Laus úr haldi en flutt á sjúkrahús

09:12 Bandarísk kona sem, ásamt eiginmanni og þremur börnum, var bjargað úr höndum Pakistana í síðustu viku, hefur verið flutt á sjúkrahús. Eiginmaður konunnar, Kanadamaðurinn Joshua Boyle, sagði AP frá þessu í tölvupósti. Meira »

„Við erum öll Jordi“

09:00 Um 200.000 manns söfnuðust saman í Barcelona í gær til að mótmæla handtöku tveggja leiðtoga katalónskra aðskilnaðarsinna. Meira »

Ráðgátan leyst – fannst hjá Ellen

08:43 Ráðgátan er leyst – öryggsivörðurinn Jesus Campos er kominn fram. Þannig hefst frétt Los Angeles Times í gærkvöldi en Campos er sá sem árásarmaðurinn skaut á hótelinu í Las Vegas áður en hann skaut 58 manns til bana og særði tugi. Margir þeirra eru enn á sjúkrahúsi og í lífshættu. Meira »

Skotmörkin voru stjórnmálamenn og moskur

07:19 Öfgahópurinn sem var handtekinn í Frakklandi í gær ætlaði sér að ráðast á stjórnmálamenn og moskur. Meðal skotmarka eru talsmaður ríkisstjórnarinnar og leiðtogi þeirra sem eru lengst til vinstri í frönsk­um stjórn­mál­um, Jean-Luc Melenchon. Meira »

Völd Xi aukast enn

06:17 Flokksþing kínverska Kommúnistaflokksins hófst í morgun og er talið að völd Xi Jinping, forseta Kína, sem er álitinn valdamesti leiðtogi landsins frá því að Maó formaður og síðar Deng Xiaoping sátu við stjórnartaumana, aukist enn frekar á þinginu. Meira »

Sprenging á lögreglustöð í Svíþjóð

05:47 Öflug sprengja sprakk í anddyri lögreglustöðvarinnar í Helsingborg á Skáni skömmu eftir miðnætti að staðartíma, rúmlega 22 í gærkvöldi að íslenskum tíma. Enginn slasaðist í sprengingunni og leitar lögregla vitna að atburðinum. Meira »

Pyntaður og seldur í þrældóm

Í gær, 23:34 Hann var pyntaður, seldur í þrældóm í þrígang og er enn í dag ofsóttur af minningum um að hafa séð frænda sinn drukkna. Átján ára gamli Bangladessbúinn Khaled Hossain óttast að hann muni aldrei jafna sig á þeim áföllum sem hann varð fyrir á leið sinni til Evrópu. Meira »

Weinstein varð brjálaður við höfnunina

Í gær, 22:53 Breska leikkonan Lena Headey, sem leikur Cersei Lanister í þáttunum Game of Thrones, hefur nú bæst í hóp þeirra leikkvenna sem hafa sakað kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni. Þá hefur Reese Witherspoon lýst því er leikstjóri misþyrmdi henni 16 ára gamalli. Meira »

Saunders hlýtur Man Booker-verðlaunin

Í gær, 22:00 Bandaríski rithöfundurinn George Saunders hlaut í dag Man Booker-verðlaunin fyrir skáldsögu sína Lincoln in the Bardo. Saunders er þar með annar bandaríski rithöfundurinn til að hljóta þessi 50.000 punda verðlaun. Meira »

Trump fellur á lista Forbes

Í gær, 19:58 Donald Trump hefur fallið um 92 sæti á lista Forbers yfir ríkasta fólk Bandaríkjanna. Eignir forsetans hafa minnkað um 600 milljón bandaríkjadollara frá því að listinn var síðast uppfærður en Trump er nú í 248. sæti listans. Meira »

Fundu fornt hringleikahús

Í gær, 16:50 Fornt hringleikahús frá tímum rómaveldisins fannst nýverið grafið undir vesturveggnum á Wilson’s Arch á Musterishæðinni í Jerúsalem. Ísraelskir fornleifafræðingar grófu hringleikahúsið upp sem tók um 200 manns í sæti. Meira »

Trump birtir myndband af múrnum

Í gær, 23:55 Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í kvöld myndband á Twitter-síðu sinni sem hann segir sýna frumgerð múrsins sem rísa eigi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þá setti alríkisdómarinn á Hawaii lögbann á ferðabann Trumps í kvöld, en um er að ræða þriðju tilraun Trump til að banna ferðalög íbúa 7 múslimaríkja til Bandaríkanna. Meira »

Norðmenn semja lag til íslenska landsliðsins

Í gær, 23:07 Lagið „Allt fyrir Ísland“, gjöf Norðmanna til íslensku þjóðarinnar og fótboltalandsliðsins frækna, var frumflutt í norsku sjónvarpi í gærkvöldi og má sjá hér hvernig til tókst. Meira »

Önnu Frank búningur vekur reiði

Í gær, 22:10 Hrekkjavökubúningur sem á koma börnum og unglingum í gervi gyðingastúlkunnar, Önnu Frank, eins frægasta fórnarlambs helfararinnar, hefur verið gagnrýndur mikið á samfélagsmiðlum frá því að hann birtist fyrst sem hluti af búningaúrvali netverslana fyrir hrekkjavökuna. Meira »

McCain óttast ekki Trump

Í gær, 20:49 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er aftur kominn í opinberar deilur við öldungardeildarþingmanninn John McCain. Trump hótaði honum í raun hálfpartinn í útvarpsviðtali í dag eftir að sá síðarnefndi sakaði hann um falska þjóðernishyggju í ræðu á mánudag. Meira »

Búnir að ná Raqqa á sitt vald

Í gær, 19:05 Sýrlenskar hersveitir sem njóta stuðnings Bandaríkjahers hafa náð borginni Raqqa á sitt vald. BBC segir þar með hafa verið bundin enda á þriggja ára stjórnartíð hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams í borginni, en hún var lengi eitt þeirra helsta vígi í Sýrlandi. Meira »

Ætluðu að myrða franska stjórnmálamenn

Í gær, 16:44 10 manns á aldrinum 17 til 25 ára voru handteknir í suðaustur Frakklandi og í París vegna gruns um að hafa í hyggju að myrða stjórnmálamenn, samkvæmt heimildum AFP-fréttastofunnar. Meira »

Á yfir höfði sér lífstíðar fangelsi

Í gær, 16:35 Bandarískur flutningabílstjóri á yfir höfði sér lífstíðar fangelsisdóm fyrir að smygla fólki. Hann hefur játað að hafa keyrt flutningabíl með ólöglega innflytjendur frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 10 manns létust í miklum þrengslum í bílnum þar sem súrefni var af skornum skammti og engin loftkæling. Meira »

Erfinginn væntanlegur í apríl

Í gær, 14:06 Vilhjálmur prins og Katrín hertogaynja hafa tilkynnt að von er á barni þeirra í heiminn í apríl. Í byrj­un sept­em­ber var til­kynnt um að þau Katrín og Vil­hjálm­ur ættu von á sínu þriðja barni. Meira »

Hafa náð tökum á skógareldunum

Í gær, 16:07 Rigning og hægari vindur hefur gert slökkvistarf auðveldara í Portúgal og á Spáni en þar hafa mannskæðir skógareldar geisað í síðustu daga. Alls hefur 41 látist í skógareldunum þar af 37 á Portúgal og fjórir á Spáni. Meira »

Þöggun blaðamanna fer með frelsið

Í gær, 13:29 Sonur maltnesku blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia segir að hún hafi verið ráðin af dögum vegna skrifa sinna. Hann hljóp í örvæntingu í kringum bílinn sem stóð í ljósum logum í gær og líkamsleifar móður hans útum allt. Dóra Mezzi hefur þekkt Daphne lengi og segir hana einstaka manneskju. Meira »