Glæsileiki fyrir auðmenn framtíðar

Glæsileiki fyrir auðmenn framtíðar

Í gær, 22:13 Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus kynnti á dögunum nýja útgáfu af einkaþotu sinni ACJ319. Hún ber heitið Glæsileiki (e. Elegance) og er bæði hærri og breiðari en sú eldri. Ekki hefur verið gefið út hvað Glæsileikinn kostar en fyrir eldri útgáfuna þurfti að greiða jafnvirði 10,5 milljarða króna. Meira »

Nýtt hótel í Neskaupstað

Hákon Guðröðarson og Hafsteinn Hafsteinsson.
Í gær, 18:51 „,Það er verið að byggja upp gistingu í nánast hverjum einasta firði,“ segir annar rekstrarstjóri nýs 15 íbúða hótels sem opnar í Neskaupstað um miðjan maí, þar sem kaupfélagið var áður. Þeir reka líka sælkeraverslun og matartrukkinn Fjallkonuna. Elsti starfsmaður fyrirtækisins er 87 ára. Meira »

Slæmt starfsumhverfi á hótelum

Renato Gruenenfelder, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar, segir að þjónusta á mörgum hótelum sé ekki boðleg ...
Í gær, 14:34 Aðstaða fyrir starfsfólk á hótelum á landsbyggðinni er oft óboðleg sem leiðir til þess að fólk kemur ekki aftur að ári liðnu til að vinna og þar með byggist ekki upp þekking. Þá eru margir hótelhaldarar hræddir við að auka kostnað og dæmi eru um starfsfólk sem hefur fengið pakkasúpur í þrjá mánuði. Meira »

Hagvaxtarhorfur lítið breyttar

Í gær, 13:51 Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði áfram í marsmánuði, níunda mánuðinn í röð. Hagvísirinn bendir þannig til áframhaldandi vaxtar næstu mánuði, að því er segir í tilkynningu frá Analytica. Meira »

Hagnaður Facebook þrefaldaðist

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook.
Í gær, 13:13 Hagnaður samfélagsmiðilsins Facebook þrefaldaðist næstum því á fyrsta fjórðungi ársins og snarhækkuðu jafnframt tekjur félagsins. Fjárfestar voru afar ánægðir með uppgjörið, sem birt var í gær, en til marks um það hækkuðu hlutabréf félagsins um 2,7% í verði þegar markaðir opnuðu í morgun. Meira »

Reginn með þrjú hótel

Fasteignafélagið Reginn á Austurstræti 16 og hefur leigt undir hótelrekstur.
Í gær, 12:26 Fasteignafélagið Reginn, sem skráð er á hlutabréfamarkað, hefur á nokkuð skömmum tíma samið um kaup á þremur hótelum. Helgi S. Meira »

Hlutfall íslenskra farþega EasyJet lækkar

Í gær, 12:19 Þegar breska flugfélagið Easy Jet hóf flug til Íslands fyrir tveimur árum síðan stóðu farþegar hér á landi undir helmingi pantana. Fimm mánuðum síðar var hlutfall farþega sem hefja ferðalagið á Keflavíkurflugvelli komið niður í þriðjung. Í dag er það aðeins ellefu prósent samkvæmt upplýsingum frá Easy Jet. Meira »

Halda vöxtum óbreyttum þrátt fyrir þrýsting

Recep Tayyip Erdogan, hinn umdeildi forsætisráðherra Tyrklands.
Í gær, 11:46 Tyrkneski seðlabankinn hefur ákvað að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 12%, þrátt fyrir mikinn þrýsting frá Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra landsins. Meira »

„Mér brá við að sjá verðið“ myndskeið

240414-ferdamenn
Í gær, 10:26 Verðlag á Íslandi er umtalað á meðal erlendra ferðamenna sem virðast margir heimsækja landið þrátt fyrir að vita að ferðin komi til með að létta pyngjuna verulega. mbl.is ræddi við nokkra ferðamenn í gær um verðlagið og þeir voru sammála um að hér væri dýrt að vera þó þeir væru ánægðir með dvölina. Meira »

Skipa nýja haftanefnd

Jeremy Lowe (í fremstu sætaröð til hægri) á kröfuhafafundi Glitnis 9. apríl en hann stýrir ...
Í gær, 09:11 Skipan sérstakrar nefndar vegna áforma stjórnvalda um losun fjármagnshafta er á lokametrunum.  Meira »

Hlutabréf í Apple snarhækka

Í gær, 08:51 Hlutabréf tæknirisans Apple snarhækkuðu um sjö prósent í verði eftir að félagið birti uppgjör sitt fyrir fyrsta fjórðung ársins seint í gærkvöldi. Hagnaður félagsins var mun meiri en greinendur höfðu gert ráð fyrir, eða 10,2 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði um 1.145 milljarða króna á gengi dagsins í dag. Meira »

Bloomberg og Ólafur í samstarf

Ólafur Elíasson vill gefa fátækum kost á ódýrri sólarorku.
Í gær, 08:13 Góðgerðarsjóður í vegum Michaels Bloombergs hefur fjárfest í fyrirtæki á vegum Ólafs Elíassonar myndlistarmanns fyrir 5 milljónir dollara, eða sem svarar liðlega 560 milljónum króna. Meira »

Ferðaþjónustan verði láglaunagrein

Ferðamenn taka myndir við Gullfoss um páska.
Í gær, 05:30 Hætta er á að ferðaþjónusta verði láglaunagrein sem geri út á magn fremur en gæði, að því er segir í úttekt KPMG um arðsemi í hótelrekstri. Meira »

Landsliðið á árshátíð Símans

Hjaltalín verður meðal skemmtiatriða á árshátíð Símans um helgina. Auk þeirra verður landslið tónlistarmanna á ...
í fyrradag Um helgina fer fram árshátíð Símans í tveimur sölum Hörpu, Silfurbergi og Norðurljósum, en um 800 manns eru skráðir til leiks. Framboð skemmtiatriða hefur sjaldan verið veglegra, en réttast væri að segja að landslið tónlistarmanna verði á staðnum. Meðal þeirra sem koma fram eru Hjaltalín og Retro Stefson. Meira »

Ásælast ekki Samtök fjárfesta

Frá kynningarfundi Ungra fjárfesta í Þjóðmenningarhúsinu.
í fyrradag Ungir fjárfestar hafa aldrei reynt að gera atlögu að Samtökum fjárfesta og skilur stjórn félagsins ekki hvaðan slíkar ásakanir koma. Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, gat ekki gefið neinar haldbærar skýringar á ásökunum sínum þegar stjórnin óskaði eftir þeim. Meira »

Mega ekki nota lénið atmo.is

Þessi skilaboð birtast á slóðinni atmo.is.
í fyrradag Neytendastofu barst kvörtun frá Atmo ehf. yfir notkun Andrúms ehf. á auðkenninu Atmó og skráningu á léninu atmo.is.  Meira »

Árið í ár frábært fyrir hótelin

Fjölmargir ferðamenn koma til landsins á hverju ári, en KPMG spáir því að þetta ár ...
í fyrradag Árið 2014 verður frábært ár í hótelþjónustu og seinna meir verður horft til þess sem stóra ársins. Þetta sagði Benedikt K. Magnússon, sviðsstjóri ráðgjafarsviðs KPMG, þegar ný úttekt fyrirtækisins um hótelgeirann var kynnt í morgun. Síðustu ár hafa verið léleg á höfuðborgarsvæðinu en nokkuð góð á landsbyggðinni. Meira »

Selur kaffi út um gluggann heima

í fyrradag „Þetta virkar bara þannig að þegar ég er heima, þá er glugginn opinn og hægt að koma og fá sér kaffi,“ segir Sverrir Rolf Sander sem hefur opnað kaffihúsið Puffin Coffee á heimili sínu að Baldursgötu. Allur ágóði af kaffisölunni rennur til rannsókna á einhverfu. Meira »

Frakkar draga saman til að auka atvinnu

Manuel Valls fyrigefur frönsku forsetahöllina eftir hinn vikulega fund ríkisstjórnarinnar í dag.
í fyrradag Franska stjórnin kynnti í dag nýjar aðgerðir til efnahagslegra umbóta sem eiga stuðla að því að landið uppfylli efnahagsleg viðmið og skilyrði Evrópusambandsins (ESB). Kveða þær á um niðurskurð hjá hinu opinbera og er ætlað að stuðla að hærra atvinnustigi og gera Frakka samkeppnisfærari á alþjóðamarkaði. Meira »
Svæði

Myntbreyta

Mynt Fjárhæð Mynt Fjárhæð
  ISK   USD
  EUR   GBP
  CAD   DKK
  NOK   SEK
  CHF   JPY
Gengi gjaldmiðla

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir