Kínverskur jeppi á leið til Evrópu

í gær Kínverjar hafa verið með áform um að komast með fólksbíla sína inn á evrópskan bílamarkað. Spurningin er hvort öðrum framleiðendum standi ógn af þeim. Meira »

Með ekkert lengur á hornum sér

19.9. Sú var tíðin að stóla mátti á fáeina hluti í annars hverfulum heimi fólksbílanna – Subaru er fjórhjóladrifinn, Toyota Land Cruiser selst eins og heitar lummur og Land Rover Discovery skartar yfirbyggingu sem einkennist af 90° hornum. Heiðarlega kassalaga bíll, semsé. Meira »

Það er gott að vera kóngurinn

5.9. Stundum læt ég mig dreyma um hvaða rándýra lúxusbíl ég myndi kaupa mér ef ég ætti sand af seðlum. Ef til vill yrði það bandbrjálaður Lamborghini, Bentley-limósína eða máski konunglegur Rolls-Royce? Meira »

Tvinnbílar Lexus sýndir

í gær Á morgun, laugardaginn 23. september kl 12 – 16 sýnir Lexus Hybrid línu sína í Lexussalnum, Kauptúni 6 í Garðabæ. Þar verður gott úrval fólksbíla og sportjeppa sem allir eru búnir hybridkerfi, þ.e. með vél og rafmótor í aflrásinni. Meira »

Innkalla Mitsubishi Pajero

í gær Hekla hefur tilkynnt innköllun á Mitsubishi Pajero árgerð 2007 til 2012 vegna öryggispúða frá framleiðandanum Takata. Málmflísar eru sagðar geta losnað úr púðahylkinu og valdið meiðslum en engin slík tilfelli hafa komið upp hér á landi eða í Evrópu. Meira »

Drottning Renault í Frankfurt

21.9. Meðal tuga bílnýjunga á hinni árlegu bílasýningu í Frankfurt í Þýskalandi er að finna hugmyndabílinn Symbioz sem lýst er sem drottningu Renault. Meira »

Aðeins með bensínvél

21.9. Honda kemur á markað í Evrópu á næsta ári með fimmtu kynslóðina af jeppanum CR-V. Bílsmiðurinn segir þennan bíl vera söluhæsta jeppann í heiminum en hann kom fyrst á götuna árið 1997. Meira »

Nýr Leaf til Íslands í apríl

20.9. Nissan hefur svipt hulunni af nýrri kynslóð mest selda rafmagnsbíls heims, Nissan Leaf, sem væntanlegur er á markað í Evrópu á næsta ári. Von er á honum til Íslands í apríl nk. Meira »

Innkalla 2,5 milljónir bíla

20.9. Bandaríski bílrisinn General Motors (GM) hefur ákveðið að innkalla rúmlega 2,5 milljónir bíla á Kínamarkaði vegna meints galla í líknarbelgjum frá japanska framleiðandandum Takata. Meira »

Margfalda smíði T-ROC jeppans

19.9. Volkswagen T-Roc – jeppi í sama stærðarflokki og VW Golf – er tiltölulega nýr á vegunum. Eftirspurn eftir honum hefur farið langt fram úr vonum VW sem brugðist hefur við með því að þrefalda framleiðslu hans. Meira »

Þúsundir dauðsfalla vegna VW-hneykslis

18.9. Útblásturshneykslið sem kennt er við Volkswagen, svonefnt „Dieselgate“, er helsta orsök 5.000 ótímabærra dauðsfalla í Evrópu. Viðurkenndi VW árið 2015 að hafa komið fyrir búnaði í dísilbílum til að blekkja mengunarmæla. Meira »

Aldrei fleiri bílar keyptir í ágúst

20.9. Í nýliðnum ágústmánuði keyptu Norðmenn fleiri nýja bíla en nokkru sinni öðru í þessum mánuði. Og vegna aukinnar sölu mánuð eftir mánuð er árið í ár það besta í 30 ár í Noregi. Meira »

Besti ágústmánuður í áratug

20.9. Nýskráningar bíla tóku kipp í nýliðnum ágústmánuði í Evrópu og hafa ekki verið fleiri í þeim mánuði í 10 ár. Fyrir svæðið í heild jókst bílasala um 5,6% í ágúst, samkvæmt upplýsingum frá samtökum evrópskra bílsmiða (ACEA). Meira »

Sala á rafbílum eykst mikið

20.9. Um sjötti hver fólksbíll sem seldur var til almennra nota á fyrstu átta mánuðum ársins var að hluta eða öllu leyti knúinn rafmagni. Til samanburðar var hlutfall slíkra bíla samtals 2% sömu mánuði 2014. Meira »

Á golfbíl um miðja nótt á þjóðvegum

19.9. Drukkinn maður á djamminu gerðist svangur og ekki hvarflaði að honum að panta sér leigubíl til að skreppa á McDonald's, heldur tók hann trausta taki golfbíl og lagði af stað í 25 km ferðalag. Meira »

Bronco og Blazer birtast senn aftur

18.9. Tvö gamalkunn bílmódel eru við það að ganga í endurnýjun lífdaga eftir nokkurt hlé. Nöfnin hringja strax bjöllum hjá mörgum því hér er um að ræða Ford Bronco og Chevrolet Blazer. . Meira »

Vegleg Mercedes-Benz bílasýning

15.9. Bílaumboðið Askja mun halda veglega bílasýningu á morgun laugardag kl. 12-16 í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Krókhálsi 11. Meira »

EQA frumsýndur í Frankfurt

15.9. Mercedes-Benz kynnir nýjan og spennandi hreinan rafbíl á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Frankfurt. Bíllinn ber nafnið EQA og hlaut mikla athygli á sýningarsviðinu. Meira »

Hybrid-helgi hjá Toyota

15.9. Framundan er stór helgi hjá Toyota sem sýnir á morgun, laugardag, kl. 12 – 16 alla hybridlínuna hjá viðurkenndum söluaðilum í Kauptúni, Reykjanesbæ á Akureyri og Selfossi auk þess sem sýningin verður opina á sama tíma á sunnudag hjá Toyota Kauptúni og Akureyri. Meira »

Yfir 100.000 níræðir á vegunum

15.9. Rúmlega eitthundrað þúsund manna á tíræðisaldri er í umferðinni í Bretlandi að staðaldri. Fór fjöldinn í fyrsta sinn upp fyrir 100.000 í ár, að sögn DLVA, stofnunar sem sér um útgáfu ökuskírteina og skráningarskírteina bíla. Meira »