Mælt gegn neyslu á kókosolíu

25.6. Það varð uppi fótur og fit í heilsuheiminum þegar nýjar ráðleggingar frá bandarísku hjartaverndarsamtökunum (American Heart Association, AHA) um fitu og áhrif neyslu hennar á hjarta- og æðasjúkdóma voru birtar á dögunum. Mesta athygli vakti að kókosolía, sem gjarnan er flokkuð sem heilsuvara, er ein þeirra fitutegunda sem ráðlagt er að minnka neyslu á. Meira »

IKEA með enn eina snilldina

24.6. IKEA er sókndjarft fyrirtæki og er svo komið að fyrirtækið telst ein stærsta veitingahúsakeðja heims. Á dögunum kynnti fyrirtækið nýja vöru sem Matarvefurinn er sérlega hrifinn af. Meira »

IKEA í átak gegn matarsóun

21.6. IKEA er ekki bara stærsti húsgagnaframleiðandi heims heldur einnig ein stærsta veitingakeðja í heimi þótt mörgum þyki það skrítið. Nú hefur fyrirtækið sett sér það markmið að minnka matarsóun um helming fyrir mitt ár 2020. Meira »

Svona stýrir Costco fjöldanum

20.6. Fyrst eftir að Costco opnaði mátti hver sem er fara þangað inn svo lengi sem hann var með félagakort eða í fylgd með handhafa slíks korts. Fljótlega varð þó ljóst að stýra yrði fjöldanum betur. Meira »

255% verðmunur á Fríhöfninni og Costco

19.6. Verðvitund Íslendinga hefur tekið stórstígum framförum eftir komu Costco til landsins og inn á Facebook hópnum Keypt í Costoc Ísl. - Myndir og verð er öflug neytendavakt í gangi. Oftar en ekki birtast þar dæmi sem þykja hálf ótrúlegt eins og þetta. Meira »

Fimm hlutir sem er gott að eiga í frystinum

18.6. Það kannast allir við að vera einhvern tímann á síðustu stundu og kvöldmaturinn stefnir í stórklúður. Þá er gott að vera með plan b tilbúið í frystinum en við tókum saman lista yfir algenga og bráðnauðsynlega hluti sem foreldrar eru sammála um að sé nauðsynlegt að hafa í frystinum, einmitt til að koma í veg fyrir að kvöldmaturinn kúðrist. Meira »

Vinsælt piparnammi aftur í framleiðslu

17.6. „Gömlu Piparpúkarnir voru teknir úr framleiðslu fyrir töluverðu síðan og það voru margir sem söknuðu þeirra. Þetta var mjög vinsæl vara hjá okkur og leiðinlegt að þurfa að taka hana af markaðnum.“ Meira »

Fyrrum verslunarstjóri Bónus sakar verslunina um svindl

14.6. Stöðufærsla sem maður að nafninu Guðmundur Ás Birgisson skrifaði í gærkvöldi á facebooksíðuna Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð hefur valdið miklum usla. Guðmundur er fyrrum verslunarstjóri Bónus á árunum 1996 – 2001. Hann heldur því fram að verslunin og hann sjálfur þar með hafi svindlað á öllum verðkönnunum á þeim tíma sem hann starfaði þar og bendir á að ekki sé ólíklegt að svo sé enn. Meira »

Costco-kirsuberin sem allir eru sjúkir í

14.6. Eitt af því sem vakið hefur hvað mesta hrifningu meðal Costco-félaga eru kirsuberin góðu og verðið á þeim. Svo vinsæl eru berin að heilu bílfarmarnir hafa selst og algengt er að samræður hefjist á því að inna viðmælandann eftir skoðun sinni á Costco-kirsuberjunum. Meira »

Krónan og Bónus ódýrari en Costco

13.6. Samkvæmt verðkönnun er einingarverð fjörtíu vörutegunda sem valdar lægra í Bónus og Krónunni en í Costco. Valdar voru 49 vörutegundir með aðstoð ASÍ en þar af voru níu ekki til í Costco og því ekki með í könnuninni. Meira »

Þetta eru vinsælustu rauðvínin á Íslandi

9.6. Matarvefurinn hafði samband við Vínbúðina og fékk upplýsingar um 15 mest seldu rauðvínin það sem af er ári. Við rýnum aðeins í listann en ljóst er að ítalska vínið er vinsælt en þrjú efstu vínin á listanum eru frá Ítalíu. Meira »

Þetta er maturinn sem mokselst í Costco

18.6. Hér að neðan má sjá myndir af nokkrum matvörum sem eru að „trenda“ (vaxa hratt í vinsældum) um þessar mundir.  Meira »

Þetta eru vinsælustu rósavínin á landinu

16.6. Ólíkt rauðvíni er best að njóta rósavíns meðan það er ungt. Bragðið breytist ekki mikið með tímanum, en þumalputtareglan er „því yngra, því betra“! Meira »

Fara í Costco og svo út að borða í Ikea

14.6. Eins og alþjóð veit liggur straumurinn í Costco sem þessa dagana býður spennt eftir nýrri sendingu enda verslunin nánast hálftóm. En glöggir hafa tekið eftir því að fólk virðist umvörpum bregða sér í Ikea að Costco ferðinni lokinni til að fá sér að borða. Meira »

Hönnunarvörur í eldhúsið í Costco

13.6. Eins og flestir ættu að vera farnir að vita er vöruúrval í Costco ekki alltaf það sama og hingað til lands berast oft gámar sneisafullir af merkjavöru á góðu verði. Þá er lykilatriðið að kaupa vöruna enda hik oft það sama og tap. Meira »

Áfall fyrir unnendur H&M

11.6. Eins og frægt er orðið opnar sænski tískurisinn H&M verslun hérlendis í haust. Margir fagurkerar hafa hugsað sér gott til glóðarinnar þar sem heimilislína H&M er ákaflega falleg og á góðu verði en nú er komið í ljós að hún verður ekki seld hérlendis. Fréttablaðið greindi frá þessu í gær. Meira »

Algengustu mistökin sem fólk gerir í Costco

9.6. Tugir þúsunda Íslendinga hafa heimsótt verslun Costco frá því að hún opnaði 23. maí og er ekki annað hægt að segja en að móttökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum. Meira »