Samþykki á virkum eignarhlut í Lýsingu enn óafgreitt

Samþykki enn óafgreitt

08:08 Fjármálaeftirlitið hefur enn ekki afgreitt umsókn BLM fjárfestinga ehf. um að fara með yfir 50% eignarhlut í Klakka, sem er 100% eigandi fjármögnunarfyrirtækisins Lýsingar. Meira »

Með 3,2 milljarða í árslaun

Í gær, 16:14 Framkvæmdastjóri bandaríska bankans JPMorgan Chase, Jamie Dimon, fékk launahækkun á síðasta ári upp á eina milljón Bandaríkjadali eða jafnvirði 113,9 milljóna íslenskra króna. Meira »

Flestir treysta meðmælum frá kunningjum

Í gær, 15:41 Fjöldi þeirra sem bera traust til umsagna neytenda á netinu og SMS-auglýsinga í farsíma hefur aukist töluvert síðustu ár. Nýleg könnun MMR á trausti almennings til ýmissa miðla við leit að upplýsingum um vörur og þjónustu sýndi að 44% sögðust bera frekar mikið eða mjög mikið traust til umsagna neytenda á netinu, sem er 9 prósentustiga aukning frá árinu 2010. Meira »

Telur að Trump muni ýta undir hagvöxt

Í gær, 15:08 Stofnandi stærsta vogunarsjóðs heims, Ray Dalio, segir að Donald Trump, sem tekur við sem forseti Bandaríkjanna í dag, muni hafa jákvæð áhrif á Bandaríkin og heimsefnahaginn. Hann óttast hinsvegar þá stefnu sem kom honum í embættið. Meira »

Áslaug nýr gæðastjóri HÍ

Í gær, 14:42 Áslaug Helgadóttir tók við starfi gæðastjóra Háskóla Íslands þann 1. janúar sl. Hún var prófessor í jarðrækt og plöntukynbótum við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) frá stofnun skólans 2005 til ársloka 2016 og sérfræðingur við Rannsóknastofnun landbúnaðarins (Rala) frá 1981 til 2004. Meira »

Mælir frekar með Svalbarða en Íslandi

Í gær, 14:26 Ísland er orðið „fórnarlamb eigin velgengni“ og landið ræður ekki við allan þann fjölda erlendra ferðamanna sem þangað koma. Þetta kemur fram í grein The Independent þar sem farið er yfir ferðamannastaði sem hafa vaxið of hratt. Meira »

Ekki meiri sala síðan 2008

í gær Innanlandssala á lambakjöti var 5,2% meiri 2016 en árið á undan samkvæmt nýjum tölum Matvælastofnunar. Alls seldust 6.797 tonn innanlands í fyrra, en salan hefur ekki verið meiri síðan hrunárið 2008. Salan dróst saman í þrjú ár þar á undan. Meira »

Hagvöxtur í Kína ekki minni í 26 ár

í gær 6,7% hagvöxtur var í Kína á síðasta ári miðað við 6,9% árið á undan. Hagvöxturinn hefur ekki verið minni frá árinu 1990 en er þó innan þeirra marka sem stjórnvöld þar í landi gerðu ráð fyrir. Meira »

Setja upp geymsluskápa í bílastæðahúsum

í gær Íslenska fyrirtækið Dótel sem sérhæfir sig í rekstri geymsluskápa fyrir farangur, hefur gert samstarfssamning við Bílastæðasjóð og geta viðskiptavinir fyrirtækisins því nýtt sér þjónustu þess í þremur bílastæðahúsum síðar á árinu. Skápar hafa verið settir upp í bílastæðahúsinu Traðarkoti við Hverfisgötu 20 Meira »

Vinna fyrir ríkissjóð til klukkan 10.17

í gær Einfalt, skilvirkt skattkerfi sem styður við hagstjórn er það sem nýr fjármálaráðherra ætti að stefna að í skattamálum. Ísland þarf ekki að vera háskattaland til framtíðar og mikilvægt er að lækka skatta og ekki hækka þá nema jafnstór skattalækkun komi á móti. Meira »

49 lóðum úthlutað í Reykjanesbæ

í gær 49 lóðum var úthlutað í Reykjanesbæ árið 2016. Flestar þeirra voru undir atvinnuhúsnæði við Flugvelli eða 19 en þá var 17 einbýlishúsalóðum var úthlutað, 8 raðhúsalóðum og 5 parhúsalóðum. Meira »

Eignir sjávarútvegs tæpir 590 milljarðar 2015

í gær Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt sem hlutfall af heildartekjum sjávarútvegs hækkaði milli áranna 2014 og 2015. Í fiskveiðum og -vinnslu hækkaði hlutfallið, án milliviðskipta, úr 24,3% í 27%, hækkaði í fiskveiðum úr 20,5% árið 2014 í 25,7% af tekjum árið 2015 og lækkaði í fiskvinnslu úr 14,2% í 13,5%. Meira »

Álagsárásir á bankana

í gær Óprúttnir erlendir aðilar gerðu svonefndar DDoS-álagsárásir á netkerfi íslensku bankanna síðastliðinn miðvikudag.  Meira »

Bjóða upp á sérstaka sætaröð fyrir konur

í fyrradag Indverska flugfélagið Air India byrjar í vikunni selja farmiða á sérstök svæði aðeins fyrir konur. Um verður að ræða sex sæti í fremstu röð farþegaþota félagsins en konur hafa ítrekað kvartað yfir því að vera áreittar um borð í þotum félagsins. Meira »

Hlutabréf í Netflix aldrei hærri

í fyrradag Á síðasta ársfjórðungi 2016 eignaðist efnisveitan Netflix 7 milljón nýja áskrifendur. Það er töluvert meira en fyrirtækið hafði spáð en það gerði ráð fyrir 5,2 milljón nýjum áskrifendum. Meira »

Virkni ungs fólks á markaðinum að aukast

í fyrradag Ungt fólk hefur verið að eignast sínar fyrstu fasteignir á síðustu árum og virkni þess á markaðinum hefur aukist töluvert með árunum. Þrátt fyrir það hefur allt frá hrunið verið litið á það sem algild sannindi að ungt fólk ráði yfir leitt ekki við að kaupa húsnæði. Meira »

Dreifing ferðamanna er byggðamál

í fyrradag Nýr ráðherra ferðamála bendir á að í nýjum stjórnarsáttmála sé mælt fyrir um áherslur á sviði náttúruverndar, aukinnar arðsemi og dreifingar ferðamanna um landið og að þar megi líta til skynsamlegrar gjaldtöku. Meira »

Skattaundanskot mein á samfélaginu

í fyrradag Aflandsfélög og skattaskjól er meinsemd sem þarf að vinna gegn og uppræta með öllum hætti. Þegar það kemur að skattaundanskotum er það ekki endilega umfangið sem skiptir máli heldur það að möguleikinn sé til staðar sem veldur óánægju hjá þeim sem borga alla sína skatta. Þetta kom fram í ávarpi Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra á Skattadegi Deloitte sem fram fór í dag. Meira »
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir