Djúpsteiktur kjúklingur í morgunmat

14.1. Því er spáð að djúpsteiktur kjúklingur haldi áfram að vera vinsæll. Breytingin verði helst sú að hann verði á boðstólum líka í morgunmat. Þeir sem leggja leið sína til Washington, DC geta heimsótt veitingastað sem gerir út á þetta. Meira »

Líklega ekki sami báturinn segir Guðmundur

13.1. „Skammtarnir hjá Subway í Bandaríkjunum eru 20% stærri en í Evrópu. Það er ekkert leyndamál," segir Guðmundur Sigurðsson framkvæmdastjóri Subway á Íslandi varðandi frétt sem birtist í gærkvöldi. Í fréttinni sjást tvær myndir af Subway samlokum. Önnur er tekin á Íslandi en hin í New York en þær eru báðar sagðar vera af gerðinni BLT sem inniheldur meðal annars beikon, kál og tómata. Myndirnar hafa valdið miklu fjaðrafoki á facebook en samlokan keypt hér á landi er mun minni og kostar meira. Meira »

Myndir af Subway-samlokum vekja athygli

12.1. „Hér eru 2 Subway bátar, báðir B.L.T, annar keyptur í Reykjavík og hinn í New York. Þið megið giska hvor hvar keyptur hvar og hvor var ódýrari," segir Einar Örn Einarsson leikari í færslu sinni á Facebook. Meira »

8 þúsund lítrar af jólabjór eftir

10.1. Mikla athygli vakti þegar Vífilfell ákvað að setja jólabjórinn á útsölu til að koma í veg fyrir förgun á honum en óheimilt er að selja jólabjór að janúar loknum. Vel hefur gengið á jólabjórinn í verslunum Vínbúðarinnar en sem dæmi má nefna eru aðeins 23 dósir eftir af 330 ml Thule jólabjór frá Coca-Cola Ísland ehf. og 72 stk af 330 ml Jóla Gull frá Ölgerðinni. Meira »

Domino's sendir pitsur með dróna

9.1. Árið 2017 verður ef til vill árið sem drónar fara að afhenda matarpantanir í meiri mæli. Domino's sendi pitsu heim með þessum hætti á Nýja-Sjálandi á síðasta ári. Meira »

Vilja hækka gjöld á gosdrykki

9.1. Embætti landlæknis vill að stjórnvöld hækki álögur á gosdrykki umtalsvert. Fjármunina sem komi inn mætti nýta til að lækka álögur á grænmeti og ávexti. Meira »

Hamborgari í ostapilsi tryllir alnetið

5.1. Pilsið er gert með því að steikja hamborgara með extra miklum osti svo að osturinn lekur út á pönnuna og harðnar þar í hálfgert ostasnakk. Það má einnig steikja ostinn sér ef fólk vill hafa hann aðskilinn (sjá myndband hér að neðan.) Meira »

Hækkunin gengur til baka í dag

4.1. Matarvefurinn kíkti við í Kjöti og fiski við Bergstaðastræti síðla gærdags til að kanna ástandið í fiskborðinu. Ljóst er að verkfallið hefur sett sitt mark á fiskborð flestra verslana sem eru afar tómleg. Ekki var til ýsa, langa né tilbúnir fiskréttir enda úr litlu að moða. Þó átti verslunin nokkuð af þorski sem þó hafði hækkað töluvert í verði eða um 300 krónur kílóið. Meira »

Íspanna er nýjasta æðið, eða þurrís og vodki!

27.12. Íspanna sem býr til ís á nokkrum mínútum hefur notið mikilla vinsælda síðustu vikur eða frá því að This Insider skrifaði um íspönnuna sem hleypti af stað æði á netinu. Íspannan hefur þó fengist í einhvern tíma en enn á ný sannar máttur samfélagsmiðlanna sig því nú rúmu ári eftir að pannan fór í sölu tekst hún á flug. Meira »

Þrívíddarprentari prentar „selfies“ á kaffi

27.12. Það er alltaf jafn gaman að fá lítið listaverk í kaffibollan sinn á kaffihúsum. Hvort sem það er hjarta, andlit eða sól þá gerir það kaffihúsaheimsóknina mun persónulegri. Hvað fyndist þér um ef þú gætir látið prenta í froðuna þína nánast hvað sem er? Til dæmis sjálfsmynd? Meira »

Bleikur ananas gerir allt vitlaust

20.12. Del Monte hefur sótt um einkaleyfi á þessum fallega ávexti en ananasinn er gerður bleikur með því að bæta í hann efni sem heitir lycopene og gefur tómötum sinn rauða fallega lit. Efnið gerir ávöxtinn einnig sætari svo bleiki ananasinn verður mun sætari en sá venjulegi. Meira »

Bjórkippa sem má borða

8.1. Plastið sem heldur saman áldósum í kippum er hættulegt náttúrunni og dýrum á borð við skjaldbökur og fugla. Nú hefur lítið bjórbrugghús að nafninu Saltwater Brewery í Flórída tekið vandamálið föstum tökum og hafið framleiðslu á ætu efni, úr þeim afurðum sem falla til þegar bjórinn er framleiddur. Meira »

Dýrustu perur í heimi

5.1. Vinsældir peranna hafa vaxið mjög í Asíu síðastliðið ár og nú er svo komið að Gao Xianzhang hefur vart undan. Perurnar eru ræktaðar í plastmótum svo þær vaxa eftir mótinu og verða að glaðlegum Búddaperum. Á vefsíðunni instructables.com er að finna leiðbeiningar fyrir fólk sem vill rækta sínar eigin Búddaperur en einnig má kaupa þær á netinu. Meira »

Nýjar íslenskar hrátertur komnar í sölu

3.1. „Í sumar komu góðir gestir á kaffihúsið, þeim líkaði kökurnar það vel að þá langaði helst að að geta tekið með heim, þar í raun kviknaði hugmyndin að því að framleiða og selja í smásölu. Því var ákveðið að sækja um styrk hjá Uppbyggingarsjóði sveitarfélaga á Vesturlandi og þegar sá styrkur var í höfn var ekki aftur snúið,“ segir Karen en terturnar eru framleiddar á Café Kaja á Akranesi. Meira »

KFC kynnir fingrasmokka

27.12. Hugmyndin er að viðskiptavinir noti fingrahlífarnar á þá fingur sem notaðir eru til að borða fitugan matinn, það er að segja vísifingur og þumalfingur. Þykja hlífarnar smekklegri en að nota heilan hanska. Fjölmiðlar hafa velt fyrir sér þar sem slagorð KFC er „finger lickin’ good“ hvort viðskiptavinir eigi núna að sleikja plasthlífarnar? Meira »

Gourmetbox á góðu gengi

24.12. Á heimasíðunni Craejoy.com er að finna alls konar kassa og box. Ekki tóma pappakassa heldur troðfulla kassa af hvers konar varningi. Í stuttu máli kaupir fólk áskrift að vöruflokki sem heillar og fær sendan heim kassa eða box troðfullt af varningi. Meira »

Matarlitur sem gerir börnin ekki tryllt

12.12. Móðir ungs drengs hafði samband við Matarvefinn í leit að matarlitum sem ekki innihalda aukaefni en slíkt fer mjög illa í son hennar. Hún segist þó ekki geta neitað honum um að skreyta piparkökur enda sé það hefð á heimilinu. Matarvefurinn fór því á stúfana og fann franska matarliti hjá Matarbúri Kaju Óðinsgötu sem eru framleiddir eingöngu úr náttúrulegum og lífrænum efnum. Meira »