AGS staðfestir endurgreiðsluna

AGS staðfestir endurgreiðsluna

Í gær, 23:39 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti í dag frétt á vefsíðu sinni þar sem staðfest er að Ísland hafi endurgreitt fyrirfram það sem eftir stóð af lánum sjóðsins til landsins. Seðlabankinn tilkynnti í gær að til stæði að endurgreiðslan færi fram. Meira »

Uppsagnir framundan hjá Twitter?

Í gær, 23:16 Samfélagsmiðillinn Twitter mun segja upp stórum hópi starfsfólks í næstu viku. Jack Dorsey, stofnandi Twitter, hefur lýst því yfir að fyrirtækið leitist nú eftir því að reyna að minnka útgjöld fyrirtækisins. Meira »

MP Straumur verður Kvika

Í gær, 18:30 MP Straumur fær nýtt nafn frá og með næsta mánudegi. Bankinn mun bera hið íslenska nafn Kvika. Sigurður Atli Jónsson, forstjóri, segir að með nafnabreytingunni sé verið að stíga síðasta formlega skrefið í sameiningu tveggja öflugra fjármálafyrirtækja. Meira »

Tekjur jukust um 24,4 milljarða

Í gær, 17:24 Tekjujöfnuður ríkissjóðs var lítillega jákvæður á fyrstu átta mánuðum ársins og er það betri staða en gert hafði verið ráð fyrir. Meira »

Erla tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna

Í gær, 16:40 Erla Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mobile health, sem rekur fyrirtækin www.betrisvefn.is og www.somnify.no hefur verið tilnefnd til The International European Female Inventor or Innovator 2015 sem veitt verða á ráðstefnu Global Women Inventors & Innovators Network GWINN í London í næstu viku. Meira »

„Þetta er sexí bransi“

Í gær, 15:23 „Ég kom með allt mitt til Íslands. Þetta er ekki rómantísk tilvísun í að ég sé einhver þjóðhetja, heldur get ég bara haft miklu meiri áhrif með því að byggja eitthvað upp hérna og skilja eitthvað eftir mig,“ segir Baltasar Kormákur aðspurður um fjárfestingar í kvikmyndaiðnaði á Íslandi. Meira »

Eins og „hlutabréf á sterum“

Í gær, 13:55 Gengi langtíma ríkisbréfa hefur hækkað líkt og „hlutabréf á sterum“ eða um 4,3 prósent sem jafngildir um 66 prósent hækkun á ársgrunni. Í gær hækkaði gengi lengstu ríkisbréfanna um 1,5 prósent. Á þetta bendir fjármála- og hagfræðiráðgjöf Capacent og segir óhætt að segja að skuldir ríkissjóðs séu eftirsóttar nú um stundir Meira »

Smábátahöfn við nýjar WOW-stöðvar

Í gær, 13:47 WOWair hefur óskað eftir viðræðum við Kópavogsbæ um úthlutun lóðar á Kársnesi undir nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins. Beiðnin var tekin fyrir á fundi bæjarráðs í gær og var erindinu vísað til bæjarstjóra til frekari úrvinnslu. Meira »

Halli langt umfram áætlun

Í gær, 10:41 Talið er að 338 milljóna króna halli verði á rekstri Reykjaneshafnar á árinu en áður hafði verið gert ráð fyrir 114 milljóna króna halla. Meira »

Verðlauna manninn sem keypti Google

Í gær, 10:15 Tæknirisinn Google ákvað að verðlauna manninn sem keypti lénið Google.com á dögunum og átti það í eina mínútu. Verðlaunin eru rúmlega tíu þúsund dollarar, eða 1,2 milljónir króna. Eftir að maðurinn sagðist ætla gefa það til góðgerðarmála ákvað Google að tvöfalda upphæðina. Meira »

Aflaverðmæti jókst um fimmtung

Í gær, 09:52 Verðmæti afla upp úr sjó nam 10,7 milljörum í júní sem er um 18,9 prósent aukning samanborið við júní 2014. Verðmæti botnfiskafla nam tæpum 8 milljörðum í mánuðinum og jókst um rúm 19 prósent aukning miðað við fyrra ár. Meira »

Krónan styrktist í september

Í gær, 09:47 Íslenska krónan styrktist á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar í september. Verð á evru lækkaði um 1,6%, dollar lækkaði einnig um 1,6% og sterlingspundið um 2,9%. Gengisvísitalan lækkaði um 2,2%. Meira »

Virðið jókst um 720 milljónir

Í gær, 05:30 Fjárfestahópur sem settur var saman af forstjóra Símans, ásamt ótilgreindum hópi vildarviðskiptavina Arion banka, hefur á síðustu sjö vikum fengið að kaupa um 10% hlut í Símanum sem bankinn átti. Meira »

„Við erum íþróttabrjálað fólk“

í fyrradag „Ég held að við séum íþróttabrjálað fólk,“ sagði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, við kynningu á skýrslu um hagræn áhrif íþrótta í dag. Hann sagði veltuna er stafar beint frá íþróttahreyfingunni vera smáatriði þegar litið væri til þeirra félagslegu gilda og lýðheilsuáhrifa sem íþróttir hafa í för með sér. Meira »

Skattarannsókn á lokametrum

í fyrradag Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri, segir embættið vera á lokametrunum með að taka næstu skref varðandi aðkeyptu skattagögnin sem embættið hefur haft til skoðunar. Hún hafði vonast til þess að allri vinnu yrði lokið fyrir lok þessarar viku en segir ólíklegt að það muni hafast. Meira »

Arion kaupir Vörð af BankNordik

í fyrradag Arion banki hefur keypt 51% í Verði tryggingum af BankNordik. Verðmæti félagsins er í viðskiptunum í heild sinni metið á 37.300.000 evrur. Forstjóri Arion banka segir mikilvægt að geta boðið viðskiptavinum bankans alhliða fjármálaþjónustu. Meira »

Lán frá AGS greitt upp fyrirfram

í fyrradag Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að greiða fyrirfram eftirstöðvar láns frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Um er að ræða endurgreiðslu að jafnvirði um 42 milljarða kr., með gjalddaga 2015 og 2016. Meira »

Hvaða máli skipta íþróttir?

í fyrradag Mikilvægt er að leggja meira fjármagn og meiri vinnu í skipulag unglingalandsliða, stækka afrekssjóð og draga úr brottfalli unglinga úr íþróttum til þess að auka hagrænan ávinning íþrótta á Íslandi. Meira »
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir