Hraðakstur, víma og leyfislausir ökumenn

12:19 Lögreglan á Suðurlandi kærði 86 ökumenn fyrir að aka of hratt í umdæminu. Af þeim greiddu 65 sekt sína á staðnum.  Meira »

Glæsileiki og gæsahúð

í gær Í meira en ár hafði ég verið í reglulegu sambandi við fólkið hjá Bentley til að sjá hvort það ætti eitthvað á lausu fyrir íslenskan bílablaðamann. Svo kom loks að því: Continental GT Speed blæjubíll; Marokkó-blár; sækja í Vínarborg og skila á sama stað fimm dögum síðar. Meira »

Talsvert bættur Tiguan

2.8. Volkswagen braut blað í sögu sinni þegar Touareg-jeppinn kom á markaðinn árið 2003. Fjórum árum síðar sendu VW-verksmiðjurnar frá sér jepplinginn Tiguan, keimlíkan útlits en þó einfaldari að sjá. Meira »

Brimborg frumsýnir úrvalið frá Peugeot

09:51 Bílaumboðið Brimborg hefur tekið við umboðinu hér á landi fyrir frönsku bílana frá Peugeot. Í því tilefni efndi Brimborg til Peugeot-bílasýningar um nýliðna helgi. Meira »

Skoda sækir inn á Bandaríkin

09:30 Bílar frá Skoda hafa ekki verið fáanlegir í Bandaríkjunum í hálfa öld eða svo en útlit er nú fyrir að breytingar verði þar á. Meira »

BL frumsýnir rafbílinn BMW i3

08:30 Næstkomandi laugardag verður rafbíllinn BMW i3 frumsýndur hjá BL, en hann hefur víða hlotið góðar viðtökur. Þá þykir hann um margt einstakur í sinni röð, hvort sem litið er til smíði hans, hönnunar og efnisnotkunar, svo og drægis bílsins. Meira »

Bannað að matast undir stýri

í gær Í ríkinu New Jersey vestur í Bandaríkjunum vilja ráðamenn sporna við umferðarslysum sem rakin eru til þess að ökumenn hafa afvegaleiðst vegna athæfis undir stýri. Meira »

Volkswagen stoppar smíði Golf

í gær Vegna deilu við tvo birgja hefur Volkswagen ákveðið að stöðva smíði á hinum vinsæla Golf í 10 daga í aðalsmiðju sinni í Wolfsburg í Þýskalandi. Færiböndin voru stöðvuð um helgina vegna yfirvofandi skorts á íhlutum og verða ekki ræst aftur fyrr en 29. ágúst. Meira »

Mest seldu bílar ársins í Evrópu

22.8. Volkswagen Golf er ekki bara mest seldi bíllinn í Noregi í ár, heldur er hann það einnig í Evrópu. Verulegur munur er á því hvernig aflrásir Norðmenn velja sér miðað við aðra Evrópubúa. Meira »

Toyota söluhæsta bílamerkið

22.8. Volkswagen samsteypan hefur hrist af sér útblásturshneykslið og reyndist við lok fyrri helming ársins stærsti bílaframleiðandi heims. Toyota ræður hins vegar ríkjum þegar söluhæstu bílmerkin er skoðuð. Meira »

VW í vanda

22.8. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen ætlar að stöðva tímabundið framleiðslu í sex verksmiðjum sínum vegna lagadeilna við tvo mikilvæga birgja. Meira »

Gefur heilann til rannsókna

í gær Skoski kappakstursmaðurinn Dario Franchitti, sem um langt árabil hefur gert garðinn frægan í Bandaríkjunum, hefur ákveðið að gefa heilann í þágu vísindarannsókna eftir sinn dag. Væntir hann þess að það geti aukið þekkingu lækna á heilahristingi. Meira »

Kveikt í bílum þriðju nóttina í röð

í gær Lögreglunni í Kaupmannahöfn hefur ekki tekist að ná þeim sem hafa kveikt í bílum í borginni undanfarnar þrjár nætur. Kveikt var í færri bílum í nótt en næturnar tvær á undan. Meira »

Ók yfir eiganda sinn

22.8. Ótrúlegt atvik átti sér stað í borginni Burlington í Washingtonríki í Bandaríkjunum á dögunum. Í bókstaflegri merkingu má segja að bíll hafi ekið yfir eiganda sinn. Meira »

Helmingur ökumanna reyndist brotlegur

22.8. Helmingur ökumanna sem óku eftir Austurbergi í suðurátt í dag ók of hratt eða yfir afskiptahraða. Lögregla segir tölurnar sláandi. Meðalhraði hinna brotlegu var 43 km/klst. en hámarkshraði í götunni er 30 km/klst. Meira »

Stakk í dekk og dó

19.8. Illa fór fyrir Svía á sextugsaldri sem hafði stundað þá ólöglegu iðju að skera á dekk bíla.  Meira »

120 Land Rover-bifreiðar innkallaðar

19.8. Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 120 Land Rover-bifreiðum. Um er að ræða Land Rover Discovery Sport og Range Rover Evoque-bifreiðar framleiddar á árinu 2016. Meira »

Vulcan í botni í Silverstone

18.8. Hvað ætli þeir séu margir sem hafa þörf fyrir 820 hestafla tveggja sæta sportbíl með sjö lítra V12-vél undir húddinu?  Meira »

Nýjum Tiguan vel tekið

18.8. Það iðaði allt af lífi í sýningarsal Volkswagen síðastliðinn laugardag þegar nýr Tiguan var frumsýndur. Höfuðstöðvar Volkswagen á Íslandi við Laugaveg voru skreyttar hátt og lágt til heiðurs nýjustu stjörnunnar í flotanum. Meira »

Audi stefnir með vetnisbíl til Le Mans

18.8. Þýski bílsmiðurinn Audi áformar að mæta til leiks í sólarhringskappaksturinn í Le Mans í Frakklandi með vetnisknúna bíla. Var hann fyrstur til að mæta með tvinnbíla til keppni þar. Meira »