Tandri og félagar í Meistaradeild Evrópu

í gær Handknattleiksmaðurinn Tandri Már Konráðsson og félagar hans í danska handknattleiksliðinu Skjern munu leika í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á næstu leiktíð eftir að hafa fengið svokallað „wildcard“ um að leika í keppninni. Meira »

Glíma fyrst við Kristján

í gær Annað Evrópumótið í röð leikur Ísland í riðli með Króatíu, þegar EM í handbolta karla fer fram í byrjun næsta árs.  Meira »

Sérstakt að mæta Íslandi

23.6. Kristján Andrésson, landsliðsþjálfari Svía í handknattleik og fyrrverandi landsliðsmaður Íslands, segir að lið sitt sé í erfiðum en spennandi riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins í Króatíu í janúar á næsta ári. Meira »

Alltaf gaman að mæta heimaþjóðinni

23.6. „Það er alltaf gaman að spila á móti heimaþjóðinni og það verður örugglega gaman að mæta Króatíu í Split,“ sagði Arnór Atlason, landsliðsmaður í handbolta, við mbl.is eftir að dregið var í riðla fyrir Evrópumótið í Króatíu sem fram fer í janúar á næsta ári. Ísland mætir Króatíu, Svíþjóð og Serbíu í borginni Split. Meira »

Ísland mætir lærisveinum Kristjáns á EM

23.6. Ísland er í riðli með Króatíu, Serbíu og Svíþjóð í úrslitakeppni Evrópumóts karla í handknattleik sem fram fer í Króatíu í janúar á næsta ári, en dregið var í riðla í Zagreb, höfuðborg Króatíu, í dag. Meira »

Rúnar fékk áhugavert þjálfarateymi

23.6. Rúnar Kárason er kominn með nýja þjálfara hjá Hannover-Burgdorf í þýsku 1. deildinni í handknattleik, en Jens Bürkle var rekinn í síðustu viku. Meira »

Gísli Þorgeir undir smásjá Kiel

23.6. Gísli Þorgeir Kristjánsson, hinn 17 ára leikmaður FH sem sló í gegn í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í vor, er undir smásjá þýska stórliðsins Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfar. Meira »

Dregið í riðla fyrir EM – Hvert fer Ísland?

23.6. Í dag er dregið í riðla fyrir lokakeppni Evrópumóts karla í handknattleik sem fram fer í Króatíu í janúar. Þar er Ísland í pottinum, tíunda mótið í röð, og er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki. Meira »

Helena á leið til Noregs?

22.6. Helena Rut Örvarsdóttir, leikmaður deildar- og bikarmeistara Stjörnunnar í handknattleik, er undir smásjá norska úrvalsdeildarliðsins Byåsen samkvæmt því sem norski miðillinn Adressa greinir frá. Meira »

Arna Þyrí framlengir við Fram

23.6. Handknattleiksdeild Fram og Arna Þyrí Ólafsdóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Fram og verður áfram í herbúðum liðsins næstu tvö árin. Meira »

Guðjón Valur í úrvalsliðinu (myndskeið)

23.6. Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, var valinn besti vinstri hornamaður síðustu tveggja umferðanna í undankeppni Evrópumótsins. Evrópska handknattleikssambandið opinberaði úrvalsliðið í morgun. Meira »

Örn Östenberg í Selfoss

22.6. Örn Östenberg hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss. Örn sem er vinstri skytta, er sonur Önnu Östenberg og Vésteins Hafsteinssonar, hann er fæddur í Helsingborg og hóf handboltaferilinn og spilaði lengi hjá Vaxjö HF. Hann hefur verið leikmaður IFK Kristianstad frá árinu 2015. Meira »

Snorri og Árni til Íslandsmeistaranna

21.6. Vísir greinir frá því í dag að handknattleiksmennirnir Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson eru á leið til Íslandsmeistara Vals. Snorri er í viðræðum við franska félagið Nimes um starfslokasamning og Árni Þór yfirgaf þýska félagið Aue eftir leiktíðina. Ásamt því að spila fyrir liðið mun Snorri einnig fara í þjálfarateymi Valsmanna. Meira »