Fornleifafræðingar lausir úr haldi

Í gær, 23:39 Tveimur þýskum fornleifafræðingum sem var rænt við störf sín í norðurhluta Nígeríu eru lausir úr haldi. Þeir eru í þýska sendiráðinu í Nígeríu og líður eftir atvikum vel, að sögn ráðuneytisins. Meira »

Ætluðu að vísa sagnfræðingi úr landi

Í gær, 20:55 Bandarískir tollverðir héldu frönskum sagnfræðingi í 10 klukkustundir á alþjóðaflugvellinum í Houston í Texas og hótuðu að vísa honum úr landi. Sagnfræðingurinn, Henry Rousso, var kominn til borgarinnar til að sækja þar ráðstefnu. Meira »

Ógnuðu eftirlitsmönnum ÖSE

Í gær, 20:21 Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur fordæmt atvik sem átti sér stað í austurhluta Úkraínu þar sem uppreisnarmenn, sem eru hliðhollir stjórnvöldum í Rússlandi, stöðvuðu almenna eftirlitsmenn á vegum Öryggis- og samvinnustofnum Evrópu, ÖSE, og skotið á þá. Meira »

Eldur í húsi flóttamanna

Í gær, 19:19 Að minnsta kosti 20 slösuðust þegar eldur braust út í húsnæði flóttamanna í Vänersborg í Svíþjóð í morgun. Einn er alvarlega slasaður. Að minnsta kosti tveir neyddust til að hoppa út um glugga til að bjarga lífi sínu. Þeir voru fluttir á sjúkrahús með áverka eftir fallið. Meira »

Lést kvalafullum dauða á 15-20 mínútum

Í gær, 17:06 Kim Jong-nam, hálfbróðir einræðisherra Norður-Kóreu, lést kvalafullum dauða á 15-20 mínútum eftir að á hann var skvett talsverðu magni af eiturefninu VX. Meira »

Ökumaðurinn yfirheyrður

Í gær, 16:50 Þýska lögreglan rannsakar nú hvers vegna 35 ára gamall þýskur námsmaður ók bifreið á hóp vegfarenda í borginni Heidelberg í gær með þeim afleiðingum að einn lést og tveir slösuðust. Lögreglan segir að þetta hafi ekki verið hryðjuverkaárás. Meira »

36 ár síðan forsetinn mætti ekki

Í gær, 15:40 36 ár eru liðin síðan Bandaríkjaforseti þáði ekki boð um að mæta í árlegan kvöldverð Samtaka fréttamanna Hvíta hússins.  Meira »

Bifreið ekið inn í mannfjölda

Í gær, 10:26 Alls slösuðust 28 þegar bifreið var ekið inn í mannfjölda í skrúðgöngu í New Orleans í Bandaríkjunum.  Meira »

Einn látinn eftir árás í Þýskalandi

í fyrradag Einn er látinn eftir árásina sem var gerð í þýsku borginni Heidelberg í dag þegar bíl var ekið á hóp gangandi vegfarenda.  Meira »

Svíar kannast ekki við „sérfræðinginn“

í fyrradag Yfirvöld í Svíþjóð segjast ekkert kannast við Nils Bildt, sem var í viðtali hjá Fox News sem „sænskur ráðgjafi öryggis- og varnarmála“. Þá hefur einnig komið á daginn að Bildt hefur komist í kast við lögin og á sér afbrotasögu í Bandaríkjunum. Meira »

Munu hefna fyrir árásir í Homs

í fyrradag Sýrland mun hefna fyrir mannskæðar árásir á öryggissveitir í borginni Homs þar sem tugir manna fórust, að sögn sendiherra Sýrlands sem á aðild að friðarviðræðum hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf. Meira »

Tíu árásir á flóttamenn daglega

Í gær, 15:55 Að meðaltali voru um 10 árásir gerðar á dag á flóttamenn í Þýskalandi á síðasta ári, samkvæmt innanríkisráðuneytinu. Alls voru gerðar 3.533 árásir á flóttamenn og húsnæði þeirra árið 2016, þar af voru gerðar 2.545 árásir á einstaklinga. 560 manns slösuðust vegna ofbeldisins, þar af 43 börn. Meira »

Þúsundir minntust Nemtsov

Í gær, 14:30 Þúsundir komu saman í miðborg Moskvu, höfuðborgar Rússlands, til að minnast stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov sem var skotinn til bana við Kreml fyrir tveimur árum. Meira »

Trump mætir ekki í árlegan kvöldverð

í fyrradag Donald Trump Bandaríkjaforseti verður ekki viðstaddur árlegan kvöldverð Samtaka fréttamanna Hvíta hússins. Hefð er fyrir því að forseti Bandaríkjanna mæti í kvöldverðinn þar sem gert er góðlátlegt grín að honum. Auk blaðamanna sem fjalla um Hvíta húsið og forsetann hefur frægt fólk mætt á samkomuna. Meira »

Áreitt út af gagnkynhneigð sinni

í fyrradag Körfuboltakonan fyrrverandi Candice Wiggins hristi duglega upp í bandarísku atvinnudeildinni, WNBA, í vikunni þegar hún lýsti því yfir að hún hefði hrökklast burt úr deildinni vegna kynhneigðar sinnar. Wiggins er gagnkynhneigð. Meira »

Bíl ekið á gangandi vegfarendur

í fyrradag Þrír slösuðust þegar bíl var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í borginni Heidelberg í suðurhluta Þýskalands. Að sögn lögreglunnar hefur ökumaðurinn verið handtekinn. Meira »

Má ekki fara til Bandaríkjanna

í fyrradag Khaled Khatib, sýrlenskum kvikmyndagerðarmanni, hefur verið bannað að koma til Bandaríkjanna. Khatib er 21 árs gamall og er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir heimildarmynd sína um stríðið í Sýrlandi en hann hugðist fara á hátíðina. Meira »

Tugir látnir eftir árásir

í fyrradag Að minnsta kosti 32 létust í sjálfsvígssprengjuárásum og árásum vopnaðra manna á öryggissveitir í borginni Homs í Sýrlandi. Sýrlenska ríkissjónvarpið segir að yfirmaður leyniþjónustu hersins á svæðinu sé á meðal þeirra sem létust. Meira »

„Ógn við lýðræðið“

í fyrradag „Þetta er ógn við lýðræðið,“ segir New York Times sem er einn af mörgum fjölmiðlum sem fordæma aðgerðir Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta í garð fjölmiðla. Í gær meinaði Hvíta húsið þó nokkr­um banda­rísk­um fjöl­miðlum aðgang að dag­leg­um blaðamanna­fundi. Meira »

Ók með lík á framrúðunni

í fyrradag Dómstóll í Kaliforníu hefur dæmt konu í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið gangandi manni að bana í umferðinni. Konan, sem ók bifreið undir áhrifum áfengis, ók rúma þrjá kílómetra á meðan lík mannsins lá á framrúðunni. Meira »