Myrti þrjár konur í Argentínu

Í gær, 22:13 Leiðbeinandi í slagsmálaíþróttum myrti fyrrverandi kærustu sína, systur hennar og ömmu þeirra í Argentínu í dag.  Meira »

Áfram mótmælt í Póllandi

Í gær, 21:50 Pólverjar héldu í dag áfram mótmælum gegn fyrirhuguðum breytingum á lögum er varða fóstureyðingar.  Meira »

Segja að valdarán hafi verið framið

Í gær, 19:41 Stjórnarandstaðan í Venesúela hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta landsins, hafi framið valdarán með því að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um framtíð Maduro. Meira »

13 létust í rútuslysi í Kaliforníu

Í gær, 19:08 13 manns létu lífið og 31 eru slasaðir eftir að rúta lenti í árekstri við flutningabíl á hraðbraut í suðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum í dag. Meira »

Náðu Bashiqa á sitt vald

Í gær, 18:51 Hersveitir Kúrda hafa gert árásir á svæði Ríkis íslams í norðurhluta Íraks og náð bænum Bashiqa á sitt vald, nærri borginni Mosúl Meira »

Fangaflótti á Haítí

Í gær, 16:54 Að minnsta kosti eitt hundrað fangar sluppu úr fangelsi á Haítí, skammt frá höfuðborginni Port-au-Prince.  Meira »

Hætt að svara Trump

Í gær, 16:08 Forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, Hillary Clinton, segist ekki lengur hafa áhuga á því sem andstæðingur hennar Donald Trump hefur að segja. Hún ætlar þess í stað að einbeita sér að málefnunum. Meira »

Stöðva verður blóðbaðið

Í gær, 14:24 Utanríkisráðherra Frakklands hvetur alþjóða samfélagið til að gera allt sem í þess valdi stendur til að stöðva blóðbaðið í sýrlensku borginni Aleppo. Meira »

Örlög barnanna í höndum Breta

Í gær, 12:52 Keppst er við það í dag að koma sem flestum börnum og ungmennum til Bretlands úr „frumskóginum“, búðum flóttamanna í Calais í Frakklandi, áður en niðurrif búðanna hefst. Í búðunum hafast þeir við sem sækja eftir hæli í Bretlandi. Meira »

Hjálpin barst aldrei til Aleppo

Í gær, 10:16 Bardagar á jörðu niðri og árásir úr lofti voru gerðar í sýrlensku borginni Aleppo í gær og nótt. Friðurinn er úti eftir þiggja sólarhringa vopnahlé sem Rússar lýstu yfir eftir að hafa haldið úti stöðugum árásum á austurhluta borgarinnar vikum saman. Meira »

„Verðum að þora að gera kröfur“

Í gær, 08:57 „Við Danir þurfum að bæta okkur í því að segja frá gildum okkar, gildum sem landið byggir á. Og við verðum að þora að gera kröfur til fólks sem vill verða hluti af dönsku samfélagi,“ segir Margrét Danadrottning í nýrri bók, Dýpstu ræturnar. Meira »

Samþykkja minnihlutastjórn á Spáni

Í gær, 16:17 Stjórnarandstöðuflokkur sósíalista á Spáni hefur ákveðið að samþykkja minnihlutastjórn íhaldsmanna undir stjórn Mariano Rajoy. Sósíalistar á Spáni eru ekki allir sáttir með ákvörðun leiðtoga flokksins Meira »

Níu látnir úr kóleru

Í gær, 14:54 Stjórnvöld í Jemen sögðu frá því í dag að níu hefðu látist úr kóleru í borginni Aden, næststærstu borg landsins. Sjúkdómurinn breiðust nú hratt út í þessu stríðshrjáða landi sem er það fátækasta á Arabíuskaganum. Meira »

Í haldi sjóræningja í tæp fimm ár

Í gær, 13:41 Sómalskir sjóræningjar hafa leyst 26 Asíubúa úr haldi. Tæplega fimm ár eru síðan fólkið var tekið í gíslingu. Þá fóru sjóræningjarnir um borð í fiskiskip þeirra. Áhöfn skipsins Naham 3 sigldi undir ómönskum fána. Skipverjarnir voru teknir höndum í mars árið 2012 suður af Seychelles-eyjum. Meira »

Mátti bera höfuðslæðu í vinnunni

Í gær, 11:12 Svissneskur dómsstóll hefur gert fatahreinsun í landinu að greiða konu, sem sagt var upp fyrir að bera höfuðslæðu í vinnunni, laun aftur í tímann og skaðabætur. Meira »

Hárlaus hamstur fær peysu

Í gær, 09:51 Smávöxnum, hárlausum hamstri í Oregon-ríki í Bandaríkjunum verður ekki kalt í vetur því hann hefur fengið sérprjónaða peysu.  Meira »

Sagðir hafa drepið 284 í Mosúl

Í gær, 08:09 Vígamenn Ríkis íslams söfnuðu saman og drápu 284 karlmenn og drengi er íraski herinn nálgaðist borgina Mosúl fyrir helgi. Vígamennirnir kveiktu í efnaverksmiðju í gær til að hrekja heri bandamanna á brott. Meira »

Segir Trump hafa boðið sér milljón

Í gær, 07:21 Enn ein konan hefur nú stigið fram og sakað forsetaframbjóðandann Donald Trump um kynferðislegt áreiti. Hún segir að Trump hafi kysst sig og faðmað á góðgerðarsamkomu í Nevada án hennar samþykkis. Meira »

Köstuðu grjóti í lögreglu

í fyrradag Franska lögreglan hefur í kvöld lent í átökum við hælisleitendur í flóttamannabúðunum í Calais, sem í daglegu tali eru nefndar Jungle búðirnar. Til stendur að loka búðunum á mánudag og hefur dreifibréfum verið dreift meðal íbúa þar sem fram kemur að þær verði jafnaðar við jörðu. Meira »

Hætta lífinu með því að hringja

í fyrradag Útvarpsstöðin Alghad háir sína eigin baráttu gegn Ríki íslams og íbúar Mósúl hætta lífi sínu með því að hringja í stöðina og miðla frásögnum af gangi mála og lífinu í borginni undir stjórn hryðjuverkasamtakanna. Meira »