Færri og sterkari útibú

Færri og sterkari útibú

Í gær, 13:47 Fækkun bankaútibúa hér á landi er í samræmi við það sem er að gerast út um allan heim í viðskiptabankastarfsemi, að sögn Höskuldar H. Ólafssonar bankastjóra Arion banka. Meira »

Gagnrýnir samninga við Seðlabankann

í gær Forstjóri Sjóvár gagnrýnir mjög það samkomulag sem Seðlabankinn hefur gert við erlend tryggingafélög og gerir þeim kleift að bjóða áfram upp á sparnað í erlendri mynt. Meira »

Milljónahækkun á íbúðaverði í ár

í gær Meðalkaupverð fasteigna á fermetra í fjölbýli í Vesturbæ Reykjavíkur hækkaði um að meðaltali 28,4 þúsund frá fyrsta ársfjórðungi til þess þriðja. Það samsvarar 2,84 milljónum króna á 100 fermetra íbúð. Meira »

Frestur framlengdur um viku

í fyrradag Slitabú Landsbankans (LBI) og Landsbankinn komust í dag að samkomulagi um að framlengja til 31. október nk. frest vegna gildisskilyrða í samningi um breytingar á skilmálum skuldabréfa Landsbankans, en skuldin nemur um 230 milljörðum króna. Meira »

Hagnaður Nýherja 12 milljónir á þriðja ársfjórðungi

í fyrradag Heildarhagnaður Nýherjasamstæðunnar á þriðja ársfjórðungi nam 12 milljónum króna. Hagnaður fyrstu níu mánaða ársins nemur 137 milljónum króna, en á sama tíma í fyrra nam tapið fyrstu níu mánuði ársins 1,1 milljarði króna. Meira »

Vel árar hjá Volvo

í fyrradag Hagnaður sænska bílframleiðandans Volvo jókst um átta prósent á síðasta ársfjórðungi og nam 1,5 milljarði sænskra króna. Tekjurnar jukust um 3,6 prósent og námu 67,2 milljörðum sænskra króna og voru þannig framar væntingum en gert hafði verið ráð fyrir 63,8 milljarða króna tekjum. Meira »

Kusu gegn bananasamruna

í fyrradag Hluthafar í bananaframleiðandanum Chiquita greiddu í dag atkvæði gegn samruna með írska samkeppnisaðilanum Fyffes og verða nú hafnar viðræður við brasilísku fyrirtækin Cutrale og Safra. Í kjölfar fréttanna lækkaði verð hlutabréfa í Fyffes um níu prósent en hlutabréf Chiquita hækkuðu hins vegar um 3,7 prósent. Meira »

Endanleg upphæð að skýrast

í fyrradag Nokkuð góð mynd er komin af því hversu mikið höfuðstóll íbúðalána þeirra lækkar sem sóttu um höfuðstólslækkun vegna aðgerða rík­is­stjórn­ar­inn­ar í þeim efn­um. Endanlegar tölur liggja þó ekki fyrir og eru upphæðirnar jafn mismunandi og kennitölurnar eru margar. Meira »

EasyJet bætir við tveimur flugleiðum

í fyrradag Breska flugfélagið easyJet mun á næstkomandi mánudag bæta tveimur flugleiðum við áætlunarkerfi félagsins til og frá Íslandi; London Gatwick og Genf. Meira »

Svona er fyrsti íslenski bíllinn

í fyrradag Fyrsti íslenski fjöldaframleiddi bíllinn er jafnframt fyrsti bíllinn sem er sérstaklega hannaður fyrir utanvega- og óbyggðaakstur. Lokahönnun hans er nú ljós og verður framleiðsla hafin þegar fjármagns hefur verið aflað. Bíllinn er hannaður með þarfir ferðaþjónustu og björgunarsveita í huga. Meira »

Century Aluminum kaupir álver Alcoa

í fyrradag Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls sem rekur álverið á Grundartanga, tilkynnti í dag að dótturfélag í sinni eigu hefði keypt 50,3 prósent hlut Alcoa í álverinu Mt. Holly og á það nú að fullu. Meira »

F&F í allar verslanir Hagkaups

í fyrradag Opnun verslunar alþjóðlegu tískuvörukeðjunnar F&F; í verslun Hagkaups í Kringlunni er einungis fyrsta skrefið en á næsta ári verða vörurnar teknar inn í allar verslanir Hagkaups sem selja fatnað. Meira »

Verð sem ekki hefur sést áður

í fyrradag Fataverslunin F&F; verður opnuð í verslun Hagkaups á annarri hæð í Kringlunni þann 8. nóvember næstkomandi. Um verður að ræða verð sem ekki hefur sést áður á Íslandi. Tilkynnt var um þetta á afkomufundi Haga í morgun, en félagið mun reka verslunina. Meira »

Tekjurnar liggja í skýjunum

í fyrradag Hagnaðar Microsoft dróst saman á síðasta ársfjórðungi en var þó hærri en spár gerðu ráð fyrir þar sem sölutekjur fyrirtækisins vegna skýjalausna og Xbox-leikjatölva voru hærri en áætlað var. Meira »

Ástarævintýrið bar ávöxt

í fyrradag „Þetta var bara rökrétt framhald af ástarævintýrinu,“ segir Sigurður Valur Sigurðsson, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni um nýtt afkvæmi malts og appelsíns, sem kom í heiminn í glerflösku á dögunum. Aðspurður hver sé mamman segir hann starfsfólk Ölgerðarinnar hallast að appelsíninu. Meira »

Ello „allt sem Facebook er ekki“

23.10. Nýi samfélagsmiðillinn Ello hefur fengið 5,5 milljónir dollara eða um 660 milljónir króna í styrki frá fjárfestum, og geta stjórnendur síðunnar því efnt loforð sitt um að hafa hana lausa við allar auglýsingar. Stjórnendur síðunnar segjast vilja vera „allt það sem Facebook er ekki.“ Meira »

Vogunarsjóðir kaupa kröfur á LBI

24.10. Gríðarleg viðskipti hafa verið með kröfur á slitabú Landsbankans (LBI) það sem af er ári. Til viðbótar við kaup á Icesave-kröfu Seðlabanka Hollands þá hafa erlendir vogunarsjóðir keypt samþykktar forgangskröfur á LBI fyrir yfir 80 milljarða að nafnvirði á árinu. Meira »

Bankastarfsemi verði aðskilin

23.10. Tíu þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um aðskilnað tarfsemi fjárfestingarbanka og viðskiptabanka. Markmiðið sé að lágmarka áhættu þjóðarbúsins vegna bankareksturs og minnka líkur á tjóni almennings. Meira »
Svæði

Myntbreyta

Mynt Fjárhæð Mynt Fjárhæð
  ISK   USD
  EUR   GBP
  CAD   DKK
  NOK   SEK
  CHF   JPY
Gengi gjaldmiðla

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir