Sökuð um að smygla tæknibúnaði

00:06 Kona var handtekin í dag í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum sökuð um að ætla að smygla tæknibúnaði til heimalands síns Kína en um er að ræða fjárskiptabúnað ætluðum til notkunar í geimnum. Einnig að um að ræða búnað ætlan til hernaðar. Meira »

Duterte lýsir yfir herlögum

Í gær, 23:22 Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, lýsti yfir herlögum í siðurhluta landsins í dag í kjölfar þess að öryggissveitir hans lentu í átökum við vígamenn með tengsl við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams. Fjallað er um málið í frétt AFP. Meira »

Mega eiga von á frekari árásum

Í gær, 22:42 Fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert Gates, varaði við því í dag að vestræn ríki mættu eiga von á frekari hryðjuverkum eins og árásinni sem gerð var í borginni Manchester í Bretland í gærkvöldi sem kostaði 22 manns lífið. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams ættu eftir að sækja í sig veðrið. Meira »

Lögleiðir Taívan samkynja hjónabönd?

Í gær, 21:53 Taívan gæti orðið fyrsta ríkið í Asíu til að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra, en dómstóll í eyríkinu tekur ákvörðun um það á morgun. Meira »

Hætta talin á frekari árásum

Í gær, 20:56 Bresk stjórnvöld hækkuðu viðbúnaðarstigið í landinu í dag í hæsta stig sem þýðir að talin sé að hætta kunni að vera á frekari hryðjuverkum í Bretlandi. Breskir hermenn hafa verið kallaðir út til þess að aðstoða vopnaða lögreglumenn við að tryggja öryggi borgaranna. Meira »

Rannsóknin á Trump vel rökstudd

Í gær, 20:39 Fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, John Brennan, telur rannsókn á mögulegum tengslum kosningateymis Donalds Trump Bandaríkjaforseta og stjórnvalda í Rússlandi vera vel rökstudda. Þetta kom fram í máli hans á fundi leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Meira »

Árásarmaðurinn „rólegur og kurteis“

Í gær, 18:36 „Hann var svo rólegur og kurteis strákur.“ Svona lýsir einn meðlimur líbíska samfélagsins í Manchester hinum 22 ára gamla Salman Abedi sem framdi hryðjuverkaárásina þar í borg í gærkvöldi. Meira »

„Ólýsanlegur samhugur“

Í gær, 18:05 Þúsundir koma nú saman á Albert Square í Manchester til að minnast fórnarlamba hryðjuverkaárásanna þar í borg í gær. 22 létu lífið og 59 slösuðust í árásinni sem var gerð á Manchester Ar­ena-tón­leika­höll­ina við lok tón­leika banda­rísku söng­kon­unn­ar Ari­ana Grande. Meira »

„Við erum ekki hrædd“

Í gær, 16:17 „Sýnum samstöðu og sýnum þeim sem vilja hræða okkur að við erum ekki hrædd,“ segir í tilkynningu um minningarstund sem haldin verður í Manchester í kvöld, þar sem fórnarlamba hryðjuverkanna í borginni í gærkvöldi verður minnst. Meira »

Vann 50 km hlaup í sandölum

Í gær, 15:15 Hin 22 ára María Lorena Ramírez sigraði 500 aðra hlaupara í kvennaflokki í hlaupinu „Cerro Rojo“ í Mexíkó. María var klædd sandölum gerðum úr endurunnu dekkjagúmmíi. María tilheyrir ættbálknum Tarahumara sem þekktur er fyrir afbragðshlaupara. Meira »

„Það eru allir harmi slegnir“

Í gær, 14:25 Hulda Þórsdóttir Simire var stödd í nágrenni Arndale-verslunarmiðstöðvarinnar í miðborg Manchester þegar hún var rýmd nú í morgun. „Við vorum í atvinnuviðtali í húsi beint á móti verslunarmiðstöðinni þegar það var komið inn og okkur sagt að yfirgefa bygginguna það væri verið að hálfloka bænum.“ Meira »

Fundu myndskeið af árásarmanninum

Í gær, 20:06 Lögreglan í Manchester hefur fundið myndskeið úr eftirlitsmyndavélum sem sýnir árásarmanninn Salman Abedi ganga inn í Manchester Arena-tónleikahöllina í gærkvöldi og sprengja sig í loft upp. Talið er að sprengjan hafi verið heimatilbúin og Abedi hafi komið með hana inn í tónleikahöllina í tösku. Meira »

Skar undan meintum nauðgara sínum

Í gær, 18:06 Indversk kona skar getnaðarliminn af karlmanni sem reyndi að nauðga henni á heimili hennar í suðurhluta Indlands. Konan, 23 ára laganemi, var á heimili sínu í borginni Thiruvananthapuram á föstudagskvöldið þegar hún varð að eigin sögn fyrir árás 54 ára gamals karlmanns, samkvæmt frétt breska dagblaðsins Daily Telegraph. Meira »

Árásarmaðurinn var 22 ára

Í gær, 16:31 Maðurinn sem framdi hryðjuverkaárásina í Manchester í gærkvöldi hét Salman Abedi og var 22 ára gamall. Þetta hefur Telegraph eftir bandarískum embættismönnum. Meira »

Amma bjargaði 50 börnum

Í gær, 16:05 Paula Robinson bjargaði rúmlega 50 börnum, sem voru strandaglópar fyrir utan Manchester Arena tónleikahöllina eftir sjálfsvígsárásina í gærkvöldi. Robinson, sem er sjálf amma, tók börnin með sér á hótel, huggaði þau og tók að sér að vera tengiliður fyrir örvæntingafulla foreldra sem óttuðust það versta. Meira »

Ástkona Morales dæmd í fangelsi

Í gær, 14:43 Fyrrverandi ástkona Evo Morales, forseta Bólivíu, hefur verið dæmd í tíu ára fangelsi fyrir spillingu. Gabriela Zapata var einnig sökuð um að hafa leynt syni þeirra Morales frá honum, en komist var að því í málinu að hún hefði ekki sýnt fram á að þau ættu son saman. Meira »

„Ég hef ekki hætt að gráta“

Í gær, 13:29 „Allir voru glaðir á leiðinni út. Síðan heyrði ég háan hvell, sá reyk og heyrði öskur,“ sagði Chris Parker. Hann er 33 ára og er heimilislaus og hefur oft komið í anddyrið á Manchester Arena í lok tónleika, líkt og þeirra sem Ariana Grande hélt í gærkvöldi. Meira »

Annað fórnarlambið: Saffie Rose 8 ára

Í gær, 12:34 Átta ára stúlka, Saffie Rose Roussos, sem var með móður sinni, Lisu Roussos, og systur, Ashlee Bromwich, í Manchester Arena-tónleikahöllinni í gærkvöldi er meðal þeirra 22 sem létust í sjálfsvígsárásinni. Tólf börn undir 16 ára aldri eru meðal þeirra sem særðust í árásinni. Meira »

Georgina var fórnarlamb árásarinnar

Í gær, 11:39 Georgina Callander 18 ára félags- og heilsufræðinemi var í hópi þeirra 22 sem létust í sjálfsvígsárása á tónleikum bandarísku söngkonunar Ariana Grande í Manchester Arena tónleikahöllinni í gærkvöldi. Hún er fyrsta fórnarlamb árásarinnar sem hefur greint hefur verið frá nafni á. Meira »

Tveir handteknir vegna árásarinnar

Í gær, 11:37 Breska lögreglan hefur handtekið 23 ára gamlan karlmann í tengslum við árásina sem var gerð á tónleikum Ariönu Grande í Manchester í gærkvöldi. Tilkynnt var um aðra handtöku tengda rannsókninni nú í hádeginu. Alls létust 22 í árásinni og 59 særðust. Meira »