Taco unnendur eru að tryllast

23.2. Nú gefst nýtrúlofuðu og taco-elskandi fólki einstakt tækifæri á að gifta sig í mekka tacosins: Sjálfu flaggskipi keðjunnar í Las Vegas. Meira »

Brauðrist fyrir tækjasjúka

17.2. Ristað brauð verður seint flokkað sem sérlega spennandi matur en það hefur heldur betur orðið breyting þar á. Sjálfsagt muna flestir eftir fréttinni okkar um Star Wars-eldhúsgræjurnar en þar var meðal annars að finna brauðrist sem breytti brauðinu í listaverk með mynd af Svarthöfða á. Meira »

Út að borða gegn ofbeldi

15.2. Út að borða fyrir börnin, fjáröflunarátak Barnaheilla og veitingastaða, hefst í dag. Alls styðja 40 staðir átakið á 109 stöðum í öllum landsfjórðungum með því að láta hluta af verði valinna rétta renna til verkefna sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi. Meira »

Sex fæðutegundir sem þú hélst að væru vegan

14.2. Ef þú ert vegan ertu væntanlega með það á hreinu að appelsínusafi með omega 3 inniheldur að öllum líkindum olíu úr fiski og að flestir sykurpúðar innihalda gelatín. Meira »

Kit-Kat sushi-bitar slá í gegn

7.2. Bitarnir koma í þremur bragðtegundum, túnfisks sem er þó í raun og veru með hindberjabragði, eggjavafningurinn með þarablaði er í raun og veru graskersbúðingur umlukinn súkkulaði og síðast en ekki síst er melónu- og marscapone-ostabiti. Í öllum bitunum eru poppuð hrísgrjón með hvítu súkkulaði og keim af wasabi. Meira »

Meiri sykur í skál af granóla en kókdós

1.2. Í vissum tegundum af granóla er jafnvel að finna meiri viðbættan sykur og fitu í einni skál heldur en í kókdós og stórum skammt af MacDonalds frönskum. Því er skynsamlegt að lesa utan á pakkann. Hafa skal í hug að mest er af því innihaldi sem talið er upp fyrst í röðinni. Meira »

Morgunverðar-sushi sem slær í gegn

31.1. Morgunverðar-sushi kann að hljóma frekar miður en ekki hætta að lesa. Þetta er í raun algjör snilld og einstaklega skemmtileg leið til að fá börnin til að borða morgunverð. Meira »

Sítrónu-Royal rís upp frá dauðum

27.1. Um langt skeið var sítrónu Royal-búðingur ófáanlegur og var harmur fólks nánast áþreifanlegur. Bragðið lifði þó í hjörtum fólks og margir tóku gleði sína þegar hann birtist á ný – öllum að óvörum í hillum valinkunnra verslana á dögunum. Meira »

Út að borða fyrir 690 krónur

23.1. Neytendur geta glaðst yfir þessu verðlagi en Sæta Svínið býður súpu dagsins ásamt brauði á 690 krónur og Apotek kichen + Bar fjögurra rétta gourmet matseðil á 5000 krónur. Meira »

Örvæntið ekki – bóndadagsgjöfin er fundin!

19.1. Elskar kallinn kaffi? Hefur hann kvartað undan því hvað það sé erfitt að geta ekki hellt upp á ferskt kaffi þegar hann er á rjúpna- eða hreindýraveiðum? Meira »

Djúpsteiktur kjúklingur í morgunmat

14.1. Því er spáð að djúpsteiktur kjúklingur haldi áfram að vera vinsæll. Breytingin verði helst sú að hann verði á boðstólum líka í morgunmat. Þeir sem leggja leið sína til Washington, DC geta heimsótt veitingastað sem gerir út á þetta. Meira »

Sturtubjór gerir allt vitlaust – virkar sem hárnæring

1.2. Flestir þekkja þá tilfinningu að fara í heita sturtu eftir langan vinnudag eða æfingu og þrá það eitt að fá sér ískaldan bjór. Sænski bjórframleiðandinn PangPang þekkti það vel og ákvað að gera eitthvað í því. Meira »

Nýtt undratæki fyrir beikon-unnendur

28.1. Ást okkar á beikoni hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá mörgum en leiðin að hinni fullkomnu sneið getur verið grýtt ef þú kannt ekki að elda beikon almennilega. Meira »

Tryllingur í íslenskum eldhúsum yfir döðlusykri

26.1. Það nýjasta hérlendis er döðlusykur og síróp sem nota má í stað sykurs og annarrar sætu í hvað sem er. Innflytjandi vörunnar hérlendis birti í gær myndir af döðlugóssinu á samfélagsmiðlum en viðbrögðin létu ekki á sér standa enda eru döðlur mjög vinsælar sem sætugjafi. Meira »

Talandi ísskápurinn væntanlegur til landsins

21.1. Mikil viðbrögð voru við frétt sem birtist í vikunni um hátækniísskápa frá Samsung sem taka virkan þátt í heimilislífinu meðal annars með því að lesa upp uppskirftir, spila tónlist, panta matvörur af vefnum, halda utan um birgðastöðuna í ísskápnum og dagskrá heimilisfólksins svo fátt eitt sé nefnt. Ísskápurinn tengist svo við snjallsíma heimilisfólksins með appi. Eitt það sniðugasta við ískápinn er að hann fylgist me hvenær matvörur og afgangar renna út og lætur eigandann vita. Meira »

Ísskápur sem talar og les uppskriftir

19.1. Þetta er ekki plat-fyrirsögn heldur dauðans alvara. Fyrir ótæknivæddar matarsálir sem eru ekki alveg með það nýjasta í heimilistækjabransanum á hreinu þá... Meira »

Líklega ekki sami báturinn segir Guðmundur

13.1. „Skammtarnir hjá Subway í Bandaríkjunum eru 20% stærri en í Evrópu. Það er ekkert leyndamál," segir Guðmundur Sigurðsson framkvæmdastjóri Subway á Íslandi varðandi frétt sem birtist í gærkvöldi. Í fréttinni sjást tvær myndir af Subway samlokum. Önnur er tekin á Íslandi en hin í New York en þær eru báðar sagðar vera af gerðinni BLT sem inniheldur meðal annars beikon, kál og tómata. Myndirnar hafa valdið miklu fjaðrafoki á facebook en samlokan keypt hér á landi er mun minni og kostar meira. Meira »