Fallegur í flottu umhverfi

12:12 Nýr Toyota Hilux Invincible verður frumsýndur á árlegri jeppasýningu hjá Toyota í Kauptúni í Garðabæ um komandi laugardag.  Meira »

Sannkallað tækniundur frá Tesla

í gær Því hefur verið haldið fram að erfitt sé að kalla fram hrifningu meðal fólks í dag, ekki síst þegar kemur að tækniframförum, enda séu þær orðnar svo margar og stórfenglegar að fólki finnist stórstígar framfarir orðnar hversdagslegar. Meira »

Ástarsaga úr fjöllunum

14.2. Sagðirðu silki?“ spurði ég fjölmiðlafulltrúann. „Já, bíllinn er klæddur að innan með silki. Frá Ermenegildo Zegna,“ svaraði hann. „Þeir geta verið alveg dæmalausir þessir Ítalir,“ hugsaði ég með mér og glotti. Meira »

Goodyear dáðasti dekkjaframleiðandinn

08:36 Tímaritið Fortune hefur útnefnt Goodyear sem „dáðasta“ dekkjaframleiðanda heims. Kemur þetta fram í nýjasta tölublaðið blaðsins. Meira »

Gamlir gripir í góðgerðarralli

Í gær, 21:16 Um 3.000 keppendur á 1.500 bílum af gerðinni Renault 4L lögðu um helgina upp í rall, svonefnda Rebault 4L Trophy, frá Biarritz í Frakklandi til Marrakech í Marokkó. Þetta er 20. árið í röð sem rallið fer fram á hinum gömlu bílum. Meira »

Aldrei seldir fleiri notaðir

í gær Aldrei hafa verið seldir fleiri notaðir bílar í Bretlandi og á nýliðnu ári. Samtals voru þeir 8,2 milljónir og nam aukningin frá árinu 2015 samtals 7,3 prósentum. Meira »

BL frumsýnir nýjan Nissan Navara

17.2. BL frumsýnir nýja Nissan Navara pallbíl laugardaginn 18. febrúar og sýningargestum sem leggja leið sína í sýningarsal BL gefst kostur á að reynsluaka bílnum í nýrri AT38 útgáfu. Arctic Trucks hefur á undanförnum mánuðum unnið að því að breyta bílnum og notast við efni til breytinga að mestu frá Nissan. Meira »

Ofurhraður heitir nýr Ferrari

16.2. Ferrari kynnir alveg splunkunýjan sportbíl á bílasýningunni í Genf í byrjun næsta mánaðar en hann hefur fengið nafnið Ferrari 812 Superfast, eða 812 Ofurhraður. Meira »

Audi með nýjan lúxusjeppa í Genf

16.2. Audi Sport ætlar að mæta til leiks á bílasýninguna í Genf í byrjun mars með nýjan lúxusjeppa sem ætlað er að keppa um hylli kaupenda við þýsku stallbræður sína BMW X6 M og Mercedes-AMG GLE63 Coupe. Meira »

Stórt stökk til rafvæðingar flotans

16.2. Strætó bs hefur nú ákveðið að kaupa níu rafstrætóa frá kínverska rútuframleiðandanum Yutong.  Meira »

Sprinter, Vito og Citan sýndir

15.2. Atvinnubíladeild Öskju mun nk. laugardag 18. febrúar halda sýningu á Mercedes-Benz atvinnubílum að Fosshálsi 1, milli klukkan 12 og 16. Sýndir verða Sprinter, Vito og Citan sendibílarnir. Meira »

Strætó tekur stefnuna á rafmagnsvagna

17.2. Strætó bs. hefur fjárfest í 9 hreinum rafstrætisvögnum frá kínverska framleiðandanum Yutong. Hröð skref eru stigin í átt að rafvæðingu flotans sem spara mun yfir 1.000 tonn af útblæstri gróðurhúsalofttegunda strax á næsta ári. Meira »

Spáð mikilli fjölgun rafbíla í Kína

16.2. Búist er við gríðarlegri aukningu í sölu rafbíla í Kína á þessu ári og það þrátt fyrir að ríkið sé tekið að draga úr ívilnunum vegna kaupa á slíkum farartækjum. Meira »

2016 var ár tengiltvinnbílsins

16.2. Árið 2016 jókst sala tengiltvinnbíla í Evrópu um 17% og alls voru nýskráðir 118 þúsund slíkir bílar. Þótt 10 þúsund færri Mitsubishi Outlander hafi selst en 2015 reyndist hann söluhæsti tengiltvinnbíllinn. Ríflega 21 þúsund nýir bílar af þeirri tegund voru afhentir eigendum. Svarar það til ríflega 10% markaðshlutdeildar í þessum flokki bíla. Meira »

Rafmögnuð töfrabrögð

16.2. Nýjasta tækniundrið sem bílaframleiðandinn Tesla hefur komið á göturnar er jeppinn sem hlotið hefur einkennisstafinn X. Fljótt á litið gæti hann talist í hópi venjulegra borgarjeppa en þegar grannt er skoðað er það ekki raunin. Meira »

Smíðaði sér rafbíl úr tré

15.2. Fimmtugur kínverskur trésmiður að nafni Liu Fulong er handlaginn við tréverkið. Það segir rafbíll úr tré sem hann hefur smíðað frá grunni. Meira »

„Prentaður“ bíll á ferð

15.2. Þegar óvenjuleg farartæki birtast í umferðinni er ekki nema von að menn reki upp stór augu.   Meira »

Móðgið ekki traktorskónginn

14.2. Áhugamenn um bíla sperra flestir upp eyrun þegar minnst er á hið álitsmikla tegundarnafn Lamborghini.  Meira »

Peugeot-Citroen að yfirtaka Opel

14.2. Viðræður eru langt á veg komnar um yfirtöku frönsku bílasamsteypunnar PSA, móðurfélags Peugeot, Citroen og DS, á bílsmiðjunum Opel og Vauxhall, sem eru dótturfélög bandaríska bílrisans General Motors. Meira »

Karlar borga meira en konur

14.2. Þrátt fyrir kynja- og jafnréttisreglur Evrópusambandsins (ESB) borga karlmenn meira fyrir að tryggja bíl sinn en konur, samkvæmt tryggingavísitölunni sem kennd er við Willis Towers Watson. Meira »