Gengi bréfa Nýherja rauk upp

Gengi bréfa Nýherja rauk upp

18:08 Hlutabréf Nýherja hækkuðu um 20% í verði í 48 milljóna króna viðskiptum í dag. Félagið birti í gær afkomu sína fyrir fjórða ársfjórðung 2014, en síðasta rekstrarár var eitt það besta í sögu þess. Meira »

Fékk milljarða frá ríkustu konu Frakklands

17:05 Dóttir erfingja L'Oreal auðæfanna, ríkustu konu Frakklands, segir besta vin móður sinnar hafa verið svikahrapp sem vildi ekkert fremur en að rústa fjölskyldunni. Réttarhöld í dramatísku máli sem teygt hefur anga sína allt til Nicolas Sarkozy, fyrrum Frakklandsforseta, hófust í dag. Meira »

Gildi bætir við hlut sinn í Vodafone

16:49 Gildi lífeyrissjóður hefur bætt við hlut sinn í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone á Íslandi. Sjóðurinn keypti í gær fimm milljónir hluta í félaginu en ef miðað er við gengi hlutabréfa þess við lok viðskipta í gær, 38,15 krónur, má áætla að virði hlutarins sé um 190 milljónir króna. Meira »

Novator kaupir Nextel í Síle

16:04 Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur keypt fjarskiptafyrirtækið Nextel í Síle. Kaupverðið er trúnaðarmál, að því er fram kemur í frétt viðskiptablaðsins Diario Financiero. Meira »

Walker: Iceland í „djúpum skít“

15:26 Malcolm Walker, forstjóri og stofnandi Iceland Foods verslunarkeðjunnar í Bretlandi, segir að fyrirtækið sé í „djúpum skít“ eins og sakir standa. Hann lofar því hins vegar að fyrirtækið muni ná sér á strik sem fyrst og koma sterkt til baka. Meira »

Smálánafyrirtæki brutu gegn lögum

15:18 Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að smálánafyrirtækin 1909, Hraðpeningar og Múla hafi brotið gegn lögum um neytendalán með innheimtu kostnaðar fyrir flýtiafgreiðslu lánshæfismats. Meira »

Deloitte sýknað af kröfum Toyota

15:08 Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækið Deloitte í skaðabótamáli sem Toyota á Íslandi höfðaði á hendur fyrirtækinu, en Toyota sagði að Deloitte hefði valdið fyrirtækinu tjóni vegna ráðgjafar og krafðist 31,7 milljóna króna í skaðabætur. Meira »

Erling stýrir Gagnaveitunni

15:01 Erling Freyr Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags Orkuveitunnar. Erling hefur starfað að fjarskiptamálum í hartnær tvo áratugi á Íslandi og í útlöndum. Meira »

Tekjur þeirra eignamestu á uppleið

14:37 Tekjur 5% eignamestu landsmanna uxu hratt fyrir hrun, lækkuðu svo en eru nú aftur að sækja í sig veðrið. Við hrunið minnkuðu eignir annarra landsmanna meira en eignir þessa hóps. Meira »

Jay-Z kaupir sænska tónlistarveitu

14:17 Rapparinn og Íslandsvinurinn Jay-Z er að ganga frá kaupum á sænska samkeppnisaðila tónlistarveitunnar Spotify, WiMP, fyrir um 56 milljónir dollara, eða um 7,5 milljarða íslenskra króna. Meira »

Skipt út fyrir ódýrara vinnuafl

14:14 Primera Air hefur tekið á leigu íbúðir á Ásbrú fyrir a.m.k. sex grískar flugfreyjur sem ráðnar voru til starfa í gegnum áhafnaleigu. „Þær eru á lægri launum og þetta er bara félagslegt undirboð,“ segir trúnaðarmaður VR hjá Pri­mera Air. Fjórum starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp í gær. Meira »

Matvælaverð getur hækkað meira

13:58 Samtök atvinnulífsins segja að hækkun neðra þreps virðisaukaskatts hafi ekki skilað sér að fullu út í verðlag verslana í janúar. Meira »

Rússar bjóða Grikkjum aðstoð

13:15 Hugsanlegt er að alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch lækki lánshæfismat Grikklands í maí ef enginn árangur hefur þá náðst í viðræðum við lánadrottna landsins. Þetta er haft eftir háttsettum starfsmanni fyrirtækisins á fréttavefnum Euobserver.com. Meira »

Leggur dagsektir á Kredia og Smálán

12:20 Neytendastofa hefur lagt 250.000 kr. dagsektir á Kredia og Smálán þar til farið hefur verið að ákvörðun stofnunarinnar um gjald fyrir flýtiþjónustu. Meira »

Tempo aðskilið frá TM Software

11:41 Rekstur TEMPO verður skilinn frá rekstri TM Software ehf. og stofnað um það sér fyrirtæki, Tempo Software ehf. Markmiðið með aðskilnaði Tempo, sem er verkefnaumsjónar- og tímaskráningarlausn, frá annarri starfsemi TM Software er að auka sýnileika og styrkja uppbyggingu TEMPO sem vörumerkis á erlendum vettvangi að því er fram kemur í tilkynningu Nýherja til Kauphallarinnar. Meira »

Stýrivextir lækkaðir um 2%

11:30 Stýrivextir voru lækkaðir um 2 prósent , eða úr 17 prósentum í 15 prósent, í Rússlandi í morgun vegna þess að „stöðugleiki er að komast á verðbólguna“. Meira »

Ómar í framkvæmdastjórn Sjóvár

11:35 Ómar Svavarsson tekur sæti í framkvæmdastjórn Sjóvá samhliða því að breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn félagsins. Meira »

Verð á stóriðjuafurðum hækkað um 24,9%

10:33 Vísitala framleiðsluverðs í desember hækkaði um 3,3 prósent frá nóvembermánuði og var 223 stig. Miðað við desember 2013 hefur vísitala framleiðsluverðs hækkað um 12,2 prósent og verðvísitala sjávarafurða hækkað um 9,6 prósent. Meira »
Svæði

Myntbreyta

Mynt Fjárhæð Mynt Fjárhæð
  ISK   USD
  EUR   GBP
  CAD   DKK
  NOK   SEK
  CHF   JPY
Gengi gjaldmiðla

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir