Heimilt að kaupa eina fasteign á ári

Heimilt að kaupa eina fasteign á ári

18:03 Einstaklingum er nú heimilt að kaupa eina fasteign erlendis á hverju ári og dregið hefur verið úr skilaskyldu innlendra aðila á erlenum gjaldeyri. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greinagerð fjármála- og efnahagsráðherra um framgang áætlunar um losun gjaldeyrishafta. Meira »

Katrín og Birgir nýir forstöðumenn hjá VÍB

16:50 Birgir Stefánsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fagfjárfestateymis VÍB og Katrín Oddsdóttir forstöðumaður Verðbréfa- og lífeyrisráðgjafar. Meira »

Hækka lánshæfimat Arion og Landsbankans

16:30 Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur hækkað lánshæfismat Arion banka og Landsbankans. Lánshæfimat Arion banka var hækkað úr úr BBB- í BBB með jákvæðum horfum og lánshæfimat Landsbankans úr BBB-/A-3 í BBB/A-2, einnig með jákvæðum horfum. Meira »

„Alvarlegt og óásættanlegt“

16:26 Marks and Spencer og netverslunin Asos munu bæði bregðast við fregnum þess efnis að sýrlensk flóttabörn hafi verið notuð í efnaverksmiðjum í Tyrklandi sem framleiða föt fyrir fyrirtækin. Meira »

Innkalla Audi Q7 bifreiðar

15:53 Hekla hf hefur innkallað 39 Audi Q7 bifreiðar með sjö sætum, sem framleiddar voru frá janúar 2015 til júlí 2016.  Meira »

„Boltinn er hjá Evrópu“

15:16 Stjórnvöld Kanada og Evrópusambandsins segjast enn jákvæð fyrir því að hægt sé að samþykkja fríverslunarsamning þeirra á milli. Samningurinn hefur verið samþykktur í öllum ríkjum Evrópusambandsins nema á ákveðnum stöðum í Belgíu. Meira »

„Alveg gríðarlegur heiður“

12:46 Borg Brugghús bar sigur úr býtum í matarpörunarkeppninni norræna brugghúsa, Bryggeribråk, sem lauk í Ósló í gærkvöldi. Borg mætti norska brugghúsinu Bådin og sigraði 3-1. Meira »

Erlendir krónueigendur bíða eftir kosningum

11:00 Bandarískir fjárfestar, sem eru síðasta hindrunin svo hægt sé að aflétta gjaldeyrishöftunum að fullu, vonast til þess að kosningarnar um helgina verði til þess að lausn náist í þessari deilu sem hefur staðið lengi. Meira »

Hlutabréf Time Warner féllu í gær

10:36 Helstu vísitölur Wall Street hækkuðu í gær. Þó lækkuðu hlutabréf í AT&T og Time Warner, en um helgina var tilkynnt um yfirtöku AT&T á Time Warner. Kaupin voru tilkynnt um helgina og eru stærsti viðskiptasamningur ársins. Meira »

Segir 365 uppfylla skilyrðin

10:19 „Í ljósi þess að 365 á um þessar mundir í viðræðum við Vodafone um kaup á hluta starfsemi 365 hefur Póst- og fjarskiptastofnun staðfest við 365 að ekki verði byggt á ákvæðum tíðniheimildarinnar gagnvart félaginu að sinni,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365. Vísar hann þar til fréttar Morgunblaðsins í morgun þar sem fjallað var um meintar vanefndir fyrirtækisins. Meira »

Nýtt vöruhús SS í Þorlákshöfn

09:45 Nýtt vöruhús Sláturfélags Suðurlands hefur verið tekið í notkun í Þorlákshöfn og eru vöruhús fyrirtækisins þar nú alls rúmlega 3.500 fermetrar að stærð. Athafnasvæði SS við höfnina í Þorlákshöfn er nú tæpir 9.500 fermetrar og í tilkynningu segir að það tryggi búvörudeild félagsins gott rými til vaxtar á komandi árum. Meira »

Lána Grikklandi 2,8 milljarða evra

07:46 Samþykkt hefur verið af hálfu evrusvæðisins að lána Grikkjum 2,8 milljarða evra en um er að ræða áfanga í þriðja hluta björgunaraðgerðarinnar sem miðar að því að bjarga Grikklandi frá gjaldþroti. Meira »

Bankamenn fá ágæta hækkun

07:37 Bankamenn og aðrir sem eiga aðild að Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) fá talsverðar kjarabætur samkvæmt samkomulagi sem gert var í gær. Meira »

365 sleppur undan dagsektum

05:30 Póst- og fjarskiptastofnun hefur ekki lagt dagsektir á 365 miðla þrátt fyrir að fyrirtækið hafi á engum tímapunkti uppfyllt útbreiðsluskilmála sem það undirgekkst þegar það tryggði sér einkarétt á mikilvægu tíðnisviði á fjarnetsþjónustu árið 2013, þ.e. fyrir 3G og 4G-netin. Meira »

Skert þjónusta í Íslandsbanka

í gær Íslandsbanki hefur auglýst í útibúum sínum að þjónusta geti skerst seinni part dagsins. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, segir mikla samstöðu vera í bankanum um kvennafríið. „Við búumst við því að flestar konur gangi út.“ Meira »

24 karata Pikachu til sölu

í gær Í tilefni af tuttugu ára afmæli Pokémon hefur verið framleitt Pokémon-spjald úr gulli, sem skartar engum öðrum en sjálfum Pikachu. Spjaldið er gert úr 11 grömmum af 24 karata gulli og fylgir með því sérstakt box og akrýlhúðaður standur. Meira »

Milljóna króna hagnaður hjá Reðasafninu

í gær Hið íslenska reðasafn ehf. hagnaðist um 8,09 milljónir á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 2,35 milljónir milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningi safnsins, sem er að fullu í eigu Hjart­ar Gísla Sig­urðsson­ar, son­ar stofnandans Sig­urðar Hjart­ar­sonar. Meira »

Geta ekki sagt já í dag

í gær Belgar munu ekki geta undirritað fríverslunarsamning milli Evrópusambandsins og Kanada, en í dag neituðu stjórnvöld í Vallóníu að samþykkja samninginn. Forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, greindi frá þessu. Meira »
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir