Vonbrigði í herbúðum Fillon

18:53 Talsmaður Francois Fillon, frambjóðanda mið- og hægrimanna, segir að það séu gríðarleg vonbrigði fyrir Fillon að hafa fallið út í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna. Meira »

Macron mætir Le Pen

18:27 Útgönguspár benda til þess að miðjumaðurinn Emmanuel Macron og Marine Le Pen hafi borið sigur úr býtum í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna. Þau muni því mætast í seinni umferðinni sem fer fram 7. maí. Meira »

Hjálparsamtök í samvinnu með smyglurum

17:42 Ítalskur saksóknari sakar hjálparsamtök sem bjarga flóttamönnum við Miðjarðarhafið um samvinnu við smyglara. Carmelo Zuccaro, saksóknarinn, fullyrti við dagblaðið La Stampa að hann byggi yfir sönnunum þess efnis og benti meðal annars á símtöl sem færu á milli Líbýu og til björgunarbáta starfsmanna hjálparsamtakanna. Meira »

Rússar sagðir hafa hlerað Dani

17:41 Varnarmálaráðherra Danmerkur segir að rússnesk stjórnvöld hafi hlerað samskipti danska hersins og ráðuneytisins á árunum 2015 og 2016. Þetta segir Claus Hjort Frederiksen í samtali við Berlingske. Meira »

Macron sagður leiða í Frakklandi

16:57 Kjörstaðir fjölmennustu borga Frakklands lokuðu klukkan íslenskum tíma og er útlit fyrir að kjörsókn verði svipuð og við síðustu kosningar, um 80 prósent, þrátt fyrir spár um slæma kjörsókn í aðdraganda kosninganna. Belgíski miðillinn RTBF segir Emmanuel Macron leiða í útgönguspám. Meira »

Segja snjallsímann trufla fjölskyldulífið

16:04 Það hefur mikil og truflandi áhrif á fjölskyldulífið þegar foreldrar eru mikið í snjallsímum sínum á heimilinu. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar þar sem ungmenni á aldrinum 11-18 ára í Bretlandi voru spurð út í tækjanotkun foreldranna. Meira »

Trump minntist ekki á hlýnun jarðar

13:13 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýndur fyrir að minnast ekki á hlýnun jarðar í yfirlýsingu sinni vegna dags jarðarinnar sem var haldinn í gær. Meira »

Hóta að granda flugmóðurskipinu

10:57 Norðurkóresk yfirvöld heita því að sökkva flugmóðurskipi Bandaríkjanna, USS Carl Vinson, til að sýna hernaðarlegan styrk landsins. Skipið er nú á leið að Kóreuskaga ásamt japönskum tundurspillum, en flotinn hyggst stunda þar æfingar, þangað sem hann er væntanlegur innan fárra daga. Meira »

Kæra fái Ann Coulter ekki að mæta

10:09 Nemendur við Berkeley-háskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum, sem buðu Ann Coulter, hægrisinnuðum samfélagsrýni og rithöfundi, að flytja erindi á háskólasvæðinu, hóta nú að kæra háskólann ef skólayfirvöld finna ekki viðeigandi tíma og vettvang fyrir hana til að halda erindið. Meira »

Bandaríkjamaður handtekinn í N-Kóreu

09:23 Bandarískur ríkisborgari hefur verið handtekinn í Norður-Kóreu eftir að hann reyndi að yfirgefa landið. Þetta kemur fram í suðurkóreskum fjölmiðlum. Hann er þriðji Bandaríkjamaðurinn sem er handtekinn í Norður-Kóreu á tiltölulega skömmum tíma. Hinir tveir voru dæmdir til margra ára þrælkunarvinnu. Meira »

Helmingur styður Íhaldsflokkinn

08:06 Helmingur Breta styður Íhaldsflokk Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, samkvæmt nýrri skoðanakönnun.  Meira »

Studdi andstæðing sinn í mark (myndskeið)

14:22 Það var sannkallaður íþróttaandi sem ríkti í London-maraþoninu sem fram fór í dag, en myndskeið af því þegar hlaupari styður uppgefinn keppinaut sinn í mark hefur vakið mikla athygli. Meira »

Corbyn vill fjölga frídögum

11:15 Verkamannaflokkurinn í Bretlandi, sem er í stjórnarandstöðu, ætlar að fjölga almennum frídögum um fjóra ef hann vinnur þingkosningarnar í júní. Meira »

Kjörsókn meiri en árið 2012

10:40 Kjörsókn í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi hefur verið aðeins meiri en þegar forsetakosningar fóru síðast fram árið 2012. Meira »

Söguleg ökuferð 12 ára drengs stöðvuð

09:46 Tólf ára drengur sem ætlaði að keyra þvert yfir Ástralíu í gegnum afskekkt svæði var stöðvaður af umferðarlögreglunni eftir að hafa ekið rúmlega eitt þúsund kílómetra leið. Meira »

Bloggari stunginn til bana

08:51 Frjálslyndur bloggari, Yameen Rasheed, var stunginn til bana í Male, höfuðborg Maldives-eyja í Indlandshafi, í nótt. Hann var 29 ára. Meira »

Jarðskjálfti gekk yfir Chile

07:47 Jarðskjálfti af stærðinni 5,9 gekk yfir Chile í nótt. Engar tilkynningar hafa borist um meiðsli fólks eða eignatjón.  Meira »

Mikil öryggisgæsla í Frakklandi

07:32 Mikil öryggisgæsla verður í Frakklandi í dag vegna forsetakosninga sem þar eru hafnar. Um 50 þúsund lögreglumenn og sjö þúsund hermenn verða á varðbergi víðs vegar um landið til að tryggja að allt gangi vel. Þrír dagar eru liðnir síðan lögreglumaður var skotinn til bana í París. Meira »

„Þeir drápu marga vini mína“

Í gær, 22:58 Mikil sorg ríkir í Afganistan eftir árás á herstöð sem talibanar stóðu fyrir þar sem yfir eitt hundrað hermenn létust eða særðust. Ashraf Ghani, forseti Afganistans, sagði að árásin, sem var gerð skammt frá borginni Mazar-e-Sharif, hafi verið gerð þvert á mannleg gildi eða kenningar islam. Meira »

„Reiðar eiginkonur" mótmæltu í París

Í gær, 22:15 Hundruð manna tóku þátt í mótmælagöngu sem var skipulögð af eiginkonum lögreglumanna í París. Markmiðið var að sýna lögreglunni stuðning eftir að einn lögreglumaður var drepinn á breiðgötunni Champs Elysee í París. Meira »