70% jákvæðir gagnvart Íslandi

70% jákvæðir gagnvart Íslandi

15:46 70% aðspurðra í nýrri viðhorfskönnunar um Ísland sem áfangastað eru jákvæðir gangvart landinu. Það er aukning um 27% á þremur árum. Þá er 44% aukning á jákvæðni gagnvart Íslandi sem áfangastað utan sumartíma. Meira »

Sádi-Arabískar konur ráðnar í toppstöður

15:13 Konur hafa verið ráðnar í þrjár stjórnunarstöður í sádi-arabíska fjármálageiranum síðastliðna daga. Einn stærsti banki landsins, Samba Financial Group skipaði Rania Nashar sem bankastjóra á sunnudaginn. Þá hefur annar banki, Arab National Bank, ráðið Latifa Al Sabhan sem fjármálastjóra. Í síðustu viku var síðan greint frá því Sarah Al Suhaimi væri nýr forstjóri hlutabréfamarkaðar landsins. Meira »

Meiri velgengni en reiknað var með

14:24 Sú mynd sem blasir við í efnahags- og peningamálum er á heildina litið góð og velgengnin hefur verið meiri en reiknað var með í haust. Þetta kom fram í inngangsorðum Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um störf peningastefnunefndar í morgun. Meira »

Stýrir 3.000 manna teymi hjá Teva

13:42 Hafrún Friðriks­dótt­ir hef­ur verið skipuð í fram­kvæmda­stjórn Teva, sem er stærsti sam­heita­lyfja­fram­leiðandi heims. Hafrún er yfir þróun og skrán­ingu sam­heita­lyfja hjá Teva en um 3.000 manns starfa und­ir henni. Hún gekk til liðs við Teva í fyrra við yf­ir­töku fyr­ir­tæk­is­ins á Acta­vis Meira »

Svanhildur stýrir Hörpu

12:05 Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, hefur verið ráðin forstjóri Hörpu og tekur hún við starfinu 1. maí. Meira »

Eigendur Burger King kaupa Popeyes

10:30 Félagið Restaurant Brands sem á m.a. skyndibitakeðjuna Burger King hefur keypt keðjuna Popeyes Louisiana Kitchen á 1,8 milljarða Bandaríkjadala eða tæpa 200 milljarða íslenskra króna. Greitt var fyrir kaupin í reiðufé. Meira »
Svæði

Fyrsta Michelin-stjarnan á Íslandi

10:21 „Þetta breytir leiknum fyrir okkur og dregur heimsathygli að veitingastaðnum okkar,“ segir Kristinn Vilbergsson, einn af eigendum Dill. Hann er staddur í Stokkhólmi ásamt yfirkokknum á Dill, Ragnari Eiríkssyni að taka á móti Michelin-stjörnu fyrir veitingahúsið. Meira »

DILL fær Michelin-stjörnu

10:09 Veitingastaðurinn DILL hefur nú hlotið eina stærstu viðurkenningu sem veitingastaðir víða um heim keppast um að fá, eina Michelin-stjörnu. Meira »

Norskir kaupa í Arnarlaxi

08:08 Tryggingamiðstöðin hf. (TM) hefur selt 3,0% hlut í Kvitholmen, sem á 100% eignarhlut í fiskeldisfyrirtækinu Arnarlaxi hf., fyrir 35,7 milljónir norskra króna eða því sem nemur 473 milljónum króna. Meira »

Laun Birnu lækka um 40%

Í gær, 20:37 Kjararáð hefur lækkað laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, um 40%. Mánaðarlaun hennar verða núna 1.131.816 krónur. Meira »

Ekkert hestaleikhús lengur

í gær Rekstri Fákasels ehf. í Ölfusi þar sem eina hestaleikhúsið hefur verið starfrækt í rúm þrjú ár hefur verið hætt. „Reksturinn hefur ekki gengið sem skyldi,“ segir Helgi Júlíusson, einn stjórnarmanna Fákasels ehf. Meira »

Senda lið í alþjóðlega keppni í fjárfestingum

í gær Óvænt frétt af félagi á hlutabréfamarkaði, líkt og nýleg frétt af lakari afkomuspá Icelandair sem leiddi til þess að bréf félagsins féllu mikið í verði, eru dæmi um verkefni eins og þau sem nemendur í Háskólanum í Reykjavík standa frammi fyrir í fjárfestingarkeppninni Rotman International Trading Competition sem fram fer í Rotman School of Management í Toronto í Kanada frá fimmtudeginum kemur og fram á laugardag. Meira »

Leyfa kaup Eikar á Slippnum

í gær Það er mat Samkeppniseftirlitsins að samruni Eikar fasteignafélags og Slippsins fasteignafélags hindri ekki virka samkeppni og leiði ekki til myndunar markaðsráðandi stöðu. Þá telur eftirlitið að samruninn leiði ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Meira »

Fleiri auðkýfingar flytja til Ástralíu

í gær Um 11.000 auðkýfingar fluttu til Ástralíu á síðasta ári samkvæmt nýrri skýrslu New World Wealth. Það er aukning milli ára en árið 2015 fluttu 8.000 auðkýfingar til landsins. Samkvæmt frétt CNN hafa Bretland og Bandaríkin lengi trónað á listanum yfir vinsæla staði fyrir ríka einstaklinga að búa en auðkýfingum í Ástralíu hefur fjölgað síðustu ár, sérstaklega frá Indlandi og Kína. Meira »

Fara um Íslandspóst með silkihönskum

í gær Sátt milli Samkeppniseftirlitsins og Íslandspósts þýðir í raun ekki mikið annað en að Íslandspóstur heitir því að fara eftir lögum. Þetta kemur fram á heimasíðu Félags atvinnurekenda en félagið lýsir furðu sinni á því að sérstaklega sé tekið fram að með sáttinni viðurkenni Íslandspóstur engin brot á samkeppnislögum. Meira »

Nýtt 12.600 manna hverfi

í gær Gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðahúsnæðis og innviða fyrir allt að 12.600 manns þegar hverfi við Elliðaárvog og á Ártúnshöfða verður að fullu endurgert. Fjöldi íbúða gæti orðið á bilinu 5.100 til 5.600. Meira »

Séð og heyrt og Nýtt líf snúa aftur

í gær Útgáfufélagið Pressan tók formlega við eignarhaldi á Birtíngi útgáfufélagi í dag. Á hluthafafundi var ný stjórn Birtíngs kjörin og í henni sitja Björn Ingi Hrafnsson stjórnarformaður, Matthías Björnsson og Sigurvin Ólafsson. Karl Steinar Óskarsson verður áfram framkvæmdastjóri Birtíngs. Meira »

Hefja siglingar til Helsingborgar

í gær Eimskip hefur ákveðið að hefja siglingar til Helsingborgar í Svíþjóð frá og með 4. maí næstkomandi. Félagið mun á sama tíma hætta siglingum til Halmstad þar sem það hefur haft viðkomur undanfarin ár. Meira »

Framleiðsluvirði eykst um 2,2%

í gær Áætlað heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins fyrir árið 2016 var 65,9 milljarðar á grunnverði þ.e. að meðtöldum vörustyrkjum en frátöldum vörusköttum og jókst um 2,2% á árinu. Virði afurða búfjárræktar er talið vera 44,3 milljarðar króna og þar af vörutengdir styrkir og skattar um 10,8 milljarðar króna. Meira »

Parki kaupir Teppabúðina/Litaver

í gær Teppabúðin/Litaver, elsta sérverslunin á Íslandi með teppi, gólfdúka, veggfóður, skrautlista og hvers kyns lausnir í gólfefnum, er flutt í verslun Parka við Dalveg en Bitter ehf, rekstarfélag Parka, festi kaup á Teppabúðinni/Litaver um mitt síðasta ár. Meira »

Samruni raskar ekki markaði

í gær Samkeppniseftirlitið úrskurðaði í gær að kaup Límtrés Vírnets ehf. á öllu hlutafé í fyrirtækinu Bindir og Stál ehf. hindri ekki virka samkeppni á markaði í skilningi samkeppnislaga. Meira »

Minni kortavelta á hvern ferðamann

20.2. Í janúar nam erlend greiðslukortavelta 17 milljörðum króna samanborið við 12 milljarða í sama mánuði í fyrra. Um er að ræða tæplega helmingsaukningu frá janúar 2016. Þetta kemur fram í samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar. Meira »

Verk Kristjáns dýrast

í fyrradag Dýrasta verkið á uppboði Gallerís Foldar í kvöld var slegið á tvær og hálfa milljón króna. Þetta er portrettverk eftir Kristján Davíðsson frá árinu 1949. Verkið fór aðeins undir verðmati en það var metið á fjórar til fimm milljónir króna. Meira »

Bjórsala dregst saman í Rússlandi

20.2. Bjórframleiðandinn Heineken hefur dregið úr starfsemi sinni í Rússlandi og leitar nú frekar á markaði í Brasilíu, Suður-Afríku, Mexíkó og Bretlandi. Að sögn framkvæmdastjórans minnkaði salan á Heineken um meira en 10% á síðasta ári í Rússlandi. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir