Níu skotnir í Svíþjóð um helgina

Í gær, 22:23 Að minnsta kosti níu menn voru skotnir í Svíþjóð á föstudag og um helgina. Þar af létust þrír. Forsætiráðherra landsins segir að fjármagn til lögreglunnar veðri hækkað um 2 milljarða sænskra króna, 26 milljarða íslenskra króna, á næsta ári. Meira »

Sagðist ekkert hafa að gera og var rekinn

Í gær, 22:06 Talsmaður dómstóls í New York-ríki var rekinn í síðustu viku eftir að haft var eftir honum í blaðagrein að hann hefði lítið að gera í vinnunni og mætti nánast aldrei þrátt fyrir að þiggja 166 þúsund dollara í laun á ári, um 17 milljónir króna. Meira »

Leita enn lífs í lestarvögnunum

Í gær, 21:33 Björgunarfólk leitaði lífs í dag í sundurtættum vögnum eftir lestrarslys sem varð í norðurhluta Indlands í gær. Að minnsta kosti 23 létust. Þetta er fjórða stóra lestarslysið sem verður á Indlandi á þessu ári. Lestarkerfi landsins er að hruni komið og víða algjörlega úr sér gengið. Meira »

Breitbart birti mynd af fótboltamanni með frétt um flóttamenn

Í gær, 20:40 Fréttasíðan Breitbart hefur beðist afsökunar á því að hafa birt mynd af fótboltamanninum Lukas Podolski á sæþotu með frétt um flóttamenn á leið frá Marokkó til Spánar. Meira »

Þyrluflugmaður lést við slökkvistörf

Í gær, 17:51 Flugmaður þyrlu, sem notuð var til að slökkva skógarelda sem geisa í Portúgal, lést er þyrlan hrapaði í dag. Var hann sá eini um borð. Meira »

Flækingshundar finna líkin í leðjunni

Í gær, 17:49 Björgunarmenn í Freetown í Síerra Leóne hafa enga sporhunda sér til aðstoðar. Flækingshundar fara um skriðurnar og reyna að grafa upp lík sér til matar. Það er ein þeirra fáu leiða sem björgunarmenn hafa til að finna líkin. Meira »

Fundu leifar af TATP-sprengjuefni

Í gær, 16:20 Leifar af svokallaðri TATP-sprengju fundust í húsleit í spænska bænum Alcanar, um 200 kílómetra suður af Barcelona. Frá þessu greindi spænska lögreglan í morgun en talið er að hryðjuverkamennirnir sem gerðu árásirnar í Barcelona og Cabrils í síðustu viku hafi notað húsið til sprengjuframleiðslu. Meira »

Heræfingin „olía á eldinn“

Í gær, 15:36 Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja að Bandaríkjamenn séu að hella olíu á eldinn með því að taka þátt í sameiginlegri heræfingu í Suður-Kóreu í næstu viku. Spenna á Kóreuskaga og við Bandaríkin hefur magnast mikið síðustu vikur og mánuði. Meira »

Wall leitað við strendur Svíþjóðar

Í gær, 14:51 Leit stendur enn yfir af sænsku blaðakonunni Kim Wall sem hefur verið saknað frá því á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Sænsk yfirvöld leita nú við suðurströnd Skáns. Notast er meðal annars við þyrlur og báta við leitina. Meira »

Er ökumaðurinn enn á Spáni?

Í gær, 11:35 Spænska lögreglan veit ekki fyrir víst hvort hinn 22 ára gamli Younes Abouyaaqoub, sem grunaður er um að hafa ekið sendiferðabifreið á gangandi vegfarendur í Barcelona á Spáni fyrir helgi, sé enn í landinu. Þetta kemur fram í frétt AFP. Meira »

Telja sig hafa fundið lík drengsins

Í gær, 10:32 Spænsk yfirvöld telja sig hafa fundið lík hins sjö ára gamla Ju­li­an Al­ess­andro Ca­dm­an, sem hefur verið saknað eftir hryðjuverkin í Barcelona á fimmtudag. Enn á hins vegar eftir að bera formlega kennsl á líkið. Meira »

Merkel: Tyrkir misnoti ekki alþjóðastofnanir

Í gær, 16:58 Angela Merkel Þýskalandskanslari fagnar niðurstöðu spænsks dómstóls um að láta tafarlaust tyrkneskan-þýskan ríkisborgara lausan úr haldi spænsku lögreglunnar. Blaðamaðurinn Dogan Akhanli var handtekinn í fríi á Spáni eftir að Tyrkir gáfu út alþjóðlega handtökuskipun á hann. Meira »

Kona beit á öngulinn

Í gær, 15:51 Karlmaður sem var við veiðar á bryggju í St. Augustine í Flórída fékk heldur óvenjulegan feng á línuna.  Meira »

Julian litli er látinn

Í gær, 14:59 Bresk-ástralski drengurinn sem saknað var eftir hryðjuverkin í Barcelona er látinn. Þetta hafa lögregluyfirvöld staðfest í samtali við AFP-fréttastofuna. Meira »

Hækka framlög til lögreglu

Í gær, 13:18 Framlög sænsku ríkisstjórnarinnar til lögreglu verða á næsta ári hækkuð um tvo milljarða sænskra króna. Verða heildarframlögin þá alls 7,1 milljarður sænskra króna, sem er hæsta framlag til lögreglu á 21. öldinni. Meira »

Forsetafrúin fær friðhelgi

Í gær, 11:18 Grace Muga­be, for­setafrú Simba­bve, hefur nú snúið aftur til heimalandsins eftir að hafa verið sökuð um að ráðast á unga fyrirsætu í Jóhannesarborg. Suðurafríska lögreglan hafði farið fram á að för forsetafrúrinnar frá landinu yrði stöðvuð á meðan málið var til rannsóknar. Meira »

Auka viðbúnað eftir árásirnar

Í gær, 09:49 Spænsk yfirvöld munu auka viðbúnað á fjölförnum stöðum eftir hryðjuverkaárásirnar í Barcelona og Cambrils í vikunni. Fjórtán eru látnir eftir árásirnar, sem hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á. Meira »

Fundu flak USS Indianapolis

Í gær, 08:30 Flak bandaríska herskipsins USS Indianapolis er fundið rúmum 72 árum eftir að það sökk undan ströndum Filippseyja á síðustu dögum síðari heimsstyrjaldarinnar 30. júlí 1945 eftir að skipið hafði orðið fyrir tundurskeytum frá japönskum kafbáti. Meira »

Valdameiri utan Hvíta hússins?

í fyrradag Margir telja að Steve Bannon, sem hætti sem einn helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta fyrir helgi, verði enn valdameiri utan Hvíta hússins en hann var innan þess. Bannon sneri sama dag og hann lét af störfum fyrir forsetann aftur til starfa hjá fréttamiðlinum Breitbarts sem hann stýrði áður en hann hóf að vinna í Hvíta húsinu. Meira »

Hættir vegna kynlífsmyndbands

Í gær, 08:02 Rúmenskur biskup, Corneliu Barladeanu, hefur látið af embætti í kjölfar þess að kynlífsmyndbandi af honum og 17 ára gömlum dreng var dreift á internetinu. Barladeanu var biskup í borginni Husi í austurhluta landsins. Meira »

Skutu grunaðan hryðjuverkamann

í fyrradag Tyrkneskar öryggissveitir skutu til bana í dag grunaðan liðsmann hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams og handtóku fjóra aðra en mennirnir eru grunaðir um skipulagningu á sprengjuárás í landinu. Tveir grunaðir hryðjuverkamenn voru einnig handteknir á fimmtudaginn og hald lagt á skotvopn. Meira »