„Þetta er leiðinlegt og grautfúlt“

„Þetta er leiðinlegt og grautfúlt“

Í gær, 17:03 „Þetta er auðvitað hundfúlt,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, einn rekstraraðila verslunarinnar Eyrarinnar á Borgarfirði eystra, sem tekin hefur verið ákvörðun um að loka 1. september. Um er að ræða einu matvöruverslunina í bænum. Meira »

Vill eignast Sports Direct á Íslandi

Í gær, 14:57 Sports Direct í Bretlandi hefur höfðað dómsmál gegn Sports Direct á Íslandi en málið snýst um áhuga breska félagsins á að eignast reksturinn á Íslandi. Breska félagið á 40% í félaginu hér á landi en Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson og fjölskylda 60%. Meira »

Kemst á götuna á þessu ári

Í gær, 13:57 Stefnt er að því að prótótýpa fyrsta íslenska fjöldaframleidda bílsins fari á götuna á þessu ári og í sölu á næsta ári. Bílarnir eru framleiddir undir merkjum Ísar en Ari Arnórsson stendur á bakvið verkefnið. Meira »

Stefna á að opna H&M í september

Í gær, 12:41 Gert er ráð fyrir því að verslun H&M í Kringlunni verði opnuð seinni hluta septembermánaðar. Verslunin verður í 2.600 fermetra rými á annarri hæð Kringlunnar þar sem Hagkaup var áður. Þá mun ToysRus einnig opna verslun í Kringlunni í september. Meira »

Flott föt eru ekkert grín

í fyrradag „Mig langaði að lífga upp á grámóskulega og tilbreytingarsnauða jakkafatatilveru íslenskra karlmanna,“ segir Margeir Örn Óskarsson, sem opnaði nýlega vefverslun með litskrúðug jakkaföt með eftirtektarverðum mynstrum af hauskúpum, hasarmyndum og öðrum skemmtilegheitum. Meira »

Opna trampólíngarð á Íslandi

í fyrradag Skypark, Trampólíngarður Íslands, verður opnaður á morgun að Urðarhvarfi 14 í Kópavogi. Fram kemur í fréttatilkynningu að þar verði boðið upp á stærsta trampólínsvæði á landinu auk sérstakra leikherbergja og herbergja fyrir barnaafmæli og aðra fagnaðarfundi. Meira »
Svæði

Búðin sem beðið hefur verið eftir

í fyrradag Eftir slétta viku verður fyrsta verslun sænska tískurisans H&M opnuð hér á landi. Það er vel hægt að gera ráð fyrir því að margir geri sér ferð í verslunina sem stendur í Smáralind á opnunardaginn og næstu daga enda hefur H&M verið mjög vinsæl hjá íslenskum neytendum á ferðalögum erlendis. Meira »

Skiltastríð í Norðurturni harðnar

í fyrradag Deilt hefur verið um merkingar á Norðurturninum við Smáralind frá því seint á síðasta ári þegar stjórn Norðurturnsins hf. tók ákvörðun um að Íslandsbanka væri einum heimilt að setja merki sitt efst á ytra byrði turnsins. Meira »

Hagnaðist um 237 milljónir króna

18.8. Heildarhagnaður Nýherja á fyrri helmingi þessa árs var 237 milljónir króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Eiginfjárhlutfall var 43,8% við lok annars ársfjórðungs en var 39,7% í lok mars. Meira »

Spá allar óbreyttum stýrivöxtum

18.8. Greiningardeildir stóru bankanna þriggja spá allar því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtum óbreyttum við næstu vaxtaákvörðun sem verður kynnt í næstu viku. Meira »

Afkoman vel umfram væntingar

18.8. Hagnaður Kviku fyrstu sex mánuði ársins 2017 nam 946 milljónum króna samanborið við 378 milljónir króna á fyrri helmingi 2016. Mikill tekjuvöxtur var á fyrri helmingi árs 2017 samanborið við fyrri hluta árs 2016. Hreinar vaxtatekjur námu 807 milljónum króna á fyrri helmingi 2017 sem er 53% aukning frá fyrri helmingi 2016 og skýrist einna helst af hagstæðari fjármögnun bankans. Meira »

Icelandair hefur heilsársflug til Berlínar

18.8. Icelandair mun 3. nóvember nk. hefja beint flug til Tegel flugvallar í Berlín allan ársins hring. Flogið verður þrisvar í viku til að byrja með en sala farmiða hefst fimmtudaginn 24. ágúst. Meira »

Erlendir aðilar kaupa 75% í Keahótelum

18.8. Gengið hefur verið frá sölu á Keahótelum ehf. Seljendur eru Horn II slhf., Tröllahvönn ehf. og Selen ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu en nýir eigendur tóku við félaginu í dag. Meira »

Fasteignaverð hækkaði um 0,3%

18.8. Hækkanir í síðasta mánuði á fasteignaverði voru minni en verið hefur undanfarna mánuði og er þetta annan mánuðinn í röð. Þjóðskrá Íslands birti í gær tölur um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í júlí og hækkaði það um 0,3%. Þar af hækkaði verð á sérbýli um 1,2% og verð á fjölbýli um 0,1%. Meira »

Vöruskipti við útlönd óhagstæð um 14,6 milljarða

18.8. Hagstofa Íslands hefur endurútgefið vöruviðskiptin við útlönd á fyrri helmingi ársins 2017 vegna nýrra upplýsinga um innflutning á skipum. Í júní voru fluttar út vörur fyrir 45,2 milljarða króna og inn fyrir 59,8 milljarða króna fob (63,6 milljarða króna cif). Meira »

WOW air bætir við tveimur NEO vélum

18.8. WOW air hefur undirritað samning um að taka í notkun tvær nýjar Airbus A320neo flugvélar, árgerð 2018, í október á næsta ári, en um er að ræða þurrleigusamning við Avolon. Meira »

Byrja að rukka fyrir hleðslu rafbíla

18.8. Í fyrsta skipti á Íslandi hefst gjaldtaka fyrir hleðslu rafbíla á völdum rafhleðslustöðvum en það er Ísorka sem ríður á vaðið í dag, föstudaginn 18. ágúst. „Er þetta gert til þess að flýta innviðauppbyggingu fyrir rafbíla en hingað til hefur hleðsla verið ókeypis á rafhleðslustöðvum,“ segir í fréttatilkynningu frá Ísorku. Meira »

Íbúar Víkur fá sinn fyrsta stórmarkað

17.8. Verslunin Kr. var opnuð í Vík í Mýrdal í dag. Verslunin er í eigu Festis og tók við af Kjarvals-verslun í bænum en er þó helmingi stærri og með lægra vöruverð. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir það fagnaðarefni að stórmarkaður sé kominn á Vík í fyrsta skiptið. Meira »

Viska lýkur 130 milljóna fjármögnun

17.8. Hugbúnaðar- og þjálfunarfyrirtækið Viska Learning, sem gefur út starfsmannaþjálfunar-hugbúnaðinn Visku, hefur lokið við 130 milljóna króna hlutafjáraukningu. Brunnur vaxtarsjóður leiðir fjárfestinguna, en einnig tekur Investa sprotasjóður þátt í hlutafjáraukningunni. Fjármagnið frá nýju hluthöfunum mun nýtast í áframhaldandi vöruþróun, ásamt markaðssetningu og sölu erlendis. Meira »

Reginn eignast 55% í FM-húsum

17.8. Skilyrðum kaupsamnings milli Regins hf. og eigenda FM húsa ehf. um kaup Regins á 55% hlutafjár í félaginu hefur verið fullnægt. Uppgjör, greiðsla og afhending fór fram í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu Regins til Kauphallarinnar. Meira »

Endurskoða heimildir ríkissáttasemjara

17.8. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hyggst taka upp viðræður við aðila vinnumarkaðarins á næstunni til að útfæra hvernig best verði að því staðið að styrkja embætti ríkissáttasemjara og auka um leið stöðugleika á vinnumarkaði. Meira »

Emma Stone þénaði mest

17.8. Emma Stone er launahæsta leikkona heims en hún þénaði 26 milljónir Bandaríkjadala eða því sem nemur 2,9 milljörðum íslenskra króna fyrir skatta á tímabilinu 1. júní 2016 til 1. júní 2017. Þetta kemur fram í samantekt Forbes. Meira »

Unga fólkið sækir frekar í fiskréttina

17.8. Vinnudagarnir eru langir en reksturinn gengur vel hjá Hólmgeiri Einarssyni fisksala. Sumarið 2009 opnaði hann Fiskbúð Hólmgeirs í Mjódd og hefur salan aukist með hverju árinu. Þetta árið reiknar Hólmgeir með að kaupa meira en 100 tonn af fiski á mörkuðum og er þá bleikja og lax ekki meðtalin. Meira »

Heimir til Alvogen frá Actavis

17.8. Heimir Þorsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri á fjármálasviði Alvogen. Heimir mun vinna náið með fjármálastjóra Alvogen samstæðunnar og taka þátt í frekari þróun og uppbyggingu fjármálasviðs samhliða miklum vexti fyrirtækisins. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir