Hafa lækkað í kjölfar opnunar Costco

Hafa lækkað í kjölfar opnunar Costco

Í gær, 15:50 Hlutabréf í Högum, sem meðal annars reka Bónus og Hagkaup, hafa lækkað um 15,2% frá því að verslun Costco opnaði í Kauptúni í Garðabæ 23. maí. Þetta kemur fram á fréttavef Viðskiptablaðsins. Meira »

Hefja deilibílaþjónustu í haust

í gær Bílaleigan Avis mun í haust bjóða deilibílaþjónustu innan borgarmarkanna undir merkjum bandarísku deilibílaþjónustunnar Zitcar sem er sú stærsta í heimi. Mun þjónustan nefnast Zitcar á Íslandi. Meira »

Krónan sligar bílaleigur

í gær „Það hefur verið mikil offjárfesting í þessum geira. Menn munu súpa seyðið af því í haust. Það er mikið offramboð af bílaleigubílum, “sagði Garðar K. Vilhjálmsson, eigandi Bílaleigunnar Geysis. Meira »

Stærstu hlutir virkjunarinnar komnir

í fyrradag Seinni vélasamstæða nýju jarðvarmavirkjunarinnar á Þeistareykjum var í síðustu viku hífð á sinn varalega stað. „Þar með eru allir stærstu hlutirnir í virkjuninni komnir á varanlegan stað,“ segir yfirverkefnastjóri Þeistareykja. Verkáætlun gerir ráð fyrir að fyrsta áfanga verði lokið í lok desember. Meira »

Eva Cederbalk í stjórn Arion banka

í fyrradag Eva Cederbalk var í dag kjörin í stjórn Arion banka á hluthafafundi bankans. Þá var Þórarinn Þorgeirsson kjörinn í varastjórn í stað Bjargar Arnardóttur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. Meira »

Keypti aflandskrónur fyrir 112,4 milljarða

í fyrradag Frá 12. mars síðastliðnum hefur Seðlabanki Íslands keypt aflandskrónueignir í tveimur áföngum fyrir samtals um 112,4 milljarða króna á genginu 137,5 krónur á evru en lokauppgjör viðskiptanna fór fram í gær. Meira »
Svæði

Borga fyrir að hafa næstu sæti tóm

í fyrradag Nú ætlar flugfélagið Etihad Airways að bjóða viðskiptavinum sínum að geta borgað meira fyrir að vera lausir við sætisfélaga í ferðum félagsins. Farþegar geta keypt allt að þrjú aukasæti. Meira »

Starfsfólki Kolibri fjölgað um 50%

í fyrradag Starfsfólki hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækisins Kolibri, sem sérhæfir sig í stafrænni vöruþróun, hefur fjölgað um 50% að undanförnu. Í hóp starfsmanna fyrirtækisins hafa nú bæst nokkrir reynslumiklir sérfræðingar en það eru þau Jonathan Gerlach, Unnur Halldórsdóttir, Rachel Salmon, Hlynur Sigurþórsson, Kristinn Hróbjartsson, Ívar Þorsteinsson og Ívar Oddsson. Meira »

Dagný, Gunnar og Sigurvin til Glerborgar

í fyrradag Dagný Helga Eckard hefur verið ráðin fjármálastjóri Glerborgar en hún mun taka við starfinu af aðaleiganda félagsins, Árna Grétari Gunnarssyni. Dagný Helga hefur áralanga reynslu af fjármálastjórnun á byggingamarkaði en hún hefur stýrt fjármálum Miðstöðvarinnar í Vestmannaeyjum undanfarin ár. Meira »

Valdamestu konurnar fengu hrukkukrem

í fyrradag Duldir fordómar voru til umræðu á viðburði norska viðskiptablaðsins Kapital á miðvikudaginn þegar áhrifamestu konum landsins var fagnað. Það sem skaut þó skökku við var varningurinn sem konurnar fengu eftir kvöldið í boði blaðsins, en þar mátti m.a. finna hrukkukrem, aðhaldssokkabuxur og tímarit um innanhúshönnun. Meira »

Beiðnin verður staðfest eins fljótt og hægt er

í fyrradag Gert er ráð fyrir því að umsókn Costco um stækkun á bensínsstöð verslunarinnar verði staðfest hjá bæjarráði eins fljótt og hægt er en nú er erindið hjá byggingarfulltrúa. Meira »

Witzer stýrir Fossum í London

í fyrradag David Witzer hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fossa markaða í London. Fossar markaðir hófu nýlega starfsemi í borginni í kjölfar vaxandi erlendra umsvifa í aðdraganda og eftir losun gjaldeyrishafta á Íslandi. Fossar reka nú þegar skrifstofu í Stokkhólmi ásamt því að vera með aðalskrifstofur í Reykjavík. Meira »

Meira yrði prentað af verðminni seðlum

í fyrradag Meira yrði prentað af verðminni seðlum ef tillögurnar um að taka tíu þúsund króna seðilinn og fimm þúsund króna seðilinn úr umferð gengju eftir. Áhrif á peningamagn í umferð yrðu mjög lítil. Þetta kemur fram í svari Seðlabanka Íslands við fyrirspurnum mbl.is. Meira »

Bjarki gengur til liðs við Takital

í fyrradag Bjarki Heiðar Ingason hefur gengið til liðs við Takital. Hann mun jafnframt gerast meðeigandi í fyrirtækinu og starfa sem hugbúnaðarsérfræðingur í vöruþróun og ráðgjöf í netviðskiptum. Meira »

Andri til VÍS

í fyrradag Andri Ólafsson hefur verið ráðinn samskiptastjóri hjá VÍS. Andri hefur starfað hjá 365 miðlum undanfarin 10 ár, nú síðast sem aðstoðarritstjóri fréttastofu 365. Meira »

17,5% samdráttur á 12 mánuðum

í fyrradag Aflaverðmæti íslenskra skipa í mars var 14,8 milljarðar króna sem er 3% minna en í mars 2016. Verðmæti botnfiskaflans nam 9,6 milljörðum sem er 8,3% samdráttur miðað við mars 2016. Meira »

Kaupmáttur launa hækkaði um 3%

í fyrradag Launavísitala í maí 2017 er 617,8 stig og hækkaði um 3,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,8%. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Meira »

Telur hagkerfið í sterkri stöðu

22.6. Sterkri stöðu íslenska hagkerfisins er fagnað í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu efnahagsmála hér á landi. Þar á meðal miklum hagvexti, lágri verðbólgu, vaxandi afgangi af rekstri ríkissjóðs og lækkun skulda hins opinber ásamt góðri hagstjórn og uppsveiflu í ferðaiðnaðinum. Meira »

Ferðaþjónustan ekki uggandi yfir seðlinum

22.6. „Við styðjum almennt aðgerðir stjórnvalda gegn svartri atvinnustarfsemi heilshugar, þetta er meinsemd sem þarf að uppræta.“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »

Skammlífi fallegi peningaseðillinn

22.6. Alls óvíst er hvort tíu þúsund króna seðillinn nái fimm ára aldri gangi tillögur eftir um að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarn­ir verði tekn­ir úr um­ferð. Markmiðið er að sporna við skattsvikum en upphaflega átti útgáfa seðilsins að gera greiðslumiðlun á Íslandi lipr­ari og hag­kvæm­ari. Meira »

Selur tequila-fyrirtækið á rúman milljarð

22.6. Hafið er söluferli á tequilafyrirtæki stórleikarans George Clooney, Casamigos. Áfengisfyrirtækið Diageo er að kaupa fyrirtækið og mun greiða fyrir það allt að milljarð Bandaríkjadala eða því sem nemur 105 milljörðum íslenskra króna. Meira »

Ætlar að ráða 2.500 flóttamenn í Evrópu

22.6. Kaffihúsakeðjan Starbucks ætlar að ráða til sín 2.500 flóttamenn í Evrópu næstu fimm árin. Það er um 8% af öllum starfsmönnum Starbucks í Evrópu en þeir eru í dag um 30.000 talsins. Meira »

Qatar Airways vill kaupa hlut í AA

22.6. Flugfélagið Qatar Airways vill kaupa 10% í flugfélaginu American Airlines og greiða fyrir það að minnsta kosti 808 milljónir Bandaríkjadala eða því sem nemur 85 milljörðum íslenskra króna. Þessu greindi American Airlines frá í dag en hlutabréf í félaginu hafa hækkað um 3,5% í kjölfarið. Meira »

Tekst að ná betri samningi?

22.6. Brýnt er að Ísland nái að gera góða samninga við Bretland vegna Brexit. Bretar kaupa í dag um 18% af heildarverðmæti útfluttra íslenskra sjávarafurða og Ísland er stærsti innflytjandi fisks á Bretlandsmarkað. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir