Philips skipt í tvennt

Philips skipt í tvennt

10:10 Raftækjafyrirtækinu Philips verður skipt í tvennt og framleiðslueiningar þess aðskildar. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins tilkynnti um þetta í morgun og jókst gengi bréfa í félaginu um 3,26 prósent í kjölfarið. Meira »

Hægt að kaupa í Jimmy Choo

10:04 Stjórn fjárfestingafélagsins JAB Luxury, móðurfélags skóframleiðandans Jimmy Choo, hefur ákveðið að skrá 25% hlut í félaginu á markað. Jimmy Choo verður skráð í Kauphöllina í London í næsta mánuði. Ætlunin er að afla fjár til að auka umsvif fyrirtækisins á Asíumarkaði. Meira »

Tekjuafkoma 2013 neikvæð

09:13 Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 32 milljarða króna árið 2013 eða 1,7% af landsframleiðslu. Til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 65,2 milljarða króna árið 2012 eða 3,7% af landsframleiðslu. Meira »

Heildartekjur hins opinbera jukust um 8,0%

09:11 Tekjuafkoma hins opinbera reyndist neikvæð um 1,8 milljarða króna á 2. ársfjórðungi 2014, en það er mun hagstæðari niðurstaða en á sama tíma 2013 þegar hún var neikvæð um 11 milljarða króna. Tekjuhallinn nam 0,4% af landsframleiðslu ársfjórðungsins eða 0,9% af tekjum hins opinbera. Meira »

Vísitala kaupmáttar launa hækkar

09:04 Launavísitala í ágúst 2014 er 487,4 stig og hækkaði um 0,6% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,3%. Vísitala kaupmáttar launa í ágúst 2014 er 118,2 stig og hækkaði um 0,3% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 3,9%. Meira »

Flugmenn skaða ímynd Frakklands

08:42 „Það er engin innistæða fyrir þessu verkfalli. Það teflir framtíð Air France í tvísýnu og skaðar ímynd Frakklands,“ sagði Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, í dag um verkfall flugmanna Air France sem staðið hefur í níu daga. Talið er að það kosti franska flugfélagið um 20 milljón evrur daglega. Meira »

WOW tapar milljarði á tveimur árum

07:47 Tap af rekstri WOW air á árinu 2013 nam 330 milljónum króna og nemur uppsafnað tap síðastliðinna tveggja ára yfir 1.100 milljónum króna. Eigið fé félagsins var 350 milljónir króna í árslok 2013, þrátt fyrir að hlutafé þess hafi verið aukið um 500 milljónir króna á því ári. Meira »

Botoxframleiðandi hafnar Actavis

07:32 Lyfjafyrirtækið Actavis gerði nýlega yfirtökutilboð í Allergan, sem meðal annars framleiðir botox, en fyrirtækið hafnaði tilboðinu. Meira »

Jack Ma sá ríkasti

06:42 Stærsta hlutafjárútboð sögunnar hefur gert Jack Ma, stofnanda kínverska vefverslunarfyrirtækisins Alibaba, að ríkasta manni Kína. Er auður hans metinn á 25 milljarða Bandaríkjadala. Meira »

Lúxusíbúðir seljast hratt

05:30 Þegar er búið að selja ríflega helming íbúða í nýjum 11 hæða íbúðaturni við Lindargötu í Reykjavík en þær voru auglýstar til sölu laugardaginn 13. september. Það tók því aðeins rúma viku að selja íbúðirnar. Meira »

Hafa selt yfir 10 milljón eintök

Í gær, 21:13 Apple hefur þegar selt meira en 10 milljón eintök af iPhone 6, en aðeins þrír dagar eru liðnir frá því síminn fór fyrst í sölu sl. föstudag. Þessi nýjasta viðbót Apple-fjölskyldunnar hefur selst betur en iPhone 5S og iPhone 5C þegar þeir komu út á seinasta ári. Meira »

Segir tjónið nema 200 milljónum

Í gær, 17:43 Beint fjárhagslegt tjón sem Mjólkurbúið Kú og Mjólka hafa orðið fyrir á árunum 2008 til 2014 vegna viðskiptahátta Mjólkursamsölunnar, sem Samkeppniseftirlitið sektaði í dag um 370 milljónir króna fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, nemur um 200 milljónum króna. Meira »

Í rúminu með vinkonu eiginkonunnar

Í gær, 16:28 „Hvað ætlið þið að segja við FME þegar spurst verður fyrir um þennan aðila sem er skráður í Panama (of all places) með þessa háu ábyrgðarfyrirgreiðslu,“ sagði í tölvupósti frá útlánaeftirliti Landsbankans sem varpað var fram við aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Sigurjóni Árnasyni og Elínu Sigfúsdóttur í dag. Meira »

Yfirmenn hjá Tesco reknir

Í gær, 15:36 Verslunarrisinn Tesco hefur sagt upp fjórum yfirmönnum, m.a. framkvæmdastjóra keðjunnar í Bretlandi, eftir að í ljós kom að spá um hagnað fyrirtækisins var ofmetin um 250 milljónir punda, 49 milljarða króna, á hálfs árs tímabili. Meira »

Frostmark hefur valið Vigor

Í gær, 14:51 Frostmark hefur valið Vigor viðskiptahugbúnað frá Applicon. Hugbúnaðurinn er alfarið þróaður af starfsmönnum Applicon og meðal notenda hans eru flest veitufyrirtæki landsins, Faxaflóahafnir, Borgun, TM o.fl. Meira »

„Vorum að draga úr áhættu“

Í gær, 13:35 „Við vorum að draga úr áhættu bankans,“ sagði Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, en aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, fer fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira »

Halla Bergþóra ráðin til Norðurorku

Í gær, 13:49 Halla Bergþóra Halldórsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri þjónustu- og fjármálasviðs hjá Norðurorku hf.   Meira »

Verðlagt í samræmi við opinbera verðskrá

Í gær, 11:44 Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í dag um að verðlagning á mjólk í lausu máli til fyrirtækjanna Mjólku og Kú standist ekki samkeppnislög, kemur Mjólkursamsölunni mjög á óvart. Fyrirtækið telur sig í einu og öllu hafa farið að búvörulögum og samkeppnislögum í starfsemi sinni og telur að ekkert í gögnum málsins bendi til annars. Meira »
Svæði

Myntbreyta

Mynt Fjárhæð Mynt Fjárhæð
  ISK   USD
  EUR   GBP
  CAD   DKK
  NOK   SEK
  CHF   JPY
Gengi gjaldmiðla

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir