Góður afgangur af vöruskiptum

Góður afgangur af vöruskiptum

09:53 Vöruskiptin við útlönd voru hagstæð um 7,2 milljarða í janúar en það þýðir að verðmæti útflutnings var meiri en verðmæti þess sem var flutt inn til landsins. Þetta er svipaður afgangur af vöruskiptum og í sama mánuði í fyrra. Meira »

Samdráttur í afla

09:08 Á 12 mánaða tímabili, desember 2013 til nóvember 2014, hefur aflaverðmæti dregist saman um 12,4% miðað við sama tímabil árið áður. Meira »

Þremur yfirmönnum Mærsk sagt upp

08:18 Þremur dönskum framkvæmdastjórum hjá skipafélaginu Mærsk hefur verið vikið frá störfum. Mærsk er hluti af alþjóðlega fyrirtækinu APM Terminals og samkvæmt Berlingske brutu framkvæmdastjórarnir verklagsreglur móðurfélagsins. Meira »

Nikkei ekki hærri í 15 ár

07:01 Japanska Nikkei hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,06% í Tókýó í dag og hefur ekki verið hærri í fimmtán ár.  Meira »

Hagnaður Eimskips um 2 milljarðar kr.

05:30 Hagnaður Eimskips eftir skatta fyrir árið 2014 var 13,6 milljónir evra sem jafngildir um 2 milljörðum króna og jókst um 25,8% frá árinu 2013. Meira »

Fengu Njarðarskjöld og Freyjusóma

Í gær, 23:47 Njarðarskjöldurinn og Freyjusómi 2014 voru afhent í Hörpu í dag. Njarðarskjöldin fékk 66°Norður og Freyjusómann blómabúðin Upplifun, bækur og blóm. Njarðarskjöldurinn og Freyjusómi eru viðurkenningar og hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar sem veitt eru árlega til verslana eða verslunareigenda fyrir góða þjónustu og ferskan andblæ í ferðaþjónustu. Meira »

Eimskip fjárfestir á Nýfundnalandi

Í gær, 21:32 Eimskip hefur gengið frá kaupum á rekstri frystigeymslu St. Anthony Cold Storage Ltd. sem staðsett er í St. Anthony á Nýfundnalandi. Eimskip hefur einnig fjárfest í flutningsmiðlunarfyrirtækinu Cargocan Agency Ltd. sem er leiðandi flutningsmiðlari á Nýfundnalandi og er staðsett í St. Johns, höfuðborg Nýfundnalands. Meira »

Jón Karl nýr framkvæmdastjóri CP Reykjavík

Í gær, 16:14 Jón Karl Ólafsson er nýr framkvæmdastjóri CP Reykjavík. CP Reykjavík var stofnað í október á síðasta ári og varð til við sameiningu þjónustu- og ráðgjafafyrirtækjanna Congress Reykjavík og Practical. Meira »

Hagnaður VÍS 1,7 milljarðar

Í gær, 16:11 Hagnaður Vátryggingafélags Íslands eftir skatta dróst saman milli ára og nam rúmum 1,7 milljörðum króna samanborið við rúma 2,1 milljarða á síðasta ári. Í afkomutilkynningu segir að afkoma félagsins af vátryggingum hafi verið undir væntingum og þá sérstaklega afkoma af eignatryggingum og ökutækjatryggingum. Meira »

Vantar þúsundir í byggingargeirann

Í gær, 15:51 Starfsfólki í byggingariðnaðinum þarf að fjölga um tvö til fimm þúsund á næstu tveimur árum til þess að mæta aukinni eftir skarpa niðursveiflu í kjölfar hrunsins. Eigið fé í greininni er aftur tekið að byggjast upp og veltan farin að aukast. Meira »

Aðstæður til afnáms hafta aldrei betri

Í gær, 15:20 „Ytri aðstæður verða líklega aldrei betri fyrir afnám hafta en einmitt nú,“ sagði Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, á opnum fundi stjórnarandstöðunnar um afnám gjaldeyrishafta í Iðnó í dag. Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð og Píratar efndu til fundarins. Meira »

Flugstöðin stækki til norðurs

Í gær, 15:11 Hönnunarstofan Nordic - Office of Architecture í Noregi varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um gerð uppbyggingar- og þróunaráætlunar, svokölluðu Masterplan, Keflavíkurflugvallar til næstu 25 ára. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar til norðurs og lagningu nýrrar flugbrautar. Meira »

2.310 heimili í vanskilum

Í gær, 14:50 Heimili í vanskilum hjá Íbúðalánasjóði eru eru 2.310 og þar af eru 100 heimili með frystingu á lánum sínum. Alls voru 4,97% þeirra heimila sem eru með fasteignalán sín hjá sjóðnum með lánin í vanskilum í lok janúar 2015 en sambærilegt hlutfall í lok desember 2014 var 5,49%. Meira »

Uppsagnir hjá Já

Í gær, 14:17 Já hefur ákveðið að loka þjónustuveri sínu í Reykjanesbæ frá og með 1. júní næstkomandi en við breytingarnar fækkar stöðugildum þjónustufulltrúa hjá fyrirtækinu um sex til sjö. Meira »

Dansaði af ánægju með hagnaðinn

Í gær, 14:05 Forstjóri Lego var léttur og brast í söng við kynningu á ársuppgjöri fyrirtækisins. Enda ástæða til, þar sem hagnaður Lego var sá mesti í 83 ára sögu danska leikfangafyrirtækisins. Meira »

Meirihlutinn í Marinox seldur

Í gær, 12:35 Gengið hefur verið frá samningi um kaup írska fyrirtækisins Marigot, eiganda Íslenska kalkþörunga-félagsins á Bíldudal, á 60% hlut í nýsköpunarfyrirtækinu Marinox ehf., sem er í eigu Matís ohf. og tveggja lykilstjórnenda þar. Gefið verður út nýtt hlutafé fyrir hlut Marigot í kjölfarið. Meira »

Ævintýraleg veiði hjá Kleifarbergi

Í gær, 13:01 Frystitogarinn Kleifarberg RE 70 hefur aldrei landað verðmætari afla en í dag þrátt fyrir mikla brælu á miðunum. Kleifarberg landaði um 950 tonnum af þorski og ýsu á Siglufirði í morgun og nemur aflaverðmætið um 361 milljón króna. Meira »

Sameinast um innheimtustarfsemi

í gær Lögmannsstofurnar LEX og Juris hafa sameinað innheimtuþjónustu sína í fyrirtækinu Gjaldskilum en fyrirtækið rekur starfsemi sína allt aftur til ársins 1984 og er því með elstu innheimtufyrirtækjum landsins Meira »
Svæði

Myntbreyta

Mynt Fjárhæð Mynt Fjárhæð
  ISK   USD
  EUR   GBP
  CAD   DKK
  NOK   SEK
  CHF   JPY
Gengi gjaldmiðla

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir