Átök eftir fjöldafund Trump

08:46 Stuðningsmönnum og andstæðingum forsetaframbjóðandans Donald Trump lenti saman í borginni San Diego í Kaliforníu nú í morgun. Meira »

Hrapaði í Hudson-ána

08:14 Gömul flugvél úr seinni heimsstyrjöldinni brotlenti í Hudson-ánni milli New York og New Jersey í morgun.  Meira »

Vilja aflýsa Ólympíuleikunum

Í gær, 23:35 Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro ætti að aflýsa eða fresta vegna hættunnar sem stafar af zika-veirunni. Þetta er skoðun 150 lækna, vísindamanna og fræðimanna um allan heim sem sendu í dag frá sér opið bréf þess efnis samkvæmt frétt AFP. Meira »

Fundu sundurlimuð lík í leigubíl

Í gær, 18:59 Lík sex karlmanna fundust nýverið í yfirgefnum leigubíl í vesturhluta Mexíkó. Þrjú þeirra voru án höfuðs og hin sundurlimuð. Ekki liggur fyrir hverjir voru að verki eða af hverjum líkin eru samkvæmt frétt AFP. Málið er í rannsókn lögreglu. Meira »

Fylla flugvélarnar af eldsneyti

Í gær, 16:47 Franska flugmálastjórnin beinir því til flugfélaga að taka nógu mikið flugvélaeldsneyti utan Frakklands til þess að drífa örugglega til Frakklands og aftur til baka. Þetta sagði talsmaður Air France í samtali við AFP-fréttaveituna fyrr í dag. Tilmælin eru komin til vegna mótmæla í landinu við fjölda birgðastöðva. Meira »

Minntist fórnarlamba í Hiroshima

Í gær, 14:47 Barack Obama Bandaríkjaforseti vottaði fórnarlömbum fyrstu kjarnorkusprengjunnar sem var sprengd í Hiroshima samúð sína í heimsókn sinni til japönsku borgarinnar. Meira »

Hringurinn þrengist um EgyptAir-vélina

í gær Leitarteymi á Miðjarðarhafinu hefur numið neyðarsendingu sem talin er koma frá farþegaþotu EgyptAir sem fórst í síðustu viku. Yfirrannsakandi flugslyssins segir að þetta þrengi leitarsvæðið niður í fimm kílómetra radíus. Meira »

Ástralar létu ritskoða SÞ-skýrslu

í gær Allar vísanir til Ástralíu voru fjarlægðar úr lokaútgáfu viðamikillar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar að kröfu þarlendra stjórnvalda. Þau óttuðust að upplýsingar um umhverfisvá í landinu kæmi niður á ferðamannaiðnaðinum þar. Meira »

Bandaríkjaforseti í Hiroshima

í gær Barack Obama varð í dag fyrsti forseti Bandaríkjanna til að heimsækja japönsku borgina Hiroshima eftir að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á hana í síðari heimsstyrjöldinni. Hann segir heimsóknina til marks um hvernig hægt sé að brúa jafnvel sárustu gjár. Meira »

Vaxandi andstaða við refsiaðgerðir

í fyrradag Evrópusambandið stendur frammi fyrir erfiðum viðræðum um framlengingu á refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna vaxandi andstöðu við þær á meðal ríkja sambandsins. Þetta viðurkenndu þýsk stjórnvöld í dag samkvæmt frétt AFP. Meira »

Týnd í 26 daga áður en hún dó

í fyrradag Göngukonan Geraldine Largay sem hvarf á fáförnum hluta Appalachi­an-göngu­leiðarinnar milli Georgia og Maine í Bandaríkjunum sendi sms þar sem hún bað um hjálp og hélt dagbók í 26 daga áður en hún dó. Meira »

Myndband af hópnauðgun skekur Brasilíu

Í gær, 12:45 Lögreglan í Brasilíu leitar nú fleiri en þrjátíu manna sem grunaðir eru um að hafa nauðgað táningsstúlku í Ríó de Janeiro og að birta myndband af grimmdarverkinu á Twitter. Hópnauðgunin hefur hrundið af stað herferð gegn því sem baráttufólk kallar nauðganamenningu í Brasilíu. Meira »

Þrýstir á um breytingar á vinnulöggjöf

í gær Francois Hollande, forseti Frakklands, sagði í dag að hann myndi halda áfram að þrýsta á um óvinsælar breytingar á vinnulöggjöf landsins. Frumvarpinu hefur verið mótmælt víða um Frakkland síðustu daga með verkfallsaðgerðum sem m.a. hafa leitt til eldsneytisskorts. Meira »

G7 telur Brethvarf ógna vexti

í gær Leiðtogar sjö af stærstu iðnríkjum heims segja að kjósi Bretar að ganga úr Evrópusambandinu muni það snúa við vexti í alþjóðlegum viðskiptum, fjárfestingum og störfum. Í lokayfirlýsingu G7-fundarins í Japan er lykiláhersla lögð á hagvöxt til að takast á við ógnir við efnahag og öryggi heimsins. Meira »

Fegurðardrottning falsaði læknisvottorð

í fyrradag Fegurðardrottningin og menntaskólaneminn Madison Cox frá Duncan í South Carolina var handtekin á mánudaginn vegna gruns um að hún hefði falsað fjölmörg læknisvottorð. Meira »

Reyna að finna svörtu kassana

í fyrradag Til stendur að hefja aðgerðir á næstu dögum við að bjarga flugritum farþegaþotu flugfélagsins EgyptAir sem hrapaði í Miðjarðarhafið í síðustu viku með 66 manns um borð en talið er að þeir séu á um þrjú þúsund metra dýpi. Allir um borð létu lífið þegar þotan fórst. Meira »

Íhuga kæru vegna Mein Kampf

í fyrradag Þýskir saksóknarar eru að rannsaka hvort þeir muni leggja fram kæru gegn útgefanda sem ætlar að endurútgefa bók Adolfs Hitlers, Mein Kampf, án þess að láta fylgja með skriflegar athugasemdir um boðskap hennar. Meira »

Trump öruggur með útnefningu

í fyrradag Frambjóðandinn Donald Trump hefur tryggt sér nægilega marga kjörmenn til að fá útnefningu sem forsetaframbjóðandi bandaríska Repúblikanaflokksins. Ástæðan fyrir því er að óbundnir kjörmenn repúblikana hafa heitið því að styðja milljarðamæringinn, samkvæmt talningu fréttastofunnar Associated Press. Meira »

Enn einn harmleikurinn á Miðjarðarhafinu

í fyrradag Talið er að um 30 flóttamenn hafi látið lífið eftir að skip þeirra fór á hliðina á Miðjarðarhafinu í dag skammt frá ströndum Líbýu. Sjötíu og sjö flóttamönnum var bjargað af björgunarsveitum og ítölsku landhelgisgæslunni. Meira »

Hart tekist á um vinnumarkaðsbreytingar

í fyrradag Grímuklædd ungmenni lentu í átökum við óeirðalögreglu í París í dag. Umfangsmikil verkföll voru í landinu í dag og lokaði starfsfólk meðal annars kjarnorkuverum vegna óánægju með fyrirhugaðar breytingar á vinnumarkaðslöggjöf. Meira »