Skattbyrðin þyngri en þekkist í Evrópu

Skattbyrðin þyngri en þekkist í Evrópu

15:41 Aðildarfélög Samtaka fjármálafyrirtækja mun greiða um 40 milljarða til hins opinbera á þessu ári. Þetta kom fram í máli Steinþórs Pálssonar, stjórnarformanns SFF, á SFF-deginum í dag. Meira »

70% kjúklinga með bakteríusýkingu

15:35 Um sjötíu prósent ferskra kjúklinga í matvöruverslunum í Bretlandi eru taldir sýktir af matareitrun samkvæmt matvælastofnun Bretlands sem fyrirskipaði verslunareigendum að vera á varðbergi. Meira »

Ferð um íshellinn kostar 17.900

15:24 Stefnt er að opnun íshellisins á Langjökli þann 1. júní á næsta ári og hefur fyrirtækið IceCave, sem stendur fyrir framkvæmdunum, birt myndband þar sem „flogið“ er þar í gegn og áhorfendur geta skyggnst inn fyrir opnun. Meira »

Staðfesta bann á „ósanngjarnri“ Samsung-auglýsingu

14:58 Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest þann úrskurð Neytendastofu frá því í fyrra að banna auglýsingu Tæknivara fyrir Samsung-snjallsíma vegna þess að hún sé ósanngjörn gagnvart keppinautum fyrirtækisins sem selja Apple-vörur. Meira »

Aukinn hagnaður hjá HB Granda

14:52 Tekjur HB Granda jukust nokkuð á þriðja ársfjórðungi og námu 68,3 milljónum evra á móti 50,7 milljónum evra tekjum á sama tíma í fyrra. Þá jókst hagnaður einnig töluvert og nam 20 milljónum evra en var 9,7 milljónir á þriðja ársfjórðungi 2013. Meira »

Ná ekki að fjármagna risagróðurhús

13:27 Óvissa er um framkvæmdir við risagróðurhús undir tómatrækt í Grindavík þar sem fjármögnun hefur ekki tekist en framkvæmdirnar eru taldar kosta um 40 til 50 milljónir evra eða um 7 milljarða íslenskra króna. Meira »

Lífeyrissjóðir eiga mest í Icelandair

10:16 Lífeyrissjóðirnir eiga nú beint og óbeint í það minnsta 38% útgefins hlutafjár í innlendu hlutafélögunum. Lífeyrissjóðirnir eiga meira en helming hlutfjár í Icelandair, Högum og N1. Meira »

Færri í þrot en fleiri nýskráð

09:09 Gjaldþrotum einkahlutafélaga fækkar jafnt og þétt á sama tíma og nýskráningum félaga fjölgar. Þetta kemur fram í nýrri frétt frá Hagstofu Íslands. Meira »

Hagvöxturinn frá ferðaþjónustunni

08:41 Íslenska hagkerfið er á svipuðum slóðum og það var áður en síðasta þensluskeið hófst fyrir alvöru, um og eftir 2004. Hagkerfið stendur nú á tímamótum og nú reynir á hvort ríkisstjórn og Seðlabankinn hafi lært af mistökum fortíðarinnar. Meira »

Fá kröfur fyrir 10 milljarða

08:05 Slitabú Glitnis hefur fallist á að víkjandi skuldabréf sem ýmsir lífeyrissjóðir keyptu í útboði bankans í ársbyrjun 2008 verði samþykkt sem almenn krafa í búið. Meira »

Meta Promens á 61,6 milljarða

07:14 Breska félagið RPC Group hefur gert tilboð í allt útgefið hlutafé Promens Group. Samkvæmt tilboðinu er Promens metið á 61,6 milljarða króna og mun RPC greiða 36,5 milljarða í reiðufé og yfirtaka allar skuldbindingar félagsins við kaupin. Meira »

„Ég er samningafíkill“

06:45 „Ég heiti Björgólfur Thor Björgólfsson og ég er samningafíkill.“ Þannig hefst bók sem Björgólfur Thor hefur ritað ásamt Andrew Cave og kom út í dag. Meira »

Björn: Fara í þrot sem ekki borga

Í gær, 17:15 „Hefðin í íslenska dómskerfinu er nú bara sú að þeir sem ekki borga eru settir í þrot,“ segir Björn Leifsson, eigandi World Class, í samtali við mbl.is um 663 milljón króna gjaldþrot félagsins Sportfitness ehf. Meira »

„Hefndarráðstöfun hjá Birni“

í gær Rúmlega 663 milljónum króna var lýst í þrotabú Sportfitness ehf. sem var meðeigandi útrásarfélags Björns Leifssonar, Þreks Holding ehf. Sportfitness gekkst í ábyrgð fyrir láni sem var veitt fyrir kaupum á líkamsrækt í Danmörku og segir eigandi þess að gjaldþrotið sé hefndarráðstöfun hjá Birni. Meira »

Aukin neysla frekar en sparnaður

í gær Eini aldurshópurinn með neikvæða eiginfjárstöðu, þ.e. fólk á aldrinum 25 til 35 ára, fær einungis um 10 prósent skuldaleiðréttingarinnar. Eru það einkum eldri hópar með mun betri eiginfjárstöðu sem njóta lækkunarinnar og er því líklegt að töluverður hluti aukins veðrýmis vegna leiðréttingarinnar verði nýttur til aukinnar neyslu. Meira »

Enn uppsagnir hjá Primera Air

í gær Sjö starfsmönnum á framleiðslusviði flugfélagsins Primera Air hefur verið sagt upp störfum í nóvember. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa verið boðaðir á fund Vinnumálastofnunar. Meira »

Lært af mistökum fortíðarinnar?

í gær Hagfræðideild Landsbankans kynnti í dag heldur bjartsýnni spá en Hagstofan og Seðlabankinn hafa áður birt þar sem spáð er 3,5 prósent meðalhagvexti til ársloka 2017. Bent er á að hagkerfið sé á svipuðum slóðum og árið 2004 og spurningin sé hvort ráðamenn hafi lært af mistökum fortíðarinnar. Meira »

Guðjón ráðinn til Maclands

í gær Guðjón Pétursson hefur verið ráðinn verslunarstjóri hjá Macland í Hafnarfirði. Guðjón var áður hjá Símanum og Nova.  Meira »
Svæði

Myntbreyta

Mynt Fjárhæð Mynt Fjárhæð
  ISK   USD
  EUR   GBP
  CAD   DKK
  NOK   SEK
  CHF   JPY
Gengi gjaldmiðla

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir