Valdís keppir á Spáni og í Abu Dhabi

Í gær, 16:00 Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr golfklúbbnum Leyni á Akranesi hefur keppni á Santander Golf Tour á Spáni á miðvikudaginn en mótið er í LET Acess mótaröðinni, þeirri næst sterkustu í Evrópu. Meira »

Lokahringurinn bestur hjá Ólafíu

í fyrradag Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur lauk í morgun sínum besta hring á Swinging Skirts LPGA-mótinu á Taívan þegar hún lék lokahringinn á tveimur höggum undir pari vallarins, 70 höggum. Meira »

Ólafía aftur á fimm yfir pari

21.10. Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á 77 höggum á þriðja hring sínum á Taív­an-meist­ara­mót­inu í golfi sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Meira »

Birgir Leifur úr leik í Kína

20.10. Birg­ir Leif­ur Hafþórs­son, kylf­ing­ur úr GKG, er úr leik á Fos­h­an-mót­inu í Kína, sem er hluti af Áskor­enda­mótaröð Evr­ópu, eftir tvo hringi. Birgir lék á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari í gær, en bætti leik sinn til muna og spilaði á einu höggi undir pari í dag, 71 höggi. Það dugði hins vegar ekki til og var hann fjórum höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Meira »

Heldur margir skollar hjá Ólafíu

20.10. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék annan hringinn á Taív­an-meist­ara­mót­inu í golfi sem er hluti af LPGA mótaröðinni á fimm höggum yfir pari vallarins í morgun. Ólafía Þórunn lék fyrsta hring vallarins á fjórum höggum yfir pari vallarins í gær. Ólafía Þórunn hefur því leikið hringina tvo á samtals níu höggum yfir pari vallarins og er í 72. sæti á mótinu. Meira »

Ólafía er í 56. sæti í Taívan

19.10. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR átti nokkuð litríkan fyrsta hring á Taívan-meistaramótinu í golfi en hún er í 56.-66. sæti af 80 keppendum. Meira »

Birgir Leifur í erfiðri stöðu í Kína

19.10. Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, lék seinni níu holurnar á fimm höggum yfir pari og er í erfiðri stöðu eftir fyrsta hring á Foshan-mótinu í Kína sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Meira »

Hafdís Alda í 25. sæti í Ohio

18.10. Kylfingurinn Hafdís Alda Jóhannsdóttir endaði í 25. sæti á Daytol Fall Invitational mótinu sem fram fór dagana 16.-17. október. Mótið er líður í bandaríska háskólagolfinu og var leikið á Kettering-vellinum í Ohio. Meira »

Sá leikinn allt öðruvísi

18.10. Mér finnst ég ekki hafa gert neitt svakalega dramatískt miðað við hvað stökkið upp á við í mínum leik hefur verið stórt. Ég tók þennan andlega þátt, sem hefur strítt mér allt of lengi, bara föstum tökum. Meira »