Sérdeilis huggulegt við Austurbrún

Í gær, 23:59 Við Austurbrún í Reykjavík stendur ansi falleg 150 fm íbúð í húsi sem byggt var 1956. Stofan og borðstofan eru sérstaklega smekklega innréttaðar. Grái liturinn á veggjunum býr til hlýleika og rammar húsgögnin fallega inn. Meira »

Burt með skápalyktina

Í gær, 18:36 Anna María Benediktsdóttir er búin að finna lausn til að losna við skápalyktina sem er að bögga hana í tíma og ótíma.   Meira »

Dáleiðari selur íbúðina sína

í fyrradag Dáleiðarinn og óperusöngkonan Hólmfríður Jóhannesdóttir hefur sett íbúð sína við Brávallagötu á sölu.   Meira »

Glæsiíbúð í Garðabæ

18.2. Við Strandveg í Garðabæ stendur glæsileg þriggja herbergja íbúð á efstu hæð. Mikil lofthæð er í íbúðinni og ákaflega fallegt útsýni. Íbúðin er 124 fm að stærð og stendur í húsi sem byggt var 2004. Meira »

Ráðherra selur Furugrundina

17.2. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra hefur sett íbúð sína og eiginmanns síns á sölu. Íbúðin er 85 fm og ansi hugguleg. Meira »

Sólmundur Hólm selur íbúðina

17.2. Útvarpsmaðurinn, söngvarinn og grínarinn Sólmundur Hólm hefur sett sína huggulegu íbúð á sölu.   Meira »

Mikill íburður heima hjá Christian Grey

16.2. Íbúð Christian Grey er búin fínustu húsgögnum sem hægt er að hugsa sér. Minotti-sófar prýða íbúðina en þeir eru seldir hérlendis. Meira »

Súpersmart við Barónsstíg

15.2. Við Barónsstíg í 101 Reykjavík stendur glæsileg íbúð í húsi sem byggt var 1933. Íbúðin sjálf er 106 fm og hefur verið endurnýjuð töluvert. Meira »

Huggulegt heimili í Grafarvogi

14.2. Hver fm er nýttur til fulls í húsinu og þar er líka að finna margar sniðugar lausnir. Á neðri hæðinni er eldhús og stofa. Eldhúsið er þó ekki beint opið inn í stofuna heldur er veggur sem skilur það að. Það sem vekur athygli þegar húsið er skoðað hvað húsgögnum er raðað fallega upp. Takið til dæmis eftir því hvernig sófinn er úti á miðju gólfi og hvernig hann mætir borðstofuborðinu. Meira »

Kaktusinn tekur við af ananas

13.2. „Á næstu misserum munu vinsældir ananassins fara minnkandi og kaktus koma í staðinn, bæði lifandi, sem styttur og áprent, enda mjög smart,“ segir Anna María. Meira »

Glæsilegt einbýli við Fossagötu

10.2. Við Fossagötu í Reykjavík stendur glæsilegt 229 fm einbýli á besta stað. Húsið var byggt 1967 og hefur verið endurnýjað töluvert. Meira »

Eitursvöl húsgagnalína

4.2. Ferskur andblær einkennir húsgagnalínur Bloomingville og Umbra en þessar tvær línur eru nýlega farnar að vera fáanlegar á Íslandi. Bloomingville er danskur framleiðandi sem gerir falleg húsgögn og fylgihluti inn á heimilið. Umbra er hollenskt hönnunarmerki sem hefur getið sér gott orð í húsgagnabransanum. Þau framleiða til dæmis OH-stólinn sem hefur notið vinsælda á skandinavískum innréttingabloggum. Meira »

160 milljóna höll á Seltjarnarnesi

3.2. Við Bollagarða 20 á Seltjarnarnesi stendur glimrandi fallegt 274 fermetra einbýlishús á einni hæð. Húsið hefur mikið verið endurnýjað á afar smekklegan máta og er hið glæsilegasta. Meira »

Falleg fjölskylduíbúð í 108

2.2. Við Ásgarð í 108 í Reykjavík stendur vel heppnuð fjölskylduíbúð á fyrstu hæð. Búið er að endurnýja íbúðina mikið eins og með því að skipta um eldhús og baðherbergi og með því að mála hana í fallegum litum. Meira »

Þórunn Inga selur íbúðina

2.2. Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri Under Armour á Íslandi, hefur sett glæsilega íbúð sína á sölu. Íbúðin er 122 fm að stærð. Meira »

HAF hannaði bleika básinn

9.2. Hönnuðirnir Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir hjá HAF studio hönnuðu sýningarbás fyrir Hönnunarmiðstöð Íslands á Stockholm Furniture & Light Fair 2017 sem nú fer fram í Svíþjóð. Hátíðin er stærsti hönnunarviðburður á Norðurlöndum sem laðar að 30 þúsund gesti. Íslenskir hönnuðir eru kynntir á básnum en líka hönnunarhátíðin HönnunarMars sem er haldin í Reykjavík í mars á hverju ári. Meira »

Litríkt heimili í Kópavogi

4.2. Í húsinu er húsgögnum raðað fallega saman og eru húsráðendur óhræddir við að nota liti eins og sést á myndunum.   Meira »

Eitt dýrasta húsið til sölu fyrir 30 milljarða

3.2. Dýrasta húseign Bandaríkjanna er komin á sölu. Um er að ræða húsnæði í Bel Air í Kaliforníu í Los Angeles. Þar er enginn kotbúskapur og ætti að vera sæmilegt pláss fyrir vísitölufjölskyldu og jafnvel nokkra gesti. Meira »

Andri Ólafs og Bryndís selja Grettisgötuna

2.2. Andri Ólafsson aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins og Bryndís Sigurðardóttir hafa sett huggulega íbúð sína á Grettisgötu á sölu. Meira »

Björk selur 250 milljóna húseign

1.2. Tónlistarmaðurinn Björk Guðmundsdóttir hefur sett glæsilegt hús sitt í New York á sölu. Húsið stendur á móti Hudson River og þykir ansi vel staðsett. Meira »

Ljósblá eldhúsinnrétting í forgrunni

31.1. Það sem vekur athygli er eldhúsið og þá sérstaklega liturinn á innréttingunni sem er ljósblár. Það er óvenjulegt að fólk þori að hafa innréttingar sínar í slíkum litum en eins og sést á þessu eldhúsi ætti fólk að gera miklu meira af því að hafa ljósbláar innréttingar. Meira »

Lífgaðu upp á heimilið með bleikum

30.1. Eins og fram hefur komið á Smartlandi verður fölbleikur einn af litum sumarsins en liturinn hefur reyndar lifað góðu lífi um nokkurt skeið í bæði fatnaði og húsbúnaði. Meira »

Skrifstofur Plain Vanilla til leigu

30.1. Skrifstofa Plain Vanilla við Laugaveg 77 þykir ein flottasta skrifstofa landsins en hún var hönnuð af innanhússarkitektinum Hönnu Stínu. Eftir að starfsmönnum Plain Vanilla var sagt upp síðasta sumar hefur fyrirtækið ekkert að gera við þetta húsnæði. Meira »

Jane Fonda selur slotið

28.1. Leikkonan og heilsudrottningin Jane Fonda hefur sett glæsihýsi sitt í Beverly Hills á sölu. Kaupverðið er 13 milljónir dollara, sem samsvarar einum og hálfum milljarði íslenskra króna. Meira »

Sumarhús Rutar Káradóttur

26.1. Rut Káradóttir og eiginmaður hennar, Kristinn Arnarsson, byggðu sumarbústað í Hafnarskógi undir Hafnarfjalli. Bústaðurinn hefur vakið heimsathygli en á dögunum birtist umfjöllun um hann í þýska hönnunartímaritinu AD. Meira »

Sigvalda-íbúð við Háaleitisbraut

24.1. Skandinavískur stíll er áberandi í heillandi íbúð við Háaleitisbraut. Blokkin er reyndar engin venjuleg blokk því íbúðin er í annarri Sigvalda-blokkinni. Blokkin er hönnuð af Sigvalda Thordarsyni arkitekt sem þykir hafa sett mikinn svip á byggingarlist á Íslandi. Blokkin er byggð 1964 og er íbúðin sjálf 143 fm að stærð. Meira »

Svona býr Ivanka Trump

22.1. Það væsir svo sannarlega ekki um dóttur nýkjörins forseta Bandaríkjanna en hún festi nýlega kaup á þessu stórglæsilega húsi ásamt eiginmanni sínum. Meira »

Dásamleg híbýli í agnarsmáu plássi

21.1. Lítil og þröng íbúðarrými þurfa svo sannarlega ekki alltaf að vera slæmur kostur. Með útsjónarsemi og góðu skipulagi má skapa einstaklega falleg híbýli í smá plássi. Meira »

Íslendingar hönnuðu villuna

19.1. Hönnunarfyrirtækið Minarc sem er í eigu Íslendinganna Erlu Daggar Ingjaldsdóttur og Tryggva Þorsteinssonar hannaði þetta dásamlega hús sem hefur hlotið heimsathygli. Húsið er staðsett í Hollywood Hills í Los Angeles og var ekkert til sparað þegar það var hannað og byggt. Meira »

Ólöf Pálsdóttir selur höllina

17.1. Myndhöggvarinn Ólöf Pálsdóttir hefur sett sögufrægt hús sitt, við Nesveg 101, á sölu. Húsið er stórt og virðulegt á þremur hæðum og rishæð. Meira »

Loksins raðhús í Fossvogi

16.1. Raðhús í Fossvogi eru nánast hætt að sjást auglýst til sölu. Hér er einn gullmoli, Hjallaland 18, sem er 239 fm að stærð.   Meira »

Guðrún Elín keypti af Önnu Sigurlaugu

5.1. Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar setti einbýlishús sitt á sölu 2016.   Meira »

Innlit í líf verðandi prinsessu

2.1. Sjáðu fallegt heimili Meghan Markle.  Meira »

Svalasta stelpa í heimi selur íbúðina

31.12. Leikkonan og tískugyðjan Chloë Sevigny hefur sett íbúð sína í New York á sölu, en slotið er staðsett í Brooklyn Park Slope-hverfinu. Meira »