„Lífrænt vottaðar húðvörur ættu frekar að verða fyrir valinu út frá umhverfissjónarmiði en þær þurfa ekki að vera betri en aðrar húðvörur hvað varðar áhrif þeirra á húðina,“ segir dr. Bolli Bjarnason, húð- og kynsjúkdómalæknir hjá Útlitslækningu ehf, þegar hann er spurður út í hvort lífrænt vottaðar húðvörur séu betri en aðrar húðvörur. Hann svarar þá neitandi aðspurður hvort að hann hafi orðið var við það að fólk sem noti lífrænar húðvörur séu með betri húð en þeir sem gera það ekki. Meira »

Garðbekkur fær nýtt líf

Sjósundið breytti lífinu

Í gær, 09:00 Herdísi Önnu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Þyrluþjónustunnar Helo, dreymir um að eignast sjósundskó og hanska en hún kynntist sjósundi í sumar og er óstöðvandi í því. Herdís er barnabarn Herdísar Þorvaldsdóttur heitinnar og dr. Gunnlaugs Þórðarsonar. Meira »

4 leiðir til að draga úr hrotum

Í gær, 06:00 Það getur verið lýjandi að eiga maka sem hrýtur, enda góður nætursvefn nauðsynlegur. Margir þekkja það að dangla í betri helminginn þegar hann hefur upp raust sína á nóttunni, en það leysir svo sem engan vanda. Meira »

Heldur sjúkdómseinkennum niðri með polefitness

í fyrradag Hin 23 ára Lára Björk Bender stundar polefitness af kappi og heldur sér í formi með þessari krefjandi íþrótt. Það verður að teljast sérstakt í ljósi þess að árið 2012 lamaðist hún í vinstri hlið líkamans og var í kjölfarið greind með MS en árið áður hafði hún verið ranglega greind með Bell‘s Palsy eða andlitstaugalömun. Í dag kennir Lára polefitness tvisvar í viku og æfir sjálf a.m.k. tvisvar í viku ásamt því að starfa á þjónustusviði Orkuveitu Reykjavíkur. Meira »

Mun opna margar dyr

í fyrradag Anna Lára Orlowska, Ungfrú Ísland, tók þátt í keppninni svo fólk vissi hver hún væri. Hún bjóst alls ekki við því að vinna.   Meira »

Bauð 500 manns upp á vöfflur

í fyrradag Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður bauð stuðningsmönnum sínum í vöfflukaffi í veðurblíðunni í Þróttaraheimilinu í Laugardalnum á sunnudaginn. Yfir 500 manns gerðu sér ferð í Laugardalinn og hlýddu á ræður stuðningsmanna. Meira »

Segir Aniston eiga að skammast sín fyrir auglýsinguna

í fyrradag Leikkonan Jennifer Aniston prýðir auglýsingar fyrir húðskrúbb frá merkinu Aveeno og hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir. Ástæðan mun vera sú að skrúbburinn inniheldur litlar plastagnir sem skolast út í hafið við notkun skrúbbsins og eyðast seint upp. Meira »

Giftu sig eftir 27 ára samband

í fyrradag Sjónvarpsstjarnan Gísli Einarsson gekk að eiga unnustu sína til 27 ára, Guðrúnu Huldu Pálmadóttur, á sunnudaginn var. Athöfnin fór fram í kirkjunni Borg á Mýrum og var það Hjálmar Jónsson sem gaf brúðhjónin saman. Meira »

Ætlar sjálf að flúra á sér vinstri höndina

í fyrradag „Í rauninni ákvað ég ekki að gera þetta að starfi mínu fyrr en ég var búin að flúra þó nokkra vini og vandamenn. Einn daginn áttaði ég mig á því að ég var hætt að flúra einungis vini og var farin að fá viðskiptavini sem höfðu séð verkin mín á samfélagsmiðlum.“ Meira »

Endurhlaðinn af skipsfjöl

29.8. Egill Ólafsson hefur sjaldan verið ferskari en nú en hann var á sjó í allt sumar. Hann segir að það reyni á alla vöðva líkamans að sigla 91 árs gamalli tréskútu. Meira »

Kjóll dótturinnar kostaði 1,3 milljónir króna

29.8. Blue Ivy, dóttir poppdrottningarinnar Beyoncé og rapparans Jay Z, gekk sinn fyrsta rauða dregil í gærkvöldi. Kjóll þeirrar stuttu vakti gríðarlega eftirtekt en hann er frá hönnuðinum Mischka Aoki. Skartgripir söngkonunnar voru ekki síður glæsilegir, en þeir kosta 13 milljónir dollara. Meira »

Jakob og Birna selja Bjarkargötuna

í fyrradag Jakob Frímann Magnússon og Birna Rún Gísladóttir hafa sett glæsilegt heimili sitt við Bjarkargötu í Reykjavík á sölu. Um er að ræða tvær hæðir á besta stað við Tjörnina. Meira »

Stuð og stemmning hjá Magnúsi

í fyrradag Magnús Már Guðmundsson, formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi flokksins, hélt vel heppnaða teiti í húsnæði Samtakanna '78 við Suðurgötu á dögunum. Hann vill nú komast á þing og tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar sem fram fer 8.-10. september. Hann sækist eftir 3.-4. sæti. Meira »

Hættur að borða í Burberry-litunum

29.8. Útvarpsstjarnan og hárgreiðslumeistarinn Svavar Örn segist eiga í svolitlu basli með að halda sig inni á beinu brautinni þegar kemur að mataræði. Hann viti það ósköp vel að hann eigi ekki að borða mat í Burberry-litunum en það geti verið erfitt á köflum. Meira »

Hörmulegustu dress gærkvöldsins

29.8. Myndbandaverðlaunahátíð MTV fór fram í gær og eins og vanalega kepptust viðstaddir við að vekja á sér athygli fyrir klæðaburð. Sumir voru glæsilegir en aðrir hafa fengið falleinkunn hjá tískusérfræðingum. Meira »