Brynja komin heim í HK

00:00 HK hefur fengið gríðarlegan liðsstyrk fyrir átökin í Olís-deild kvenna í handknattleik á næsta tímabili því landsliðskonan Brynja Magnúsdóttir er komin heim í HK eftir dvöl í Noregi síðustu tvö keppnistímabil. Meira »

„Ég hata að tapa“

í gær Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson er kominn á nýjar slóðir á ferli sínum en hann hóf í vikunni æfingar með ungverska meistaraliðinu Veszprém sem hann gekk í raðir í sumar frá Kiel. Meira »

Skipti úr Haukum í FH

12:00 Handknattleikskonan Jóhanna Helga Jensdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við FH en Jóhanna hefur leikið með Haukum undanfarin ár. Meira »

Vill burt frá Alfreð vegna peninga

27.7. Filip Jicha, helsta stjarna Tékka í handknattleik, vill losna frá Alfreð Gíslasyni hjá Kiel í Þýskalandi og hefur óskað eftir því að verða seldur til Barcelona á Spáni, félagið sem Guðjón Valur Sigurðsson leikur með. Meira »

Guðjón Valur mútaði dómurunum

25.7. Nokkur hundruð manns mættu í Nauthólsvík í dag og fylgdust með árlegu móti í strandhandbolta. Meðal keppenda var landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson, en hann mætti til leiks með liði sínu Íslensku flatbökunni. Reyndu þeir að múta dómurum mótsins með pítsum og bjór, en höfðu ekki erindi sem erfiði og höfnuðu í fjórða sæti. Meira »

Anna Úrsúla og Finnur Ingi semja við Gróttu

24.7. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Finnur Ingi Stefánsson hafa bæði skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Anna Úrsúla semur við Gróttu á ný en Finnur Ingi gengur til liðs við Gróttu frá Val. Meira »

Leó Snær til Malmö

23.7. HK-ingurinn Leó Snær Pétursson gekk í gær til liðs við HK Malmö í Svíþjóð. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins.  Meira »

Örn Ingi að ganga til liðs við Hammarby

22.7. Handboltamaðurinn Örn Ingi Bjarkason mun að öllum líkindum ganga til liðs við sænska félagið Hammarby, samkvæmt vefsíðu félagsins. Meira »

Barcelona vill Jicha

22.7. Þýska sjónvarpsstöðin NDR greindi frá því í gær að Spánar- og Evrópumeistarar Barcelona hafi gert stórskyttunni Filip Jicha fyrirliða Kiel tilboð um samning til fjögurra ára. Meira »

Þrjú Íslendingalið á HM

23.7. Þrjú Íslendingalið taka þátt í heimsmeistaramóti félagsliða í handknattleik sem fram fer í Doha í Katar 7.-10. september.  Meira »

Þetta er mikil breyting

23.7. Handknattleiksmaðurinn Örn Ingi Bjarkason hefur skrifað undir eins árs samning við sænska úrvalsdeildarliðið Hammarby í Stokkhólmi um að leika með liðinu á næsta tímabili en samningurinn er með möguleika á eins árs framlengingu. Meira »

Lindberg búinn að ná sér

22.7. Danski landsliðsmaðurinn í handknattleik, Hans Óttar Lindberg, greindi frá því á Instagram-síðu sinni í gær að hann hafi náð heilsu og geti byrjað að æfa af 100% krafti. Meira »

Landsliðsmarkvörður í barnsburðarleyfi

22.7. Melkorka Mist Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, leikur tæplega með Fylki á næsta keppnistímabili. Hún tilkynnti samherjum sínum á æfingu á fimmtudaginn að hún ber barn undir belti. Meira »