Viðvörunarmerki um vanhæfi Trump

Í gær, 22:35 Mikil spenna er nú gagnvart fyrstu kappræðum þeirra Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, og Donald Trump, frambjóðanda repúblikana sem fara fram á morgun og þrýstingurinn á frambjóðendurna því gríðarlegur. Clinton er sögð fá fjölskyldumeðlimi til að leika Trump í æfingaskyni. Meira »

Segir lögregluna hafa verið skotmark

Í gær, 21:22 Tveir ungverskir lögreglumenn er alvarlega særðir eftir að sprengja sprakk í miðborg Budapest á laugardag. Að sögn ungversku lögreglunnar var um heimagerða flísasprengju að ræða sem var ætlað að valda miklum skaða. Meira »

Refhvörf borðans stjörnum prýdda

Í gær, 19:43 Lögregluofbeldi gegn þeldökku fólki er stórfellt vandamál í Bandaríkjunum. Umræðan um vandann hefur farið stigvaxandi á síðustu árum en á meðan flestir mótmælendur tala um að rísa gegn mannréttindabrotum kýs ruðningsleikmaðurinn Colin Kaepernick að krjúpa á kné. Meira »

1 látinn og 6 særðir eftir skotárásir í Illinois

Í gær, 17:52 Einn lést og sex særðust í tveimur skotárásum í nágrenni Háskólans í Illinois í dag. Fréttastofa CNN segir frumrannsókn lögreglu benda til þess að um tvo aðskilda atburði sé að ræða. Meira »

Ástkonan verður ekki á fremsta bekk

Í gær, 16:29 Mike Pence, varaforsetaefni Donalds Trump, hefur borið til baka fregnir um að Gennifer Flowers, fyrrum ástkona Bills Clinton, verði viðstödd sjónvarpskappræður Trump og Hillary Clinton annað kvöld. Flowers hafði áður sagst ætla að þekkjast boð Trump um að sitja á fremsta bekk. Meira »

Segja stríðsglæpi framda í Aleppo

Í gær, 15:47 Fastafulltrúi Frakka hjá Sameinuðu þjóðunum fullyrðir að stríðsglæpir eigi sér stað í sýrlensku borginni Aleppo. Öryggisráðið fundar nú um loftárásir stjórnarhersins á borgarhluta sem eru á valdi uppreisnarmanna. Sendiherra Frakka segir stríðsglæpina ekki mega líðast án refsinga. Meira »

Vilhjálmur og Katrín í Kanada

Í gær, 14:27 Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans, Katrín Middleton, hófu átta daga opinbera heimsókn til Kanada í gær. Í ferðinni munu hertogahjónin heimsækja náttúruundur og hitta flóttamenn og frumbyggja. Meira »

Unglingsstúlkur grunaðar um hryðjuverkaáform

Í gær, 12:55 Lögreglan í Nice í Frakklandi hefur handtekið tvær unglingsstúlkur vegna gruns um að þær hafi ætlað að fremja hryðjuverk að undirlagi fransks öfgamanns í Sýrlandi. Stúlkurnar tvær búa í sama hverfi og maðurinn sem drap 86 manns í hryðjuverkaárás í borginni á Bastilludaginn. Meira »

Veiðiþjófar valda hruni fílastofnsins

Í gær, 11:08 Fílum í Afríku hefur fækkað um meira en 100.000 á einum áratug og segir Alþjóðanáttúruverndarsambandið að hrunið í stofninum sé það mesta í aldarfjórðung. Ástæðan er fyrst og fremst stóraukinn veiðiþjófnaður en tap búsvæða fílanna leikur einnig sitt hlutverk. Meira »

Sex látnir í sjálfsmorðssprengjuárás

Í gær, 09:24 Að minnsta kosti sex liggja í valnum eftir að sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp í vesturhluta Bagdad í morgun. Átján manns eru sagðir slasaðir, en sprengingin átti sér stað þar sem lítill hópur pílagríma sjíamúslima voru að undirbúa helga mánuðinn muharram í tjaldi. Meira »

Harmar rannsóknir gegn hermönnum

Í gær, 08:54 Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur stigið fram og gagnrýnt að breskir hermenn séu til rannsóknar vegna meintra brota í Írak og Afganistan. Í viðtali við Sunday Telegraph sagðist Blair harma að hermennirnir hefðu mátt sæta þessari meðferð og sagði að rannsóknirnar hefðu aldrei átt að eiga sér stað. Meira »

Deildi skopmynd og var myrtur

Í gær, 14:51 Jórdanskur rithöfundur, sem var ákærður fyrir að misbjóða íslam eftir að hann deildi skopmynd á Facebook-síðu sinni, hefur verið myrtur. Meira »

Áratugi í hjólastól vegna rangrar greiningar

Í gær, 14:04 Portúgalskur maður eyddi 43 árum í hjólastól vegna þess að hann fékk ranga sjúkdómsgreiningu hjá læknum. Eftir lyfjagjöf gat maðurinn gengið á nýjan leik aðeins ári eftir að hann fékk loks rétta greiningu, þá á sextugsaldri. Hann segist ekki bera kala til sjúkrahússins. Meira »

Svisslendingar heimila aukið eftirlit

Í gær, 12:48 Allt bendir til þess að Svisslendingar muni samþykkja að veita yfirvöldum auknar eftirlitsheimildir í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer í dag. Eins og stendur hafa löggæsluyfirvöld ekki undir nokkrum kringumstæðum heimildir til að hlera síma eða fylgjast með tölvupóstsamskiptum. Meira »

Birta myndband af drápinu á Scott

Í gær, 10:33 Lögreglan í Charlotte hefur birt myndbandsupptökur af því þegar lögreglumaður skaut blökkumanninn Keith Scott á þriðjudag. Drápið á Scott leiddi til mótmæla og óeirða í Norður-Karólínu í vikunni. Upptökurnar virðast ekki sýna á afgerandi hátt hvað átti sér stað. Meira »

Sex særðir eftir stunguárás

Í gær, 09:18 Sex einstaklingar voru stungnir á Tremont Street í leikhúshverfi Boston í nótt. Einn særðu er í lífshættu, samkvæmt Boston Globe. Lögregla segist hafa borið kennsl á einn grunuðu en Emerson College sendi út viðvörun til nemenda sinna þar sem fram kom að árásarmennirnir hefðu verið tveir. Meira »

Fyrrverandi ástkona Clintons á fremsta bekk?

Í gær, 08:36 Gennifer Flowers, sem hefur haldið því fram að hafa átt í ástarsambandi við Bill Clinton á 9. áratug síðustu aldar, hefur þegið boð um að sitja á fremsta bekk þegar kappræður Hillary Clinton og Donald Trump fara fram aðfaranótt þriðjudags. Meira »

Morðinginn 20 ára piltur

Í gær, 08:18 Lögregla í Bandaríkjunum hefur handtekið manninn sem grunaður er um að hafa skotið fimm til bana í verslunarmiðstöð i Washington-ríki á föstudag. Maðurinn er Arcan Cetin, 20 ára íbúi bæjarins Oak Harbor, en ekki er talið að hann hafi átt sér vitorðsmenn. Meira »

Öryggisráðið fundar um Aleppo

Í gær, 07:54 Hersveitir Bashar al-Assad Sýrlandsforseta hafa hert umsátur sitt um Aleppo eftir stöðugar loftárásir síðasta sólahring. Tugir eru látnir og nærri 2 milljónir án vatns. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun hittast í dag til að ræða um átökin um Aleppo. Meira »

Hvorugu spáð afgerandi sigri

í fyrradag Sérfræðingar vestanhafs spá því að fyrstu kappræður Hillary Clinton og Donald Trump, sem fara fram klukkan 1 að íslenskum tíma aðfaranótt þriðjudags, muni draga metfjölda að sjónvarpstækjunum, allt að 100 milljónir. Meira »