Ætlar ekki að reka Mueller

06:40 Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir ekkert hæft í fréttum af því að hann hafi ætlað sér að reka Robert Mueller, sérstakan saksóknara sem fer með rannsókn á afskiptum Rússa að forsetakosningunum þar í landi í fyrra. Meira »

Rafmagnslaust á fjölfarnasta flugvellinum

06:06 Aflýsa hefur þurft þúsundum flugferða um Hartsfield-Jackson flugvöllinn í Atlanta vegna rafmagnsleysis. Flugvöllurinn er sá fjölfarnasti í heimi en á hverjum degi fara 250 þúsund farþegar um flugvöllinn. Meira »

Spáir sigri í Sýrlandi fyrir febrúarlok

Í gær, 19:34 Emmanuel Macron, forseti Frakkalands, spáir því að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við ríki Íslams verði hrakin frá Sýrlandi fyrir febrúarlok á næsta ári. Búið sé að brjóta samtökin á bak aftur í Írak og nú sé bara Sýrland eftir. Meira »

Kosið um að hafna ákvörðun Trumps

Í gær, 19:26 Á morgun verður kosið í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um uppkast að samþykkt þar sem synjað er þeirri ákvörðun Donalds Trumps að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Meira »

Fjórir nýburar létust með 90 mínútna millibili

Í gær, 19:07 Lögreglan í Suður-Kóreu rannsakar nú dauða fjögurra nýbura sem létust með innan við 90 mínútna millibili á sjúkrahúsi í höfuðborginni Seúl. Nýburarnir voru allir í hitakassa og virðast þeir hafa fengið hjartastopp. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Meira »

Bresk kona myrt í Líbanon

Í gær, 18:18 Bresk kona að nafni Rebecca Dykes, sem var starfsmaður sendiráðs Breta í Beirút í Líbanon, fannst látin í gærkvöldi. Samkvæmt fréttastofu BBC var hún kyrkt og fannst lík hennar í vegkanti við hraðbraut norður af Beirút. Meira »

11 lögreglumenn féllu í árás talibana

Í gær, 15:02 11 afganskir lögreglumenn hið minnsta létust í árás talibana á tvær eftirlitsstöðvar í suðurhluta Helmands héraðs í Afganistan í dag. Meira »

26 farast í aurskriðum

Í gær, 12:13 26 manns hið minnsta hafa farist í aurskriðum sem féllu í kjölfar þess að hitabeltisstormurinn Kai-Tak fór yfir Filippseyjar á sunnudag. 23 til viðbótar er enn saknað. 87.000 manns hafa orðið að yfirgefa heimili sín og vara almannavarnir við hættu á frekari skriðuföllum og flóðum. Meira »

5 farast í sjálfvígsárás á kirkju

Í gær, 08:57 Fimm manns hið minnsta létust og 15 særðust í árás sjálfsvígsmanna á kirkju í Pakistan í morgun. Árásin átti sér stað í borginni Quetta sem er um 65 km frá landamærum Afganistan. Meira »

Öryggisráðið hafni yfirlýsingu Bandaríkjanna

í fyrradag Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna íhugar nú tillögu, sem Egyptar lögðu fram, um að sú ákvörðun Bandaríkjanna að lýsa Jerúsalem höfuðborg Ísraels hafi ekkert lagalegt gildi og að fella verði hana úr gildi. Meira »

Handtekinn fyrir morð á eiginmanninum

í fyrradag Fyrrverandi eiginkona körfuboltaleikmannsins Lorenzen Wright, sem lék í bandarísku NBA deildinni, var handtekin í Kaliforníu á föstudagskvöld í tengslum við morðið á Wright fyrir sjö árum síðan. Meira »

Pútín þakkaði Trump fyrir aðstoð CIA

Í gær, 17:19 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, þakkaði í dag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að bandaríska leyniþjónustan CIA skyldi láta Rússum í té gögn sem urðu til að hægt var að koma í veg fyrir mannskæð hryðjuverk í Pétursborg í gær. Meira »

Börnin efast um dánarorsök Sherman-hjónanna

Í gær, 13:12 Fjölskylda kanadíska milljarðamæringsins Barrys Shermans og Honey eiginkonu hans dregur í efa fréttir fjölmiðla af dularfullum dauðdaga þeirra. Í yfirlýsingu frá fjölskyldunni segir að enginn nákominn hjónunum trúi því að Sherman hafi myrt konu sína og því næst svipt sig lífi. Meira »

Héldu úti milljón dollara furðuhlutaverkefni

Í gær, 10:14 Bandaríska varnarmálaráðuneytið Pentagon hélt úti leynilegri rannsókn á fljúgandi furðuhlutum (UFO) sem hefur kostað stofnunina milljónir dollara, að því er bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá. Meira »

Mueller með þúsundir pósta frá teymi Trumps

Í gær, 07:58 Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandarísku alríkislögreglunnar FBI í rannsókn á meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum, hefur undir höndum tugi þúsunda tölvupósta frá kosningateymi Donald Trumps að því er BBCgreinir frá. Meira »

Þriðju stærstu eldar frá upphafi

í fyrradag Yfirvöld í Kaliforníu hafa á ný fyrirskipað fólki í Sanda Barbara sýslu að yfirgefa heimili sín vegna mikilla skógarelda. Að sögn veðurfræðinga er hvöss norðanátt sem nú er ríkir yfir líkleg auka kraft eldsins. Eru skógareldarnir orðnir þeir þriðju stærstu í sýslunni. Meira »

Macron gagnrýndur fyrir lúxusafmælisveislu

í fyrradag Emmanuel Macron Frakklandsforseti bauð í dag til afmælisveislu í höll Frans fyrsta Frakklandskonungs, en Macron varð fertugur á fimmutudag. Gagnrýnendur forsetans segja val hans á veislustað gott dæmi um að hann sé úr öllum tengslum við almenning í landinu. Meira »

Slakað á reglum um nethlutleysi

í fyrradag Bandaríska fjarskiptanefndin (e. Federal Communications Commission) hefur samþykkt endurskoðun á reglum um nethlutleysi. Var þetta samþykkt í nefndinni með þremur atkvæðum gegn tveimur. Meira »

Aðmírállinn rekinn eftir hvarf kafbátsins

í fyrradag Yfirmaður argentínska sjóhersins hefur verið rekinn úr starfi í kjölfar þess að kafbáturinn San Juan hvarf með 44 manna áhöfn í hafinu úti fyrir strönd Argentínu í síðasta mánuði. Meira »

Borða og drekka fyrir 294 milljarða

í fyrradag Norska þjóðin hefur ekki leyft sér annað eins hóglífi í desember síðan mælingar hófust hjá hagstofu landsins. Fólksfjölgun og góðæri veldur. Meira »

Ekkert að óttast af hendi nýrrar stjórnar

í fyrradag Enginn hefur neitt að óttast af hendi nýrrar samsteypustjórnar Austuríkis, að því er BBC hefur eftir nýjum innanríkisráðherra landsins. Herbert Kickl, hátt settur liðsmaður Frelsisflokksins, sem mun mynda nýja stjórn með Þjóðarflokkinum, kveðst hafa „mjög, mjög góða tilfinningu gagnvart stjórnarsamstarfinu.“ Meira »