Skipa nýja haftanefnd

Skipa nýja haftanefnd

09:11 Skipan sérstakrar nefndar vegna áforma stjórnvalda um losun fjármagnshafta er á lokametrunum.  Meira »

„Mér brá við að sjá verðið“ myndskeið

240414-ferdamenn
10:26 Verðlag á Íslandi er umtalað á meðal erlendra ferðamenna sem virðast margir heimsækja landið þrátt fyrir að vita að ferðin komi til með að létta pyngjuna verulega. mbl.is ræddi við nokkra ferðamenn í gær um verðlagið og þeir voru sammála um að hér væri dýrt að vera þó þeir væru ánægðir með dvölina. Meira »

Hlutabréf í Apple snarhækka

08:51 Hlutabréf tæknirisans Apple snarhækkuðu um sjö prósent í verði eftir að félagið birti uppgjör sitt fyrir fyrsta fjórðung ársins seint í gærkvöldi. Hagnaður félagsins var mun meiri en greinendur höfðu gert ráð fyrir, eða 10,2 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði um 1.145 milljarða króna á gengi dagsins í dag. Meira »

Bloomberg og Ólafur í samstarf

Ólafur Elíasson vill gefa fátækum kost á ódýrri sólarorku.
08:13 Góðgerðarsjóður í vegum Michaels Bloombergs hefur fjárfest í fyrirtæki á vegum Ólafs Elíassonar myndlistarmanns fyrir 5 milljónir dollara, eða sem svarar liðlega 560 milljónum króna. Meira »

Ferðaþjónustan verði láglaunagrein

Ferðamenn taka myndir við Gullfoss um páska.
05:30 Hætta er á að ferðaþjónusta verði láglaunagrein sem geri út á magn fremur en gæði, að því er segir í úttekt KPMG um arðsemi í hótelrekstri. Meira »

Landsliðið á árshátíð Símans

Hjaltalín verður meðal skemmtiatriða á árshátíð Símans um helgina. Auk þeirra verður landslið tónlistarmanna á ...
Í gær, 15:09 Um helgina fer fram árshátíð Símans í tveimur sölum Hörpu, Silfurbergi og Norðurljósum, en um 800 manns eru skráðir til leiks. Framboð skemmtiatriða hefur sjaldan verið veglegra, en réttast væri að segja að landslið tónlistarmanna verði á staðnum. Meðal þeirra sem koma fram eru Hjaltalín og Retro Stefson. Meira »

Ásælast ekki Samtök fjárfesta

Frá kynningarfundi Ungra fjárfesta í Þjóðmenningarhúsinu.
Í gær, 14:14 Ungir fjárfestar hafa aldrei reynt að gera atlögu að Samtökum fjárfesta og skilur stjórn félagsins ekki hvaðan slíkar ásakanir koma. Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, gat ekki gefið neinar haldbærar skýringar á ásökunum sínum þegar stjórnin óskaði eftir þeim. Meira »

Mega ekki nota lénið atmo.is

Þessi skilaboð birtast á slóðinni atmo.is.
Í gær, 14:09 Neytendastofu barst kvörtun frá Atmo ehf. yfir notkun Andrúms ehf. á auðkenninu Atmó og skráningu á léninu atmo.is.  Meira »

Selur kaffi út um gluggann heima

Í gær, 14:00 „Þetta virkar bara þannig að þegar ég er heima, þá er glugginn opinn og hægt að koma og fá sér kaffi,“ segir Sverrir Rolf Sander sem hefur opnað kaffihúsið Puffin Coffee á heimili sínu að Baldursgötu. Allur ágóði af kaffisölunni rennur til rannsókna á einhverfu. Meira »

Árið í ár frábært fyrir hótelin

Fjölmargir ferðamenn koma til landsins á hverju ári, en KPMG spáir því að þetta ár ...
Í gær, 13:52 Árið 2014 verður frábært ár í hótelþjónustu og seinna meir verður horft til þess sem stóra ársins. Þetta sagði Benedikt K. Magnússon, sviðsstjóri ráðgjafarsviðs KPMG, þegar ný úttekt fyrirtækisins um hótelgeirann var kynnt í morgun. Síðustu ár hafa verið léleg á höfuðborgarsvæðinu en nokkuð góð á landsbyggðinni. Meira »

Frakkar draga saman til að auka atvinnu

Manuel Valls fyrigefur frönsku forsetahöllina eftir hinn vikulega fund ríkisstjórnarinnar í dag.
Í gær, 13:33 Franska stjórnin kynnti í dag nýjar aðgerðir til efnahagslegra umbóta sem eiga stuðla að því að landið uppfylli efnahagsleg viðmið og skilyrði Evrópusambandsins (ESB). Kveða þær á um niðurskurð hjá hinu opinbera og er ætlað að stuðla að hærra atvinnustigi og gera Frakka samkeppnisfærari á alþjóðamarkaði. Meira »

Lítill árangur á Suðurlandi á 4 árum

Ferðamenn á frosinni Tjörninni
Í gær, 13:28 Framboð hótelherbergja hefur aukist um 5% á ári síðustu fjögur ár á sama tíma og ferðamönnum hefur fjölgað um 13,9%. Þrátt fyri það eru hótel ekki enn fullnýtt, hvort sem um er að ræða vetur eða sumar. Það er því ljóst að herbergjanýting var mjög slæm áður. Meira »

QuizUp á þýsku

Starfsmenn Plain Vanilla fagna útgáfu QuizUp á þýsku.
Í gær, 12:58 Íslenska tölvufyrirtækið Plain Vanilla gaf fyrir nokkrum dögum út QuizUp í sérstakri útgáfu fyrir Þýskalandsmarkað. Er þetta í fyrsta sinn sem QuizUp er gefinn út á öðru tungumáli en ensku en stefna Plain Vanilla er að leikurinn verði aðgengilegur fyrir öll stærstu málsvæði heims. Meira »

Viðskiptaafgangur fari þverrandi

Í gær, 12:37 Greiningardeild Arion banka spáir því að afgangur af viðskiptum við útlönd fari þverrandi á komandi árum. Það mun hins vegar ekki gerast fyrirvaralaust, heldur gæti afgangurinn dregist saman hægt og bítandi yfir lengri tíma. Meira »

Bankarnir reyna á áhættusækni fjárfesta

Arion banki stefnir fyrstur íslenskra banka á evruútgáfu.
Í gær, 12:06 Væntanleg skuldabréfaútgáfa Arion banka á evrumarkaði mun reyna enn meira á vilja fjárfesta til þess að kaupa bréf áhættusamra banka en sambærilegar útgáfur frá Grikklandi sem nýlega hafa komið á markað, að mati fjármálaritsins IFR. Meira »

HB Grandi á markað á föstudag

Í gær, 12:04 Hlutabréf í útgerðarfyrirtækinu HB Granda verða tekin til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland, þ.e. Kauphöllinni, á föstudaginn. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, mun af því tilefni hringja bjöllunni við upphaf viðskipta, að því er segir í tilkynningu. Meira »

Gunnar Nelson með 10 bardaga á Íslandi

Gunnar Nelson mun berjast 10 bardaga á EVE fanfest þann 2. maí næstkomandi.
í gær Bardagakappinn Gunnar Nelson mun taka þátt í 10 bardögum í blönduðum bardagaíþróttum á EVE fanfest. Munu þeir fara fram 2. maí, en Gunnar mun keppa á móti starfsfólki CCP og einum leynigesti. Meira »

Íhuga að neyða flutningabíla inn á hraðbrautirnar

Frakkar vilja ná tekjum af akstri erlendra flutningabíla um land sitt.
Í gær, 11:32 Frakkar íhuga - við lítinn fögnuð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) - að neyða erlenda vöruflutningabíla af almennum þjóðvegum og inn á hraðbrautir þar sem vegatollar eru innheimtir. Meira »

Metsala hjá Toyota

Toyota Levin á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Peking.
í gær Japanski bílsmiðurinn Toyota, stærsti bílaframleiðandi heims, seldi rúmlega 10 milljónir bíla á 12 mánaða tímabili til síðastliðinna marsloka. Það hefur ekki áður gerst í sögu Toyota. Meira »
Svæði

Myntbreyta

Mynt Fjárhæð Mynt Fjárhæð
  ISK   USD
  EUR   GBP
  CAD   DKK
  NOK   SEK
  CHF   JPY
Gengi gjaldmiðla

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir