Foreldrar Bjarna áttu aflandsfélag

Foreldrar Bjarna áttu aflandsfélag

10:41 Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, stofnaði árið 2000 fyrirtækið Greenlight Holding Luxembourg S.A. á Tortólu í gegnum lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Benedikt sat í stjórn félagsins ásamt eiginkonu sinni og móður Bjarna, Guðríði Jónsdóttur. Meira »

„Er stelpa að vinna í þessu?“

10:00 „Ég hef aldrei séð þetta, er stelpa að vinna í þessu?,“ er dæmi um athugasemdir sem Svanhildur Gísladóttir, stálsmiður, hefur fengið í gegnum tíðina. Hún segir að starfið sé ekki erfiðara en að prjóna peysu og vill sjá fleiri stelpur læra iðnina. Rætt er við hana í Fagfólki vikunnar. Meira »

Stórt skref í átt að lækkun kostnaðar

08:43 Samtök iðnaðarins fagna þeirri breytingu sem gerð hefur verið á byggingareglugerð en þar sé verið að stíga stórt skref í þá átt að gera byggingareglugerðina sveigjanlegri. Samtökin telja þó að betra hefði verið að ráðuneytið hefði ekki fallið frá fyrstu reglugerðardrögum þar sem gert var ráð fyrir að dregið væri úr rýmiskröfum fyrir allar íbúðir óháð stærð þeirra. Meira »

Þrír stórir keyptu í HB Granda

08:08 Þrír stórir aðilar á íslenskum fjármálamarkaði keyptu bréf í HB Granda að nafnvirði 28,5 milljónir króna í útboði sem Arion banki annaðist fyrir Hampiðjuna. Meira »

Auroracoins verður að krónum

Í gær, 18:55 Í dag var fyrsta íslenska kauphöllin fyrir Auroracoins formlega opnuð. Allir Íslendingar fengu rafmyntina gefins fyrir nokkru og geta nú umbreytt henni í íslenskar krónur eða tekið þátt í þessu hagkerfi. Miðað við gengi dagsins og upphæðina sem Íslendingar fengu er verðmætið um 38 þúsund krónur. Meira »

166 milljarða krafa ESÍ staðfest

Í gær, 17:47 Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að viðurkenna bæri tæplega 166 milljarða kröfu Eignasafns Seðlabanka Íslands sem lýst var við slitameðferð SPB hf. (Spari­sjóðsbankans/​Icebank) sem almenna kröfu. Meira »

Sigursteinn lætur af störfum hjá Samherja

Í gær, 17:11 Sigursteinn Ingvarssson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samherja hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu. Í bréfi sem hann sendi samstarfsmönnum sínum segir hann ástæðuna vera kulnun sem hann hafi fundið fyrir í starf eftir að Seðlabankinn gerði húsleit hjá Samherja vegna gruns um brot á lögum um gjaldeyrishöft. Meira »

Greiðslufært vegna lána frá Glitni

Í gær, 17:08 Félagið Milestone var greiðslufært fram til 7. október árið 2008 eða þangað til Fjármálaeftirlitið tók yfir Glitni banka. Vegna þessa var kröfu þrotabús Milestone um riftun greiðsla frá Milestone til Lyfja og heilsu frá janúar til september 2008 að upphæð 232 milljónir hafnað í Hæstarétti Meira »

Tíðar útsölur ILVA hækka vöruverð

Í gær, 15:19 Glöggir viðskiptavinir húsgagnabúðarinnar ILVA hafa tekið eftir að verð á nokkrum vörum hækkaði um tugi prósenta áður en tuttugu prósenta afsláttur var veittur af öllu í dag. Meira »

Hluthafar borga launahækkanir

í gær Vísbendingar eru um að fyrirtæki séu að taka launahækkanir af hagnaði sínum, sem endurspeglast í uppgjörum félaga í Kauphöllinni og háu launahlutfalli. Líkt og fram hefur komið hefur hagnaður flestra skráðra félaga dregist saman milli ára. Meira »

Arion greiðir 31 milljarð af skuldabréfi

í gær Arion banki mun greiða niður skuldabréf um 252.697.000 Bandaríkjadali, auk áfallinna vaxta, eða sem nemur um 31 milljarði íslenskra króna, þann 6. maí nk. Meira »

GAMMA greiðir 100 milljóna arð

í gær Hagnaður fjármálafyrirtækisins GAMMA hækkaði umtalsvert milli ára og nam 416 milljónum króna á síðasta ári miðað við 258 milljóna króna hagnað árið 2014. Meira »

Spá óbreyttum stýrivöxtum

í gær Lítið hefur gerst frá síðasta fundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands sem ætti að kalla á breytingu vaxta. Gengi krónunnar hefur styrkst lítillega frá síðasta fundi og verðbólguhorfurnar af þeim sökum batnað, a.m.k. til skamms tíma Meira »

Félag stjórnenda Dagsbrúnar gjaldþrota

í gær Fjárfestingarfélagið Selsvör ehf. hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið var stofnað utan um eignarhlut nokkurra stjórnenda Dagsbrúnar, fyrrverandi móðurfélags 365 miðla og Og Vodafone, í félaginu. Meira »

Lítil eftirspurn í HB Granda útboði

í gær Einungis um átján prósent þeirra hluta í HB Granda sem Hampiðjan bauð til sölu seldust í útboði. Alls voru boðnir til sölu um 160 milljónir hluta en fjárfestar keyptu 28,4 milljónir hluta á genginu 35,6. Meira »

Breyting í átt að lægra verði

í gær Með breytingu á byggingarreglugerð eru stór skref stigin í átt til lækkunar fasteignaverðs, sér í lagi þegar kemur að smærri íbúðum. Stjórnvöld hafa með þessu greitt fyrir því að fleiri einstaklingar geti eignast húsnæði á komandi árum. Meira »

Ný stjórn Ankra skipuð

í gær Ný stjórn Ankra - Feel Iceland var skipuð síðastliðinn föstudag. Hana skipa Hilmar Bragi Janusson stjórnarformaður, Hjörleifur Pálsson og Svanhvít Friðriksdóttir. Meira »

Hagnaður TM lækkar um 86%

í gær Afkoma TM á fyrsta ársfjórðungi var lakari en áætlun gerði ráð fyrir og skýrist það fyrst og fremst af lægri fjárfestingatekjum. Mikill afkomubati varð í vátryggingastarfseminni milli ára og var hún í samræmi við áætlun fjórðungsins. Meira »
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir