Fréttir vikunnar


ERLENT Katrín hertogaynja af Cambridge, bar eina eftirlætis kórónu Díönu prinsessu við hátíðlega athöfn í Buckingham-höll í gær.

500 milljónir, takk fyrir


(12 mínútur)
200 Sandfell SU-75 landaði í gær á Stöðvarfirði afla sem ýtti aflaverðmæti skipsins fyrir undangengna tíu mánuði yfir hálfs milljarðs markið.
MATUR Kristín María Dýrfjörð markaðastjóri hjá Te og Kaffi er mikill kaffiunnandi og er því í réttu starfi. Hún segir kaffi ekki vera bara kaffi frekar en rauðvín eða súkkulaði. Gæðamunurinn geti verið mjög mikill. „Hver tegund hefur sitt sérkenni eftir því hvar hún vex í heiminum og hvernig hún er meðhöndluð.“
FÓLKIÐ Fyrirsætan Gigi Hadid, sem nýverið gekk tískupallinn fyrir Victoria‘s Secret, hefur verið harðlega gagnrýnd undanfarið en hún þykir vera orðin afar grönn. Sjálf greindi Hadid nýverið frá því að hún þjást af vanvirkni í skjaldkirtli, eða Hashimoto sjúkdómnum, sem oft hefur í för með sér minnkaða matarlyst.
VIÐSKIPTI Tekjuafkoma hins opinbera reyndist jákvæð um 2,5 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2016, en á sama tíma 2015 var hún neikvæð um 9 milljarða króna.
TÆKNI Hali af fiðraðri risaeðlu fannst vel varðveittur í rafi á markaði í Búrma. Vísindamenn segja fundinn einstakan og að halinn, sem er ekkert annað en fjöður, sé fallegur.
SMARTLAND Alfreð Elías Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Samfilm, og Magnea Snorradóttir hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt á sölu. Húsið er í Hafnarfirði.
ERLENT Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að Andrew Puzder verði næsti atvinnumálaráðherra landsins. Puzder er framkvæmdastjóri skyndibitakeðju og er mótfallinn hækkun lágmarkslauna. Þá hefur verið haft eftir honum að hann kunni vel að meta bikiníklæddar konur að borða hamborgara.
ÍÞRÓTTIR „Ég hef bætt mig mjög mikið. Mér fannst ótrúlegt að komast í gegnum úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina fyrir ári en svo gerðist það aftur núna í Bandaríkjunum,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, í samtali við Morgunblaðið eftir komuna til landsins.
ERLENT Hermaður, sem var um borð í þyrlu sem hrapaði fyrir tveimur vikum í frumskógi í Indónesíu, hefur fundist á lífi.
INNLENT Tveir hafa greinst með inflúensu í vikunni en ekki eru merki um að inflúensufaraldur sé kominn hingað til lands. Búið er að tryggja meira bóluefni en allt bóluefni er uppurið í landinu.

Lyfta sem fer hraðar en Bolt


(1 klukkustund, 9 mínútur)
ERLENT Shanghai Tower, önnur hæsta bygging heims, er nú komin í heimsmetabók Guinness. Og það ekki einu sinni heldur þrisvar.

Munur á meðalhita 13,8 stig


(1 klukkustund, 20 mínútur)
INNLENT Hlýindin það sem af er desember hafa verið með miklum ólíkindum. Fyrstu dagarnir í desember hafa verið þeir hlýjustu í Reykjavík frá því mælingar hófust árið 1871 eða fyrir 145 árum.

Ekkert lát á sprengjuregninu


(1 klukkustund, 27 mínútur)
ERLENT Sýrlenski stjórnarherinn hefur látið sprengjum rigna yfir hverfi sem eru undir yfirráðum stjórnarandstæðinga í Aleppo í dag þrátt fyrir að Rússar hafi tilkynnt formlega um tímabundið vopnahlé í borginni.

Loksins útisigur hjá Philadelphia


(1 klukkustund, 30 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Eftir 23 tapleiki í röð á útivelli kom loks sigur hjá Philadelphia 76ers í NBA-körfuboltanum í nótt.

Ísland hefur dregist aftur úr í netöryggi


(1 klukkustund, 30 mínútur)
VIÐSKIPTI Íslendingar hafa verið á eftir þegar kemur að innleiðingu reglugerða varðandi fjármálainnviði og greiðslumiðlun sem taka þarf upp í gegnum EES-samninginn.
VIÐSKIPTI Viðskipti með hlutabréf Skeljungs hf. hefjast á aðalmarkaði Nasdaq Iceland í dag. Skeljungur telst til smærri fyrirtækja í olíu- og gasgeiranum. Skeljungur er annað félagið sem tekið er til viðskipta á Nasdaq Iceland árið 2016.

Breytingartillögu fyrir Laugaveg 55 var hafnað


(1 klukkustund, 41 mínútur)
INNLENT Skipulagsráð Reykjavíkurborgar hafnaði í gær tillögu um breytingu á deiliskipulagi fyrir Laugaveg 55.

Theodór meiddur


(1 klukkustund, 56 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Örvhenti hornamaðurinn Theodór Sigurbjörnsson, markahæsti leikmaður Olís-deildar karla í handknattleik, meiddist í leik ÍBV gegn Gróttu í gærkvöld en hann gerði þar átta mörk í sigri Eyjamanna.

Síldarstofninn þegar ofveiddur


(2 klukkustundir, 1 mínúta)
INNLENT „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Ísland muni auka við sínar aflaheimildir úr stofninum. Það er mál sem þarf að fara vandlega yfir.“

Samþykkja embættissviptingu


(2 klukkustundir, 7 mínútur)
ERLENT Þingmenn í Suður-Kóreu samþykktu við atkvæðagreiðslu í dag að svipta forseta landsins, Park Geun-hye, embætti í tengslum við spillingarmál.

Auglýsingin fremur til gamans gerð


(2 klukkustundir, 14 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Flestra augu hafa beins að Mercedesliðinu eftir að Nico Rosberg ákvað að hætta keppni sem heimsmeistari ökumanna í formúlu-1. Stóra spurningin er hver kemur í hans stað.

Lækka hagvaxtarspá í Frakklandi


(2 klukkustundir, 28 mínútur)
VIÐSKIPTI Seðlabanki Frakklands hefur lækkað hagvaxtarspá fyrir árið í ár og næsta ár. Helstu ástæður séu samdráttur í heiminum og ákvörðun Breta að ganga úr Evrópusambandinu.

Stjörnuhrap ekki neyðarblys


(2 klukkustundir, 38 mínútur)
INNLENT Tilkynnt var til Landhelgisgæslunnar um mögulegt neyðarblys í Berufirði um hálftólf í gærkvöldi.

Spá 30 m/s undir Eyjafjöllum


(2 klukkustundir, 44 mínútur)
INNLENT Búist er við stormi (meira en 20 m/s) við suðausturströndina og á hálendinu eftir hádegi. Búast má við hviðum yfir 30 m/s undir Eyjafjöllum og í Öræfum.

Hálka víða á Norðurlandi


(2 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT Greiðfært er um landið sunnan- og vestanvert. Hálkublettir eru á fjallvegum á Norðurlandi en hálka eða hálkublettir eru mjög víða á Norðausturlandi. Þæfingur og éljagangur er á Hófaskarði.

Rosberg svarar Lauda


(2 klukkustundir, 48 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Nico Rosberg svarar fullum hálsi gagnrýni Niki Lauda, stjórnarformann Mercedesliðsins, á þá óvæntri ákvörðun hans að hætta keppni í formúlu-1.

Fjórir fórust í eldsvoða í Finnlandi


(2 klukkustundir, 50 mínútur)
ERLENT Þrjú börn og kona fórust í eldsvoða í íbúð í Nordsjö-hverfinu í Helsinki í nótt. Börnin sem létust voru á aldrinum tveggja til sjö ára.

Innbrot, eignaspjöll og varsla fíkniefna


(3 klukkustundir, 7 mínútur)
INNLENT Tveir menn voru handteknir um tíuleytið í gærkvöldi í Kópavoginum grunaðir um innbrot, eignaspjöll og vörslu fíkniefna. Þeir eru báðir vistaðir í fangaklefa vegna rannsóknar málsins.

Ölvaður tekinn fyrir hraðakstur


(3 klukkustundir, 13 mínútur)
INNLENT Lögreglan stöðvaði för ökumanns skömmu fyrir eitt í nótt á Kringlumýrarbraut. Sá reyndist bæði ölvaður og hafa ekið of hratt. Fleiri voru teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis í gærkvöldi og nótt.

30 ára draumur rættist 2016


(3 klukkustundir, 38 mínútur)
SMARTLAND Brynja Dan, markaðsstjóri S4S, sýndi mikið hugrekki er hún deildi langþráðum draumi sínum um að hitta blóðmóður sína í þættinum Leitin að upprunanum með þjóðinni fyrir skömmu. Brynja er uppfull af þakklæti eftir þetta viðburðarríka ár sem breytti lífi hennar til frambúðar.

Norskur barnaníðingur dæmdur


(3 klukkustundir, 40 mínútur)
ERLENT Norðmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að brjóta gegn 62 börnum í gegnum Skype. Maðurinn neyddi börnin til þess að taka þátt í kynlífi sem var streymt beint á netið.

Þrjú slys og atvik í ferjusiglingum


(4 klukkustundir, 8 mínútur)
INNLENT Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) afgreiddi 5. desember sl. þrjár skýrslur um slys og atvik varðandi Baldur, Herjólf og Sævar.

Drengir eru stór meirihluti iðkenda


(4 klukkustundir, 8 mínútur)
INNLENT Fram kemur í jafnréttisúttekt á íþróttafélögunum Fjölni, KR og Þrótti, sem unnin var af Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur, að drengir eru í miklum meirihluta iðkenda.

Áfengisskatturinn hækkar um áramót


(4 klukkustundir, 8 mínútur)
INNLENT Áfengisgjöld á Íslandi eru nú þegar þau langhæstu í Evrópu, samkvæmt upplýsingum sem Félag atvinnurekenda hefur aflað. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2017 er gert ráð fyrir að áfengisgjöld hækki um 4,7%.

Telja sig hafa boðið upp ósvikinn Svavar


(4 klukkustundir, 8 mínútur)
INNLENT Kasper Nielsen, talsmaður uppboðshússins Bruun Rasmussen, vísar á bug ásökunum Ólafs Inga Jónssonar, forvarðar á Listasafni Íslands, um að fyrirtækið hafi vísvitandi selt falsað málverk, talið eftir listmálarann Svavar Guðnason, á uppboði sínu á mánudag.

Petsamo Arnaldar enn í efsta sæti bóksölulistans


(4 klukkustundir, 8 mínútur)
INNLENT Félag íslenskra bókaútgefenda birtir vikulega fram að jólum lista yfir söluhæstu bækur ársins og hann byggist á upplýsingum frá bóksölum, dagvöruverslunum og öðrum verslunum sem selja bækur.

Gæti stefnt í annað hrun


(4 klukkustundir, 8 mínútur)
VIÐSKIPTI Vaxandi áhyggjur eru innan ferðaþjónustunnar af styrkingu krónunnar og áhrifum þeirrar þróunar á greinina. Á einu ári hefur krónan styrkst um 17% og einstakir gjaldmiðlar, eins og sterlingspundið, lækkað um hátt í 30%.
INNLENT Reykjavíkurborg hefur auglýst tillögu að breytingu á deiliskipulagi Byko-reits í Vesturbænum, en reiturinn afmarkast af Hringbraut, Framnesvegi og Sólvallagötu.

Hrafnhildur ellefta á Íslandsmeti


(8 klukkustundir, 49 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hrafnhildur Lúthersdóttir hafnaði í ellefta sæti í 100 metra fjórsundi á heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug í Windsor í Kanada en undanúrslitum í greininni var að ljúka og þar setti hún glæsilegt Íslandsmet.

Bryndís í sextánda sæti


(9 klukkustundir, 13 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Bryndís Rún Hansen hafnaði í sextánda sæti í 50 metra flugsundi á heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug í Windsor í Kanada en undanúrslitum í greininni var að ljúka.

Allt loft úr okkur mjög fljótt


(9 klukkustundir, 23 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Það var lítið í gangi hjá okkur og vantaði allan anda. Það var rosalega dauft yfir okkur,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari karlaliðs Selfoss í handbolta, sem fékk skell á heimavelli gegn FH í Olísdeildinni í kvöld, 24:35.

Hjóla á spinning-hjólum í sólarhring


(9 klukkustundir, 38 mínútur)
INNLENT Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hóf í kvöld viðburð til styrktar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í samstarfi við líkamsræktarstöðina World Class. Viðburðurinn snýst um að hjóla á spinning-hjólum í 24 klukkustundir og safna þannig áheitum til styrktar nefndinni.
Meira píla