Íbúð fyrir Pokémon-þjálfara

Íbúð fyrir Pokémon-þjálfara

Í gær, 19:16 „Þessi íbúð er frábærlega staðsett fyrir Pokémon Go, Poke-stopp beint fyrir utan íbúðina hjá styttunni af Héðni Valdimarssyni, auk þess er fjöldinn allur af Poke-stoppum rétt hjá. Tilvalið að kíkja í opið hús, við verðum með Lure á styttunni og taka svo góða göngu í Vesturbænum og nýta sér Poke-stoppin í nágrenninu og klekja út eggjunum í leiðinni.“ Meira »

Spáir 2,9% hagvexti á Spáni

Í gær, 14:35 Spænska hagkerfið gæti vaxið um 2,9 prósentustig á þessu ári, að sögn Luis de Guindos, starfandi efnahagsráðherra landsins. Opinberar spár gera ráð fyrir 2,7% hagvexti í ár. Meira »

Vilja endurtaka stjórnarkjörið

Í gær, 11:34 Stærsti hluthafinn í Vinnslustöðinni hefur óskað eftir því við stjórn félagsins að boðað verði til hluthafafundar þar sem stjórnarkjör félagsins verði endurtekið. Meira »

Segja Brexit ógna alþjóðahagkerfinu

Í gær, 11:21 Yfirvofandi úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu hefur í för með sér aukna áhættu fyrir alþjóðahagkerfið. Þetta sögðu fjármálaráðherrar G20-ríkjanna svonefndu, þ.e. þeirra 20 ríkja með stærstu hagkerfi heimsins. Fulltrúar G20-ríkjanna komu saman til fundar í Kína um helgina. Meira »

Air Berlin bætir við vetrarferðum

Í gær, 10:26 Forvarsmenn þýska flugfélagsins Air Berlin hafa ákveðið að fljúga til Íslands allt árið um kring frá Düsseldorf. Hingað til hefur aðeins verið hægt að fljúga til þýsku borgarinnar yfir sumarmánuðina. Meira »

Mun fleiri og léttari reiðhjól

í fyrradag Innflutningur léttari og dýrari reiðhjóla á sér skýringu í viðhorfsbreytingu. Meðalinnflutningsverð hefur hækkað um þriðjung frá 2012. Meira »

Nafnið á sætisbak fyrir 67.000

í fyrradag Bíó Paradís er að leita að nýjum vinum um þessar mundir og verður nafn þess er gefur kvikmyndahúsinu 67 þúsund krónur grafið á sætisbakið í einum biósalnum. Þá verður bíósalur númer þrjú nefndur í höfuðið á þeim sem gefur 1,3 milljónir króna. Meira »

Vinnudagurinn nær næstum saman

í fyrradag Einungis sex starfsmenn vinna í verksmiðju Örnu á Bolungarvík en eftir mikla söluaukningu í kjölfar þess að Mjólkursamsalan var sektuð fyrir markaðsmisnotkun hefur vinnudagur þeirra lengst mikið og nær hann stundum saman. Meira »

Seldi vörur fyrir 17,2 milljarða

22.7. Hagnaður Össurar jókst um 10% milli ára ef leiðrétt er fyrir einskiptiskostnað og nam um 15 milljónum Bandaríkjadala, eða 1,8 milljörðum íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Sala nam 139 milljónum Bandaríkjadala, eða 17,2 milljörðum íslenskra króna, og var söluvöxtur frá fyrra ári 10%. Þar af er 5% innri vöxtur, hvort tveggja mælt í staðbundinni mynt. Meira »

Bezos ríkari en Buffett

22.7. Fjárfestirinn Warren Buffett er ekki lengur þriðji ríkasti maður heims samkvæmt auðmannalista Bloomberg þar sem Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hefur tekið sætið hans. Meira »

Isavia gert að afhenda allt

22.7. Sýslumaður fyrirskipaði Isavia í morgun að afhenda Kaffitári öll gögn úr samkeppninni um verslunarrými í Leifsstöð er varða fyrirtækin sem komust áfram. Einnig gögnin úr forvalinu sem Isavia hafði neitað að afhenda. Ætlar Isavia að verða við beiðninni á næstu dögum. Meira »

Einsdæmi í hagsögu Íslands framundan?

22.7. Verðbólga í júlí er sú minnsta frá því í ársbyrjun 2015. Útlit er fyrir að verðbólgan haldist undir 2,5% markmiði Seðlabankans langt fram eftir næsta ári, en hún hefur nú verið samfleytt undir markmiðinu í tvö og hálft ár. Meira »

Hagnaður Festi jókst um 47%

22.7. Festi ehf., sem er móðurfélag Krónunnar, Elko, Krónunnar, Kjarvals og Intersport, seldi vörur fyrir 35,7 milljarða króna á síðasta ári og er það 7,3% aukning milli ára. Hagnaður jókst um 47% og nam tæplega 1,5 milljörðum króna samanborið við rúman milljarð á síðasta ári. Meira »

Þrettán öflugir námsmenn fengu styrk

22.7. Þrettán námsmenn hlutu á dögunum námsstyrki Íslandsbanka. Námsmennirnir eru úr framhaldsskólum og háskólum og voru valdir úr hópi 300 umsækjenda. Meira »

Lagarde ákærð vegna meintrar vanrækslu

22.7. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, hefur verið ákærð fyrir meinta vanrækslu í tengslum við 400 milljóna evra greiðslu til kaupsýslumannsins Bernard Tapie. Meira »

Sérstakir sjálfsáverkar Íslendinga

22.7. „Eitt af því sem er sérstakt við Ísland er að þið áttuð bankana sem skipulögðu aflandsviðskiptin. Þið veittuð ykkur því áverkana sjálfir sem er óvenjulegt. Yfirleitt eru alþjóðlegu bankarnir á bakvið svona starfsemi,“ segir hagfræðingurinn James S. Henry í viðtali við Morgunblaðið í dag. Meira »

Mikill samdráttur í Norður-Kóreu

22.7. Norður-kóreska hagkerfið dróst saman um 1,1% í fyrra. Hefur samdrátturinn ekki verið meiri í átta ár og munar þar mestu um lækkanir á heimsmarkaðsverði á kolum og járngrýti. Meira »

Lánshæfiseinkunn ÍLS hækkuð

22.7. Matsfyrirtækið Standard&Poor;´s hefur hækkað lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs. Ný einkunn sjóðsins er BB. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem birtist á vef S&P; við lokun markaða síðdegis í gær. Meira »
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir