Rannsaka meintan saur í kókdósum

Rannsaka meintan saur í kókdósum

11:23 Lögreglan í Lisburn á Írlandi er með til rannsóknar atvik sem kom upp í Coca-Cola verksmiðju borgarinnar í síðustu viku. Svo virðist sem saur hafi fundist í dósum sem átti að nota til framleiðslunnar. Forsvarsmenn verksmiðjunnar ítreka að dósirnar hafi aldrei komist í umferð og að atvikið hafi engin áhrif á aðrar vörur sem til sölu eru. Meira »

Next færist og ný verslun opnar

11:20 Vangaveltur hafa verið um verslunina sem verður opnuð í rýminu við hliðina á H&M í Kringlunni og rætt hefur verið um „leynibúðina“ í því samhengi. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir að Next verði færð um set og opnuð þarna í minna rými. Meira »

Reynir forstöðumaður hjá Opnum kerfum

11:00 Reynir Stefánsson hefur tekið við starfi forstöðumanns viðskiptastýringar hjá Opnum Kerfum en hann hóf störf hjá fyrirtækinu 2015 á sviði hýsingar, ráðgjafar og fyrirtækjalausna og er m.a. ábyrgur fyrir uppbyggingu á erlendum mörkuðum. Meira »

Elon Musk stofnar nýtt fyrirtæki

10:01 Elon Musk stofnandi og forstjóri Tesla og SpaceX hefur stofnað nýtt fyrirtæki sem vinnur að þróun á tækni á sviði gervigreindar. Fyrirtækið nefnist Neuralink og mun þróa efni sem á að gera fólki kleift að stjórna tækjum með huganum einum. Meira »

257 ný fyrirtæki og 67 í þrot

09:14 Nýskráningar einkahlutafélaga í febrúar 2017 voru 257. Í febrúar 2017 voru 67 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta. Flest nýju fyrirtækin tengjast leigustarfsemi en í sömu grein eru flest gjaldþrotin. Meira »

Föt og skór hækkuðu í verði um 7,9%

09:04 Vísitala neysluverðs hækkaði í mars um 0,07% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,28% frá febrúar 2017. Það sem helst skýrir hækkun eru verðhækkanir á fatnaði og skóm. Verðbólgan er enn töluvert undir markmiðum Seðlabankans eða 1,6%. Meira »
Svæði

Laun hafa hækkað um 20%

08:43 Vísbendingar eru um að launaskrið hafi verið verulegt á síðustu tveimur árum. Sé gengið út frá að meðalhækkun hafi verið 4,5% í upphafi samningstímabilsins er heildarhækkun til þessa samkvæmt kjarasamningum um 11%. Hækkun launavísitölunnar frá árslokum 2014 er hins vegar orðin 20,3%. Meira »

Kaupþing banki óstarfhæfur frá 2003?

Í gær, 21:33 „Þær koma mér ekki mikið á óvart. Þetta er svona nokkurn veginn eins og ég hélt þó að ég hafi ekki vitað smáatriðin,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is en hann gagnrýndi á sínum tíma aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum. Meira »

Vilja pall við Lækjarbrekku

Í gær, 17:17 Nýr eigandi Lækjarbrekku hefur tekið tvo veislusali hússins í gegn og endurnýjað þá að fullu. Nú hefur hann sótt um leyfi til að byggja pall fyrir framan veitingastaðinn en ætlunin er að hafa hann opinn gestum á sumrin. Meira »

Styttri vinnuvika hjá skattinum

Í gær, 16:03 Frá og með mánudeginum 3. apríl verður afgreiðslutíma Ríkisskattstjóra breytt og lokar skrifstofan klukkan tvö á föstudögum og hálffjögur aðra virka daga. Meira »

Besoz prófaði risa vélmenni

Í gær, 15:49 Jeff Besoz, stofnandi og forstjóri Amazon, prófaði rúmlega fjögurra metra háan vélmennabúning á ráðstefnu um helgina.  Meira »

Friðrik til HB Granda

Í gær, 15:17 Friðrik Friðriksson lögfræðingur hefur verið ráðinn til starfa hjá HB Granda. Friðrik mun sinna mannauðsmálum hjá félaginu.  Meira »

Framtíðin björt í upplýsingatækni

Í gær, 15:03 Heimsþekktur sérfræðingur í upplýsingatækni segir að framtíð Íslands í upplýsingatækni sé afar björt þegar horft er til þess að landið búi yfir nánast ótakmarkaðri grænni orku, sem er ein helsta hindrunin þegar kemur að þróun á nýrri tækni. Græn orka færi landinu gríðarlegt forskot. Meira »

Ýtt undir notkun á endurnýjanlegri orku

Í gær, 14:44 Landsvirkjun og Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda (FÍF) hafa tekið höndum saman um að stuðla að aukinni notkun endurnýjanlegrar orku í fiskmjölsiðnaði. Meira »

Stjórnendur Domino's baka pítsurnar

Í gær, 14:04 Allt starfsfólk Domino's í Flatahrauni fær frí í vinnunni í kvöld og ætla stjórnendur fyrirtækisins að leysa af. Þeir munu bæði baka pítsurnar og senda þær. Stjórnendurnir eru hvorki vanir bakarar né sendlar og hafa því fengið nauðsynlega þjálfun undanfarið. Meira »

Óttalausa stúlkan verður áfram

Í gær, 13:23 Styttan af óttalausu stúlkunni verður á Wall Street út febrúar 2018. Upphaflega átti að fjarlægja hana 2. apríl en henni var komið fyrir á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Meira »

„Enn segir seðlabankastjóri ósatt“

Í gær, 12:56 „Hvað sem líður orðum seðlabanka­stjóra að það sé ekki hans að taka ákvörðun um hvort mál fari „alla leið“ eða ekki þá er það hans ákvörðun hvort farið sé í hús­leit, hald­inn blaðamanna­fund­ur, mál séu kærð til lög­reglu eða með hvaða hætti þeim er lokið af hálfu bank­ans.“ Meira »

Hlutabréf HB Granda falla

í gær Hlutabréf HB Granda hafa lækkað um tæp 4% í viðskiptum morgunsins og nemur velta nem bréfin rúmum 133 milljónum króna. Félagið tilkynnti í morgun að það myndi draga veru­lega úr eða hætta kaup­um botn­fisks á fisk­markaði sökum lélegra rekstrarhorfa. Meira »

Deilt um Óttalausu stúlkuna

í gær Óttalausa stúlkan verður fjarlægð af Wall Street 2. apríl ef ákvörðun um annað verður ekki tekin. Borgarstjóri segist ætla að reyna að tefja það en þúsundir hafa beðið um að styttan verði varanleg. Aðrir segja hana breyta merkingu nautsins fræga og vilja hana í burtu. Meira »

Áttundi hver farþegi frá Íslandi

í gær Vægi íslenskra farþega verður sífellt minna um borð í vélum Icelandir. Á síðustu tíu árum hefur farþegafjöldi félagsins ríflega tvöfaldast og hlutfall Íslendinga um borð fellur jafnt og þétt í takt við þessi auknu umsvif. Meira »

Bannaðir leikir fyrir fermingarbörn

í gær Í fermingarblaði ELKO er stungið upp á ýmsum gjafahugmyndum fyrir fermingarbörn. Þar á meðal eru fjórir tölvuleikir sem bannaðir eru innan átján ára og einn sem bannaður er innan sextán ára. Framkvæmdastjóri segir þetta óheppilegt en ítrekar að leikirnir séu almennt ekki seldir börnum undir aldri. Meira »

HB Grandi dregur úr landvinnslu

í gær Rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafa ekki verið lakari í áratugi og mun HB Grandi því draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði. Meira »

Bandaríkjadalur fellur

í gær Bandaríkjadalurinn hélt áfram að veikjast í morgun og náði fjögurra mánaða lágmarki gagnvart helstu gjaldmiðlum í morgun.   Meira »

Kaup þýska bankans til „málamynda“

í gær Aðeins var um „málamyndaþátttöku“ að ræða varðandi kaup þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir