Gert að greiða 16,7 milljarða dala

Gert að greiða 16,7 milljarða dala

19:43 Bandaríski bankinn Bank of America hefur samþykkt að greiða 16,7 milljarða Bandaríkjadala í stjórnvaldssekt fyrir að hafa afvegaleitt yfirvöld sem rannsökuðu gæði fjármálavafninga sem bankinn seldi. Meira »

Ísland heppilegt fyrir sólarkísil myndskeið

19:07 Terry Jester, forstjóri hins bandaríska Silicor Materials sem hyggst reisa sólarkísilverksmiðju á Grundatanga, er í viðtali við Viðskiptamoggann í dag. Þar segir hún að að það falli vel að starfsemi fyrirtækisins að hér á landi séu rekin álver og að önnur fyrirtæki vinni að því að framleiða kísil. Meira »

Hagnaður bankans 14,9 milljarðar

18:06 Landsbankinn kynnti í dag um uppgjör og afkomu bankans á fyrri helmingi ársins 2014. Nam hagnaðurinn fyrir skatta 14,9 milljörðum króna. Til samanburðar var hagnaður bankans á sama tímabili árið 2013 15,5 milljarðar. Meira »

Gengi bréfa Vodafone féll um 1,87%

16:54 Gengi hlutabréfa Vodafone lækkaði um 1,87% í 106 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Félagið kynnti uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung eftir lokun markaða í gær. Meira »

Þingfestingu í skattamáli frestað

16:09 Þingfestingu í máli embættis sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi heildsala sem átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag, var frestað. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Meira »

Tveimur stjórnendum WOW sagt upp

15:01 Tveimur framkvæmdastjórum hjá flugfélaginu WOW Air, þeim Tómasi Ingasyni og Arnari Má Arnþórssyni, var sagt upp störfum í gær. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi félagsins, staðfestir þetta í samtali við vefinn Túristi.is. Meira »

Bréf Vodafone falla eftir uppgjör

14:40 Hlutabréf Vodafone hafa fallið um 2,55% í verði í Kauphöllinni það sem af er degi. Velta með hlutabréfin nemur tæpum hundrað milljónum króna. Félagið birti uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung eftir lokun markaða í gær. Meira »

Vextir ekki hækkaðir fyrr en á næsta ári

14:19 Það er mat greiningardeildar Arion banka að Seðlabanki Íslands muni halda stýrivöxtum sínum óbreyttum út árið og jafnvel inn í næsta ár. Greiningardeildin væntir þess jafnframt að peningstefnunefnd bankans muni reyna að „herða tóninn“ í yfirlýsingum sínum áður en stýrivöxtum er breytt og veita þannig leiðsögn um framhaldið. Meira »

Sjá sóknarfæri í Finnlandi

14:04 Íslensk fyrirtæki eiga mikil sóknarfæri í jákvæðri ímynd Finna af Íslandi sem landi fegurðar, gæða og hreinleika, samkvæmt niðurstöðum kortlagningar á finnska markaðinum sem unnin var á vegum Íslandsstofu og utanríkisráðuneytisins. Meira »

Veffyrirtæki sameinast

13:30 Hugbúnaðarfyrirtækið Vettvangur og vefstofan Sendiráðið hafa sameinast undir merkjum Sendiráðsins. Alls verða starfsmenn Sendiráðsins þá sjö talsins og er fyrirtækið alfarið í eigu starfsmannanna. Meira »

Gunnar Hólmsteinn einn sá efnilegasti

13:15 Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, rekstrarstjóri hjá íslenska leikjaframleiðandanum og einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins CLARA, er í tólfta sæti á lista blaðsins Nordic Business Report yfir þrjátíu efnilegustu forstjórana í Norður-Evrópu sem eru undir þrjátíu ára aldri. Meira »

Engar athugasemdir við stjórnarsetu Jóns

12:57 Kauphöll Íslands gerir ekki lengur athugasemdir við hæfi Jón Sigurðssonar, eins eigenda fjármálafyrirtækisins GAMMA og fyrrverandi forstjóra FL Group, til að sitja í stjórnum skráðra félaga. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv. Meira »

Rannsaka virkjun í Tungufljóti

12:56 Orkustofnun hefur veitt HS Orku leyfi til rannsókna á efri hluta vatnasviðs Tungufljóts í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Stefnt er að því að auka þekkingu á aðstæðum á svæðinu til að skapa grundvöll fyrir áætlanagerð og mati á fýsileika 9 MW virkjunar. Meira »

Farþegum gæti fjölgað um 14,3%

11:31 Farþegum um Keflavíkurflugvöll gæti fjölgað um 14,3% á milli ára á tímabilinu 26. október 2014 til 25. mars á næsta ári, samkvæmt gögnum Isavia yfir úthlutuð stæði á flugvellinum. Meira »

Yfir 70% með aðgang að 4G þjónustu

10:58 4G farsímaþjónusta Vodafone nær nú til meira en 70% landsmanna, en tugir nýrra 4G senda hafa verið teknir í notkun á undanförnum misserum víðs vegar um landið. Þetta var á meðal þess sem fram kom á opnum kynningarfundi félagsins í morgun þar sem afkoma þess á öðrum ársfjórðungi var kynnt. Meira »

Vextir verði óbreyttir út árið

09:43 Búast má við því að stýrivextir Seðlabanka Íslands verði óbreyttir út þetta ár og líklega fram á næsta ár, að mati IFS greiningar. Þrátt fyrir það gæti kröftugur vöxtur innlendrar eftirspurnar á komandi misserum og vaxandi spenna á vinnumarkaði leitt til aukins verðbólguþrýstings og orðið til þess að nafnvextir bankans þyrftu að hækka frekar. Meira »

Útflutningsafurðir hækki í verði

í gær Útlit er fyrir að verð á helstu útflutningsafurðum Íslendinga verði heldur hærra á næstu árum en Seðlabanki Íslands bjóst við í maí, enda hafi verðlag sjávarfurða og áls hækkað nokkuð á síðustu mánuðum. Meira »

Horn að kaupa Invent Farma

08:14 Hörður Ægisson hordur@mbl.is Viðræður um kaup á 23% eignarhlut Burðaráss í spænska samheitalyfjafyrirtækinu Invent Farma eru langt á veg komnar. Meira »

Jón kjörinn í stjórn N1

í gær Jón Sig­urðsson, einn eig­enda fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins GAMMA og fyrr­um for­stjóri FL Group, var í dag kjörinn í stjórn eldsneytisfélagsins N1. Meira »
Svæði

Myntbreyta

Mynt Fjárhæð Mynt Fjárhæð
  ISK   USD
  EUR   GBP
  CAD   DKK
  NOK   SEK
  CHF   JPY
Gengi gjaldmiðla

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir