Nýjustu fréttir

Áfram vætusamt en milt

(22 mínútur)
INNLENT Súld og rigning setja svip sinn á landið í dag en svipuðu veðri er spáð áfram á morgun, vætusömu og mildu. Veðurstofan gerir ráð fyrir austan og norðaustan golu eða kalda á landinu í dag með hita á bilinu 10–16 stig.
ERLENT Sæti Bretlands verður autt þegar leiðtogar Evrópusambandsríkja funda í Brussel í dag um framtíð sambandsins í kjölfar Brexit. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að ríki sambandsins vilji halda eins nánu sambandi við Bretland og hægt er eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna.
ERLENT Rekstur lúxushótels í Havana, höfuðborg Kúbu, hefur nú verið tekinn yfir af Starwood Hotels sem er þar með fyrsta bandaríska hótelkeðjan til að starfa á eyjunni frá byltingunni fyrir rúmri hálfri öld. Opnun hótelsins er talin merki um að samskipti Kúbu og Bandaríkjanna séu að færast í eðlilegra horf.

6 leiðir til að hressa upp á eldhúsið

(1 klukkustund, 12 mínútur)
SMARTLAND Margir kannast við að fá leið á heimilum sínum með reglulegu millibili, sérstaklega á tímum Instagram og tískublogga þar sem allir virðast búa í glæsilegum, sérhönnuðum húsakynnum troðfullum af rándýrri merkja- og hönnunarvöru.

Lánasöfnin verðminni en talið var

(1 klukkustund, 42 mínútur)
INNLENT Umfang sparisjóðakerfisins hér á landi minnkaði mikið á liðnu ári þegar þrír stærstu sparisjóðirnir voru sameinaðir Landsbankanum og Arion banka eftir að í ljós kom að lánasöfn þeirra voru mun verðminni en áður hafði verið talið.

Opnað fyrir aðgang að álagningu skatts

(1 klukkustund, 42 mínútur)
INNLENT Álagning opinberra gjalda einstaklinga vegna tekna á síðasta ári er um mánuði fyrr á ferðinni í ár en vant er og verður skattskráin formlega birt á morgun.

Rangárþing ytra verður ljósvætt

(1 klukkustund, 42 mínútur)
INNLENT Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að stofna nýtt fyrirtæki, Rangárljós, til að leggja ljósleiðara um dreifbýli sveitarfélagsins.

Jákvætt fyrir þjóðarsálina

(1 klukkustund, 42 mínútur)
INNLENT Velgengni Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu eykur hamingju, samkennd og samheldni í samfélaginu í heild. Þetta segir Óttar Guðmundsson, einn reyndasti geðlæknir landsins.

Búast má við að verð lækki

(1 klukkustund, 42 mínútur)
INNLENT Áhrif af verulegri lækkun á gengi breska pundsins á seinustu dögum eru ekki enn komin fram í vöruverði hér á landi en Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að ef þróunin haldi áfram með sama hætti muni áhrifin koma fram á næstu vikum og mánuðum.

Einar leiðir Pírata í Norðaustur

(1 klukkustund, 42 mínútur)
INNLENT Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, framhaldsskólakennari á Akureyri, leiðir lista Pírata í Norðaustur-kjördæmi. Niðurstöður úr prófkjöri Pírata urðu ljósar í gær, en 78 flokksmenn kusu í netkosningu í prófkjörinu.

Fjórum aukaflugum bætt við

(1 klukkustund, 42 mínútur)
INNLENT Uppselt er í tvö flug Icelandair sem bætt var við áætlun félagsins til Parísar vegna leiks Íslands og Frakklands í átta liða úrslitum EM 2016.
Meira píla