Tesla sýnir trukk og sportbíl

í fyrradag Rafbílaframleiðandinn Tesla birti í dag myndir af fyrsta vöruflutningabílinn sem það ætlar að framleiða og af opnum sportbíl. Meira »

Þegar hlustað er á það sem fólkið vill

6.11. Í flestum bókum um nýsköpun er að finna tilvitnun í Henry Ford, sem á að hafa sagt eitthvað á þá leið að það væri af og frá að leita til viðskiptavinanna eftir hugmyndum að nýjum vörum. „Ef ég hefði spurt fólkið hvers konar farartæki það vildi, þá hefði það beðið um hraðskreiðari hest,“ sagði Ford – en sagði samt ekki því fræðimenn hafa ekki enn getað sannreynt að ummælin séu frá honum komin. Meira »

Leikbreytir á leiðinni frá Kia

3.11. Enn og aftur sýnir það sig hversu óendanlega klókt það var hjá Kia Motors að klófesta Þjóðverjann Peter Schreyer á sínum tíma, til að koma skikki á gæði jafnt sem hönnun bílanna frá þessum suður-kóreska framleiðanda. Herbragðið hefur í flestum aðalatriðum gengið upp og rúmlega það. Kia er eina bílamerkið, vel að merkja, sem hefur aukið söluna milli ára síðustu 8 árin. Meira »

Fjórföld frumsýning hjá Heklu

17.11. Á morgun laugardag verður fjórföld frumsýningarveisla hjá Heklu þegar frumsýndir verða fjórir bílar frá Volkswagen; sjö manna Tiguan Allspace, sendibíll ársins, Volkswagen Crafter, lúxusbílinn Arteon og nýr gjörbreyttur og stærri Volkswagen Polo. Meira »

Toyota styrkir Hjálparstarf kirkjunnar

17.11. Hjálparstarf kirkjunnar hefur fengið í hendur nýja Proace-sendibifreið frá Toyota á Íslandi. Bifreiðin verður notuð í fjölþættum verkefnum hjálparstarfsins á Íslandi og nýtist ekki síst nú þegar mest er að gera fram að jólum. Meira »

Ný Insignia frumsýnd hjá Benna

17.11. Bílabúð Benna frumsýnir nýjan Opel Insignia á morgun, laugardaginn 18. nóvember, frá klukkan 10 til 16.  Meira »

Lexussýning á laugardag

16.11. Á laugardag, 18. nóvember, heldur Lexus vetrarsýningu i Lexussalnum að Kauptúni 6 í Garðabæ.   Meira »

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot 5008

16.11. Brimborg frumsýnir Peugeot 5008 næstkomandi laugardag, 18. nóvember, milli kl. 12 og 16 í sýningarsal Peugeot hjá Brimborg að Bíldshöfða 8. Meira »

BMW selt meira en tvær milljónir bíla á árinu

15.11. Í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins náði BMW þeim árangri að selja meira en tvær milljónir nýrra bíla fyrstu tíu mánuði ársins. Um síðustu mánaðamót höfðu 2.008.849 bílar verið afhentir viðskiptavinum á mörkuðum heimsins sem er 3,4% aukning frá fyrra ári. Meira »

Vélarhúsið úr 24 karata gulli

15.11. Hljómar það ekki með ólíkindum, að vélarhús í bíl skuli slegið 24 karata gulli. Heldur fólk ekki bara að þetta sé grín?   Meira »

Írar völdu líka Peugeot 3008

13.11. Það er ekki einvörðungu að Bandalagi íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) hefur valið Peugeot 3008 sem bíl ársins.  Meira »

Fiat atvinnubílasýning 17.-18. nóvember

16.11. Bílaumboðið Íslensk-Bandaríska efnir til Fiat atvinnubílasýningar á morgun, föstudaginn 17. nóvember, og laugardaginn 18. nóvember. Sýndir verða Fiat Doblo, Fiat Doblo Maxi og Fiat Duacto auk þess frumsýndir verða Fiat Fiorino sendibíll og Fiat Talento Combi 9 manna fólksbíl. Meira »

Bílaumferðin slær met

16.11. Bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að slá fyrri met. Til dæmis var hún rúmlega 9% meiri við þrjá teljara Vegagerðarinnar í október en í sama mánuði í fyrra. Meira »

Kia Stonic frumsýndur

15.11. Kia Stonic er nýr sportlegur borgarjepplingur sem verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag kl 12-16.  Meira »

Innkalla Ford Kuga

14.11. Brimborg ehf. hefur innkallað bifreiðar af gerðinni Ford Kuga sem voru framleiddar á milli 2012 og 2014. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hljóðeinangrun innan á B-pósti við beltastrekkjara geti ofhitnað ef bifreiðin lendir í árekstri. Meira »

Sjálfekinn strætó í árekstri á fyrsta degi

10.11. Sjálfekinn strætisvagn sem prófa átti í umferðinni í Las Vegas í vikunni hafði ekki verið nema um tvær klukkustundir á vegunum er hann kom við sögu áreksturs. Meira »

Heimsmet í kleinuhringjum

10.11. Breski sportbílasmiðurinn Caterham fagnaði sextíu ára afmæli sínu með óvenjulegu uppátæki sem varði í 60 sekúndur og endaði með heimsmeti. Meira »

Nýr Nissan Leaf er besta nýsköpunin

10.11. Nýjasta kynslóð rafmagnsbílsins Nissan Leaf, sem kemur á Evrópumarkað í lok ársins, hlaut í vikunni SÍN fyrstu alþjóðaverðlaunin sem „Besta nýsköpunin“ að mati Tækniþróunarsamtaka neytenda í Bandaríkjunum. Meira »

Besti október í sögu VW

10.11. Mikil sigling hefur verið á Volkswagen á árinu en bílasala þýska bílsmiðsins í októbermánuði hefur aldrei verið jafnmikil og í þeim mánuði nýliðnum. Meira »

Sýna Mercedes-Benz í Reykjavík og á Akureyri

9.11. Bílaumboðið Askja mun halda Mercedes-Benz sýningar í Reykjavík og á Akureyri nk. laugardag, 11. nóvember.  Meira »