Ólafía náði sér vel á strik

19:03 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sér vel á strik í Texas í dag og lék annan hringinn á Vounteers of America-mótinu á LPGA-mótaröðinni í golfi á 67 höggum. Er það fjögur högg undir pari vallarins og er hún á höggi undir pari samtals í mótinu. Meira »

Ólafía flýgur upp töfluna í Texas

16:41 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur hefur leikið glæsilega það sem af á öðrum hring Texas Shootout mótsins á LPGA-mótaröðinni í golfi í Dallas í Texas. Meira »

Guðrúnu Brá mikill heiður sýndur

11:19 Kylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir fékk í gær mikla viðurkenningu þegar henni var boðið að taka þátt á NCAA-Regionals mótinu í golfi sem fram fer þann 8.-10. maí. Meira »

Ólafía af stað eftir hádegi

09:35 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, á rástíma klukkan 14.05 að íslenskum tíma, 9.05 að staðartíma, á öðrum hring á Texas Shootout-mótinu í LPGA-mótaröðinni sem fram fer í Dallas í Texas. Meira »

Ólafía er í erfiðri stöðu

00:27 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur var að ljúka fyrsta hringnum á Texas Shootout-mótinu á LPGA-mótaröðinni í Dallas í Texas. Meira »

Ólafía þremur yfir eftir níu holur

í gær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur ekki farið vel af stað á fyrsta hringnum á Volunteers of America Texas Shootout-mótinu í golfi, sem er hluti af LPGA-mótaröðinni, í Texas í Bandaríkjunum. Meira »

Tvisvar skorið niður í Dallas

í gær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma í útjaðri Dallas í Texas, á Las Colinas-vellinum, en þar keppir hún á sínu sjötta LPGA-móti. Þá er klukkan 14 að staðartíma. Meira »

Harrington og Garcia grafa stríðsöxina

26.4. Kylfingarnir Padraig Harrington og Sergio Garcia virðast hafa grafið stríðsöxlina, en köldu hefur andað á milli þeirra í um áratug. Meira »

Ólafía næst í eldlínunni í Texas

25.4. Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur keppni á fimmtudaginn á Volunteers of America Texas Shootout mótinu sem haldið verður í Texas í Bandaríkjunum en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni. Meira »