Svona færð þú góðan mat í útlöndum

05:00 Þegar halda skal á erlenda grundu og kynna sér lystisemdir ákveðins lands eða borgar er mikilvægt að vinna heimavinnuna sína til forðast það að borða einhvern bévítans viðbjóð. Meira »

Kjötkompaní opnað út á Granda

17.10. Nú geta miðbæjarkokkar glaðst því verslunin sem hefur hingað til einungis verið í Hafnarfirði verður opnuð á Grandagarði fyrstu helgina í nóvember. Meira »

Hvað á að gera við álfilmuna innan úr djúsfernum?

10.10. Margir velta þessu fyrir sér enda viljum við flest leggja okkar af mörkum til þess að koma í veg fyrir að jörðið drukkni í rusli. Þess vegna er endurvinnsla mikilvæg en endrum og eins koma upp spurningar sem maður veit ekki svörin við. Meira »

Ruslatunna sem þjappar sjálf ruslið

9.10. Lífið verður stöðugt einfaldara í eldhúsinu þökk sé endalausri hugvitsemi hönnuða en nú kynnum við til leiks ruslatunnu sem sér sjálf um að þjappa ruslinu sem gerir það að verkum að hún tekur mun meira en við eigum að venjast. Meira »

Gullstríð í Söstrene Grene og Flying Tiger

8.10. Eins og allir vita er gull ægilega vinsælt núna og varla til sú verslun sem ekki býður upp á einhverskonar gullvöru. Við tókum eftir því að bæði Söstrene Grene og Flying Tiger Copenhagen bjóða upp á sambærilegar vörur á mjög svo svipuðu verði og má því eiginlega segja að það ríki gullstríð. En hvor verslunin ætli sé ódýrari? Meira »

Heimta neon-litina á ný

25.9. Það muna sjálfsagt flestir eftir gamla góða Trix-morgunkorninu sem var eins og regnbogi á sterum á litinn. Svo öflug voru litarefnin sem gáfu Trixinu lit að mörgum þótti nóg um. Fyrir tveimur árum fór framleiðandinn, General Mills, í gegnum almenna hollustuvæðingu og skipti þar með út neon-litunum fyrir mildari og hollari liti. Meira »

Smelltu til að versla í kvöldmatinn

6.9. Nettó opnar í dag fyrstu lágvöruverslunina með matvöru á netinu. Því er í raun hægt að versla í kvöldmatinn með nokkrum smellum og fá matinn heim að dyrum á innan við 90 mínútum. Meira »

Sameina skyr og ab-mjólk

31.8. Mjólkurvinnslan Arna sem sérhæfir sig í laktósafríum vörum kynnti nýverið sérlegan samruna ab-mjólkur og skyrs sem verður að teljast ansi góð hugmynd en þar mætast hinir góðu ab-gerlar og prótínið úr skyrinu. Meira »

Jón Gnarr bendir á að aðeins sé 65% kjöt í pylsum

22.8. Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, er kominn með nóg af matvöru sem er stútfull af aukaefnum. Sem dæmi nefnir hann að aðeins 65% í vínarpylsum frá SS sé kjöt. Meira »

Fyrrum ritstjóri Gestgjafans fagnar lambahakki

16.8. Sigríður Björk Bragadóttir fyrrum ritstjóri Gestgjafans og eigandi Salt eldhús er ákaflega sátt við kjötframboðið í Costco. Þarsegist hún ítrekað hafa reynt að nálgast lambahakk í verslunum án árangurs en nú loks sé það að finna í Costco. Meira »

Sýningarvélar með 35 þúsund kr. afslætti

11.8. Matarvefurinn tók útsölurúntinn í gær en nú er víða hægt að gera góð kaup í verslunum landsins. Bestu kaupin voru kaupin voru þó án efa á Kitchenaid. Meira »

„Frosnu jarðarberin eru á flottu verði. Selur Costco malað kaffi?“

14.9. Ekkert lát er á virkni og vinsældum Costco-hópsins góða sem hálf þjóðin tilheyrir nú séu börn ekki talin með. Má mögulega rekja vinsældirnar til þess að vöruúrval og verð hjá Costco tekur sífelldum breytingum og hafa menn jafnframt verið duglegir við að benda á vörur sem gefið hafa góða raun. Meira »

Unnið á vöktum við að framleiða meiri ís

3.9. Ísbúðin Valdís sem er í eigu Önnu Svövu Knútsdóttur og Gylfa Þórs Valdimarssonar fagnaði 4 ára afmæli fyrir skemmstu með því að setja Valdísar-ísinn í sölu í almennum verslunum. Meira »

Kombucha á krana í Laugu

22.8. Kombucha hefur notið mikilla vinsælda hérlendis síðustu mánuði en um er að ræða gerjað te sem margir vilja meina að sé allra meina bót. Lady Gaga og Gwyneth Paltrow sjást gjarnan með drykkinn í hönd auk þess sem Madonna hefur lofað Kombucha í bak og fyrir. Meira »

Karlarnir borga meira fyrir sopann

21.8. Kaffihús nokkurt hefur tekið upp á þeirri óvenjulegu nýbreytni að rukka karlmenn meira en konur. Ástæðan? Jú, markmiðið er að vekja athygli á kynbundnum launamun og helgast prósentutalan af þeirri tölu sem munaði á launum kynjanna árið 2016. Meira »

Snjallasta fiskbúð á Íslandi

15.8. Á ferð okkar um Vestfirði rakst útsendari matarvefsins á eina snjöllustu fiskbúð sem við höfum séð. Um er að ræða sjálfsafgreiðsluverlsun á Tálknafirði þar sem treyst er á heiðarleika fólks og almenn manngæði. Meira »

Bjóða gestum að greiða þjórfé með korti

10.8. „Við létum setja þetta sérstaklega upp svo við erum væntanlega þeir fyrstu til að bjóða upp á þennan möguleika,“ segir Elvar Ingimarsson, rekstrarstjóri Bryggjunnar Brugghúss. Meira »