Toyota innkallar milljónir bíla

09:28 Japanski bílaframleiðandinn Toyota tilkynnti í dag að hann ætlaði að innkalla rúmlega 3,3 milljónir bifreiða á heimsvísu vegna tveggja aðskilinna galla. Flestir bílanna eru af tegundunum Prius, Corolla og Lexus en þeir voru að mestu seldir í Japan, Norður-Ameríku og Evrópu. Meira »

Fágun og fegurð frá Lexus

13.6. Enn bætist við Lexus-fjölskylduna og nýjasti meðlimurinn einn af þeim fríðari. Lexus RC er sportbíll af „coupe“ sortinni og ferlega flottur að sjá. Hann sver sig í ættina með svipmiklu framgrillinu sem er með sama stundaglaslaginu og aðrir fjölskyldumeðlimir og útlitið allt geislar af sjálfsöryggi. Meira »

Leiktæki fyrir lengra komna

6.6. Það er óneitanlega tilhlökkunarefni þegar út spyrst að von sé á nýjum sportara frá Porsche. Þó setti undirritaður í brýrnar þegar hann fékk pata af því að hinn nýi Boxster væri fjögurra strokka, í stað sex sem hann var síðast, og óttaðist að einhver bannsett reglugerðin hefði sniðið honum svo þröngan stakk vegna útblásturs eða einhvers annars. Meira »

15 milljarða dollara bætur VW

í gær Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen er sagður hafa náð samkomulagi við bandaríska eigendur bifreiða hans um greiðslu 15 milljarða dollara í skaðabætur vegna blekkinga í útblástursprófum. Samkomulagið felur í sér að fyrirtækið geri við eða kaupi aftur bílana og greiði miskabætur. Meira »

Brimborg frumsýnir nýjan Ford Edge

23.6. Brimborg frumsýnir nýjan Ford Edge AWD á laugardaginn kemur, 25. júní, milli klukkan 12 og 16 í sýningarsal Ford að Bíldshöfða 6. Meira »

Saga vörðuð tækniframförum

23.6. Ein öld er á þessu ári frá því að þýski bílsmiðurinn BMW hóf starfsemi. Nafnið (Bayerische Motoren Werke) dregur dám af meginstarfseminni í fyrstu, vélaframleiðslu. Meira »

Afsökunarbeiðni níu mánuðum síðar

22.6. Forstjóri þýska bílaframleiðandans Volkswagen gaf í dag út formlega afsökunarbeiðni vegna svindls sem komst upp um í mengunarprófunum fyrirtækisins. Meira »

Þekkt bilun í jeppa leikarans

21.6. Framleiðandi jeppans, sem kramdi Star Trek-leikarann Anton Yelchin til bana við heimili hans, hafði varað við bilun í tegundinni. Varað hafði verið við því að bíllinn gæti runnið til fyrirvaralaust. Meira »

Team Volvo fyrst blandaðra liða

20.6. Bílaumboðin létu nokkuð að sér kveða í WOW-hjólreiðaþoninu umhverfis Ísland í vikunni sem leið. Þar á meðal var lið sem Volvo studdi til keppni, Team Volvo. Varð það hlutskarpast í flokki blandaðra liða í þolreiðinni. Meira »

Bíll ársins í neyðarþjónustu

20.6. Opel Astra, Bíll ársins í Evrópu 2016, gerir sig gildandi á sífellt fleiri sviðum. Nýlega kynnti bílasmiðurinn til sögunnar sérstaka útfærslu af Sports Tourer-langbaksútgáfunni. Meira »

Erill hjá lögreglu á Bíladögum

20.6. Nokkur erill var hjá lögreglunni á Akureyri vegna Bíladaga á Akureyri sem fóru fram um helgina. Hátíðin var sett á miðvikudag og lauk á laugardagskvöld. Meira »

Tvinnbílar taka flugið í Noregi

21.6. Tvinnbílar hafa sótt mjög í sig veðrið það sem af er árinu í Noregi og er sölu þeirra líkt við að hún sé komin í fluggírinn. Einkum eru það tengiltvinnbílar sem slegið hafa í gegn. Meira »

Konur sólgnari í rafbíla en karlar

21.6. Áfram heldur rafbílasala að slá öll met í Noregi, engin þjóð kaupir eins mikið af rafbílum og Norðmenn, í hlutfalli við íbúafjölda. Rafbílar höfða hins vegar misjafnlega til kynjanna. Meira »

Tivoli selst umfram áætlanir

20.6. SsangYong verksmiðjurnar í Suður-Kóreu slógu upp stórfagnaði á dögunum. Tilefnið var að Tivoli, nýjasta afurð bílsmiðjunnar, hafði rofið 100 þúsund bílasölumúrinn níu mánuðum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Meira »

Áhorf á Top Gear í frjálsu falli

20.6. Á dögunum hófu bílaþættirnir Top Gear göngu sína á ný, en nýir kynnar sitja nú við stjórnvölinn. Ekki hefur þó gengið sem best verður á kosið hjá Chris Evans og Matt LeBlanc, sem tóku við keflinu af Jeremy Clarkson og félögum. Meira »

Lokamótið verður rafmagnað

20.6. Öðru keppnistímabili rafbílaformúlunnar, Formula E, er að ljúka. Aðeins er eftir eitt mót, í miðborg London fyrstu helgina í júlí. Stefnir þar í grimmt uppgjör tveggja efstu manna í stigakeppninni um titil ökumanna en aðeins eitt stig skilur þá Luca Di Grassi og Sebastian Buemi af. Meira »

Stórsókn VW inn í jeppageirann

20.6. Þýski bílrisinn Volkswagen hefur átt annasamt við að lappa upp á ímynd sína sem beið skaða vegna útblásturssvindlsins sem upp komst um í fyrrahaust og snerist um að blekkja mælitæki er mæla losun úrgangsefna. Meira »

Lögreglubílar til bjargar lífum

18.6. Lögreglan í Mílanó á Ítalíu hefur tekið kraftmikla Alfa Romeo Giulia Quadrifoglio bíla í þjónustu sína. Ekki til að eltast við illvirkja eða aðra þrjóta á vegum landsins, heldur til að bjarga mannslífum. Meira »

Takast á við krefjandi æfingabraut BMW

19.6. Í apríl hélt fríður hópur vélhjólafólks til bæjarins Hecklingen í Þýskalandi. Í bænum starfrækir BMW ökuskóla þar sem nemendur læra að takast á við krefjandi aðstæður á mótorhjóli. Meira »

Götuspyrna og reykspólun á morgun

17.6. Formaður Bílaklúbbs Akureyrar segir bílasýninguna á Bíladögum á Akureyri hafa tekist mjög vel og telur hann að met hafi verið slegið í aðsókninni í dag. Síðasti dagur hátíðarinnar er á morgun sem hefst með götuspyrnu í hádeginu og lýkur með reykspólun um kvöldið. Meira »