Ísrael gerði loftárás á Sýrland

Í gær, 21:58 Herflugvélar frá Ísrael gerðu í dag loftárásir í Sýrlandi eftir að tíu eldflaugum var skotið þaðan á Gólanhæðirnar sem hernumdar eru af Ísraelsher. Gerðu herflugvélarnar meðal annars árás á tvo skriðdreka á vegum sýrlenska stjórnarhersins í norðurhluta hæðanna. Meira »

Rússneskir njósnarar „einstakt fólk“

Í gær, 20:11 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lofað njósnanet Rússa í ríkissjónvarpi Rússlands í dag. Njósnarar Rússa væru einstakt fólk og dyggir þjónar föðurlandsins en forsetinn heimsótti í dag skólabúðir á Krímsskaga fyrir börn á aldrinum 11-14 ára. Sjálfur starfaði hann á sínum tíma fyrir leyniþjónustu Sovétríkjanna. Meira »

Hugðust eyðileggja Panama-skurðinn

Í gær, 22:57 Þýskir nasistar höfðu uppi áform um að eyðileggja Panamaskurðinn á meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð. Þetta kemur fram í skjölum sem hafa verið gerð opinber af alríkislögreglu Chile. Verulegur stuðningur var að finna bæði í Chile og Argentínu við Þýskaland í síðari heimsstyrjöldinni. Meira »

Sprenging í námu kostaði átta lífið

Í gær, 19:32 Sprenging varð í kolanámu við bæinn Cucunuba í Kólumbíu í gærkvöld sem kostaði í það minnsta átta manns lífið. Ekkert hefur spurst til fimm annarra sem voru í námunni. Björgunarsveitir hafa unnið að því síðan í gær að reyna að hafa uppi á þeim. Meira »

Tilkynnti drottninguna til lögreglunnar

Í gær, 19:01 Glöggur áhorfandi að því þegar Elísabetu Bretadrottningu var ekið til þinghússins í London, höfuðborgar Bretlands, á dögunum vegna setningar breska þingsins, veitti því athygli að drottningin var ekki með bílbeltið spennt þar sem hún sat í aftursæti glæsibifreiðar. Meira »

Pútín heimsótti Krímskaga

Í gær, 18:06 „Það er ekki langt síðan Artek gekk í gegnum frekar erfitt tímabil, en núna eru búðirnar að endurfæðast. Og sem alþjóðlegar heilsársbúðir,“ sagði Vladimir Pútín Rússlandsforseti í dag við heimsókn sína í Artek-heilsársbúðirnar á Krímskaga. Úkraínsk stjórnvöld gagnrýndu heimsókn Pútíns til Krímskaga. Meira »

Fyrsta konan í lífvarðasveit drottningar

Í gær, 16:37 Nafn hinnar 24 ára gömlu Megan Couto mun á mánudag fara í sögubækurnar, en þá verður hún fyrsta konan í sögu Buckingham-hallar í London til að ganga í raðir lífvarða Bretadrottningar. Meira »

Tölvuárás á breska þingið

Í gær, 15:37 Tölvuárás hefur verið gerð á breska þingið með þeim afleiðingum að þingmenn hafa ekki getað nálgast tölvupóstinn sinn án þess að vera staddir í þinghúsinu. Meira »

Banna Pride-göngu í Istanbúl

Í gær, 14:11 Tyrknesk yfirvöld hafa bannað árlega Gay Pride-göngu í Istanbúl, sem átti að fara fram á morgun, vegna öryggisráðstafana.   Meira »

Sat saklaus í fangelsi í 36 ár

Í gær, 12:41 John Floyd, 67 ára gamall maður frá New Orleans í Bandaríkjunum, hefur verið látinn laus úr fangelsi eftir að hafa setið saklaus inni í 36 ár. Meira »

Katarar hafna öllum kröfunum

Í gær, 11:00 Utanríkisráðherra Katar hafnar öllum þeim þrettán kröfum sem fjögur ríki á Arabíuskaga hafa sett fyrir því að viðskiptabönnum á landið verði aflétt. Hann segir kröfurnar ekki raunhæfar og óframkvæmanlegar. Meira »

Hætta að kenna þróunarkenninguna

Í gær, 17:33 Þróunarkenningin verður ekki kennd áfram í tyrkneskum skólum en það er liður í áformum stjórnvalda um að taka út „umdeild“ málefni úr kennslu. Rökstuðningur stjórnvalda er að nemendurnir hafi ekki nægilega mikla þekkingu til að skilja og vinna úr gagnstæðum sjónarmiðum um kenninguna. Meira »

Myrti fimm með of stórum skömmtum

Í gær, 16:06 Ríkissaksóknari Oklahoma-ríkis Bandaríkjanna hefur ákært 67 ára kvenkyns lækni fyrir fimm morð. Hún er sökuð um að hafa skrifað upp á hættulega mikið magn lyfja til sjúklinga sinna án þess að þeir þyrftu á að halda sem er talið hafa leitt til andláts að minnsta kosti fimm einstaklinga. Meira »

Myrtu ungling vegna nautakjöts

Í gær, 15:13 Lögreglan á Indlandi hefur handtekið karlmann í kjölfar þess að múgur réðst á 15 ára ungling með þeim afleiðingum að hann var stunginn til bana. Talið er að ástæða þess að drengurinn var myrtur sé ásökun um að hann hefði meðferðis nautakjöt. Meira »

Foreldrar ákærðir fyrir manndráp af gáleysi

Í gær, 13:43 Foreldrar fimm ára drengs, sem drukknaði í skemmtigarði í bænum Hinckley í Bretlandi í júlí á síðasta ári, hafa verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi. Drengurinn, Charlie Dunn, fannst látinn í stöðuvatni í garðinum og lést skömmu síðar á sjúkrahúsi. Meira »

Martha er ljótasti hundur heims

Í gær, 11:55 Martha er risastór löt tík sem prumpar í sífellu. Og nú hampar hún titlinum ljótasti hundur heims. Henni var reyndar slétt sama og lyfti ekki einu sinni höfði við tíðindin. Meira »

Tugir neita að yfirgefa turnana

Í gær, 10:39 650 Lundúnabúum var gert að yfirgefa íbúðir sínar í dag vegna þess að brunavörnum í húsum þeirra er ábótavant. Að minnsta kosti 83 harðneituðu að yfirgefa heimili sín. Meira »

Fimm látnir og 120 saknað

Í gær, 10:38 Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir gríðarstóra aurskriðu í suðvesturhluta Kína í dag. Yfir 120 er enn saknað. Skriðan féll á þorpið Xinmo í Sichuan-héraði, en talið er að minnst 62 hús liggi undir aurnum. Meira »

Þriðji blaðamaðurinn látinn

Í gær, 09:57 Franski blaðamaðurinn Veronique Robert sem slasaðist þegar jarðsprengja sprakk í borginni Mósúl í Írak fyrr í vikunni er látinn. Þessu greinir vinnuveitandi hans, France Televisions, frá í yfirlýsingu í dag að því er fram kemur á fréttaveitu AFP. Meira »

Talin af en fannst á lífi

Í gær, 07:35 Kona sem óttast var að hefði brunnið inni í eldsvoðanum í Grenfell-turninum í London hefur fundist á lífi. Hún var eitt þeirra fórnarlamba sem flutt voru slösuð á sjúkrahús en upplýsingar um það höfðu ekki borist til eyrna allra. Meira »