Kínverjar lækka tolla

Kínverjar lækka tolla

12:17 Fjármálaráðherra Kína, Lou Jimwei, tilkynnti í dag um að innflutningstollar á algengum neysluvörum verða lækkaðir um helming. Á það að leiða til aukinnar einkaneyslu og auka hagvöxt í landinu. Meira »

Ný aðferð til að mæla notkun á vefmiðlum

11:56 „Það sem er merkilegt við þetta verkefni, sem hefur verið í gangi í rúmt ár, er að í þetta er í fyrsta sinn sem netmiðlar á Íslandi taka sig saman og láta mæla notkun einstaklinga á vefjunum með sameiginlegum hætti,“ segir Ólafur Þór Gylfason, forstjóri MMR, um Netsjá, netmiðlakönnun MMR. Meira »

Ekki gert til þess að ógna öryggi

í gær „Verkfallsaðgerðir eru ekki settar fram til þess að ógna öryggi landsmanna. Ef þetta eru lífsnauðsynlegar vörur líkt og lyf trúi ég ekki öðru en að við fáum að leysa það út,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Meira »

„Ekkert jafnræði í þessu“

í gær Upphaflega var stefnt að því að opna veitingastaðinn Bergsson í apríl í Húsi sjávarklasans. Því hefur hins vegar verið frestað og hefur verkfall lögfræðinga hjá sýslumanni sett strik í reikninginn. Þórir Bergsson, eigandi, segir allt vera að smella og vonast eftir undanþágu. Meira »

Ósáttir hluthafar í Deutsche Bank

í gær Tæplega 40% hluthafa þýska bankans Deutsche Bank neituðu að lýsa yfir stuðningi við æðstu stjórnendur bankans á aðalfundi hans í seinustu viku. Meira »

Bíða eftir skattagögnum

23.5. Embætti skattrannsóknarstjóra bíður eftir upplýsingum frá seljanda gagna um skattaundanskot Íslendinga, þannig að hægt sé að greiða fyrir þau. Gögnin hafa því ekki enn verið afhent. Meira »

Seðlabankinn býður eignir Hildu til sölu

23.5. Seðlabankinn stefnir að sölu alls eignasafns Hildu, sem er dótturfélag Eignasafns Seðlabankans.   Meira »

Hefja sölu á hlut ríkisins í ABN Amro

22.5. Hollenska ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að hefja söluferli á ríkisbankanum ABN Amro. Sjö ár eru liðin síðan bankinn var þjóðnýttur. Meira »

Huppa kemur til Reykjavíkur

22.5. „Ísbúð er nokkuð sem fólk tengir sterkt við Álfheimana og finnst ekki mega missa sín. Við höfðum lengi haft í huga að færa út kvíarnar og þegar ísbúðin þar var föl gripum við tækifærið,“ segir Gunnar Már Þráinsson, einn eigenda ísbúðarinnar Huppu. Meira »

Hlutabréf í Eimskipum hríðféllu

22.5. Hlutabréf í Eimskipum féllu um 6,15% í verði í um 378 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Félagið birti afkomu sína fyrir fyrsta fjórðung ársins í gær og var hagnaðurinn umfram væntingar. Meira »

„Ronald McDonald verður aldrei rekinn“

22.5. Steve Easterbrook, forstjóri hamborgarakeðjunnar McDonald's sagði á hluthafafundi félagsins að það kæmi aldrei til greina að hætta að nota trúðinn Ronald McDonald í markaðsetningu fyrirtækisins. Meira »

Hvað er eðlileg ávöxtun?

22.5. Draga má þá ályktun að flestir fjárfestar vænta þess að fjárfesting verði búin að skila 11 til 16 prósent ávöxtun að ári liðnu. Hjá þeim sem leggja áhættufjármagn til reksturs skiptir samhengi áhættu og arðsemi öllu máli. Meira »

Viðskiptajöfurinn Jessica Alba

22.5. Hin gullfallega Jessica Alba er þekktust fyrir Hollywood myndir og að hafa trónað á toppi flestra lista yfir kynþokkafyllstu konur heims. Það sem færri vita er að fyrir nokkrum árum stofnaði hún fyrirtæki sem framleiðir eiturefnalausar barnavörur og er í dag metið á milljarða króna. Meira »

Fleiri Bretar en allt árið 2012

22.5. Nú þegar hafa fleiri breskir ferðamenn komið til landsins en allt árið 2012. Nærri 100 þúsund Bretar komu hingað fyrstu fjóra mánuði ársins sem er nokkru meira en allt árið 2012. Meira »

Súpubílnum kastað á milli í borginni

22.5. Jónína Gunnarsdóttir, eigandi Farmers Soup, hefur ekki fengið stæði fyrir súpubílinn í borginni. Eftir að mbl fjallaði um málið fór boltinn aðeins að rúlla og borgarfulltrúar vildu hjálpa henni og höfðu samband. Síðan hefur hins vegar lítið gerst og starfsmenn borgarinnar hafa kastað málinu sín á milli. Meira »

CCP tapaði níu milljörðum

22.5. Tap íslenska tölvuleikjaframleiðandans CCP jókst um tæpa sex milljarða milli ára og nam alls rúmum 8,7 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári. Tekjur drógust saman, skuldir jukust og starfsmönnum var fækkað. Meira »

Níu milljóna gjaldþrot kynlífsbúðar

22.5. Kröfur í þrotabú kynlífstækjaverslunarinnar Blush námu rétt tæpum níu milljónum króna. Ekkert fékkst greitt upp í kröfurnar og var skiptum lokið hinn 12. maí sl. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu í dag. Meira »

Ein dýrasta íslenska kvikmyndin

22.5. Teiknimyndafyrirtækið GunHil hefur undirritað samninga við Belgíska fyrirtækið Cyborn vegna framleiðslu á teiknimyndinni LÓI – þú flýgur aldrei einn. Myndin verður ein allra dýrasta íslenska myndin sem gerð hefur verið, en frameiðslukostnaður hennar nemur rúmum milljarði króna. Meira »
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir