Haraldur Franklín lék best allra

Í gær, 16:41 Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús lék best allra á fyrsta degi í Securitas-mótinu, síðasta móti ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi, en spilað er á Grafarholtsvelli. Haraldur lék á 66 höggum eða fimm höggum undir pari. Meira »

Gunnhildur efst eftir fyrsta dag

Í gær, 15:50 Gunnhildur Kristjánsdóttir er efst eftir fyrsta dag í Securitas-mótinu í golfi. Leikið er á Grafarholtsvelli og er um lokamót Eimskipsmótaraðarinnar að ræða og aðeins stigahæstu kylfingar taka þátt í mótinu. Meira »

Stöðug spilamennska hjá Þórði

Í gær, 13:37 Kylfingurinn Þórður Rafn Gissurarson hafnaði í 32. sæti á Opna Starnberg mótinu sem fram fór í Þýskalandi og lauk í dag. Mótið er hluti af Pro Golf-mótaröðinni. Meira »

Nýir stigameistarar krýndir á sunnudag

Í gær, 11:27 Bestu kylfingar landsins keppa um GR-bikarinn um helgina á Securitas-mótinu sem er hluti af Eimskipsmótaröðinni í golfi.  Meira »

Lið Evrópu á harma að hefna

Í gær, 08:41 Solheim-bikarinn í golfi hefst í dag, en í ár fer hann fram á Des Moines-vellinum í Iowa í Bandaríkjunum. Þetta er í 15. sinn sem þessi keppni milli bestu kvenkylfinga Bandaríkjanna og Evrópu fer fram, en Bandaríkin hafa níu sinnum borið sigur úr býtum og Evrópa fimm sinnum. Meira »

Birgir og Andri léku á 73 höggum

í fyrradag Birgir Leifur Hafþórsson og Andri Björnsson léku báðir á 73 höggum eða einu höggi yfir pari vallarins á fyrsta degi Viking-Challenge mótinu í golfi sem fram fer í Noregi. Mótið er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni. Meira »

Ólafía tók Eið Smára í golfkennslu

í fyrradag Það má með sanni segja að atvinnumannabragur hafi verið á milli þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen og Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur þegar þau hittust á golfvellinum. Meira »

Thomas fór upp í 6. sæti

í fyrradag Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas fór úr 14. sæti upp í 6. sæti heimslistans í golfi með sigri á síðasta risamóti ársins, PGA-meistaramótinu síðasta sunnudag. Meira »

Varafyrirliðinn spilar

í fyrradag Hin norska Suzann Pettersen hefur neyðst til að hætta við keppni í Solheim-bikarnum sem hefst á morgun, en þar mætast lið Evrópu og Bandaríkjanna í golfi. Meira »