Góðir kúnnar í þyrlum og á druslum

Góðir kúnnar í þyrlum og á druslum

14:56 Um 160 manns hafa þegar pantað borð á Vitanum í Sandgerði á nýársdag. Um fimm þúsund manns hafa pantað borð í haust og til stendur að koma fyrir þyrlupalli við staðinn. Meira »

Falinn demantur á besta stað

11:33 Hagavagninn, pylsu- og hamborgaravagn, stendur við hliðina á Vesturbæjarlaug í Vesturbæ Reykjavíkur. Eigandi staðarins, Jóhanna Carlsson, segir viðskiptin hafa aukist síðan Kaffi Vest opnaði fyrir tæpu ári síðan. „Ég hef tekið eftir meira umferð um svæðið síðan Kaffi Vest opnaði.“ Meira »

Hafnar endurgreiðslu á skatteign

08:43 Samkvæmt bréfi sem Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, sendi Vestmannaeyjabæ telur bankinn sér ekki skylt að bæta stofnfjáreigendum Sparisjóðs Vestmannaeyja 22 milljóna vanmat á skatteign sjóðsins sem fluttist yfir til bankans við sameiningu stofnananna fyrr á árinu. Meira »

Hækkar lánshæfismat Íbúðalánasjóðs

Í gær, 17:39 Moody's hækkaði í dag lánshæfismat Íbúðalánasjóðs (ÍLS) úr Baa3 í Ba1. Gunnhildur Gunnarsdóttir, starfandi forstjóri ÍLS, segir að hækkunin stafi að öllum líkindum mestmegnis af hækkun Moody's á lánshæfismati ríkissjóðs, sem hækkaði nýlega úr Baa3 í Baa2. Meira »

Gáfu út skuldabréf fyrir milljarð

í gær MP Straumur og rekstrarfélagið Stefnir hafa lokið skuldabréfaútgáfu með veði í lánasafni. Gefnir eru út tveir flokkar skuldabréfa til þriggja ára, annars vegar forgangsskuldabréf til fjárfesta og hins vegar víkjandi skuldabréf að nafnvirði kr. 114.983.505 til MP Straums. Meira »

Nýtt hótel í Lækjargötu árið 2018

í gær Teiknistofan Gláma-Kím varð hlutskörpust í samkeppni Íslandshótela og Minjaverndar vegna nýs hótels í Lækjargötu í Reykjavík. Stefnt er að því að opna hótelið fyrir sumarið 2018. Meira »

Kínverjar setja 6 milljarða í CRI

í gær Kínverska fjárfestingarfélagið Geely Holding Group mun leggja 45,5 milljónir dollara, sem jafngildir sex milljörðum íslenskra króna, til hlutafjáraukningar í Carbon Recycling International (CRI). Meira »

Vill þyrlupall við veitingastaðinn

í gær Margir efnaðir ferðamenn fara á veitingastaðinn Vitann í Sandgerði og hefur eigandi hans því sótt um leyfi til þess að koma fyrir þyrlupalli við staðinn. Síðasta föstudag komu 80 manns með einkaflugvél sem byrjuðu í mat á Vitanum en héldu svo í Bláa lónið. Meira »

Taka Ungfrú Bandaríkin að sér

í gær Sjónvarpsstöðin Reelz hefur tekið það að sér að sýna frá fegurðarsamkeppninni Ungfrú Bandaríkin. Keppninni hefur verið kastað á milli stöðva síðan Donald Trump talaði með niðrandi hætti um mexíkóska innflytjendur, en Trump á keppnina að hluta. Meira »

Opnar nýjan stað í húsnæði Dolly

í gær Jón Gunnar Geirdal, eigandi Lemon, og Jón Þór Gylfason, eigandi skemmtistaðarins Center í Keflavík, ætla að opna nýjan stað í húsnæði Dolly í Hafnarstræti. Líkt og mbl greindi frá í gær verður honum lokað laugardaginn 11. júlí. Meira »

Biður um afsökunarbeiðni frá RÚV

í gær Björgólfur Thor Björgólfsson vill fá opinbera afsökunarbeiðni frá RÚV vegna umfjöllunar um hópmálsókn gegn honum í Kastljósinu hinn 23. júní. Björgólfur hefur sent bréf um málið til stjórnar Ríkisútvarpsins þar sem hann sakar stofnunina um að hafa brotið þau lög sem um hana gilda. Meira »

Fá rýmri fjárfestingarheimildir

í gær Frumvarp sem felur í sér rýmri fjárfestingarheimildir fyrir lífeyrissjóði var samþykkt á Alþingi í gær. Lögin víkka heimildir lífeyrissjóða til þess að að fjárfesta í félögunum sem skráð eru á First North markaðinn. Meira »

Actavis ræðir við áhugasama

í gær „Við skoðuðum margar leiðir í aðdraganda ákvörðunarinnar og það er vilji hjá okkur til þess að ræða við áhugasama aðila,“ segir Ásdís Pétursdóttir, sviðsstjóri samskiptasviðs Actavis, aðspurð hvort verið sé að skoða tilboð Róberts Wessman í lyfjaverksmiðju fyrirtækisins. Meira »

Skoða flugrútu til Akureyrar

í gær Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur undanfarna mánuði skoðað möguleikann á því að bjóða beinar rútuferðir milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar. Þannig yrði að hluta til mætt þörfum farþega í millilandaflugi sem eiga erindi norður eða að norðan. Meira »

Spólurnar út og djúsinn inn

í gær Myndbandsspólurnar fengu að fjúka úr hillum Snæland Vídeós í Mosfellsbæ í vikunni þegar eigendur breyttu nafni staðarins og opnuðu safa- og samlokubar. Ásta Björk Benediktsdóttir, annar eigandinn, hafði gengið með hugmyndina í maganum í langan tíma en beðið eftir rétta augnablikinu. Meira »

Hafa selt reiðhjól í 90 ár

í fyrradag Í gegnum árin hafa alls kyns tískusveiflur komið í hjólasportinu og t.d. varð sprenging í götuhjólasölu á áttunda áratugnum og fjallahjólin urðu allsráðandi á tíunda áratugnum Eigandi Arnarins segir vitundarvakninguna nú annars eðlis, og breytingin í hjólamenningunni á Íslandi komin til að vera Meira »

287 milljarða skekkja FME

í gær Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins frá 30. júní, þar sem finna mátti samantekt á heildarniðurstöðum ársreikninga fjármálafyrirtækja fyrir árið 2014, var villa sem fól í sér ofmat á útlánaaukningu viðskiptabankanna þriggja, MP banka og sparisjóðanna sjö sem starfræktir voru í fyrra, um 287 milljarða kr. Meira »

QuizUp hinn nýi Tinder

í fyrradag Spurningaleiknum QuizUp hefur verið lýst sem hinum nýja Tinder í Frakklandi en Frakkar nota spjallið innan leiksins mest allra þjóða. Leikurinn, sem framleiddur er af íslenska fyrirtækinu Plain Vanilla trónir nú í efsta sæti í App store í Frakklandi. Meira »
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir