Riddaralögreglan heimilar hijab

21:03 Kanadíska riddaralögreglan mun leyfa kvenkyns lögreglufulltrúum sem þurfa að klæðast einkennisbúningi að bera höfuðklút eða „hijab.“ Talsmaður yfirvalda í Kanada segir breytinguna eiga að endurspegla fjölbreytileika kanadísks samfélags og um leið laða fleiri múslimskar konur í lögregluna. Meira »

120 látnir eftir jarðskjálftann á Ítalíu

20:40 Tala þeirra sem fórust í öflugum jarðskjálfta á Ítalíu í nótt heldur áfram að hækka. Samkvæmt síðustu tölum fórust að minnsta kosti 120 manns í jarðskjálftanum og 368 eru særðir. Meira »

Leggja lokahönd á friðarsamninga

21:08 Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, tilkynnti í dag að samningamenn kólumbískra stjórnvalda og Farc uppreisnarhópsins vinni nú að lokafrágangi sögulegs samnings. Meira »

Epi-penninn hækkar um 400% á 5 árum

20:17 American Medical Association hefur kallað eftir því að framleiðendur EpiPen, neyðarpenna sem notaður er gegn ofnæmisviðbrögðum, lækki verðið á pennanum en það hefur hækkað úr 100 Bandaríkjadölum í 500 dali á fimm árum. Meira »

Einn látinn og 26 særðir

19:40 Það kváðu við sprengingar og skothvellir þegar árásarmenn réðust inn í bandarískan háskóla í Kabúl í Afganistan í dag. Að minnsta kosti einn lést í árásinni og 26 særðust. Aðeins nokkrar vikur eru síðan tveimur prófessorum var rænt nærri skólanum. Meira »

Tyrkneskir skriðdrekar taka þátt í áhlaupi í Sýrlandi

18:09 Sveitir sýrlenskra uppreisnarmanna tilkynntu í dag að þær hafi náð yfirráðum í landamærabænum Jarablus með aðstoð tyrkneska hersins, en bærinn var áður á valdi hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams. Meira »

Hjó af sér hönd og fót fyrir tryggingakröfu

16:48 Víetnömsk kona hefur viðurkennt að hafa greitt fyrir að láta taka af sér annan fótinn og hluta handleggs til að geta krafið tryggingafélag sitt um bætur að því er fréttavefur BBC greinir frá. Meira »

Vígamenn ráðast á háskóla í Kabúl

15:38 Vígamenn hafa gert árás á Bandaríska háskólann í Afganistan sem er staðsettur í höfuðborginni Kabúl. Starfslið skólans og nemendur eru fastir inni í skólastofum. Meira »

Skrá ekki ungbarnadauða

15:04 Milljónir barna fæðast andavana eða deyja fyrsta mánuðinn eftir fæðingu í heiminum á hverju ári og 330.000 konur deyja af barnsförum samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Skráningu dauðsfallanna er hins vegar verulega áfátt í mörgum fátækjum ríkjum og er barnadauði því algengri en opinber gögn segja til um. Meira »

73 látnir eftir skjálftann á Ítalíu

14:12 Að minnsta kosti 73 manneskjur hafa látið lífið eftir jarðskjálftann sem reið yfir Mið-Ítalíu í nótt. Tilkynnt var um mannfallið á blaðamannafundi í Róm. Björgunaraðgerðir eru í fullum gangi í fjallaþorpunum sem lentu illa í skjálftanum. Meira »

Drepin af tígrisdýri í Kína

13:12 Rannsókn yfirvalda á atviki sem kom upp í dýra- og náttúrulífsgarði í Peking þar sem tígrisdýr varð konu á sextugsaldri að bana hefur leitt í ljós að garðurinn er ekki ábyrgur fyrir því sem skeði heldur hafi ferðamennirnir sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að fara út úr bílnum á svæði þar sem Síberíu-tígrisdýr ganga laus. Meira »

Leita fórnarlamba í húsarústunum (myndband)

17:21 Björgunarsveitir á Ítalíu vinna nú að því hörðum höndum að bjarga fólki úr húsarústum eftir harðan jarðskjálfta í nótt og nýta björgunarsveitir í smáþorpinu Illica m.a. hunda við við að hafa uppi af þeim sem kunna enn að vera á lífi undir rústunum. Meira »

Herða löggjöf um staðgöngumæðrun

15:45 Stjórnvöld á Indlandi hafa samþykkt áætlun sem vinnur að því að banna staðgöngumæðrun í vissum tilfellum. Í gegnum tíðina hefur verið afar vinsælt hjá barnlausum pörum að fara til Indlands í leit að ódýrri og löglegri leið til að eignast barn í gegnum staðgöngumæðrun. Meira »

„Það heyrist ekkert í þeim“

15:15 Guido Bordo, 69 ára, sat sorgmæddur á bekk ásamt bróður sínum í ítalska bænum Illica þar sem mikil eyðilegging varð í jarðskjálftanum í nótt. Meira »

Hermaður lagði á ráðin um hryðjuverk

14:56 Breskur hermaður var handtekinn í morgun grunaður um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Handtakan tengist rannsókn á hryðjuverkum í Norður-Írlandi skv. upplýsingum frá breskum lögregluyfirvöldum. Meira »

Stærsta loftfar heims skemmdist

13:30 Flugstjórnarklefinn í stærsta loftfari heims skemmdist eftir slæma lendingu í öðru tilraunaflugi sínu. Enginn slasaðist, að sögn framleiðanda loftfarsins. Meira »

Einn sá mannskæðasti í sögu Ítalíu

12:58 Að minnsta kosti 38 manns fórust og 150 særðust í jarðskjálftanum á Ítalíu í nótt. Skjálftinn fer í hóp með þeim mannskæðustu sem hafa gengið yfir landið. Meira »

Skaut flóttamann til bana

12:57 Serbneska lögreglan handtók í gærkvöldi veiðimann sem skaut afganskan flóttamann til bana skammt frá landamærum Búlgaríu.  Meira »

Forsætisráðherra á Pokémon veiðum

12:39 Forsætisráðherra Noregs, Erna Solberg, tók hvíld frá fundarstörfum í höfuðborg Slóvakíu, Bratislava, í vikunni til þess að fara á Pokémon veiðar í gamla bænum. Meira »

Skipti sjö sinnum um flokk

11:51 Donald Trump flakkaði sjö sinnum á milli stjórnmálaflokka frá 1999 til 2012 áður en hann gerðist forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri bók sem blaðamenn Washington Post hafa gefið út um Trump sem segir gott að eignast vini ætli menn í framboð. Meira »