Fréttir vikunnar


SMARTLAND Elísabet Gunnarsdóttir á Trendnet.is er ein best klædda kona landsins. Hún er búsett í Svíþjóð og verður þar um jólin ásamt manni sínum og börnum. Hún segir að þessi árstími kalli á rauðan varalit og pallíettur.
INNLENT Opið er í dag á skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði frá klukkan 11 til 16. Veður á svæðinu er mjög gott, suðaustan gola, 7 stiga frost og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór og því mjög gott til skíðaiðkunar. Tvær æfintýraleiðir eru klára, að kemur fram í tilkynningu.
INNLENT Þegar lögreglan á Suðurnesjum var við umferðareftirlit á Reykjanesbraut í vikunni var bifreið ekið á miklum hraða fram úr lögreglubifreiðinni. Ökumaður hennar, sem er á þrítugsaldri, kvaðst hafa verið á 180 km hraða þegar hann ók fram úr þeim, en sá ekki að hann var að aka fram úr lögreglubifreið.
INNLENT Jarðskjálfti að stærð 3,5 varð rétt fyrir klukkan þrjú í nótt um 2,5 kílómetra suðaustur af öskjunni í Bárðarbungu. Samkvæmt náttúruvársérfræðingi á vakt hjá Veðurstofunni virðist þó enginn órói vera á svæðinu og engir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Virðist því hafa verið um stakan atburð.
INNLENT Í vikunni var starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sem starfað hefur þar í 25 ár venju samkvæmt veitt viðurkenning.
ERLENT Kanadíski milljarðamæringurinn Barry Sherman og kona hans Honey fundust látin í kjallaranum á heimili sínu í Torontó í gær. Lögregla segir aðstæður á vettvangi hafa verið grunsamlegar. Sherman var stofnandi og stjórnarformaður lyfjarisans Apotex sem selur lækningavörur um heim allan.
FÓLKIÐ Christine Jo Miller fékk ofnæmiskast út af blómunum sem voru í brúðkaupsvendinum hennar. Brúðkaupsdagurinn, sem átti að vera fullkominn, breyttist í martröð og náði brúðurin rétt svo að segja já og mætti síðan þremur og hálfum tíma of seint í veisluna.
ÍÞRÓTTIR Ekkert hik er á Geir Sveinssyni, landsliðsþjálfara í handknattleik karla. Hann tilkynnti í gær hvaða sextán leikmenn hann ætlar að taka með sér á Evrópumeistaramótið sem hefst í Króatíu 12. janúar.

Jólapökkum fjölgar um 30% á milli ára


(1 klukkustund, 4 mínútur)
INNLENT Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar hjá Póstinum, segir það ganga vel að koma jólapökkum og jólakortum á sína staði fyrir hátíðarnar.

ÍA og Breiðablik áttu flesta leikmenn 2017


(1 klukkustund, 15 mínútur)
ÍÞRÓTTIR ÍA og Breiðablik áttu flesta leikmenn í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á keppnistímabilinu 2017. Þetta kemur í ljós þegar farið er yfir bakgrunn allra leikmanna sem spiluðu í deildinni á árinu.

Tveir látnir eftir jarðskjálfta á Jövu


(1 klukkustund, 21 mínútur)
ERLENT Staðfest er að minnsta kosti tveir eru látnir eftir að jarðskjálfti upp á 6,5 að stærð skók eyjuna Jövu í Indónesíu í gær. Fólkið lést þegar byggingar hrundu ofan á það. Talið nokkuð víst að fleiri hafi látið lífið í skjálftanum
INNLENT Hlýtt verður í veðri en stormasamt á köflum næstu daga og alveg fram til jóla, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

Haukar heitastir í fríið


(1 klukkustund, 29 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Tíminn líður hratt á gervihnattaöld segir í gamla Eurovision-laginu og það er engin lygi. Mér finnst eins og mótið sé nýbyrjað en samt er fyrri umferðin búin og aðeins nokkrir dagar til jóla. Þetta er alveg óskiljanlegt en svona er þetta þegar það er gaman.

Með læknadóp á bar í Breiðholti


(1 klukkustund, 33 mínútur)
INNLENT Um klukkan hálf eitt í nótt voru höfð afskipti af manni á bar í Breiðholti sem er grunaður um brot á lyfjalögum. Þegar lögreglumenn nálguðust manninn reyndi hann að henda frá sér poka sem innihélt lyfseðilsskyld lyf. Lögregla hefur áður haft afskipti af manninum vegna gruns um fíkniefnasölu.

Handekinn fyrir húsbrot og líkamsárás


(1 klukkustund, 41 mínútur)
INNLENT Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi var karlmaður handtekinn í Grafarvogi grunaður um húsbrot, heimilisofbeldi, líkamsárás, eignaspjöll, akstur undir áhrifum fíkniefna og aka sviptur ökuréttindum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins.

„Hvað þarf ég eiginlega að gera“


(1 klukkustund, 41 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Mér finnst að íþróttir fatlaðra séu ekki metnar að verðleikum. Ég er ekkert að æfa neitt minna en ófatlaðir sem komast á listann fyrir minni árangur en ég tel mig hafa náð,“ segir spjótkastarinn Helgi Sveinsson, heimsmethafi í fötlunarflokki F42, spurður út í árlegt kjör Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins.

„Við munum reyna aftur“


(2 klukkustundir)
ÍÞRÓTTIR Landsliðið Kristján Jónsson kris@mbl.is Knattspyrnusamband Íslands fór þess á leit við franska liðið Nantes að Kolbeinn Sigþórsson fengi að fara með íslenska landsliðinu í vináttuleikina gegn Indónesíu í Indónesíu í janúar.

Þróttur lagði Þrótt


(2 klukkustundir, 24 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Þróttur úr Neskaupstað vann öruggan sigur á Þrótti úr Reykjavík, 3:0, þegar liðin mættust í Mizuno-deild kvenna í blaki í Neskaupstað í gærkvöld.

Flottust jólagjafirnar fyrir snyrtipinnana


(3 klukkustundir, 1 mínúta)
SMARTLAND Gefðu eftirminnilega og nothæfa jólagjöf í ár en sjaldan hefur verið jafn mikið úrval af vönduðum snyrtivörum á íslenskum markaði. Hér er samankomið brot af því besta.

Velferðarmálin eru í brennidepli


(3 klukkustundir, 31 mínútur)
INNLENT Komið var fram á níunda tímann í gærkvöldi þegar fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á Alþingi. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu.

VSK á fjölmiðla lækki einnig


(3 klukkustundir, 31 mínútur)
INNLENT Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist þess fullviss að strax á næsta ári muni virðisaukaskattur á bækur lækka.

Fimm hótelíbúðir á 500 milljónir


(3 klukkustundir, 31 mínútur)
INNLENT Fimm hótelíbúðir á Laugavegi 85 eru til sölu á 500 milljónir króna. Eigandi íbúðanna keypti hús á lóðinni árið 2005 fyrir 48 milljónir og byggði stærra hús á grunni þess gamla.

Lögreglan á Akureyri vísar kæru á Loga frá


(3 klukkustundir, 31 mínútur)
INNLENT Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur vísað frá kæru sem barst í haust og sneri að því að Logi Már Einarsson alþingismaður, formaður Samfylkingarinnar, hefði tekið dóttur sína á unglingsaldri með sér í kjörklefann á kjörstað á Akureyri þegar kosið var til Alþingis 27. október.

Aukin útgjöld valda áhyggjum


(3 klukkustundir, 31 mínútur)
INNLENT Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir ASÍ hafa áhyggjur af tekjugrunni ríkisfjármálanna í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar.

Reynt til þrautar að ná saman í dag


(3 klukkustundir, 31 mínútur)
INNLENT „Ég get nú ekki sagt að þetta sé farið að mjakast í rétta átt. Menn eru að kasta á milli sín hugmyndum. Það er alla vega verið að tala saman svo við skulum ekki alveg gefa þetta upp á bátinn.“

Ekkert samráð haft við íbúana


(3 klukkustundir, 31 mínútur)
INNLENT Einar Páll Svavarsson, íbúi í Mánatúni í Reykjavík, segir borgaryfirvöld ekki hafa tekið neitt tillit til gagnrýni íbúa í hverfinu á byggingu allt að 64 íbúða á lóðinni Borgartúni 24. Breyting á deiliskipulagi var auglýst í sumar. Skipulagssvæðið afmarkast af Samtúni, Borgartúni og Nóatúni.

Fimm hótelíbúðir á 500 milljónir


(3 klukkustundir, 31 mínútur)
INNLENT Fimm hótelíbúðir á Laugavegi 85 eru til sölu á 500 milljónir króna. Eigandi íbúðanna keypti hús á lóðinni árið 2005 fyrir 48 milljónir og byggði stærra hús á grunni þess gamla.

Lögreglan á Akureyri vísar kæru á Loga frá


(3 klukkustundir, 31 mínútur)
INNLENT Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur vísað frá kæru sem barst í haust og sneri að því að Logi Már Einarsson alþingismaður, formaður Samfylkingarinnar, hefði tekið dóttur sína á unglingsaldri með sér í kjörklefann á kjörstað á Akureyri þegar kosið var til Alþingis 27. október.

Aukin útgjöld valda áhyggjum


(3 klukkustundir, 31 mínútur)
INNLENT Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir ASÍ hafa áhyggjur af tekjugrunni ríkisfjármálanna í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar.

Fílakaramellusósa Birgittu Haukdal


(3 klukkustundir, 53 mínútur)
MATUR Birgitta og fjölskylda borða gjarnan rjúpur um jólin en eftirréttavalið er í höndum sonarins. „Í dag borðum við reyktan lambahamborgarhrygg og rjúpur þar sem maðurinn minn veiðir þær.“

78 ára og saknar sjálfsfróunar


(9 klukkustundir, 2 mínútur)
SMARTLAND „Ég er 78 ára og hef notið þess að stunda kynlíf með sjálfri mér. Að undanförnu hef ég stundað mjög æsandi kynlíf en get ekki fróað mér.“

Notuðu logsuðutæki til að brjótast inn


(9 klukkustundir, 7 mínútur)
ERLENT Fjórir New York-búar hafa lýst sig seka um að nota logsuðutæki til að komast inn i bankahvelfingar og stinga síðan af með rúmlega fimm milljón dollara í ráni sem minnir meira á Hollywood kvikmynd en raunveruleikann.

Kýrin flúði helgileikinn í tvígang


(9 klukkustundir, 32 mínútur)
ERLENT Kýrin Stormy lét lögregluyfirvöld í Philadelphiu í Bandaríkjunum heldur betur hafa fyrir sér. Stormy átti að taka þátt í uppfærslu á helgileiknum. Henni hugnaðist þó ekki leikarastarfið betur en svo að hún flúði í tvígang úr gerðinu sem hún var geymd í við kirkju í borginni.

Asbestið „tímasprengja“ í Indónesíu


(9 klukkustundir, 56 mínútur)
ERLENT Einkennin voru væg og virtust saklaus í fyrstu. Aðallega hósti og þreyta. Það leið þó ekki á löngu þar til Sriyono fékk erfiða sjúkdómsgreiningu – hann er með asbestveiki. Sjúkdóminn fékk Sriyono eftir að hafa áratugum saman andað að sér asbest-trefjum í verksmiðjunni þar hann vinnur.

City ekki búið að gefast upp á Sánchez


(10 klukkustundir, 3 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er ekki búinn að gefast upp á að fá Alexis Sánchez, leikmann Arsenal, til félagsins í janúar. City reyndi að fá Sánchez í sumar en það gekk ekki upp.

Michael Kors hættir að nota loðskinn


(10 klukkustundir, 31 mínútur)
ERLENT Tískurisinn Michael Kors, sem er eigandi Jimmi Choo, hefur tilkynnt að bæði fyrirtækin muni fyrir lok næsta árs hætta að nota loðskinn í vörur sínar. Þá hefur tískurisinn gengið til liðs við við verkefni sem stuðlar að feldlausri smásölu.

Perla og Elvar íþróttafólk Selfoss


(10 klukkustundir, 36 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Handknattleiksfólkið Perla Ruth Albertsdóttir og Elvar Örn Jónsson voru valin íþróttakona og íþróttakarl ársins 2017 hjá Ungmennafélagi Selfoss, en verðlaunahátíð félagsins var haldin í félagsheimilinu Tíbrá í kvöld.

Undrabarnið nýr kanslari Austurríkis


(10 klukkustundir, 49 mínútur)
ERLENT Austuríski Þjóðarflokkurinn og Frelsisflokkurinn tilkynntu nú í kvöld að flokkarnir hafi náð samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Tveir mánuðir eru síðan þingkosningar fóru fram í Austurríki og fóru hægri flokkar með sigur í kosningunum.

Fram U með sinn annan sigur


(10 klukkustundir, 56 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ungmennalið Fram vann sinn annan sigur í 1. deild kvenna, Grill 66-deildinni í kvöld. Fram mætti þá Aftureldingu á útivelli og hafði betur, 22:16.

Toppliðin öll með góða sigra


(11 klukkustundir, 5 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Skallagrímur og Breiðablik eru enn efst í 1. deild karla í körfubolta eftir sigra í kvöld. Breiðablik lagði Hamar í Kópavogi, 83:74. Jeremy Smith skoraði 33 stig og tók 12 fráköst fyrir Breiðablik og Larry Thomas gerði 21 stig fyrir Hamar.

Eldur í ruslagámi á Seltjarnarnesi


(11 klukkustundir, 7 mínútur)
INNLENT Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tíunda tímanum í kvöld eftir að tilkynnt var um eld í ruslagámi á Seltjarnarnesi.

Drógu vin sinn upp úr tjörninni


(11 klukkustundir, 16 mínútur)
INNLENT Lögreglan á Suðurnesjum varar við ótraustum ís á tjörnunum í Reykjanesbæ. Birti lögreglan í dag á Facebook-síðu sinni frásögn af 11 ára dreng sem datt ofan eina af tjörnunum, eftir að skilaboð bárust frá áhyggjufullu foreldri í bænum.

Ægir maður leiksins í sigri á toppliðinu


(11 klukkustundir, 19 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ægir Þór Steinarsson var maður leiksins í 76:70-sigri Castello á Prat í spænsku B-deildinni í körfubolta í kvöld. Hann skoraði 16 stig og tók sex fráköst. Hann var stigahæsti maður vallarins og með flesta framlagspunkta síns liðs.

Samningar náðust ekki í kvöld


(11 klukkustundir, 31 mínútur)
INNLENT Fundi Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, vegna flugvirkja hjá Icelandair, lauk í kvöld án þess að samningar næðust. Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, sagði þó einhverjar þreifingar vera í gangi á milli manna þegar mbl.is ræddi við hann á tíunda tímanum í kvöld.

Frakkar mæta Norðmönnum í úrslitum


(11 klukkustundir, 39 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Frakkland er komið í úrslit heimsmeistaramóts kvenna í handbolta eftir 24:22-sigur á Svíþjóð í seinni undanúrslitaleiknum í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en sænska liðið var með 12:11-forystu í hálfleik.

Níræð hjón gætu misst af draumasiglingunni


(11 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT „Það er töluverður fjöldi sem hefur verið að hafa samband, enda vorum við að upplýsa alla okkar farþega um stöðuna í dag, um yfirvofandi verkfall,“ segir Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, forstöðumaður notenda- og þjónustuupplifunar hjá Icelandair.

Vill hafa hlýlegt í kringum sig


(12 klukkustundir, 1 mínúta)
SMARTLAND Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur virðist vera lítið fyrir svart leður, stál, gler og spegla ef marka má heimaskrifstofur hans á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hann kýs hlýleika, listaverk, þægilega skrifborðsstóla og fallega lampa.

Enginn fékk milljarðana 2,6


(12 klukkustundir, 5 mínútur)
INNLENT Fyrsti vinn­ing­ur í Eurojackpot gekk ekki út í kvöld en rúm­lega 2,6 millj­arðar króna voru í pott­in­um. Annar vinningur gekk heldur ekki út að þessu sinni, en hann hljóðaði upp á tæpar 170 milljónir króna.

Griezmann má yfirgefa Atletico


(12 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Diego Simeone, knattspyrnustjóri spænska liðsins Atletico Madrid segir að Antoine Griezmann, besti leikmaður liðsins megi yfirgefa félagið. Griezmann hefur verið orðaður við Manchester United að undanförnu.

„Góður fjölskyldufagnaður“


(12 klukkustundir, 14 mínútur)
INNLENT Senn líður að besta eða versta tíma ársins í matargerð á Íslandi, eftir því hver á í hlut, en það er Þorláksmessan. Þá er gjarnan tekið forskot á jólahátíðina og slegið upp veislu þar sem kæst skata og tindabikkja er borin á borð.

Aðgengi verði takmarkað við lestarsamgöngur


(12 klukkustundir, 17 mínútur)
INNLENT Guðni A. Jóhannesson Orkumálastjóri leggur til að aðgengi að fjölsóttum og viðkvæmum ferðamannastöðum verði takmarkað við lestarsamgöngur í jólaerindi sínu til starfsmanna. Hann telur heldur ekki nægar hömlur settar á notkun díselbílar og skammast yfir notkun þeirra í íslenskri náttúru.

Þöggun beitt gegn starfsfólki spítalans


(12 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði í umræðu um fjárlagafrumvarpið í dag að þöggun væri beitt gegn starfsfólki Landspítalans. Hann sagði að starfsfólk mætti ekki tjá sig um nýjan Landspítala á nýjum stað. Gunnar sagði þetta hafa komið fram á fundi um spítalann sem haldinn var í Norræna húsinu í kosningabaráttunni.

Viggó með átta mörk í svekkjandi jafntefli


(12 klukkustundir, 37 mínútur)
ÍÞRÓTTIR West Wien þurfti að sætta sig við svekkjandi 32:32-jafntefli gegn Krems í A-deild Austurríkis í handbolta í kvöld. Krems skoraði jöfnunarmarkið þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum.

Fyrstu umræðu um fjárlög lokið


(12 klukkustundir, 43 mínútur)
INNLENT Fyrstu umræðu um fjármálafrumvarpið er lokið á Alþingi, en henni lauk klukkan rétt rúmlega átta í kvöld. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók til máls við lok umræðunnar og sagði að honum hefði þótt málefnalega farið yfir frumvarpið.

30 ára dómi fyrir fósturlát ekki áfrýjað


(12 klukkustundir, 59 mínútur)
ERLENT Lögfræðingur konu í Salvador sem fékk ekki áfrýja 30 ára fangelsisdómi eftir að vera dæmd sek um að hafa valdið fósturláti sakaði í dag dómstólinn um óskammfeilni.
INNLENT „Fyrir rúmu ári síðan var nýr samningur í lokayfirlestri en þá kom u-beygja frá velferðarráðuneytinu um að bílarnir skyldu vera í eigu ríkisins. Þeir eru og hafa verið í eigu sjúkrabílasjóðs Rauða krossins. Staðan er sú að ekki er komin lausn í það mál.“ Þetta segir starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands.

„Þetta er náttúrlega sorglegt“


(13 klukkustundir, 9 mínútur)
200 Tillaga starfshóps um niðurfellingu stærðar- og vélaraflstakmarkana skipa við veiðar hefur vakið hörð viðbrögð. Landssamband smábátaeigenda segir að vegið sé að framtíð smábátaútgerðar.

Davíð Þór gerir nýjan samning við FH


(13 klukkustundir, 28 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Davíð Þór Viðarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við FH. Davíð er 33 ára miðjumaður, sem er uppalinn hjá FH og hefur aldrei leikið með öðru liði hér á landi. Hann lék um tíma sem atvinnumaður í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Belgíu.

Ákvað að hafa ást frekar en reiði


(13 klukkustundir, 46 mínútur)
INNLENT „Ég held að almættið hafi komið því svo fyrir að við mamma vorum mikið saman þrjá síðustu dagana í lífi hennar. Þannig fannst mér mamma vera að segja „Ég elska þig“, en samband okkar mömmu í gegnum tíðina var stundum erfitt.
MATUR Heimalagaða granatsírópið er guðdómlegt en auðvitað er hægt að kaupa granateplasafa ef vill.

Ísland og Perú mætast líklegast í mars


(13 klukkustundir, 54 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur að öllum líkindum vináttuleik gegn Perú í mars á næsta ári í undirbúningi sínum fyrir HM í Rússlandi. Þetta kemur fram í fjölmiðlum í Perú í dag og segir Juan Oblitas hjá knattspyrnusambandi Perú að samningaviðræður séu nánast í höfn.

Sjálfsvígsmaður skotinn af lögreglu


(14 klukkustundir, 4 mínútur)
ERLENT Palestínumaður, íklæddur sprengjuvesti, lést í dag eftir að ísraelska lögreglan skaut hann til bana er hann stakk einn landamæravörð í mótmælum við landamæri Palestínu og Ísraels á Vesturbakkanum.

Samkennari beið á nærbuxunum uppi í rúmi


(14 klukkustundir, 4 mínútur)
INNLENT „Í starfsmannaferð erlendis var veskistöskunni stolið, seint um árshátíðarkvöld. Ég fæ lobbystrákinn til að fylgja mér og opna fyrir mér þar sem lyklarnir voru í veskinu. Þar bíður samkennari á nærbuxunum, uppi í rúmi, án sængur, hvítvín bíðandi á borðinu.“

Daníel varði 15 skot í sigri


(14 klukkustundir, 10 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Daníel Freyr Andrésson átti góðan leik í 24:18-sigri Ricoh á útivelli gegn Redbergslids í sænsku A-deildinni í handbolta í dag. Hann varði 15 skot og var með 48% markvörslu.

Enn vanti nokkuð upp á


(14 klukkustundir, 23 mínútur)
INNLENT Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ljóst að þrátt fyrir stuttan tíma hafi nýjum ráðherra heilbrigðismála tekist að setja mark sitt á fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram á Alþingi í gær.

Johnson drakk ferskjusafa frá Fukushima


(14 klukkustundir, 38 mínútur)
ERLENT Myndband af Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, að drekka ferskjusafa frá Fukushima, svæðinu þar sem kjarnorkuslys varð í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, hefur ferðast um samfélagsmiðla í dag.

Leikkonurnar mæta í svörtu


(14 klukkustundir, 41 mínútur)
FÓLKIÐ Fjölmargar leikkonur ætla að mæta á Golden Globe-verðlaunin svartklæddar til þess að mótmæla kynferðislegri áreitni. Metoo-byltingin hófst í haust þegar upp komst um kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein.

Flugliðar WOW air felldu kjarasamning


(14 klukkustundir, 51 mínútur)
VIÐSKIPTI Flugliðar hjá WOW air hafa fellt kjarasamning sem gerður var milli Flugfreyjufélags Íslands og WOW air í byrjun mánaðar og sem átti að gilda til tveggja ára.

Þórir í sjöunda úrslitaleikinn á átta árum


(14 klukkustundir, 59 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Norska kvennalandsliðið í handbolta átti ekki í miklum erfiðleikum með að sigra það hollenska í undanúrslitum á HM í Þýskalandi í dag. Lokatölur urðu 32:23 í ójöfnum leik.

Ævintýrafólk í mikilli stemningu


(15 klukkustundir, 1 mínúta)
SMARTLAND Það var glatt á hjalla þegar Fjallakofinn og Holmland buðu í bíó á magnaða ævintýramynd sem heitir Drop Everything.

28 milljarða kröfu Þorsteins vísað frá


(15 klukkustundir, 6 mínútur)
VIÐSKIPTI Hæstiréttur Íslands hefur vísað frá dómi meðalgöngusök Þorsteins Hjaltested á hendur Kópavogsbæ og tíu erfingjum Sigurðar Hjaltested.

„Hefðum getað verið heppnari“


(15 klukkustundir, 15 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Haukar fá verðugt verkefni í 8-liða úrslitum Coca Cola bikars karla í handbolta þegar þeir fá Íslands- og bikarmeistara Vals í heimsókn á Ásvelli. Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var nokkuð brattur þegar mbl.is ræddi við hann í dag en meiðsli hafa sett nokkurn strik í reikninginn hjá hans liði fyrir áramót.

Þórir sló á létta strengi - myndband


(15 klukkustundir, 32 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta, var ansi léttur á fréttamannafundi fyrir leik liðsins gegn Hollandi á HM í Þýskalandi.

Bíða með ákvörðun um kostamat


(15 klukkustundir, 38 mínútur)
INNLENT Hreppsnefnd Árneshrepps ákvað á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um hvort ráðist verði í kostamat á virkjun innan sveitarfélagsins annars vegar og stofnun þjóðgarðs eða verndarsvæðis hins vegar.

Nýr vígslubiskup kosinn í mars


(15 klukkustundir, 42 mínútur)
INNLENT Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að endurtaka tilnefningu til vígslubiskups í Skálholti í febrúar og að kosið verði á ný í mars á næsta ári. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá þjóðkirkjunni.

Skinkurúllur eru 80's-góðgæti sem við söknum


(15 klukkustundir, 45 mínútur)
MATUR Upp úr 1980 var partímatur ákaflega vinsæll en ég sakna þess að sjá kokteilpinnamat oftar í veislum. Til dæmis eru ostapinnar mikil snilld sem ég vil gjarnan endurvekja!

Jón Arnór og Ólafía íþróttafólk Reykjavíkur


(15 klukkustundir, 51 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson og kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir voru valin íþróttamaður og íþróttakona Reykjavíkur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Verðlaunin voru veitt í 39. skipti.

Jónsi í Sigur Rós og fjölskylda opna búð


(15 klukkustundir, 51 mínútur)
FÓLKIÐ Verslunin Fischer í Fischersundi opnar í dag. Verslunarrýmið var áður stúdíó Jónsa sem kenndur er við Sigur Rós. Systir Jónsa, Lilja Birgisdóttir, segir að öll fjölskyldan komi að versluninni og mikið hefur verið lagt til.

Elliði vill leiða áfram í Eyjum


(16 klukkustundir, 6 mínútur)
INNLENT Elliði Vigfússon, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tilkynnti í dag á vef sínum Ellidi.is að hann gefi áfram kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. „Undanfarið hef ég eytt talsverðum tíma í að líta yfir farinn veg og hugsa um framtíðina,“ segir Elliði á vef sínum.

Hólmar og félagar í undanúrslit


(16 klukkustundir, 18 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hólmar Örn Eyjólfsson og liðsfélagar hans í Levski Sofia eru komnir í undanúrslit í búlgarska bikarnum í fótbolta eftir 2:0-útisigur á Dunav Rousse í dag.

Rýmdu hluta Schiphol-flugvallar


(16 klukkustundir, 22 mínútur)
ERLENT Hluti flugstöðvarbyggingarinnar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam var rýmdur vegna manns sem var þar vopnaður hnífi. Völlurinn er einn sá stærsti í Evrópu.

Forstjóra Landspítala misboðið


(16 klukkustundir, 24 mínútur)
INNLENT Í nýjum pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, segir hann ofbeldi gagnvart konum ólíðandi ósóma og smánarblett. Hann segir alls ekki koma á óvart að slíkt hafi viðgengist í heilbrigðisþjónustunni, enda sé þar samfélag líkt og á öðrum vinnustöðum.

Snorri og Freydís skíðafólk ársins


(16 klukkustundir, 31 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Skíðasamband Íslands hefur valið skíðakonu og skíðamann ársins 2017. Skíðakona ársins er Freydís Halla Einarsdóttir (alpagreinar) og skíðamaður ársins er Snorri Einarsson (skíðaganga).

Viðey komin út á Atlantshaf


(16 klukkustundir, 37 mínútur)
200 Ferð ísfisktogarans Viðeyjar RE frá Tyrklandi til Íslands miðar vel og er skipið nú komið út á Atlantshaf eftir siglingu um Eyjahaf og Miðjarðarhaf.

Áhyggjur af gangi humarveiða


(16 klukkustundir, 38 mínútur)
200 Á samráðsfundi um humarrannsóknir, sem hagsmunaaðilar í humarveiðum og fulltrúar Hafrannsóknastofnunar sóttu í vikunni, komu fram áhyggjur af gangi humarveiða.

Segir fasteignasölum hafa verið hótað


(16 klukkustundir, 47 mínútur)
VIÐSKIPTI Eigandi fasteignasíðunnar Procura.is segir að Eftirlitsnefnd fasteignasala hafi gróflega misbeitt valdi sínu gegn vefsíðunni, meðal annars með því að hóta fasteignasölum sviptingu réttinda og kæru fyrir að eiga í viðskiptum við Procura.

Kennari komst upp með að nauðga nemanda


(16 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT „Ég starfaði einu sinni við framhaldsskóla þar sem kennari nauðgaði nemanda, utan skólatíma. Skólastjóra var gert viðvart en kennarinn var ekki kærður fyrir verknaðinn.“ Svona hefst frásögn konu innan menntageirans sem greinir frá því að samstarfsmaður hennar hafi komist upp með að nauðga nemanda.

„Það hlýnar á morgun“


(17 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Heldur hlýnar á landinu öllu seinnipartinn á morgun og hitastig verður komið réttum megin við frostmark síðdegis og annað kvöld. Þessu fylgir þó einhver rigning, sérstaklega á suðvesturhluta landsins.

Hópurinn fyrir EM klár - Ágúst í markinu


(17 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta til leiks á EM í Króatíu í janúar. Auk þeirra verða þrír leikmenn í æfingahópi með A-liðinu í desember. Ágúst Elí Björgvinsson, markmaður FH, og Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, fá því tækifæri á sínu fyrsta stórmóti.

Í 90 daga bann fyrir peningaþvott


(17 klukkustundir, 17 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Forseti knattspyrnusambands Brasilíu, Marco Polo del Nero, var í dag úrskurðaður í 90 daga bann frá fótbolta þar sem hann er ásakaður um peningaþvott. Málið er í rannsókn og gæti bannið orðið lengra, verði hann fundinn sekur.

Fields nú sakaður um morð að yfirlögðu ráði


(17 klukkustundir, 18 mínútur)
ERLENT Karlmaður sem sakaður er um drepa konu í Virginíu í ágúst á lífstíðarfangelsisdóm yfir höfði sér eftir að ákæru á hendur honum var breytt. Hann er nú sakaður um að hafa myrt konuna sem hann ók á við samkomu hvítra rasista í borginni Charlottesville.

Hefði áhrif á 10 þúsund á dag


(17 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT Samtök ferðaþjónustunnar hvetja samningsaðila í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair til að leita allra leiða til að ná sáttum í deilunni sem fyrst og eyða þannig óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla.

380 milljónir í olíuleit við Jan Mayen


(17 klukkustundir, 41 mínútur)
ERLENT Norska Stórþingið samþykkti nýlega að verja 30 milljónum norskra króna, sem samsvarar rúmlega 380 milljónum íslenskra króna, í olíuleit á umráðasvæði Íslands við Jan Mayen.

Mislæg gatnamót tekin í notkun


(17 klukkustundir, 50 mínútur)
INNLENT Klippt var á borða og mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krísuvíkurvegar formlega tekin í notkun skömmu eftir hádegi í dag.

Nýjar reglur um drónaflug


(17 klukkustundir, 52 mínútur)
INNLENT Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur sett nýja reglugerð um starfrækslu dróna, eða starfrækslu fjarstýrðra loftfara, eins og það er kallað í reglugerðinni. Á hún að tryggja flugöryggi og öryggi og réttindi borgaranna.

170 milljóna einbýli við Skildinganes


(18 klukkustundir, 1 mínúta)
SMARTLAND Húseignirnar gerast ekki mikið fallegri en þetta 284 fm hús sem Davíð Pitt arkitekt hannaði. Það stendur við Skildinganes í 101 Reykjavík, er opið og bjart og skemmtilegt. Hjartað slær í eldhúsinu sem er opið inn í borðstofu og stofu.

Hið heilaga uppstúf


(18 klukkustundir, 3 mínútur)
MATUR Klassískt uppstúf er ómissandi hluti af jólahaldinu. Misjafnt er milli fjölskyldna hvort fólk vill hafa sósuna mjög sæta eður ei en millivegur er farinn hér í þessari klassísku sósu.

Breytingarnar hafa ekkert með þetta að gera


(18 klukkustundir, 7 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, neitar því að örar breytingar hans á byrjunarliði liðsins séu að skapa vandamál Liverpool í dag en liðið hefur gert tvö jafntefli í röð á Anfield.

Isavia mun aðstoða Icelandair


(18 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Isavia, sem annast rekstur Keflavíkurflugvallar, segir fyrirtækið fylgjast grannt með kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair.

Engar vísbendingar komið fram


(18 klukkustundir, 13 mínútur)
INNLENT Lögregla er engu nær í að upplýsa árás þegar ráðist var á 10 ára stúlku í Garðabæ síðdegis á mánudag. Stúlk­an náði að sleppa en talið er að ger­and­inn sé pilt­ur á aldr­in­um 17-19 ára.
ERLENT Hol­lensk-eþíópísk­ur rík­is­borg­ari var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í Hollandi fyrir stríðsglæpi sem hann framdi í blóðugum þjóðernishreinsunum sem fram fóru í Eþíópíu í lok áttunda áratugarins.

Tók upp Perfect með Andrea Bocelli


(18 klukkustundir, 21 mínútur)
FÓLKIÐ Ed Sheeran fékk ítalska tenórinn Andrea Bocelli til þess að syngja með sér dúettútgáfu af laginu Perfect. Lagið er á ensku og ítölsku og reynir Sheeran fyrir sér á ítölskunni í lok lagsins.

Mourinho ýjar að brottför Mkhitaryans


(18 klukkustundir, 21 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ummæli Josés Mourinhos, knattspyrnustjóra Manchester United, um Armenann Henrikh Mkhitaryan á blaðamannafundi í dag fyrir leik liðsins gegn West Bromwich á sunnudag renna enn frekari stoðum undir mögulega brottför kappans frá félaginu en hann hefur aðeins einu sinni í síðustu átta leikjum verið í 18 manna leikmannahópi Manchester United.
ICELAND On Monday night, Iceland's most famous singer/ songwriter Megas will be performing the poetry of Þorvaldur Þorsteinsson who died in 2013 aged only 52. He is accompanied by renowned composer and bass player Skúli Sverrison and a host of other musicians.

Björguðu hlébarða úr brunni


(18 klukkustundir, 31 mínútur)
ERLENT Fjöldi fólks hjálpaðist að við að bjarga hlébarða sem fallið hafði ofan í um átta metra djúpan brunn í Assam-ríki á Indlandi.

Nýjustu Berlínarbúarnir eru svín


(18 klukkustundir, 36 mínútur)
ERLENT Þeir eru ekki sérstaklega vinsælir, nýjustu íbúar Berlínarborgar. Þeir eiga það til að láta ófriðlega á götum, valda jafnvel umferðarslysum og grafa í görðum nágrannanna.

„Einn af þessum litningagöllum í kerfinu“


(18 klukkustundir, 40 mínútur)
INNLENT Faðir fatlaðs pilts gagnrýnir að velferðarsvið Reykjavíkurborgar taki ekki við umsóknum um framtíðarbúsetu fyrr en börnin verða átján ára. „Þetta er einn af þessum litningagöllum í kerfinu,“ segir Skarphéðinn Erlingsson.

Gaf gullpeninga fjórða árið í röð


(18 klukkustundir, 44 mínútur)
ERLENT Gullpeningar fundust í söfnunarbauk Hjálpræðishersins á Flórída. Þetta er fjórða árið í röð sem einhver setur slíka mynt í söfnunarbaukinn fyrir utan verslun í Pompano Beach. Um er að ræða mexíkóska gullpeninga sem slegnir voru árið 1947.

Dómur í sama máli sama dag 2 árum síðar


(18 klukkustundir, 45 mínútur)
INNLENT Nákvæmlega tveimur árum eftir að dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stím-málinu svokallaða verður aftur kveðinn upp dómur í málinu eftir seinni umferð þess hjá héraðsdómi. Hittir svo á að í bæði skiptin var dómur kveðinn upp 21. desember. Í fyrra skiptið árið 2015, en núna árið 2017.

Skora á ráðherra að bregðast við


(18 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) lýsir yfir vonbrigðum með nýútgefið fjárlagafrumvarp. Í þeim auknu fjárframlögum sem ætluð eru til að styrkja rekstur heilbrigðisþjónustu í landinu er litið framhjá heilbrigðisstofnuninni og í staðinn sett 20 milljóna króna hagræðingarkrafa á hana.

Kveikti á perunni vegna óvenju hlýlegs viðmóts


(18 klukkustundir, 56 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Það er heiður að fá að taka þátt í þessu verkefni,“ sagði Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar sem er einn fjögurra nýliða karlalandsliðsins í knattspyrnu sem valdir voru í til þess að taka þátt í verkefni liðsins í Indónesíu, þar sem liðið mun leika tvo æfingaleiki í janúar.
INNLENT Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að það séu mikil vonbrigði að það fjármagn sem sé eyrnamerkt sjúkrahúsinu í fjárlagafrumvarpinu sé óbreytt upphæð frá frumvarpinu sem var lagt fram í haust, eða 47 milljónir kr.

Brúðkaupsdagurinn tilkynntur


(19 klukkustundir, 11 mínútur)
FÓLKIÐ Kensington-höll er búin að tilkynna hvaða dag Harry mun giftast unnustu sinni, Meghan Markle. Brúðkaupsáhugafólk getur byrjað að taka daginn frá fyrir brúðkaup ársins 2018.

Búið að ákæra vegna morðsins á Sanitu


(19 klukkustundir, 15 mínútur)
INNLENT Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru vegna morðsins á Sanitu Braune, 44 ára gamalli konu frá Lettalandi sem myrt var á Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur 21. september. Maður sem grunaður er um að hafa orðið Braune að bana hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Hann er ákærður fyrir manndráp.

Basko kaupir helmingshlut í Eldum rétt


(19 klukkustundir, 17 mínútur)
VIÐSKIPTI Basko ehf. hefur undirritað kaupsamning um kaup á 50% hlutafjár í Eldum rétt ehf. Seljendur eru félög í eigu Kristófers Júlíusar Leifssonar og Vals Hermannssonar, stofnenda Eldum rétt.

Tækifærum sem þessum fer fækkandi


(19 klukkustundir, 28 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, segir mikilvægi janúarverkefna liðsins vera ótvírætt því ekki gefist mörg tækifæri til að skoða unga leikmenn í landsleikjum. Þeim muni jafnframt fara fækkandi á næstu árum.

Krefjast áframhaldandi varðhalds


(19 klukkustundir, 35 mínútur)
INNLENT Lögregla mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa stungið tvo albanska pilta, annan til ólífis, á Austurvelli aðfaranótt 3. desember. Núverandi varðhald yfir honum rennur út í dag.

Sekt Securitas lækkuð um 40 milljónir


(19 klukkustundir, 46 mínútur)
VIÐSKIPTI Samkeppniseftirlitið hefur lækkað sekt Securitas vegna brota á samkeppnislögum úr 80 milljónum í 40 milljónir. Fólust brot Securitas í því að því að fyrirtækið gerði einkakaupasamninga við viðskiptavini sína um svokallaða Heimavörn og Firmavörn og máttu þeir ekki eiga í viðskiptum við önnur fyrirtæki í 3 ár.

Sömu lið mætast þriðja árið í röð


(19 klukkustundir, 49 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Stórleikurinn í 8-liða úrslitum Coca Cola bikarkeppni kvenna í handbolta verður viðureign bikarmeistara Stjörnunnar og ÍBV í Garðabænum. Þessi sömu lið eru að mætast í 8-liða úrslitum þriðja árið í röð en mbl.is ræddi við þjálfarana á blaðamannafundi í hádeginu.

Innkalla ís frá Valdísi


(19 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Emmess ís hefur innkallað Valdís með jarðarberja- og ostakökubragði í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna gruns um mögulegt kólígerlasmit.

Gunnar myndi glaður mæta Ponzinibbio á ný


(20 klukkustundir, 1 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Bardagakappinn Gunnar Nelson var í áhugaverðu viðtali á ESPN á dögunum þar sem hann segir frá því að hann taki það með öllu rólega þessa dagana og vilji ekki taka neina áhættu eftir að hafa verið rotaður í UFC-bardaga sínum við Argentínumanninn Santiago Ponzinibbio í Skotlandi í júlí.

Ráðherra samþykkti tillögu Geðhjálpar


(20 klukkustundir, 4 mínútur)
INNLENT Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögu Geðhjálpar um að setja á laggirnar starfshóp til að meta kosti þess að færa svokallaðar fyrirframgefnar tilskipanir (Advance Directives) fólks með geðrænan vanda inn í íslenska löggjöf.

Salah bestur í nóvember


(20 klukkustundir, 32 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Egypski knattspyrnumaðurinn Mohamed Salah hjá enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool var valinn besti leikmaður nóvembermánaðar í deildinni en hann hefur verið í frábæru formi upp á síðkastið.

Haukar og Valur mætast í bikarnum


(20 klukkustundir, 33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Bikarmeistarar kvenna í handbolta, Stjarnan fær ÍBV í heimsókn í Garðabæ í 8-liða úrslitum keppninnar. Íslands - og bikarmeistarar Vals í karlaflokki heimsækja Hauka í stórleik en dregið var í hádeginu.
ERLENT Slökkviliðsmaður lést við störf sín þar sem hann barðist við einn fjölmargra skógarelda sem nú geisa í Kaliforníu.

WOW air fjölgar ekki flugferðum


(20 klukkustundir, 38 mínútur)
INNLENT Flugáætlanir WOW air munu haldast óbreyttar fram að mögulegu verkfalli flugvirkja hjá Icelandair á sunnudaginn.

Grænir skátar bætast í hópinn


(20 klukkustundir, 45 mínútur)
INNLENT Grænir skátar hafa nú slegist í hóp þeirra fyrirtækja sem standa fyrir endurvinnsluátaki á áli í sprittkertum, og nú má almenningur skila álinu í 120 móttökugáma Grænna skáta á höfuðborgarsvæðinu.

Skarphéðinn skipaður ferðamálastjóri


(20 klukkustundir, 52 mínútur)
VIÐSKIPTI Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, hefur skipað Skarphéðin Berg Steinarsson í embætti ferðamálastjóra til fimm ára frá 1. janúar nk.

Hvar eru skattalækkanir?


(20 klukkustundir, 54 mínútur)
INNLENT Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði hvar skattar verði lækkaðir í fjárlagafrumvarpinu. Hann óskaði jafnframt eftir að fá að vita hvar áherslur Sjálfstæðisflokks væru að finna í fjárlagafrumvarpinu sem hann sagði vera meira litað af áherslum Vinstri grænna sem stýrðu för.

Sigríður Halldórsdóttir selur retró-slotið


(21 klukkustundir, 1 mínúta)
SMARTLAND Sigríður Halldórsdóttir, sjónvarpskona á RÚV, hefur sett íbúð fjölskyldunnar á sölu. Hreinræktaður retró-stíll einkennir íbúðina og er nostrað við hvert horn í íbúðinni.

Umsóknarfrestur framlengdur til 4. janúar


(21 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest um embætti landlæknis, sem að óbreyttu hefði runnið út 20. desember, til 4. janúar næstkomandi. Embættið var auglýst laust til umsóknar 10. nóvember síðastliðinn.

Brexit á næsta stig


(21 klukkustundir, 14 mínútur)
ERLENT Leiðtogar Evrópusambandsins hafa ákveðið að halda áfram viðræðum um útgöngu Breta úr sambandinu, Brexit. Þetta segir Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins.

Hræðist ekki augnpotara Gunnars


(21 klukkustundir, 17 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Bardagakappinn Mike Perry hræðist ekki argentíska „augnpotarann“ Santiago Ponzinibbio sem sigraði Gunnar Nelson í UFC í júlí á árinu en þeir tveir fyrrnefndu mætast í átthyrningnum um helgina í Kanada.

Lagði dagsektir á 17 fasteignasölur


(21 klukkustundir, 21 mínútur)
VIÐSKIPTI Neytendastofa tók í byrjun mánaðar ákvarðanir um dagsektir á 17 fasteignasölur sem höfðu ekki gert viðeigandi lagfæringar á vefsíðum sínum, þrátt fyrir ítrekuð bréf þess efnis. Ellefu þeirra hafa nú þegar lagfært vefsíður sínar.
TÆKNI Í síðustu viku var fyrst greint frá því að gagnasafn með 1,4 milljörðum lykilorða væri aðgengilegt á vefnum, en það hafði áður gengið kaupum og sölum á svokölluðu hulduneti (e. dark web). Að lágmarki 100 þúsund íslensk lykilorð er að finna í þessu gagnasafni og líklega eru þau mun fleiri.

Skólabíllinn rifnaði í tvennt


(21 klukkustundir, 25 mínútur)
ERLENT Franska lögreglan rannsakar nú hvernig það gat gerst að lest var ekið inn í skólabíl með þeim afleiðingum að sex ungmenni létust þegar skólabíllinn rifnaði í tvennt við áreksturinn.

„Þessu verður engu að síður fylgt eftir“


(21 klukkustundir, 32 mínútur)
INNLENT Mótmælunum sem fara áttu fram fyrir utan höfuðstöðvar Klakka á hádegi í dag hefur verið aflýst. Ákveðið var að hætta við mótmælin vegna ákvörðunar stjórnar Klakka að draga fyrirætlaðar bónusgreiðslur til starfsmanna félagsins til baka. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á Facebook-síðu hans.

Lagði ríka áherslu á samstarf


(21 klukkustundir, 39 mínútur)
INNLENT Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði ríka áherslu á gott samstarf á Alþingi í umræðum um fjármálafrumvarpið 2018 þegar hann lagði það fram í ljósi þess hversu knappur tími væri til stefnu að samþykkja það.

Ungir leikmenn til Indónesíu - fjórir nýliðar


(21 klukkustundir, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Margir ungir leikmenn eru í 22-manna landsliðshópi karlalandsliðsins í knattspyrnu sem leikur vináttulandsleiki í Indónesíu í janúar. Hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ rétt í þessu.

Svaf bara hjá þremur kryddpíum


(21 klukkustundir, 41 mínútur)
FÓLKIÐ Tónlistarmaðurinn Robbie Williams er nokkuð viss um að fólk sé meðvitað um það hjá hverjum hann hefur sofið. Hann segist hafa verið að grínast þegar hann lýsti því yfir að hann hefði sofið hjá fjórum kryddpíum.

Skiing areas across Iceland open today


(21 klukkustundir, 41 mínútur)
ICELAND Many of Iceland's skiing areas are open today. Bláfjöll, just a half-hour drive from Reykjavik is open today offering free entry to everyone .

Mjólkurhristingsmorðingi aftur fyrir dómara


(21 klukkustundir, 52 mínútur)
ERLENT Mjólk­ur­hrist­ings­morðing­inn, hin banda­ríska Nancy Kis­sel, sem í tvígang hef­ur verið dæmd fyr­ir morðið á eig­in­manni sín­um í Hong Kong, kom aftur fyrir dómara í morgun til að reyna að fá lífstíðardómi sínum hnekkt.

Mikill verðmunur á jólamatnum


(21 klukkustundir, 52 mínútur)
INNLENT Bónus er í langflestum tilvikum með lægsta verðið þegar kemur í verðlagningu á jólamat þetta árið samkvæmt verðkönnun ASÍ. Hagkaup, sem er líkt og Bónus í eigu Haga, er oftast með hæsta verðið á jólamatnum.

Síðustu leikirnir fyrir HM á Íslandi


(21 klukkustundir, 53 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Síðustu tveir vináttulandsleikirnir sem íslenska karlalandsliðið spilar fyrir lokakeppni HM í Rússlandi verða á Íslandi í júní.

Rooney hafði betur gegn Gylfa um mark mánaðarins


(21 klukkustundir, 55 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Það er með hreinum ólíkindum að mark íslenska landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrir Everton gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafi ekki skilað honum besta markinu sem skorað var í ensku úrvalsdeildinni í nóvembermánuði.
MATUR Þessi uppskrift er fremur auðveld en alltaf slær hún í gegn. Það má vel bæta við basilíkulaufi ef vill eða rauðu pestói. Með réttinum ber ég yfirleitt fram salat og sætar kartöflur.

H&M í frjálsu falli


(22 klukkustundir, 1 mínúta)
VIÐSKIPTI Hlutabréf í sænsku tískuvörukeðjunni H&M hafa lækkað um rúm 15% það sem af er degi eftir að fyrirtækið tilkynnti óvæntan samdrátt í sölu.

Skíðasvæði víða opin í dag


(22 klukkustundir, 2 mínútur)
INNLENT Skíðasvæði landsmanna verða víða opin í dag. Í Bláfjöllum verður opið frá kl. 14 til 21 og er öllum boðið frítt í lyftur svæðisins.

Fundum frestað um óákveðinn tíma


(22 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Fundum í kjaradeilum Flugvirkjafélags Íslands vegna Atlanta og Félags atvinnuflugmanna vegna Icelandair sem áttu að vera í þessari viku hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Valt í Námaskarði


(22 klukkustundir, 6 mínútur)
INNLENT Flutningabifreið með tengivagn valt í austanverðu Námaskarði í Mývatnssveit um níuleytið í gærkvöldi. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, slasaðist ekki við óhappið. Verið er að reyna að koma bifreiðinni upp á veg og því töluverðar tafir á umferð.

Svíi tekinn af lífi í Írak


(22 klukkustundir, 10 mínútur)
ERLENT Sænska utanríkisráðuneytið hefur harðlega gagnrýnt ákvörðun íraskra yfirvalda að taka mann með sænskan ríkisborgararétt af lífi við sendiherra Íraks í Svíþjóð.

Ísland í tuttugasta sæti hjá FIFA


(22 klukkustundir, 14 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu endar árið í 20. sæti á heimslista FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, sem birtur var í morgun.

Skiptar skoðanir á breytingunum hjá Klopp


(22 klukkustundir, 15 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Skiptar skoðanir eru á þeim tíðu breytingum sem Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, hefur gert á byrjunarliði á tímabilinu. Enginn annar knattspyrnustjóri kemst nálægt öllum þeim breytingum sem Klopp hefur gert.

Um sýnd og reynd í ólíkum heimum


(22 klukkustundir, 16 mínútur)
FÓLKIÐ „SOL er glúrin og ljúfsár sýning sem óhætt er að mæla með, líka fyrir þá sem lítinn eða engan áhuga hafa á heimi tölvuleikja,“ skrifar Silja Björk Huldudóttir í leikdómi um SOL sem Sómi þjóðar sýnir í Tjarnarbíói.

Gjaldskrá Strætó hækkar á nýju ári


(22 klukkustundir, 16 mínútur)
INNLENT Á fundi stjórnar Strætó bs. 6. desember sl. var samþykkt að breyta gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagsþróun og vegna þjónustuaukningar sem ráðist verður í 7. janúar næstkomandi.

Innkalla Nóa piparkúlur


(22 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur innkallað Nóa piparkúlur – súkkulaðihjúpaðar lakkrískaramellur með pipardufti.

Mælir fyrir fjárlagafrumvarpinu


(22 klukkustundir, 31 mínútur)
INNLENT Þingfundur er hafinn á Alþingi þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mælir fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs. Fjáralagafrumvarpið er eina mál á dagskrá þingsins næstu daga enda skammur tími til stefnu að samþykkja þau fyrir áramót.

Vinkona dóttur Hoffman stígur fram


(22 klukkustundir, 41 mínútur)
FÓLKIÐ Þrjár konur í viðbót stigu fram og sökuðu Óskarsverðlaunaleikarann Dustin Hoffman um kynferðislegt ofbeldi. Lögmaður Hoffman segir sögurnar ósannar og ærumeiðandi.

Kristrún ráðin aðalhagfræðingur Kviku


(22 klukkustundir, 46 mínútur)
VIÐSKIPTI Kristrún Mjöll Frostadóttir hefur verið ráðin aðalhagfræðingur Kviku banka og mun hún hefja störf um miðjan janúar næstkomandi.

Kristinn í 41. sæti í Kaupmannahöfn


(22 klukkustundir, 56 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sundmaðurinn Kristinn Þórarinsson úr Fjölni varð sjöundi í undanrásarriðli sínum í fjórsundi á Evrópumótinu í 25 metra laug sem haldið er í Royal Arena í Kaupmannahöfn.

Opnun Costco hafði lítil áhrif


(22 klukkustundir, 57 mínútur)
VIÐSKIPTI „Þetta snerti okkur dálítið áður en þeir opnuðu. Þá fann maður aðeins fyrir hægagangi á markaðnum. Það var eins og allir væru að bíða eftir einhverju stórkostlegu sem svo ekki varð,“ segir Andrés B. Sigurðsson, forstjóri verslunarinnar Ormsson í viðtali við ViðskiptaMoggann.

Varð gjöf í lífi séra Örnu


(23 klukkustundir)
INNLENT Drengur sem fæddist á eldhúsgólfinu í móttökumiðstöð fyrir hælisleitendur 1994 varð gjöf í lífi Örnu Grétarsdóttur, sóknarprests á Reynivöllum. Því hann er tengdasonur hennar og faðir dótturdóttur hennar. Arna gerði flóttafólk og Me to- byltinguna að umtalsefni við setningu Alþingis í gær.

Gefur mjólk í skóinn


(23 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT „Að mínu mati er meira en nóg drasl í heiminum,“ segir jólasveinninn Þvörusleikir um ákvörðun sína að gefa Sannar gjafir UNICEF í skóinn þetta árið.

Botnfiskaflinn jókst um 12%


(23 klukkustundir, 9 mínútur)
200 Fiskafli íslenskra skipa í nóvember var 77.902 tonn sem er 1% meiri afli en í nóvember 2016. Botnfiskaflinn nam rúmum 44 þúsund tonnum og jókst um 12%.

Fyrsti sigur Kína undir stjórn Sigurðar


(23 klukkustundir, 13 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýrði kvennalandsliði Kína til sigurs í fyrsta skipti er liðið lagði Suður-Kóreu, 3:1, í úrslitakeppni Austur-Asíumótsins í knattspyrnu.

Ísland fer hratt upp listann


(23 klukkustundir, 14 mínútur)
VIÐSKIPTI Ísland hefur á einu ári stokkið úr tíunda sæti í fimmta sæti listans yfir landsframleiðslu á mann í Evrópuríkjunum.

„Rosalega ertu komin með stór brjóst“


(23 klukkustundir, 20 mínútur)
INNLENT „Gætir þú sleppt brjóstahaldaranum á morgun? Ég elska að sjá þau hossast,“ sagði yfimaður heilbrigðisstofnunar við kvenkyns samstarfsmann. „Við erum hættar að þegja til að halda friðinn,“ segir í yfirlýsingu 627 kvenna í heilbrigðisþjónustu.

Hafa bæði bensín og hugmyndafræði


(23 klukkustundir, 30 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Franski knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal tók blaðamannafund sinn snemma í dag fyrir leik liðsins á morgun gegn Newcastle og skaut lauflétt á Manchester City sem er taplaust á toppnum.

Stefán grefur sína eigin gröf


(23 klukkustundir, 41 mínútur)
FÓLKIÐ „Ari Eldjárn sagði við okkur eitthvað á þá leið, að þó vissulega væri staða Stefáns ekki öfundsverð þá fylgdi dauðadómi eftirsóknarvert og ótakmarkað frelsi til orðs og æðis. Það væri sumsé öfundsvert fyrir grínista að geta bara látið allt flakka,“ segir Steinunn Ólína.

Refsingin þyngd verulega


(23 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT Hæstiréttur hefur tvöfaldað refsidóm yfir manni sem hefur ítrekað komist í kast við lögin. Nú var hann dæmdur fyrir tvær líkamsárásir og brot gegn valdstjórninni en önnur líkamsárásin var framin sérstöku öryggisúrræði á vegum geðdeildar Landspítalans.

Aron bætti tíma sinn í Kaupmannahöfn


(23 klukkustundir, 49 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sundmaðurinn Aron Örn Stefánsson synti á 22,47 sekúndum og bætti sinn besta tíma um 7/100 úr sekúndu í undanrásum 50 metra skriðsunds á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem haldið er í Royal Arena í Kaupmannahöfn.

Bundin við tré og nauðgað af tíu hermönnum


(23 klukkustundir, 49 mínútur)
ERLENT Í ágúst rændu þeir yngri bræðrum hennar, bundu þá við tré og börðu þá. Hún reyndi að flýja en hermennirnir náðu henni. Þeir bundu hendur hennar við tré. Svo fóru þeir að nauðga henni einn af öðrum. Þeir voru tíu.

Konráð ráðinn til Viðskiptaráðs


(23 klukkustundir, 51 mínútur)
VIÐSKIPTI Konráð S. Guðjónsson tekur við starfi hagfræðings Viðskiptaráðs á nýju ári, eða 15. janúar 2018. Kristrún Frostadóttir lætur um leið af störfum og tekur við starfi sem aðalhagfræðingur Kviku banka.
Meira píla