Nýjustu fréttir

ÍÞRÓTTIR Tveir leikir fara fram í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu um kvöldmatarleytið í kvöld. Grótta og Augna­blik mætast á gervigrasvelli Fram í Safamýrinni klukk­an 19.00 og Fram og HK eigast við á Laugardalsvellinum klukkan 19.15. Fylgst er með gangi mála í leikjunum hér á mbl.is.
ÍÞRÓTTIR Breiðablik og Þór/KA eigast við í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna á Kópavogsvelli klukkan 18.00 í kvöld. Leikurinn er í beinni textalýsingu hér á mbl.is.
INNLENT Rúmlega þrítug kona var í dag sakfelld í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að hafa stolið úr verslun Hagkaups á Akureyri snyrtivörum, ilmvötnum, sokkum, hálsklút og öðrum fatnaði að verðmæti samtals um 52 þúsund krónur.
INNLENT Í morgun fékk Magnús Ingberg Jónsson bréf þess efnis að ónægar undirskriftir hefðu borist kjörstjórn vegna framboðs hans til forseta Íslands. Því verður nafn hans ekki á kjörseðlinum þann 25. júní. Magnús er ósáttur við framkvæmd og upplýsingagjöf tengda undirskriftalistunum og íhugar að leita réttar síns.
INNLENT Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hét í dag stuðningi Íslands við meginniðurstöður leiðtogafundar um mannúðarmál sem fram fer í Istanbúl í Tyrklandi. Ráðherrann lagði áherslu á mikilvægi kynjajafnréttis samkvæmt fréttatilkynningu og sagði fátt betur til þess fallið að koma í veg fyrir átök og leysa deilumál en aðkoma kvenna.
ÍÞRÓTTIR Tveir leikir fara fram í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins klukkan 18.00 í kvöld. Leiknir Reykjavík fær KFG í heimsókn í Breiðholtið og Reynir Sandgerði og Vestri eigast við í Sandgerði. Fylgst er með gangi mála í leikjunum hér á mbl.is.
ÍÞRÓTTIR ÍBV og Valur eigast við í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna á Hásteinsvelli klukkan 18.00 í kvöld. Leikurinn er í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Dokara kominn í bann

(35 minutes)
ÍÞRÓTTIR Emir Dokara, varnarmaður nýliða Víkings Ólafsvíkur, varð í dag fyrsti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni í knattspyrnu sem er úrskurðaður í leikbann fyrir að safna að sér spjöldum.
INNLENT Stofnfundur stjórnmálaflokksins Viðreisnar var haldinn í dag og var Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur kjörinn formaður flokksins. Formaður og stjórn flokksins munu sitja fram að aðalfundi í haust. Þá voru einnig samþykkt grunnstefnumið.
INNLENT Allt að fjórum sinnum líklegra er að fötluð kona verði fyrir kynferðisbroti en fatlaður karl. Gerendur tengjast flestir brotaþola og vita þar af leiðandi um fötlunina. Oftast er um stakt brot að ræða, verknaðirnir eru grófir og eru brotaþolar þvingaðir til samfara í flestum tilvikum.

Rikka hætt hjá 365

(1 hour, 4 minutes)
SMARTLAND Friðrika Hjördís Geirsdóttir hefur starfað hjá 365 í um áratug en er nú hætt störfum. Hún segist þurfa að sigra óttann og takast á við nýjar áskoranir.

Stórstjörnur sem heiðursgestir

(1 hour, 13 minutes)
FÓLKIÐ Nú er komin staðfesting á því að kvikmyndaleikstjórarnir Darren Aronofsky og Alejandro Jodorowsky verða heiðursgestir á Reykjavík International Film Festival (RIFF) sem verður haldin á Íslandi í haust.

KR – FH kl. 19.15, bein lýsing

(1 hour, 17 minutes)
ÍÞRÓTTIR KR og FH eigast við í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna á Alvogen-vellinum klukkan 19.16 í kvöld. Leikurinn er í beinni textalýsingu hér á mbl.is.
ÍÞRÓTTIR Stjarnan og Fylkir eigast við í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna á Samsung-vellinum klukkan 19.15 í kvöld. Leikurinn er í beinni textalýsingu hér á mbl.is.
ÍÞRÓTTIR ÍA og Selfoss eigast við í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna á Norðurálsvellinum klukkan 19.15 í kvöld. Leikurinn er í beinni textalýsingu hér á mbl.is.
BÍLAR Þeir sem spreyta sig við reynsluakstur á Opel Astra, bíl ársins í Evrópu, hjá Bílabúð Benna fram til mánaðarmóta, eiga möguleika á veglegum verðlaunum.

„Vildi deyja í örmum mínum“

(1 hour, 32 minutes)
SMARTLAND „René vildi deyja í örmum mínum, en því miður var ég að syngja þetta kvöld. Hann lést aðfaranótt 14. janúar, hann hlýtur að hafa viljað setjast upp en hann féll á gólfið,“ sagði söngkonan í viðtali á dögunum.

Vilja aðgerðir gegn skattaskjólum

(1 hour, 36 minutes)
INNLENT Stjórnvöld þurfa að grípa til fjölþættra aðgerða til þess að sporna við starfsemi skattaskjóla. Mikilvægt er að Ísland verði áfram virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi í þeim efnum og þarf landið að vera þar í fremstu röð. Þetta segir í skýrslu efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
FÓLKIÐ Grínistinn Bill Cosby mætti fyrir dóm í dag í máli gegn honum. Er hann sakaður um að hafa misnotað konu kynferðislega í Philadelphiu í Bandaríkjunum eftir að hafa byrlað henni ólyfjan. Dómarinn í málinu ákvað í dag eftir nokkurra daga yfirheyrslur fyrir dómi að málflutningur muni fara fram.

Finnur skaut mönnum skelk í bringu

(1 hour, 56 minutes)
ÍÞRÓTTIR Facebook færsla Finns Atla Magnússonar, leikmanns körfuknattleiksliðs Hauka, skaut körfuknattleiksáhugamönnum skelk í bringu í dag. Lesa mátti út úr færslunni að kærasta hans, Helena Sverrisdóttir, sem einnig leikur með Haukum gæti ekki leikið með liðinu næstu vetur.

Dóttir Tutu svipt hempunni

(1 hour, 57 minutes)
ERLENT Dóttir mannréttindafrömuðarins Desmond Tutu hefur verið neydd til þess að láta af störfum sem prestur við biskupakirkjuna í Suður-Afríku eftir að hún gekk að eiga aðra konu. Kirkjan viðurkennir ekki hjónabönd samkynhneigðra.
VIÐSKIPTI Heildarútgjöld ríkissjóðs á fyrsta ársfjórðungi 2016 voru innan fjárheimilda að því er fram kemur í ársfjórðungsuppgjöri sem sýnir stöðu fjármála á fyrsta ársfjórðungi hjá einstökum ríkisaðilum í A-hluta ríkissjóðs með hliðsjón af veittum fjárheimildum. Meirihluti fjárlagaliða er innan fjárheimilda á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Slegist um Chewbacca-grímur

(2 hours, 21 minutes)
VIÐSKIPTI Chewbacca-grímur sem voru á útsölu í flestum verslunum fyrir nokkrum dögum eru uppseldar alls staðar og ástæðan er líklega flestum ljós. Grímurnar hafa núna ratað á eBay þar sem þær kosta allt frá fimmtíu til eitt þúsund dollara, eða frá 6 til 125 þúsund íslenskar krónur.

„Ég vanmat óstöðugleikaöflin“

(2 hours, 30 minutes)
ERLENT Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segist hafa vanmetið kraftinn í óstöðugleikaöflunum sem leystust úr læðingi við innrásina í Írak. Þetta kom fram á fundi á vegum Prospect Magazine sem haldinn var í Westminster dag.
ERLENT Réttað er nú yfir slóvenskri fyrirsætu sem sökuð er um að hafa myrt fyrrverandi kærasta sinn, breskan milljarðamæring, á heimili hans á Spáni árið 2014. Konan, sem heitir Maria Kukucova og er 26 ára gömul, segist hafa skotið manninn „óvart“ þegar hún reyndi að komast í burtu frá honum.

Cantona vill ekki fá Mourinho

(2 hours, 48 minutes)
ÍÞRÓTTIR Eric Cantona, goðsögn Manchester United, vildi frekar að liðið réði Pep Guardiola en José Mourinho í stöðu þjálfara en búist er við því að Mourinho taki við starfinu fyrir vikulok.

Suðurlandsvegur opnaður

(2 hours, 59 minutes)
INNLENT Lögreglan hefur opnað fyrir umferð um Suðurlandsveg en veginum var lokað fyrr í dag skammt frá Landvegamótum vegna umferðarslyss.

Grikkir fá frekari neyðarlán

(3 hours, 18 minutes)
ERLENT Talið er líklegt að fjármálaráðherrar evruríkjanna samþykki á fundi sínum í dag að veita Grikkjum frekari neyðarlán. Þeir hafa þó ekki náð saman um að fella niður skuldir gríska ríkisins að hluta, eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur kallað eftir.

Karius í markið hjá Liverpool

(3 hours, 21 minutes)
ÍÞRÓTTIR Liverpool hefur gert langtímasamning við hinn 22 ára gamla markvörð Loris Karius frá Mainz. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Ríki íslams réðist á herstöð

(3 hours, 23 minutes)
ERLENT Nýlegar gervihnattamyndir sýna umfangsmiklar skemmdir á herstöð í Sýrlandi sem er notuð af Rússum en talið er að liðsmenn Ríkis íslams hafi ráðist á herstöðina. Bandarískt rannsóknarfyrirtæki greinir frá þessu í dag.
INNLENT Mbl.is hefur borist yfirlýsing Íslenskrar erfðagreiningar vegna fréttar sem birtist í Morgunblaðinu í dag þar sem sagt var frá rannsóknum Robert Lynch undir fyrirsögninni „Einbirni sögð lifa lengur“.

Íris Björk í landsliðið að nýju

(3 hours, 29 minutes)
ÍÞRÓTTIR Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, hefur valið 19 manna leikmannahóp fyrir lokaleikina í undankeppni EM sem haldin verður í Svíþjóð seinna á þessu ári gegn Frakklandi og Þýskalandi.

Leikarinn Burt Kwouk látinn

(3 hours, 33 minutes)
FÓLKIÐ Breski leikarinn Burt Kwouk lést í dag 85 ára að aldri. Hans er helst minnst fyrir að leika Cato, þjón lögregluforingjans Clouseau í kvikmyndunum um Bleika pardusinn. Clouseau sjálfur var leikinn af breska leikaranum Peter Sellers.

Myndin sem „meiðir heilann“

(3 hours, 34 minutes)
FÓLKIÐ Fjöldi fólks hefur klórað sér í höfðinu síðasta sólarhringinn yfir mynd sem sýnir tvo einstaklinga faðmast á strönd. Ástæðan er sú að erfitt er að greina í sundur hvor á hvaða fætur.
INNLENT Fötluð kona hefur samband við Ferðaþjónustu fatlaðra og vill panta ferð að Heklu, Laugavegi 170 í Reykjavík. Konan sem svarar í símann spyr hvort það sé ekki í sama húsi og Stígamót og bætir við: „Fyrirgefðu, ég veit að það kemur mér ekki við en hefur þú orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi?“

Minni velta með atvinnuhúsnæði

(3 hours, 39 minutes)
VIÐSKIPTI Heildarfasteignamat á seldu atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í apríl nemur 2,1 milljarði króna. Alls var 63 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði þinglýst í mánuðinum og þar af voru tuttugu um verslunar- og skrifstofuhúsnæði.
ÍÞRÓTTIR Greiðslur til félaga í ensku úrvalsdeildinni vegna tímabilsins sem er liðið voru birt af vefsíðu ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Arsenal fékk hæstu upphæðina greidda á þessu tímabili, og Aston Villa þá lægstu.
ERLENT Austurríski Frelsisflokkurinn (FPOe) er„sterkari en nokkru sinni“ og er tilbúinn að vinna næstu þingkosningar, hefur AFP-fréttastofan eftir Heinz-Christian Strache, formanni flokksins.
ICELAND The French Home Affairs Minister has requested Iceland send eight police officers to assist local police during the Euro 2016 football finals to be held in France next month.

Mourinho ráðinn fyrir lok vikunnar

(3 hours, 55 minutes)
ÍÞRÓTTIR Breskir fjölmiðlar halda því fram að samningaviðræður Jorge Mendes, umboðsmanns Jose Mourinho, og Ed Woodward, varaformanns Manchester United, sem hófust í London í dag, muni taka tvo sólarhringa og Mourinho verði orðinn knattspyrnustjóri Manchester United fyrir lok vikunnar.

Var ekki beittur kynferðisofbeldi

(3 hours, 59 minutes)
FÓLKIÐ Leikarinn Elijah Wood segist ekki hafa séð eða upplifað kynferðisbrot í kvikmyndaiðnaðinum, þrátt fyrir að því hafi verið haldið fram að hann telji stóran kynferðisbrotaskandal í uppsiglingu í Hollywood. Segir hann viðtal sem birtist við hann í Sunday Times á sunnudag hafa verið misskilið.

Tekjur Spotify jukust um 80%

(3 hours, 59 minutes)
VIÐSKIPTI Tekjur sænsku tónlistarveitunnar Spotify jukust um meira en 80% í fyrra en félaginu hefur þó ekki enn tekist að skila hagnaði. Tekjurnar námu 1,95 milljörðum evra, sem nemur um 273 milljörðum króna, á síðasta ári.

Liverpool og Man.Utd. sektuð

(4 hours, 12 minutes)
ÍÞRÓTTIR Liverpool og Manchester United voru í dag sektuð af UEFA fyrir óviðeigandi söngva stuðningsmanna félaganna sem sungnir voru í leikjum liðanna í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu karla.
INNLENT Það gengur ekki til lengdar að hafa Ríkisútvarpið á auglýsingamarkaði og það verður ekki komist hjá því að Alþingi taki afstöðu til þessa máls. Þetta sagði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, á Alþingi í dag.

Gerði jafnréttismál að umtalsefni

(4 hours, 19 minutes)
INNLENT Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ávarpaði í morgun 69. þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) en fram kemur í fréttatilkynningu frá velferðarráðuneytinu að ráðherra hafi í ræðu sinni fjallað um ýmsar áskoranir í heilbrigðismálum í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um sjálfbæra þróun til ársins 2030.
SMARTLAND Kristján Bergmann, sölu og markaðsstjóri hjá Hertz, á þrjú börn og þar á meðal einn son sem spilar fótbolta. Eins og flestir fótboltaforeldrar hafa orðið varir við ryksugast peningarnir upp yfir sumartímann með tilheyrandi fótboltamótum og stuði.
ICELAND There is no information as yet as to the numbers involved in this second wave, but the cost of receiving the new arrivals is estimated at ISK 200 million (€1.44 million).
INNLENT Jörðin Fell í Aust­ur-Skafta­fells­sýslu, sem nær að hluta yfir Jök­uls­ár­lón, var auglýst til sölu nú um helgina og segir Ólafur Björnsson, hæsta­rétt­ar­lög­maður og fast­eigna­sali hjá Lög­mönn­um á Suður­landi, áhugasama kaupendur þegar hafa sett sig í samband við sig.

Senda átta lögreglumenn á EM

(4 hours, 45 minutes)
INNLENT Innanríkisráðherra Frakklands hefur óskað eftir því við íslensk stjórnvöld að þau sendi íslenska lögreglumenn til aðstoðar frönskum lögregluyfirvöldum vegna Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu í næsta mánuði. Þetta var kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. Verkefnið mun kosta allt að 20 milljónir króna.

Vanhugsað að halda kosningar í haust

(4 hours, 46 minutes)
INNLENT Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á þingi í dag að það hefði verið vanhugsað að samþykkja að halda þingkosningar í haust. Árangur ríkisstjórnarinnar á undanförnum þremur árum hafi verið einstakur og því yrði að gefa henni tíma og næði til þess að klára mikilvæg verkefni.

Einfaldar umhverfi lítilla fyrirtækja

(4 hours, 51 minutes)
VIÐSKIPTI Viðskiptaráð telur frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt vera mjög til bóta og til þess fallið að einfalda rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja.
ICELAND International annual entrepreneur's conference Startup Iceland takes place for the fifth year this year, between May 29th to May 31st. The three-day conference is for Icelandic and international startup founders, entrepreneurs, venture capitalists, and angel investors.
ERLENT Töluvert hefur dregið úr þeim fjölda flóttamanna og hælisleitenda sem látið hafa lífið á leið sinni yfir Miðjarðarhafið frá 2013, að sögn Alþjóðastofnunar innflytjendamála (International Organization for Migration (IOM)).

Salbjörg til Keflvíkinga

(5 hours, 5 minutes)
ÍÞRÓTTIR Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, sem lék í fyrsta sinn með íslenska kvennalandsliðinu í körfuknattleik í vetur, er búin að semja við Keflvíkinga um að leika með þeim næstu tvö árin.

Frumvarp um námslán afgreitt

(5 hours, 5 minutes)
INNLENT Nýtt frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um námslán og námsstyrki var afgreitt úr ríkisstjórn í dag. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu verður frumvarpið kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna á morgun.

FME láti í sér heyra

(5 hours, 6 minutes)
INNLENT Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir því í umræðum á Alþingi í dag að Fjármálaeftirlitið léti í sér heyra og færi yfir ítrekuð samkeppnisbrot greiðslukortafyrirtækisins Valitor sem framin voru í forstjóratíð Höskuldar H. Ólafssonar, núverandi bankastjóra Arion banka.

María fjármálastjóri Landspítala

(5 hours, 20 minutes)
VIÐSKIPTI María Heimisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala til næstu fimm ára. Fjármálasvið sinnir m.a. áætlanagerð, starfsemisgreiningum, innkaupum, birgðahaldi, launavinnslu, reikningshaldi og fjárstýringu Landspítala.

Fleira flóttafólk til Íslands

(5 hours, 25 minutes)
INNLENT Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu félags- og húsnæðismálaráðherra um móttöku flóttafólks síðar á þessu ári. Tillagan er í samræmi við niðurstöðu flóttamannanefndar um að tekið verði á móti sýrlensku flóttafólki frá Líbanon.

Umferðarslys á Suðurlandsvegi

(5 hours, 27 minutes)
INNLENT Umferðarslys varð á Suðurlandsvegi skammt frá Hellu á öðrum tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er búið að loka veginum á meðan lögregla og sjúkralið athafna sig.

Fara alltaf erfiðu leiðina

(5 hours, 32 minutes)
ÍÞRÓTTIR „Þetta byrjar alls ekki auðveldlega en við höfum alltaf þurft að fara erfiðu leiðna í úrslitaleikinn síðustu ár, þannig að við erum bara ánægðar með að fá að mæta Val,“ sagði Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss um niðurstöðu dráttarins í 16-liða úrslit Borgunarbikars kvenna en Valur sækir Selfyssinga heim.

Vilja bílhræin burt

(5 hours, 33 minutes)
VIÐSKIPTI Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til að umhverfis- og skipulagsráð hvetji til breytingar á lögreglusamþykkt svo „íbúar Reykjavíkur þurfi ekki að búa við að nágrannar þeirra noti garða sína sem nokkurs konar kirkjugarða fyrir úr sér gengin bílhræ öllu umhverfinu til ama“.
INNLENT Á föstudaginn samþykkti Reykjaneshöfn að fresta fyrstu greiðslu gatnagerðargjalda frá Thorsil, sem ætlar að byggja kísilver í Helguvík, frá 15. maí til 31. júlí. Þetta er í sjötta skiptið sem frestur er veittur, en upphaflega átti að greiða gjaldið fyrir lok árs 2014. Gjöldin nema 140 milljónum.

„Upp komast svik um síðir“

(5 hours, 34 minutes)
INNLENT Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það mjög mikilvægt að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til þess að rannsaka aðkomu þýska bankans Hauck & Auf­häuser Pri­vat­bankiers að kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Það sé algjört grundvallaratriði.

Norskar orrustuþotur væntanlegar

(5 hours, 38 minutes)
INNLENT Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju mánudaginn 30. maí með komu flugsveitar norska flughersins. Alls munu um 70 liðsmenn taka þátt í verkefninu. Flugsveitin kemur til landsins með fjórar F-16 orrustuþotur.
ÍÞRÓTTIR Titilvörn Stjörnunnar í Borgunarbikarnum hefst í Kaplakrika þar sem liðið mætir FH. „Það er ekki langt fyrir okkur að fara, aðeins yfir hæðina til nágranna okkar í Hafnarfirðinum,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar við mbl.is í dag.
INNLENT Fjölmiðlamaðurinn Björn Þorláksson hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að hann ætli að bjóða sig fram til Alþingis fyrir Pírata í Norðausturkjördæmi.

Barton farinn til Skotlands

(5 hours, 46 minutes)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn reyndi og oft umdeildi Joey Barton hefur samið til eins árs við gamla skoska stórveldið Rangers og gengur til liðs við það frá og með 1. júlí.

„Þetta verður geðveikt!“

(5 hours, 59 minutes)
ÍÞRÓTTIR „Ég er bara frekar ánægð, við fáum heimaleik sem er frábært. Kaplakrikinn gefur manni ákveðinn styrk og hvatningu,“ sagði Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir, fyrirliði FH, en FH tekur á móti bikarmeisturum Stjörnunnar í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna 11. júní. Dregið var í hádeginu í dag.

Næsti Dunkin í Reykjanesbæ

(6 hours, 4 minutes)
VIÐSKIPTI Næsta útibú Dunkin' Donuts á Íslandi verður á Fitjum í Reykjanesbæ og er áætlað að opnað verði í júní. Þetta er fjórða opnun kleinuhringjakeðjunnar á einu ári. Tólf staðir á næstu fjórum árum eru hins vegar enn þá eftir.
ICELAND Icelandic low-cost WOW air is currently taking delivery of two shiny new Airbuses straight off the production line in France.

Ari sendur í EM-frí

(6 hours, 17 minutes)
ÍÞRÓTTIR Danska knattspyrnufélagið OB hefur gefið Ara Frey Skúlasyni frí frá tveimur síðustu leikjum liðsins í dönsku úrvalsdeildinni til þess að hann geti fengið nægilega hvíld og búið sig sem best undir Evrópukeppnina í Frakklandi með íslenska landsliðinu.
INNLENT Farþegarnir, sem setið hafa fastir í Amsterdam í Hollandi í tæpan sólarhring eftir að bilun kom upp í einni af vélum Icelandair, koma til Íslands í dag. Unnið er að viðgerð vélarinnar á Schiphol-flugvelli en ekki liggur fyrir hvenær henni lýkur.

Tólf ára komst inn í tvo háskóla

(6 hours, 20 minutes)
VIÐSKIPTI Hinn tólf ára gamli Tanishq Abraham er með háleit markmið og hyggst verða læknir, vísindamaður og síðar forseti Bandaríkjanna. Hann útskrifaðist úr menntaskóla við tíu ára aldur og hefur tekið stöku námskeið á háskólastigi frá sjö ára aldri. Er hann þegar kominn með þrjár háskólagráður frá opinberum háskóla sem hann hefur sótt í Sacramento í Kaliforníu.

Ronaldo segist verða klár

(6 hours, 33 minutes)
ÍÞRÓTTIR Cristiano Ronaldo kveðst verða klár í slaginn á laugardaginn þegar Real Madrid mætir Atlético Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu, þrátt fyrir meiðsli sem hann varð fyrir á æfingu í morgun.
ERLENT Umdeild grisjun Bialowieza-frumskógarins í Póllandi hófst í dag þrátt fyrir hörð mótmæli náttúruverndarsamtaka, vísindamanna og fulltrúa Evrópusambandsins. Til stendur að höggva meira en 180.000 rúmmetra trjáa á þeim svæðum skógarins sem eru utan þjóðgarðs.

Gæti legið fiskur undir steini

(6 hours, 47 minutes)
INNLENT Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að fá fram í dagsljósið upplýsingar sem umboðsmaður Alþingis hefur undir höndum og varða þátt þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA í kaupunum á hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands 2003.

Ferillinn hrundi eftir klúru myndina

(6 hours, 50 minutes)
ERLENT Anthony Weiner, fyrrverandi þingmaður demókrata frá New York, varð einn umtalaðasti stjórnmálamaður Bandaríkjanna árið 2011 eftir að klúr ljósmynd sem hann sendi á 21 árs konu í gegnum Twitter komst í dreifingu. Nú er heimildarmynd um Weiner komin út.

Húsleit hjá Google

(6 hours, 52 minutes)
VIÐSKIPTI Um eitt hundrað starfsmenn skattyfirvalda gerðu húsleit í höfuðstöðvum Google í París í Frakklandi í morgun. Google hefur verið sakað um að skulda 1,6 milljarða evra, eða 224 milljarða íslenskra króna, í skatta í Frakklandi.

Ráðherra smíðaði garðhúsgögn

(7 hours, 8 minutes)
SMARTLAND Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, smíðaði garðhúsögn úr gömlu vörubretti um helgina. Hún las sér til á netinu og segist geta hugsað sér að gera meira af þessu.

Titilvörnin hefst í Hafnarfirði

(7 hours, 12 minutes)
ÍÞRÓTTIR Stjarnan hefur titilvörn sína í Borgunarbikar kvenna í knattspyrnu með heimsókn í Hafnarfjörðinn þar sem liðið mætir FH í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar en dregið var í 16-liða úrslit í hádeginu í dag.
ICELAND Iceland’s enthusiasm for the Eurovision Song Contest was in no way dampened by not qualifying this year – with over 95% of the entire TV viewing public tuning in for the grand final.
FÓLKIÐ Hin unga leikkona Jennifer Lawrence hefur ekki alltaf farið vel að ráði sínu í samskiptum við fjölmiðla. Þetta viðurkenndi hún í spjallþætti Jimmy Fallon á dögunum.

Skipsfarmur af rusli frá Hornströndum

(7 hours, 25 minutes)
INNLENT Umhverfisstofnun, Ísafjarðarbær og sjálfboðaliðar stóðu fyrir árlegri hreinsunarferð innan friðlandsins á Hornströndum um liðna helgi, en Landhelgisgæslan og áhöfnin á varðskipinu Tý aðstoðuðu við verkið. Rúmlega sex tonn af úrgangi voru flutt af svæðinu
VIÐSKIPTI Oft hafa verið færð rök fyrir því að innan fjármagnshafta hafi verið kleift að hafa lægra vaxtastig en ella og að hækka þurfi vexti í kjölfar losunar hafta. Eru því líkur á stýrivaxtahækkunum á næstunni?
ÍÞRÓTTIR Ryan Allsop, sem varði mark knattspyrnuliðs Hattar á Egilsstöðum fyrir nokkrum árum, hefur gert nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Bournemouth til ársins 2018.
INNLENT Undanfarna daga hafa allmargir ökumenn verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Sá sem ók hraðast mældist á 150 km hraða, en hann ók eftir Garðskagavegi þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.

Hermenn féllu í Austur-Úkraínu

(7 hours, 58 minutes)
ERLENT Sjö úkraínskir hermenn létu lífið í sprengjuárásum í austurhluta Úkraínu síðasta sólarhringinn. Eru þetta flest dauðsföll í deilunni á einum degi það sem af er þessu ári en þar að auki særðust níu.

Spánverjinn yfirgefur Breiðablik

(7 hours, 58 minutes)
ÍÞRÓTTIR Spænski knattspyrnumaðurinn Sergio Carrallo er farinn frá Breiðabliki en samkomulag var gert við leikmanninn um riftun á samningi hans við félagið.

„Limljóðskáld“ látið laust

(8 hours, 3 minutes)
ERLENT Ungum manni, sem var fangelsaður fyrir að deila örljóði sem fjallaði um að hann væri með húðflúr af forseta Búrma á getnaðarlim sínum, var sleppt í dag eftir hálfs árs fangelsisvist. Ljóðskáldið var sakfellt fyrir ærumeiðingar í garð forsetans.

Andlát: Þráinn Karlsson

(8 hours, 5 minutes)
INNLENT Þráinn Karlsson leikari er látinn. Þráinn hefði orðið 77 ára í dag, en hann fæddist 24. maí í Gamla barnaskólanum á Akureyri árið 1939. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 22. maí.
INNLENT Slökkvi­starfi er lokið í iðnaðar­hús­næðinu við Vest­ur­vör 30B í Kópa­vogi, þar sem eldur kom upp í nótt, og fékk rannsóknarlögreglan aðgang að brunavettvanginum nú klukkan 11.30.

Annar bruninn hjá HL Adventures

(8 hours, 17 minutes)
INNLENT Jón Ólafur Magnússon, forstjóri HL Adventures, sem var í næsta húsi við lyftuþjónustuna Hraðberg í Vesturvör 30b þar sem eldur kom upp í nótt, segir miklar skemmdir á húsnæði ferðaþjónustunnar. „Það er ekki hægt að vera þarna og ég held að það sé allt meira og minna ónýtt sem þar var,“ segir hann.

„Hvenær er nóg nóg?“

(8 hours, 17 minutes)
INNLENT „Ég spyr mig: Hvenær er nóg nóg?“ sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun og vísaði til þeirra upplýsinga sem umboðsmaður Alþingis segist búa yfir.
ICELAND According to Icelandic national broadcaster RÚV, there were two Icelanders, one Dane and two Finns aboard the helicopter, which crashed near the Hengill volcano in South Iceland.

Komið nóg fyrir sólmyrkvaskuldinni

(8 hours, 29 minutes)
VIÐSKIPTI Almenningur sló fast í borðið í gær þegar fréttir bárust af gjaldþroti Stjörnufræðivefjarins. Með samhentu átaki safnaðist nóg til að greiða skuldina sem olli gjaldþrotinu og gott betur. Sævar Helgi Bragason hefur á síðustu árum lagt um tvær og hálfa milljón í vefinn úr eigin vasa.

Jötunn fær 300 milljóna fjármögnun

(8 hours, 34 minutes)
VIÐSKIPTI Jötunn vélar ehf. hafa samið við Fjárfestingafélag atvinnulífsins um 330 milljóna króna endurfjármögnun langtímaskulda félagsins. Með samkomulaginu er fjármögnun Jötunn véla tryggð næsta áratuginn.
ERLENT Þrjár konur hafa gefið sig fram við lögreglu á Norður-Írlandi og krafist þess að verða ákærðar fyrir að hafa orðið sér úti um og tekið ólöglegar fóstureyðingarpillur. Með þessu vilja konurnar mótmæla lögum um fóstureyðingar í landinu sem eru ein þau ströngustu í Evrópu.

Innkalla fiskbollur í karrísósu

(8 hours, 36 minutes)
INNLENT Ora hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis ákveðið að innkalla Ora-fiskbollur í karrísósu í 850 g umbúðum. Ástæðan er mistök sem urðu við hitun vörunnar og telst hún ekki örugg til neyslu.
FÓLKIÐ „Mig dreymdi hræðilegan draum. Dreymdi að ég hefði bætt á mig 70 kílóum. Það var hræðilegt. En það jákvæða við þennan draum er að núna hef ég aldrei verið einbeittari í markmiði mínu. Koma svo,“ segir Valdimar Guðmundsson söngvari á facebooksíðu sinni rétt í þessu.

Allir vilja góða kennara!

(8 hours, 51 minutes)
INNLENT Átakinu „Hafðu áhrif“ er ætlað að vekja athygli þjóðarinnar á kennarastarfinu; hversu áhugavert og skemmtilegt það er og hversu mikil áhrif kennarar hafa á einstaklinga og samfélagið. Aðstandendur segja átakið hafa skilað tilætluðum árangri.

Þátttaka bankans vekur spurningar

(8 hours, 51 minutes)
INNLENT Umboðsmaður Alþingis segir þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers í kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003, sem og önnur nýleg mál er varða svonefnd aflandsfélög og fjallað er meðal annars um í Panamaskjölunum, vekja áleitnar spurningar.
ERLENT Egypskur réttarrannsóknarmaður segir í dag að þær líkamsleifar sem hafa fundist úr farþegaþotu EgyptAir gefi til kynna að sprenging hafi átt sér stað í þotunni. Bandarískur sérfræðingur segir þó erfitt að taka mark á staðhæfingum þeirra sem hafa neitað að koma fram undir nafni.

Kjötbollur ná nýjum hæðum

(8 hours, 52 minutes)
MATUR Það er alger óþarfi að líta matararafgangana hornauga þegar svo auðvelt er að töfra fram nýja og glæsilega rétti úr þeim. Hér tekur Óskar kokkur kjötbollur og endurgerir þær sem blómkálsragú, pastasósu og „meatball sandwich“.

Segja rými fyrir úrbætur

(8 hours, 53 minutes)
INNLENT Framfarir hafa orðið hvað varðar Landsáætlun um vöktun lyfjaleifa og óæskilegra efna í búfjárafurðum (NRMP) en gera má úrbætur þegar kemur að tíðni sýnatöku og sýnafjölda innan ákveðinna flokka sýna, sem ekki voru í áætluninni áður en löggjöf um eftirlit með leifum dýralyfja og aðskotaefna í lifandi dýrum og dýraafurðum var innleidd árið 2011.

116 lík grafin upp úr fjöldagröf

(8 hours, 56 minutes)
ERLENT Yfirvöld í Mexíkó hófu í gær að grafa upp lík úr fjöldagröf í Morelos-fylki, en líkum 116 einstaklinga hafði verið komið fyrir í tveimur tíu metra djúpum holum. Uppgötvaðist fjöldagröfin, sem er í bænum Tetelcingo, í nóvember á síðasta ári.

Missir Ronaldo af úrslitaleiknum?

(8 hours, 58 minutes)
ÍÞRÓTTIR Cristiano Ronaldo, fyrirliði portúgalska landsliðsins og leikmaður Real Madrid, fór haltrandi af æfingu liðsins í dag.
ICELAND A lonely hill near Manitoba in Canada is the resting place of Icelander Friðrika Björnsdóttir. She is reputed to be the grandchild of King Frederick VI of Denmark.

Fundað með umboðsmanni Mourinhos

(9 hours, 6 minutes)
ÍÞRÓTTIR Fulltrúar Manchester United munu funda með Jorge Mendes, umboðsmanni Josés Mourinhos, í dag í von um að fá samkomulag um kaup og kjör. Þetta kemur fram á vefsíðu BBC.

Vandi uppgröft fjöldagrafa

(9 hours, 10 minutes)
ERLENT Mannréttindasamtök brýna fyrir indónesískum stjórnvöldum að fá réttarmeinafræðinga til þess að grafa upp lík úr fjöldagröfum þar sem talið er að fórnarlömb fjöldamorða á kommúnistum á 7. áratug síðustu aldar hvíli. Það sé nauðsynlegt til þess að tryggja varðveislu sönnunargagna og svo hægt sé að bera kennsl á líkin.
FÓLKIÐ Mark Wahlberg viðurkenndi á dögunum að hann hefði róast mikið með árunum. Leikarinn var á sínum yngri árum þekktur fyrir mikið partístand, en hann segist hafa þroskast í kjölfar þess að hafa stofnað fjölskyldu.

Nýjar upplýsingar um þátt bankans

(9 hours, 31 minutes)
INNLENT Umboðsmanni Alþingis hafa borist upplýsingar um hvernig leiða megi í ljós hver hafi í raun verið þátttaka þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á hluta ríkisins í Búnaðarbanka Íslands á árinu 2003 með aðild hans að Eglu hf.

Beckham leggur orð í belg

(9 hours, 32 minutes)
ÍÞRÓTTIR Það er gríðarleg eftirvænting í enskum fjölmiðlum vegna væntanlegrar ráðningar Josés Mourinhos í stöðu þjálfara Manchester United, en búist er við því að Portúgalinn litríki skrifi undir innan tveggja sólarhringa.

Guðdómlegt sumarhús í Skorradal

(9 hours, 32 minutes)
SMARTLAND Við Vatnsendahlíð í Skorradal stendur glæsilegt sumarhús sem byggt var 2004. Húsið er tæplega 80 fm að stærð. Sumarbústaðurinn er fallega stíliseraður og er svartur litur áberandi eins og sést á myndunum.
ICELAND New reports from consultancy firm Expectus and Icelandic bank Íslandsbanki show the current size of the Airbnb accommodation market in the Icelandic capital of Reykjavik.

Elísabet nýr markaðsstjóri drykkja

(9 hours, 45 minutes)
VIÐSKIPTI Elísabet Sveinsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri drykkja hjá Ölgerðinni.

154 látnir eftir sprengjuárásir

(9 hours, 46 minutes)
ERLENT Fjöldi látinna eftir sprengjuárásir í Sýrlandi í gær er kominn upp í 154 en rúmlega 300 eru særðir. Ríki íslams hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum sem voru gerðar í hjarta yfirráðasvæðis Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Flestir hinna látnu voru almennir borgarar, þar af átta börn.
ÍÞRÓTTIR Samkvæmt enska fréttamiðlinum The Guardian hefur Ryan Giggs verið boðin staða í þjálfarateymi Josés Mourinhos þegar sá portúgalski tekur við Manchester United í sumar.
VIÐSKIPTI Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli mánaða og hefur hún á síðastlinum tólf mánuðum hækkað um 13,4%. Vísitalan stóð í 570,4 stigum í apríl.

„Ástandið alveg hræðilegt“

(9 hours, 59 minutes)
INNLENT Einungis reykskemmdir urðu á húsakynnum Ljósvakans, sem er til húsa í Vesturvör 30b þar sem eldur kom upp í nótt. „Það var allt fullt af reyk þegar ég opnaði um fimmleytið í morgun,“ segir Jón Emilsson, annar eigandi Ljósvakans, og segir þá hafa verið heppna hvað það varðar.
VIÐSKIPTI Kvikmyndaframleiðsla á Íslandi velti yfir 70 milljörðum króna árin 2009 til 2015 og ársvelta hefur meira en tvöfaldast á því tímabili. Það vantar hins vegar dýpri þekkingu á fjármálahlutanum í nútímakvikmyndaframleiðslu hér á landi.
ERLENT Samkomulag náðist á ríkisþingi New Jersey í gær um að forða Atlantic-borg, sem þekkt er fyrir spilavíti sín, frá gjaldþroti. Síharðnandi samkeppni hefur orðið til þess að fjögur af tólf spilavítum borgarinnar hafa lagt upp laupana og hefur borgarsjóður tapað miklum skatttekjum í kjölfarið.

Finnst Bandaríkjamenn hlaupa of mikið

(10 hours, 5 minutes)
ÍÞRÓTTIR „Það er erfitt að spila í þessari deild. Knattspyrnan er mjög líkamleg, það er mikið hlaupið. Þannig að það er nóg af hreyfingu fyrir mig, en ekki nóg um tækni að mínu mati.“

Ekkert bann fyrir pungsparkið

(10 hours, 17 minutes)
ÍÞRÓTTIR Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfuknattleik, slapp heldur betur með skrekkinn í fyrrinótt eftir að hann sparkaði í punginn á Steven Adams, leikmanni Oklahoma City Thunder, í 3 leik liðanna í úrslitarimmu Vesturdeildarinnar.

„Sneri mér að flöskunni“

(10 hours, 25 minutes)
FÓLKIÐ Paul McCartney játaði í nýlegu viðtali að sér hefði reynst erfitt að hætta í Bítlunum og hann hefði í kjölfarið hugleitt að gefa tónlistina upp á bátinn.

Húsnæðið gjörónýtt eftir eldinn

(10 hours, 28 minutes)
INNLENT Verkstæði lyftaraþjónustunnar Hraðbergs er að öllum líkindum gjörónýtt eftir að eldur kom upp í húsakynnum Hraðbergs við Vesturvör í Kópavogi í nótt. Slökkvilið er enn að störfum á svæðinu, þó tekist hafi að ráða niðurlögum eldsins á fimmta tímanum í nótt og rýkur m.a. úr þaki hússins.

Slökkvistörfum lokið í Kópavogi

(11 hours, 3 minutes)
INNLENT Formlegu slökkvistarfi í iðnaðarhúsnæði við Vesturvör í kópavogi lauk um klukkan hálfátta í morgun. Nokkrir slökkviliðsmenn eru eftir á staðnum á brunavakt til að ganga frá og slökkva í glæðum sem enn kunna að leynast í húsinu. Altjón varð á lyftaraþjónustu í húsinu.

Einbirni sögð lifa lengur

(11 hours, 14 minutes)
INNLENT Þeir einstaklingar sem koma úr stórum fjölskyldum eignast færri börn og lifa skemur en þeir sem koma úr litlum fjölskyldum.

Stoppar Zika einn þann besta?

(11 hours, 18 minutes)
ÍÞRÓTTIR Rory McIlroy, einn besti kylfingur heims, er enn að velta vöngum yfir því hvort hann eigi að taka þátt í Ólympíuleikunum í Ríó í sumar af ótta við Zika-veiruna sem getur valdið alvarlegum fæðingargalla hjá börnum ef mæður þeirra smitast á meðgöngunni.

Harðlínumaður yfir eftirlitsnefnd

(11 hours, 30 minutes)
ERLENT Íranska sérfræðiráðið sem hefur eftirlit með störfum æðsta leiðtoga landsins og velur arftaka hans hefur valið harðlínumanninn og æðstaklerkinn Ahmad Jannati sem formann sinn. Jannati var einn örfárra harðlínumanna sem náðu kjöri í kosningum í febrúar þar sem umbótasinnar fóru með sigur af hólmi.

Stritað með viti í sundlaugunum

(11 hours, 31 minutes)
ÍÞRÓTTIR Ófáir íþróttaáhugamenn spyrja sig væntanlega þeirrar spurningar hvað sé að gerast í sundíþróttinni á Íslandi? Hvers vegna eru Íslendingar skyndilega orðnir jafn góðir á alþjóðlegum mælikvarða og raun ber vitni?

„Ekki ávexti og grænmeti“

(11 hours, 35 minutes)
INNLENT „Ég borða ekki ávexti og grænmeti,“ segir Guðrún Straumfjörð snögg til svars, spurð hverju hún þakki langlífið. Hún er 105 ára í dag og þriðji elsti núlifandi Íslendingurinn.

Stefán bætti eigið met

(11 hours, 52 minutes)
ÍÞRÓTTIR FH-ingurinn efnilegi Stefán Velemir bætti eigið met í kúluvarpi 20 – 22 ára pilta innanhúss á Coca-Cola móti FH-inga í Kaplakrika í gærkvöld.

Gullleit á Norðurlandi

(11 hours, 55 minutes)
INNLENT Íslenskt fyrirtæki, Iceland Resources, hefur óskað eftir leyfi til leitar og rannsóknar á málmum í Hörgárdal, Öxnadal og í nágrenni við Tröllaskaga.

Bróðir Abels til Eyja

(11 hours, 59 minutes)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnuráð ÍBV hefur boðið markmanninum Eric Dhaira frá Úganda til landsins, til þess að æfa og spila með 2. flokki félagsins og með liði KFS í 3. deildinni, en hann er bróðir Abels Dhaira, markvarðar Eyjamanna, sem lést í vetur eftir skammvinna baráttu við krabbamein.

Kallar biskupa „hórusyni“

(12 hours, 12 minutes)
ERLENT Nýkjörinn forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur uppi stór orð um kaþólsku kirkjuna í landinu. Biskupa segir hann „hórusyni“ sem beri ábyrgð á mikilli fólksfjölgun. „Ekki atast í mér,“ segir Duterte við þjóna kirkjunnar sem hafa gagnrýnt hann og telur kjör sitt sýna að hann hafi meiri völd en þeir.

Stjarnan með flestalla áfram

(12 hours, 14 minutes)
ÍÞRÓTTIR Stjörnumenn gengu í gærkvöld frá samningum við flestalla þá leikmenn sem léku með liðinu á síðasta keppnistímabili í körfubolta karla og mæta því með lítið breytt lið til leiks næsta haust. Þetta kemur fram á karfan.is.
ÍÞRÓTTIR „Ég held að það skipti voðalega litlu máli hvort við lentum í 2. eða 3. sæti í deildinni. Ég tel að betra liðið vinni alltaf í úrslitakeppninni hvort sem það er með heimaleikjaréttinn eða ekki en auðvitað skiptir það einhverju máli.

Toronto jafnaði metin

(12 hours, 29 minutes)
ÍÞRÓTTIR Toronto Raptors galopnaði úrslitaeinvígi Austurdeildar NBA í körfubolta í nótt með því að sigra Cleveland Cavaliers öðru sinni á heimavelli sínum í Kanada, 105:99, og jafna með því metin í 2:2.

Leyfir manninum ekki að fullnægja sér

(12 hours, 32 minutes)
SMARTLAND „Konan mín naut þess alltaf að fá fullnægingar í kjölfar þess að ég örvaði á henni snípinn. Síðustu 10 árin, frá því hún náði fimmtugu, hefur hún nær aldrei leyft mér að gera það. Hún nýtur þess enn að stunda kynlíf, en fær aldrei fullnægingu í kjölfarið,“

„Mikil áskorun fyrir mig“

(12 hours, 33 minutes)
ÍÞRÓTTIR ,,Þetta er búið að vera í pípunum í einhverjar sex til sjö vikur og nú er þetta orðið klárt. Það er ágætt að orðsporið hefur í það minnsta gefið manni tækifæri til þess að vera inni í myndinni.

Nú andar suðrið

(12 hours, 41 minutes)
INNLENT Veðurstofan gerir ráð fyrir vaxandi sunnanátt um landið vestanvert, 10 – 18 metrum á sekúndu, síðdegis í dag. Skýjað verður og úrkomulítið, en rigning í kvöld og nótt. Á Norðaustur- og Austurlandi er spáð hægari vindi og bjartviðri.
ERLENT Grísk yfirvöld byrjuðu að rýma búðir sem flóttamenn hafa komið upp nærri Idomeni við norðurlandamæri landsins að Makedóníu. Aðgerðirnar hófust við dögun og verða þúsundir flóttamanna færðar í betur skipulagðar flóttamannabúðir. Flóttafólkið hafði áður neitað að færa sig.

Altjón í eldsvoða í nótt

(13 hours, 4 minutes)
INNLENT Fjölmennt slökkvilið er enn að störfum við Vesturvör í Kópavogi þar sem mikill eldur kom upp í húsnæði lyftaraþjónustunnar Hraðbergs í nótt. Slökkviliðsmönnum tókst að ráða niðurlögum eldsins snemma í morgun. Ekki er vitað um upptök eldsins en altjón varð hjá fyrirtækinu. Einn maður var í húsinu.

Fara aftast í röðina við haftalosun

(14 hours, 2 minutes)
INNLENT Innlánsstofnanir sem geyma reikninga aflandskrónueigenda sem ekki taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabankans, munu sæta 100% bindiskyldu hjá Seðlabankanum sem nemur andvirði reikninganna.

Skipuleggja landið með huldufólkinu

(14 hours, 2 minutes)
INNLENT Frásögnum um álagabletti og bústaði álfa og huldufólks á sunnanverðu Snæfellsnesi er nú safnað saman vegna endurskoðunar aðalskipulags Snæfellsbæjar.

Taka þátt í orkubreytingu Cornell

(14 hours, 2 minutes)
INNLENT Íslenskt fyrirtæki, GRP, tekur þátt í því verkefni Cornell-háskóla í Bandaríkjunum að taka upp endurnýjanlega orkugjafa og nýta á sjálfbæran hátt í háskólaþorpinu í Íþöku.

Hraðbankanum á Stöðvarfirði lokað

(14 hours, 2 minutes)
INNLENT Landsbankinn hefur ákveðið að loka hraðbanka sínum á Stöðvarfirði og þess í stað samið við eigendur Brekkunnar, veitingastaðar og verslunar í bænum, um reiðufjárþjónustu fyrir íbúa og ferðamenn.
INNLENT Tekist hefur að selja lítils háttar af þurrkuðum fiskhryggjum og hausum til Nígeríu upp á síðkastið, að sögn Matthíasar Magnússonar, framkvæmdastjóra Háteigs ehf. í Garði.

Síldarleiðangrinum er lokið

(14 hours, 2 minutes)
INNLENT Frumniðurstöður úr þriggja vikna löngum leiðangri hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar sýna svipað magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar innan landhelginnar austur af landinu og undanfarin ár.
INNLENT Allir þeir sem reka gististaði á höfuðborgarsvæðinu geta nú óskað eftir því að fá aðild að nýjum rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ, um að veita þjónustu sjúkrahótels, að uppfylltum tilteknum skilyrðum sem m.a. felast í aðgengi fyrir hjólastóla og fullu fæði.

3,4 stiga skjálfti við Bárðarbungu

(19 hours, 25 minutes)
INNLENT Á sjötta tímanum í kvöld varð jarðskjálfti nærri Bárðarbungu. Fram kemur á vef Veðurstofu Íslands að skjálftinn hafi verið 3,4 að stærð.

Tók engar krappar beygjur

(19 hours, 31 minutes)
ERLENT Farþegaþota EgyptAir, sem fórst í Miðjarðarhafi í síðustu viku, sveigði ekki né breytti um stefnu áður en hún hvarf af ratsjám. Þetta er haft eftir egypskum embættismanni í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.
Meira píla