Fyrrum ritstjóri Gestgjafans fagnar lambahakki

16.8. Sigríður Björk Bragadóttir fyrrum ritstjóri Gestgjafans og eigandi Salt eldhús er ákaflega sátt við kjötframboðið í Costco. Þarsegist hún ítrekað hafa reynt að nálgast lambahakk í verslunum án árangurs en nú loks sé það að finna í Costco. Meira »

Snjallasta fiskbúð á Íslandi

15.8. Á ferð okkar um Vestfirði rakst útsendari matarvefsins á eina snjöllustu fiskbúð sem við höfum séð. Um er að ræða sjálfsafgreiðsluverlsun á Tálknafirði þar sem treyst er á heiðarleika fólks og almenn manngæði. Meira »

Sýningarvélar með 35 þúsund kr. afslætti

11.8. Matarvefurinn tók útsölurúntinn í gær en nú er víða hægt að gera góð kaup í verslunum landsins. Bestu kaupin voru kaupin voru þó án efa á Kitchenaid. Meira »

Bjóða gestum að greiða þjórfé með korti

10.8. „Við létum setja þetta sérstaklega upp svo við erum væntanlega þeir fyrstu til að bjóða upp á þennan möguleika,“ segir Elvar Ingimarsson, rekstrarstjóri Bryggjunnar Brugghúss. Meira »

IKEA í samkeppni við raforkufyrirtæki

3.8. IKEA hefur hingað til farið ótroðnar slóðir í vöruúrvali sínu og nýjasta viðbótin í annars veglega vöruflóru eru sólarrafhlöður sem ætlaðar eru fyrir heimili. Meira »

KFC biðst afsökunar á mygluðu brauði

1.8. Glöggur viðskiptavinur KFC í Reykjavík kom auga á frekar ófrýnilega myglu í hamborgarabrauðinu sínu á veitingastað fyrirtækisins í gærkvöldi. Setti stúlkan mynd af brauðinu ásamt lýsingu á atvikinu á Facebook en viðkomandi hafði borðað á veitingastaðnum rétt áður. Meira »

Eldhúsgræjan sem öllu breytir

25.7. Sumar eldhúsgræjur eru þess eðlis að þær breyta lífi manns - bókstaflega - til hins betra. Þessi græja er ein af þeim en hún gerir nánast allt sem hún er beðin um og gott betur. Meira »

Munaði 128% á kílóverðinu

17.7. Vefsíðan Must See in Iceland hefur að geyma góð ráð fyrir ferðamenn sem sækja landið heim. Þar eru oftar en ekki gefin góð ráð og reynt að leiðbeina gestum um landið þannig að upplifunin verði sem best. Meira »

Vinsælasta Costco-kvartið: Vitlaust kjöt og hækkað verð

13.7. Það skal tekið fram að Matarvefurinn er sérlegur aðdáandi hópsins Keypt í Costco Ísl - myndir og verð og að sjálfsögðu fylgjumst við með því sem þar fer fram. Það sem er sérlega áhugavert er samhugurinn sem ríkir þar inni og hvað fólk er viljugt að aðstoða hvað annað. Meira »

Þetta er mest selda hvítvín landsins

7.7. Hvort sem úrkoman fer að slaka á eða ekki þá virðist hvítvínið seljast í auknum mæli með hækkandi hitastigi. Matarvefurinn hafði samband við Vínbúðina og forvitnast um mest seldu vínin. Það kemur skemmtilega á óvart að sjá að vinsælasta flaskan er á góðu verði og bragðgóð ef marka má vinsældir hennar. Hlutfallslega virðist hvítvín á vinsældalistanum vera mun ódýrara en vinsælasta vín listans er á 1.999 krónur en á rauðvínslistanum fer flaskan upp í 2.699 krónur. Meira »

Framkvæmdastjórinn framan á kjúklingapakkanum

29.6. Matarvefurinn rak augun í myndir af fólki á pakkningum með kjúklingi og kalkúni í verslunum fyrir skemmstu. Við nánari athugun kom í ljós að myndir af bændunum sem rækta kjúklinginn eru á pakkanum og þeir brosa sínu breiðasta til viðskiptavinarins. Meira »

Varað við þjófnaði í Costco

27.7. Fáir hópar standa jafnöfluga neytendavakt og Costco-hópurinn Keypt í Costco Ísl. – myndir og verð og virðist ekkert lát á vinsældum hans. Meira »

Tusku-umræða setur Facebook á hliðina

20.7. Tuska er ekki bara tuska og sitt sýnist hverjum eins og komið hefur í ljós inn á Costco-hópnum góða. Er málið helst farið að líkjast lönguvitleysu og hafa yfir 250 ummæli verið rituð - um tuskur. Meira »

Munur á eggjum: Hollari egg frá frjálsum hænum

16.7. Eru egg frá hænum sem fá að hlaupa um gras og móa hollari en hin hefðbundnu egg frá hænum sem lokaðar eru inni í búrum alla daga? Já, líklega, ef vel er hugsað um hænurnar. Meira »

Snittur á bráðnum osti

9.7. Vin­irn­ir Guðmund­ur Páll Lín­dal og Jósep Birg­ir Þór­halls­son, eigendur Lava Cheese, boða komu nýrrar bragðtegundar á markað en fyrirtækið er í mikilli sókn. „Nýjasta tegundin okkar, Lava Cheese með reyktum cheddar, er komin á markað og mun birtast í fleiri og fleiri búðum eftir því sem líður á vikuna. Tegundirnar okkar eru þá orðnar þrjár talsins á þeim 7 mánuðum síðan við byrjuðum. Þær tegundir sem áður hafa komið út eru Lava Cheese með chili og Lava Cheese með lakkrís,“ segir Guðmundur en hann deilir hér skemmtilegum hugmyndum að ostasnittum. Meira »

Rantaði reiður af salerninu

30.6. Þessi fyrirsögn er munnfylli og gott betur en fréttin á bak við hana (ef frétt skyldi kalla) er öllu auðmeltari. Eins og allir með mjólkuróþol og annað óþol vita skiptir það miklu máli að starfsfólk veitingastaða virði það og taki tillit til. Meira »

70% reyndust falsaðar

29.6. Könnun í Bandaríkjunum leiddi í ljós að 70% ólífuolíutegunda sem seldar eru í almennum verslunum í Bandaríkjunum eru ekki gerðar úr ólífum. Oftar en ekki var um að ræða ódýrari olíur eins og canola-olíu eða sólblóma og þær merktar sem ólífuolía. Meira »