Trump tekur Bandaríkin út úr TPP

14:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun síðar í dag undirrita tilskipun þess efnis að Bandaríkjamenn láti af þátttöku sinni í fyrirhuguðum fríverslunarsamningi ríkja við Kyrrahaf sem samið var um í tíð forvera hans í embætti, Baracks Obama. Meira »

Vara við neyslu á brenndu brauði

14:24 Breska matvælaeftirlitið varar fólk við neyslu á efninu akrýlamíð sem verður meðal annars til þegar mjölvarík matvæli eru rist, steikt eða grilluð of lengi á háum hita. Samkvæmt niðurstöðum úr rannsókninni hefur efnið skaðleg áhrif á erfðaefni dýra og getur það því valdið krabbameini. Meira »

Vill ekki sprengja Hvíta húsið

13:46 „Ég er ekki ofbeldisfull manneskja, ég hvet ekki til ofbeldis og það er mikilvægt að fólk heyri og skilji ræðu mína í heild í staðinn fyrir bara eina setningu,“ segir bandaríska tónlistarkonan Madonna á samfélagsmiðlinum Instagram. Meira »

Kynlífsleikföng skaðlausari en barnaleikföng

13:29 Kynlífsleikföng eru ólíklegri til að innihalda hættuleg efni en þau leikföng sem ætluð eru börnum. Þetta er niðurstaða rannsóknar sænskrar eftirlitsstofnunar sem gerð var opinber í dag. Meira »

Tíu látnir og um 30 leitað

13:14 Tíu í það minnsta létu lífið og um 30 er leitað eftir að bátur sökk út af ströndum Malasíu en talið er að báturinn hafi flutt ólöglega innflytjendur frá Indónesíu. Meira »

Sýndu hópnauðgun beint á Facebook

12:54 Grunur leikur á að ungri konu hafi verið nauðgað af þremur mönnum í íbúð í Uppsala í Svíþjóð í gærmorgun og níðingarnir sýnt ofbeldið í beinni útsendingu á Facebook. Meira »

Aflýsa ferðum frá Heathrow vegna þoku

11:40 Aflýsa þurfti um 100 flugferðum frá Heathrow-flugvelli í Lundúnum í morgun vegna þoku. Í tilkynningu frá flugvellinum kemur fram að aflýsa þurfti um 8% áætlaðra flugferða. Meira »

Sérstök lög gætu leyft afsögn keisarans

11:18 Löggjafarþing Japans gæti samþykkt frumvarp, sem veita myndi keisara landsins sérstakt leyfi til að víkja úr embætti sínu, en rúmar tvær aldir eru síðan það gerðist síðast. Meira »

Sporvagni stolið í Vín

10:28 Sporvagni var stolið í Vín, höfuðborg Austurríkis, á laugardaginn. Vagnstjórinn hafði stöðvað vagninn stuttlega á Rodaun-stoppistöðinni til þess að fara á salernið og læst honum á meðan en þegar hann sneri til baka var vagninn á bak og burt. Meira »

Trump fundar fyrr með May

09:08 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, heldur til Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, síðar í þessari viku til fundar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Independent að talsmenn Hvíta hússins hafi staðfest að fundurinn verði á föstudaginn. Meira »

Ungur maður myrtur í Stokkhólmi

07:38 Karlmaður á þrítugsaldri lést á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi í gærkvöldi eftir að hafa leitað þangað fyrr um kvöldið með skotáverka. Meira »

Hafði varað yfirvöld við ástandinu

11:46 Hótelstjóri ítalska hótelsins sem varð fyrir snjóflóðinu á miðvikudag, þar sem að minnsta kosti sex létust, hafði áður látið yfirvöld vita af áhyggjum gesta sinna vegna tíðra jarðskjálfta og mikillar snjókomu á svæðinu. Meira »

Tók með sér mikla fjármuni

11:32 Rúmlega 11 milljónir bandaríkjadala (ríflega 1,2 milljarða króna) vantar í fjárhirslur Gambíu eftir að Yahya Jammeh, fyrrverandi forseti landsins, hvarf úr embætti. Jammeh beið ósigur í forsetakosningum í Gambíu á síðasta ári en neitaði lengi vel að viðurkenna úrslitin. Meira »

Reyndu að taka líf heillar fjölskyldu

11:01 Eins árs gömul stúlka lést og bræður hennar, sjö og níu ára, eru þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir að foreldrar þeirra reyndu að taka líf allrar fjölskyldunnar. Meira »

Bjargað af Everest

10:06 Spænskur fjallgöngumaður, sem ætlaði sér að komast á topp Everest án súrefnis, var bjargað af fjallinu á föstudag. Hann er á batavegi á sjúkrahúsi í Katmandú eftir að hafa orðið fárveikur af háfjallaveiki. Meira »

Leikari skotinn til bana við tökur

08:25 Leikari var skotinn til bana við tökur á tónlistarmyndskeiði á bar í áströlsku borginni Brisbane. Um slysaskot var að ræða en skotvopn voru notuð í myndskeiðinu. Meira »

18 látnir í aftakaveðri

06:55 Aftakaveður sem gekk yfir suðausturhluta Bandaríkjanna kostaði átján mannslíf hið minnsta og skilur eftir slóð eyðileggingar. Meira »

Benoit Hamon sigraði í forvali

05:30 Benoit Hamon, fyrrverandi menntamálaráðherra Frakklands, sigraði í fyrri umferð frambjóðendaforvals franska Sósíalistaflokksins fyrir forsetakjör í apríl og maí. Hamon hlaut 35% atkvæða. Meira »

Náði ekki að bjarga eigin börnum

Í gær, 22:30 Kennari, sem sagður er hafa bjargað fjölda nema úr brennandi rútu á Ítalíu á föstudagskvöld, náði ekki að bjarga sínum eigin börnum úr eldhafinu. Sonur og dóttir íþróttakennarans Gyorgi Vigh, sem nú er meðhöndlaður við brunasárum á sjúkrahúsi, fórust í rútuslysinu. Meira »

„Nú getum við loksins farið að byggja“

Í gær, 20:25 Ísraelsk stjórnvöld samþykktu í dag byggingu hundraða nýrra heimila í landtökubyggðunum í austurhluta Jerúsalem, eftir að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. Þá sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, að hann myndi ræða við Trump í kvöld. Meira »