Ólöf Pálsdóttir selur höllina

í gær Myndhöggvarinn Ólöf Pálsdóttir hefur sett sögufrægt hús sitt, við Nesveg 101, á sölu. Húsið er stórt og virðulegt á þremur hæðum og rishæð. Meira »

Næs litapalletta á Nönnugötu

í fyrradag Við Nönnugötu í 101 stendur yfirmáta sjarmerandi íbúð í húsi sem byggt var 1983. Eikar innréttingar og mjúk litapalletta einkenna íbúðina. Meira »

Loksins raðhús í Fossvogi

í fyrradag Raðhús í Fossvogi eru nánast hætt að sjást auglýst til sölu. Hér er einn gullmoli, Hjallaland 18, sem er 239 fm að stærð.   Meira »

Gwen Stefani setur höllina á sölu

12.1. Söngkonan Gwen Stefani hefur sett glæsihýsi sitt á sölu, en húsinu deildi hún með fyrrverandi eiginmanni sínum Gavin Rossdale. Kaupandinn þarf að eiga digurt veski, enda er ásett verð rúmlega fjórir milljarðar. Meira »

Guðrún Elín keypti af Önnu Sigurlaugu

5.1. Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar setti einbýlishús sitt á sölu 2016.   Meira »

Íslenskur milljarðamæringur keypti húsið

4.1. Davíð Helgason keypti húseignina Suðurgötu 31 af Braga Ólafssyni skáldi og Sigrúnu Pálsdóttur sagnfræðingi. Fasteignamat hússins er rúmlega 73 milljónir. Meira »

Innlit í líf verðandi prinsessu

2.1. Sjáðu fallegt heimili Meghan Markle.  Meira »

Bestu hreingerningarráð ársins

31.12. Hver kannast ekki við það að týna reglulega sjónvarpsfjarstýringunni? Líklega flestir. Skelltu smá bút af riflás á sófaborði og fjarstýringuna og þetta vandamál er úr sögunni. Meira »

Svalasta stelpa í heimi selur íbúðina

31.12. Leikkonan og tískugyðjan Chloë Sevigny hefur sett íbúð sína í New York á sölu, en slotið er staðsett í Brooklyn Park Slope-hverfinu. Meira »

Fríða Björk og Hans keyptu Stórakur

28.12. Skólastjóri Listaháskóla Íslands, Fríða Björk Ingvarsdóttir, og eiginmaður hennar, Hans Jóhannsson, keyptu glæsihús Þorsteins Víglundssonar og Lilju Karlsdóttur. Meira »

120 milljóna veggfóðurshöll

19.12. Eitt mest sjarmerandi hús landsins er komið á sölu. Um er að ræða heila húseign við Tjarnargötu í Reykjavik. Fyrir þá sem elska miðbæ Reykjavíkur og kunna að meta gömul hús þá er þetta alger gullmoli. Meira »

Minnir á gömlu tímana

17.12. Það kannast margir við að hafa föndrað lítinn ofinn hjartapoka úr pappír í æsku og hengt svo á jólatréð eða út í glugga. Jólaljósin frá danska merkinu Le Klint eru einmitt tilvísun í þetta klassíska jólaföndur . Meira »

Steingrímur og Linda keyptu af skattakóngi

16.12. Eitt dýrastra hús landsins, Stigahlíð 68A, var selt 2. ágúst 2016. Skattakóngurinn Jóhann Tómas Sigurðsson seldi Steingrími Halldóri Péturssyni og Lindu Björk Sævarsdóttur húsið. Meira »

Sögufrægt hús til sölu á 225 milljónir

15.12. Húseignin við Þingholtsstræti 25 er komin á sölu. Um tíma var gistiskýli rekið í húsinu en það er alls 563 fm að stærð og var byggt 1884. Húsið er mjög sögufrægt því lengi vel gekk það undir nafninu Farsóttarhúsið. Meira »

Bíókóngur og frú selja smekkhús

9.12. Alfreð Elías Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Samfilm, og Magnea Snorradóttir hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt á sölu. Húsið er í Hafnarfirði. Meira »

Haldið ykkur fast – Pantone-litur 2017

17.12. Áhrifin hafa nú skilað sér alla leið í litaval næsta árs en alþjóðlega litakerfið Pantone gaf það út á dögunum út hver yrði litur ársins árið 2017 en liturinn er er einmitt fallega plöntugrænn og ber heitið Greenery. Meira »

Safnar fyrsta jólastellinu sínu

17.12. Innanhússarkitektinn Hanna Stína Ólafsdóttir leggur mikið upp úr því að gera jólaborðið sem fallegast.   Meira »

Frægir keyptu og seldu!

16.12. 2016 var gott ár á fasteignamarkaðnum. Smartland var með puttana á púlsinum þegar kom að fasteignum og fasteignakaupum. Hver var að selja hvað og hvenær og þar fram eftir götunum. Meira »

Glæsiíbúð í Vesturbænum

11.12. Smekklegheitin eru allsráðandi á heimili nokkru í Vesturbæ Reykjavíkur. Um er að ræða 147 fm íbúð sem stendur í húsi sem byggt var 1959. Meira »

125 milljóna með hönnunarhúsgögnum

8.12. Við Vatnsstíg í Reykjavík stendur glæsileg 166 fm íbúð. Það sem er sérstakt við íbúðina, fyrir utan staðsetningu, er að íbúðin að full af hönnunarhúsgögnum eftir þekkta hönnuði. Meira »

Illa brunnið hús til sölu á 53,5 milljónir

8.12. Við Melabraut á Seltjarnarnesi stendur einbýlishús á tveimur hæðum, en húsið er falt fyrir 53 milljónir króna. Ekki er hægt að segja að húsið sé í toppstandi, því fyrr á árinu stórskemmdist það í bruna. Í raun er það óíbúðarhæft og nær ónýtt. Meira »

Notar heimilið sem tilraunastofu

7.12. „Ég setti upp í autocad teikniforriti ákveðna grafík þar sem ég blandaði saman fjórum litum og kassalaga formum. Ég prófaði nokkrar útgáfur þar til ég fann eitthvað sem okkur fannst flott. Mér finnst skemmtilegt að nota heimili mitt sem tilraunastofu og er sífellt að breyta,“ segir hann og bætir við: Meira »

Fantaflott við Fljótasel

6.12. Við Fljótasel í Breiðholtinu stendur glæsilegt 264 fm raðhús sem byggt var 1978. Búið er að endurnýja húsið mikið. Svarti liturinn er áberandi í húsinu, sem er á þremur hæðum. Á gólfunum er svart harðparket úr Harðviðarvali sem kemur vel út við innréttingar úr eik. Í eldhúsinu eru svartar granítborðplötur. Meira »

Arnar Gauti tók til hendinni

6.12. Arnar Gauti Sverrisson sá um að gera og græja í þessari íbúð við Álfkonuhvarf í Kópavogi. Smartland skoðaði eldhúsið þegar það var tekið í gegn 2015. Meira »

Svona mun lúxus-eyja DiCaprio líta út

5.12. Fyrstu tölvuteikningarnar af því hvernig eyja leikarans Leonardo DiCaprio mun líta út eru komnar á yfirborðið. Leikarinn mun vera að taka eyjuna í gegn og breyta henni í vistvænt lúxus-aðsetur. Breytingarnar hafa verið í bígerð síðan í ágúst í fyrra. Meira »

Beckham-hjónin selja villuna

5.12. Stjörnuhjónin David og Victoria Beckham hafa sett glæsihýsi sitt í Los Angeles á sölu, en eignina keyptu þau árið 2007 eftir að David gerði samning við fótboltaliðið LA Galaxy. Meira »

8 hlutir sem þú ættir ekki að nota

4.12. Kaffihylki urðu mjög vinsæl fyrir nokkrum árum þegar þau komu fram á sjónarsviðið, enda handhæg og þægileg. Hylkin eru búin til úr plasti og áli, en það er ákaflega erfitt að endurvinna þau. Þar af leiðandi enda milljarðar slíkra hylkja í landfyllingum á hverju ári. Meira »

30 fm eldhús læknisins

2.12. Ragnar Freyr Ingvarsson, Læknirinn í eldhúsinu, skipti um eldhús þegar hann flutti heim frá Svíþjóð. Eldhúsið er 30 fm að stærð með risastórri eyju. Meira »

Jónas selur 105 milljóna höll við sjóinn

29.11. Ritstjórinn Jónas Kristjánsson hefur sett hönnunarhöll sína á sölu en húsið er hannað af bræðrunum Vilhjálmi og Helga Hjálmarssonum. Húsið er byggt úr sjónsteypu. Meira »

150 milljóna íbúð (tilbúin til innréttinga)

27.11. Íbúðirnar í Skuggahverfinu hafa aldrei verið gefins en nú nær verðið nýjum hæðum. Hér er hægt að kaupa hráa íbúð, tilbúna til innréttinga, fyrir rúmlega 800.000 krónur fermetrann. Meira »

Óklárað hús á 122 milljónir

25.11. Við Dalakur 4 í Garðabæ stendur óklárað 261 fm einbýlishús á einni hæð. Engar innihurðir eru í húsinu, engar innréttingar og engin gólfefni. Meira »

Ævintýraherbergi í Reykjanesbæ

23.11. Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir býr í Reykjanesbæ ásamt manni sínum og dóttur. Húsið var byggt 1960 og er á tveimur hæðum. Þegar Jóna Hrefna og hennar maður keyptu húsið var búið að taka það allt í gegn. Inni í barnaherberginu er „hús“ á tveimur hæðum sem gerir barnaherbergið að algeru ævintýraherbergi. Fyrrverandi eigandi hússins, sem er jafnframt húsasmiður, smíðaði það og segir Jóna Hrefna að það vekji alltaf jafnmikla lukku. Meira »

Jared Leto selur kofann

19.11. Hollywood-stjarnan Jared Leto hefur sett hús sitt á sölu. Leikarinn keypti húsið árið 2006, og kostaði það þá 1,65 milljónir bandaríkjadali eða tæpar 188 milljónir íslenskra króna. Meira »

Fimm ára gamalt á 129 milljónir

16.11. Þetta glæsihús var teiknað af Gunnari Guðnasyni arkitekt en Thelma B. Friðriksdóttir hannað innréttingar hússins.   Meira »
Meira píla