Sjóðheit á áttræðisaldri

12:00 Rokkpían Debbie Harry var ein helsta tískufyrirmynd margra kvenna hér á árum áður, enda mikill töffari. Harry, sem er 71 árs, hefur engu gleymt og virðist auk þess hafa fundið æskubrunninn. Meira »

Síðasta helgi Kiosk á Laugavegi

06:00 Verslunin Kiosk á Laugavegi sem selt hefur hönnun íslenskra hönnuða er að hætta. Smartland hefur heimildir fyrir því að húsnæðið sem hýsti Kiosk hafi verið selt og inn hafi komið nýir leigjendur. Meira »

Dragtin sem Katrín elskar

í gær Katrín, hertogaynja af Cambridge, er þekkt fyrir fágaðan og flottan stíl enda er hún ávallt vel til höfð. Hertogaynjan á fúlgur fjár, auk þess sem hönnuðir keppast um að fá að klæða hana. Það þýðir þó ekki að hún noti fötin sín aðeins einu sinni og síðan ekki söguna meir. Meira »

Í 280 þúsund króna jakka

í gær Óskarsverðlaunahafinn Jared Leto lét ekki lítið fyrir sér fara á LAX-flugvellinum í Los Angeles nú í vikunni. Leto var klæddur bomber-jakka úr sumarlínu Gucci. Jakkinn vakti mikla eftirtekt enda skreyttur myndum af Andrési Önd. Meira »

Gucci hreyfir við öllum taugum líkamans

í fyrradag Haustlína Gucci var frumsýnd í Mílanó í gær. Línan fékk hjörtu til að slá hraðar og raunar örvaði hún allar stöðvarnar í heilanum. Meira »

Aron Einar gefst upp á skegginu

í fyrradag Fótboltamaðurinn Aron Einar Gunnarsson er þekktur fyrir sitt þétta og fallega skegg. Sumir segja að hann skarti flottasta skeggi í Evrópu en auðvitað eru um það skiptar skoðanir. Nú er hann búinn að taka ákvörðun um að láta skeggið fjúka eins og sjá má á Twitter-færslu frá honum: Meira »

Klæðnaður veðurfréttakonu vekur heimsathygli

22.2. Veðurfréttakonan Susana Almeida hefur ítrekað ratað í heimspressuna fyrir klæðaburð sinn. Hún virðist hafa sérstakt lag á að draga athyglina frá lægðum og hæðum yfir landinu að eigin brjóstaskoru eða að kynfærum sínum eins og gerðist einn góðan veðurdag. Meira »

Fimm ára í 200 þúsund króna kjól

21.2. Poppdrottningin Beyoncé er þekkt fyrir glæsilegan fatastíl og klæðist hún jafnan hverri dásamlegri flíkinni á fætur annarri. Klæðnaður dóttur hennar, Blue Ivy, er heldur ekkert slor. Meira »

Dóttir Coco Rocha í iglo+indi

21.2. Kanadíska fyrirsætan Coco Rocha hringdi Nasdaq-bjöllunni á dögunum í New York. Dóttir hennar var með í för og það vakti athygli að hún klæddist fatnaði frá íslenska barnafatamerkinu iglo+indi. Helga Ólafsdóttir, yfirhönnuður iglo+indi, segir að fyrirsætan hafi verið hérlendis í haust. Meira »

Geislaði í Gucci-slopp

21.2. Poppdrottningin Beyoncé setti allt á hliðina þegar hún tilkynnti að hún ætti von á tvíburum fyrir skemmstu. Síðan þá hefur hún verið dugleg að birta myndir af bumbunni, en meðgöngustíllinn hennar er farinn að vekja mikla athygli. Meira »

Fáðu hár eins og Melania Trump

20.2. Forsetafrú Bandaríkjanna hefur ekki sést opinberlega nema hárið sé blásið og örlítið liðað í endunum. Hárið er með góðri lyftingu og þétt og gott í sér. Tískublaðið fékk Baldur Rafn Gylfason hárgreiðslumeistara til að rýna í hárið á frú Trump. Meira »

Lýtaaðgerðir orðnar minna feimnismál

19.2. Lýtalæknirinn Þórdís Kjartansdóttir hefur rekið Lýtalækningastöð Reykjavíkur, Dea Medica, frá árinu 2011. Hún flutti til Íslands 2006 eftir að hafa starfað í Frakklandi í 10 ár. Meira »

4.-5. hver kona velur varanlega förðun

18.2. Microblade er aðferð við gerð varanlegrar förðunar á augabrúnum. Með sérstöku áhaldi eru búnar til fínar línur í húð sem líkja eftir hárum. Þannig er hægt að gera fyllri og þéttari brúnir á mjög náttúrulegan hátt. Meira »

Ekki missa af Tískublaðinu

17.2. Tískublað Morgunblaðsins er stútfullt af tísku, förðun og áhugaverðum viðtölum. Forsíðuna prýðir fyrirsætan Tinna Bergs sem segist aldrei venjast því að díla við höfnunina. Meira »

Vann 150 milljónir en aldrei haft það eins skítt

13.2. Merkjavara, stærri varir og brjóst skapa ekki ekki lífshamingjuna en að því komst Jane Park þegar hún vann 150 milljónir í happdrætti. Meira »

Vinur í raun

19.2. Ccc sticks-stiftin frá Gosh eru alger himnasending. Hægt er að nota þau á marga vegu. Þau eru til dæmis fullkomin til að skyggja andlitið með en hægt er að nota þau sem highlight, litaleiðréttingu og í „strobing“. Meira »

Heimsfræg tískuskvís í íslenskri úlpu

18.2. Veronika Heilbrunner, sem heldur úti vefnum hey-woman.com, var glæsileg þegar sást til hennar arka á milli tískusýninga í New York á dögunum. Það sem vakti athygli var að hún var í íslenskri úlpu, úlpunni Tindur frá 66°Norður. Eins og sést á myndunum er úlpan hlý og góð en það sést líka vel að hún hentar ekki bara við íslenskar aðstæður heldur líka í stórborginni. Meira »

Fékk Lagerfeld til liðs við sig

17.2. Melania Trump, forsetafrúin umtalaða, er sjaldan illa til höfð. Og þegar við segjum sjaldan þá eigum við auðvitað við aldrei. Meira »

Sækir innblástur til Jackie Kennedy

16.2. Fatastíll Melaniu Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og þykir hún jafnan vera afar smekklega klædd. Það þarf kannski ekki að undra, enda hefur hún sótt innblástur til tískufyrirmyndarinnar Jackie Kennedy sem þótti jafnan vera óaðfinnanleg til fara. Meira »

Katrín stórglæsileg á rauða dreglinum

13.2. Bafta-verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í London í gær. Að sjálfsögðu var rjóminn af leikurum samtímans samankominn í von um að næla sér í verðlaunagrip, eða bara til þess að sýna sig og sjá aðra. Meira »

Heitustu kjólarnir á Grammy

13.2. Grammy-verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í gær og voru allar helstu stjörnur samtímans samankomnar í sínu fínasta pússi. Ekkert vantaði á glamúrinn, eins og sjá má, og vart þverfótað fyrir glæsilegu tónlistarfólki. Meira »

Þetta þarft þú að eiga í fataskápnum

13.2. Oft og tíðum freistast maður til að kaupa sér fallegar flíkur sem heilla augað en hafa kannski ekkert sérstakt notagildi. Mikilvægt er að eiga góðan grunn af fallegum og klassískum flíkum sem má svo jafnvel klæða upp og leika sér svolítið með. Svo er auðvitað nauðsynlegt að kaupa sér eitthvað óskynsamlegt af og til. Meira »

Fólk meira að finna sinn eigin stíl

13.2. „Eftir að við öðluðumst vitneskju um skaðlegu efnin sem við setjum ofan í okkur, og á okkur, vitandi að hægt er að gera allt sem er í boði á hefðbundnum stofum á grænan hátt var ekki aftur snúið,“ segir Sigríður R. Kristjánsdóttir, annar eigandi Grænu stofunnar. Meira »

Breytti förðuninni og virðist mun yngri

12.2. Katrín, hertogaynja af Cambridge, fagnaði 35 ára afmæli sínu á dögunum. Hertogaynjan, sem er mikið í sviðsljósinu, leyfir náttúrulegu útliti sínu að njóta sín og notar förðunarvörur til að skapa unglegt útlit. Meira »

Augabrúna-tattoo aldrei vinsælla

12.2. Stjörnurnar vestanhafs leggja svo sannarlega línurnar á hinum ýmsu sviðum en meðal þess sem hefur verið áberandi hjá þeim eru einstaklega vel hirtar og fallegar augabrúnir. Útlit þetta fæst ekki eingöngu með góðri litun og plokkun heldur hefur færst í aukana að varanlegt tattoo sé sett í brúnirnar en þó með náttúrulegu útliti. Meira »

Þetta þarftu að vita um sumartískuna

12.2. Það má nánast finna lyktina af vori í loftinu þessa dagana og þá fer hugurinn óneitanlega að reika til heitari og bjartari daga, sem og litríkari og léttari klæða. Meira »

Hollywoodstjarna nýtt andlit Neutrogena

11.2. Óskarsverðlaunahafinn og stórleikkonan Nicole Kidman er nýtt andlit Neutrogena en áhersla merkisins er á húðvörur. Kidman sem er fjörutíu og níu ára gömul lítur stórkostlega út og er óneitanlega glæsilegur fulltrúi merkisins. Meira »

Fataherbergið ekkert slor

9.2. Fataherbergi leikkonunnar Catherine Zeta Jones er ekkert slor, en stjarnan veitti á dögunum innsýn í ríkmannlegan lífstíl sinn. Meira »

Endaði á sjúkrahúsi eftir misheppnaða varastækkun

9.2. Leona Omalley er ein þeirra en á dögunum ákvað hún að það væri góð hugmynd að fara til „sérfræðings“ heimahúsi þar sem einhverju var dælt í varir hennar. Í stuttu máli gekk það ekki vel. Meira »

Krónprinsessa harðlega gagnrýnd

8.2. Mary krónprinsessa Danmerkur hefur á liðnum misserum reglulega hlotið gagnrýni dýravina fyrir að klæðast opinberlega klæðnaði sem unninn er úr feldum dýra. Meira »

Melania Trump í flatbotna skóm

6.2. Forsetahjón Bandaríkjanna, Donald og Melania Trump, mættu í sína fyrstu heimsókn til Palm Beach í Flórída á föstudaginn. Frú Trump var glæsileg til fara í rauðum síðerma kjól frá Givenchy en í stað þess að klæðast himinháum hælum, líkt og hún gerir oftar en ekki, var hún í flatbotna skóm. Meira »

Hvað varð um nærfötin?

5.2. í gegnum tíðina hefur venjan verið sú að stjörnurnar skilji eitthvað örlítið eftir fyrir ímyndunaraflið á rauða dreglinum eða hvar svo sem þær koma opinberlega fram en eitthvað virðist sú venjan á undanhaldi þar sem þær virðast margar hverjar vera hættar að nota nærfatnað. Meira »

Háður lýtaaðgerðum

4.2. Rodrigo Alves hefur hlotið viðurnefnið mennska dúkkan. Ástæðan fyrir viðurnefninu er að Alves sem er þrjátíu og þriggja ára gamall hefur lagst oftar undir hnífinn en fimmtíu sinnum og minnir útlit hans helst á dúkku eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Meira »

Guðdómleg dönsk götutíska

2.2. Þessa dagana stendur yfir tískuvika í nágrannalandi okkar Danmörku eða í höfuðborg þess Kaupmannahöfn. Vissulega bíða flestir spenntir yfir nýjustu línum hönnuðanna en tískan á götunum er oft og tíðum ekkert minna spennandi allt í kringum tískuvikuna. Meira »
Meira píla