Fréttir vikunnar


Glíma fyrst við Kristján


(14 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Annað Evrópumótið í röð leikur Ísland í riðli með Króatíu, þegar EM í handbolta karla fer fram í byrjun næsta árs.
INNLENT Sex herskip og einn kafbátur sigldu saman úr Faxaflóa í gær og þaðan í fylkingu inn Hvalfjörðinn.
ÍÞRÓTTIR Toppliðið í 2. deild karla í knattspyrnu, Magni, náði naumlega jafntefli gegn næstneðsta liðinu, Fjarðabyggð, á útivelli í gærkvöld en þá fóru fram fjórir leikir í áttundu umferð deildarinnar.
ÍÞRÓTTIR Stjarnan er sigurstrangleg í sínum riðli í forkeppni Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu en dregið var í riðlana í gær. Stjarnan mun væntanlega berjast við króatísku meistarana Osijek um efsta sætið.

Talin af en fannst á lífi


(1 klukkustund, 13 mínútur)
ERLENT Kona sem óttast var að hefði brunnið inni í eldsvoðanum í Grenfell-turninum í London hefur fundist á lífi. Hún var eitt þeirra fórnarlamba sem flutt voru slösuð á sjúkrahús en upplýsingar um það höfðu ekki borist til eyrna allra.

Allt opið hjá Ægi Þór


(1 klukkustund, 19 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Eftir viðburðaríkt tímabil á Spáni síðasta vetur er landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson í lausu lofti ef þannig má að orði komast.

„Og nú er lífi hans lokið“


(1 klukkustund, 28 mínútur)
ERLENT Breskur ferðafélagi Ottos Warmbier um Norður-Kóreu hefur sagt frá því þegar hann sá vin sinn handtekinn af öryggisvörðum í landinu. Hann sá hann aldrei eftir það.

Metopnun í Langá


(1 klukkustund, 38 mínútur)
VEIÐI Opnunarhollið í Langá á Mýrum lauk veiðum á hádegi í gær eftir 2,5 daga veiði og var veiði afbragðsgóð og segja kunnugir að um met sé að ræða.

Telja sig ekki brjóta lög


(1 klukkustund, 39 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, telur sig ekki vera að brjóta reglugerðir Evrópska efnahagssvæðisins eins og ESA, eftirlitsstofnun EFTA, heldur fram í formlegu bréfi dagsettu 21. júní.

Fór í átta Melaniu Trump-lýtaaðgerðir


(1 klukkustund, 49 mínútur)
FÓLKIÐ Claudia Sierra er tveggja barna móðir frá Texas sem fór í Melaniu-fegrunaraðgerðir en hún vildi líkjast forsetafrú Bandaríkjanna. Lýtalæknirinn Franklin Rose segir margar konur biðja um þessa aðgerð.

Grjót kastaðist niður fossinn


(1 klukkustund, 51 mínútur)
INNLENT Íbúar í húsum við Búðará á Seyðisfirði voru beðnir að yfirgefa hús sín í gærkvöldi vegna vatnavaxta í ánni. Unnið var að því fram yfir miðnætti að grafa upp úr Hlíðarendaá á Eskifirði.

Grjóthnullungar féllu úr fjallinu


(2 klukkustundir, 32 mínútur)
ERLENT Kínverskar björgunarsveitir leita nú að fólki sem varð undir skriðu í þorpi í suðvesturhluta landsins. Talið er að yfir 140 manns hafi orðið undir skriðunni. Stórir grjóthnullungar ruddust yfir þorpið er skriða varð í fjalli fyrir ofan það.

Sjáið myndir af æskuheimili Kennedy


(2 klukkustundir, 49 mínútur)
SMARTLAND Æskuheimili Jackie Kennedy, fyrrverandi forsetafrúar, er nú til sölu á tæplega fimm miljarða króna.

Rigna mun duglega í dag


(2 klukkustundir, 54 mínútur)
INNLENT Áfram mun rigna duglega á norðausturhorni landsins fram eftir degi, en mikið mun draga úr úrkomu þar í kvöld.

Nýtt brautarmet í Miðnæturhlaupi Suzuki


(3 klukkustundir, 10 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Miðnæturhlaup Suzuki fór fram í 25. sinn í gærkvöld. Lisa Ring frá Svíþjóð setti nýtt brautarmet í hálfu maraþoni kvenna en hún hljóp á tímanum 1:23:46.

Ósætti innan veiðigjaldanefndar


(3 klukkustundir, 19 mínútur)
INNLENT Harla litlar líkur eru taldar á að því að sátt náðist í þverpólitískri nefnd sem sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra skipaði í vor til að móta tillögur um „hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni.“

Hefja deilibílaþjónustu í haust


(3 klukkustundir, 19 mínútur)
VIÐSKIPTI Bílaleigan Avis mun í haust bjóða deilibílaþjónustu innan borgarmarkanna undir merkjum bandarísku deilibílaþjónustunnar Zitcar sem er sú stærsta í heimi. Mun þjónustan nefnast Zitcar á Íslandi.

Krónan sligar bílaleigur


(3 klukkustundir, 19 mínútur)
INNLENT „Það hefur verið mikil offjárfesting í þessum geira. Menn munu súpa seyðið af því í haust. Það er mikið offramboð af bílaleigubílum, “sagði Garðar K. Vilhjálmsson, eigandi Bílaleigunnar Geysis.

Fann 3.000 ára gamla tönn í fjöru


(3 klukkustundir, 19 mínútur)
INNLENT Athugull 6 ára drengur fann steingerða rostungstönn í fjörunni við Stykkishólm. Talið að tönnin sé um 3.000 ára gömul.

„Mér finnst hann geðveikur“


(3 klukkustundir, 47 mínútur)
MATUR Það vantaði ekki gífuryrðin hjá vinkonunum Þóreyju Sif Sigurjónsdóttur og Móeyju Mjöll Völundardóttur sem gerðust sérlegir útsendarar Matarvefjarins og tóku að sér það erfiða verkefni að smakka ísinn hjá nýjustu ísbúð bæjarins sem ber hið skemmtilega nafn Skúbb.

Lætur Trump Mueller fjúka?


(8 klukkustundir, 56 mínútur)
ERLENT Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir efasemdum sínum um hlutlægni Roberts Mueller, sérastaks saksóknara vegna meintra afskipta rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum í Bandaríkjunum á síðasta ári, í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Fox í dag.

Söfnunin nálgast 20 milljónir


(9 klukkustundir, 14 mínútur)
INNLENT Rúmlega 19 milljónir króna hafa safnast á fjórum dögum í landssöfnuninni Vinátta í verki sem efnt var til vegna hamfaranna á Grænlandi um síðustu helgi þar sem fjórir fórust og fjöldi fólks missti allt sitt.

Rignir áfram hraustlega í nótt


(9 klukkustundir, 31 mínútur)
INNLENT Rigna mun áfram hraustlega á norðausturhorninu í nótt samkvæmt upplýsingumf rá Veðurstofu íslands en draga mun síðan smám saman úr úrkomunni þegar líður á morgundaginn.

Juventus hefur áhuga á leikmanni United


(9 klukkustundir, 38 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur mikinn áhuga á að fá ítalska bakvörðinn Matteo Darmian til að koma í stað Daniel Alves sem er að yfirgefa félagið. Darmian er sem stendur leikmaður Manchester United. Sky Sports greinir frá þessu.

Heldur fram hjá með tengdamóður sinni


(9 klukkustundir, 49 mínútur)
SMARTLAND „Kynlífið með tengdamóður minni er það besta sem ég hef nokkurn tímann upplifað. Þegar ég hitti hana fyrst trúði ég ekki hversu gömul hún var.“

Arnhildur sextánda á HM


(9 klukkustundir, 52 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Í dag kepptu þær Arnhildur Anna Árnadóttir og Birgit Rós Becker á heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum. Báðar kepptu þær í 72 kg flokki þar sem Arnhildur hafnaði í 16. sæti í samanlögðum árangri, en Birgit tókst ekki að fá gilda réttstöðulyftu og féll því miður úr keppni.

Afhverju ekki FH?


(9 klukkustundir, 57 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Maður er alltaf sáttur með að sigra. Við vorum að spila á móti hörku liði í dag sem lét okkur finna fyrir hlutunum en við sköpuðum mikið af færum og skoruðum tvo mörk. Í heildina fannst mér þetta sanngjarn sigur,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis.
INNLENT Björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Lífsbjörg úr Snæfellsbæ unnu við það í kvöld að koma bátnum Sæljósi upp á þurrt land.

Portúgal úr leik þrátt fyrir sigur


(10 klukkustundir, 4 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Portúgal vann Makedóníu, 4:2 á Evrópumóti U21 landsliða karla í knattspyrnu í Póllandi í dag. Þrátt fyrir sigurinn er Portúgal úr leik, þar sem liðið þurfti að skora fjögur mörk og vinna með meira en tveggja marka mun til að eiga möguleika á sæti í undanúrslitum.

Hreinsa mannorð samkynhneigðra


(10 klukkustundir, 4 mínútur)
ERLENT Þýska þingið samþykkti í gær að ógilda sakfellingar yfir 50 þúsund samkynhneigðum karlmönnum sem dæmdir voru vegna kynhneigðar sinnar í valdatíð nasista í Þýskalandi. Lög sem bönnuðu samkynhneigð voru áfram í gildi í landinu í mörg ár eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk.

Tjón á nokkrum húsum


(10 klukkustundir, 17 mínútur)
INNLENT „Við höfum ekki fengið upplýsingar um tjón annars staðar en á Seyðisfirði og Eskifirði en það eru sjálfsagt vatnavextir víðar,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, í samtali við mbl.is en hún er stödd á Austfjörðum þar sem vatnavextir hafa orðið í ám og lækjum vegna mikillar úrkomu að undanförnu.

Lásbogar með tannstönglum vekja óhug


(10 klukkustundir, 24 mínútur)
ERLENT Borgaryfirvöld í Kína hafa skorið upp herör gegn nýju leikfangi sem hefur vakið óhug foreldra. Um er að ræða lásboga úr tannstönglum sem er nógu kraftmikill til að gata pappaspjöld, epli og jafnvel gosdósir.

Fljúga drekum yfir Fanø


(10 klukkustundir, 39 mínútur)
ERLENT Um 25.000 drekar flugu um loftin blá á Alþjóðlegu flugdrekahátíðinni sem lauk á sunnudaginn. Á hátíðinni, sem haldin er á eyjunni Fanø í Danmörku, komu saman flugdrekagerðarmenn alls staðar að úr heiminum. Þema hátíðarinnar var Japan.

Berglind getur enn varið titilinn


(10 klukkustundir, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Berglind Björnsdóttir er komin í átta manna úrslit á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer í Vestmannaeyjum um helgina. Berglind vann mótið í fyrra og á hún enn möguleika á að verja titil sinn. Hún mætir Önnu Sólveigu Snorradóttur í fyrramálið. Gísli Svein­bergs­son, sigurvegari í karlaflokki í fyrra er ekki meðal keppenda í ár.

Akurey fær hlýjar móttökur á Akranesi


(10 klukkustundir, 51 mínútur)
200 Ísfisktogarinn Akurey AK 10 fékk hlýjar móttökur á Akranesi í dag. Skipið er ann­ar ís­fisk­tog­ar­inn af þrem­ur sem smíðaðir eru hjá tyrk­nesku skipasmíðastöðinni Celiktrans fyr­ir HB Granda.

Geymir Óskarinn í ísskápnum


(10 klukkustundir, 57 mínútur)
FÓLKIÐ Óskarsverðlaunaleikarinn Richard Dreyfuss geymir Óskarinn sinn á fremur óvenjulegum stað en honum finnst ísskápurinn heima hjá sér vera tilvalinn staður fyrir þessa eftirsóttu styttu.

Varla haft við að dæla úr kjöllurum


(11 klukkustundir, 1 mínúta)
INNLENT Starfsmenn áhaldahúss Seyðisfjarðar hafa haft í nógu að snúast í dag að dæla vatni upp úr kjöllurum húsa í bænum en ár og lækir eru þar í miklum ham. Þetta kemur fram á fréttavefnum Austurfrétt. Haft er eftir Kristjáni Kristjánssyni, staðgengli bæjarverkstjóra á Seyðisfirði, að staðan sé vægast sagt slæm en óhemju mikið vatn komi niður úr fjöllunum.

Truflandi fyrir unga leikmenn


(11 klukkustundir, 1 mínúta)
ÍÞRÓTTIR „Það er leiðinlegt að tapa en þetta er ekki í fyrsta skipti og ekki í síðasta skipti sem við töpum,“ sagði Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, eftir 2:0 tap gegn Fylki á Floridana-vellinum í Árbænum í 8. umferð Inkasso-deildarinnar, 1. deildar karla í knattspyrnu, í kvöld.

Vatnið flæðir yfir brúna


(11 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT „Við höfum náð tökum á ánni og hún rennur nú yfir brúna,“ segir forstöðumaður framkvæmda- og þjónustumiðstöðvar Fjarðabyggðar. Hlaup kom í Hlíðarendaá á Eskifirði síðdegis í dag en skriða sem féll gerði það að verkum að árfarvegur undir brú sem yfir hana liggur stíflaðist.

Þrenn mistök og þrjú mörk


(11 klukkustundir, 14 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Við lögðum upp með að vinna fyrst og fremst en þarna mættust tvö skemmtileg lið svo þetta var örugglega verið góð skemmtun en við töpuðum á að gera fleiri mistök, þau voru þrjú og mörk Stjörnunnar þrjú, þannig hlutir skilja oft svona sterk lið að,“ sagði Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir sem fór á kostum milli stanganna hjá Þór/KA gegn Stjörnunni í kvöld en það dugði ekki til og norðankonur duttu út úr bikarnum í 8-liða úrslitum.

Grindavík og Valur síðust í undanúrslit


(11 klukkustundir, 16 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Grindavík og Valur eru komin í undanúrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir heimasigra í átta liða úrslitum í dag. Grindavík vann Tindastól, 3:2, og Valur vann öruggan 5:0 sigur á HK/Víkingi.

Sérstaklega sætur sigur


(11 klukkustundir, 17 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Við vitum hvernig Þór/KA spilar og leggur upp leiki sína en reyndum að einbeita okkur að hvernig við ætlum að spila en það gerðum við einmitt ekki á móti þeim í deildinni og það gekk allt upp í dag,“ sagði Lára Kristín Pedersen leikmaður Stjörnunnar eftir 3:2 sigur á Þór/KA þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld.

Baðst afsökunar á ummælum um Trump


(11 klukkustundir, 22 mínútur)
ERLENT Bandaríski kvikmyndaleikarinn Johnny Depp baðst í dag afsökunar á að hafa gantast með það að Donald Trump Bandaríkjaforseti kynni að verða myrtur.

Sólrún Petra er fundin


(11 klukkustundir, 32 mínútur)
INNLENT Sólrún Petra Halldórsdóttir, sem lögreglan á Suðurlandi lýsti eftir í dag, er fundin heil á húfi. Lögreglan þakkar veitta aðstoð við leitina að henni.

Markalaust í Breiðholti


(11 klukkustundir, 33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Leiknir R. og Haukar gerðu markalaust jafntefli í 8. umferð Inkasso-deildarinnar, 1. deild karla í knattspyrnu, á Leiknisvellinum í kvöld. Gunnar Gunnarsson fékk að líta rauða spjaldið í liði Hauka þegar fimm mínútur voru eftir.

Prinsessur dæmdar fyrir mansal


(11 klukkustundir, 43 mínútur)
ERLENT Átta prinsessur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa verið dæmdar fyrir mansal og ómannúðlega meðferð gagnvart þjónustufólki sínu fyrir dómi í Brussel.

Fylkir styrkti stöðu sína á toppnum


(11 klukkustundir, 49 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Topplið Fylkis sigraði Selfoss, 2:0, á Floridana-vellinum í Árbænum í 8. umferð Inkasso-deildarinnar, 1. deildar karla í knattspyrnu, í kvöld.

Að gera vegan-fæði að vegan-æði


(11 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT Búið er að safna rúmlega milljón krónum fyrir opnun veitingastaðarins Veganæs, vegan matsölustað á rokkbarnum Gauki á Stöng (Gauknum). Linnea Hellström, Krummi Björgvinsson og Örn Tönsberg forsvarsmenn staðarins segja hann muna bjóða uppá „grimmdarlausan þægindamat“.
VIÐSKIPTI Seinni vélasamstæða nýju jarðvarmavirkjunarinnar á Þeistareykjum var í síðustu viku hífð á sinn varalega stað. „Þar með eru allir stærstu hlutirnir í virkjuninni komnir á varanlegan stað,“ segir yfirverkefnastjóri Þeistareykja. Verkáætlun gerir ráð fyrir að fyrsta áfanga verði lokið í lok desember.

Glaumur og glys á Glastonbury-hátíðinni


(11 klukkustundir, 59 mínútur)
FÓLKIÐ Hliðin að hátíðarsvæði Glastonbury-tónlistarveislunnar voru opnuð á miðvikudag og þá tók gesti að streyma að. Von er á um 175 þúsund gestum í ár. Meðal flytjenda á hátíðinni eru Radiohead, Ed Sherran, Foo Figthers og fleiri.

Fimm blokkir rýmdar í London


(12 klukkustundir, 7 mínútur)
ERLENT Hafist hefur verið handa við að rýma fimm íbúðablokkir í Camden í norðurhluta London, höfuðborgar Bretlands, þar sem þær eru klæddar með hliðstæðum hætti og Grenfell-turninn sem varð eldsvoða að bráð fyrr í þessum mánuði með þeim afleiðingum að tugir létu lífið.

Græddi 40 milljónir á viku


(12 klukkustundir, 13 mínútur)
FÓLKIÐ Snemma í júní voru öll lög Taylor Swift aðgengileg á tónlistarforritum eins og Spotify og Pandora eftir langa fjarveru. Fyrstu vikuna voru lögin hennar spiluð 47,5 milljón sinnum sem skilaði rúmlega 40 milljóna króna gróða fyrir söngkonuna samkvæmt Billboard.

Táknmál í útrýmingarhættu


(12 klukkustundir, 19 mínútur)
INNLENT Íslenskt táknmál er í útrýmingarhættu, að mati Samtaka heyrnarlausra. Þetta segir Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræðum við Háskóla Íslands.

Pellegrino næsti stjóri Southampton


(12 klukkustundir, 24 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnufélagið Southampton hefur ráðið Mauricio Pellegrino sem knattspyrnustjóra liðsins. Hinn 45 ára gamli Argentínumaður var síðast við stjórn hjá Alaves á Spáni.

Úthlutar 90 milljónum til 139 verkefna


(12 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra úthlutaði í dag rúmlega 90 milljónum króna í styrki úr lýðheilsusjóði til 139 verkefna og rannsókna.

Tugir látnir í árásum í Pakistan


(12 klukkustundir, 39 mínútur)
ERLENT Rúmlega 50 manns létu lífið í dag og að minnsta kosti 170 særðust í árásum sem gerðar voru í þremur borgum Pakistans síðasta dag Ramadan-hátíðar múslima. Óttast er að tala látinna og særðra eigi eftir að hækka samkvæmt frétt AFP.

Hvorugur eiginmaðurinn vissi


(12 klukkustundir, 49 mínútur)
SMARTLAND „Fyrri eiginmaður minn reyndi mikið að gera samfarirnar fullnægjandi fyrir mig. Til að byrja með var ég hreinskilin með vangetu mína til að fá fullnægingu. Hann reyndi mjög mikið að hjálpa mér. Ég varð þreytt á því að reyna.“

Útskrifast með 9,01 í meðaleinkunn


(12 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT Alls brautskráðust níu nemendur úr mekatróník hátæknifræði og úr orku- og umhverfistæknifræði í dag þegar brautskráning fór fram í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis.

Mikið af sérpöntunum fyrir brúðkaup


(12 klukkustundir, 59 mínútur)
MATUR Ást Íslendinga á kleinuhringjum virðist engan bilbug láta á sér finna. Að sögn Viðars Brink, rekstrarstjóra Krispy Kreme, færist það í vöxt að fólk láti sérhanna kleinuhringi fyrir brúðkaup, fermingar og aðrar veislur.

Skyrpartý í Heiðmörk


(13 klukkustundir, 4 mínútur)
INNLENT Ísey-skyr er nýtt alþjóðlegt vörumerki fyr­ir ís­lenskt skyr sem Mjólkursamsalan kynnti með pomp og prakt undir berum himni í Heiðmörk í gær. MS selur nú 100 milljónir skyrdósa erlendis og stefnir í tvöföldun þess á næstu árum.

Fimm fá rúma 61 milljón króna


(13 klukkustundir, 6 mínútur)
INNLENT Fyrsti vinningur EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en það gerði hins vegar annar vinningurinn og fá fimm heppnir spilarar rúmar 61 milljónir króna í sinn hlut. Vinningsmiðarnir voru keyptir annars vegar í Þýskalandi og hins vegar í Noregi.

Stjarnan fyrsta liðið til að vinna Þór/KA


(13 klukkustundir, 10 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Stjarnan varð í dag fyrsta liðið til að vinna Þór/KA í sumar. Stjarnan vann leik liðanna í Borgunarbikar kvenna í knattspyrnu, 3:2, í stórskemmtilegum leik í Garðabænum í dag. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði sigurmarkið á 85. mínútu.

Sigríður skaut Eyjakonum í undanúrslit


(13 klukkustundir, 13 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Landsliðskonan Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði sigurmark ÍBV gegn Haukum í átta liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu í dag. Lokatölur voru 1:0 og kom markið á 77. mínútu.

Allt á floti á Eskifirði


(13 klukkustundir, 16 mínútur)
INNLENT „Það er alveg gríðarlega mikil rigning og vatnsveður og það hefur bara hlaupið í ána,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, í samtali við mbl.is. Verktakar á Eskifirði vinna nú hörðum höndum að því að bjarga nýlega byggðri brú sem liggur yfir Hlíðarendaá sem rennur í gegnum bæinn.

Ímyndunaraflið eina takmarkið


(13 klukkustundir, 17 mínútur)
INNLENT Bjarni Örn Kristinsson er einn örfárra Íslendinga sem hafa lokið grunnnámi frá Massachusetts Institute of Technology (MIT) sem hefur verið talinn besti háskóli heims samkvæmt QS University Ranking.

Kúnstin að auðga útilíf fjölskyldunnar


(13 klukkustundir, 19 mínútur)
INNLENT Þær hafa brennandi áhuga og ástríðu fyrir útivist. Áhugi Pálínu Óskar Hraundal hverfist um útilíf fjölskyldunnar í hversdagsleikanum, en háfjallamennska og krefjandi gönguferðir hafa heillað Vilborgu Örnu Gissurardóttur.

Sérstakt að mæta Íslandi


(13 klukkustundir, 37 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Kristján Andrésson, landsliðsþjálfari Svía í handknattleik og fyrrverandi landsliðsmaður Íslands, segir að lið sitt sé í erfiðum en spennandi riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins í Króatíu í janúar á næsta ári.

Réttindalaus með bilaða bakkmyndavél


(13 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT Skipstjóri hjólabáts, sem bakkað var á kanadíska fjölskyldu við Jökulsárlón í ágúst 2015 með þeim afleiðingum að kona lést, hafði ekki réttindi til stýra bátnum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag.

Alltaf gaman að mæta heimaþjóðinni


(13 klukkustundir, 58 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Það er alltaf gaman að spila á móti heimaþjóðinni og það verður örugglega gaman að mæta Króatíu í Split,“ sagði Arnór Atlason, landsliðsmaður í handbolta, við mbl.is eftir að dregið var í riðla fyrir Evrópumótið í Króatíu sem fram fer í janúar á næsta ári. Ísland mætir Króatíu, Svíþjóð og Serbíu í borginni Split.

Mótherji Pútíns dæmdur úr leik


(14 klukkustundir, 16 mínútur)
ERLENT Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, Alexei Navalny, er ekki gjaldgengur til að gegna forsetaembættinu að mati rússneska kosningaráðsins. Hann hafði þegar hafið undirbúning eftir að hafa tilkynnt forsetaframboð sitt í desember.

Eva Cederbalk í stjórn Arion banka


(14 klukkustundir, 17 mínútur)
VIÐSKIPTI Eva Cederbalk var í dag kjörin í stjórn Arion banka á hluthafafundi bankans. Þá var Þórarinn Þorgeirsson kjörinn í varastjórn í stað Bjargar Arnardóttur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum.

„Ólögmæt og óréttlát staða“


(14 klukkustundir, 23 mínútur)
INNLENT „Það er auðvitað grafalvarleg staða að framkvæmdavaldið ákveði að virða niðurstöðu dómstóla að vettugi,“ segir Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður Áslaugar Ýrar Hjartardóttur sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna mismununar.

Valdís Þóra enn í harðri toppbaráttu


(14 klukkustundir, 26 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Valdís Þóra Jónsdóttir lék annan hring sinn á 70 höggum eða einu höggi undir pari vallarins á Foxconn Czech Ladies-mót­inu í LET Access-mótaröðinni, næst­sterk­ustu mótaröð Evr­ópu í golfi í dag.

„Við vorum á matarmiðum“


(14 klukkustundir, 31 mínútur)
FÓLKIÐ Scarlett Johansson sagði að fjölskyldan hennar hafi verið háð velferðarkerfinu þegar hún var að alast upp í New York.

Festu bílinn en komu fyrstar í mark


(14 klukkustundir, 36 mínútur)
INNLENT „Við stefndum alltaf að því að vera í fyrsta,“ segir Lilja Birgisdóttir, liðsstjóri Team Arctica Finance sem kom fyrst kvennaliða í mark í B-flokki WOW Cyclothon í dag. Liðið kláraði keppni á tímanum 43:44:49 og eru liðskonur afar ánægðar með árangurinn þótt ýmsar uppákomur hafi orðið á leiðinni.

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum


(14 klukkustundir, 42 mínútur)
INNLENT Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur dætrum sínum. Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins að móðir stúlknanna krefji hann samtals um þrjár milljónir í miskabætur vegna brotanna gegn dætrum þeirra.

Ólafía fer ágætlega af stað í Arkansas


(14 klukkustundir, 45 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór ágætlega af stað á Walmart NW-mótinu í Arkansas-ríki í Bandaríkjunum í dag og lék á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi. Ólafía er sem stendur í 20.-31. sæti, en margir kylfingar eiga enn eftir að ljúka við fyrsta hring og gæti staðan því breyst.
ICELAND The cat Gutti Diego was moving to Spain from Iceland with his family, but got lost at Alicante airport. He was finally found by airport staff 16 days later.

Vertu leiðtogi lífs þíns


(14 klukkustundir, 55 mínútur)
SMARTLAND Það er mikilvægt að geta stjórnað sjálfum sér, haft trú á hæfileikum sínum og þeim ákvörðunum sem maður tekur. Þess vegna er gott að minna sig á þau atriði sem geta hjálpað til að efla okkar innri leiðtoga.
MATUR Rétt eins og þorri þjóðarinnar elskum við allt sem er eldað í steypujárnspottum og -pönnum. Þessi ferskju- og pekan-gjörningur á meira skylt við botnlausa böku eða nokkurs konar „cobbler“ sem mætti kalla mulning.

Ísland mætir lærisveinum Kristjáns á EM


(15 klukkustundir, 1 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Ísland er í riðli með Króatíu, Serbíu og Svíþjóð í úrslitakeppni Evrópumóts karla í handknattleik sem fram fer í Króatíu í janúar á næsta ári, en dregið var í riðla í Zagreb, höfuðborg Króatíu, í dag.

Miklar tafir vegna umferðarslyss


(15 klukkustundir, 2 mínútur)
INNLENT Miklar tafir hafa orðið á umferð á Vesturlandsvegi frá höfuðborgarsvæðinu vegna umferðaróhapps á Kjalarnesi þar sem tvær bifreiðar lentu saman.

Frestur til að leggja fram greinargerð


(15 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, óskaði í dag, í Héraðsdómi Reykjavíkur, eftir fresti til að skila greinargerð í umboðssvika- og inn­herja­svika­máli sem Hreiðar er ákærður í og tengist einka­hluta­fé­lag­inu Hreiðari Má Sig­urðssyni ehf.
FÓLKIÐ Íslenska stuttmyndin Fótspor mun taka þátt í „GENERATOR +10“-flokki stuttmynda á Alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Giffoni á Ítalíu og keppir þar um „Gryphon-verðlaun“. Hannes Þór Arason leikstýrir myndinni og framleiðir ásamt Arnari Benjamín Kristjánssyni.

Fengu raflost í sundlaug og létust


(15 klukkustundir, 33 mínútur)
ERLENT Þrjú börn létu lífið í skemmtigarði í norðvesturhluta Tyrklands í dag þegar rafmagn komst í sundlaug sem þau léku sér í. Tveir fullorðnir, framkvæmdastjóri garðsins og sonur hans, létu einnig lífið eftir að hafa stungið sér í laugina til þess að reyna að bjarga börnunum.

Svefnleysið fer með mann


(15 klukkustundir, 47 mínútur)
INNLENT „Svefnleysið er það sem fer með mann,“ segir Snorri Páll Guðbjörnsson sem var í liði VÍS sem kom í mark í Cyclothoni WOW um tvöleytið í dag. Hann var að taka þátt í keppninni í fyrsta skipti líkt og aðrir í liðinu og segir hana hafa verið mikla þolraun.

Birgir Leifur á fimm undir pari í dag


(15 klukkustundir, 53 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék mjög vel á öðrum degi Made in Denmark-mótsins á Evrópsku áskor­enda­mótaröðinni í golfi á Jótlandi í dag. Birgir lék á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari vallarins. Birgir fékk fimm fugla og 13 pör í dag.

Skaut unglingspilt í stað hunds


(15 klukkustundir, 53 mínútur)
ERLENT Lögreglumaður í Los Angeles skaut 17 ára unglingspilt til bana fyrir slysni þegar hann skaut á hund. Kúlan virðist hafa endurkastast af gangstéttinni og lent í bringu drengsins, sem lést.

Tap í fyrsta leik og Elísabet ekkert með


(16 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Elísabet Einarsdóttir, leikmaður Lugano Volley í Sviss, var ekki með íslenska landsliðinu í blaki í 3:1 tapi gegn Skotum í fyrsta leik á Evrópumóti smáþjóða sem fram fer í Lúxemborg um þessar mundir. Elísabet er með sýkingu í botnlanga og verður því ekkert með á mótinu. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska liðið enda Elísabet einn allra besti leikmaður liðsins.

Enn ríkir töluverð óvissa á Grænlandi


(16 klukkustundir, 27 mínútur)
ERLENT Fjórir eru taldir af, þrjú þorp standa auð og yfirvöld óttast annað berghlaup. Ástandið á Grænlandi er grafalvarlegt og enn ríkir töluverð óvissa um framhaldið.

Vonandi verður ekki eins heitt og á Kýpur


(16 klukkustundir, 32 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Dregið var í riðla í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna í dag. Stjarnan var fulltrúi Íslands í drættinum og dróst á móti Osijek frá Króatíu, Klaksvík frá Færeyjum og Istatov frá Makedóníu og verða leikirnir spilaðir 22.-28. ágúst. Ana Victoria Cate, leikmaður Stjörnunnar, er ánægð með dráttinn, en hún var í liði Stjörnunnar sem komst í 32-liða úrslit fyrir tveimur árum.

Undirbúa stofnun Háskólaseturs Austfjarða


(16 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT Fjarðabyggð hefur hafið samstarfi við fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu í þágu menntamála á Austfjörðum og er undirbúningur að stofnun Háskólaseturs Austfjarða stærsti þátturinn í því verkefni.

Þorskkvótinn aukinn


(16 klukkustundir, 37 mínútur)
200 Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að aflamark í þorski verði aukið í 255.172 tonn á næsta fiskveiðiári, en kvótinn á yfirstandandi ári er 244.000 tonn. Ráðherra fylgir veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem lagði til aukinn afla í mikilvægum tegundum, s.s. þorski og ýsu.

Keypti aflandskrónur fyrir 112,4 milljarða


(16 klukkustundir, 39 mínútur)
VIÐSKIPTI Frá 12. mars síðastliðnum hefur Seðlabanki Íslands keypt aflandskrónueignir í tveimur áföngum fyrir samtals um 112,4 milljarða króna á genginu 137,5 krónur á evru en lokauppgjör viðskiptanna fór fram í gær.

Iceland's strongest man: I'm not perfect


(16 klukkustundir, 40 mínútur)
ICELAND Hafþór Júlíus is best known internationally for his role as The Mountain in the Game of Thrones television series.

Lýst eftir Sólrúnu Petru


(16 klukkustundir, 45 mínútur)
INNLENT Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Sólrúnu Petru Halldórsdóttur. Sólrún er 16 ára gömul, grannvaxin og um 166 cm á hæð.

Cosby vill fræða um kynferðisofbeldi


(16 klukkustundir, 47 mínútur)
FÓLKIÐ Bandaríski leikarinn Bill Cosby hyggst halda röð borgarafunda til að fræða ungt fólk um kynferðisofbeldi. Þetta segja talsmenn hans. Eins og fjallað hefur verið um hafa að minnsta kosti fimmtíu konur sakað Cosby um kynferðisofbeldi.

Fleiri sigurvegarar komnir í mark


(16 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT Úrslit réðust nú fyrir skömmu í þessu í bæði A-flokki og í B-flokki kvenna í WOW Cyclothon. Í A-flokki var það liðið Cannondale GÁP Elite sem fór með sigur en liðið kláraði keppni á tímanum 44:34:43. Í B-flokki kvenna kom Team Artica Finance fyrst í mark á tímanum 43:44:49.

„Segið nafn hennar!“


(16 klukkustundir, 53 mínútur)
ERLENT Hópur reiðra mótmælenda arkaði frá fjölbýlishúsinu þar sem Charleen Lyles bjó og niður í miðbæ Seattle í gærkvöldi. Lyles var ólétt þegar hún var skotin til bana af lögreglumanni. Mótmæli fóru einnig fram í fleiri borgum Bandaríkjanna.
INNLENT Hátt í 2.100 kandídatar verða brautskráðir úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands á morgun. 455 kandídatar brautskráðust frá Háskóla Íslands í febrúar síðastliðnum og því nemur heildarfjöldi brautskráðra á árinu 2.542.

Borga fyrir að hafa næstu sæti tóm


(17 klukkustundir, 1 mínúta)
VIÐSKIPTI Nú ætlar flugfélagið Etihad Airways að bjóða viðskiptavinum sínum að geta borgað meira fyrir að vera lausir við sætisfélaga í ferðum félagsins. Farþegar geta keypt allt að þrjú aukasæti.

Mennta stjórnendur þriðja geirans


(17 klukkustundir, 14 mínútur)
INNLENT Stjórnendur félagasamtaka og sjálfseignastofnana geta í fyrsta skipti sótt sér stjórnendanám sérstaklega ætlað stjórnendum í þriðja geiranum. Opni háskólinn í HR og Almannaheill þróuðu námslínuna í sameiningu og byggist kennslan að miklu leyti á hagnýtum verkefnum tengdum atvinnulífi og alþjóðaumhverfi.

Stjarnan mætir Klaksvík í Króatíu


(17 klukkustundir, 14 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Stjarnan mætir Osijek frá Króatíu, KÍ Klaksvík frá Færeyjum og SC Istatov frá Makedóníu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna en dregið var í riðla í Sviss í dag.

„Allir staðir á Íslandi einstakir“


(17 klukkustundir, 20 mínútur)
INNLENT Peter Coljin hjólaði hringinn í kringum Ísland einn síns liðs á undir þremur sólarhringum og vann þar með einstaklingskeppni WOW Cyclothon.

Starfsfólki Kolibri hefur fjölgað um 50%


(17 klukkustundir, 22 mínútur)
VIÐSKIPTI Starfsfólki hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækisins Kolibri, sem sérhæfir sig í stafrænni vöruþróun, hefur fjölgað um 50% að undanförnu. Í hóp starfsmanna fyrirtækisins hafa nú bæst nokkrir reynslumiklir sérfræðingar en það eru þau Jonathan Gerlach, Unnur Halldórsdóttir, Rachel Salmon, Hlynur Sigurþórsson, Kristinn Hróbjartsson, Ívar Þorsteinsson og Ívar Oddsson.

Dómarar vilja Dassey lausan


(17 klukkustundir, 25 mínútur)
ERLENT Játning Brendans Dassey, frænda Stevens Avery sem fjallað var um í þáttunum „Making a Murderer“, var fengin með ólögmætum hætti og hann ætti að vera látinn laus úr fangelsi. Þetta er niðurstaða þriggja alríkisdómara sem ógiltu dóminn yfir Dassey í gær.

Úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald


(17 klukkustundir, 26 mínútur)
INNLENT Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana fyr­ir tveim­ur vik­um í Mos­fells­dal og hafa setið í gæsluvarðhaldi í 15 daga voru úr­sk­urðaðir í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald til 21. júlí vegna almannahagsmuna.

„Húsið okkar titrar og skelfur“


(17 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT Íbúar við Grettisgötu hafa miklar áhyggjur af eignum sínum vegna framkvæmda við Vegamótastíg og Grettisgötu sem nú standa yfir vegna fyrirhugaðar byggingar fimm hæða hótels á lóðinni við Vegamótastíg 7-9.

Rúnar fékk áhugavert þjálfarateymi


(17 klukkustundir, 41 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Rúnar Kárason er kominn með nýja þjálfara hjá Hannover-Burgdorf í þýsku 1. deildinni í handknattleik, en Jens Bürkle var rekinn í síðustu viku.

Fljótastur þótt hann klessti


(17 klukkustundir, 46 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Max Verstappen hjá Red Bull ók einnig hraðast á seinni æfingu dagsins sem þeirri fyrri, í Bakú í Aserbaíjdsan. Klessti hann bíl sinn á öryggisvegg undir lok æfingarinnar og skemmdist hann talsvert.
MATUR Á Jónsmessunótt verður slegið til veislu á efstu hæðum Hörpu þegar pop-up-veitingahúsið Borðhald og fyrirtækið Berjamór, sem flytur inn náttúruvín, leiða saman hesta sína.

Nefnd eftir popplagi The Police


(17 klukkustundir, 49 mínútur)
FÓLKIÐ Allar þrautirnar heita eftir þekktum lögum úr poppsögunni. Nægir þar að nefna lög á borð við Start me up eftir Rolling Stones, Welcome to the Jungle eftir Guns N' Roses, Daytripper eftir Bítlana og The Final Countdown frá sænsku rokkhljómsveitinni Europe en sú síðastnefnda er einmitt lokaþraut Gung-Ho og er 8 metra breið, 36 metra löng og nær 8 metra hæð þar sem hún er hæst.

Hjólaði hringinn á 67 klukkustundum


(17 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT Peter Coljin frá Kanada sigraði í einstaklingsflokki WOW Cyclothon keppninnar í ár. Hann hjólaði í mark klukkan 13:08 og hefur þar með hjólað rúma 1250 kílómetra einn síns liðs á minna en þremur sólarhringum.

Förðunarfræðingur Katrínar segir frá


(17 klukkustundir, 55 mínútur)
SMARTLAND Konan sem kenndi Katrínu hertogaynju að mála sig fyrir sitt brúðkaup hennar og Vilhjálms Bretaprins er með gott ráð í pokahorninu fyrir ferska og ljómandi húð.

Setja fram kröfur í þrettán liðum


(17 klukkustundir, 57 mínútur)
ERLENT Fjögur ríki á Arabíuskaga hafa afhent stjórnvöldum í Katar lista yfir kröfur í þrettán liðum sem fara verði að eigi að aflétta viðskiptaþvingunum sem þau settu nýverið á landið. Stjórnvöld landanna fjögurra saka Katara um að styðja við bakið á hryðjuverkasamtökum.

Arna Þyrí framlengir við Fram


(17 klukkustundir, 59 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Handknattleiksdeild Fram og Arna Þyrí Ólafsdóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Fram og verður áfram í herbúðum liðsins næstu tvö árin.

Háskóli Íslands færist ofar á lista þeirra bestu


(18 klukkustundir, 4 mínútur)
INNLENT Háskóli Íslands situr nú í sæti 120-130 á nýjum lista Times Higher Education, en sat áður í sæti 131-140. Skólinn situr svo í sæti 201-250 á heimslistanum.

Segir borgina ekki brjóta samning


(18 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT Borgarlögmaður telur Reykjavíkurborg ekki brjóta gegn samningi við AFA JCDecaux, sem á og rekur biðskýli borgarinnar, með því að heimila WOW air að auglýsa þjónustu fyrirtækisins á auglýsingaskiltum sem standa við hjólastöðvar WOW citybike sem eru á víð og dreif um borgina.

Dagný, Gunnar og Sigurvin til Glerborgar


(18 klukkustundir, 17 mínútur)
VIÐSKIPTI Dagný Helga Eckard hefur verið ráðin fjármálastjóri Glerborgar en hún mun taka við starfinu af aðaleiganda félagsins, Árna Grétari Gunnarssyni. Dagný Helga hefur áralanga reynslu af fjármálastjórnun á byggingamarkaði en hún hefur stýrt fjármálum Miðstöðvarinnar í Vestmannaeyjum undanfarin ár.

Djúphreinsa lestarkerfið vegna baktería


(18 klukkustundir, 21 mínútur)
ERLENT Hlutar af neðanjarðarlestarkerfinu í London verða djúphreinsaðir eftir að hættulegar bakteríur fundust.

Klopp er hæstánægður


(18 klukkustundir, 34 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er hæstánægður með að hafa klófest Mohamed Salah, sem gekk í raðir Liverpool fyrir 34 milljónir punda frá Roma í gær.

Kólera breiðist hratt út


(18 klukkustundir, 41 mínútur)
ERLENT Kólerufaraldur hefur brotist út í hinu stríðshrjáða og fátæka ríki Jemen og er óttast að meira en 300 þúsund íbúar verði sýktir af sjúkdómnum í ágúst. Í dag er talið að um 193 þúsund hafi smitast af kóleru.

Hóta að fjarlægja öll strætóskýlin


(18 klukkustundir, 44 mínútur)
INNLENT Reykjavíkurborg er veittur 14 daga frestur til að bregðast við samningsbroti á samningi borgarinnar og AFA JCDecaux, sem á og rekur öll biðskýli á höfuðborgarsvæðinu. Í bréfi til borgarinnar kemur fram að fyrirtækið áskilji sér allan rétt til að rifta samningnum og fjarlægja öll biðskýli.

Fjárdráttarmáli frestað fram á haust


(18 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT Máli konu, fyrrverandi starfsmanns á fjármálasviði Landsbankans, sem ákærð er fyrir tæplega 34 milljón króna fjárdrátt og peningaþvætti, var frestað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ekki var tekin afstaða til ákærunnar í morgun.

Valdamestu konurnar fengu hrukkukrem og sokkabuxur


(18 klukkustundir, 52 mínútur)
VIÐSKIPTI Duldir fordómar voru til umræðu á viðburði norska viðskiptablaðsins Kapital á miðvikudaginn þegar áhrifamestu konum landsins var fagnað. Það sem skaut þó skökku við var varningurinn sem konurnar fengu eftir kvöldið í boði blaðsins, en þar mátti m.a. finna hrukkukrem, aðhaldssokkabuxur og tímarit um innanhúshönnun.

Mun kaffið smakkast verr?


(18 klukkustundir, 53 mínútur)
TÆKNI Bragð kaffidrykkja gæti spillst og verð þeirra hækkað vegna loftslagsbreytinga sem eru að eiga sér stað í heiminum og ekki sér fyrir endann á. Hlýnun jarðar er að verða til þess að kjörlendi til kaffibaunaræktunar minnkar, að mati vísindamanna.

Kláraði keppni í fyrsta sinn


(18 klukkustundir, 59 mínútur)
INNLENT Jón Óli Ólafsson hjólaði í gegnum endamarkið í WOW Cyclothon fyrr í dag eftir að hann neyddist til þess að hætta keppni vegna veðurs. Er þetta í þriðja skiptið sem hann tekur þátt í einstaklingsflokki.
INNLENT Engin slys urðu á fólki og óverulegt tjón varð á húsnæði Hrafnistu í Hafnarfirði þegar eldur kom upp í þaki öldrunarheimilisins í dag. Endurnýjun stendur yfir á þaki hússins, og kom eldurinn upp vegna viðhaldsframkvæmda.

Reiðir ökumenn ollu stórslysi (myndskeið)


(19 klukkustundir, 7 mínútur)
ERLENT Reiði ökumanna, annars á mótorhjóli og hins á fólksbíl, varð þess valdandi að fólksbíllinn klessti á vegg og skaust þaðan á pallbíl með þeim afleiðingum að pallbíllinn endaði á hvolfi. Atvikið átti sér stað á hraðbraut í Kaliforníu í Bandaríkjunum á miðvikudag.

„Ég er drusla“ að veruleika


(19 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT „Þessi bók er gerð til að hreyfa og til að heila,“ segir Hjalti Vigfússon, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, um bókina Ég er drusla sem kemur í verslanir í næstu viku. Er bókinni ætlað að fanga orku Druslugöngunnar, sem hefur verið gengin árlega hér á landi frá árinu 2011.

Vill þekja vegginn sólarrafhlöðum


(19 klukkustundir, 9 mínútur)
ERLENT Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði stuðningsmönnum sínum á samkomu í gær að landamæraveggurinn sem hann hyggst láta byggja verði hugsanlega þakinn sólarrafhlöðum. Hann sagði að þannig þyrfti Mexíkó ekki að greiða jafn stóran hlut í veggnu.

App sem lokar netsambandi á ferð


(19 klukkustundir, 10 mínútur)
TÆKNI Hjólreiðar hafa lengi verið gríðarlega vinsælar í Hollandi en vegna fjölgunar slysa á ungum hjólreiðamönnum ætlar helsta símafyrirtækið að þróa app sem kemur í veg fyrir að börn og unglingar geti sent skilaboð úr símum sínum á meðan þeir hjóla.

United bætir í vopnabúr sitt


(19 klukkustundir, 12 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Manchester United hefur tryggt sér þjónustu yfirnjósnara Ítalíumeistara Juventus, Javier Ribalta.

Rekin fyrir dívustæla


(19 klukkustundir, 14 mínútur)
FÓLKIÐ Söngkonan Mariah Carey var klippt út úr nýjustu mynd Will Ferrel og Amy Poeler fyrir yfirgengilega dívustæla í tökum.

365 sektað vegna áfengisauglýsinga


(19 klukkustundir, 18 mínútur)
INNLENT Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að þrjú hefti íslenskrar útgáfu af tímaritinu Glamour hafi innihaldið áfengisauglýsingar og hafi 365 miðlar brotið gegn lögum um fjölmiðla með birtingu þeirra. Er fyrirtækið sektað um eina milljón króna vegna brotanna.

Strætisvagn festist undir brú


(19 klukkustundir, 18 mínútur)
ERLENT Tveggja hæða strætisvagn sem flytur ferðamenn um París festist í dag undir brú í miðborginni. Að minnsta kosti fjórir farþegar slösuðust, þar af einn alvarlega, að sögn slökkviliðsins.

Skoða kosti og galla á SA


(19 klukkustundir, 19 mínútur)
200 Á aðalfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) í lok síðasta mánaðar var samþykkt tillaga þess efnis að skoðaðir yrðu kostir og gallar veru SFS í Samtökum atvinnulífsins.

Nature wines and creative cooking on Midsummer's Night


(19 klukkustundir, 32 mínútur)
ICELAND On Midsummer's night on Saturday, a pop-up restaurant will take place on the upper floors of Harpa concert hall. Pop-up restaurant Borðhald and wine importers Berjamór will be uniting for a unique experience of new Nordic cooking and nature wines.

Þurfa að líta meira til annarra landa


(19 klukkustundir, 34 mínútur)
INNLENT Birgir Jakobsson landlæknir segir að stefnumörkun heilbrigðisráðuneytisins taki ekki á rót vanda heilbrigðiskerfisins. Ábyrgðin á kerfislægum vanda liggi alfarið hjá ráðuneytinu sem þurfi að líta í auknum mæli til reynslu annarra landa.

Stórleikur í Garðabæ í kvöld


(19 klukkustundir, 46 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Það er sannkallaður stórleikur í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu, Borgunarbikarnum, í Garðabæ í kvöld þar sem ósigrað lið Þórs/KA mætir ríkjandi Íslandsmeisturum Stjörnunnar.

Rakel hannar kertastjaka með Reflection


(19 klukkustundir, 49 mínútur)
SMARTLAND Rakel Hlín Bergsdóttir eigandi Snúrunnar hannaði kertastjaka með eigendum Reflections. Fyrirtækið er þekkt fyrir guðdómlega hönnun úr kristal.

Eldur í þaki Hrafnistu


(19 klukkustundir, 54 mínútur)
INNLENT Talsverður viðbúnaður var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins vegna elds í þaki Hrafnistu við Hraunvang í Hafnarfirði á tólfta tímanum. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en iðnaðarmenn voru að störfum á þakinu þegar eldurinn kviknaði.

Árásarmaðurinn í London ákærður


(19 klukkustundir, 59 mínútur)
ERLENT Breski sendiferðabílstjórinn sem keyrði inn í hóp múslíma skammt frá Finsbury Park-moskunni í London var í dag ákærður fyrir hryðjuverk, morð og morðtilraun.

Gísli Þorgeir undir smásjá Kiel


(20 klukkustundir, 13 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Gísli Þorgeir Kristjánsson, hinn 17 ára leikmaður FH sem sló í gegn í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í vor, er undir smásjá þýska stórliðsins Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfar.

Hafa safnað yfir 16 milljónum


(20 klukkustundir, 14 mínútur)
INNLENT Yfir 16 milljónir íslenskra króna hafa safnast í áheitasöfnun WOW Cyclothon hér er komið í keppninni.

Hundaskítur vinsæll eftirréttur


(20 klukkustundir, 22 mínútur)
ERLENT Hundaskítur í eftirmat hljómar allt annað en vel en eftirréttameistari í Taílandi hefur vart undan slíkar eru vinsældir réttarins.

Vill fá 450 þúsund í matarpening á mánuði


(20 klukkustundir, 28 mínútur)
FÓLKIÐ Mel B hefur neitað að borga fyrrum eiginmanni sínum, Stephen Belafonte, himinháar upphæðir á mánuði. En kvikmyndaframleiðandinn vildi meðal annars fá rúmlega 200 þúsund á mánuði í fatastyrk.

Dældu upp úr bát sem var að sökkva


(20 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ var kölluð út í morgun vegna leka sem kom að bátnum Sæljós GK.

Á ókunnum slóðum


(20 klukkustundir, 32 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslendingar hafa aldrei átt leikmann í efstu deild karla í körfubolta í Frakklandi í gegnum tíðina. Nú hefur það snarbreyst þar sem Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannsson hafa báðir samið við lið í frönsku A-deildinni.

Flúði til Taílands eftir nauðganir


(20 klukkustundir, 38 mínútur)
ERLENT Maður sem er grunaður um fjórar nauðganir í Svíþjóð í síðasta mánuði flúði til Taílands en var handtekinn á flugvellinum í Bankok við komuna þangað. Hann var síðan fluttur aftur til Svíþjóðar í lögreglufylgd og afhentur lögreglu á Arlanda í morgun.

Nú máttu taka pestó með þér í flug


(20 klukkustundir, 43 mínútur)
ERLENT Farþegar sem fara í gegnum ítalska flugvölinn Genoa's Cristoforo Colombo mega nú taka með sér stórar krukkur af pestó í handfarangri, eða allt upp 500 grömm. Hingað til hefur aðeins verið leyfilegt að ferðast 100 millilítra í vökvaformi í handfarangri.

Nýr Audi á Bessastaði


(20 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT Embætti forseta Íslands hefur keypt nýjan jeppa af gerðinni Audi. Kemur bíllinn í stað eldri jeppa af gerðinni Toyota Landcruiser, sem kominn var nokkuð til ára sinna og orðinn dýr í rekstri vegna viðhalds.

Tíu þúsund kallinn ekki á förum


(20 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT „Tíu þúsund kallinn“ er ekki að fara neitt. Þetta segir fjármálaráðherra en í tillögum starfshóps um skattaundanskot sem kynntar voru í gær var boðað átak gegn reiðufé, meðal annars með því að taka stóru seðlana úr umferð, fyrst „tíu þúsund kallinn“ og síðar fimm þúsund króna seðilinn.

Gráðug og vildi meira


(21 klukkustundir, 1 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Fríða Sigurðardóttir sló á dögunum landsleikjametið í blaki á Smáþjóðaleikunum í San Marínó. Hún er leikjahæsti Íslendingurinn með 109 A-landsleiki og bætir við metið í úrslitakeppni Evrópumóts smáþjóða sem hefst í Lúxemborg í dag.
VIÐSKIPTI Gert er ráð fyrir því að umsókn Costco um stækkun á bensínsstöð verslunarinnar verði staðfest hjá bæjarráði eins fljótt og hægt er en nú er erindið hjá byggingarfulltrúa.

Verða leiddir fyrir dómara eftir hádegi


(21 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana fyr­ir tveim­ur vik­um í Mos­fells­dal og hafa setið í gæsluvarðhaldi í 15 daga verða leiddir fyrir dómara laust eftir hádegi í dag. Lögreglan mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir mönnunum.

26 punda urriði úr Þingvallavatni


(21 klukkustundir, 15 mínútur)
VEIÐI Sagt er frá því inn á veiðivefnum Vötn og veiði að danski veiðimaðurinn Nils Folmer Jörgensen hafi í gærkvöldi landað þar risaurriða.

Dregur úr vinsældum Guðna Th.


(21 klukkustundir, 23 mínútur)
INNLENT Ánægja landsmanna með störf forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar hefur minnkað en í nýrri könnun MMR kemur fram að ánægja landsmanna með störf Guðna mælist nú 81,1% og hefur minnkað aðeins frá því hún náði hámarki og mældist 85% í apríl og 83,9% í maí.

Kviknaði í út frá ísskáp


(21 klukkustundir, 29 mínútur)
ERLENT Eldurinn í Grenfell-turninum í London kviknaði út frá ísskáp. Auk þess stóðst klæðning utan á turninum ekki öryggiskröfur, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í London en 79 manns létu lífið í eldsvoðanum í síðustu viku.

„Stórhættulegt samfélagsmein“


(21 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT „Þetta er stórhættulegt samfélagsmein og stórhættulegt fyrir þá sem lifa við þetta,“ segir Sema Erla Serdar, verkefnastýra Æskulýðsvettvangsins, en hún var fulltrúi UMFÍ á ráðstefnu um hatursorðræðu í Noregi á dögunum.

Höttur styrkir sig fyrir átökin


(21 klukkustundir, 36 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Höttur frá Egilsstöðum, nýliði í efstu deild karla í körfuknattleik á næsta tímabili, hefur samið við Bergþór Ægi Ríkharðsson um að leika með liðinu í Dominos-deildinni næsta vetur.

Kjúklingaþjófur dæmdur í fangelsi


(21 klukkustundir, 38 mínútur)
INNLENT Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi og sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir á annan tug þjófnaðar- og umferðarlagabrota. Fyrsta brotið var vorið 2016 en flest brotanna voru framin frá september í fyrra fram til maí á þessu ári.

Witzer stýrir Fossum í London


(21 klukkustundir, 46 mínútur)
VIÐSKIPTI David Witzer hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fossa markaða í London. Fossar markaðir hófu nýlega starfsemi í borginni í kjölfar vaxandi erlendra umsvifa í aðdraganda og eftir losun gjaldeyrishafta á Íslandi. Fossar reka nú þegar skrifstofu í Stokkhólmi ásamt því að vera með aðalskrifstofur í Reykjavík.

Segir matinn ógeðslegan


(21 klukkustundir, 47 mínútur)
MATUR Sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsey er þekktur fyrir að taka stórt upp í sig og kallar ekki allt ömmu sína. Það þykja því stór orð þegar hann segist aldrei munu borða ákveðinn mat. En hvað er hann að tala um?

Gögn yfir ofbeldi gegn börnum vannýtt


(21 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT Ekki eru tölur frá Íslandi yfir kynferðislegt ofbeldi gagnvart stúlkum undir 15 ára í nýútkominni skýrslu UNICEF um stöðu barna í efnameiri ríkjum þar sem borin eru saman 41 ríki. Tölur vantar reyndar frá fleiri ríkjum hvað þetta varðar.

Starfsfólk Depp vissi um heimilisofbeldið


(21 klukkustundir, 49 mínútur)
FÓLKIÐ Umboðsmenn Johnny Depp vissu að hann gengi í skrokk á fyrrverandi eiginkonu sinni, Amber Heard, samkvæmt nýjum dómsgögnum.

Grenfell Tower cladding in many Icelandic buildings


(21 klukkustundir, 56 mínútur)
ICELAND The same cladding which is believed to be the reason for the severity of the fire in Grenfell Tower in London is used in many Icelandic buildings.

Verstappen fljótastur


(22 klukkustundir, 8 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Max Verstappen hjá Red Bull ók hraðast á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Aserbaísjan rétt í þessu og liðsfélagi hans Daniel Ricciardo ók næsthraðast.

Minnast þeirra sem féllu í árás á skipalest


(22 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT Herskip safnast saman í dag á Faxaflóa og sigla í fylkingu inn Hvalfjörð og minnast þeirra sem létust í árásum þýskra herskipa og kafbáta á skipalestirnar, og þeirra sem lögðu líf sitt í hættu við að koma björgum til Rússlands í stríðinu.

Meira yrði prentað af verðminni seðlum


(22 klukkustundir, 11 mínútur)
VIÐSKIPTI Meira yrði prentað af verðminni seðlum ef tillögurnar um að taka tíu þúsund króna seðilinn og fimm þúsund króna seðilinn úr umferð gengju eftir. Áhrif á peningamagn í umferð yrðu mjög lítil. Þetta kemur fram í svari Seðlabanka Íslands við fyrirspurnum mbl.is.

Knattspyrnusambandið styrkir fórnarlömbin


(22 klukkustundir, 18 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að allur ágóði af leiknum um Samfélagsskjöldinn, sem jafnan markar upphaf á nýju knattspyrnutímabili á Englandi, renni til fórnarlamba brunans í Grenfell-turninum í Lundúnum á dögunum.

Bjarki gengur til liðs við Takital


(22 klukkustundir, 22 mínútur)
VIÐSKIPTI Bjarki Heiðar Ingason hefur gengið til liðs við Takital. Hann mun jafnframt gerast meðeigandi í fyrirtækinu og starfa sem hugbúnaðarsérfræðingur í vöruþróun og ráðgjöf í netviðskiptum.

Mikil stemning við Hvaleyravatnsveg


(22 klukkustundir, 26 mínútur)
INNLENT Mikil stemning er við endamark WOW Cyclothon á Hvaleyravatnsvegi í Hafnarfirði þar sem fyrstu sjö lið í B-flokki eru komin í mark.

„Þungt áfall fyrir litla þjóð“


(22 klukkustundir, 40 mínútur)
INNLENT Landssöfnunin vegna hamfaranna í Grænlandi fer vel af stað og hefur Reykjavíkurborg samþykkt að leggja til 4 milljónir króna. Hrafn Jökulsson, talsmaður söfnunarinnar, segir viðbrögð Íslendinga skipta sköpum fyrir Grænlendinga.

Sara Lind og Rafn Kumar sigruðu


(22 klukkustundir, 41 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Þau Sara Lind Þorkelsdóttir, Víkingi, og Rafn Kumar Bonifacius, HMR, stóð upp sem sigurvegarar á Stórmóti Víkings í gær sem fram fór á tennisvöllum Víkings í Fossvogi.

Gamla íbúð Jóns Ásgeirs lækkar í verði


(22 klukkustundir, 49 mínútur)
SMARTLAND Glæsileg þakíbúð í New York sem Jón Ásgeir Jóhannesson átti í New York hefur enn og aftur lækkað í verði en Jón Ásgeir seldi öðrum íslenskum athafnamanni íbúðina á 22 milljónir dollara árið 2011.

Tvíburarnir farnir heim af spítalanum


(23 klukkustundir, 4 mínútur)
FÓLKIÐ Tónlistarfólkið Beyoncé og Jay-Z eignaðist tvíbura í síðustu viku. Þeir hafa nú verið útskrifaðir af spítala og getur því nýja fimm manna fjölskyldan notið þess að vera heima saman.

Andri til VÍS


(23 klukkustundir, 8 mínútur)
VIÐSKIPTI Andri Ólafsson hefur verið ráðinn samskiptastjóri hjá VÍS. Andri hefur starfað hjá 365 miðlum undanfarin 10 ár, nú síðast sem aðstoðarritstjóri fréttastofu 365.

Yfirvöld brugðust börnunum


(23 klukkustundir, 10 mínútur)
ERLENT Börn sem voru fórnarlömb skelfilegrar misnotkunar fengu enga aðstoð frá norska velferðarkerfinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í væntanlegri skýrslu rannsóknarnefndar sem var skipuð til að rannsaka misnotkun og ofbeldi gegn börnum í landinu.

Messi borgar sig frá fangelsisdómi


(23 klukkustundir, 14 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi hjá Barcelona hefur samþykkt að borga hærri sekt fyrir skattsvik sín og hreinsa þannig nafn sitt frá því að hafa verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi.

17,5% samdráttur á 12 mánuðum


(23 klukkustundir, 32 mínútur)
200 Aflaverðmæti íslenskra skipa í mars var 14,8 milljarðar króna sem er 3% minna en í mars 2016. Verðmæti botnfiskaflans nam 9,6 milljörðum sem er 8,3% samdráttur miðað við mars 2016.

Guðjón Valur í úrvalsliðinu (myndskeið)


(23 klukkustundir, 33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, var valinn besti vinstri hornamaður síðustu tveggja umferðanna í undankeppni Evrópumótsins. Evrópska handknattleikssambandið opinberaði úrvalsliðið í morgun.

Kaupmáttur launa hækkaði um 3%


(23 klukkustundir, 34 mínútur)
VIÐSKIPTI Launavísitala í maí 2017 er 617,8 stig og hækkaði um 3,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,8%. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Kúguð til að senda myndir eða pening


(23 klukkustundir, 36 mínútur)
ERLENT Stafrænar þvingunaraðgerðir, blekkingar, hótanir og kúganir gagnvart börnum og ungmennum hafa aukist mjög á síðustu árum. Europol hefur gefið út viðvörun og hafið herferð vegna þessa og birt leiðbeiningar um hvernig beri að bregðast við, en mál af þessu tagi eru sjaldan tilkynnt til lögreglu.

Frekar stuttbuxur en pils


(23 klukkustundir, 42 mínútur)
ERLENT Strætisvagnabílstjórar í frönsku borginni Nantes fá að klæðast stuttbuxum við aksturinn en forsvarsmenn fyrirtækisins gáfust upp þegar bílstjórarnir tóku sig saman og mættu í pilsum í vinnuna á þriðjudag. Hitabylgja hefur gert Frökkum lífið leitt undanfarna daga.

Sjö á leið í þriðju lokakeppni EM


(23 klukkustundir, 52 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sjö íslenskar landsliðskonur í knattspyrnu eru á leið í sína þriðju lokakeppni Evrópumótsins þegar þær fara til Hollands í næsta mánuði. Sex til viðbótar í 23 manna hópi Íslands taka þar þátt í sinni annarri lokakeppni.
Meira píla