Gullhúðaður töfrasproti kostar 280 þúsund

17:30 Colorline og babyline eru komnar í sölu hjá okkur. Lúxuslínan fer bara í örfáar útvaldar búðir úti í heimi enda kostar hver sproti fleiri þúsundir evra,“ segir Ástríður Jónsdóttir, vef- og markaðsstjóri hjá Kokku, en umræddir lúxustöfrasprotar eru húðaðir með 18 karata gulli og kosta frá 2.400 evrum eða því sem samsvarar 280 þúsund krónum. Meira »

Ætar vatnsflöskur líklegar til að breyta heiminum

24.4. Ooho! eru gerðar úr náttúrulegu þang-þykkni þannig að ef fólk kýs að borða ekki sjálfa kúluna eyðist hún í náttúrunni, líkt og ávöxtur, á 4-6 vikum. Meira »

Einhyrnings-frappó æsir kommentakerfið

20.4. Það verður seint tekið af hönnuðum kaffidrykkja að þeim dettur ýmislegt í hug. Sumt er vissulega brjálaðra en annað en spennan sem búið er að byggja upp vegna nýjustu afurðar Starbucks er hreint með ólíkindum. Meira »

Amazon opnar matvöruverslun

16.4. Framtíðarsýn stórfyrirtækja er oft nokkuð framúrstefnuleg en sjálfsagt eru margir spenntir fyrir nýjustu verslun Amazon sem boðar byltingu í verslun. Engar raðir, verðir né afgreiðslufólk þar sem þess verði ekki þörf. Meira »

„Klárlega Emmsjé Gauti páskaeggjanna“

10.4. Formleg páskaeggjasmökkun Matarvefjar mbl.is fór fram við hátíðlega athöfn. Besta páskaeggið reyndist vera...  Meira »

Íslenskt krydd í útrás

10.4. Sala er hafin á íslenska Bezt á-kryddinu í Noregi en kryddið hefur lengi vel verið vinsælt hérlendis og er framleitt hér á landi. „Við erum afar stolt og ánægð að flytja Bezt á-kryddið til Noregs þar sem það er komið í sölu í sérvöldum matvöruverslunum og á vefsíðunni kryddis.no. Norðmenn hafa eins og Íslendingar tekið kryddinu fagnandi og salan hefur farið vel af stað í Noregi. Meira »

Æsingur á samfélagsmiðlum yfir kóríander

30.3. Til er hinn ýmsi varningur tileinkaður baráttunni gegn kóríander og jafnvel lítil vefverslun sem helgar sig umræddri baráttu og selur boli með áletruninni : Segðu nei við kóríander og Reyndu að bragðast ekki eins og sápa! Meira »

Saltkaramellupáskaeggið að gera allt vitlaust

26.3. Það er líf og fjör í vöruþróunardeild súkkulaðiframleiðenda um þessar mundir og þó nokkrar nýjungar í boði fyrir súkkulaðiþyrstan landann sem lætur sig dreyma um egg af öllum stærðum og gerðum. Meira »

50% afsláttur af ávöxtum

22.3. Nettó býður ávöxt vikunnar á 50% afslætti, Kostur býður 50% afsláttur af völdu grænmeti og ávöxtum á fimmtudögum og Hagkaup býður upp á ávöxt mánaðarins á afslætti. Meira »

Flippuðustu hugmyndir MS – lifrarpylsutoppur og skyr með poppi

20.3. Mjólkursamsalan fer mikinn í vöruþróun þessa dagana. Fyrir skemmstu sendu þeir frá sér lakkrísskyr frá KEA sem selst ákaflega vel en á næstu dögum koma tvær nýjar kolvetnaskertar bragðtegundir frá Skyr.is með jarðarberjaböku og crème brulee. Meira »

Eitt hollasta millimál í heimi

14.3. Spyrillinn át helst til of mikið á meðan á viðtalinu stóð en það hljóta að vera meðmæli með íslensku grænmeti.   Meira »

Vélmenni sendast með pítsur fyrir Domino‘s

31.3. Síðasta áratug hafa hlutabréf í Domino‘s farið yfir verðgildi Apple, Google, Amazon og Facebook. Nú er það heimsklassa tækniþróun fyrirtækisins sem vekur athygli og heldur hlutabréfunum enn glóðvolgum. Meira »

After Eight-eggið er með þeim vinsælustu

28.3. „Af erlendu páskaeggjunum hafa After Eight- og Ferrero Rocher-eggin slegið í gegn og sérstaklega hjá eldri kynslóðinni. Hjá yngri kynslóðinni hafa M&M-, Mars- og Maltesers-eggin verið mjög vinsæl og ljóst að þau klárast hjá okkur um páskana.“ Meira »

Vöffludeigið rennur út

25.3. Í dag er Alþjóðlegi vöffludagurinn og má fastlega búast við því að verið sé að undirbúa vöfflubakstur um heim allan. Okkur lék forvitni á að vita hvort Íslendingar væru búnir að tileinka sér þessa hefð og höfðum samband við sölustjóra Ó. Johnson og Kaaber, Alfreð S. Jóhannsson, sem lagði það á sig að grafa sig í gegnum sölutölur frá því í fyrra til að gefa okkur vísbendingar um vöffluneyslu landsmanna. Meira »

Nýjasta undratækið er algjört rusl

22.3. Áttu 14 börn og eyðir hálfum sunnudeginum við að steikja ofan í þau pönnukökur? Vandamálið er leyst með þessu nýja undratæki. Eða hvað? Meira »

Íslenskt lakkrísostasnakk slær í gegn

16.3. „Við höfum gert margar tilraunir með bragðtegundir og stefnan hjá okkur er að leita að sem frumlegustum blöndum. Upp úr því kom pælingin um bakaðan lakkrísost sem okkur fannst bara svo skrýtin að við urðum að prófa það. Eftir að hafa prófað okkur áfram með nokkra mismunandi osta og lakkrísrót.“ Meira »

Fiskpakkinn má fara beint í sous-vide

13.3. Norðanfiskur kynnti nýverið nýja vöru frá sér, sem vakti áhuga Matarvefjarins þar sem Gullkarfi hefur ekki áður verið daglegur gestur í íslenskum eldhúsum. Meira »