Fréttir vikunnar


Góð byrjun Kristjáns Flóka


(4 klukkustundir, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Kristján Flóki Finnbogason fór vel af stað með sínu nýja liði, Start, í norsku B-deildinni í knattspyrnu en félagið keypti hann af FH fyrir nokkrum dögum.

Breytingar á ensku liðunum


(4 klukkustundir, 48 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Frá og með 1. júlí var endanlega opnað fyrir öll félagaskipti í ensku knattspyrnunni. Mbl.is fylgist að vanda vel með öllum breytingum sem verða á ensku úrvalsdeildarliðunum og þessi frétt er uppfærð daglega, stundum oft á dag, þar til glugganum verður lokað í byrjun september.

Nóttin í Elvis-húsi kostar 425 þúsund


(4 klukkustundir, 53 mínútur)
SMARTLAND Þeir sem vilja prófa að sofa eins og kóngar geta leigt fyrrum íbúð Elvis Presley. Nóttin kostar 425 þúsund en gestir þurfa að leigja íbúðina út í að minnsta kosti fimm nætur.

Þriggja bíla árekstur


(5 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT Þrír bílar lentu í árekstri á Suðurlandsvegi til móts við afleggjara inn í Heiðmörk um klukkan 20 í kvöld.

Hitinn fór upp í 18,4 stig


(5 klukkustundir, 57 mínútur)
INNLENT Veðrið lék við flesta landsmenn í dag og fór hitinn mest upp í 18,4 stig í Árnesi. Suðvestlæg átt verður ríkjandi á morgun og áfram verður hlýtt í vikunni.

Níu skotnir í Svíþjóð um helgina


(6 klukkustundir, 24 mínútur)
ERLENT Að minnsta kosti níu menn voru skotnir í Svíþjóð á föstudag og um helgina. Þar af létust þrír. Forsætiráðherra landsins segir að fjármagn til lögreglunnar veðri hækkað um 2 milljarða sænskra króna, 26 milljarða íslenskra króna, á næsta ári.

Eygir í langþráða heimferð frá Kanarí


(6 klukkustundir, 32 mínútur)
INNLENT Farið er að sjá fyrir endann á langri bið Íslendinganna sem áttu flug bókað heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með Primera Air klukkan fjögur í gær en verið er að hleypa farþegum um borð um kl. 21.30, eða hátt í einum og hálfum sólarhring á eftir áætlun.

Sagðist ekkert hafa að gera og var rekinn


(6 klukkustundir, 41 mínútur)
ERLENT Talsmaður dómstóls í New York-ríki var rekinn í síðustu viku eftir að haft var eftir honum í blaðagrein að hann hefði lítið að gera í vinnunni og mætti nánast aldrei þrátt fyrir að þiggja 166 þúsund dollara í laun á ári, um 17 milljónir króna.

Flugeldasýningin í myndum


(6 klukkustundir, 47 mínútur)
INNLENT Taktfastar sprengingar frá risastórri flugeldasýningu Menningarnætur ómuðu um alla Reykjavík í logninu í gær. Ljósasýningin var tilþrifamikil að mati viðstaddra.

Metfjöldi upplifir almyrkvann á morgun


(7 klukkustundir, 4 mínútur)
TÆKNI Sá sjaldgæfi atburður verður í Bandaríkjunum á morgun að þar mun sjást almyrkvi á sólu. Almyrkvinn gengur þvert yfir Bandaríkin, frá Oregon á Vesturströndinni þar sem hann hefst klukkan 10:15 að staðartíma yfir til Suður-Karólínu þar sem honum lýkur um 90 mínútum síðar.

Leita enn lífs í lestarvögnunum


(7 klukkustundir, 14 mínútur)
ERLENT Björgunarfólk leitaði lífs í dag í sundurtættum vögnum eftir lestrarslys sem varð í norðurhluta Indlands í gær. Að minnsta kosti 23 létust. Þetta er fjórða stóra lestarslysið sem verður á Indlandi á þessu ári. Lestarkerfi landsins er að hruni komið og víða algjörlega úr sér gengið.

Geðshræring greip um sig í flugstöðinni


(7 klukkustundir, 19 mínútur)
INNLENT Mikil geðshræring greip um sig í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag er bíl var ekið á bygginguna. Lögreglu tókst ekki að yfirbuga ökumanninn fyrr en inn í flugstöðina var komið. Starfsmaður á vellinum segir starfsfólki og farþegum hafa verið brugðið, ekki síst vegna hryðjuverkanna í Evrópu að undanförnu.

Hiti í mönnum eins og á að vera


(7 klukkustundir, 25 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Ég er gríðarlega ánægður með þennan sigur. Hann var kærkominn eftir þrjú jafntefli í röð og þetta var draumasigur. Að ná að halda hreinu og skora eitt mark eru draumasigrar," sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA eftir 1:0-sigur á Víkingi R. á útivelli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Leita enn mannsins með byssuna


(7 klukkustundir, 34 mínútur)
INNLENT Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns um tvítugt sem veifaði skotvopni í Hafnarfirði og kann að hafa ógnað fólki með henni. Ekki liggur ljóst fyrir hvort maðurinn hafi verið að ógna fólki með byssunni, en margt bendir til þess.

Áttum að fá einhverjar vítaspyrnur


(7 klukkustundir, 38 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, var að vonum svekktur eftir 1:0-tap gegn KA í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. Hann var ánægður með margt í leik sinna manna þrátt fyrir úrslitin, en Víkingar voru manni færri frá því á 31. mínútu þegar Vladimir Tufegdzic fékk beint rautt spjald.

Er stevía „náttúrulegt“ sætuefni eða hvað?


(7 klukkustundir, 43 mínútur)
MATUR Flestir myndu svara þessari spurningu játandi en þó eru háværar raddir á lofti sem segja að stevían sé alls ekki náttúrlegt sætuefni og það gangi í bullandi berhögg að halda slíku fram.

Ég er hávaxinn og hann hitti mig í bringuna


(7 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Það er gott að ná í þrjú stig eftir að hafa gert þrjú jafntefli í röð. Við þurftum þennan sigur til að fjarlægjast fallsætin og við viljum alls ekki vera í fallbaráttu," sagði Callum Williams, varnarmaður KA eftir 1:0-sigur á Víkingi R. í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í Fossvogi í dag.
ERLENT Fréttasíðan Breitbart hefur beðist afsökunar á því að hafa birt mynd af fótboltamanninum Lukas Podolski á sæþotu með frétt um flóttamenn á leið frá Marokkó til Spánar.

Hvers vegna var Birna myrt?


(8 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT Á morgun hefst aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar.

Við látum þetta ekki gerast aftur


(8 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Við vorum bara ekki tilbúnir í baráttuna,“ sagði Þorsteinn Már Ragnarsson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, í samtali við mbl.is eftir 3:0-tap liðsins fyrir Breiðabliki í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Sjaldan sem maður hittir hann svona vel


(8 klukkustundir, 17 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Þetta var virkilega gott í dag, við lögðum leikinn mjög vel upp og fórum mjög vel eftir skipulaginu,“ sagði Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, í samtali við mbl.is eftir 3:0-sigur liðsins á Víkingi í Ólafsvík í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Kveikt í palli í Keflavík


(8 klukkustundir, 32 mínútur)
INNLENT Brunavarnir Suðurnesja voru kvaddar að húsi við Hafnargötu í Keflavík á áttunda tímanum í kvöld þar sem eldur logaði í trépalli við hús sem kallað er 88-húsið.

KA lagði tíu Víkinga í Fossvogi


(8 klukkustundir, 42 mínútur)
ÍÞRÓTTIR KA vann 1:0-útisigur á Víkingi R. í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag í fjörugum leik. Alls fóru 11 spjöld á loft og þar af eitt rautt spjald. KA fór upp í sjöunda sæti deildarinnar og er liðið nú einu stigi og einu sæti frá Víkingum.

Sagði konunni að „drulla sér“ úr bílnum


(8 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT Konan sem rifin var með valdi út úr bíl sínum við Leifsstöð fyrr í dag var á leið heim af Keflavíkurflugvelli þar sem hún starfar. Maðurinn hljóp í átt að bílnum, kýldi fast í bílrúðuna og sagði henni að „drulla sér úr bílnum“ áður en hann reif hana út.

Öruggur sigur Breiðabliks í Ólafsvík


(8 klukkustundir, 52 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Breiðablik sótti þrjú stig vestur þegar liðið heimsótti Víking Ólafsvík í 16. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Blikar fóru með þægilegan 3:0-sigur af hólmi og komust með sigrinum upp fyrir Ólsara, sem eru nú þremur stigum frá falli.
INNLENT Íslandsbanki hefur ákveðið að auka stuðning sinn við Reykjavíkurmaraþon. Bankinn mun greiða allan kostnað sem fellur til við söfnunina svo sem þróun og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðunnar og færslugjöld vegna áheita.

Ók utan í lögreglubíl


(9 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Um klukkan 2 í fyrrinótt stöðvaði lögreglan á Akureyri sautján ára ökumann undir áhrifum fíkniefna framan við Engimýri í Öxnadal. Þá hafði lögreglan veitt honum eftirför frá Þingvallastræti á Akureyri.

Ísland tvisvar á lista CNN


(9 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Seljalandsfoss og Skaftafell eru á lista CNN yfir helstu náttúruperlur heims þar sem landslagið getur hreinlega gert fólk orðlaust.

Doði og þungt yfir


(9 klukkustundir, 4 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Það er þungt yfir okkur núna og sex leikir eftir en við höldum áfram á meðan tölfræðilega er möguleiki,“ sagði Garðar Bergmann Gunnlaugsson, fyrirliði Skagamanna, eftir 1:0 tap fyrir ÍBV á Skipaskaga í dag og sitja þeir fyrir vikið aleinir á botni deildarinnar.

Bauð hættunni heim


(9 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Ég átti von á að leikurinn myndi spilast svona í fyrri hálfleik og í raun seinni hálfleikurinn líka þegar þeir náðu upp því sem þeir eru góðir í, að þruma boltanum fram og vinna í kringum Garðar enda bauð það hættunni heim í seinni hálfleik,“ sagði Sindri Snær Magnússon fyrirliði ÍBV eftir 1:0 sigur á ÍA í fallslag á Akranesi í dag þegar leikið var í 16. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deild.

Öndum í hnakkann á hinum liðunum


(9 klukkustundir, 16 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Við vissum ekki alveg hverju við máttum búast af andstæðingnum en Skagamenn spiluðu eins og þeir hafa gert undanfarna leiki,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir 1:0 baráttusigur á Skagamönnum á Akranesi í dag í sannkölluðum fallslag efstu deildar karla í fótbolta, Pepsi-deildinni.

Eiga menn erindi í efstu deild?


(9 klukkustundir, 22 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Ég er eins og gefur að skilja svekktur,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Skagamanna, eftir 1:0 tap fyrir ÍBV á Akranesi í dag þegar leikið var í 16. umferð efstu deildar karla, Pepsi-deildinni.

A car crashed into Keflavik Airport's arrivals hall


(9 klukkustundir, 40 mínútur)
ICELAND A man crashed a car into Keflavik Airport’s arrivals hall at 6 p.m. today. Sources say police followed the man into the airport and arrested him.

Ekki henda afgangs chillí-piparnum


(9 klukkustundir, 47 mínútur)
MATUR Chillípipar er hið mesta góðgæti í matargerð en það þarf ekki mikið af honum í hvert sinn svo það situr gjarnan eftir hluti af chillí-aldininu. Hér koma því nokkur góð ráð:

Moss ver vísindakirkjuna


(9 klukkustundir, 47 mínútur)
FÓLKIÐ Elisabeth Moss, sem fer með aðalhlutverkið í hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum The Handmaid's Tale, varði vísindakirkjuna sem hún tilheyrir í færslu á Instagram.

Kýldi löggu, rændi bíl og ók á Leifsstöð


(10 klukkustundir, 1 mínúta)
INNLENT Maður ók bifreið á Leifsstöð rétt um klukkan sex í dag. Þetta staðfestir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Bifreið lögreglunnar á Suðurnesjum hafði veitt bifreiðinni eftirför frá Reykjanesbraut og að Leifsstöð þar sem eftirförinni lauk.

Jerry Lewis látinn


(10 klukkustundir, 14 mínútur)
FÓLKIÐ Bandaríski skemmtikrafturinn Jerry Lewis er látinn, 91 árs að aldri. Lewis var meðal annars þekktur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Nutty Professor.

Margoft á sjúkrahús vegna ofneyslu


(10 klukkustundir, 17 mínútur)
INNLENT Hér á landi er fjöldi einstaklinga lagður inn á bráðadeildir á hverju ári vegna ofneyslu lyfja. Margir þeirra sem deyja vegna ofneyslu eiga margar innlagnir að baki áður en kemur að andláti. Það sem af er ári hafa 14 andlát verið til skoðunar hjá lyfjateymi embættis landlæknis.

Search for gunman continues


(10 klukkustundir, 27 mínútur)
ICELAND A gunman who threatened passengers in a car outside a restaurant in Hafnarfjörður Friday night remains to be found.

Tveir bílar og hestakerra fóru út af


(10 klukkustundir, 30 mínútur)
INNLENT Rétt eftir klukkan 18 í dag lentu tveir bílar í árekstri á þjóðveginum við Laugaland á Þelamörk. Bílarnir voru báðir á suðurleið og sá fremri var með hestakerru í eftirdragi. Ökumaður aftari bílsins hugðist aka fram úr en rakst þá bíll hans utan í hestakerruna með þeim afleiðingum að hún losnaði.

Myndir þú leigja þessa fyrir fimm milljónir?


(10 klukkustundir, 47 mínútur)
SMARTLAND Efst á toppi skýjakljúfs í New York er undursamleg íbúð til leigu sem kostar tæplega fimm milljónir á mánuði.

Eyjamenn yfirgáfu Skagamenn


(10 klukkustundir, 52 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Varla var hægt að merkja að Skagamenn væru að berjast fyrir lífi sínu deildinni í dag þegar Eyjamenn komu í heimsókn því þeir lágu frekar aftarlega og ætluðu að hitta á eitt mark en það gekk ekki upp og 1:0 tap fyrir ÍBV niðurstaðan. Leikið var í 16. umferð og 6 leikir eftir.

Þyrluflugmaður lést við slökkvistörf


(10 klukkustundir, 56 mínútur)
ERLENT Flugmaður þyrlu, sem notuð var til að slökkva skógarelda sem geisa í Portúgal, lést er þyrlan hrapaði í dag. Var hann sá eini um borð.

Ágæt silungsveiði í Hörgá


(10 klukkustundir, 57 mínútur)
VEIÐI Inn á vef Stangveiðifélags Akureyrar kemur fram að ágæt veiði sé búin að vera í Hörgá í Hörgársveit það sem af er sumri og hafi það aðallega verið sjóbleikjan sem hafi verið að koma á land.

Flækingshundar finna líkin í leðjunni


(10 klukkustundir, 58 mínútur)
ERLENT Björgunarmenn í Freetown í Síerra Leóne hafa enga sporhunda sér til aðstoðar. Flækingshundar fara um skriðurnar og reyna að grafa upp lík sér til matar. Það er ein þeirra fáu leiða sem björgunarmenn hafa til að finna líkin.

Tilkynnt um eld á Laugavegi


(11 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um reyk á Laugavegi nú á sjötta tímanum í dag. Þegar slökkvibílar voru lagðir af stað kom í ljós að um minniháttar eld var að ræða.

Loksins sigur hjá Rúnari og félögum


(11 klukkustundir, 22 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Rúnar Már Sigurjónsson var tekinn af velli í uppbótartíma í 2:0-sigri Grasshopper á heimavelli gegn St. Gallen í svissnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þetta var fyrsti sigur Grasshopper í deildinni á leiktíðinni.

Skóflustunga tekin að Skarðshlíðarskóla


(11 klukkustundir, 25 mínútur)
INNLENT Fyrsta skóflustungan að byggingu Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði verður tekin á morgun, mánudag. Skólinn er níundi grunnskóli bæjarins en áætlanir gera ráð fyrir að skólinn verði eingöngu byggður fyrir eigið fé, einkum tekjur af lóðasölu.

Arnór með annan stórleik í sigri


(11 klukkustundir, 28 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Arnór Þór Gunnarsson skoraði sjö mörk fyrir Bergischer sem lagði Hüttenberg, 26:22 í 2. umferð þýska bikarsins í handbolta í dag. Ragnar Jóhannsson var ekki með Hüttenberg en Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar liðið.

„Þetta er leiðinlegt og grautfúlt“


(11 klukkustundir, 44 mínútur)
INNLENT „Þetta er auðvitað hundfúlt,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, einn rekstraraðila verslunarinnar Eyrarinnar á Borgarfirði eystra, sem tekin hefur verið ákvörðun um að loka 1. september. Um er að ræða einu matvöruverslunina í bænum.

Marcos Alonso sá um Tottenham


(11 klukkustundir, 47 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Spánverjinn Marcos Alonso var hetja Chelsea í 2:1-sigri liðsins á Tottenham á Wembley í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Sigurmarkið kom á 88. mínútu í stórskemmtilegum leik.

Merkel: Tyrkir misnoti ekki alþjóðastofnanir


(11 klukkustundir, 49 mínútur)
ERLENT Angela Merkel Þýskalandskanslari fagnar niðurstöðu spænsks dómstóls um að láta tafarlaust tyrkneskan-þýskan ríkisborgara lausan úr haldi spænsku lögreglunnar. Blaðamaðurinn Dogan Akhanli var handtekinn í fríi á Spáni eftir að Tyrkir gáfu út alþjóðlega handtökuskipun á hann.

Hártrix sem þú mátt ekki missa af


(12 klukkustundir, 22 mínútur)
SMARTLAND Jen Atkin sér um hárið á stjörnum eins og Kim Kardahsian og Kendall Jenner. En hún upplýsti nýverið að það eru ekki bara hárlengingar sem láta hár þeirra líta út fyrir að vera þykkari og mikið.

Fundu leifar af TATP-sprengjuefni


(12 klukkustundir, 27 mínútur)
ERLENT Leifar af svokallaðri TATP-sprengju fundust í húsleit í spænska bænum Alcanar, um 200 kílómetra suður af Barcelona. Frá þessu greindi spænska lögreglan í morgun en talið er að hryðjuverkamennirnir sem gerðu árásirnar í Barcelona og Cabrils í síðustu viku hafi notað húsið til sprengjuframleiðslu.

Ungmenni gerðu aðsúg að lögreglu


(12 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT Piltur náði að bíta tvo lögreglumenn, m.a. í fingur, í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Við leit á honum fannst hnífur sem hald var lagt á. Á meðan á þessu stóð gerði hópur ungmenna aðsúg að lögreglumönnum á vettvangi en slíkt er ekki einsdæmi að sögn lögreglu.

Rooney-hjónin eiga von á fjórða barninu


(12 klukkustundir, 44 mínútur)
FÓLKIÐ Fótboltamaðurinn snjalli Wayne Rooney og eiginkona hans Coleen hafa nú sagt frá því opinberlega að þau eigi von á sínu fjórða barni.

Mótorhjólamaður slasaðist á Eyjafjarðarleið


(12 klukkustundir, 46 mínútur)
INNLENT Verið er að flytja mótorhjólamann sem slasaðist á Eyjafjarðarleið rétt um klukkan 13 í dag á sjúkrahús en taldar eru líkur á að hann sé fótbrotinn. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir að svo stöddu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi.

Hjónabandssæla með rifsberjakeim


(12 klukkustundir, 47 mínútur)
MATUR Berglind Hreiðarsdóttir sætindameistari á gotteri.is setti rifsberjasultu í hjónabandsæluna sem hún bakaði umdaginn og útkoman var stórgóð. Nú sjást hárauð og falleg rifsber víða um borg og bý og því tilvalið að skella í þessa sunnudagssælu.

Haukur og félagar upp í þriðja sætið


(12 klukkustundir, 51 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Haukur Heiðar Hauksson lék allan leikinn fyrir AIK sem vann öruggan 3:0-útisigur á Östersund í sænsku A-deildinni í knattspyrnu í dag. Með sigrinum fór AIK upp í 35 stig og í þriðja sæti deildarinnar.

Kona beit á öngulinn


(12 klukkustundir, 56 mínútur)
ERLENT Karlmaður sem var við veiðar á bryggju í St. Augustine í Flórída fékk heldur óvenjulegan feng á línuna.

Heræfingin „olía á eldinn“


(13 klukkustundir, 11 mínútur)
ERLENT Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja að Bandaríkjamenn séu að hella olíu á eldinn með því að taka þátt í sameiginlegri heræfingu í Suður-Kóreu í næstu viku. Spenna á Kóreuskaga og við Bandaríkin hefur magnast mikið síðustu vikur og mánuði.

Julian litli er látinn


(13 klukkustundir, 48 mínútur)
ERLENT Bresk-ástralski drengurinn sem saknað var eftir hryðjuverkin í Barcelona er látinn. Þetta hafa lögregluyfirvöld staðfest í samtali við AFP-fréttastofuna.

Vill eignast Sports Direct á Íslandi


(13 klukkustundir, 50 mínútur)
VIÐSKIPTI Sports Direct í Bretlandi hefur höfðað dómsmál gegn Sports Direct á Íslandi en málið snýst um áhuga breska félagsins á að eignast reksturinn á Íslandi. Breska félagið á 40% í félaginu hér á landi en Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson og fjölskylda 60%.

Wall leitað við strendur Svíþjóðar


(13 klukkustundir, 56 mínútur)
ERLENT Leit stendur enn yfir af sænsku blaðakonunni Kim Wall sem hefur verið saknað frá því á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Sænsk yfirvöld leita nú við suðurströnd Skáns. Notast er meðal annars við þyrlur og báta við leitina.

Annað tap gegn Ungverjum


(13 klukkustundir, 58 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði öðru sinni gegn Ungverjum í vináttuleik í körfubolta ytra. Lokatölu voru 85:67, en íslenska liðið var með 39:37 forystu í hálfleik.
INNLENT Magnús Yngvi Einarsson og Kristín Dögg Eysteinsdóttir fóru heldur óhefðbundnar leiðir við að ákveða nafn dóttur sinnar sem fæddist 16. júlí síðastliðinn, en nafn hennar réðst af því hvaða íslenska landsliðskona í knattspyrnu skoraði fyrsta markið á Evrópumótinu í síðasta mánuði.

Byssumaðurinn er ófundinn


(14 klukkustundir, 17 mínútur)
INNLENT Tveir karlmenn, sem sérsveit ríkislögreglustjóra í Borgartúni í Reykjavík handtók í gær vegna gruns um að þeir hefðu komið að málum þegar maður ógnaði fólki í bifreið með skotvopni fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði á föstudagskvöldið, voru yfirheyrðir í dag en reyndust hins vegar ekki hafa komið við sögu í málinu.

Huddersfield vann nýliðaslaginn


(14 klukkustundir, 22 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Huddersfield er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni eftir 1:0-heimasigur á Newcastle í dag. Ástralinn Aaron Mooy skoraði sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks með fallegu skoti.
VIÐSKIPTI Stefnt er að því að prótótýpa fyrsta íslenska fjöldaframleidda bílsins fari á götuna á þessu ári og í sölu á næsta ári. Bílarnir eru framleiddir undir merkjum Ísar en Ari Arnórsson stendur á bakvið verkefnið.

„Gríska undrið“ ekki með á EM


(15 klukkustundir, 20 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Giannis Antetokounmpo, einn mest spennandi leikmaður bandarísku NBA deildarinnar í körfubolta, verður ekki með Grikkjum á EM vegna meiðsla. Þetta tilkynnti hann á Facebook-síðu sinni í gær. Antetokounmpo leikur með Milwaukee Bucks og skoraði hann 22,9 stig og tók 8,7 fráköst að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.

10 hlutir sem lærast með tímanum


(15 klukkustundir, 22 mínútur)
SMARTLAND „Mestum hluta ævinnar verjum við í að eltast við fölsk markmið og að tigna falskar fyrirmyndir. Daginn sem við hættum því, má segja að líf okkar hefjist í raun og veru.“

Hækka framlög til lögreglu


(15 klukkustundir, 29 mínútur)
ERLENT Framlög sænsku ríkisstjórnarinnar til lögreglu verða á næsta ári hækkuð um tvo milljarða sænskra króna. Verða heildarframlögin þá alls 7,1 milljarður sænskra króna, sem er hæsta framlag til lögreglu á 21. öldinni.

„Versta er skorturinn á upplýsingum“


(15 klukkustundir, 34 mínútur)
INNLENT „Þetta var hræðileg nótt en það versta er skorturinn á upplýsingum,“ segir Heiða Sigríður Davíðsdóttir í samtali við mbl.is en hún er á meðal þeirra sem bíða eftir að komast heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með flugfélaginu Primera Air. Farþegar eru nú komnir á hótel og gert ráð fyrir brottför seint í kvöld.

Aníta áttunda í Birmingham


(15 klukkustundir, 56 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Aníta Hinriksdóttir hafnaði í áttunda sæti í 800 metra hlaupi á Demantamóti í frjálsum íþróttum í Birmingham á Englandi í dag. Hún hljóp á 2:03,24 mínútum sem eru rúmum þremur sekúndum frá hennar besta tíma.

Stefna á að opna H&M í september


(16 klukkustundir, 6 mínútur)
VIÐSKIPTI Gert er ráð fyrir því að verslun H&M í Kringlunni verði opnuð seinni hluta septembermánaðar. Verslunin verður í 2.600 fermetra rými á annarri hæð Kringlunnar þar sem Hagkaup var áður. Þá mun ToysRus einnig opna verslun í Kringlunni í september.

Jóhann Berg að fá liðsfélaga frá Leeds


(16 klukkustundir, 39 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enska B-deildarfélagið Leeds United hefur samþykkt tilboð úrvalsdeildarfélagsins Burnley upp á 15 milljónir punda fyrir nýsjálenska framherjann Chris Wood. Leikmaðurinn er mættur til Manchester þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun.

„Þetta er bara óhappahelgi hjá okkur“


(16 klukkustundir, 40 mínútur)
INNLENT „Þarna er bara um tæknilega bilun að ræða, því miður, sem verið er að vinna að viðgerð á eins fljótt og auðið er. Því miður eru engar leiguvélar tiltækar um helgar í Evrópu í sumar. Þannig að þegar ein vél bilar þá kemur eiginlega ekkert í staðinn,“ segir Hrafn Þorgeirsson, forstjóri Primera Air.

Bolasie ánægður með komu Gylfa (mynd)


(16 klukkustundir, 51 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Yannick Bolasie, leikmaður Everton, virðist hæstánægður með að Gylfi Þór Sigurðsson sé genginn í raðir félagsins ef marka má mynd sem hann setti á Twitter í dag. Bolasie hefur ekkert getað leikið með Everton á leiktíðinni vegna meiðsla sem hann varð fyrir í desember á síðasta ári.

Vita ekki hvort hann er enn á Spáni


(17 klukkustundir, 12 mínútur)
ERLENT Spænska lögreglan veit ekki fyrir víst hvort hinn 22 ára gamli Younes Abouyaaqoub, sem grunaður er um að hafa ekið sendiferðabifreið á gangandi vegfarendur í Barcelona á Spáni fyrir helgi, sé enn í landinu. Þetta kemur fram í frétt AFP.

„Counter-Jihad“ speaker's ethics suit dismissed


(17 klukkustundir, 17 mínútur)
ICELAND Robert Spencer’s suit against The Icelandic National Broadcasting Service, Rúv, has been dismissed by the Icelandic Journalists’ Association’s ethics committee as the deadline for complaint had run out when the suit was filed.

Mourinho vill sjá liðið sitt lenda undir


(17 klukkustundir, 26 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er ánægður með byrjunina á leiktíðinni hjá sínum mönnum enda liðið búið vinna tvo fyrstu deildarleiki sína gegn West Ham og Swansea, 4:0.

Forsetafrúin fær friðhelgi


(17 klukkustundir, 29 mínútur)
ERLENT Grace Muga­be, for­setafrú Simba­bve, hefur nú snúið aftur til heimalandsins eftir að hafa verið sökuð um að ráðast á unga fyrirsætu í Jóhannesarborg. Suðurafríska lögreglan hafði farið fram á að för forsetafrúrinnar frá landinu yrði stöðvuð á meðan málið var til rannsóknar.

Lágkolvetna pítsa með hráskinku og mozzarella


(17 klukkustundir, 47 mínútur)
MATUR Þessi réttur er bæði lágkolvetna og djúsí og hentar því vel við djammviskubiti.

Drangey komin til heimahafnar á Sauðárkróki


(17 klukkustundir, 52 mínútur)
200 Mikill mannfjöldi fagnaði hinu nýja og glæsilega skipi Drangey SK 2, í eigu FISK Seafood, er það sigldi til heimahafnar í gær. Jón Edvald Friðriksson, framkvæmdastjóri félagsins, flutti ávarp og bauð skipið velkomið og sérstaklega skipstjórann Snorra Snorrason og áhöfn hans, en nokkrir áratugir eru síðan Skagfirðingar tóku síðast á móti nýju skipi.

Telja sig hafa fundið lík drengsins


(18 klukkustundir, 15 mínútur)
ERLENT Spænsk yfirvöld telja sig hafa fundið lík hins sjö ára gamla Ju­li­an Al­ess­andro Ca­dm­an, sem hefur verið saknað eftir hryðjuverkin í Barcelona á fimmtudag. Enn á hins vegar eftir að bera formlega kennsl á líkið.

Flestir inni fyrir kynferðis- og fíkniefnabrot


(18 klukkustundir, 17 mínútur)
INNLENT Alls eru nú 152 fangar í afplánun hér á landi. Samkvæmt tölum frá Fangelsismálastofnun afplána flestir fangar dóma fyrir fíkniefnabrot og næstflestir fyrir kynferðisafbrot.

Góður sigur hjá Dagnýju og stöllum


(18 klukkustundir, 22 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Dagný Brynjarsdóttir spilaði fyrri hálfleikinn í 2:0-heimasigri Portland Thorns á Houston Dash í bandarísku deildinni í knattspyrnu í nótt. Portland hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni og er liðið í öðru sæti, fimm stigum á eftir North Carolina Courage.

Ráðherra gekk í hjónaband í gær


(18 klukkustundir, 22 mínútur)
SMARTLAND Ráðherrann Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Hjalti Sigvaldason Mogensen gengu í hjónaband í gær í Akraneskirkju.

Auka viðbúnað eftir árásirnar


(18 klukkustundir, 58 mínútur)
ERLENT Spænsk yfirvöld munu auka viðbúnað á fjölförnum stöðum eftir hryðjuverkaárásirnar í Barcelona og Cambrils í vikunni. Fjórtán eru látnir eftir árásirnar, sem hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á.

Þurfa að nota „Gylfa-peningana“


(19 klukkustundir, 15 mínútur)
ÍÞRÓTTIR José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er líklega ekki sammála kollega sínum hjá Swansea, Paul Clement sem sagði á dögunum að liðið gæti orðið betra án landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar sem var seldur til Everton í síðustu viku.

„Fólk sefur bara hérna á gólfunum“


(19 klukkustundir, 18 mínútur)
INNLENT „Við erum bara hérna enn á flugvellinum og ekkert að frétta,“ segir Erna Karen Stefánsdóttir í samtali við mbl.is en hún er stödd ásamt fjölskyldu sinni á Tenerife en 18 klukkustundir eru síðan þau ásamt fjölda annarra farþega áttu að fljúga heim með flugfélaginu Primera Air.

Frost í jörðu í innsveitum


(19 klukkustundir, 41 mínútur)
INNLENT Frost var í jörðu sums staðar í innsveitum í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Þó var það aðeins lítillega og frostið mest -0,9% stig í Húsafelli í Borgarfirði. Á Þingvöllum fór hitinn niður í frostmark.

Ein óholl máltíð skemmir ekki árangur


(19 klukkustundir, 47 mínútur)
SMARTLAND Ef þú ert að vinna hörðum höndum að því að koma þér í form mun einn dagur af óhollustu ekki skemma framfarir þínar samkvæmt heilsubloggaranum Anna Victoria.

Fundu flak USS Indianapolis


(20 klukkustundir, 17 mínútur)
ERLENT Flak bandaríska herskipsins USS Indianapolis er fundið rúmum 72 árum eftir að það sökk undan ströndum Filippseyja á síðustu dögum síðari heimsstyrjaldarinnar 30. júlí 1945 eftir að skipið hafði orðið fyrir tundurskeytum frá japönskum kafbáti.

Hættir vegna kynlífsmyndbands


(20 klukkustundir, 45 mínútur)
ERLENT Rúmenskur biskup, Corneliu Barladeanu, hefur látið af embætti í kjölfar þess að kynlífsmyndbandi af honum og 17 ára gömlum dreng var dreift á internetinu. Barladeanu var biskup í borginni Husi í austurhluta landsins.

Reykur út frá eldamennsku


(21 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um klukkan sjö í morgun um reyk í íbúð við Tryggvagötu í Reykjavík.

Voru á annað hundrað þúsund


(21 klukkustundir, 19 mínútur)
INNLENT Menningarnótt 2017 lauk seint í gærkvöldi með glæsilegri flugeldasýningu sem tónlistarmaðurinn Helgi Björns taldi niður í en niðurtalningin fór fram á glerhjúpi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Hátíðin þótti takast afar vel og tók mikið fjölmenni þátt í henni eða á annað hundrað þúsund manns.

100 ára bleikum kofa breytt í nútímahöll


(22 klukkustundir, 47 mínútur)
SMARTLAND Í litlu hverfi í Los Angeles stendur lítill bleikur kofi sem var byggður fyrir næstum 100 árum. Mexí­kanska arkitektúrsstofan Productora fékk það verkefni í hendurnar að gera kofann upp fyrir núverandi íbúa þess.

Hún setur heilan kjúkling í blandarann


(23 klukkustundir, 47 mínútur)
MATUR Monique Parent er engri lík. Hér útbýr hún hundamat á mjög sérstakan hátt en hún setur heilan kjúkling með beinum og öllu í blandarann.
Meira píla