Rousseff mætir ekki við opnun Ólympíuleikanna

00:00 Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, sem vikið var úr embætti vegna ásakana um spillingu, hefur tilkynnt að hún muni ekki taka þátt í opnunarathöfn Ólympíuleikanna sem hefjast í Ríó í næsta mánuði. Meira »

Clinton hlýtur útnefningu demókrata

Í gær, 23:23 Hillary Clinton hefur tryggt sér útnefningu sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. Clinton hefur þar með brotið blað í sögunni, en hún er fyrsta konan í sögu Bandaríkjanna sem hefur hlotið útnefningu sem forsetaframbjóðandi annars stærstu stjórnmálaflokka landsins. Meira »

Trump með meira fylgi en Clinton

Í gær, 22:59 Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, mældist með tveimur prósentum meira fylgi en Hillary Clinton, frambjóðandi Demókrataflokksins, í nýrri skoðanakönnun sem Ipsos vann fyrir Reuters-fréttastofuna. Er þetta í fyrsta skipti frá því í maímánuði sem Trump mælist með meira fylgi en Clinton. Meira »

Vill starfið þótt hún tali ekki spænsku

Í gær, 22:17 Kennari á Flórída, sem talar enga spænsku, hefur höfðað mál á hendur skólanum sem hún kennir við fyrir að neita henni um starf sem krefst þess að viðkomandi kenni spænsku í klukkutíma á hverjum degi. Meira »

Hillary formlega tilnefnd

Í gær, 21:47 Hillary Clinton hefur verið tilnefnd forsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Það var öldungadeildarþingmaðurinn Barbara Mikulski frá Maryland sem tilnefndi Clinton, en fulltrúadeildarþingmaðurinn John Lewis frá Georgiu studdi tilnefninguna. Meira »

Vill ekki herða hryðjuverkalöggjöfina

Í gær, 21:30 Francois Hollande Frakklandsforseti hafnaði í dag kröfum stjórnarandstöðunnar um að herða enn frekar hryðjuverkalöggjöf. Ráðist var inn í kirkju í Frakklandi í morgun og presturinn myrtur og hefur síðan komið í ljós að annar árásarmannanna hafði áður hlotið dóm fyrir tengsl við hryðjuverkamenn. Meira »

Röktu ránstólin til seljenda

Í gær, 19:16 Þrír New York-búar voru handteknir í dag og ákærðir fyrir að hafa brotið sér leið inn í bankahvelfingar með logsuðutækjum. Höfðu þeir á brott með sér fimm milljónir dala, en ránið þykir áþekkt því sem kemur fyrir í kvikmyndinni Heat með Robert de Niro í aðalhlutverki. Meira »

Vildi að stjórnvöld útrýmdu fötluðum

Í gær, 18:35 Að sögn nágranna Satoshis Uematsus var hann kurteis, brosmildur og hjálpsamur, og því kom þeim verulega á óvart þegar þeir heyrðu að hann hefði myrt 19 íbúa dvalarheimilis fyrir fatlaða. Í ljós hefur komið að drifkraftur Uematsus var djúpstætt hatur á fötluðum. Meira »

Vélarbilun um borð í vél Emirates

Í gær, 17:56 Farþegaþota flugfélagsins Emirates, á leið frá Dubai til Maldíveyja, nauðlenti í Mumbai í dag vegna „tæknilegra örðugleika“. Félagið staðfesti í yfirlýsingu að flugi EK652 hefði verið beint til Mumbai en umrædd vel er af gerðinni Boeing 777-300. Meira »

Telja þremenningana dvelja í Hollandi

Í gær, 16:55 Lögregluyfirvöld í Hollandi hafa beðið fólk að vera á varðbergi vegna þriggja þýskra fyrrverandi meðlima Baader Meinhof-skæruliðasamtakanna, sem hafa verið eftirlýstir í áraraðir og eru grunaðir um röð rána. Meira »

Ölvuðu flugmennirnir lausir úr haldi

Í gær, 15:58 Tveir kanadískir flugmenn sem voru kærðir fyrir að hafa verið drukknir og hagað sér ósæmilega skömmu áður en þeir áttu að fljúga farþegaþotu frá Glasgow til Toronto hafa verið látnir lausir gegn tryggingu. Meira »

Eistar fylla í skarðið fyrir Breta

Í gær, 21:06 Eistland tekur við forsæti ráðherraráðs Evrópusambandsins í júlí 2017 í stað Bretlands, en forsætisráðherrann Theresa May tilkynnti í kjölfar þeirrar ákvörðunar bresku þjóðarinnar að ganga úr Evrópusambandinu að ríkið myndi ekki setjast við stjórnvölinn úr því sem komið væri. Meira »

Björguðu 57 börnum frá smyglurum

Í gær, 19:07 Lögregluyfirvöld í Suður-Afríku tillkynntu í gær að lögregla hefði bjargað 57 börnum sem smyglað hafði verið inn til landsins aftan í vöruflutningabíl frá Malaví. Meira »

Franska lögreglan þekkti árásarmanninn

Í gær, 18:19 Annar árásarmannanna sem réðust inn í kirkju í Frakklandi í morgun og skáru prest á háls hafði verið ákærður og sætt varðhaldi fyrir tengsl við hryðjuverkasamtök. Hann hafði síðan verið látinn laus gegn tryggingu. Meira »

Handtóku hershöfðingja sem þjóna með NATO

Í gær, 17:40 Stjórnvöld í Tyrklandi hafa haldið áfram að herða aðgerðir sínar gegn þeim sem þau telja tengjast valdaránstilraun sem gerð var í landinu 15. júlí sl. og greindi AFP-fréttastofan frá því að háttsettir tyrkneskir hershöfðingjar sem þjóna í Afganistan hefðu verið hnepptir í varðhald, auk þekktra fjölmiðlamanna. Meira »

Dómstólar úrskurða um framboð Corbyns

Í gær, 16:40 Dómstóll í Bretlandi tekur í dag ákvörðun um það hvort Jeremy Corbyn verði á kjörseðlinum í leiðtogakjöri Verkamannaflokksins í Bretlandi. Einn flokksmeðlimur kærði ákvörðun framkvæmdastjórnar flokksins varðandi túlkun á reglum um leiðtogaframboð. Meira »

Í húsi byggðu af þrælum

Í gær, 15:44 Fjölmörg tár féllu undir ræðu Michelle Obama á landsþingi demókrata í Philadelphiu í nótt. David Smith hjá Guardian lýsir því sem svo að Obama hafi gert meira til að sameina og kveikja baráttuelda flokksins en nokkur ríkisstjóri eða þingmaður sem mælt hefur á landsþinginu. Meira »

Fangelsi fyrir að teikna typpi

Í gær, 14:32 Ríflega tvítugri austurrískri konu brá í brún þegar hún kom heim til sín fyrr á árinu og skoðaði húðflúr sem hún hafði fengið karlkyns jafnaldra sinn til þess að setja á hana. Konan hafði óskað eftir því að kínverskt tákn yrði sett á hana en maðurinn, sem er áhugahúðflúrari, ákvað þess í stað að teikna á hana mynd af getnaðarlimi og skrifa ennfremur ókvæðisorð undir hana. Meira »

Handteknir vegna pyntinga og dráps á barni

Í gær, 13:23 Lögregla í Bangladess hefur handtekið tvo til viðbótar í tengslum við dauða níu ára drengs sem var pyntaður með loftpressu í garnverksmiðju í bænum Rupganj. Áður hafði einn maður verið handtekinn, en allir eru þeir starfsmenn í verksmiðjunni. Meira »

Skaut lækninn og svo sjálfan sig

Í gær, 12:52 Sjúklingur skaut lækni sinn á sjúkrahúsi í Berlín í dag. Hann skaut að því loknu sjálfan sig til bana. Læknirinn var fluttur á gjörgæslu þar sem hann lést af sárum sínum. Meira »

Mánudagur, 25.7.2016