Fyrirtækið Qlik kaupir DataMarket

Fyrirtækið Qlik kaupir DataMarket

20:45 Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Datamarket, greinir frá því nú í kvöld á bloggsíðu sinni að fyrirtækið Qlik hafi keypt allt hlutafé í Datamarket ehf á 1,6 milljarð króna. Sé því DataMarket í raun orðið að Qlik á Íslandi. Meira »

Flýtibílaþjónusta á Höfðatorg

17:46 Flýtibílaþjónusta opnar í bílakjallaranum á Höfðatorgi upp úr áramótum. Til þess að byrja með verður þar pláss fyrir fimmtán til tuttugu bíla og notendur greiða tímagjald ásamt hóflegu mánaðargjaldi. Meira »

Frestur aftur framlengdur

17:32 Slitabú Landsbankans (LBI) og Landsbankinn komust í dag að samkomulagi að framlengja aftur frestinum vegna gildisskilyrða í samningi um breytingar á skilmálum skuldabréfa Landsbankans til 17. nóvember næstkomandi. Meira »

Jens er formaður nýrra samtaka

16:08 Í dag fór fram stofnfundur Sam­taka fyrirtækja í sjávarútvegi en þau urðu til með sameiningu Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka fiskvinnslustöðva. Formaður nýrra samtaka er Jens Garðar Helga­son, framkvæmdastjóri Fiskimiða á Eskifirði. Meira »

Starbucks sendir kaffibollann heim

15:25 Kaffihúsakeðjan Starbucks hyggst bjóða upp á heimsendingarþjónustu frá og með miðju næsta ári en viðskiptavinir geta þá pantað sér kaffibolla í gegnum app í símanum. Þá verður einnig hægt að leggja inn pöntun áður en mætt er á staðinn og sleppa þannig við biðraðir. Meira »

Ágúst ráðinn útibússtjóri

15:22 Ágúst Arnórsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Landsbankans á Egilsstöðum og tekur hann við af Arnari Páli Guðmundssyni sem nýverið var ráðinn útibússtjóri á Akureyri. Meira »

Stofna öndvegissetur um verndun hafsins

15:03 Skrifað verður undir samning um stofnun Oceana á Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu kl. 17:00 í dag en Oceana er öndvegissetur sem ætlað er að vinna að útfærslu hugmynda um verndun hafsins með því að draga úr mengun með grænni tækni. Meira »

OR ver 10,3 milljörðum í fjárfestingar 2015

14:38 Áformað er að verja 10,3 milljörðum króna í fjárfestingar hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækjum á næsta ári.   Meira »

Háar launakröfur í kortunum

12:54 Hverfandi líkur eru á því að peningastefnunefnd komi á óvart með lækkun stýrivaxta í ljósi óvissunnar á vinnumarkaði. Háar launakröfur eru í kortunum auk þess sem líkur á launaskriði á almennum vinnumarkaði fara vaxandi. Meira »

Tapaði 1,2 milljörðum dollara

11:30 Japanski tæknirisinn Sony tapaði 1,2 milljörðum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi en forsvarsmenn segja tapið að rekja til harðrar samkeppni á farsímamarkaði. Varað var við því að tap félagsins á árinu yrði mögulega fjórfalt meira en spár gerðu ráð fyrir. Meira »

Stýrivextir hækkaðir í Rússlandi

11:08 Seðlabankinn í Rússlandi tilkynnti í dag að stýrivextir bankans yrðu hækkaðir um 1,5 prósent eða úr átta prósentustigum í 9,5 prósent. Er þetta tilraun til að komu stöðugleika á gengi rúblunnar sem nú er í sögulegu lágmarki frá því að hún var tekin upp árið 1998. Meira »

Guðmundur Ingi nýr forstjóri Landsnets

10:44 Stjórn Landsnets hefur ráðið Guðmund Inga Ásmundsson í starf forstjóra fyrirtækisins. Stjórnarformaður Landsnets, Geir A. Gunnlaugsson, tilkynnti um ráðninguna á fundi með starfsfólki í morgun. Meira »

Stór sími fyrir stóran mann

10:31 „Það er ekkert grín að taka selfie með venjulegum síma, þegar maður er vaxinn eins og ég!“ sagði hinn tröllvaxni Hafþór Júlíus Björnsson, þegar hann tók við fyrsta iPhone 6 Plus símanum sem formlega var tekinn til sölu í dag. Meira »

Óhagstæð vöruskipti í september

09:07 Í septembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 54,5 milljarða króna og inn fyrir 65 milljarða króna fob, eða 68,6 milljarða króna cif. Vöruskiptin í september, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 10,5 milljarða króna. Í september 2013 voru vöruskiptin hagstæð um 139 milljónir króna á gengi hvors árs. Meira »

Skuldsetning og eiginfjárhlutföll ekki betri í áratug

08:09 Skuldsetning íslenskra fyrirtækja hefur ekki verið lægri og eiginfjárhlutfall þeirra ekki hærra í um tíu ár.  Meira »

Rafmagn vegna flutningstapa hækkar

í gær Gjaldskrárhækkun á flutningstöpum verður hjá Landsneti á næsta ári í kjölfar 38% hækkunar milli ára á rafmagni sem fyrirtækið kaupir til að mæta flutningstapi í raforkukerfinu. Aðeins tvö orkufyrirtæki tóku þátt í útboði Landsnets vegna flutningstapa 2015 og ekki fengust tilboð í allt það orkumagn sem boðið var út. Meira »

Nikkei ekki hærri í sjö ár

07:01 Nikkei hlutabréfavísistalan hækkaði um 4,83% í kauphöllinni í Tókýó í dag og hefur ekki verið hærri í sjö ár.   Meira »

Árni Geir forstjóri Icelandic Group

í gær Árni Geir Pálsson, stjórnarmaður í Icelandic Group, hefur að beiðni stjórnar fallist á að taka að sér starf forstjóra hjá félaginu eftir að Magnús Bjarnason ákvað að láta af störfum sem forstjóri. Meira »
Svæði

Myntbreyta

Mynt Fjárhæð Mynt Fjárhæð
  ISK   USD
  EUR   GBP
  CAD   DKK
  NOK   SEK
  CHF   JPY
Gengi gjaldmiðla

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir