Byggja lúxusíbúðir á Laugavegi

Byggja lúxusíbúðir á Laugavegi

Í gær, 22:50 Stefnt er að því að opna íbúðahótel í bakhúsi neðst á Laugavegi í Reykjavík í mars á næsta ári. Framkvæmdirnar fela í sér stækkun hússins og fjölgun hótelíbúða úr fjórum í átta. Fyrirtækið Icewear á húseignina. Meira »

Þrjár pantanir á hverri mínútu

Í gær, 20:35 Sölumet á heimsvísu var slegið á Cyber Monday í gær og voru Íslendingar ekki undanskildir í kaupæðinu. Aldrei hafa fleiri verslað á Heimkaupum á einum sólarhring og voru pantanir í heildina um fjögur þúsund talsins. Það jafngildir um þremur pöntunum á hverri einustu mínútu. Meira »

Björgólfur fékk grænt ljós

Í gær, 18:28 Byggingarfulltrúi hefur samþykkt að veita leyfi til framkvæmda vegna breytinga á Fríkirkjuvegi 11, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Í haust meinaði Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi Björgólfi að fjarlægja aðalstiga hússins. Nikulás lýsti sig vanhæfan til meðferðar málsins í dag. Meira »

Fyrsta skuldabréfaútgáfa Landsbankans í Skandinavíu

Í gær, 17:47 Landsbankinn hefur í dag lokið við sína fyrstu skuldabréfaútgáfu í Skandinavíu. Í kjölfar fjárfestafunda sem haldnir voru í nóvember ákvað Landsbankinn að mæta eftirspurn skandínavískra fjárfesta með útgáfu sem nemur 250 milljónum norskra króna og 250 milljónum sænskra króna. Meira »

Leiðir Vals og Vodafone skilur

Í gær, 17:32 Fjarskiptafyrirtækið Vodafone hefur ákveðið að endurnýja ekki styrktarsamning sinn við Valsmenn. Fyrir vikið munu nöfnin Vodafone-höllin og Vodafone-völlurinn hverfa á braut. Í stað þeirra verða tekin upp nöfnin Valshöllin Hlíðarenda og Valsvöllurinn Hlíðarenda. Meira »

6,4 milljarða velta á húsnæðismarkaði

Í gær, 15:54 Í síðustu viku var 140 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu. Heildarveltan var 5,2 milljarðar króna og meðalupphæð á samning var 37,5 milljónir króna. Þar af voru 97 samningar um eignir í fjölbýli, 28 samningar um sérbýli og 15 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Meira »

Hversu mikið hefur Kobe Bryant þénað?

Í gær, 15:15 Körfuboltastjarnan Kobe Bry­ant ætlar að leggja skóna á hill­una eft­ir tíma­bilið. Á flesta mælikvarða telst það snemmt að setjast í helgan stein 37 ára gamall en miðað við tekjurnar sem Bryant hefur halað inn yfir ferilinn ætti hann ekki að þurfa að hafa áhyggjur. Meira »

Veitur taka við af Orkuveitunni

Í gær, 14:39 Orkuveita Reykjavíkur mun draga sig í hlé sem málsvari þjónustunnar sem hún veitir og dótturfélagið Veitur ohf. mun taka við. Veitur og Orkuveitan hafa fengið nýtt kennimerki. Meira »

Kolbeinn framkvæmdastjóri Athygli

Í gær, 13:54 Kolbeinn Marteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri almannatengslafyrirtækisins Athygli. Hann hefur störf í janúar. Undanfarin tvö ár hefur Kolbeinn starfað sem markaðs- og kynningarstjóri Menntavísindasviðs Háskóla Íslands auk þess sem hann hefur sinnt stundakennslu við HÍ. Meira »

Minni velta í Kauphöllinni

Í gær, 12:42 Heildarviðskipti með hlutabréf drógust saman um 14 prósent milli mánaða og námu rúmum 47 milljörðum króna í nóvember en það jafngildir um 2,2 milljörðum króna á dag. Þetta er 27 prósent hækkun milli ára. Meira »

Koma köldu kranavatni í Leifsstöð

Í gær, 11:04 Eftir nokkra daga geta farþegar í flugstöð Leifs Eiríkssonar fyllt á vatnsflöskur sínar þar sem komið verður upp blöndunartækjum með heitu og köldu vatni á salernum síðar í mánuðinum. Meira »

Líflegri jólaverslun en í fyrra

Í gær, 10:45 Verslun fyrir jólin virðist vera líflegri nú og fara fyrr af stað en fyrir síðustu jól. Í úttekt Rannsóknarseturs verslunarinnar fyrir Samtök verslunar og þjónustu kemur fram að kaupmenn merkja aukningu í sölu allra vöruflokka, jafnt sérvöru sem dagvöru, raftækja og varnings fyrir heimilin. Meira »

Noregsflug gæti hækkað í verði

Í gær, 10:42 Ríkisstjórn Noregs hefur boðað nýjan flugmiðaskatt á næsta ári. Skatturinn mun hækka flugverð og munu líklega margir hér á landi finna fyrir þeirri hækkun þar sem flugleiðin er sú þriðja vinsælasta á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Fengu ekkert fyrir peningana

Í gær, 10:19 Í útsöluvertíð láta sumir eyðsluviljann leiða sig í ógöngur. Það á að minnsta kosti við um tólf þúsund manns sem borguðu fimm dollara, eða um 660 krónur, á heimasíðu Cards Against Humanity og fengu ekkert í staðinn á Black Friday útsölunni. Meira »

Tekur júanið í gjaldeyrisforðann

Í gær, 09:55 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ákvað í gær að frá og með næsta ári verði hluti gjaldeyrisvaraforða sjóðsins í kínverska gjaldmiðilinum júan ásamt bandarískum döllurum, evrum, japönskum jenum og breskum pundum. Meira »

Mestur afgangur af samgöngum

Í gær, 09:38 Þjónustujöfnuður við útlönd var jákvæður um 90,4 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi og er það hækkun frá fyrra ári þegar hann var jákvæður um 77,8 milljarða króna. Ferðaþjónusta var stærsti þjónustuliðurinn. Meira »

300 stjórnendur skora á Alþingi

Í gær, 09:55 Heilsíðuauglýsing frá þrjú hundruð stjórnendum íslenskra fyrirtækja var birt í fjölmiðlum í dag. Þar er skorað á Alþingi að lækka tryggingargjaldið. Meðal þeirra sem skrifa undir eru t.d. Ari Edwald, forstjóri MS, Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja og Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Meira »

Meniga komið í ellefu danska banka

Í gær, 09:17 Meniga er komið í samstarf við Bankdata, eina stærstu hugbúnaðarveitu banka í Danmörku. Bankdata hefur innleitt heimilisfjármálahugbúnað Meniga, sem er þar með orðinn virkur í netbönkum ellefu banka í Danmörku, þ.m.t. Jyske bank sem er þriðji stærsti banki landsins. Meira »
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir