Ólafía öflug í Arkansas - gott veganesti fyrir risamótið

19:14 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur í golfi, lék á höggi undir pari í dag á lokahringnum á Walmart-mótinu í Arkansas á LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum og náði sínum næstbesta árangri á þessari bestu mótaröð í heimi. Meira »

Guðrún og Egill fögnuðu sigri

14:56 Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Keili, fögnuðu í dag sigri á Íslandsmótinu í holukeppni, KPMG-bik­ars­ins í golfi, sem fram fór á Vest­manna­eyja­velli um helgina. Meira »

Ólafía fyrsti Íslendingurinn á risamóti

11:23 Kylfingnum Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur hefur verið boðið að taka þátt í KPMG-mótinu sem fer fram í Chicago í Bandaríkjunum. Mótið er næstastærsta LPGA-mót ársins og þykir mikill heiður að vera boðið á mótið. Meira »

Aldrei neinn vafi hjá Ólafíu

07:01 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 41. til 53. sæti fyrir lokahringinn á Walmart-mótinu á LPGA-mótaröðinni í Arkansas sem leikinn er í dag. Meira »

Frábær spilamennska Ólafíu í Arkansas

Í gær, 23:03 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur í golfi, komst í kvöld að öllum líkindum í fjórða skipti í gegnum niðurskurðinn á LPGA-mótaröðinni í golfi með frábærri spilamennsku á Walmart NV-mótinu í Arkansas í Bandaríkjunum. Fylgst var með gangi mála í beinni lýsingu hér á mbl.is. Meira »

Nýtt nafn á bikarinn í báðum flokkum

í gær Nú er orðið ljóst hverjir mætast í úrslitum Íslandsmótsins í holukeppni, KPMG-bikarsins í golfi, sem fram fer á Vestmannaeyjavelli þar sem leiknar eru 13 holur en ekki 18 á mótinu. Meira »

Umdeild breyting á Íslandsmóti

í gær Íslendingar verða fyrsta rótgróna golfþjóðin til að halda landsmót á 13 holu golfvelli. Formaður Golfsambandsins segir breytinguna ekki neina umbyltingu en stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur kallar hana vanvirðingu við keppnisfólk. Meira »

Berglind getur enn varið titilinn

í fyrradag Berglind Björnsdóttir er komin í átta manna úrslit á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer í Vestmannaeyjum um helgina. Berglind vann mótið í fyrra og á hún enn möguleika á að verja titil sinn. Hún mætir Önnu Sólveigu Snorradóttur í fyrramálið. Gísli Svein­bergs­son, sigurvegari í karlaflokki í fyrra er ekki meðal keppenda í ár. Meira »

Valdís Þóra enn í harðri toppbaráttu

23.6. Valdís Þóra Jónsdóttir lék annan hring sinn á 70 höggum eða einu höggi undir pari vallarins á Foxconn Czech Ladies-mót­inu í LET Access-mótaröðinni, næst­sterk­ustu mótaröð Evr­ópu í golfi í dag. Meira »