Opna Kalda bjórbað

Opna Kalda bjórbað

11:52 Bjórbað, bjórsjampó, bjórsápa og veitingastaður. Þetta er allt eitthvað sem er á döfinni hjá eigendum Kalda brugghúss sem ætla að opna bjór-heilsulind næsta haust. Þar geta gestir slakað á í koparkari fullu af bjór og farið í nudd á eftir. Meira »

Opna fyrsta sushivagninn á Íslandi

Í gær, 20:56 „Okkur langaði til þess að lækka verðið á sushimarkaðinum og gera fólki kleift að fá sér sushi oftar og á ódýran hátt,“ segir Hulda Björg Jónsdóttir í samtali við mbl.is, en hún opnaði í gær ásamt sambýlismanni sínum, Arnþóri Stefánssyni, og Lúðvík Þór Leóssyni fyrsta sushivagninn hér á landi. Meira »

Ódýrir WOW miðar ruku út

Í gær, 16:44 „Gerið ykkur tilbúin fyrir 99 dollara flug til - skiptir ekki máli. Þú misstir af því,“ skrifar blaðamaður Boston Globe og vísar til tilboðs WOW air. Félagið bauð upp á flugfar frá Boston og Washington til Parísar og Amsterdam fyrir aðeins 99 dollara, eða um 13 þúsund krónur. Meira »

Lækka stýrivexti í Rússlandi

Í gær, 16:05 Seðlabanki Rússlands ákvað í dag að lækka stýrivexti sína um fimmtíu punkta, niður í 11%. Þetta er í fimmta sinn frá því í janúarmánuði sem bankinn lækkar vextina, en hann hefur reynt það sem hann getur til að blása lífi í rússneskt efnahagslíf. Meira »

Gjaldþrota 50 cent í glæsihýsi

Í gær, 15:50 Fjölmiðlar voru ekki lengi að draga upp mánaðargamla vitnaskýrslu 50 cent um ríkulegan lífstíl eftir að hann óskaði eftir gjaldþrotaskiptum á dögunum. Meira »

1,0% hagvöxtur í Norður-Kóreu

Í gær, 15:25 Norður-kóreska hagkerfið stækkaði um 1,0% í fyrra og nam landsframleiðslan 29,85 milljörðum dala, samkvæmt greiningu seðlabankans í Suður-Kóreu. Meira »

500 milljóna kröfur í Fimi ehf.

Í gær, 14:24 Rúmum hálfum milljarði króna var lýst í þrotabú félagsins F1001 ehf., sem áður hét Fimir ehf., og hélt utan um rekstur samnefnds byggingafyrirtækis. Meira »

KFC prentar myndir í kjúklingafötu

Í gær, 14:05 Kentucky Fried Chicken hefur búið til kjúklingafötu sem er jafnframt þráðlaus ljósmyndamyndaprentari.  Meira »

Sökuðu Mylluna um blekkingar

í gær Heitar umræður um ný Brioche hamborgarabrauð Myllunnar sköpuðust í hópi fagmanna í veitingabransanum á Facebook sem töldu að verið væri að blekkja neytendur. Í auglýsingum Myllunnar segir að uppskriftin sé byggð 600 ára gamalli franskri hefð í bakstri. Meira »

Leggja til hækkun á afurðaverði

í gær Landssamtök sauðfjárbænda telja ekki boðlegt að afurðarverð til bænda hér á landi sé langt undir meðaltali í Evrópu. Samtökin vilja vinna með afurðarstöðvum, sem flestar eru reyndar í eigu bænda, að því að leiðrétta skiptingu afurðarverðsins í áföngum á næstu þremur árum. Meira »

Blængur í heimahöfn í fyrsta skipti

í gær Frystitogarinn Blængur NK (áður Freri RE) er í fyrsta sinn kominn til heimahafnar í Neskaupstað. Síldarvinnslan festi kaup á skipinu fyrr í suma Meira »

Engin bylting á Bæjarins besta

í gær Bryndís Sigurðardóttir, nýr eigandi Bæjarins besta, segir einhverjar breytingar alltaf fylgja nýju eignarhaldi en fyrst ætlar hún að ræða við starfsfólk, tína saman hugmyndir og skoða málin í sameiningu. Meira »

Innkalla Ástrík vegna klaufaskapar

í gær Annað árið í röð þurfti Borg brugghús að innkalla allar kippur af Gay Pride bjórnum Ástríki frá Vínbúðinni. Ástæðan er sú að rangt strikamerki var notað á umbúðirnar. Aftur. Meira »

Óbreytt verðbólga og atvinnuleysi á evrusvæðinu

í gær Verðbólga mældist 0,2% á evrusvæðinu í júlí sem er það sama og í mánuðinum á undan.   Meira »

Allir starfsmenn tína hundasúrur

í gær „Ef við sjáum hundasúrur í görðum bönkum við upp á og spyrjum hvort við megum taka þær,“ segir veitingamaðurinn og einn eigenda Slippsins í Eyjum, Gísli Matthías Auðunsson. Hann lokaði veitingastaðnum í hádeginu í vikunni til þess að leita að hundasúrum og öðrum jurtum og birgja sig upp fyrir þjóðhátíð. Meira »

5,9 milljarða halli á vöruskiptum

í gær 5,9 milljarða króna halli var á vöruskiptum við útlönd á fyrri helmingi ársins 2015, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Á sama tíma í fyrra voru vöruskiptin óhagstæð um 9,8 milljarða króna. Vöruskiptajöfnuðurinn er því 3,9 milljörðum hagstæðari í ár en í fyrra. Meira »

Aflaverðmæti dregst saman

í gær Verðmæti afla upp úr sjó nam 10 milljörðum króna í apríl, það er 8,8% minna en í apríl 2014. Verðmæti þorsks var mest eða um 3,8 milljarðar króna sem er 7,2% samdráttur miðað við apríl í fyrra. Meira »

Lyfjafyrirtæki grunuð um spillingu

í gær Rannsókn Samkeppniseftirlits Rúmeníu bendir til þess að ellefu fyrirtæki, þar á meðal Actavis, Alvogen og Teva, tengist ólöglegu samráði lækna og lyfjafyrirtækja þar í landi varðandi ávísun á krabbameinslyfjum. Meira »
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir