Fjárfest í borginni fyrir yfir 70 milljarða

Fjárfest í borginni fyrir yfir 70 milljarða

05:30 Miðborg Reykjavíkur mun taka miklum breytingum á næstu misserum vegna tugmilljarða fjárfestingar í íbúðum og hótelum. Spenna er að myndast á byggingarmarkaði og gæti þessi fjárfesting því haft áhrif á byggingarkostnað á öðrum svæðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Meira »

Sigrún Ósk í Símafélagið

Í gær, 17:12 Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, var kjörin í stjórn Símafélagsins í fyrradag. Félagið rekur eitt af þremur stærstu fjarskiptakerfum landsins. Meira »

Þórólfur forstjóri Samgöngustofu

Í gær, 17:01 Þórólfur Árnason hefur verið skipaður í embætti forstjóra Samgöngustofu og mun hefja störf þann 6. ágúst nk.   Meira »

Android með 85% markaðshlutdeild

Í gær, 16:34 Android stýrikerfið er nú með 85% markaðshlutdeild þegar kemur að snjallsímum. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Strategy Analytics gerðu. Sala á snjallsímum hefur aukist um 27% milli ára og var 295 milljónir á öðrum ársfjórðungi. Meira »

Aftur tapar Rússland í dómsal

Í gær, 16:26 Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í dag rússneska ríkið til að greiða fyrrum eigendum olíurisans Yukos tæplega 2,5 milljarða Bandaríkjadala, um 290 milljarða íslenskra króna, í bætur vegna yfirtöku á félaginu árið 2007. Meira »

Forstjóraskipti hjá Target

Í gær, 16:11 Bandaríski smásölukeðjan Target hefur valið Brian Cornell sem nýjan forstjóra, en hans bíður það stóra verkefni að taka til í fyrirtækinu eftir að tölvuþrjótar náðu að stela fjölda kreditkortanúmerum í einu stærsta tölvuinnbroti síðari ára. Meira »

Argentína í greiðsluþrot að nýju

Í gær, 15:16 Argentínska ríkið fór í nótt í greiðsluþrot, en þetta er í annað skiptið á 13 árum sem ríkið nær ekki að greiða af skuldum sínum. Þrotið kemur í kjölfar þess að viðræður við vogunarsjóða, sem hafa verið nefndir hrægammasjóðir, fóru út um þúfur. Meira »

Fullbókað strax á fyrsta ári

Í gær, 14:20 Í lok júní var opnað nýtt 80 herbergja hótel í landi Arnarvatns í Mývatnssveit. Aðdragandinn var stuttur, en vegna mikils fjölda ferðamanna á svæðinu hefur nýtingin verið nálægt 100% að sögn hótelstýrunnar, Margrétar Hólm Valsdóttur. Meira »

Yfirvöld semja við Tchenguizbræður

Í gær, 11:33 Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO) hefur samið við fjárfestinn Robert Tchenguiz um bætur vegna óréttmætrar handtöku á honum þegar embættið skoðaði tengsl hans við Kaupþing banka. Bæturnar nema 1,5 milljónum punda. Meira »

Hulunni svipt af horninu

Í gær, 10:33 Miklar framkvæmdir standa nú yfir á horni Frakkastígs og Hverfisgötu en félagið Hverfill ehf. hyggst byggja þar 22 íbúðir. Hefur félagið þegar endurbyggt Hverfisgötu 59 með 9 íbúðum. Meira »

Stærsta farsímanetið villandi

Í gær, 10:29 Fullyrðing Símans um að fyrirtækið væri með stærsta farsímanet landsins var villandi og þarf það að skýra frekar hvað átt er við þegar slíkt er sett fram. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Neytendastofu, en Vodafone kvartaði vegna auglýsingaherferðar Símans. Meira »

Aflaverðmæti dróst saman um 15,1%

Í gær, 09:04 Í apríl var aflaverðmæti íslenskra skipa um 15,1% lægra en í apríl 2013. Mikil minnkun í botnfiskveiði hefur þar mest að segja. Einnig veiddist mun minna af skelfiski en í sama mánuði í fyrra. Meira »

Hlutafjárhækkun til að mæta 900 milljóna tapi

Í gær, 08:38 Eftir tæplega 900 milljóna króna tap á rekstri Toyota á Íslandi á síðasta ári, sem kom til að stærstum hluta vegna niðurfærslu á viðskiptavild, var hlutafé félagsins nýlega hækkað úr 222 milljónum í 612 milljónir. Meira »

Skýr merki um samþjöppun

Í gær, 08:08 Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að skýr merki séu um geirasamþjöppun á sviði skuggabankastarfsemi hér á landi. Það geti leitt til aukinnar kerfislægrar áhættu. Meira »

Icelandair skoðar skuldabréfaútgáfu

í fyrradag Stjórn Icelandair Group hf. hefur ákveðið að skoða möguleika á skuldabréfaútgáfu félagsins á Íslandi. Með skuldabréfaútgáfunni er stefnt að því að auka fjölbreytni í fjármögnun félagsins og búa félagið undir fyrirhugaða fjárfestingu í nýjum flugvélum. Meira »

Verkföll kostuðu 400 milljónir

í fyrradag Hagnaður Icelandair eftir skatta námu 22,4 milljónum Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi, eða um 2,6 milljörðum króna, miðað við 18,5 milljón dala hagnað árið áður. Félagið telur að beinn kostnaður vegna verkfallsaðgerða flugstétta hafi dregið úr hagnaðinum sem nemur 3,5 milljónum dala. Meira »

365 ræður þrjá framkvæmdastjóra

í fyrradag Þrír starfsmenn 365 voru í dag ráðnir sem framkvæmdastjórar hjá fyrirtækinu. Gunnar Ingvi Þórisson verður framkvæmdastjóri fjarskipta- og tæknisviðs, Jóhanna Margrét Gísladóttir verður framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs og Sigrún L. Sigurjónsdóttir verður framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Meira »

Gagnaveitan braut lög

í fyrradag Síminn taldi auglýsingar Gagnaveitu Reykjavíkur hafa með „vísvitandi“ og „ófyrirleitnum hætti“ kastað rýrð á þjónustu Símans. Meira »

Launaskrið stjórnenda staðreynd

í fyrradag Þegar þróun launa stjórnenda er skoðuð yfir lengra tímabil má sjá að þau hafa hækkað talsvert umfram laun almennt á vinnumarkaði. Í gær var haft eftir Þorsteini Víglundssyni, framkvæmdastjóra SA að horfa þyrfti á heildarmyndina áður en umtalsverð hækkun stjórnenda á síðasta ári væri gagnrýnd. Meira »
Svæði

Myntbreyta

Mynt Fjárhæð Mynt Fjárhæð
  ISK   USD
  EUR   GBP
  CAD   DKK
  NOK   SEK
  CHF   JPY
Gengi gjaldmiðla

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir