Weinstein segir sig úr stjórn

Weinstein segir sig úr stjórn

Í gær, 21:26 Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur sagt sig úr stjórn Weinstein Company að því er Reuters fréttastofan hefur eftir heimildamanni nánum framleiðandanum. Weinstein á yfir höfði sér ásakanir um að hafa áreitt og misþyrmt fjölda kvenna kynferðislega yfir rúmlega þrjátíu ára tímabil. Meira »

Trump fellur á lista Forbes

Í gær, 19:58 Donald Trump hefur fallið um 92 sæti á lista Forbers yfir ríkasta fólk Bandaríkjanna. Eignir forsetans hafa minnkað um 600 milljón bandaríkjadollara frá því að listinn var síðast uppfærður en Trump er nú í 248. sæti listans. Meira »

Spá hækkun ársverðbólgu

Í gær, 15:54 Hagsjá Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs, sem birt verður þann 27. október, muni hækka um 0,20% á milli mánaða en sú hækkun mun hafa þau áhrif að ársverðbólgan mún hækka úr 1,4% í 1,6%. Meira »

Jafnmikið rafmagn í Bitcoin og Ísland

Í gær, 12:05 Raforkunotkun við gröft eftir rafræna gjaldmiðlinum Bitcoin er nú orðin næstum jafnmikil og raforkunotkun Íslendinga á ársgrundvelli eða um 17,4 tera­vattsstund­ir. Mestur gröftur á sér stað í Kína. Meira »

Auglýst eftir ferðamálastjóra

Í gær, 09:06 Ólöf Ýrr Atladóttir mun ekki sækja um stöðu ferðamálastjóra á ný og því mun nýr ferðamálastjóri taka við í byrjun næsta árs. Auglýst er eftir nýjum ferðamálastjóra á vef stjórnarráðsins. Meira »

Frambjóðendur ræða um íslenskan iðnað

Í gær, 08:20 Fulltrúar allra flokka sem bjóða fram til alþingiskosninga munu ræða um þau málefni sem eru brýnust fyrir samkeppnishæfni íslensks iðnaðar í Kaldalóni í Hörpu í dag. Hægt er að sjá beina útsendingu frá fundinum hér á mbl.is. Meira »
Svæði

240 milljarða arðgreiðslur

Í gær, 05:30 Viðskiptabankarnir eru í stakk búnir til þess að greiða allt að 240 milljarða króna í arð til eigenda í því skyni að eiginfjárhlutfall þeirra verði með svipuðu sniði og annars staðar á Norðurlöndum, samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins. Meira »

Fleiri vilja halda í krónuna

í fyrradag Fleiri landsmenn eru andvígir því að evran verði tekin upp sem gjaldmiðill á Íslandi í stað krónunnar en eru hlynntir því samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var af Gallup fyrir samtökin Já Ísland sem hlynnt eru inngöngu í Evrópusambandið. Meira »

Gunnar ráðinn fjárfestatengill Íslandsbanka

í fyrradag Gunnar Sveinn Magnússon hefur verið ráðinn fjárfestatengill Íslandsbanka. Gunnar hefur starfað undanfarin sex ár hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington D.C. við fjárfestatengsl, samskipti og sjóðastýringu. Meira »

Kristín ráðin hótelstjóri Deplar Farm

í fyrradag Kristín Birgitta Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem nýr hótelstjóri á lúxushótelinu Deplar Farm í Fljótum í Skagafirði. Deplar Farm er rekið af bandaríska fyrirtækinu Eleven Experience. Meira »

Vilja lágmarkslaun skattfrjáls

í fyrradag Þing Landssambands verzlunarmanna, sem fram fór á Akureyri um helgina, vill að stjórnvöld leggi sérstaka áherslu á það í komandi kjaraviðræðum að hækka persónuafslátt. Markmiðið eigi að vera að lágmarsklaun verði orðin skattfrjáls við í lok samningstímans. Meira »

Sjö milljónasti farþeginn á Keflavíkurflugvelli

í fyrradag Starfsfólk Isavia fagnaði á dögunum sjö milljónasta farþeganum sem fór um Keflavíkurflugvöll í ár er hann kom til landsins frá Belfast með Easy Jet. Meira »

HR og Solid Clouds í samstarf

í fyrradag Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins Solid Clouds og tölvunarfræðideildar HR skrifuðu nýverið undir viljayfirlýsingu um samstarf á sviði gervigreindar í tölvuleikjum, en Solid Clouds vinnur að gerð tölvuleiksins Starborne, sem er þrívíður herkænskuleikur í geimnum. Meira »

Seldi háhýsi á 542 milljarða

í fyrradag Auðugasti íbúinn í Hong Kong, Li Ka-shing, hefur selt sinn hlut í háhýsi í borginni á 5,15 milljarða Bandaríkjadala, 542 milljarða króna. Um er að ræða dýrustu fasteign borgarinnar. Meira »

Draga úr áhættu í fiskeldi

15.10. Ísland gæti orðið brautryðjandi í sjálfbærri og vistvænni fiskeldistækni að sögn Rögnvaldar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra AkvaFuture, sem hannar og framleiðir lokaðar kvíar. Meira »

Stóriðjan beri kostnaðinn

15.10. Álver og önnur stóriðja á Íslandi þurfa að taka þátt í kostnaðinum sem hlýst af því að tengja saman raforkuflutningskerfin á landinu þar sem þörfin á uppbyggingunni er tilkomin vegna þeirra. Meira »

1,1 milljarður í ósóttar bætur

15.10. Aðeins um 42% leigjenda nýta sér rétt sinn til húsnæðisbóta og er útlit fyrir að um áramótin hafi 1.100 milljónir króna, sem ráðstafað hafði verið í húsnæðisbætur á fjárlögum ársins, ekki verið nýttar. Meira »

Hershey vill kaupa Nestlé

15.10. Bandaríski súkkulaðirisinn Hershey er talinn vera á meðal þeirra fyrirtækja hafa gert tilboð í sælgætisstarfsemi Nestlé í Bandaríkjunum. Þessi heimsins stærsti framleiðandi á pökkuðum matvælum, hefur leitast við að selja þá hluta starfseminnar sem hafa ekki staðið undir væntingum. Meira »

Vill lífeyrissjóðina í nýsköpun

14.10. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að lífeyrissjóðirnir séu í of þægilegri stöðu vegna lögbundinnar 3,5% ávöxtunarkröfu. Hann vill sjá sterkari hvata til þess að fjármagnið sem lífeyrissjóðirnir búa yfir nýtist til nýsköpunar. Meira »

Guðbrandur endurkjörinn formaður LÍV

14.10. Guðbrandur Einarsson var endurkjörinn formaður Landssambands íslenskra verzlunarmanna á þingi sambandsins í dag á Akureyri með 72,3% atkvæða. Helga Ingólfsdóttir, varaformaður VR, hlaut 27,7% atkvæða. Meira »

Telja að þakið sé of lágt

14.10. Frambjóðendur frá Samfylkingunni, Bjartri framtíð og Pírötum stóðu fyrir svörum um framtíðarstefnu í nýsköpunarmálum á Tækni- og hugverkaþingi Samtaka iðnaðarins í gær. Allir voru frambjóðendurnir á því að þak á hámarksendurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar væri of hátt. Meira »

Flogið til þriggja nýrra áfangastaða

13.10. Flugáætlun Icelandair verður um 11% umfangsmeiri árið 2018 en á þessu ári samkvæmt áætlunum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu en gert er ráð fyrir að farþegar þess verðu um 4,5 milljónir á næsta ári og fjölgi um 400 þúsund frá yfirstandandi ári. Meira »

Tekur við eignastýringu Kviku

13.10. Kvika banki hefur endanlega gengið frá kaupum á Öldu sjóðum en tilkynnt var um undirritun kaupsamnings vegna Öldu í byrjun ágúst. Þá hefur Hannes Frímann Hrólfsson látið af störfum sem forstjóri Virðingar og tekið við sem framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku. Meira »

Tókust á um fasteignamarkaðinn

13.10. Stjórnmálaflokkarnir eru ekki á einu málum um hvernig eigi að glíma við hækkandi fasteignaverð. Sumir leggja meiri áherslu á aukið framboð en aðrir á sértæk úrræði. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir