Hafna írskri sameiningarkosningu

21:00 Pólitískir forystumenn á Írlandi og Norður-Írlandi höfnuðu því í dag að þjóðaratkvæðagreiðslur færu fram um sameiningu í kjölfar þeirrar ákvörðunar breskra kjósenda að segja skilið við Evrópusambandið. Fréttaveitan AFP fjallar um þetta. Meira »

Færa áhersluna fram á við

18:53 Þrátt fyrir að niðurstaða Brexit sé önnur en sú sem OECD mælti með þarf áherslan nú að færast til framtíðar og á að eiga við afleiðingar hennar. Svo segir í yfirlýsingu OECD vegna Brexit en þar segir jafnframt að OECD muni gera allt í sínu valdi til að styðja bresku ríkisstjórnina í að gera breytingarferlið eins hnökralaust og mögulegt er. Meira »

„Mikilvægt að halda ró sinni“

17:35 Stuart Gill, sendiherra Breta á Íslandi, segir mikilvægt að allir haldi ró sinni eftir að Breta kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Enn um sinn verði landið hluti af sambandinu í að minnsta kosti tvö ár til viðbótar. Úrslitin segir hann hafa komið mörgum á óvart. Meira »

Hefur áhrif á námsmenn eins og aðra

16:27 „Nú er bara að bíða og sjá. Þetta er svo nýskeð og kannski kom öllum á óvart að þetta myndi fara svona. En þetta kemur til með að snerta fólk í öllum geirum þjóðfélagsins, námsmenn eins og aðra,“ segir Friðrika Harðardóttir, forstöðumaður skrifstofu alþjóðasamskipta við Háskóla Íslands, um ákvörðun Breta að ganga úr Evrópusambandinu. Meira »

Brak hugsanlega úr MH370

16:10 Flugvélarbraki sem talið er að gæti verið úr flugvél Malaysia Airlines, sem hvarf sporlaust í mars 2014, hefur skolað á land á eyju undan austurströnd Afríku. Frá þessu greinir samgöngumálaráðherra Ástralíu, Darren Chester, sem hefur umsjón með leitinni að vélinni. Meira »

Þýski byssumaðurinn með eftirlíkingar

15:45 Gíslatökumaðurinn sem þýska lögreglan skaut til bana í kvikmyndahúsi í Viernheim í gær var ekki vopnaður alvöruskotvopnum. Þýsk yfirvöld hafa borið kennsl á manninn, sem var 19 ára gamall. Meira »

Flugritarnir sendir til Frakklands

14:38 Flugritar þotu EgyptAir, sem hrapaði í Miðjarðarhafið á leið frá París til Kaíró í síðasta mánuði, verða sendir til Frakklands til viðgerðar. Líkt og greint hefur verið frá eru minnisflögur flugritanna skaddaðar eftir brotlendinguna og veruna í sjónum. Meira »

Tæplega 100 manns farast í fellibyl í Kína

13:34 Tæplega hundað manns fórust í fellibyl og hagléli í Jiangsu-héraði í austurhluta Kína og um 800 manns til viðbótar slösuðust í óveðrinu, að því er kínverskir ríkisfjölmiðlar hafa greint frá. Meira »

Sanders mun kjósa Clinton

12:46 Bernie Sanders upplýsti í dag að hann muni kjósa Hillary Clinton, fyrrum keppinaut sinn um útnefningu Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember. Meira »

Skógareldar eyðileggja hundruð heimila í Kaliforníu

12:21 Skógareldar ógna nú um 1.500 byggingum í miðhluta Kaliforníu og hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín.  Meira »

Allir Evrópumenn velkomnir í London

11:43 Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, segir alla Evrópumenn sem búi í Lundúnum „mjög velkomna“ í borginni.  Meira »

Ófrægðu Tyrki í kosningabaráttunni

15:03 Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir að Evrópusambandið verði nú að endurskoða vandlega pólitíska sýn sína eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í Bretlandi í gær. Meira »

Lundúnir lýsi yfir sjálfstæði

13:49 Yfir þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Sadiq Khan, borgarstjóra Lundúna, um að borgin lýsi yfir sjálfstæði frá Bretlandi. Meira »

Yfirgefi ESB sem allra fyrst

13:10 Helstu leiðtogar Evrópusambandsins segjast eiga von á því að Bretar reyni að yfirgefa sambandið sem allra fyrst, sama hve sársaukafullt það verði. Frekari samningaviðræður um tilslakanir til handa Bretum, meðal annars um meiri sjálfstjórn, komi ekki til greina. Meira »

Undirbúa nýja þjóðaratkvæðagreiðslu

12:39 Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, segir að möguleiki á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands „verði að vera á borðinu“. Meirihluti Skota vill að Bretar verði áfram aðilar að Evrópusambandinu. Meira »

Merkel: Fólk haldi ró sinni

11:44 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti í morgun Evrópubúa til þess að halda ró sinni í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi í gær. Meira »

„Gríðarlegt áfall“ fyrir ESB

11:22 Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að fram undan séu erfiðar samningaviðræður á milli Breta og Evrópusambandsins. Bretar þurfi að gera nýjan viðskiptasamning við sambandið áður en þeir ganga formlega úr því, en hins vegar muni þeir ekki fá neitt gefins. Meira »

Brexit: Hvað gerist næst?

09:41 Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að segja skilið við Evrópusambandið. Við tekur flókið, tveggja ára ferli, sem lýst er í Lissabon-sáttmálanum. Margt er þó á huldu um hvernig standa skuli að úrsögninni, enda eru engin dæmi um að aðildarríki hafi sagt sig úr sambandinu. Meira »

Evrópskir andstæðingar ESB fagna úrslitunum

09:38 Andstæðingar Evrópusambandsins í öðrum ríkjum ESB fögnuðu í dag úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar þar sem 51,9% Breta kusu að segja skilið við Evrópusambandið og krefjast nú margir þeirra þjóðaratkvæðagreiðslu heimafyrir. Meira »

„Þetta er stórkostlegt“

09:06 Donald Trump fagnaði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um aðild þeirra að Evrópusambandinu í dag þar sem Bretar kusu að ganga úr sambandinu. Trump er nú staddur í Skotlandi sem er hans fyrsta utanlandsferð síðan hann varð sennilegur frambjóðandi Repúblikana í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember. Meira »