Hjallastefnan byrjar með þvottaþjónustu

Hjallastefnan byrjar með þvottaþjónustu

11:58 „Eftir að hafa kannað málið hjá foreldrum kom í ljós að margir sáu hag í því að geta komið með óhreina þvottinn á leikskólana og fengið hann hreinan nokkrum dögum síðar. Þetta er nákvæmlega sama hugmynd og matarþjónustan okkar, við erum einfaldlega að létta foreldrum ungra barna lífið.“ Meira »

Sjálfkjörin í stjórn Marels

11:56 Sjö aðilar verða sjálfkjörnir í stjórn Marels á aðalfundi félagsins sem haldinn verður á fimmtudaginn. Þeir eru Ann Elizabeth Savage, Arnar Þór Másson, Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Ástvaldur Jóhannsson, Helgi Magnússon, Margrét Jónsdóttir og Ólafur Steinn Guðmundsson. Meira »

Einar nýr aðstoðarforstjóri Beringer Finance

11:40 Einar U. Johansen hefur verið ráðinn sem aðstoðarforstjóri Beringer Finance og framkvæmdastjóri bankans í Noregi. Einar kemur til Beringer frá Swedbank þar sem hann hefur undanfarin 6 ár verið yfir þeim hluta fjárfestingarbankasviðs Swedbank sem sinnir alþjóðlegri lána- og skuldabréfafjármögnun fyrir viðskiptavini bankans. Meira »

Tommi vill í stjórn Icelandair Group

11:00 Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni hefur boðið sig fram í stjórn Icelandair Group sem kosin verður á aðalfundi á föstudaginn. Sex eru í framboði en samkvæmt samþykktum félagsins skal kjósa fimm í stjórn. Meira »

Álver í Helguvík verður ekki að veruleika

10:22 152,2 milljóna Bandaríkjadala tap var skráð vegna álversverkefnisins í Helguvík í ársfjórðungstölum Century Aluminum fyrir síðasta ársfjórðung síðasta árs. Century Aluminum er móðurfélag Norðuráls. Þetta kemur fram á Kjarnanum. Meira »

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,71%

10:09 Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í febrúar 2017 er 439,6 stig og hækkar um 0,71% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 390,3 stig og hækkaði hún um 0,59% frá janúar 2017. Meira »
Svæði

Minna keypt af dýrum verkum

07:54 Listaverkasala dróst umtalsvert saman í heiminum á síðasta ári, sér í lagi sala á mjög dýrum listmunum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Artprice en samkvæmt þeim hefur Kína skipað sér í efsta sæti listans á nýjan leik. Meira »

Breytingar hjá Icelandair

05:30 Sigurður Helgason, stjórnarformaður Icelandair Group, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri sem stjórnarformaður félagsins. Í viðtali í Morgunblaðinu í dag segir Sigurður að síðustu tvö rekstrarár séu hin bestu í sögu þess. Meira »

Þrjú sækjast eftir endurkjöri

Í gær, 22:44 Sex gefa kost á sér til stjórnar Icelandair Group hf. vegna aðalfundar sem haldinn verður á föstudaginn. Samkvæmt samþykktum félagsins skal kjósa fimm í stjórn. Allir nema tveir af núverandi stjórnarmönnum, þeir Sigurður Helgason og Magnús Magnússon, sækjast eftir endurkjöri. Meira »

Buffett bjartsýnn á efnahaginn

Í gær, 15:21 Bandaríski milljarðamæringurinn Warren Buffett hefur hvatt bandaríska fjárfesta til að halda ótrauðir áfram við að að skapa mikinn auð. Meira »

Stórhýsi bíður örlaga sinna

25.2. Hið mikla hús Íslandsbanka á Kirkjusandi í Reykjavík stendur nú autt og yfirgefið og bíður örlaga sinna. Mygla fannst í húsinu í fyrra og í framhaldinu var ákveðið að flytja starfsemi bankans í annað húsnæði. Meira »

Farsóttarhúsið selt á 220 milljónir

25.2. Borgarráð hefur samþykkt kauptilboð í eignina Þingholtsstræti 25, sem jafnan hefur verið kallað Farsóttarhúsið. Kaupverðið er 220 milljónir króna. Meira »

Ferðaþjónusta og loðna styrkja

25.2. Vöxtur ferðaþjónustunnar í desember og janúar umfram spár, og fyrirsjáanleg mikil loðnuveiði, hefur styrkt spá Hagfræðideildar Landsbankans frá því í nóvember um að krónan muni halda áfram að styrkjast til loka ársins 2019. Meira »

58,5 milljarða hagnaður hjá bönkunum

24.2. Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja á síðasta ári nam samanlagt 58,5 milljörðum króna miðað við 106,8 milljarða árið 2015. Arion banki hagnaðist mest eða um 21,7 milljarða en Landsbankinn minnst, þ.e. um 16,6 milljarða. Íslandsbanki hagnaðist um 20,2 milljarða. Meira »

Undanþágur vegna afleiðuviðskipta

24.2. Seðlabanki Íslands telur nú forsendur til að veita tilteknar undanþágur frá lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, gegn umsókn þar að lútandi vegna afleiðuviðskipta til varanlegra áhættuvarna. Þessi breyting á framkvæmd markar áfanga í átt að fullri losun fjármagnshafta. Meira »

FME krefst úrbóta hjá Borgun

24.2. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gert athugasemdir við eftirlit með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Borgun hf. FME krefst viðeigandi úrbóta og vill að Borgun skili aðgerðaáætlun til stofnunarinnar þar sem sýnt er hvernig það hyggst bregðast við athugasemdum og úrbótakröfum. Meira »

87% telja launafólk þurfa sterk verkalýðsfélög

24.2. 87% svarenda í nýrri alþjóðlegri skoðanakönnun telja launafólk þurfa sterk verkalýsfélög til að verja hagsmuni þess. Aðeins 4% eru ósammála fullyrðingunni. Meira »

Miðaverðið á Coachella lækkaði um 12%

24.2. Miðaverð á tónlistarhátíðina Coachella hefur lækkað um allt að 12% eftir að greint var frá því í morgun að bandaríska söngkonan Beyoncé myndi ekki koma fram á hátíðinni eins og til stóð. Meira »

Opna bókhaldið innan tíðar

24.2. Gert er ráð fyrir því að vefurinn opnirreikningar.is fari í loftið innan tíðar en til að byrja með verður þar að finna upplýsingar um greidda reikninga ráðuneyta. Ekki verða birtar upplýsingar aftur í tímann en stofnanir ríkisins verða hluti af verkefninu í áföngum og er gert ráð fyrir að innleiðing stofnana í A-hluta ríkissjóðs taki um eitt ár. Meira »

Búdapest dregur umsóknina til baka

24.2. Borgaryfirvöld í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, hafa dregið umsókn sína um að fá að halda Ólympíuleikana 2024 til baka. Nú sækjast aðeins tvær borgir gestgjafahlutverkinu, þ.e. Los Angeles og París. Meira »

Eigandi BA hagnaðist um 277 milljarða

24.2. Félagið IAG sem á flugfélögin British Airways og Iberia hagnaðist um 2,4 milljarð evra á síðasta ári eða því sem nemur 277,7 milljörðum íslenskra króna. Er það aukning um tæpan þriðjung milli ára. Þá jókst rekstrarhagnaður félagsins um 8,6% og námu 2,5 milljarði evra. Meira »

Afkoman svipuð milli ára

24.2. Hagnaður Íslandsbanka nam 20,2 milljörðum króna á síðasta ári sem er svipaður hagnaður og árið 2015 en þá nam hann 20,6 milljörðum króna. Meira »

Nýskráningum fjölgaði um 13%

24.2. Nýskráningar einkahlutafélaga í janúar voru 242 talsins. Síðustu 12 mánuði, frá febrúar 2016 til janúar 2017, hefur nýskráningum einkahlutafélaga fjölgað um 13% í samanburði við 12 mánuði þar á undan. Greint er frá þessu á vef Hagstofu Íslands. Meira »

Ávöxtun lífeyrissjóða lítil

24.2. Hlutfall erlendra eigna af heildareignum lífeyrissjóða lækkaði á síðasta ári, þrátt fyrir að heimildir þeirra til erlendra verðbréfakaupa hafi numið 85 milljörðum króna á árinu. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir