Hefja afnám Obamacare í janúar

Í gær, 23:04 Bandaríkjaþing ætlar strax í janúar að hefjast handa við að afnema heilbrigðislöggjöf Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, eða um leið og Donald Trump tekur við embætti forseta. Meira »

Syrgðu hetjurnar í hellirigningu

Í gær, 22:30 Íbúar brasilísku borgarinnar Chapeco syrgðu knattspyrnuliðið sitt sem fórst í flugslysi í Kólumbíu á minningarathöfn sem var haldin í dag í hellirigningu. Athöfnin fór fram á knattspyrnuleikvangi liðsins Chapecoense en aðeins tíu dagar eru síðan íbúarnir studdu liðið til dáða á sama leikvangi. Meira »

Óskar eftir náðun forsetans

Í gær, 21:34 Bandarískur hermaður sem er ásakaður um brotthlaup hefur óskað eftir náðun frá Barack Obama Bandaríkjaforseta. Liðþjálfinn Bowe Bergdahl yfirgaf lið sitt í Afganistan árið 2009 og var fangi talibana um fimm ára skeið. Meira »

Óttast að 40 hafi farist í eldsvoðanum

Í gær, 21:25 Óttast er að um fjörutíu manns hafi farist í eldsvoða í rave-teiti sem var haldin í vöruhúsi skammt frá San Francisco í Kaliforníu. Þegar hefur verið staðfest að níu hafi farist en talið er að mun fleiri lík sé að finna á staðnum. Meira »

Samkomulagi náð í Noregi

Í gær, 18:36 Leiðtogum stjórnarflokkanna í Noregi hefur tekist að afla fjárlagafrumvarpi næsta árs meirihlutafylgis á þinginu.  Meira »

Castro lét byggja knattspyrnuvöll

Í gær, 17:57 Fidels Castro, fyrrverandi leiðtoga Kúbu sem lést á dögunum, hefur verið minnst víða um heim sem annaðhvort byltingarhetju eða miskunnarlauss harðstjóra. Íbúarnir í hverfinu hans líta aftur á móti á hann sem vinalegan gamlan karl sem beitti áhrifum sínum til að byggður yrði fótboltavöllur fyrir börnin í hverfinu, tveimur vikum fyrir dauða hans. Meira »

Góðvild í garð óvinarins borgar sig

Í gær, 16:25 Heinrich Steinmeyer, sem var liðsmaður SS-sveitar Hitlers í seinni heimsstyrjöldinni, ánafnaði litlu þorpi í Skotlandi allar eigur sínar við andlát sitt. Gjöfin er þakklætisvottur til íbúa bæjarins Comrie sem sýndu honum einstaka góðvild þegar honum var haldið föngnum í bröggum skammt frá. Meira »

Fjölmennustu mótmælin

Í gær, 14:44 Mörg hundruð þúsund manns komu saman í dag til að mótmæla í miðborg Seoul, höfuðborg Suður-Kór­eu. Er þetta sjötta vik­an sem mót­mæl­end­ur koma sam­an til að lýsa óánægju sinni með Park Geun-hye, for­seta lands­ins. Mótælin eru þau fjölmennustu fram að þessu. Meira »

Fékk hjartaáfall rétt fyrir flugtak

Í gær, 12:22 Flugstjóri farþegaþotu hollenska flugfélagsins KLM fékk hjartaáfall í stjórnklefa vélarinnar skömmu áður en vélin átti að hefja sig til flugs á flugvellinum í Glasgow í Skotlandi. Meira »

Stjórna öflugri áróðursvél

Í gær, 11:42 Vinsælasti flokkur Ítalíu, Fimm stjörnu hreyfing grínistans Beppe Grillo, er sagður hafa ofið net vefsíðna og samfélagsmiðla þar sem gervifréttum, samsæriskenningum og áróðri hliðhollum rússneskum stjórnvöldum er deilt til milljóna manna. Það gæti haft áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna þar um helgina. Meira »

Stór hluti Aleppo á valdi hersins

Í gær, 10:39 Sýrlenski stjórnarherinn hefur náð stórum svæðum í borginni Aleppo á sitt vald, en svæðin voru áður undir stjórn uppreisnarmanna. Sýrlenska mannréttindavaktin segir að herinn hafi náð Tariq al-Bab-hverfinu á sitt vald í gær, en með því hefur opnast leið á milli svæða sem stjórnarherinn hefur á sínu valdi og Aleppo-flugvallar. Meira »

Grænmetisfæði gott fyrir íþróttafólk

Í gær, 17:16 Íþróttamenn sem eru grænmetisætur standa sig jafn-vel eða betur en alæturnar, samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn.   Meira »

Níu fórust í eldsvoða og 13 saknað

Í gær, 15:43 Að minnsta kosti níu fórust og 13 er enn saknað eftir að eldur braust út á skemmtistað í Oakland í Kaliforníu. Að minnsta kosti um 100 manns eru taldir hafa verið á annarri hæð skemmtistaðarins þegar eldurinn braust út. Meira »

Enn deilt um fjárlagafrumvarpið

Í gær, 13:01 Enn reyna leiðtogar stjórnarflokkanna í Noregi að afla fjárlagafrumvarpi næsta árs meirihlutafylgis á þingi. Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn eru í ríkisstjórn og hafa fram að þessu notið stuðning Vinstriflokksins og Kristilega þjóðarflokksins. Meira »

Víðtæk leit að árásarmönnunum

Í gær, 12:06 Víðtæk leit stendur enn yfir í Svíþjóð að tveimur eða þremur mönnum, sem réðust í gærkvöld inn á kaffihús í Rinkeby í norðvesturhluta Stokkhólms og skutu tvo menn til bana. Sá þriðji varð einnig fyrir skoti en hann er ekki talinn lífshættulega slasaður. Meira »

Verður fjölsótt minningarathöfn

Í gær, 11:30 Búist er við að yfir hundrað þúsund manns verði viðstaddir á minningarathöfn um brasilísku knattspyrnumennina sem fórust í flugslysi í Kólumbíu nýverið. Forseti landsins, Michel Temer, vottaði þeim virðingu sína þegar flugvél lenti með lík liðsmannanna innanborðs. Meira »

Kínverjar ósáttir við símtal Trumps

Í gær, 10:00 Utanríkisráðuneytið í Kína hefur lagt fram formlega kvörtun vegna símtals sem Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, átti við forseta Taívans. Meira »

Hermenn til liðs við mótmælendur

Í gær, 08:59 Mörg hundruð fyrrverandi hermenn hafa gengið til liðs við aðgerðasinna í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum til að berjast gegn framkvæmdum við fyrirhugaða olíuleiðslu. Yfirvöld hafa skipað fólkinu að yfirgefa svæðið fyrir mánudag. Óljóst er hvort það muni verða við því. Meira »

Tveir skotnir til bana í Stokkhólmi

Í gær, 07:59 Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru skotnir til bana á kaffihúsi í Rynkeby-hverfinu í norðvesturhluta Stokkhólms í gær. Fram kemur í sænskum fjölmiðlum að mennirnir hafi verið bræður. Árásarmennirnir ganga enn lausir. Meira »

Trump fer gegn utanríkisstefnu Bandaríkjanna

Í gær, 07:44 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur farið gegn 37 ára gamalli utanríkisstefnu bandarískra yfirvalda með því að ræða beint við forseta Taívans. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1979 sem Bandaríkjaforseti gerir þetta, en þá slitu Bandaríkin stjórnmálasambandi við Taívan. Meira »