Hagnaður Eimskips 85% meiri á fyrri árshelmingi

Hagnaður Eimskips 85% meiri

08:48 Hagnaður Eimskipafélags Íslands var 5,5 milljónir evra á öðrum ársfjórðungi, sem jafngildir um 804 milljónum króna. Þetta er 20% aukning miðað við annan fjórðung síðasta árs. Meira »

Fjölgun í skráningu einkahlutafélaga

08:08 Nýskráningum einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði fram til júlí á þessu ári hefur fjölgað um 11% í samanburði við 12 mánuði þar á undan, samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Meira »

Kaupþing selur hlut sinn í La Tasca

07:29 Slitastjórn Kaupþings hefur tilkynnt að hún hafi samþykkt að selja hlut Kaupþings í spænsku veitahúsakeðjunni La Tasca Holdings plc til Casual Dining Group, sem sé leiðandi rekstraraðili veitingahúsa í Bretlandi. Meira »

Höftin virkuðu fyrir Íslendinga

Í gær, 21:13 Fjármagnshöft geta verið gagnlegt tæki og skiluðu árangri í tilfelli Íslands. Það er sá lærdómur sem Grikkir geta dregið af reynslu Íslendinga af fjármagnshöftum að sögn Más Guðmundssonar, sem ræddi við Bloomberg á árlegum fundi seðlabankastjóra í Jackson Hole í Wyoming. Meira »

Betri afkoma ÍLS en gert var ráð fyrir

Í gær, 18:07 Afkoman Íbúðalánasjós er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir en rekstrarniðurstaða tímabilsins var neikvæð sem nemur 808 milljónum króna samanborið við 1.308 milljóna króna tap fyrir sama tímabil árið á undan. Meira »

Kynntu sér fyrirtæki framtíðarinnar

Í gær, 15:55 Fjölmargir fjárfestar og aðrir áhugamenn um nýsköpun mættu í höfuðstöðvar Arion banka við Borgartún í morgun en þar fór fram Fjárfestadagur Startup Reykjavík. Meira »

„Við viljum bara leysa þetta vandamál“

í gær Það er vel vitað að læsi grunnskólanemenda í dag er ábótavant. Þrátt fyrir mikilvægi lesturs er eins og krakkar í dag hafi ekki áhuga á lestri og velja frekar snjallsímann eða spjaldtölvuna framyfir góða bók. Study Cake leitar eftir því að breyta þessu og kynnti framkvæmdarstjóri fyrirtækisins, Kjartan Þórisson starfsemina á Fjárfestadegi Startup Reykjavík sem fram fór í dag. Meira »

Hagnaður Samherja 11,2 milljarðar

í gær Hagnaður Samherja og dótturfélags nam 11,2 milljörðum króna á síðasta ári. Hagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 16,4 milljörðum króna samanborið við 25,4 milljarða árið á undan en það ár nam söluhagnaður 8,1 milljarði króna. Meira »

Samkomulagið jafngildi greiðsluþroti

í gær Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch hefur lækkað lánshæfismat sitt vegna Úkraínu með þeim rökum að samkomulag ríkisstjórnar landsins við hluta af kröfuhöfum þess jafngildi greiðsluþroti. Meira »

Treysta megi á íslenskan félagarétt

í gær „Fyrir mitt leyti snýst málsóknin fyrst og fremst um að borin sé virðing fyrir grundvallaratriðum í viðskiptum milli fólks og staðfestingu á að treysta megi á íslenskan félagarétt.“ Meira »

Vöxtur í gríska hagkerfinu

í gær Gríska hagkerfið óx um 0,9% á öðrum ársfjórðungi ársins samkvæmt opinberum tölum í Grikklandi sem birtar voru í dag. Fyrri spá gerði ráð fyrir 0,8% hagvexti. Meira »

Umtalsverð hækkun á mörkuðum

í gær Hlutabréfavísitalan í Sjanghaí hækkaði um 4,82% í dag og er þetta annar dagurinn í röð sem vísitalan hækkar þar eftir mikla lækkun undanfarið. Hlutabréfavísitalan í Shenzhen hækkaði um 5,40%. Meira »

Milljarður á Facebook á mánudag

í gær Yfir einn milljarður jarðarbúa fór inn á Facebook á mánudaginn og er þetta í fyrsta skipti sem slíkur fjöldi fer inn á samskiptavefinn á einum degi, að sögn stofnanda fyrirtækisins Mark Zuckerberg. Meira »

Ef væmni er það sem þarf...

í fyrradag Núvitund gæti verið ein leiðanna út úr stöðugri framúrkeyrslu í kostnaði við opinber verkefni og einnig komið í veg fyrir að starfsfólk fyllist af streitu og brenni út í starfi kornungt. Þetta segir Þórður Víkingur Friðgeirsson, lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Meira »

Aukin bjartsýni meðal fjárfesta

í fyrradag Hækkun varð á hlutabréfamörkuðum vestanahafs í dag, annan daginn í röð, en góðar fregnir heimafyrir bættu enn á bjartsýni fjárfesta eftir upplífgandi þróun á asískum og evrópskum mörkuðum. Meira »

Síminn hagnast um 1,3 milljarða

í fyrradag Hagnaður Símans á fyrri helmingi ársins nam 1,3 milljörðum króna eftir skatta, en tekjur voru 14,6 milljarðar á tímabilinu og drógust saman um 4,4% frá sama tíma í fyrra. Munar þar mest um tekjur Símans í Danmörku sem voru að hluta inni í tölum fyrra árs en fyrirtækið var selt í fyrra. Meira »

Mun meiri hagnaður tryggingafélaga

í fyrradag Tryggingafélögin Sjóvá og VÍS skiluðu mun meiri hagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa árs en yfir sama tímabil í fyrra. Sömu sögu er að segja um afkomu félaganna fyrstu sex mánuði ársins, en félögin birtu uppgjör sín fyrir fyrri árshelming í gær. Meira »

Sammála og ósammála Sigmundi

í fyrradag Dagur B. Eggertsson segist sammála mörgu af því sem Sigmundur D. Gunnlaugsson, forsætisráðherra, gagnrýnir við skipulagsmál í miðborg Reykjavíkur í grein sem hann birti í dag á vefsvæði sínu. Þá segist hann ósammála öðru, t.d. að byggja eigi upp hótel við Ingólfstorg í anda Hótels Íslands. Meira »
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir