Jón Viðar framkvæmdastjóri hjá ÍSAM

Jón Viðar framkvæmdastjóri hjá ÍSAM

Í gær, 22:24 Jón Viðar Stefánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs ÍSAM. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Jón Viðar hafi mikla reynslu á sviði sölu- og markaðsmála, sem og af rekstri, en hann hefur áður starfað sem markaðsstjóri Coca-Cola hjá Vífilfelli, markaðsstjóri Húsasmiðjunnar og framkvæmdastjóri Áberandi ehf. Meira »

Hagnaður Haga 948 milljónir

Í gær, 17:37 Hagnaður Haga nam 948 milljónum króna á tímabilinu 1. mars til 31. maí 2016 og jókst á milli ára, en hann nam 811 milljónum á sama tímabili í fyrra. Var hagnaðurinn 4,7% af veltu fyrirtækisins. Meira »

Tóku ekki tilboðum fyrir 105 milljarða

Í gær, 16:28 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að þótt ekki hafi verið unnt að taka tilboðum í aflandskrónueignir að andvirði 105 milljarða króna, þá auðveldi það lausn þess vanda sem eftir stendur að eigendum krafna hefur fækkað mjög. Meira »

Betri í stuðningi en reikningi

Í gær, 16:05 Kexverksmiðjan Frón hefur veitt Tólfunni þrjú hundruð þúsund króna ferðastyrk og 22 meðlimir stuðningsmannahópsins eru komnir með frían flugmiða til Parísar. Frón skoraði á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama en að sögn Styrmis Gíslasonar, stofnanda Tólfunnar, hafa fleiri styrkir ekki borist. Meira »

Samið um lán fyrir Þeistareykjavirkjun

Í gær, 15:01 Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hefur veitt Landsvirkjun 50 milljóna Bandaríkjadala langtímalán til að reisa jarðvarmavirkjun á norðausturlandi. Það jafngildir 6,2 milljarða króna láni á núverandi gengi. Meira »

Grétar með aðra vél til Parísar

Í gær, 14:35 Flugvélaævintýrið heldur áfram hjá Grétari Sigfinni Sigurðssyni, sem er kominn með staðfesta vél til Frakklands á leik Íslands á EM á sunnudag. Um dagsferð er að ræða en líklega verður farið frá Reykjavíkurvelli klukkan sjö á sunnudagsmorguninn og brottför frá París er klukkan þrjú aðfaranótt mánudags. Meira »

Heilla ferðamenn með rauðglóandi hrauni

Í gær, 14:30 Aðstandendur Icelandic Lava Show vilja búa til sýningu sem verður vinsælasti viðkomustaður ferðamanna til landsins. Hápunktur sýningarinnar verður þegar bráðið hraun er látið renna yfir ísplötur með tilheyrandi sjónarspili. Meira »

Frú Lauga flytur frá borgarstjóra

Í gær, 14:12 Á morgun verður síðasti starfsdagur Frú Laugu við Óðinsgötu en í tilkynningu á heimasíðu búðarinnar segir að starfsemin í miðbænum hafi ekki borgað sig. Verslunin verður áfram við Laugalæk og ný matstofa Frú Laugu verður bráðlega opnuð í Listasafni Reykjavíkur. Meira »

Óvíst með áhrif Brexit á Icelandair

Í gær, 13:15 Forstjóri Icelandair Group segir að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi fylgi mikil óvissa fyrir rekstur félagsins, að minnsta kosti til skamms tíma. Áhrifin til lengri tíma séu hins vegar óljós. Meira »

750% ávöxtun af íslenskum sigri

Í gær, 12:36 Íslenskur sigur virðist ekki líklegur á sunnudaginn ef marka má erlenda veðbanka og er stuðullinn svipaður og hann var í leiknum gegn Englendingum. Samkvæmt bresku veðmálasíðunni William Hill eru líkurnar sautján á móti tveimur að Ísland sigri en líkurnar á frönskum sigri eru tveir á móti fimm. Meira »

Heimir fer frá Eyjum upp á land

Í gær, 11:50 „Við hringdum í Heimi í vetur og spurðum hvort við mættum nota nafnið hans. Hann sagði bara: Strákar, að sjálfsögðu,“ segir Jóhann Guðmundsson, einn af eigendum The Brothers Brewery. Meira »

Gjaldþrotum og nýskráningum fjölgar

Í gær, 11:04 Nýskráningar einkahlutafélaga í maí voru 269 og hefur þeim fjölgað um fimmtán prósentustig á síðustu tólf mánuðum í samanburði við tólf mánuðina þar á undan. Meira »

WOW bætir við heimflugi

Í gær, 11:02 WOW air hefur ákveðið að bæta við flugi til og frá París nk. mánudag en sala hefst eftir hádegi á heimasíðu félagsins. WOW bætti í gærkvöldi við vél sem flýgur út á sunnudag og eru enn nokkur sæti laus út til Parísar. Meira »

Dýrast á leik Íslands og Frakklands

Í gær, 10:48 Ef horft er til verðlags á miðum á leiki í átta liða úrslitum EM virðist vinsælla að sjá Aron Einar Gunnarsson á vellinum en Ronaldo. Miðar á leik Íslands og Frakklands eru dýrastir á öllum miðabraskssíðum sem mbl kannaði. Meira »

Dýraríkinu lokað

Í gær, 10:18 Dýraríkinu, sem er elsta starfandi dýraverslun landsins, verður lokað á næstunni en eigandi segir að þungur skuldabaggi hafi legið á fyrirtækinu frá hruni. Að meðtöldum fiskunum eru nokkur þúsund dýr í versluninni en að þeim frátöldum eru fuglarnir og nagdýrin um 100 til 200 talsins. Meira »

Ingibjörg Ösp til Samtaka iðnaðarins

Í gær, 09:06 Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður mennta- og mannauðsmála Samtaka iðnaðarins. Ber hún þar ábyrgð á að vinna að og framfylgja stefnu SI í mennta- og mannauðsmálum þar sem markmiðið er að vinna að því að nægt framboð sé af hæfu starfsfólki fyrir iðnað í landinu. Meira »

Toyota innkallar milljónir bíla

Í gær, 09:28 Japanski bílaframleiðandinn Toyota tilkynnti í dag að hann ætlaði að innkalla rúmlega 3,3 milljónir bifreiða á heimsvísu vegna tveggja aðskilinna galla. Flestir bílanna eru af tegundunum Prius, Corolla og Lexus en þeir voru að mestu seldir í Japan, Norður-Ameríku og Evrópu. Meira »

Lánasöfnin verðminni en talið var

Í gær, 05:30 Umfang sparisjóðakerfisins hér á landi minnkaði mikið á liðnu ári þegar þrír stærstu sparisjóðirnir voru sameinaðir Landsbankanum og Arion banka eftir að í ljós kom að lánasöfn þeirra voru mun verðminni en áður hafði verið talið. Meira »
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir