IKEA lækkar verð

IKEA lækkar verð

15:51 Frá og með morgundeginum lækkar allt verð á húsbúnaði í IKEA um 10% að meðaltali, sumar vörur lækka minna, aðrar meira. Þetta er í annað sinn frá upphafi rekstrarársins, 1. september 2016, sem verð er lækkað í versluninni og því er t.d. allt verð mun lægra í dag en kemur fram í vörulista IKEA sem gefinn var út í ágúst. Meira »

Hæstiréttur ómerkir Marple-dóminn

15:49 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, í máli ákæruvaldsins gegn Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, og fleiri aðilum, hefur verið ómerktur af Hæstarétti. Meira »

Seldi bréf í N1 fyrir 540 milljónir

15:30 Félagið Helgafell ehf. seldi í dag 4.000.000 hluti í N1. Félagið er í eigu Bjargar Fenger sem er eiginkona Jóns Sigurðssonar stjórnarmanns í N1. Samkvæmt tilkynningu N1 til kauphallarinnar um viðskipti fjárhaglega tengdra aðila kemur fram að hlutirnir hafi verið seldir á genginu 135 fyrir 540 milljónir króna. Meira »

Setja á fót sérstaka ferðamálaskrifstofu

15:03 Skrifstofa sem mun eingöngu sjá um málefni ferðaþjónustunnar verður sett á fót innan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um mánaðarmótin. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að það sé gert í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að efla og auka vægi ferðaþjónustunnar í stjórnsýslunni. Meira »

Geta sótt um íbúðalán með rafrænum skilríkjum

14:48 Frá og með deginum í dag er hægt að sækja um íbúðalán og undirrita fylgiskjöl með rafrænum skilríkjum á vef Arion banka. Í tilkynningu kemur fram að þessi nýjung styttir afgreiðslutíma íbúðalána verulega og einfaldar allt umsóknarferlið. Meira »

18 skipaðir í starfshópa ráðherra

13:43 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra skipaði á dögunum tvo starfshópa sem falið er að vinna tillögur að aðgerðum til úrbóta vegna ábendinga sem fram komu í skýrslu starfshóps um umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu Íslendinga á aflandssvæðum. Nú hefur verið birt á síðu ráðuneytisins hverjir skipa hópana tvo. Meira »
Svæði

Erlendir aðilar óska eftir samstarfi

13:10 Þegar það kem­ur að markaðssetn­ingu ís­lensks fisks á er­lend­um mörkuðum er margt vel gert og metnaður hjá fyrirtækjunum sjálfum, einkum í vöruþróun og afhendingaröryggi. Þá hafa erlendir aðilar hafa sóst eftir samstarfi við Íslendinga þegar það kemur að kynningu á fiski. Þó er hægt að gera bet­ur og vinna sameiginlega með samræmd skilaboð inn á neyt­enda­markaðinn. Meira »

Kusu brugghús frekar en fjárhús

11:35 Brugghús Steðja verður fimm ára í ár, en þar hófst framleiðsla á bjór haustið 2012. Hugmyndin kviknaði þegar þau Svanhildur Valdimarsdóttir og Dagbjartur Arilíusson, eigendur jarðarinnar Steðja, voru að lesa héraðsblaðið Skessuhorn vorið 2012 þar sem verið var að auglýsa bruggverksmiðju til sölu. Meira »

Próteinframleiðslan hefur farið vel af stað

11:16 Fyrstu vörur Protis komu á markað fyrir ári og fást í dag á um 170 stöðum á landinu. Vörurnar eru seldar undir vörumerkinu Amínó Fiskprótín og innihalda prótein sem unnið er úr afskurði sem fellur til við vinnslu á þorski. Meira »

Sjá auglýsingar eftir póstnúmerum

10:59 Síminn ætlar að bjóða auglýsendum birtingar eftir póstnúmerum í efnisveitu sinni Sjónvarpi Símans Premium. Ein auglýsing verður spiluð á undan hverjum pöntuðum þætti. Meira »

Kaupverð hækkar meira en leiga

09:16 Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 11,5% á 12 mánaða tímabili frá janúar 2016. Á sama tíma hefur söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 16,3%. Kaupverð fjölbýlis hefur hækkað um 10% meira en leiguverð frá upphafi ársins 2011. Meira »

Laun hafa hækkað um 8,7%

09:14 Launavísitalan hefur hækkað um 8,7% á einu ári og á sama tímabili hefur kaupmáttur launa hækkað um 6,7% á Íslandi.   Meira »

4,1% atvinnuleysi

09:10 Atvinnuleysi mældist 4,1% í janúar samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands.   Meira »

Bjórinn skattlagður meira en vín

08:38 Hver bjórlítri sem seldur er hér á landi ber 117,25 krónur í skatt, en skattar á hvern lítra af víni eru 106,8 krónur. Carlos Cruz, forstjóri Coca-Cola European Partners Ísland ehf., segir í samtali við ViðskiptaMoggann að þennan skatt þurfi að samræma. Meira »

Milljarðahagnaður í laxeldi

08:08 Laxaslátrun hófst fyrst hjá Arnarlaxi í fyrra, en þrátt fyrir það er hagnaður félagsins fyrir skatta nálægt þremur milljörðum króna. Heildarvirði fyrirtækisins er metið nærri 20 milljörðum. Meira »

Hagnaður jókst um 79%

06:37 Hagnaður franska bílaframleiðandans PSA, sem framleiðir Peugeot og Citroen, jókst um 79% á milli ára og verður hluthöfum greiddur út arður í fyrsta skipti síðan árið 2011. Meira »

Skapi 100 störf á Siglufirði

05:30 Gangi áætlanir líftæknifyrirtækisins Genís á Siglufirði eftir munu allt að 100 manns starfa hjá því innan fimm ára. Róbert Guðfinnsson segir mikil tækifæri felast í sölu og markaðssetningu á vörum fyrirtækisins sem eru fæðubótarefni sem hafa að geyma kítínfásykrur sem framleiddar eru úr rækjuskel. Meira »

70% jákvæðir gagnvart Íslandi

í gær 70% aðspurðra í nýrri viðhorfskönnun um Ísland sem áfangastað eru jákvæðir gagnvart landinu. Það er aukning um 27% á þremur árum. Þá er 44% aukning á jákvæðni gagnvart Íslandi sem áfangastað utan sumartíma. Meira »

Sádi-Arabískar konur ráðnar í toppstöður

í gær Konur hafa verið ráðnar í þrjár stjórnunarstöður í sádi-arabíska fjármálageiranum síðastliðna daga. Einn stærsti banki landsins, Samba Financial Group skipaði Rania Nashar sem bankastjóra á sunnudaginn. Þá hefur annar banki, Arab National Bank, ráðið Latifa Al Sabhan sem fjármálastjóra. Í síðustu viku var síðan greint frá því Sarah Al Suhaimi væri nýr forstjóri hlutabréfamarkaðar landsins. Meira »

Meiri velgengni en reiknað var með

í gær Sú mynd sem blasir við í efnahags- og peningamálum er á heildina litið góð og velgengnin hefur verið meiri en reiknað var með í haust. Þetta kom fram í inngangsorðum Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um störf peningastefnunefndar í morgun. Meira »

Stýrir 3.000 manna teymi hjá Teva

í gær Hafrún Friðriks­dótt­ir hef­ur verið skipuð í fram­kvæmda­stjórn Teva, sem er stærsti sam­heita­lyfja­fram­leiðandi heims. Hafrún er yfir þróun og skrán­ingu sam­heita­lyfja hjá Teva en um 3.000 manns starfa und­ir henni. Hún gekk til liðs við Teva í fyrra við yf­ir­töku fyr­ir­tæk­is­ins á Acta­vis Meira »

Eigendur Burger King kaupa Popeyes

í gær Félagið Restaurant Brands sem á m.a. skyndibitakeðjuna Burger King hefur keypt keðjuna Popeyes Louisiana Kitchen á 1,8 milljarða Bandaríkjadala eða tæpa 200 milljarða íslenskra króna. Greitt var fyrir kaupin í reiðufé. Meira »

Svanhildur stýrir Hörpu

í gær Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, hefur verið ráðin forstjóri Hörpu og tekur hún við starfinu 1. maí. Meira »

Fyrsta Michelin-stjarnan á Íslandi

í gær „Þetta breytir leiknum fyrir okkur og dregur heimsathygli að veitingastaðnum okkar,“ segir Kristinn Vilbergsson, einn af eigendum Dill. Hann er staddur í Stokkhólmi ásamt yfirkokknum á Dill, Ragnari Eiríkssyni að taka á móti Michelin-stjörnu fyrir veitingahúsið. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir