Björgvin Þór með tæp níu mörk í leik

10:33 Björgvin Þór Hólmgeirsson, stórskytta ÍR-inga, er markahæsti leikmaður Olís-deildar karla í handknattleik þegar sjö umferðir eru að baki en áttunda umferð deildarinnar hefst í kvöld með þremur leikjum. Meira »

Aron í undanúrslit eftir háspennuleik

Í gær, 22:15 Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í KIF Kolding Köbenhavn komust í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar í kvöld eftir háspennuleik á útivelli við GOG. Tvær framlengingar þurfti til þess að knýja fram úrslit þar sem KIF vann með eins marks mun, 36:35, þar sem Martin Dolk skoraði úr vítakasti á síðustu sekúndu. Meira »

Róbert og félagar unnu toppliðið

Í gær, 21:36 Róbert Gunnarsson og samherjar hans í PSG tóku topplið Nantes í kennslustund í handbolta á heimavelli í kvöld í frönsku 1. deildinni í handknattleik. PSG vann með 12 marka mun, 33:21, og komst upp í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig eftir sjö leiki. PSG er þar með aðeins stigi á eftir Nantes og Montpellier en síðastnefnda liðið á leik til góða. Meira »

Bjarki Már átti stórleik

Í gær, 20:12 Bjarki Már Elísson fór hamförum með Eisenach í kvöld þegar liðið vann Rimpar, 28:26, á útivelli í 32-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik. Bjarki Már skoraði 10 mörk, eða um þriðjung marka liðsins sem fagnaði öðrum sigri sínum í röð og sæti í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. Meira »

Einar og félagar áfram í bikarnum

Í gær, 19:19 Einar Ingi Hrafnsson og samherjar í Arendal komust í kvöld í undanúrslit í norsku bikarkeppninni í handknattleik þegar þeir unnu Lilleström, 29:22, á útivelli. Arendal var fimm mörkum yfir í hálfleik, 15:10, og var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Meira »

Løke skiptir um skoðun

Í gær, 14:21 Ein fremsta handknattleikskona heims, Heidi Løke, hefur ákveðið að gefa kost á sér í norska landsliðið í handknattleik á nýjan leik eftir að hafa tekið sér frí frá landsliðinu um nokkurt skeið. Þetta er góð tíðindi fyrir Þóri Hergeirsson, landsliðsþjálfara Noregs, sem býr sig undir Evrópumeistaramótið sem fram fer í Ungverjalandi og Króatíu í desember. Meira »

Arna Sif í liði umferðarinnar

í fyrradag Arna Sif Pálsdóttir, landsliðskona í handknattleik og leikmaður hjá SK Aarhus, er í úrvalsliðið áttundu umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik hjá handboltamiðlinum hbold.dk. Meira »

Gunnar Steinn kallaður inn í landsliðið

í fyrradag Gunnar Steinn Jónsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið í handknattleik í stað Arons Pálmarssonar sem er meiddur og getur ekki tekið þátt í leikjunum við Ísrael og Svartfjallaland í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik sem fram fara í kringum mánaðamótin. Meira »

Erlingur á skriði í Austurríki

20.10. Vel gengur hjá Eyjamanninum Erlingi Richardssyni og liði hans Westwien í austurrísku 1. deildinni í handknattleik. Liðið er efst þegar níu umferðir eru að baki með átta sigurleiki og aðeins eitt tap. Um tveir áratugir eru liðnir síðan Westwien var í efsta sæti 1. deildar að loknum níu umferðum. Meira »

Árangurinn til þessa hefur verið vonum framar

í gær „Það er alveg örugglega hægt að segja að segja að árangurinn í fyrstu leikjunum hafi farið fram úr vonum þótt ég hafi ekki alveg verið viss um hvað við værum að fara úti í þegar deildarkeppnin hófst,“ segir Einar Jónsson, þjálfari norska kvennaliðsins Molde. Liðið er nýliði í næst efstu deild, kom upp úr þriðju efstu deild í vor, og er nú efst í næst efstu deildinni með fullt hús stiga þegar fimm leikir eru að baki. Meira »

Pétur og félagar með fullt hús

í fyrradag Sigurganga Péturs Pálssonar og samherja í Kolstad heldur áfram í norsku 1. deildinni í handknattleik. Um nýliðna helgi vann Kolstad lið Kolbotn, 39:18, á útivelli. Kolstad er efst í deildinni með 10 stig að loknum fimm leikjum ásamt Follo HK. Meira »

Gylfi með Fram gegn Valsmönnum

21.10. Gylfi Gylfason hefur tekið fram handknattleiksskóna og mun spila með Fram næstu vikurnar í Olís-deildinni. Hann verður orðinn gjaldgengur með liðinu þegar það mætir Val í Safamýrinni á fimmtudagskvöld. Meira »

„Sýndu mikinn vilja“

20.10. Lærisveinum Arons Kristjánssonar í danska liðinu KIF Kolding tókst að ná jafntefli gegn spænska stórliðinu Barcelona þegar liðin áttust við í Bröndby-höllinni í Danmörku í toppslag B-riðils Meistaradeildarinnar í handknattleik í gær. Meira »

Handbolti

Meira
L U J T Mörk Stig
1 Afturelding 7 6 1 0 169:147 13
2 ÍR 7 4 2 1 187:174 10
3 FH 7 4 1 2 188:173 9
4 Valur 7 4 1 2 180:170 9
5 ÍBV 7 3 1 3 195:194 7
6 Haukar 7 2 3 2 169:169 7
7 Akureyri 7 3 0 4 181:179 6
8 Fram 7 2 0 5 152:178 4
9 Stjarnan 7 1 1 5 178:192 3
10 HK 7 1 0 6 178:201 2
18.10Valur30:24ÍBV
16.10Afturelding21:21Haukar
16.10Stjarnan22:23Fram
16.10HK28:30ÍR
16.10Akureyri20:27FH
13.10ÍBV34:22HK
11.10Fram17:23Akureyri
09.10FH36:28HK
09.10Haukar25:24Valur
09.10ÍR23:25Afturelding
09.10ÍBV29:28Stjarnan
06.10Afturelding20:19FH
06.10Stjarnan26:28Valur
06.10ÍR28:28Haukar
06.10HK31:22Fram
05.10Akureyri32:33ÍBV
02.10Fram22:27Afturelding
02.10Haukar26:26Stjarnan
02.10FH24:28ÍR
02.10Akureyri27:30Valur
27.09ÍR26:22Fram
27.09Afturelding24:22ÍBV
25.09FH25:24Haukar
25.09HK22:27Valur
25.09Akureyri31:27Stjarnan
22.09Stjarnan27:26HK
22.09Fram24:28FH
22.09ÍBV24:29ÍR
21.09Valur18:23Afturelding
21.09Haukar24:23Akureyri
19.09FH29:29ÍBV
18.09ÍR23:23Valur
18.09HK21:25Akureyri
18.09Fram22:21Haukar
18.09Afturelding29:22Stjarnan
23.10 19:30Fram:Valur
23.10 19:30Afturelding:HK
23.10 19:30FH:Stjarnan
25.10 15:30ÍR:Akureyri
25.10 17:00Haukar:ÍBV
06.11 18:00ÍBV:Fram
06.11 19:00Akureyri:Afturelding
06.11 19:30Stjarnan:ÍR
06.11 19:30HK:Haukar
06.11 20:15Valur:FH
13.11 18:00ÍBV:FH
13.11 19:00Akureyri:HK
13.11 19:30Haukar:Fram
13.11 19:30Valur:ÍR
13.11 19:30Stjarnan:Afturelding
16.11 15:00ÍR:ÍBV
17.11 19:00Akureyri:Haukar
17.11 19:30Afturelding:Valur
17.11 19:30HK:Stjarnan
17.11 19:30FH:Fram
20.11 18:00ÍBV:Afturelding
20.11 20:00Haukar:FH
20.11 20:15Valur:HK
20.11 20:15Fram:ÍR
22.11 16:00Stjarnan:Akureyri
27.11 19:30Stjarnan:Haukar
27.11 19:30ÍR:FH
27.11 19:30Afturelding:Fram
29.11 15:00HK:Valur
29.11 16:00Valur:Akureyri
Birt með leyfi Íslenskrar Getspár