Kiel vann meistaraleikinn

Í gær, 22:08 Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel unnu fyrsta titil ársins í þýska handboltanum en Kiel hafði betur á móti Füchse Berlin, 24:18, í árlegum leik meistara meistaranna. Meira »

Elva Björg komin aftur til HK

Í gær, 14:34 Elva Björg Arnarsdóttir hefur samið við HK um að leika með félaginu í Olís-deild kvenna í handbolta í vetur. Elva lék með HK á árunum 2006-2012 en hélt þá til náms í Svíþjóð, en er nú komin heim og hefur gert tveggja ára samning við HK. Meira »

Fram lagði Fjölni á Reykjavíkurmótinu

Í gær, 08:11 Reykjavíkurmót karla í handknattleik hófst í gærkvöld með viðureign Fram og Fjölnis. Framarar fögnuðu þar fjögurra marka sigri, 23:19. Meira »

Allir spá Kiel titlinum

í fyrradag Allir þjálfararnir í þýsku Bundesligunni í handknattleik spá því að Alfreð Gíslason og strákarnir hans í Kiel verði þýskur meistari í ár en keppni í deildinni hefst um næstu helgi. Meira »

15 marka tap hjá Stjörnunni

17.8. Karlalið Stjörnunnar í handknattleik tapaði með 15 marka mun fyrir þýska liðinu Melsungen í æfingaleik sem háður var í Þýskalandi. Meira »

Strákarnir töpuðu fyrir Sviss

17.8. Íslenska U18 ára landslið karla í handknattleik tapaði fyrir Svisslendingum, 24:22, í síðasta leik sínum í A-riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins sem haldið er í Gdansk í Póllandi. Meira »

Jafntefli gegn Svíum á EM

15.8. Strákarnir í U-18 ára landsliðinu í handknattleik gerðu jafntefli, 24:24, við Svía í öðrum leik sínum í úrslitakeppni EM sem haldið er í Gdansk í Póllandi. Meira »

Fagnar ráðningu Dags

14.8. Alfreð Gíslason, þjálfari þýska meistaraliðsins Kiel, fagnar ráðningu Dags Sigurðssonar í starf þjálfara þýska karlalandsliðsins í handknattleik en gengið var frá ráðningu Dags í starfið í fyrradag. Meira »

Afturelding dregur lið sitt til baka

13.8. Afturelding hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Olís-deild kvenna í handbolta fyrir komandi tímabil. Mótanefnd HSÍ hefur móttekið tilkynningu frá handknattleiksdeild Aftureldingar þess efnis. Meira »

Sigríður ver mark FH-inga

16.8. Markvörðurinn Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir er gengin í raðið FH-inga og mun leika með liðinu á komandi tímabili í Olís-deild kvenna í handknattleik. Meira »

Fimm marka sigur gegn Serbum

14.8. Strákarnir í U-18 ára landsliðinu í handknattleik lögðu Serba, 29:24, í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni EM í handknattleik sem hófst í Gdansk í Póllandi í kvöld. Meira »

Gunnar Ernir og Martha stýra KA/Þór

13.8. KA/Þór hefur ráðið Gunnar Erni Birgisson sem þjálfara liðsins fyrir komandi átök í Olís-deild kvenna í handknattleik í vetur. Martha Hermannsdóttir verður honum til aðstoðar. Meira »

Dagur: Krefjandi verkefni framundan

13.8. „Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. Það er auðvitað sárt að þurfa að yfirgefa Füchse Berlin en á móti kemur að ég er að fara í mjög skemmtilegt og áhugavert starf,“ sagði Dagur Sigurðsson við Morgunblaðið í gær. Meira »