Byggja nýtt hótel á Grensásvegi

Byggja nýtt hótel á Grensásvegi

05:30 Framkvæmdir eru hafnar við nýtt 80 herbergja hótel á Grensásvegi 16a. Við hlið hótelsins verður jafnframt opnað hostel.  Meira »

Landsbyggðin fái bætur fyrir flugvöllinn

Í gær, 15:14 Byggð í Vatnsmýrinni yrði um 143 milljörðum verðmætari en sambærileg byggð á jaðri höfuðborgarsvæðisins, t.d. í Úlfarsárdal. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka en í henni eru sögð sterk rök fyrir því að að þeir sem beri skertan hlut njóti góðs af því að söluverð íbúða á svæðinu væri hærra en á jaðrinum. Meira »

Telja áhættu stafa af neytendalánum

Í gær, 14:09 Englandsbanki hefur varað við því að breskir bankar geti tapað allt að 30 milljörðum punda, sem jafngilda 4.387 milljörðum íslenskra króna, vegna vanskila á neytendalánum. Meira »

Auðveldar fólki að bera saman íbúðalán

Í gær, 13:10 Ný vefsíða gerir fólki kleift að bera saman vaxtakjör og aðrar upplýsingar um íbúðalán hjá 13 fjármálafyrirtækjum. Er henni ætlað að auðvelda fólki að skilja húsnæðislánamarkaðinn og að finna hagkvæmari lán. Meira »

Stjórnendur hækka minnst í launum

Í gær, 12:32 Laun á almenna markaðnum hækkuðu um 6,2% á milli 2. ársfjórðungs 2016 og sama tíma 2017. Laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks hækkuðu mest en minnst var hækkunin var hjá stjórnendum. Meira »

Nýráðinn forstjóri Uber biðst afsökunar

Í gær, 11:28 Dara Khosrowshahi, forstjóri leigubílaþjónustunnar Uber, hefur beðist afsökunar fyrir mistök af hálfu fyrirtækisins sem leiddu til þess að starfsleyfi þess í London verður ekki endurnýjað. Meira »
Svæði

Hlutdeild ferðaþjónustu eykst

Í gær, 10:20 Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 6,7% árið 2015 en árið 2014 var hann 5,6% og 4,9% árið 2013. Vaxtarhraði ferðaþjónustunnar, mældur sem aukning í hlutdeild landsframleiðslu milli ára, hefur aldrei mælst meiri en árið 2015. Meira »

Ný flugnámsbraut hjá Icelandair

Í gær, 10:13 Icelandair hefur sett af stað flugnámsbraut í samstarfi við Flugakademíu Keilis, Flugskóla Íslands og erlenda flugskóla til þess að styðja áframhaldandi vöxt félagsins og tryggja félaginu hæft starfsfólk til framtíðar. Meira »

Sér deilibíla leika stórt hlutverk í Reykjavík

í fyrradag Deilibílaþjónustan Zipcar hóf á dögunum rekstur á Íslandi og varð Reykja­vík þar með fyrsta borg­in á Norður­lönd­un­um þar sem boðið er upp á þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins. Dirk Bogaert er forstöðumaður aðgerðasviðs hjá Zipcar. Meira »

Joe & The Juice í Ósló lokað vegna salmonellu

í fyrradag Danski matsölustaðurinn Joe & The Juice hefur lokað útibúi sínu á Gardermoen-flugvellinum í Ósló tímabundið eftir að upp komst um salmonellusmit. Aftenposten greinir frá. Meira »

Vilja endurvekja töframátt flugsins

23.9. Ef áætlanir ganga eftir mun Icelandair á fyrsta fjórðungi næsta árs taka við fyrstu Boeing 737 MAX-vélinni af þeim sextán sem fyrirtækið hefur pantað. ViðskiptaMogginn sótti verksmiðjur fyrirtækisins heim á dögunum og kynnti sér hönnun og smíði hinnar nýju vélar. Meira »

Boða minni útflutning til N-Kóreu

23.9. Kína ætlar að draga úr útflutningi til Norður-Kóreu um mánaðamótin að sögn viðskiptaráðherra landsins. Með þessu eru yfirvöld í Kína að staðfesta þátttöku landsins í viðskiptaþvingunum sem samþykktar voru nýverið í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Þrír milljarðar urðu eftir í þrotabúum

23.9. Helmingur sáttagreiðslu Deutsche Bank til Kaupþings, um 212,5 milljónir evra eða um 27 milljarðar króna, rann fyrst í gegnum félögin Chesterfield og Partridge, sem eru í gjaldþrotameðferð, og barst þaðan til Kaupþings. Meira »

Leitir á Google gefa vísbendingar um markaðinn

22.9. Leitarfyrirspurnir á Google sýna að undanfarin ár hafi áhugi á fasteignakaupum vaxið hlutfallslega meira en áhugi á húsnæðisleigu. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að niðurstöðurnar geti bent til þess að fólk sem sé að huga að því að skipta um íbúð horfi í meiri mæli til fasteignakaupa. Meira »

Fresta sölu í Arion vegna stjórnarslita

22.9. Engin ákvörðun er varðar útboð á hlutabréfum í Arion banka verður tekin þangað til að alþingiskosningar eru afstaðnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kaupþingi. Meira »

Eins og Airbnb fyrir skipaflutninga

22.9. Sprotafyrirtækið Ankeri Solutions fer vel af stað. Fyrirtækið, sem var stofnað í desember 2016 af tveimur fyrrverandi starfsmönnum Marorku, hlaut á dögunum verðlaun í íslenskri forkeppni Nordic Startups Awards og mun keppa um titilinn „besti nýliðinn“ þegar norrænu sprotaverðlaunin verða veitt. Meira »

Akureyrarbær opnar bókhaldið

22.9. Akureyrarbær hefur ákveðið að opna bókhaldið og gera það aðgengilegt á heimasíðu bæjarins. Þar verður framvegis hægt að skoða útgjaldaliði bæjarins, hvaða greiðslur hafa verið inntar af hendi og til hverra, hver kostnaður er og hefur verið við einstaka málaflokka, verkefni og deildir. Meira »

Túlkun FME hamlandi fyrir atvinnulífið

22.9. GAMMA hefur mótmælt þröngri túlkun Fjármálaeftirlitsins á því hvort fjárfestingarsjóðum sé heimilt að fjárfesta í einkahlutafélögum en í lögunum er ekki lagt bann við slíkum fjárfestingum. Meira »

Segja tryggar ábyrgðir fyrir greiðslum

22.9. Landsvirkjun segir að alla jafna sé fyrirtækið í viðræðum við marga aðila sem hafi áhuga á að kaupa rafmagn og því séu engar áhyggjur af því að geta ekki ráðstafað orkunni sem sé seld til United Silicon fari allt á versta veg. Þá séu tryggar ábyrgðir fyrir greiðslum frá United Silicon. Meira »

Uber fær ekki að starfa áfram í London

22.9. Samgönguyfirvöld í London hafa ákveðið að hafna beiðni leigubílaþjónustunnar Uber um endurnýjun starfsleyfis í borginni. Byggja yfirvöld ákvörðunina á því að fyrirtækið sé ekki borginni hæft. Meira »

Dregur úr veltu í sjávarútvegi

22.9. Velta í virðisaukaskattsskyldri starfsemi jókst um 2,7% á tímabilinu júlí 2016 til júní 2017 miðað við síðustu tólf mánuði þar áður. Velta í byggingarstarfsemi jókst mest, eða um 27%, en velta í sjávarútvegi var 16,5% lægri en tímabilið á undan. Meira »

Innkalla Mitsubishi Pajero

22.9. Hekla hefur tilkynnt innköllun á Mitsubishi Pajero árgerð 2007 til 2012 vegna öryggispúða frá framleiðandanum Takata. Málmflísar eru sagðar geta losnað úr púðahylkinu og valdið meiðslum en engin slík tilfelli hafa komið upp hér á landi eða í Evrópu. Meira »

GAMMA sektað um 23 milljónir

22.9. Fjármálaeftirlitið og GAMMA Capital Management hf. hafa gert samkomulag um sátt vegna brots GAMMA sem viðurkenndi að hafa fimm sinnum brotið gegn lögum um verðbréfasjóði með því að fjárfesta í eignarhlutum í einkahlutafélögum fyrir hönd fjárfestingarsjóða í rekstri málsaðila og tilkynna ekki FME. Meira »

Vissi ekki hver keypti

22.9. Seðlabankinn vissi ekki hverjum hann seldi 6% hlut í Kaupþingi í október í fyrra, að því er Már Guðmundsson seðlabankastjóri upplýsir í skriflegu svari til Morgunblaðsins. Hæsta tilboði hafi verið tekið. Bankinn var fyrir söluna sjötti stærsti eigandi Kaupþings. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir