Jón Heiðar til Aftureldingar

22.7. Jón Heiðar Gunnarsson línu- og varnarmaðurinn sterki úr ÍR hefur ákveðið að ganga til liðs við Aftureldingu og leika með liðinu í Olís-deild karla í handknattleik á næsta keppnistímabili. Hann hefur skrifað undir eins árs samning við Aftureldingarliðið. Meira »

Daði Laxdal heldur til Noregs

21.7. Daði Laxdal Gautason sem lék með Gróttu í Olís-deild karla í handknattleik á síðustu leiktíð hefur skrifað undir samning við norska liðið Stord HK sem leikur í norsku B-deildinni á næsta tímabili eftir að hafa fallið úr efstu deild í vor. Meira »

Kattarseglarnir strandhandboltameistarar

í gær Kattarseglarnir eru Íslandsmeistarar í strandhandbolta þetta árið eftir að hafa unnið lið Shake & Pizza í úrslitum í dag. Þetta er í annað sinn sem Kattarseglarnir vinna mótið og þriðja sinn sem liðið fer í úrslit. Meira »

Haukar mæta grískum Evrópumeisturum

20.7. Haukar mæta eina gríska liðinu sem hefur unnið Evrópukeppni í handbolta í fyrstu umferð EHF-bikars karla í haust.  Meira »

Valsmenn til Noregs - Haukar til Grikklands og Ítalíu

19.7. Þrjú íslensk handknattleikslið voru í pottinum þegar dregið var í fyrstu umferðir Evrópukeppnanna á komandi tímabili.  Meira »

Haukakonur í Áskorendabikarinn

18.7. Kvennalið Hauka hefur tilkynnt þátttöku í Áskorendabikar Evrópu í vetur en á morgun verður dregið til fyrstu tveggja umferðanna. Eins og áður hefur komið fram munu hvorki Íslandsmeistarar Gróttu né bikarmeistarar Stjörnunnar senda lið á Evrópumót kvenna í vetur. Meira »

Valur og Haukar verða með

16.7. Íslandsmeistarar Hauka og bikarmeistarar Vals í karlaflokki taka þátt í Evrópumótunum í handknattleik í vetur. Ekkert íslenskt kvennalið verður hinsvegar með en hvorki Íslandsmeistarar Gróttu né bikarmeistarar Stjörnunnar eru skráðir til leiks í Evrópukeppni. Meira »

Andri Berg á förum frá FH

15.7. Andri Berg Haraldsson, einn af burðarásum handknattleiksliðs FH undanfarin ár, mun ekki leika með liðinu á komandi tímabili.  Meira »

Guðmundur missir sterkan leikmann

13.7. Anders Eggert, hornamaðurinn snjalli í danska landsliðinu í handknattleik, verður ekki með Dönum á Ólympíuleikunum í Ríó í næsta mánuði. Meira »

Lindberg er á hliðarlínunni

18.7. Hinn íslenskættaði Hans Óttar Lindberg er á hliðarlínunni í landshópi Guðmundar Þórðar Guðmundssonar sem keppir á Ólympíuleikunum í Ríó í næsta mánuði. Meira »

Fleiri gallar en kostir

16.7. Íslandsmeistarar Gróttu í handknattleik kvenna taka ekki þátt í Evrópukeppni á komandi keppnistímabili. Ekkert íslenskt kvennalið verður á meðal þátttakenda í Evrópukeppnunum í vetur en bikarmeistarar Stjörnunnar taka ekki heldur þátt. Meira »

Guðmundur Helgi ráðinn þjálfari Fram

14.7. Guðmundur Helgi Pálsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fram í handknattleik en Reynir Þór Reynisson, sem ráðinn var þjálfari liðsins í sumar, ákvað að segja starfi sínu lausu. Hann var fenginn til að taka við starfi Guðlaugs Arnarsonar sem er tekinn við þjálfun karlaliðs Vals. Meira »

Góður sigur hjá íslenska liðinu

7.7. Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 18 ára og yngri bar sigurorð af Georgíu, 22:16, á Opna Evr­ópu­mót­inu í hand­knatt­leik í Gauta­borg í dag. Þetta var seinni leik­ur ís­lenska landsliðsins í mill­iriðli um sæti þrett­án til átján. Meira »