Lækkun olíuverðs kemur sér vel

Lækkun olíuverðs kemur sér vel

15:04 „Þetta hefur náttúrulega góð áhrif á reksturinn. Ef aðeins er horft til aksturs Strætó höfum við notað um 2,3 milljónir lítra af bensíni það sem af er þessu ári. Við það bætist síðan akstur verktaka.“ Meira »

Reisa Kínamúra innan Valitor

14:34 Kortafyrirtækin Borgun og Valitor munu þurfa að reisa Kínamúra innan fyrirtækjanna nema að færsluhirðingarstarfsemi og kortaútgáfa verði aðskilin í sitt hvort fyrirtækið. Þetta má lesa úr sátt fyrirtækjanna við Samkeppniseftirlitið sem kynnt var í morgun. Meira »

Enginn komst yfir gögnin

14:02 Gögnum um þá viðskiptavini sem Netgíró fletti upp hjá Creditinfo í gær var umsvifalaust eytt úr tölvukerfi fyrirtækisins þegar upp komst um kerfisvilluna. Enginn fékk aðgang gögnunum og ekki var farið handvirkt yfir þau. Meira »

N1 selur fasteignina að Bíldshöfða 9

13:26 N1 hf. hefur selt Opusi fasteignafélagi ehf. fasteignina að Bíldshöfða 9, en þar var Bílanaust eitt sinn með verslun sína. Opus er fasteignafélag í eigu fagfjárfestasjóðs Gamma:Opus, sem er í rekstri hjá GAM Management. Meira »

Míla braut gegn jafnræðiskvöð

12:44 Póst og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Míla hafi brotið gegn þeirri jafnræðiskvöð sem hvílir á félaginu með því að veita Snerpu ekki nauðsynlegar upplýsingar eða leiðbeiningar í tengslum við VDSL væðingu beggja fyrirtækjanna í Holtahverfi á Ísafirði. Meira »

Kortaþjónustan berst ótrauð áfram

12:33 „Kortaþjónustan mun berjast ótrauð áfram gegn samkeppnislagabrotum á kortamarkaðnum,“ segir Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Hann fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins en segist ekkert sérstaklega bjartsýnn á að niðurstaðan og sektir breyti miklu um samkeppnina. Meira »

Flettu þúsundum upp hjá Creditinfo

12:00 Netgíró kallaði fyrir mistök eftir lánshæfismati Creditinfo á kennitölum viðskiptavina sinna. Þá var lánshæfismat einnig sótt á aðila sem ekki hafa nýtt sér þjónustuna. Samkvæmt upplýsingum frá Creditinfo hefur öllum gögnum nú verið eytt. Meira »

Ákvörðun Costco liggur ekki fyrir

11:42 Ekki er enn búið að ganga frá samningum um leigu eða kaup á húsnæði undir verslun Costco við Kauptún í Garðabæ. Þá hefur endanleg ákvörðun um hvort verslunin opni á Íslandi ekki verið tekin ennþá. Þetta segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður Costco hér á landi. Meira »

4G auglýsingar Nova bannaðar

11:35 Neytendastofa hefur bannað frekari birtingu 4G auglýsinga Nova þar sem fram koma fullyrðingar um hraða þjónustunnar.   Meira »

Stýrir Strætó tímabundið

10:33 Ástríður Þórðardóttir, fjármálastjóri Strætó, var ráðin tímabundið sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins í kjölfar þess að Reyni Jónssyni lét af störfum í lok nóvember. Starfið var auglýst og rann umsóknarfrestur út 15. desember að sögn Bryndísar Haraldsdóttur, stjórnarformanns Strætó. Meira »

Arion vildi komast hjá sektargreiðslu

10:23 „Hér á landi unnu þeir sem að kerfinu koma, í bönkum og kortafyrirtækjum, í góðri trú og töldu sig starfa í samræmi við lög og reglur og hefði Arion banki kosið að semja um breytingar á kerfinu án þess að til kæmi sekt,“ segir í tilkynningu frá Arion banka í tilefni af sátt sem gerð var við Samkeppniseftirlitið. Meira »

Greiða 1.620 milljónir í sekt

09:42 Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Borgun og Valitor hafa, hvert fyrirtæki fyrir sig, gert sáttir við Samkeppniseftirlitið vegna rannsóknar eftirlitsins á samkeppnishömlum á greiðslukortamarkaði. Samkeppniseftirlitið hefur lagt sektir á félögin sem samanlagt nema 1.620 milljónum króna. Meira »

Neikvæðir stýrivextir í Sviss

09:24 Seðlabanki Sviss hefur lækkað stýrivexti sína og eru þeir nú neikvæðir eða -0,25%. Er þetta gert til þess að reyna að koma í veg fyrir frekari styrkingu svissneska frankans. Meira »

Undirbúningur sölu þarf að hefjast

08:29 Hefja þarf undirbúning að sölu á hlutabréfum í Landsbankanum snemma á nýju ári sé ætlunin að selja hluti í bankanum næsta haust eins og stjórnvöld hafa boðað, að mati Steinþórs Pálssonar bankastjóra. Slíkur undirbúningur taki alltaf sex til níu mánuði. Meira »

Fá ekki árslaun í kaupauka

08:08 Fjármálaráðherra mun hverfa frá fyrri tillögum um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki sem opnuðu á að starfsmenn í fjármálageiranum gætu fengið kaupauka sem næmi allt að 100% af árslaunum. Meira »

Rætt um að vernda innréttingarnar

Í gær, 22:00 Viðræður milli Minjastofnunar og eiganda Skólavörðustígs 21 um verndun innréttinganna í Fatabúðinni standa nú yfir og eigendur eru að skoða hvort hægt sé að nýta húsnæðið án þess að til komi veruleg breyting á þeim. Meira »

Isavia tekur 5 milljarða lán

07:06 Isavia ohf. og Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) undirrituðu í gærkvöld lánasamning að upphæð 32 milljónir evra (um 5 milljarða króna) vegna framkvæmda og endurbóta á Keflavíkurflugvelli sem miða að því að auka afköst flugvallarins. Meira »

Kröfunni verður haldið til streitu

Í gær, 21:03 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina frávísunarkröfu Tals í máli sem Vodafone höfðaði gegn fyrirtækinu til greiðslu reikningsskuldar. Krafa Vodafone nam rúmlega 117 milljónum króna og krafðist félagið að fá þá upphæð greidda auk vaxta. Tal fór hins vegar fram á frávísun málsins. Meira »
Svæði

Myntbreyta

Mynt Fjárhæð Mynt Fjárhæð
  ISK   USD
  EUR   GBP
  CAD   DKK
  NOK   SEK
  CHF   JPY
Gengi gjaldmiðla

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir