Starfsfólk Borgunar fær launauppbót

Starfsfólk Borgunar fær launauppbót

Í gær, 19:46 Stjórn Borgunar hefur ákveðið að allir starfsmenn fyrirtækisins fá greidda launauppbót sem nemur 900.000 kr á hvern starfsmann. Vill Borgun með þessu að starfsmenn njóti þess vaxtar og viðgangs sem orðið hefur á rekstri fyrirtækisins síðustu misseri. Meira »

Þurfa leyfi fyrir sölu beint frá býli

Í gær, 16:23 Sala beint frá býli er starfsleyfisskyld en matvælalög kveða skýrt á um að hver sá sem dreifir matvælum skuli hafa leyfi yfirvalda til þess, annað hvort frá Matvælastofnun eða heilbrigðiseftirliti viðkomandi sveitarfélags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Meira »

Tjarnargatan verðlaunuð í Berlín

Í gær, 15:53 Framleiðslufyrirtækið Tjarnargatan vann til tveggja verðlauna nýverið á hinum virtu Digital Communication verðlaunum sem haldin voru í Berlín. Verðlaunin voru fyrir „Hold Fokus” herferðina sem Tjarnargatan vann fyrir norska tryggingarfyrirtækið Gjensidige, Trygg Trafik og PR-opertørene en hún er byggð á herferðinni Höldum Fókus sem vakti gríðarlega athygli hér á landi. Meira »

Guðjón lætur af störfum

Í gær, 15:08 Guðjón Rúnarsson lætur í dag af störfum framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Guðjón, sem er lögfræðingur að mennt, hefur starfað sem framkvæmdastjóri SFF frá stofnun samtakanna í nóvember árið 2006 Meira »

Siggi's semur við Starbucks

Í gær, 14:28 Nú geta viðskiptavinir kaffirisans Starbucks fengið skyr frá framleiðandanum Siggi‘s sem stofnað var af Sigurði Hilmarssyni í New York árið 2004. Meira »

Áhrif á almenning hverfandi

Í gær, 14:01 Án villu Hagstofunnar varðandi vísitölu neysluverðs sem varð til þess að reiknuð leiga var vanmetin hefði mánaðarbreyting vísitölunnar nú í september verið 0,21% í stað 0,48%. Mismunurinn er 0,27% prósentustig. „Áhrif á allan almenning eru hverfandi og verða fæstir lántakendur varir við breytinguna nema að litlu leyti,“ segir í tilkynningu frá Hagstofunni. Meira »

Bréf í Icelandair Group falla í verði

Í gær, 13:45 Hlutabréf í Icelandair Group hafa lækkað um 4,68% í kauphöllinni það sem af er degi og stendur gengi hlutabréfa í félaginu í 23,4 krónum. Fyrr í dag var það tilkynnt til kauphallarinnar að Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarmaður í Icelandair Group og formaður Viðskiptaráðs Íslands hafi selt bréf í félaginu fyrir 9,6 milljónir króna. Meira »

Blásið úr öllu samhengi

Í gær, 13:21 Sá sem skuldaði 10 milljónir króna í lok apríl græðir 317 krónur á mistökum Hagstofunnar sé miðað við 4% vexti en uppsafnaður munur vegna verðbóta sem leggjast á í maí og fram í október eru 32.240 krónur. Þetta kemur fram í útreikningum tölvunarfræðingsins Marinós G. Njálssonar sem segir um að ræða aðeins smávægilega skekkju sem mun engin áhrif hafa á neytendur. Meira »

Sterk fjárhagsstaða hjá Grindavík

Í gær, 11:18 Grindavíkurbær er aðeins eitt af tveimur sveitarfélögum landsins sem hefur engin veikleikamerki skráð á sig fyrir árið 2015. Þetta kom fram í skýrslu greiningardeildar Arion Banka sem kynnt var á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir skömmu. Meira »

Mistökin breyta stýrivaxtaspá

Í gær, 10:48 Tölur Hagstofunnar fyrir vísitölu neysluverðs í september breyta stýrivaxtaspá Greiningardeildar Íslandsbanka. Eins og greint hefur verið frá hækkaði vísitalan um tæp 0,5% á milli mánaða og var það langt umfram spá deildarinnar og aðrar opinberar spár, en Greiningardeild Íslandsbanka reiknaði með óbreyttri vísitölu. Meira »

Smálán tekið til gjaldþrotaskipta

Í gær, 10:22 Smálán ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta en það sérhæfði sig í svokölluðum smálánum.  Meira »

Jóhann Gunnar til Ölgerðarinnar

Í gær, 10:08 Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur ráðið Jóhann Gunnar Jóhannsson sem framkvæmdastjóra fjármálasviðs fyrirtækisins. Jóhann Gunnar starfaði áður sem fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri Icelandic Group en þar á undan starfaði hann m.a. hjá Bakkavör og Íslenskri erfðagreiningu sem forstöðumaður á fjármálasviði. Meira »

86,3 milljarða halli á vöruskiptum

Í gær, 09:03 Halli á vöruskiptum nam 86,3 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra var hallinn 8,7 milljarðar króna. Vöruviðskiptajöfnuðurinn var því 77,6 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður. Meira »

Ferðaþjónustubændur taka upp Hey Iceland

Í gær, 08:29 Hey Iceland er nafn á nýju vörumerki Ferðaþjónustu bænda sem kemur í stað vörumerkisins Icelandic Farm Holidays sem félagið hefur fram til þessa notað í sölu- og markaðsstarfi sínu erlendis. Meira »

Bankabréf í frjálsu falli

Í gær, 08:14 Hlutabréf í evrópskum bönkum hafa lækkað mjög í morgun í kjölfar þess að hlutabréf í stærsta banka Þýskalands, Deutsche Bank, lækkuðu um tæp 9% við opnun kauphallarinnar í Frankfurt í morgun. Meira »

Kaupa gögn um 500-600 Dani

Í gær, 06:29 Dönsk skattayfirvöld hafa keypt upplýsingar úr Panama-skjölunum um nokkur hundrið Dani sem þar eru að finna. Í tilkynningu frá dönskum yfirvöldum í gær kemur fram að þau hafi greitt óþekktum manni sex milljónir danskra króna, 103 milljónir íslenskra króna, fyrir gögnin. Meira »

Meðalverð á flugi í sögulegu lágmarki

Í gær, 07:08 Meðalverð á flugi frá Keflavík er nú 44.709 krónur, aðeins einu prósentustigi meira en það var í síðasta mánuði en það var lægsta meðalverða á flugi sem Dohop hafði séð. Meira »

Mistök Hagstofu kosta neytendur

Í gær, 05:30 „Þeir sem eru nýbúnir að taka lán fá núna reikning í hausinn vegna fortíðarverðbólgu,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, vegna mistaka Hagstofu Íslands, en stofnunin vanreiknaði vísitölu neysluverðs í hálft ár. Meira »
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir