Alveg passlegur

17.10. Ef Gullbrá ætlaði að kaupa sér Range Rover myndi hún velja nýja Velar. Þessi nýjasta viðbót við Range Rover-fjölskylduna hittir einhvern veginn á hárréttan stað; örlítið minni en hinn stæðilegi og stóri Range Rover og ögn stærri en Evoque, sem hefur frá upphafi haft á sér þann stimpil að vera jeppi hannaður fyrir konur. . Meira »

Sómasamlegur alþýðubíll

17.10. Dacia er það bílamerki sem vaxið hefur hvað hraðast á undanförnum árum í Evrópu. Frá því franski bílsmiðurinn Renault tók yfir rúmenska fyrirtækið árið 2004 eru komnar á götuna tæplega fimm milljónir Dacia-bíla. Sandero er minnstur í fjölskyldunni og jafnframt söluhæstur; höfðar enda til mjög stórs hóps kaupenda vegna lágs verðs. Meira »

Hér eru allir í stuði - bókstaflega

10.10. Vegur suðurkóreska bílaframleiðandans Kia heldur áfram að vaxa, erlendis sem hérlendis, og nú er svo komið að merkið er í hópi þeirra allra vinsælustu hér á landi. Það kemur út af fyrir sig ekki á óvart því bílarnir eru fallegir ásýndum, þéttir og góðir á vegi og velflestir skemmtilegir í akstri. Meira »

Einfaldur Ítali að allri gerð

26.9. Hið fornfræga ítalska bílmerki Fiat hefur heldur legið í láginni hér á landi hin seinni ár en góðu heilli er stemningin öll upp á við með tilkomu bílaumboðsins ÍsBands (Íslensk-bandaríska) sem hefur opnað rúmgóðan sýningarsal til að sýna merkinu tilhlýðilegan sóma. Meira »

Það er gott að vera kóngurinn

5.9. Stundum læt ég mig dreyma um hvaða rándýra lúxusbíl ég myndi kaupa mér ef ég ætti sand af seðlum. Ef til vill yrði það bandbrjálaður Lamborghini, Bentley-limósína eða máski konunglegur Rolls-Royce? Meira »

Sannkallaður „Swiftivindur“

15.8. Suzuki Swift er með vinsælli bílum í sínum stærðarflokki í Evrópu og því mikið undir þegar framleiðandinn kynnti nýja kynslóð til sögunnar snemmsumars. Bíllinn er talsvert breyttur að sjá, bæði hvað ásýnd og ummál varðar, að ekki sé minnst á vélarkostinn, en hinum stóra aðdáendaklúbbi Swift er óhætt að vera áhyggjulaus yfir því þar sem hinn nýi Swift er fantavel heppnaður. Meira »

Lágstemmdur lúxus

3.10. Sennilega á Mercedes-Benz Maybach S-600 að höfða til fólks sem á sand af seðlum, en er ekki svo þjakað af minnimáttarkennd að það vilji að allur heimurinn sjái hvað það hefur það gott. Meira »

Með ekkert lengur á hornum sér

19.9. Sú var tíðin að stóla mátti á fáeina hluti í annars hverfulum heimi fólksbílanna – Subaru er fjórhjóladrifinn, Toyota Land Cruiser selst eins og heitar lummur og Land Rover Discovery skartar yfirbyggingu sem einkennist af 90° hornum. Heiðarlega kassalaga bíll, semsé. Meira »

Sæt er hún

22.8. Þegar ég var táningur ók hún móðir mín um á afskaplega fallegum Alfa Romeo 156, silfurlitum með rauðum leðursætuum. Var alls ekki amalegt að fá bílinn að láni til að skjótast niður í MR, leggja honum þar á áberandi stað og leyfa samnemendum og kennurum að dást að þessum bráðsnotra og margverðlaunaða ítalska heimilisbíl. Meira »

Lítið hróflað við góðri formúlu

1.8. Það er honum föður mínum að þakka að ég er svolítið veikur fyrir Nissan. Pápi gamli keypti sér nefnilega Nissan Terrano þegar ég var táningur, og ók bílnum upp til agna. Eftir 15 ára vandræðalausa samvist seldi pabbi bílinn og hafði þá ekið honum 320.000 kílómetra. Meira »
Sjá einnig: Reynsluakstur
(eldri bíladómar úr Finnur.is og Bílablaði Morgunblaðsins)