Lækkanir í Kauphöll

Lækkanir í Kauphöll

Í gær, 16:53 Hlutabréf flestra félaga lækkuðu í Kauphöllinni í dag og lækkaði úrvalsvísitalan um 0,56% í viðskiptum dagsins. Mest lækkuðu bréf Haga um 2,36% og þá lækkuðu bréf Eimskipa um 2,02%. Meira »

Lego-límband lokkar fjárfesta

Í gær, 16:04 Lego-límbandið er af mörgum talin ein besta uppfinning ársins. Ætlunin var að safna átta þúsund Bandaríkjadölum, eða um 880 þúsund krónum, en hönnuðirnir hafa þegar safnað 1,4 milljónum dala, eða 154 milljónum króna, á hópfjármögnunarsíðunni Indiegogo. Enn eru nítján dagar til stefnu. Meira »

Norrænir fjármálaráðherrar funduðu

Í gær, 15:33 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók í dag þátt í fundi norrænna fjármálaráðherra í Osló.  Meira »

Níu þúsund á dag á heimasíðu IKEA

Í gær, 15:15 Íslendingar eru á meðal þeirra þjóða þar sem hvað flestir versla á Netinu eða 79%. Samkvæmt Eurostat er sambærilegt hlutfall fyrir Bretland 83%, Danmörk 82%, Noreg 78%, Lúxemborg 78%, Svíþjóð 76% og Holland og Þýskaland 74%. Meira »

Twitter skoðar áskriftargjöld

Í gær, 14:58 Twitter íhugar að bjóða stórnotendum og fyrirtækjum upp á nýja áskriftarleið en í henni myndi felast aukinn aðgangur að gagnagrunni fyrirtækisins. Meira »

Netflix greiðir skatta á Íslandi

Í gær, 14:56 Efnisveiturnar Netflix og Spotify greiða skatta á Íslandi samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra. Bæði fyrirtækin eru skráð í VSK-skrá í gegnum íslenskan umboðsmann. Netflix var skráð 1. janúar 2016 en fyrirtækið opnaði fyrir þjónustu sína í sama mánuði. Meira »
Svæði

Snøfler to go innkallað

Í gær, 14:29 Bisca A/S í samstarfi við Aðföng hafa ákveðið að taka úr sölu og innkalla Karen Volf Snøfler® - to go! í 100g pakkningum. Hætta er á að aðskotahlutir leynist í vörunni. Meira »

Þrýst á að ljúka viðskiptum

Í gær, 14:08 Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins upplifðu stjórnarmenn í stærstu lífeyrissjóðum landsins samningaviðræður um kaup á hlut í Arion banka með þeim hætti að verið væri að setja sjóðunum afarkosti. Meira »

Eimskip gaf Barnaspítalanum bækur

Í gær, 13:41 Eimskipafélag Íslands færði Barnaspítala Hringsins veglega bókagjöf á dögunum en um var að ræða fjölda nýrra barnabóka.   Meira »

Sigurður framkvæmdastjóri hjá Advania

Í gær, 13:37 Sigurður Sæberg Þorsteinsson, sem gegnt hefur starfi deildarstjóra á rekstrarlausnasviði Advania undanfarið ár, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þjónustu- og markaðssviðs fyrirtækisins en alls starfa um 50 manns á sviðinu. Meira »

Betri arðsemi í verslun og heildsölu

Í gær, 12:34 Arðsemi heildsala og smásala hefur verið umtalvert betri en gengur og gerist í atvinnulífinu. Atvinnugreinarnar greiða einnig ríkulegri arð til hluthafa en sem nemur meðaltali atvinnuvega. Meira »

Sölu á Nova er lokið

Í gær, 11:27 Sölu fjarskiptafyrirtækisins Nova er lokið, en í tilkynningu frá bandaríska eignastýringarfyrirtækinu Pt Capital Advisors segir að félagið eigi nú 50% hlut í Nova, á móti fjárfestingarfélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator, og stjórnendum félagsins, forstjóranum Liv Bergþórsdóttur og forstöðumanni tæknisviðs, Jóakim Reynissyni. Meira »

Apple-búðin liggur niðri

Í gær, 11:18 Kunnugleg skilaboð mæta þeim sem ætla inn á vefverslun Apple í dag. Segist fyrirtækið vera með nokkuð sérstakt í boði. Eitthvað sem það getur ekki beðið eftir að sýna viðskiptavinum. Stóru tíðandanna er að vænta klukkan 08:01 að staðartíma eða klukkan 15:01 á Íslandi. Meira »

Lemon opnar á Akureyri

Í gær, 10:51 Samloku- og djússtaðurinn Lemon verður opnaður á Glerárgötu 32 á Akureyri í byrjun maí. Um er að ræða sérleyfisstað sem rekinn verður af hjónunum Jóhanni Stefánssyni og Katrínu Ósk Ómarsdóttur. Meira »

Alltaf til 20 kg poki af hrísgrjónum

Í gær, 10:31 Í hverju Costco-vöruhúsi er einungis hægt að fá í kringum 3.800 vörutegundir hverju sinni. Um er að ræða marga vöruflokka en fáar tegundir í hverjum þeirra. Costco er þekkt fyrir stórar umbúðir og magnsölu en Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, staðfestir þetta og segir að alltaf verði hægt að nálgast 20 kg poka af hrísgrjónum í vöruhúsinu. Meira »

Inkasso og Mynta sameinast

Í gær, 09:49 Sameining innheimtufyrirtækjanna Inkasso og Myntu mun vera á lokametrunum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Stefnt er að því að sameinað fyrirtæki starfi undir nafni Inkasso og verður það næststærsta innheimtufyrirtæki landsins á eftir Momentum. Meira »

Þorsteinn framkvæmdastjóri Farfugla

Í gær, 09:11 Þorsteinn Jóhannesson er nýr framkvæmdastjóri Farfugla. Hann hefur fjórtán ára reynslu af rekstri fyrirtækja, meðal annars sem rekstrar- og framkvæmdastjóri hjá Norðursiglingu en einnig rak hann sitt eigið framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Meira »

Spotify dýrara hjá Símanum en Spotify

í fyrradag Premium-áskrift að tónlistarveitunni Spotify kostar 9,99 evrur eða 1.200 krónur á mánuði sé hún keypt í gegnum Spotify. Hjá Símanum kostar sama áskrift hins vegar 1.490 krónur. Munurinn er 24% Meira »

Verslunarstörf í bráðri hættu

í fyrradag Tæknin á eftir að gjörbreyta viðskiptaumhverfinu á næstu árum. Störf munu tapast og önnur skapast. Neytendur krefjast nýrra og sérsniðinna lausna og þurfa ærna ástæðu til að fara frekar í verslun en að klára viðskipti á netinu. Hvernig á að bregðast við þessu? Meira »

Erum við að fara í sama farið?

í fyrradag „Frá því að ég var kosin formaður Viðskiptaráðs hef ég verið að leggja áherslu á fjölbreytileika,“ segir Katrín Olga Jóhannesdóttir í samtali við mbl.is. Hún hefur birt níu örfærslur um fjölbreytileika á Facebook síðustu daga og segir ærna ástæðu til. Meira »

Viðskipti við aðra aflandskrónueigendur

í fyrradag Þegar tilkynnt var um samning Seðlabanka Íslands við aflandskrónueigendur 12. mars var jafnframt tilkynnt að aflandskrónueigendum sem ekki hefðu gert samkomulag við bankann yrði boðið að gera sams konar samninga. Meira »

Vísaði skaðabótarmáli 66°Norður frá

í fyrradag Hæstiréttur hefur vísað frá dómi héraðsdóms þar sem félagið Molden Enterprises Limited hafði verið dæmt til að greiða Sjóklæðagerðinni hf. eða 66°Norður alls 186 milljónir króna. Meira »

33 milljarða tekjur hjá Isavia

í fyrradag Tekjur Isavia námu 33 milljörðum króna árið 2016 sem er 27% aukning á millli ára. Þetta er mesta tekjuaukningin frá stofnun félagsins og má að mestu leyti rekja hana til fjölgunar farþega á Keflavíkurflugvelli. Þetta kom fram við kynningu ársreiknings Isavia fyrir árið 2016 á aðalfundi félagsins í dag. Meira »

„Vextir ógnun við íslenskt atvinnulíf“

í fyrradag „Þrátt fyrir batnandi umhverfi er snýr að tollum og vörugjöldum þá eru vextir ógnun við íslenskt atvinnulíf. Ef horft er til OECD- og BRIC-ríkja þá eru raunvextir á Íslandi einna hæstir, svipar til vaxtastigs í Rússlandi. Er það landið sem við viljum bera okkur saman við?“ Þetta kom fram í erindi Margrétar Sanders, formanns Samtaka verslunar og þjónustu í dag. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir