CCEP yfirtekur Vífilfell

CCEP yfirtekur Vífilfell

10:02 Coca-Cola European Partners (CCEP), stærsta sjálfstæða átöppunarfyrirtæki Coca-Cola í heiminum og leiðandi fyrirtæki á markaði með neytendavörur í Evrópu, hefur gengið frá yfirtöku á Vífilfelli, sem framleiðir og dreifir Coca-Cola á Íslandi. CCEP er nú með starfsemi í 13 löndum í Vestur-Evrópu. Meira »

Aðstoðin virði 4,640 milljarða króna

09:40 Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur samþykkt byggðaaðstoð til Silicor Materials vegna byggingar á sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá EFTA. Þar segir að aðstoðin sé virði um 4,640 milljarða íslenskra króna og verður í formi skattahagræðis og ívilnandi reglna um leigu og fyrningu. Meira »

Segir vísitölu neysluverðs lækka

08:08 „Áhrif opnunar Costco á verðlag hérlendis geta orðið nokkuð víðtæk,“ segir dr. Már Wolfgang Mixa, aðjunkt í fjármálum við Háskólann í Reykjavík. Meira »

Olíuverð nálgast 40 dali

07:39 Heimsmarkaðsverð á hráolíu hélt áfram að lækka í Asíu í dag og hefur lækkað um tæplega 20% frá því í byrjun júní er verð á olíutunnu fór yfir 50 Bandaríkjadali. Líklegt þykir að verð á olíu fari niður fyrir 40 Bandaríkjadali tunnan á næstu dögum. Meira »

Bezos þriðji ríkasti maður heims

06:51 Jeff Bezos, stofnandi vefverslunarinnar Amazon, er orðinn þriðji ríkasti maður heims samkvæmt Forbes. Bezos á 18% hlut í Amazon en hlutabréf félagsins hækkuðu um tvö prósent í gær. Forbes metur Bezos á 65,3 milljarða bandaríkjadala. Meira »

Icelandair lækkað um 55 milljarða

05:30 Hlutabréf Icelandair Group lækkuðu um ríflega 8% í viðskiptum í Kauphöll í gær. Lækkunin er rakin til þess að á fimmtudag gaf félagið út breytta afkomuspá fyrir árið. Meira »

Hagnaður Amazon nífaldast

Í gær, 21:46 Hagnaður netrisans Amazon nífaldaðist á öðrum ársfjórðungi þess árs og nam 857 milljónum Bandaríkjadala. Tekjur félagsins jukust um 31% og námu 30,4 milljörðum dala, en niðurstöðurnar eru umfram væntingar. Meira »

Lúlla gengur kaupum og sölum á Ebay

Í gær, 18:49 Dúkkan Lúlla, sem frumkvöðullinn Eyrún Eggertsdóttir hannaði og bjó til, gengur nú kaupum og sölum á Ebay og fleiri uppboðssíðum á allt að 40 þúsund krónur. Dúkkan kostar 70 dollara út úr búð eða um 8.500 krónur. Meira »

Apartnor kaupir 80% hlutafjár í Kolufelli

Í gær, 17:19 Apartnor ehf., undir forystu Íslenskra fasteigna ehf., hefur fest kaup á 80% hlutafjár í Kolufelli ehf., sem er lóðarhafi og eigandi byggingaréttar að Austurbakka 2 í Reykjavík. Apartnor ehf. er félag á vegum Eggerts Dagbjartssonar og Hreggviðs Jónssonar. Meira »

Notkun gagnamagns jókst um 600%

Í gær, 16:11 Gagnamagnsumferð viðskiptavina Vodafone sem voru á ferð í Frakklandi í júní jókst um ríflega 600% á hvern notanda miðað við sama tímabil í fyrra. Meira »

Tekjur WOW jukust um 93%

Í gær, 14:07 Tekjur WOW air á öðrum ársfjórðungi 2016 námu um 7,7 milljörðum króna sem er 93% aukning miðað við sama tímabil í fyrra.  Meira »

Verðhrun í Íslandsflugi frá Bretlandi

Í gær, 14:00 Ferðum til Bretlands hefur fjölgað mjög síðustu misseri en þessi mikla fjölgun hefur valdið því að verð á farmiðum til Íslands og aftur til Bretlands lækkaði um 53 prósent í krónum talið. Meira »

Öpp sem hjálpa við Pokémon leit

Í gær, 14:00 Það er ekki aðeins fyrirtækið sem gefur út tölvuleikinn Pokémon GO sem græðir á tá og fingri á vinsældum leiksins. Síðustu daga og vikur hafa komið fram á sjónarsviðið öpp sem styðja við leikinn með margvíslegum hætti, s.s. auðvelda leitina að Meira »

Jói Fel hrifinn af glerlistinni

Í gær, 12:01 Smiðurinn Björn Björnsson starfar í samsetningardeildinni hjá Sæplasti á Dalvík þar sem hann sér um að útfæra ýmsar sérlausnir í framleiðslunni. Í frístundum dundar Björn sér við að aðstoða konu sína Sigríði Guðmundsdóttur í glersbræðslu og framleiðslu á glervörum.Fyrir nokkrum árum hljóp á snærið hjá þeim þegar stell frá þeim birtist í vinsælum matreiðsluþætti. Meira »

Hagnaðist um 3,2 milljarða

Í gær, 11:04 Icelandair Group hagnaðist um 26,2 milljónir bandaríkjadala eftir skatta á öðrum ársfjórðungi. Hagnaðurinn jókst um 17% milli ára en hann jafngildir 3,2 milljörðum króna. Félagið lækkaði afkomuspá sína og að sögn forstjóra Icelandair er það gert vegna þeirrar óvissu sem er á mörkuðum. Meira »

Gengi Icelandair lækkar í Kauphöllinni

Í gær, 10:30 Gengi hlutabréfa Icelandair Group hefur lækkað um 7,9% í kauphöll það sem af er degi. Gengið er nú 27,95 og hefur ekki verið lægra síðan í ágúst á síðasta ári. Meira »

Fyrrverandi eigandi Strawberries ákærður

Í gær, 10:45 Fyrrverandi eigandi klúbbsins Strawberries hefur verið árkærður fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa vantalið virðisaukaskattsskylda veltu að upphæð rúmlega 230 milljónir króna. Meðal annars er þess krafist að gerður verði upptækur fjöldi eigna mannsins, meðal annars bifreiðir og húsnæði. Meira »

Gistinóttum fjölgar um fjórðung

í gær Heildarfjöldi gistinátta á hótelum í júní var 357.400 en það er 25% aukning frá í júní 2015 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Gistinætur erlendra gesta voru 93% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 27% frá sama tíma í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 3% á sama tímabili. Meira »
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir