Ekki lengur bara álag á vorin og haustin

Ekki bara álag á vorin og haustin

17:58 Dekkjaheildsalan Mítra ehf. finnur fyrir auknu og jafnara álagi yfir árið vegna ferðaþjónustunnar ásamt mikilli söluaukningu. Eitt sinn var álagið aðeins á vorin og haustin, þegar fólk var að skipta úr eða í vetrardekk og sumardekk en nú er nóg að gera, allt árið um kring. Meira »

Aldrei meiri samkeppni á einni flugleið

13:07 Fimm flugfélög munu í vetur halda uppi flugsamgöngum milli Íslands og flugvallanna í London, en aldrei áður hefur samkeppni á einni flugleið frá Íslandi verið jafnmikil. Meira »

Telja bónusgreiðslur óásættanlegar

09:14 Fyrirhugaðar greiðslur Kaupþings á gríðarháum bónusum til nokkurra starfsmanna eru óásættanlegar og eiga ekki við í íslensku samfélagi að mati BSRB. Bandalagið skorar á Alþingi að tryggja að skattaumhverfi hér á landi sé þannig að þeir sem hafa háar tekjur greiði ríflega til samfélagsins. Meira »

Veita félögum meira aðhald

í gær Lífeyrissjóðurinn Gildi mun eftirleiðis birta upplýsingar um atkvæðagreiðslu og tillögugerð sjóðsins á aðalfundum skráðra hlutafélaga. Er þetta í samræmi við hluthafastefnu sjóðsins til að auka gegnsæi um störf sjóðsins sem hluthafa. Meira »

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,34%

26.8. Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í ágúst 2016 er 436,4 stig og hækkaði um 0,34% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 396,5 stig og hækkaði hún um 0,13% frá júlí. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Meira »

Munar 2,3 milljörðum á árslaununum

26.8. Leikarinn Dwayne Johnson er á toppi lista tímaritsins Forbes yfir hæst launuðu leikarana. Johnson þénaði 64,5 milljónir bandaríkjadala á síðasta ári, andvirði 7,5 milljarða íslenskra króna. Tæpum 2,3 milljörðum munar á árslaunum Johnson og hæst launuðu leikkonunnar, Jennifer Lawrence. Meira »

Yfirvigtin orðin dýrari

26.8. Yfirvigtargjald hjá nokkrum flugfélögum á Keflavíkurflugvelli hefur hækkað töluvert síðustu fjögur árin. Um er að ræða 57% hækkun hjá Airberlin, 26,5% og 17,5% hækkun hjá Icelandair og 43% hækkun hjá WOW air. Meira »

Vanskil einstaklinga dragast saman

26.8. Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í júlí námu 298 milljónum króna, en þar af voru 180 milljónir vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í júní 267 milljónum króna. Meðalfjárhæð almennra lána var 9,0 milljónir króna. Meira »

Hagnaður Sjóvár dregst saman

26.8. Hagnaður Sjóvár nam 709 milljónum króna á fyrri árshelmingi ársins miðað við 1.380 milljónir sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi nam 286 milljónir miðað við 756 milljónir á sama tíma árið á undan. Meira »

Fá aðgang að yfir 50 kauphöllum

26.8. Fossar markaðir hafa undirritað samstarfssamning við danska bankann Saxo Bank. Samningurinn veitir viðskiptavinum Fossa aðgang að yfir 50 kauphöllum um heim allan þar sem í boði eru yfir 30 þúsund fjárfestingakostir, m.a. í hlutabréfum, skuldabréfum, gjaldeyri og skráðum verðbréfasjóðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fossum. Meira »

Dragist verulega saman á næsta ári

26.8. Stefnt er að því að starfsemi Lindarhvols ehf. dragist verulega saman strax á árinu 2017 en áætlað er að á næsta ári verði aðeins um að ræða virka umsýslu á framseldum eignum að bókfærðu virði um 7,3 milljarðar króna og jafnframt eftirlit með skilyrtum fjársópseignum að bókfærðu virði um 6,6 milljarðar króna. Meira »

Telja LÍN-frumvarpið til mikilla bóta

26.8. Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna draga að frumvarpi til laga um námslán og námsstyrki. Viðskiptaráð telur frumvarpsdrögin vera til mikilla bóta og vegur þar þyngst hagfelldara stuðningsfyrirkomulag og bættar endurheimtur á útlánum sem draga úr rekstraráhættu Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Vonast ráðið til þess að frumvarpið nái fram að ganga. Meira »

Hagnaður Eimskipa jókst um 58,7%

26.8. Hagnaður Eimskipa á öðrum ársfjórðungi ársins nam 8,8 milljónum evra, eða jafnvirði 1.161 milljónar íslenskra króna, samanborið við 5,5 milljónir evra fyrir ári. Jókst hagnaðurinn um 58,7%. Meira »

Nýr forstjóri Men & Mice

26.8. Magnús Eðvald Björnsson hefur verið ráðinn forstjóri Men & Mice en hann tekur við því starfi af Kristbjörgu Eddu Jóhannsdóttur. Meira »

Svartklædda drottningin öll

25.8. Sonia Rykiel, goðsögnin sem hóf feril sinn með því að hanna meðgöngufatnað, er látin. Rykiel var þekkt fyrir frjálslegan lífsstíl og hannaði hún föt fyrir konur sem voru stoltar af líkömum sínum en höfðu ekki endilega tíma til þess að velta sér upp úr nýjustu tísku. Meira »

Hekla og Ikea gera samning um uppsetningu hleðslustöðva

25.8. Hekla hf. og Ikea hafa gert samning um að setja upp 10 hleðslustöðvar fyrir rafmagns- og tengiltvinnbíla við verslun Ikea í Garðabæ. Markmiðið er gera viðskiptavinum kleift að blaða bíla sína á meðan þeir versla og draga þannig úr útblæstri. Meira »

VÍS heldur endurkaupum áfram

25.8. Stjórn VÍS ákvað í dag að halda áfram endurkaupum á eigin hlutum félagsins í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé. Þetta er fimmta endurkaupaáætlun félagsins sem kynnt er frá því aðalfundur 2014 veitti slíka heimild. Meira »

Afkoma VÍS undir væntingum

25.8. Hagnaður af rekstri Vátryggingafélags Íslands fyrstu sex mánuði ársins nam 238 milljónum krónum miðað við 1.419 milljónir á sama tímabili í fyrra. Þá námu tekjur af fjárfestingastarfsemi 636 milljónum króna en voru 2.065 milljónir á sama tíma 2015. Meira »
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir