Hátíðarbragur á mörkuðum

Hátíðarbragur á mörkuðum

07:33 Ýmist varð hækkun eða lækkun á mörkuðum í Asíu eftir viðskipti dagsins. Páskahátíðin hafði augljós áhrif og lækkun varð á flestum mörkuðum. Meira »

Bjartsýnn á hagvaxtarhorfurnar

Pier Carlo Padoan, efnahagsmálaráðherra Ítalíu.
Í gær, 21:43 Pier Carlo Padoan, efnahagsmálaráðherra Ítalíu, er bjartsýnn á að hagvöxtur í landinu verði meiri en sá 0,8% vöxtur sem sérfræðingar ítölsku ríkisstjórnarinnar hafa spáð á þessu ári. Hann vill þó ekki nefna neinar tölur í þessu sambandi. Meira »

Weibo komið á Nasdaq

Í gær, 21:27 Kínverski samfélagsmiðillinn Weibo fór vel af stað í hlutafjárútboði á Nasdaq-markaðinum í New York á fimmtudag. Hækkuðu hlutir um 19% í verði á fyrsta degi viðskipta, en fóru hæst upp um 40% yfir daginn. Meira »

Markaðsdeildirnar víða fáliðaðar

Guðjón Guðmundsson, markaðsráðgjafi og einn eigenda Manhattan Marketing.
Í gær, 21:08 Hjá mörgum fyrirtækjum lentu markaðsdeildirnar undir niðurskurðarhnífnum í kjölfar bankahrunsins. Fyrir vikið er núna víða að koma í ljós að þekkingin og mannaflinn er ekki til staðar í nægum mæli til að efla markaðs- og auglýsingamál á ný, nú þegar tekið er að birta yfir hagkerfinu. Meira »

Gáfu Krabbameinsfélaginu 3,5 milljónir

Á myndinni afhenda Sævar Bjarnason, Einar Már Hjartarson, Sigmar Ingi Sigurðarson, Hilmar Geirsson og Bjarni ...
Í gær, 19:25 Í tilefni af Mottumars hélt starfsfólk Arion banka svokallað Karlakvöld Arion banka föstudagskvöldið 21. mars síðastliðið. Kvöldið var haldið í höfuðstöðvum bankans til styrktar baráttunni gegn krabbameini hjá körlum. Meira »

„Í dauðafæri að verða næsta Össur eða Marel“

Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.
Í gær, 15:16 Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, vonast til þess að velta fyrirtækisins tífaldist á næstu árum. „Það mun ekki gerast á næstu tveimur árum en gangi allt að óskum mun Meniga velta fimm til tíu milljörðum króna innan fárra ára. Við stefnum á að byggja upp stöndugt fyrirtæki á skömmum tíma,“ segir hann Meira »

Renzi boðar skattalækkanir

Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu.
í fyrradag Nýr forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, tilkynnti í gær að hann hugðist lækka skatta á tíu milljónir lágtekjumanna í landinu í viðleitni sinni til að auka einkaneyslu í þjóðfélaginu eftir tveggja ára stöðnunartímabil. Meira »

Vilja selja fjármálaupplýsingar

Breska þingið.
í fyrradag Í Bretlandi er nú unnið að frumvarpi sem á að heimila skattstjóraembættinu að selja fjármálaupplýsingar til einkafyrirtækja á dulkóðuðu formi. Á því ekki að vera hægt að rekja upplýsingarnar til einstaklinga. Meira »

Wal-Mart býður upp á peningasendingar

í fyrradag Nú dregur til tíðinda í peningasendingaþjónustu því bandaríska verslunarkeðjan Wal Mart hyggst bjóða upp á ódýrar peningasendingar milli verslana sinna. Þetta var tilkynnt á fimmtudag. Meira »

3d prentun færir almenningi völdin myndskeið

150414-3Dprent
18.4. Þrívíddarprentun gæti orðið næsta stóra tæknibylting sem gjörbreytir neysluháttum og færir meiri völd til almennings, líkt og prentbyltingin gerði á sínum tíma. Þetta segir dósent í HR sem kennir námskeið um nýja tækni. Hægt er að nálgast mikið af þrívíddarteikningum á sjóræningjavefnum piratebay. Meira »

Er Barbie að missa sjarmann?

Barbie selst ekki eins vel og áður.
17.4. Leikfangaframleiðandinn Mattel á í vandræðum: Barbie hefur ekki verið að standa sig sem skyldi.  Meira »

Ríkið skoðar kaup á AFL sparisjóði

Þótt Arion banki eigi í dag nánast öll stofnfjárbréf sparisjóðsins þá hefur bankinn einungis 5% ...
17.4. Til skoðunar er að Bankasýsla ríkisins kaupi 99,3% eignarhlut Arion banka í AFL sparisjóði. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gæti kaupverðið verið greitt með því að afhenda hluta af 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka sem Bankasýslan heldur utan um. Meira »

Pundið ekki hærra síðan 2009

17.4. Sterlingspundið hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarið og hefur nú ekki verið hærra síðan í júní 2009. Nýjustu tölur um atvinnuleysi í Bretlandi voru birtar nýlega og vöktu þær bjartsýni meðal fjárfesta. Atvinnuleysi í landinu mælist nú um 6,9%, og hefur það ekki verið minna í fimm ár. Meira »

Promens vill nýta nýtt hlutafé erlendis

Verksmiðja Promens á Dalvík.
17.4. Plastframleiðslufyrirtækið Promens hefur óskað eftir því við Seðlabankann að færa andvirði nýs hlutafjár í tengslum við skráningu félagsins yfir í evrur. Meira »

Afkoma Google olli vonbrigðum

Larry Page, forstjóri Google.
16.4. Hagnaður Google á fyrsta fjórðungi ársins var minni en greinendur höfðu reiknað með. Olli uppgjörið því töluverðum vonbrigðum en til marks um það lækkuðu hlutabréf félagsins um 5,7% í verði þegar markaðir opnuðu í dag. Meira »

Færir jeppatæknina til nútímans myndskeið

isar_mbl
16.4. Margir af þeim jeppum sem eru notaðir í jeppaferðaþjónustu voru hannaðir fyrir 15-20 árum og síðan þá hefur mikil þróun orðið á bifreiðum. Nú er kominn tími á að færa tæknina í jeppaþjónustu inn í nútíðina að sögn Ara Arnórssonar, stofnanda bílaframleiðslunnar Ísar, sem kynnti nýjan bíl í dag. Meira »

Hagnaður af rekstri Seltjarnarness

16.4. 354 milljóna króna hagnaður var af rekstri Seltjarnarnesbæjar í fyrra. Fram kemur í tilkynningu frá bænum að afkoman hafi verið betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Meira »

Vilhjálmur hættur eftir fjórtán ár

Vilhjálmur Bjarnason á aðalfundi Samtaka fjárfesta í dag.
16.4. Vilhjálmur Bjarnason er hættur sem framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta en hann tilkynnti það á aðalfundi samtakanna sem fram fór á Radisson Blu Saga Hótel síðdegis í dag. Hann hefur starfað fyrir samtökin í fjórtán ár. Meira »

Hagstofan mun gera ferðaþjónustureikninga

Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra.
16.4. Hagstofan mun hér eftir halda utan um gerð ferðaþjónustureikninga. Skrifað var í dag undir samning þess efnis og er hann til þriggja ára. Meira »
Svæði

Myntbreyta

Mynt Fjárhæð Mynt Fjárhæð
  ISK   USD
  EUR   GBP
  CAD   DKK
  NOK   SEK
  CHF   JPY
Gengi gjaldmiðla

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir