Fé vantar til hraðari endurnýjunar bíla

í gær Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra er að leggja lokahönd á örútboð vegna kaupa á sérútbúnum og sértilbúnum lögreglubílum. Ætlunin er að kaupa níu sérútbúna lögreglubíla á þessu ári fyrir lögregluembættin á landsbyggðinni. Stefna ríkislögreglustjóra er að kaupa sem mest sértilbúna bíla, Meira »

Langþráð kattardýr komið á götuna

11.4. Loksins, loksins, loksins. Jaguar er kominn í umferð á Íslandi og þess hefur lengi verið beðið. Að fá að aka Jaguar F-Pace um götur Reykjavíkur og nágrennis felur þar af leiðandi í sér tvöfalda frétt; að kötturinn er kominn á klakann, og svo auðvitað að hinn enski sportbílaframleiðandi hefur sent frá sér jeppa. Sportjeppa, skulum við segja. Meira »

Ítalska fegurðardrottningin

30.3. Það skiptir mig miklu máli þegar ég reynsluek fallegum bíl að athuga hvort hann stenst „glápuprófið“. Veitir fólk bílnum athygli úti á götu eða fellur hann inn í fjöldann? Meira »

Met í sölu húsbíla í Svíþjóð

í fyrradag Aldrei hafa verið jafn margir húsbílar skráðir í Svíþjóð og nú. Alls eru 87 þúsund húsbílar skráðir í landinu og nýskráðum hefur fjölgað um 22% milli ára. Í Svíþjóð er mesta fjölgun húsbíla í löndum innan Evrópu, segir Tomas Haglund við Aftonbladet. Meira »

Rafbílaeigendur í hópakstri

21.4. Rafbílaeigendur tóku þátt í hópakstri í gær, sumardaginn fyrsta, frá Hyundai umboðinu í Kauptúni að höfuðstöðvum ON á Bæjarhálsi. Á þriðja tug rafbíla óku í bílalest frá Garðabænum upp í Árbæ. Meira »

Einangraðir vagnar gera gæfumuninn

20.4. Mikill munur er á að flytja malbik í einangruðum vagni. Ekki þarf að nota eins mikið af olíu til að hita malbikið áður en það er sent af stað og rétt hitastig malbiks við afhendingu þýðir að vegirnir verða betri. Meira »

Kappakstursbíllinn gerir víðreist

19.4. Kappaksturs- og hönnunarliðið Team Spark við Háskóla Íslands afhjúpaði rafknúna kappakstursbílinn TS17 á Háskólatorgi í dag. Liðið hyggst fara með bílinn í kappaksturs- og hönnunarkeppni stúdenta bæði á Ítalíu og í Austurríki í sumar. Meira »

Mercedes-Benz trukkar sýndir

19.4. Sýning á Mercedes-Benz trukkum verður haldin í höfuðstöðvum Mercedes-Benz atvinnubíla að Fosshálsi 1 næstkomandi laugardag, 22. apríl, klukkan 12 til 16. Meira »

Ábyrgist 800 km drægi nýs vetnisbíls

18.4. Á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Genf kynnir Hyundai nýjan vetnisbíl, sem er gott meira en hugmyndabíll. Hann er sagður langt kominn í prófunum og þróun og á að á götuna snemma á næsta ári, 2018. Meira »

Dr. Leður leysir vandann

17.4. Þeir vita sem til þekkja að það er bílum til prýði þegar sæti og innrétting eru leðurklædd. Það þarf hins vegar að hugsa um leðrið ef það á að haldast fallegt, og þar vill stundum verða misbrestur á. Þar kemur Dr. Leður til skjalanna. Meira »

Apple þróar sjálfkeyrandi bíla

14.4. Tæknirisinn Apple hefur bæst í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa fengið leyfi til að prófa sig áfram með sjálfkeyrandi bíla í Kaliforníu. Meira »

Nýr Micra kynntur á laugardag

19.4. Nýr og gjörbreyttur Nissan Micra verður kynntur formlega hjá BL á laugardag milli kl. 12 og 16. Hann var sérstaklega hannaður með þarfir Evrópubúa í huga ólíkt fyrri gerðum sem einnig voru ætlaðar Asíumörkuðum og aðallega framleiddar í Japan. Meira »

Hvað fæ ég fyrir 2 milljónir?

19.4. Hafið þið heyrt það? Það er komið sjóðbullandi góðæri og bílar seljast með þeim hætti að ekki hefur annað eins sést síðan fyrir bankahrun. Meira »

Í slag um smíði atvinnubíla

18.4. Samsteypa Renault og Nissan annars vegar og PSA-samsteypa Peugeot og Citroën hins vegar hafa stigið ný skref í átt til frekari þátttöku í framleiðslu léttra atvinnubíla. Meira »

Leggja ríka áherslu á rekstraröryggið

15.4. Iveco-rúturnar á Íslandi eru vel útbúnar og t.d. með tvöföldu gleri og öflugri loftræstingu. Kemur því ekki að sök þótt gufi upp af blautum ferðamönnunum sem láta fara vel um sig í þægilegum sætunum, með raftækin í hleðslu. Meira »

Nissan-rafbíll gerir strandhögg

13.4. Flotastöð breska flotans við Portsmouth hefur tekið við 48 eintökum af rafbílnum Nissan e-NV200 Combi. Þeir verða notaðir við framkvæmdir og eftirlit í stöðinni. Meira »

AMG-veisla í boði Öskju

13.4. Bílaumboðið Askja blés til sannkallaðrar stórsýningar á Mercedes-Benz bílum um nýliðna helgi í sýningarsal við Skútuvog 2.  Meira »

Söfnuðu 1,5 milljón fyrir Mottumars

12.4. Olíuverzlun Íslands afhenti í dag Krabbameinsfélagi Íslands ávísun að andvirði 1.550.000 króna sem var afrakstur söfnunarátaks á vegum Olís og ÓB í þágu Mottumars. Meira »

Horfa hóflega bjartsýnir til himna

13.4. Í nýliðnum marsmánuði lágu leiðir margra til Genfar í Sviss. Tilefnið var 87. alþjóðlega bílasýningin þar í borg. Er hún ein stærsta sýning sem fram fer í veröldinni ár hvert og þar kappkosta bílaframleiðendur að sýna nýjustu afkvæmi bílsmiðja sinna. Meira »

Björgunarsveitin Ársæll fær Atego

12.4. Björgunarsveitin Ársæll ákvað í vetur að kaupa Mercedes-Benz Atego 4x4 bíl af Bílaumboðinu Öskju. Bílnum verður breytt í hópferðabíl í þeim tilgangi að flytja meðlimi sveitarinnar í útköll og til æfinga. Meira »