifir athygli þinni of mikið áttu á hættu að ekkert gangi upp.

Naut 20. apríl - 20. maí

Góðar hugmyndir þínar í vinnunni gætu fært þér auknar tekjur í framtíðinni. Vertu bjartsýnn, ástvinur vill allt fyrir þig gera.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Varastu að taka allt trúanlegt sem þér er sagt um aðra. Ef þú beitir ekki þvingunum munu orð þín hafa tilætluð áhrif. Mundu bara að það er hugurinn sem gildir.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Kostnaður vegna bílaviðgerða og tafir á samgöngum hafa reynt á þolinmæði þína síðasta mánuðinn. Framtíð þín er bjartari en þú þorir að vona.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Þetta er ekki góður dagur til þess að skrifa undir samninga eða taka mikilvægar ákvarðanir. Notaðu tækifærið til að vinna að hugarefnum þínum.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Þú þarf að eiga við fólk með mikinn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Vertu óhræddur við að leita svara, jafnvel þótt þú haldir, að einhver þeirra séu erfið viðureignar.

Vog 23. september - 22. október

Nú gengur allt á afturfótunum í vinnunni. Við eigum öll okkar einmanalegu stundir en þú getur huggað þig við það að þú ættir að losna við þessa tilfinningu á morgun.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Vertu fyrst og fremst sannur í samskiptum þínum við aðra og gættu þess að lofa ekki upp í ermina á þér. Vinsamlegar viðræður við systkini og ættingja bera ávöxt.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Góðir hlutir geta gerst á meðan þú ert að gera sömu gömlu hlutina, einsog að þvo þvott. Hafðu þitt á hreinu og talaðu skýrt svo enginn geti ætlað þér annað en það sem er.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Nú verður ekki lengur undan því vikist að koma skikki á peningamálin. Gakktu úr skugga um að þér sé ekkert að vanbúnaði.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Þú eyðir miklum tíma í félagslíf og spjall við náungann núna. Ef þessi framtíð felur í sér annað fólk, þarftu að skilja að það vill kannski fara aðrar leiðir.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Einbeittu þér að því að gera lífið þægilegra og prýða þitt nánasta umhverfi. Notalegheit eru leiðileg.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og