Rekstrartekjur jukust um 29,7%

Rekstrartekjur jukust um 29,7%

Í gær, 22:17 Rekstrartekjur Eimskips á fyrsta ársfjórðungi 2017 jukust um 29,7% samanborið við sama tímabil í fyrra og námu 146,9 milljónum evra samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu. Fram kemur að 18,2% af vextinum séu vegna nýrra fyrirtækja í samstæðunni og 11,5% vegna innri vaxtar í flutningsmagni og hækkandi verða á alþjóðaflutningamarkaði. Meira »

Ný þjónusta fyrir nátthrafna

Í gær, 20:15 Nýju átaki verður hrint af stað á Keflavíkurflugvelli í sumar þar sem innritun fyrir farþega Icelandair, WOW og Primera verður opnuð á miðnætti. Til stendur að gera tilraun með verkefnið í júní og ef vel gengur verður því áframhaldið. Meira »

Ódýrara í Costco en hann bjóst við

Í gær, 20:06 „Það er mjög ánægjulegt að sá verðlagið hér í Costco. Matvaran er ódýrari en ég reiknaði með,“ segir Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, en hann var í vettvangsferð á svæðinu þegar blaðamaður náði tali af honum. Meira »

„Mjög mikið að gera“ í Costco

Í gær, 17:22 „Þetta hefur gengið mjög vel í dag,“ segir Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco á Íslandi, um opnun verslunarinnar í dag. Segir hann fjölda fólks hafa lagt leið sína þangað í dag og fjöldinn hafi aukist eftir því sem liðið hafi á daginn. Meira »

Ný í framkvæmdastjórn Nýherja

Í gær, 16:50 Linda Björk Waage hefur verið ráðin framkvæmdastjóri yfir Umsjá, nýju sviði innan Nýherja þar sem rekstrarþjónusta og innviðir eru sett undir sama hatt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu en Linda hefur starfað hjá því frá árinu 2011. Meira »

Birta tölur um skiptifarþega mánaðarlega

Í gær, 16:06 Isavia greinir umferð um flugvöllinn niður eftir því hvort fólk er að koma til landsins, fara frá landinu eða er skiptifarþegar, þ.e. hefur viðdvöl á Keflavíkurflugvelli án þess að fara út úr flugstöðinni. Þessar tölur birtir Isavia um hver mánaðamót. Meira »
Svæði

1,6 milljón fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot JÖR

Í gær, 14:27 1,6 milljónir fengust greiddar upp í lýstar veðkröfur upp á 65,3 milljónir króna í gjaldþroti JÖR ehf. Félagið var stofnað utan um fatalínu JÖR og verslun við Laugaveg 89. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta 11. janúar en þeim lauk 9. maí. Meira »

Ragnhildur hættir hjá Landsbankanum

Í gær, 13:36 Ragnhildur Geirsdóttir, framkvæmdastjóri Rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Landsbankans, hefur sagt starfi sínu hjá bankanum lausu og mun láta af störfum á næstu vikum. Meira »

Tryggvi, Elín og Ingólfur hætt hjá Íslandsbanka

Í gær, 13:21 Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða hjá Íslandsbanka, Elín Jónsdóttir framkvæmdastjóri VÍB og Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur hjá Greiningardeild Íslandsbanka voru meðal þeirra 20 starfsmanna yfirgefa Íslandsbanka í kjölfar skipulagsbreytinga. Meira »

Hildur Hörn stýrir mannauðsmálum Alvotech

Í gær, 13:13 Hildur Hörn Daðadóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alvotech. Hildur Hörn mun leiða stefnumótun, þróun og framkvæmd mannauðsmála ásamt verkefnum sem miða að því að samræma og efla fyrirtækjamenningu Alvotech samstæðunnar. Meira »

„Norska leiðin“ gæti virkað

Í gær, 13:09 „Norska leiðin“ gæti hjálpað fyrstu kaupendum á Íslandi en fyrstu merki benda til að tekist hafi að slá á hækkun íbúðaverðs í Noregi í kjölfar þess að gerð var krafa um meira eigið fé við kaup á annarri íbúð í Osló og á Oslóar-svæðinu. Sambærilegum takmörkunum hefur verið beitt í ýmsum löndum og er meðal annars gert ráð fyrir þeim í samevrópsku regluverki til að tryggja fjármálastöðugleika. Meira »

„Við erum að skoða okkur um“

Í gær, 13:08 Fjölmargir voru mættir við opnun Costco í Kauptúni í morgun. Mbl.is var á staðnum og ræddi við viðskiptavini sem voru að skoða sig um í versluninni og velta fyrir sér verðunum. Meira »

Töluvert ódýrari hjá Costco

Í gær, 11:44 Verð á dekkjum hjá Costco er töluvert ódýrara en almenningi hefur boðist fram að þessu samkvæmt frétt á vef FÍB, Félags íslenskra bifreiðaeigenda.FÍB heimsótti Costco í Kauptúni til að kanna verð og dekkjaframboð sem verður í versluninni. Meira »

Fyrirsjáanlegt að verð muni hækka

Í gær, 11:29 Félag atvinnurekenda hefur ítrekað nærri hálfs árs gamalt erindi sitt til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um varúðarmerkingar á hreinsiefnum. Meira »

Sjáið myndirnar úr Costco

Í gær, 11:13 Það var mikil spenna í loftinu rétt áður en verslun Costco í Kauptúni var opnuð í morgun. Um 50 manns voru fyrir utan rétt áður en bæjarstjóri Garðabæjar og framkvæmdastjóri Costco klipptu á rauðan borða og opnuðu þar með verslunina. Meira »

Uppsagnir hjá Íslandsbanka

Í gær, 10:34 Vegna skipulagsbreytinga mun starfsmönnum fækka um 20 hjá Íslandsbanka. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir í tilkynningu að verið sé að einfalda og aðlaga skipulag bankans að breyttu umhverfi. Meira »

„Ég er bara í sjokki“

Í gær, 09:53 „Ég er bara í sjokki,“ segir Svava Jóhannsdóttir, viðskiptavinur Costco í samtali við mbl.is spurð um hvernig henni lítist á búðina. Hún segir verðið mjög gott. Meira »

Spennt að sjá hvað er þarna inni

Í gær, 09:18 „Ég er spennt að sjá hvað er þarna inni. Ég er meðal annars að leita mér að góðum ísskáp,“ segir Eunice í samtali við mbl.is um tuttugu mínútum fyrir opnum Costco. Meira »

Árshækkunin 4,9%

Í gær, 09:17 Launavísitalan hækkaði um 0,2% í apríl frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 4,9%.  Meira »

Bæjarstjórinn klippti á borðann

Í gær, 09:10 „Ég er nú aðallega ánægður fyrir hönd íslenskra neytenda. Maður sér það hérna á verðinu að þetta er lægra en annarsstaðar,“ segir bæjarstjóri Garðabæjar, Gunnar Einarsson í samtali við mbl.is við opnun Costco í morgun í Kauptúni. Meira »

Fjölmenni við opnun Costco

Í gær, 08:50 Fjölmenni var komið saman við verslun Costco í Kauptúní Garðabæ, en verslunin opnaði í dag. Margir hafa beðið eftir komu verslunarinnar með eftirvæntingu og hafa um 40.000 manns gerst meðlimir fyrirtækisins. Fylgst var með opnuninni í beinni útsendingu á mbl.is. Meira »

„Mér finnst þetta vera hátíð“

Í gær, 08:28 „Ég er fyrst og fremst kominn hingað til þess að gera góð kaup og fagna samkeppnisaðila. Mér finnst þetta bara vera hátíð,“ segir Costco-aðdáandinn Steinar Birgisson sem var mættur fyrstur í röðina að Costco á miðnætti. Meira »

Yfir 40 þúsund hafa skráð sig

Í gær, 08:36 Yfir 40 þúsund manns hafa sótt um aðild að vöruhúsi Costco sem opnar núna klukkan 9. Að sögn Brett Vig­elskas, fram­kvæmda­stjóra Costco á Íslandi hefur bæst ört í hópinn síðustu vikur og daga. Vigelskas segir 40.000 mjög stóran aðildarhóp og þann stærsta í Costco í Evrópu. Meira »

Með stjörnur í augunum í Costco

í fyrradag Íslenskir áhugamenn um Costco létu sig svo sannarlega ekki vanta þegar verslunin var opnuð fyrir boðsgestum og meðlimum í tvo og hálfan tíma í kvöld. Það voru augljóslega margir spenntir fyrir því að fá loksins að skoða sig um í risastóru vöruhúsi Costco enda eru búnar að vera miklar vangaveltur um vöruúrvalið og verðið síðustu vikur og mánuði. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir