Sagði „ég segi af mér" þrisvar

11:21 Framkvæmdastjóri Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, segir að Kirsan Iljúmsjínov, forseti sambandsins, hafi á stjórnarfundi á mánudag lýst því þrívegis yfir að hann segði af sér embætti. Iljúmsjínov segist ekki hafa sagt af sér og ætli ekki að gera það. Meira »

Dyggðugur sonur eða morðingi?

11:19 Dyggðugur sonur eða harðsvíraður morðingi - mál manns sem myrti skuldheimtumann sem hafði beitt móður hans ofbeldi - hefur vakið mikla athygli í Kína. Áfrýjunardómstóll mun kveða upp dóm í vikunni en sonurinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi í undirrétti. Meira »

Eins og að lenda undir lest

10:14 Hús leika á reiðiskjálfi og tilfinningin er sú sama og að lenda undir flutningalest, segir einn viðmælanda ástralska sjónvarpsins þegar hann reynir að lýsa óveðrinu á Hayman eyju sem er fyrir utan Queensland í Ástralíu. Skrímslið Debbie herjar nú á íbúa Queensland. Meira »

Forsíða Daily Mail harðlega gagnrýnd

10:10 „Alveg sama um Brexit, hver vann Legs-it!“ eða „Never mind Brexit, who won Legs-it!“ stóð í hástöfum á forsíðu breska dagblaðsins Daily Mail í dag við hliðina á mynd af fyrsta ráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon og forsætisráðherra Bretlands Theresu May. Meira »

Slær loftslagsmálin út af borðinu

09:58 Donald Trump Bandaríkjaforseti mun í dag undirrita forsetatilskipun sem mun draga úr aðgerðum Bandaríkjamanna í loftslagsmálum í þágu þess að skapa störf, m.a. í kolaiðnaði. Tilskipunin mun ógilda a.m.k. sex tilskipanir Barack Obama sem miðuðu m.a. að því að draga úr kolefnislosun. Meira »

Banna útflutning á brjóstamjólk

09:35 Stjórnvöld í Kambódíu hafa bannað útflutning á ferskri brjóstamjólk eftir fréttaflutning um hvernig fátækar konur í landinu neyðast til þess að selja brjóstamjólk sína til þess að geta framfleytt fjölskyldum sínum. Meira »

Hvað gengur á í Jemen?

08:35 Í tvö ár hefur hrikaleg borgarastyrjöld geisað í Jemen, einu fátækasta ríki heims. Milljónir hafa lagt á flótta, þúsundir hafa fallið og tugþúsundir særst. En hvað gengur eiginlega á? Er von til þess að stríðinu ljúki í bráð og þar með þjáningum heillar þjóðar? Meira »

Snjöll tík leikur á alla

08:08 Border Collie-hundar eru sagðir mjög greindir og ekki er hægt að neita því að tíkin Sue sem býr í Hollandi hefur fundið leið til að fá alla til að leika við sig. Meira »

Félagi Mandela látinn

06:38 Einn þekktasti baráttumaðurinn gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku, Ahmed Kathrada, er látinn 87 ára að aldri. Meira »

Slæmar afleiðingar fyrir Bretland og ESB

Í gær, 23:32 Evrópusambandið og Bretland munu standa frammi fyrir alvarlegum afleiðingum ef Bretar yfirgefa sambandið án þess að samið verði um það. Þetta segir Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, í grein í viðskiptablaðinu Financial Times. Meira »

Engin tengsl við Ríki íslams

Í gær, 22:18 Breska lögreglan sagði í dag að henni hefði ekki tekist að finna nokkur tengsl á milli Khalids Masood, sem framkvæmdi hryðjuverkaárás við breska þinghúsið í London, höfuðborg Bretlands, í síðustu viku, og hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams. Meira »

Ekkja Masood segist miður sín

08:39 Ekkja hryðjuverkamannsins Khalid Masood, sem myrti fjórar manneskjur við breska þinghúsið í Westminster í síðustu viku, segist vera miður sín vegna harmleiksins og fordæmir gjörðir eiginmanns síns. Meira »

Ekki fleiri kökumyndir

08:11 Ráðherra innflytjendamála í Danmörku, Inger Støjberg, segist undrast þau viðbrögð sem hún hefur fengið vegna myndar á Facebook þar sem hún fagnar hertum reglum um komu flóttafólks til landsins með köku. Hún segir að hún muni ekki kaupa aftur köku af þessu tagi. Meira »

35 handteknir eftir óeirðir í París

07:22 Lögreglan í París handtók 35 manns seint í gærkvöldi eftir að óeirðir brutust út í kjölfar mótmæla í asíska hluta borgarinnar. Fólkið var að mótmæla drápi lögreglunnar á kínverskum manni á sunnudagskvöldið. Meira »

Ófreskjan Debbie nær landi

06:18 Fellibylurinn Debbie er kominn að landi í norðausturhluta Ástralíu og er þegar farinn að valda usla. Debbie minnir helst á ófreskju og fer mikinn en vindhraðinn mælist allt að 73 metrum á sekúndu. Meira »

Sagði að blóðið væri tómatsósa

Í gær, 22:49 Breskur hermaður myrti unnustu sína á heimili hennar í enska bænum Bournemouth og sagði síðan tveimur ungum börnum hennar að blóð úr henni væri tómatsósa. Þetta kom fram fyrir dómstóli í Bretlandi í dag þar sem maðurinn, Jay Nava, er ákærður fyrir morðið. Meira »

Feðgar létust í árekstri við lest

Í gær, 20:21 Karlmaður og þriggja ára gamall sonur hans létu lífið í dag þegar bifreið sem þeir voru í lenti í árekstri við járnbrautarlest á mótum vegar og járnbrautarteina í norðurhluta Hollands. Bifreiðin dróst með lestinni um 250 metra segir í frétt AFP. Meira »

Gæti náð hæsta mögulega stigi

Í gær, 19:58 Fellibylurinn Debbie nálgast nú strendur Queensland í Ástralíu óðfluga og mun ná landi innan nokkurra klukkustunda, í kvöld að íslenskum tíma en að morgni þriðjudags í Ástralíu. Jafnvel er búist við að bylurinn nái fimmta og hæsta stigi en hann hefur þegar náð fjórða stigi. Meira »

Nærist um slöngu vegna stríðs

Í gær, 17:28 Eins árs gömul stúlka, Khawla Mohammed að nafni, liggur í rúmi á sjúkrahúsi í Sanaa, höfuðborg Jemen. Slanga hefur verið tengd inn í nef hennar. Hún þjáist af vannæringu en glímir einnig við sýkingu í brjóstholi svo hún á erfitt með að draga andann. Meira »

Fann nýbura grafinn lifandi

Í gær, 17:15 Þorpsbúar í austurhluta Indlands björguðu nýfæddu stúlkubarni á laugardaginn sem hafði verið grafið lifandi. Stúlkan, sem talið er að hafi aðeins verið um sex klukkustunda gömul þegar hún fannst, hafði verið skilin eftir til þess að mæta dauða sínum í grunnri holu. Meira »