Emsdetten sektað vegna skuldar við Akureyri

Í gær, 11:18 Þýska handknattleiksfélagið Emsdetten hefur verið dæmt til að greiða 2.500 evrur í sekt eða því sem nemur 400 þúsund krónum fyrir að hafa ekki greitt Akureyri og HSÍ uppeldisbætur fyrir Odd Gretarsson, þegar Oddur gekk í raðir félagsins í fyrra. Meira »

Eyjamenn spila ekki í Ísrael

í fyrradag Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í dag að engir Evrópuleikir myndu fara fram í Ísrael í haust vegna stríðsástandsins í landinu. Meira »

Andri Berg áfram með FH-ingum

Í gær, 14:34 Handknattleiksmaðurinn reyndi Andri Berg Haraldsson hefur samið við FH-inga að nýju um að spila með þeim næstu tvö árin.  Meira »

Lyfjanefndin setur Kraus í bann

í fyrradag Michael Kraus, leikmaður Göppingen og þýska landsliðsins í handknattleik, hefur verið dæmdur í ótímabundið keppnisbann af lyfjanefnd þýska handknattleikssambandsins. Meira »

Wallouz frá Kiel til Barcelona

í fyrradag Þýskalandsmeistarar Kiel hafa selt Túnisbúann Wael Jallouz til Spánarmeistara Barcelona og hann fylgir því í kjölfar Guðjóns Vals Sigurðssonar sem fór frá Kiel til Katalóníuliðsins í vor. Meira »

Reyna að kaupa leikina

23.7. Óvíst er hvort Eyjamenn fara til Ísraels í útileikinn meðan ástandið í landinu er eins og það er. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, leyfir ísraelskum liðum ekki að spila heimaleiki sína í Ísrael að svo stöddu af öryggisástæðum og líklegt er að sama sé upp á teningnum hjá Evrópska handknattleikssambandinu. Meira »

Eyjamenn mæta ísraelsku liði

22.7. Íslandsmeistarar ÍBV í karlaflokki mæta Hapoel Rishon LeZion frá Ísrael í 2. umferðinni í EHF-bikar karla í handknattleik en dregið var til hennar rétt í þessu. Meira »

Megas er mótherji Framara

22.7. Kvennalið Fram í handknattleik mætir gríska liðinu Megas Alexandros í fyrstu umferðinni í Áskorendabikar Evrópu en dregið var rétt í þessu. Meira »

Vilja að Ólympíunefndin skoði IHF

22.7. Næsti leikur Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, gagnvart þeirri ákvörðun Alþjóðahandboltasambandsins, IHF að breyta reglum á mótafyrirkomulagi sínu í kyrrþey og handvelja Þýskaland inn á heimsmeistaramótið í Katar á næsta ári í stað Ástralíu, er að fá... Meira »

Haukarnir fara til Rússlands

22.7. Karlalið Hauka í handknattleik mætir rússneska liðinu Zarja Kaspija Astrakhan frá Rússlandi í 2. umferð EHF-bikarsins en dregið var til hennar rétt í þessu. Meira »

Eyjakonur fara til Ítalíu

22.7. Kvennalið ÍBV í handknattleik mætir Salerno frá Ítalíu í 2. umferð í EHF-bikar kvenna en dregið var til hennar rétt í þessu.  Meira »

Mæta Makedóníu og Ítalíu

22.7. Ísland leikur í riðli með Makedóníu og Ítalíu í undankeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik en lokakeppnin fer fram í Danmörku í árslok 2015. Meira »

Löke hætt með norska landsliðinu

21.7. Heidi Löke, ein reyndasta handknattleikskona Noregs, hefur ákveðið að draga sig í hlé frá landsliðinu eftir langan feril með því. Meira »