Nýjustu fréttir

ÍÞRÓTTIR Víkingur úr Reykjavík og KR mætast í síðasta leik 12. umferðar úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á Víkingsvellinum klukkan 20. Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.
ERLENT Tveir létust og 20 særðust í skotárás fyrir utan næturklúbb í Fort Myers í Flórída á miðnætti, þegar foreldrar voru að sækja börn sín eftir unglingaviðburð. Hinir látnu voru Sean Archilles, 14 ára, og Stefan Strawder, 18 ára, sem staðarmiðlar lýsa sem frambærilegum körfuknattleiksmanni.
ERLENT Að minnsta kosti 15 manns fórust í árás á heimili fyrir fatlaða í nágrenni Tókýó í Japan nú í kvöld.
INNLENT „Ég get ekki annað en verið sáttur við árangurinn,“ segir Björgvin Karl Guðmundsson sem hafnaði í áttunda sæti í einstaklingsflokki karla á heimsleikunum í crossfit sem lauk í gærkvöldi. „Að lenda í topp tíu á svona risamóti er eitthvað sem maður getur ekki verið annað en sáttur við.“
ÍÞRÓTTIR Kalidou Koulibaly, varnarmaður Napoli á Ítalíu, hefur ýtt undir þann orðróm að hann sé á leið til enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea. Umboðsmaður hans ræddi um mál hans í ítölskum útvarpsþætti í dag.

Biðja Sanders afsökunar

(25 mínútur)
ERLENT Flokkstjórn Demókrataflokksins bað í dag Bernie Sanders afsökunar á tölvupóstum sem benda til að þess að for­ystu­menn flokks­ins hafi reynt að grafa und­an forsetaframboði Sand­ers og sagði póstana „ófyrirgefanlega“.

Landaði draumastarfinu

(35 mínútur)
INNLENT Jóhann Ólafur Sigurðsson skrifaði fréttir um íslenska landsliðið í knattspyrnu inn á vef UEFA á meðan Evrópumótið í knattspyrnu stóð yfir í Frakklandi. Jóhann er fv. markvörður Selfoss og spilaði m.a. með Jóni Daða Böðvarssyni í 1. deildinni fyrir aðeins nokkrum árum.
ERLENT Alls hafa 87 lík fundist við strendur hafnarborgarinnar Sabratha í Líbýu frá því um helgina. Lík tók að að skola upp á ströndina sl. föstudag og á laugardag fann hópur sjálfboðaliða, sem borgaryfirvöld hafa þjálfað til slíkrar leitar, lík 41 einstaklings.
SMARTLAND Bresk kona hefur eitt yfir sextán milljónum króna í lýtaaðgerðir og vill láta gera sig eins „fake“ og hægt er. Konan sem vill einungis láta kalla sig Star hefur meðal annars farið í brjóstastækkun, fengið sér fyllingu í varir, farið í nefaðgerð og látið laga á sér skapabarmana til þess að fá hina fullkomnu píku.
INNLENT Vinsældir Pokémon-GO leiksins hafa líklega ekki farið framhjá mörgum en um allan bæ má sjá fólk með síma á lofti að veiða pokémona. En hvað er svona sérstakt við þennan leik? mbl.is fór á stúfana og kannaði hvað pokémon þjálfarar í bænum höfðu um það að segja.

Þyrla Gæslunnar á ótrúlegri brúðarmynd

(1 klukkustund, 4 mínútur)
INNLENT Brúðkaupsljósmyndarinn CM Leung fangaði heldur betur stórfenglegt augnablik þegar honum tókst að ná mynd af hvítklæddri brúði á svörtum sandi, með þyrlu Landhelgisgæslunnar svífandi yfir.

Gæti verið frá í fimm mánuði

(1 klukkustund, 5 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Per Mertesacker, fyrirliði Arsenal á Englandi, gæti verið frá í allt að fimm mánuði vegna hnémeiðsla. Hann meiddist í æfingaleik gegn franska liðinu Lens á dögunum og missir væntanlega af fyrri hluta tímabilsins.

Virkja hliðarstrauma orkuvinnslunnar

(1 klukkustund, 12 mínútur)
VIÐSKIPTI Nýju samstarfsverkefni um nýsköpun á sviði orku-, umhverfis- og ferðamála hefur verið hleypt af stokkunum á Norðausturlandi. Verkefnið hefur fengið nafnið EIMUR og hafa Landsvirkjun, Norðurorka, Orkuveita Húsavíkur og Eyþing skuldbundið sig til að láta 100 milljónir króna af hendi rakna til verkefnisins á næstu þremur árum.

Hreinsaður af ásökunum

(1 klukkustund, 13 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Peyton Manning, fyrrum leikstjórnandi Denver Broncos og Indiana Colts í NFL-deildinni í Bandaríkjunum, var í dag hreinsaður af ásökunum um að hafa notað HGH (Human Growth Hormone) árið 2011. Það er greint frá þessu á heimasíðu NFL-deildarinnar.

Gaman að tala saman á nördamáli

(1 klukkustund, 47 mínútur)
INNLENT Sigurlaug Lísa Sigurðardóttir og Pálmar Tjörvi Pálmarsson útskrifuðust með glans, hvort frá sínum kvikmyndaskólanum í Vancouver í Kanada fyrir tveimur og hálfu ári. Þar eru þau enn og hafa nóg að gera, hún í tæknibrellum, hann í hreyfimyndagerð. Hún snurfusar bakgrunna, hann tölvuteiknar atriði og atburðarás í þrívídd. Og margt fleira.

Jennifer Aniston brotnaði niður í miðri ræðu

(1 klukkustund, 56 mínútur)
FÓLKIÐ Leikkonan Jennifer Aniston var gestur kvikmyndahátíðarinnar Giffoni Film Festival á dögunum, þar sem hún tók á móti verðlaunum fyrir störf sín. Aniston hélt tölu á hátíðinni, þar sem börnum og ungmennum var gert kleift að spyrja hana spjörunum úr.

Dulin skilaboð Pogba

(2 klukkustundir, 6 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu franska miðjumannsins Paul Pogba hjá Juventus en Manchester United og Real Madrid hafa verið á höttunum eftir honum síðustu vikur. Hann birti áhugaverð skilaboð á Instagram-síðu sinni í dag.

Mótmæla spillingarfrumvarpi

(2 klukkustundir, 7 mínútur)
ERLENT Hundruð Túnisa mótmæltu í höfuðborginni í dag vegna frumvarps sem er til umræðu í þinginu. Samkvæmt frumvarpinu yrðu þeir sem verða uppvísir að spillingu ekki ákærðir, heldur sektaðir og gert að skila þeim fjármunum sem þeir kunna að hafa stungið undan eða dregið sér.

Úrkomumet á einni klukkustund

(2 klukkustundir, 36 mínútur)
INNLENT Met var slegið er það rigndi 10,2 mm í sjálfvirku stöðina sem stendur á reit Veðurstofu Íslands við Bústaðaveg á milli klukkan þrjú og fjögur í dag. Að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings á vakt, hefur ekki rignt jafnmikið í sjálfvirku stöðina á einum klukkutíma frá því að stöðin var sett upp í kringum 1998.

Börðust fyrir bílnum í mörg ár

(2 klukkustundir, 39 mínútur)
INNLENT Foreldrar níu ára fatlaðs drengs vanda Sjúkratryggingum Íslands ekki kveðjurnar og segja stofnunina hafa gert í því að tefja fyrir kaupum á sérstakri bílalyftu. Drengurinn er með svokallaða CP-hömlun sem í hans tilfelli lýsir sér í mjög lágri vöðvaspennu, þroskaskerðingu og flogaveiki.
ERLENT Körfuboltagoðið Michael Jordan hefur tjáð sig um byssuofbeldi og kynþáttaspennu í Bandaríkjunum og heitið því að veita umtalsverðum fjármunum í að leita lausna. Í erindi, sem birtist á vefsíðunni theundefeated.com, segist Jordan áhyggjufullur vegna dauðsfalla svartra af hendi lögreglu, og sömuleiðis reiður vegna morða á lögreglumönnum.

Allen kominn til Stoke

(2 klukkustundir, 47 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enska úrvalsdeildarfélagið Stoke City tilkynnti í dag kaup á velska landsliðsmanninum Joe Allen en hann kemur frá Liverpool.

Gruna Rússa um lekann til Wikileaks

(2 klukkustundir, 47 mínútur)
ERLENT Bandaríska alríkislögreglan FBI staðfesti í dag að verið sé að rannsaka lekann á tölvupóstum frá háttsettum forystumönnum í Demókrataflokknum. Fréttastofa CNN segir bandaríska embættismenn gruna að Rússar séu að baki tölvuárásinni.

Félagaskipti í enska fótboltanum

(2 klukkustundir, 52 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Föstudaginn 1. júlí var formlega opnað fyrir félagaskiptin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og hægt er að kaupa og selja leikmenn til 31. ágúst.

Giggs með skemmtilega takta – myndskeið

(3 klukkustundir, 36 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ryan Giggs, fyrrum leikmaður Manchester United á Englandi, var með skemmtilega takta í Futsal-móti á Indlandi á dögunum en greinilegt er að hann hefur engu gleymt.

Smygluðu rúmlega 1.000 manns til V-Evrópu

(3 klukkustundir, 43 mínútur)
ERLENT Austurríska lögreglan greindi frá því í dag að lögreglu hefði tekist að uppræta smyglhring, sem grunaður er um að hafa smyglað meira en 1.000 manns yfir landamærin frá Ungverjalandi til Vestur-Evrópu sl. ár.

Afklæddi sig úti skógi á fullu tungli

(3 klukkustundir, 53 mínútur)
FÓLKIÐ Cara Delevingne fer með hlutverk í kvikmyndinni Suicide Squad, þar sem hún leikur máttuga seiðkonu. Leikkonan segir leikstjóra myndarinnar, David Ayer, hafa gefið sér fremur sérstæðar ráðleggingar til að setja sig í stellingar fyrir hlutverkið.
ICELAND In exactly one week’s time, Ólafur Ragnar Grímsson will formally step down as President of Iceland, after twenty years in the post.

Innlit í glæsivillu Mimiar og Odds

(3 klukkustundir, 57 mínútur)
SMARTLAND Þau Mimi Thorisson og Oddur Þórisson búa í glæsilegu nítjándu aldar húsi í Médoc í Frakklandi. House and Garden kíkti á dögunum í innlit til hjónanna í Médoc en þar búa þau ásamt börnunum sínum sjö og níu hundum.

Margir persónulegir sigrar

(3 klukkustundir, 59 mínútur)
INNLENT Líkt og þekkt er orðið varði Katrín Tanja Davíðsdóttir titilinn hraustasta kona heims á heimsleikunum í crossfit sem lauk í gærkvöld. Hún fær að launum töluvert verðlaunafé en byssan umdeilda, sem átti að vera hluti verðlaunanna, fellur þó ekki í hennar hlut.

Þýska sendiráðið vottar samúð sína

(4 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Staðgengill sendiherra Þýskalands á Íslandi, Diane Röhrig, vonast til að atburðir eins og þeir sem hafa gerst í Þýskalandi að undanförnu, þar sem þrjár árásir hafa verið gerðar á skömmum tíma, muni ekki endurtaka sig.

Fjórtán slösuðust í umferðinni

(4 klukkustundir, 7 mínútur)
INNLENT Fjórtán vegfarendur slösuðust í umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Í Facebook-færslu lögreglu segir að illa gangi að fækka slysum og það sé áhyggjuefni. Þar segir einnig að fjöldi reiðhjólaslysa veki athygli en næstum þriðjungur slysanna í síðustu viku voru reiðhjólaslys.

Bandaríkjamenn burstuðu Kínverja

(4 klukkustundir, 9 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Bandaríska karlalandsliðið í körfuknattleik vann stórsigur gegn Kína þegar liðin mættust í vináttulandsleik í Kaliforníu í gær. Lokatölur urðu 106:57, heimamönnum í vil.

Fyrsta barnið með smáheila sem fæðist í Evrópu

(4 klukkustundir, 16 mínútur)
ERLENT Fyrsta barnið með smáheila af völdum Zika-veirunnar, sem fæðist í Evrópu, kom í heiminn á sjúkrahúsi á Spáni í dag. Móðir barnsins sýktist af veirunni á ferðalagi erlendis. Spænsk yfirvöld hafa neitað að segja hvar hún var á ferðinni, en AFP-fréttastofan hefur eftir heimildamanni á sjúkrahúsinu að hún hafi verið í Suður-Ameríku þar sem Zika-veiran er útbreidd.

Real Madrid eina félagið sem heillar

(4 klukkustundir, 27 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Pierre-Emerick Aubameyang, leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, segir aðeins eitt lið geta fengið sig til að fara frá þýska liðinu, en það er spænska stórliðið Real Madrid.

„Skilur af hverju hann var handtekinn“

(4 klukkustundir, 40 mínútur)
INNLENT Karlmaðurinn sem handtekinn var og úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um aðild að morðinu á Íslendingi í Stokkhólmi, heldur fram sakleysi sínu. Þetta segir lögmaður mannsins í samtali við sænska dagblaðið Expressen.

Háar sektir fyrir gosbrunnabað

(4 klukkustundir, 42 mínútur)
ERLENT Það kann að hljóma lokkandi og ævintýralegt að svala sér í hinum fræga Trevi-gosbrunni á miðnætti en aðgerðir lögregluyfirvalda í Róm, sem miða að því að draga úr slíkum uppátækjum, hafa kostað fjölda ferðamanna drjúgan skilding.

Hvattir til að deila íslensku efni

(5 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT „Kæru notendur Deildu. Mig langar að biðja ykkur um að deila inn öllu íslensku efni sem þið mögulega getið. Allt sem þið finnið/eigið endilega setjið það inn á síðuna. Sýnið að við erum öll Pirates Yarr!“ Þannig hljóða skilaboð sem birt eru á áberandi stað efst á skráaskiptasíðunni Deildu.net.

11.000 íþróttamenn - 450.000 smokkar

(5 klukkustundir, 11 mínútur)
ERLENT Nú líður senn að því að bestu íþróttamenn heims drífi að Ólympíuþorpinu í Ríó, en leikar hefjast 5. ágúst nk. Íþróttafólkið mun hafast við í nýbyggðum íbúðaturnum, þar sem innréttingarnar eru fábrotnar en þjónustan sögð framúrskarandi.

Sterkt sundfólk í banni á ÓL.

(5 klukkustundir, 13 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Alþjóðasundsambandið, FINA, hefur kveðið upp þann úrskurð að sjö keppendur frá Rússlandi verði ekki með á Ólympíuleikunum sem hefjast í Ríó 5. ágúst. Þessi ákvörðun er tekin vegna lyfjamisnotkunar Rússa.

Sanders hvetji demókrata til samstöðu

(5 klukkustundir, 15 mínútur)
ERLENT Búist er við að Bernie Sanders, sem átti í harðri baráttu við Hillary Clinton um hvort þeirra yrði forsetaefni Demókrataflokksins, muni í ræðu sinni á flokksþingi Demókrataflokksins í Philadelphiu síðar í dag hvetja stuðningsmenn sína til að flykkjast að baki Clinton.

121 tók þátt í Urriðavatnssundi

(5 klukkustundir, 19 mínútur)
INNLENT Alls tók 121 keppandi þátt í Urriðavatnssundi um helgina. Þar af voru 118 skráðir í Landvættasund, sem eru 2,5 kílómetrar. Alls luku 100 manns því sundi, eða 61 karl og 39 konur.

Sindri aftur í Leikni

(5 klukkustundir, 23 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Leiknir R. hefur fengið vænan liðsstyrk fyrir síðari hluta móts en Sindri Björnsson er kominn aftur til félagsins eftir að hafa verið á láni hjá Val.

Félagaskipti í íslenska fótboltanum

(5 klukkustundir, 32 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Föstudaginn 15. júlí var opnað á ný fyrir félagaskipti í knattspyrnunni hér á landi og leikmenn í meistaraflokki geta skipt um félag til mánaðamóta, 31. júlí.

Hálfbróðir Obama kýs Trump

(5 klukkustundir, 38 mínútur)
ERLENT Malik Obama, hálfbróðir Baracks Obama Bandaríkjaforseta, segist ætla að kjósa Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, í forsetakosningunum í nóvember.

„Þetta er stórt félag með mikla sögu“

(5 klukkustundir, 41 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Haukur Heiðar Hauksson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gæti verið á leið til Leeds United í ensku B-deildinni eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum, en viðræður eru í gangi milli AIK og Leeds.

Kalla eftir samstöðu í skugga hneykslis

(5 klukkustundir, 51 mínútur)
ERLENT Flokksþing bandaríska Demókrataflokksins hófst í dag þar sem Hillary Clinton verður formlega útnefnd forsetaefni flokksins. Flokksþingið fer fram í skugga leka sem bendir til þess að háttsettir demókratar hafi reynt að grafa undan Bernie Sanders.

Pogba spenntari fyrir Real Madrid

(6 klukkustundir, 6 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Franski miðvallarleikmaðurinn Paul Pogba vill frekar fara til Real Madrid en Manchester United en það er spænski miðillinn Cadena SER sem greinir frá þessu í dag.

Fjórir háskólar hafa áhuga á lögreglunáminu

(6 klukkustundir, 23 mínútur)
INNLENT Fjórir háskólar sendu inn þátttökutilkynningu í auglýstu ferli Ríkiskaupa um lögreglunám á háskólastigi. Eru það Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík.

Vill komast í enska landsliðið

(6 klukkustundir, 31 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Adebayo Akinfenwa, leikmaður Wycombe Wanderers í ensku D-deildinni, vill ólmur komast í enska landsliðshópinn, en til þess að það gangi upp er hann með ákveðnar óskir sem knattspyrnusambandið þarf að uppfylla.

Vill komast í enska landsliðið

(6 klukkustundir, 31 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Adebayo Akinfenwa, leikmaður Wycombe Wanderers í ensku D-deildinni, vill ólmur komast í enska landsliðshópinn, en til þess að það gangi upp er hann með ákveðnar óskir sem knattspyrnusambandið þarf að uppfylla.

Vilja svipta Green riddaratign

(6 klukkustundir, 34 mínútur)
VIÐSKIPTI Til skoðunar er að svipta Sir Philip Green, fyrrverandi eiganda bresku verslunarkeðjunnar BHS, riddaratign sinni. Bresk stjórnvöld staðfestu í bréfi til Jim McMahon, þingmanns Verkamannaflokksins, að málið væri til skoðunar.

Sáu 580 seli

(6 klukkustundir, 37 mínútur)
INNLENT Í ár sáust alls 580 selir í selatalningunni miklu. Það er meira en síðustu tvö ár, en þó minna en árlegt meðaltal hefur gefið til kynna.

Jón Gnarr yfirgefur 365

(6 klukkustundir, 55 mínútur)
VIÐSKIPTI Jón Gnarr er hættur störfum hjá fyrirtækinu 365. Fram kemur á Visir.is að hann hafi látið af störfum sem framkvæmdastjóri dagskrársviðs og um leið sem fastur starfsmaður.

Sumarstemning á KRÁS matarmarkaði

(6 klukkustundir, 57 mínútur)
SMARTLAND KRÁS matarmarkaður hófst á nýjan leik á laugardaginn í Fógetagarðinum. Þar gátu gestir gætt sér á gómsætum veitingum og hlýtt á ljúfa tóna en tónlistarmaðurinn Aron Can steig á svið og skemmti viðstöddum.

Fer á fullt í stjórnmálabaráttunni

(7 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT „Við Íslendingar stöndum á miklum tímamótum eins og svo margar aðrar þjóðir. Ákvarðanir sem teknar verða á næstu misserum munu ráða úrslitum um hvernig samfélagið þróast til framtíðar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, í bréfi sem hann hefur sent flokksmönnum.

Ræða fríverslun milli Bretlands og Kína

(7 klukkustundir, 6 mínútur)
VIÐSKIPTI Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, hefur hafið viðræður við kínversk stjórnvöld um fríverslunarsamning á milli ríkjanna sem gæti gefið kínverskum bönkum og fyrirtækjum greiðari aðgang að breskum markaði.

211 starfsmönnum Turkish Airlines sagt upp störfum

(7 klukkustundir, 8 mínútur)
ERLENT Stjórnendur Turkish Airlines hafa sagt upp 211 starfsmönnum vegna meintra tengsla þeirra við Fethullah Gulen, og hegðun sem þykir stangast á við tyrkneska hagsmuni. Samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu var samningum starfsmannanna rift þar sem þeir þóttu ekki hafa uppfyllt starfskröfur.

Píratar með 26,8% fylgi

(7 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT Píratar mælast með 26,8% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn með 24% í nýjustu könnun MMR. Vinstri-græn mælast með 12,9% fylgi, borið saman við 18% í síðustu könnun. Viðreisn mælist með 9,4% fylgi. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 33,9%.

Stúlkurnar sigruðu Rúmena

(7 klukkustundir, 15 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Stúlknalandsliðið í körfuknattleik, skipað leikmönnum yngri en 18 ára, sigraði Rúmeníu, 62:51, í Sarajevo í dag og er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Januzaj til Sunderland?

(7 klukkustundir, 20 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Svæðisblaðið The Northern Echo greinir frá því að David Moyes, nýráðinn knattspyrnustjóri Sunderland, hafi hug á að fá Adnan Januzaj til liðs við félagið frá Manchester United. Óvissa ríkir um framtíð Januzaj eftir ráðningu José Mourinho sem knattspyrnustjóra félagsliðsins.
ICELAND Icelandic CrossFit champion Katrín Tanja Davíðsdóttir won first place in the women’s competition at the 2016 CrossFit Games last night, defending her title as ‘World’s Fittest Woman’.

Sér eftir því að hafa ekki tjáð sig um missinn

(7 klukkustundir, 25 mínútur)
ERLENT Harry Bretaprins segist sjá eftir því að hafa ekki tjáð sig fyrr um hvaða áhrif dauðsfall móður hans, Díönu prinsessu af Wales, hafði á hann. Díana lést í bílslysi 1997, þegar Harry var aðeins 12 ára.

DKNY selt fyrir 80 milljarða

(7 klukkustundir, 29 mínútur)
VIÐSKIPTI Franska lúxusvörufyrirtækið Louis Vuitton Moët Hennessy hefur ákveðið að selja tískuvörumerkið DKNY fyrir um 650 milljónir dala, sem jafngildir um 79,5 milljörðum íslenskra króna.

Sextán börn brunnu inni

(7 klukkustundir, 32 mínútur)
ERLENT Sextán börn voru meðal þeirra 38 sem létust í eldsvoða í Madagaskar á laugardag.

Hótaði Þjóðverjum hefndum

(7 klukkustundir, 39 mínútur)
ERLENT Myndbönd tengd íslamistum hafa fundist á farsímum og fartölvu í eigu 27 ára gamals sýrlensks hælisleitanda sem sprengdi sig í loft upp í gærkvöldi í borginni Ansbach í Þýskalandi. Maðurinn lýsir þar yfir hollustu við svonefnt Ríki íslams.

Lítill hópur ökumanna er í mikilli hættu

(7 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT Þótt öryggisbeltin hafi fyrir löngu sannað ágæti sitt og flestir ökumenn noti þau er sá litli hópur ökumanna sem ekki notar öryggisbelti hlutfallslega sá vegfarendahópur sem er í mestri lífshættu. Þetta sýna slysatölur undanfarinna ára.

Fjórir létust í skotárás í Texas

(7 klukkustundir, 49 mínútur)
ERLENT Fjórir létust, þar af eitt barn, og einn særðist í skotárás í borginni Bastrop í Texas í gær. Árásin var gerð í íbúðakjarna, þrjú hinna látnu voru í kringum tvítugt en barnið var þriggja ára gamalt. Annað barn er á sjúkrahúsi eftir árásina.

Sigourney Weaver langar að leika í nýrri Alien-mynd

(7 klukkustundir, 57 mínútur)
FÓLKIÐ Leikkonan Sigourney Weaver greindi frá því á dögunum að hún myndi gjarnan vilja leika í nýrri kvikmynd í Alien-seríunni.

16.300 störf skapast eftir hrun

(8 klukkustundir, 5 mínútur)
VIÐSKIPTI Í fyrra voru í fyrsta skipti frá því að fjármálakreppan skall á fleiri við vinnu en árið 2008. 12.000 störf töpuðust á árunum 2008 til 2010 en 16.300 hafa hins vegar komið í staðinn. Er bróðurpartur nýrra starfa kominn til vegna ferðaþjónustunnar.

Mun hraðlest tengja Svíþjóð og Finnland?

(8 klukkustundir, 11 mínútur)
ERLENT Ráðgjafafyrirtækið KPMG hefur nú reiknað út kostnaðinn við að byggja jarðgöng frá Stokkhólmi í Svíþjóð til Helsinki í Finnlandi. Ferðatími með lest í slíkum göngum yrði 30 mínútur og kostnaðurinn 180 milljarðar sænskra króna, eða rétt rúmlega 254 milljarðar íslenskra króna.

Lögreglan keyrði inn í hlið bíls

(8 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði bíl sem var á akstri í íbúðarhverfi við Kjarnabraut í Reykjanesbæ með því að keyra inn í hlið hans.

Katrín Tanja fær 35 milljónir

(8 klukkustundir, 30 mínútur)
VIÐSKIPTI Katrín Tanja Davíðsdóttir fær rúmar 35 milljónir króna í sinn hlut fyrir sigur sinn á heimsleikunum í crossfit í gær, auk skammbyssu frá byssuframleiðandanum Glock. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, sem hafnaði í þriðja sæti, fær tæpar átta milljónir króna í verðlaunafé.

Trump með meira fylgi en Clinton

(8 klukkustundir, 30 mínútur)
ERLENT Forsetaframbjóðandi repúblikana í Bandaríkjunum, Donald Trump, mælist með meira fylgi en keppinautur hans, Hillary Clinton, frambjóðandi demókrata, í nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir bandarísku sjónvarpsstöðina CNN.

Bordeaux vill hægri bakvörð Arsenal

(8 klukkustundir, 32 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Franska liðið Bordeaux vill fá bakvörðinn Mathieu Debuchy til liðs við sig frá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal. Sky greinir frá því að Bordeaux séu reiðubúnir að hefja viðræður um kaup á leikmanninum.

Leikmenn eiga að njóta fótboltans

(8 klukkustundir, 36 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sam Allardyce, nýráðinn þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, telur sig geta náð fram því besta í enskum leikmönnum.

Spítalinn myndi „rústa“ heilbrigðiskerfinu

(8 klukkustundir, 37 mínútur)
INNLENT „Útlendingaspítalinn myndi því rústa því sem eftir er af íslensku heilbrigðiskerfi og gera endurreisn þess margfalt erfiðari en ella,“ skrifar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag.

Handtekinn fyrir morðið á Íslendingi

(8 klukkustundir, 40 mínútur)
INNLENT Lögreglan í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur nú handtekið mann fyrir aðild að morðinu á íslenskum karlmanni í vesturhluta borgarinnar á mánudaginn í síðustu viku.

Óska skýringa frá Vegagerðinni

(8 klukkustundir, 54 mínútur)
INNLENT Ísak Ernir Kristinsson, einn stofnenda Facebook-hópsins Stopp, hingað og ekki lengra!, er ánægður með að Vegagerðin hafi lokað vinstri beygju af Hafnarvegi inn á Reykjanesbraut. Betur má þó ef duga skal að hans mati.

Segir Georg prins dekraðan

(8 klukkustundir, 57 mínútur)
FÓLKIÐ Vilhjálmur Bretaprins játaði á dögunum að frumburður hans, hinn þriggja ára Georg prins, væri fordekraður.

Yngstu fórnarlömbin 12 ára

(9 klukkustundir, 6 mínútur)
ERLENT Að minnsta kosti tveir létu lífið og 16 særðust þegar skothríð braust út á bílastæði við næturklúbb í Fort Meyers í Flórídaríki Bandaríkjanna í nótt. Skotárásin hófst um hálfeitt eftir miðnætti að staðartíma, þegar foreldrar voru að sækja börn sín á klúbbinn Club Blu.

Lögreglumaður sektaði sjálfan sig

(9 klukkustundir, 20 mínútur)
ERLENT Norskur lögreglumaður sektaði sjálfan sig fyrir að hafa ekki notað björgunarvesti þegar við átti.

Allen yfirgefur Liverpool

(9 klukkustundir, 26 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Velski miðjumaðurinn Joe Allen er á leið frá Liverpool til Stoke. Bæði leika liðin í ensku úrvalsdeildinni en Liverpool samþykkti á dögunum 13 milljóna punda tilboð Stoke í Allen.

Philip Green kennt um hrun BHS

(9 klukkustundir, 35 mínútur)
VIÐSKIPTI Philip Green og öðrum sem „urðu ríkir“ af rekstri bresku verslunarkeðjunnar BHS, eða British Home Store, er kennt um gjaldþrot keðjunnar í nýrri og viðamikilli skýrslu breskrar þingmannanefndar. Er hrun félagsins tekið sem dæmi um hið „óásættanlega andlit kapítalismans“.
ICELAND Are you looking for a real get-away-from-it-all experience of timeless and authentic Iceland? Then the Wilderness Center in East Iceland could be just the place for you.

Eva Laufey og Haddi giftu sig um helgina

(9 klukkustundir, 57 mínútur)
SMARTLAND Fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir og Haraldur Haraldsson létu pússa sig saman í Akraneskirkju um helgina. Eftir athöfnina voru veisluhöld í Hlégarði í Mosfellsbæ og þar var gleðin við völd. Þess má geta að Eva bakaði sína eigin brúðartertu sjálf.

Langvinn barátta gegn Deildu.net

(10 klukkustundir, 7 mínútur)
INNLENT Tímamót virðast hafa átt sér stað í baráttu íslenskra höfundarréttarsamtaka gegn skráaskiptasíðunni Deildu.net en eins og mbl.is hefur fjallað um hafa samtökin lagt fram kæru á hendur einstaklingi sem þau telja að standi á bak við síðuna.

Gáfu ungbörnum hláturgas

(10 klukkustundir, 7 mínútur)
ERLENT Ungbarn lést á sjúkrahúsi í Sydney og annað er í lífshættu eftir að hláturgasi (e. nitrous oxide) var dælt um öndunarveg þeirra í stað súrefnis. Hláturgas nefnist einnig nítró á íslensku.

Prestur læsti son sinn inni og svelti hann

(10 klukkustundir, 12 mínútur)
ERLENT Nígerískur prestur hefur verið handtekinn fyrir að handjárna níu ára gamlan son sinn inni í lokuðu herbergi í nokkrar vikur og neita honum um mat.

Lést viku eftir sögulegt skilnaðaruppgjör

(10 klukkustundir, 15 mínútur)
FÓLKIÐ Fyrirsætan Christina Estrada hlaut í þessum mánuði 75 milljónir punda í sinn hlut eftir skilnað sinn frá Sheikh Walid Juffali. Krafa hennar fyrir dómstólum er sögð hafa verið stærsta fjárkrafa vegna skilnaðar í sögunni í Bretlandi.

Góð lending fyrir flugvöllinn á Húsavík

(10 klukkustundir, 23 mínútur)
VIÐSKIPTI Hafnar eru framkvæmdir við endurbætur á Húsavíkurflugvelli. Endurnýja á ljósakerfi, slitlag á flugbraut og flugvélastæðum. Um nokkurra ára skeið var ekkert áætlunarflug á flugvellinum, en það hófst aftur árið...

Handtekinn vegna hryllilegs dráps á barni

(10 klukkustundir, 25 mínútur)
ERLENT Lögregla í Bangladess handtók í dag starfsmann í garnverksmiðju en hann er grunaður um að hafa pyntað níu ára dreng með loftpressu sem varð til þess að drengurinn lést. Er þetta annað atvikið á tæpu ári þar sem drengir láta lífið vegna loftpressa.

Mourinho bannar Pokemon

(10 klukkustundir, 30 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Snjallsímaforritið Pokemon Go hefur náð hraðri útbreiðslu um allan heim en knattspyrnustjóri Manchester United, José Mourinho, hefur sett stólinn fyrir dyrnar. Mourinho mun hafa bannað leikmönnum að spila Pokemon innan tveggja daga fyrir leik.

Stjórinn ætlar ekki að yfirgefa Tottenham

(10 klukkustundir, 34 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, hafnaði í morgun orðrómi þess efnis að hann tæki við þjálfun argentínska landsliðsins í knattspyrnu.

Réttað yfir meintum morðingjum Nemtsov

(10 klukkustundir, 50 mínútur)
ERLENT Lokuð réttarhöld yfir þeim, sem eru grunaðir um að bera ábyrgð á morðinu á rússneska stjórnmálamanninum Boris Nemtsov á síðasta ári, hófust í herrétti í Moskvu í dag.

Hlutabréf Nintendo í frjálsu falli

(10 klukkustundir, 53 mínútur)
VIÐSKIPTI Hlutabréf í Nintendo hríðféllu í verði í morgun eftir að forsvarsmenn fyrirtækisins greindu frá því að velgengni tölvuleiksins Pokémon Go myndi aðeins hafa takmörkuð áhrif á hagnað fyrirtækisins.

„Þú ert ekki heiðarlegur“

(10 klukkustundir, 55 mínútur)
ERLENT „Þú ert ekki heiðarlegur,“ sagði einn hinna ákærðu í Bruun Rasmussen-málinu í Danmörku við fulltrúa ákæruvaldsins eftir að sýknudómur féll yfir hinum ákærðu þremenningum.

Sama hvað öðrum finnst um sambandið

(10 klukkustundir, 57 mínútur)
FÓLKIÐ Samband Tom Hiddleston og Taylor Swift hefur mikið verið á milli tannanna á fólki undanfarið. Leikarinn lætur sér þó fátt um finnast og segist vera sama hvaða skoðun fólk hefur á ráðahagnum.

Ekki jafn verðmætur og Ronaldo eða Messi

(11 klukkustundir, 5 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Paul Scholes, fyrrverandi miðvallarleikmaður Manchester United, telur að sitt gamla félag borgi of hátt verð ef það greiðir 100 milljónir evra fyrir Paul Pogba.

Verizon kaupir kjarnarekstur Yahoo

(11 klukkustundir, 7 mínútur)
VIÐSKIPTI Talið er að bandaríski fjarskiptarisinn Verizon Communications tilkynni í dag um kaup á kjarnastarfsemi netfyrirtækisins Yahoo á fimm milljarða dala, sem jafngildir um 612 milljörðum íslenskra króna.

Tengi ekki hælisleitendur við árásirnar

(11 klukkustundir, 11 mínútur)
ERLENT Innanríkisráðherra Þýskalands, Thomas de Maiziere, varaði samlanda sína við því í dag að hræðast hælisleitendur í landinu vegna árásanna síðustu daga. „Við megum ekki tengja hælisleitendur við þessi einstöku mál sem eru í rannsókn,“ sagði de Maiziere í samtali við fjölmiðilinn Funke.

Innkalla skyrtertur

(11 klukkustundir, 20 mínútur)
INNLENT Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá fyrirtækinu Mjólku um að fundist hafi í gæðaeftirliti hjá fyrirtækinu örverumengun í skyrtertum.

Ronaldo æfði með McGregor um helgina

(11 klukkustundir, 37 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Nýkrýndur Evrópumeistari í knattspyrnu, Cristiano Ronaldo, heimsótti írska bardagakappann Conor McGregor um helgina. McGregor er um þessar mundir í æfingabúðum í Las Vegas í Bandaríkjunum.
FÓLKIÐ Bandaríska söngkonan Ariana Grande skaust upp á stjörnuhimininn fyrir tveimur árum og hefur síðar átt lög á toppi vinsældalistanna eins og Love Me Harder og Break Free.

Tyrkir ekki í stöðu til þess að ganga í ESB

(12 klukkustundir, 1 mínúta)
ERLENT Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir Tyrki ekki vera í stöðu til þess að ganga í sambandið á næstunni. Allar aðildarviðræður þeirra við sambandið verði jafnframt settar á ís ef tyrknesk stjórnvöld ákveða að taka aftur upp dauðarefsingu.

WADA lýsir yfir vonbrigðum

(12 klukkustundir, 8 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, hefur lýst yfir vonbrigðum með þá niðurstöðu Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC, að setja ekki allt rússneskt íþróttafólk í keppnisbann fyrir Ólympíuleikana í Ríó.

Fín veiði í urriðanum í Laxá í Þingeyjarsýslu

(12 klukkustundir, 12 mínútur)
VEIÐI Samkvæmt upplýsingum frá Stangveiðifélagi Reykjavíkur, sem annast sölu veiðileyfa á urriðasvæðum Laxár í Þingeyjarsýslu, er veiðin þar búin að vera ákaflega góð það sem af er sumri.
FÓLKIÐ Lögreglan var kölluð til á heimili leikkonunnar Lindsay Lohan um helgina, eftir að hróp og köll heyrðust frá svölum hennar. Að sögn braut lögreglan sér leið inn í húsið vegna gruns um heimilisofbeldi.

Telja sig hafa fundið höfuðpaurinn

(12 klukkustundir, 17 mínútur)
INNLENT „Við erum að kæra þann sem við grunum að standi á bak við Deildu.net. Síðan er það núna komið í hendur lögreglu að rannsaka það og í framhaldinu tekur ákæruvaldið ákvörðun um það hvort viðkomandi verður ákærður.“

Harður árekstur við Miklubraut

(12 klukkustundir, 38 mínútur)
INNLENT Einn var fluttur á slysadeild eftir harðan árekstur við gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar rétt fyrir klukkan níu.

Hafnaði Barcelona til að vinna með Guardiola

(12 klukkustundir, 45 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Spænski sóknarmaðurinn Nolito hafnaði Barcelona í sumar og gekk þess í stað til liðs við Manchester City.

Sjúklingar fara ekki í sumarfrí

(12 klukkustundir, 56 mínútur)
INNLENT Blóðbankann vantar blóð í öllum blóðflokkum og biðlar til landsmanna að gefa blóð, hvort sem það er í Reykjavík eða á Akureyri. Í tilkynningu frá Blóðbankanum kemur fram að staðan nú eftir helgina sé ekki góð og að mikilvægt sé að blóðsöfnun gangi vel í þessari viku fyrir verslunarmannahelgina.

Þess vegna er auðveldara fyrir karlmenn að léttast

(12 klukkustundir, 57 mínútur)
SMARTLAND Það getur verið sérlega erfitt að losa sig við aukakílóin, sérstaklega fyrir konur. Auðvitað eiga margir karlmenn erfitt með að grennast, en að jafnaði er það auðveldara fyrir þá heldur en dömurnar.

Kæra stjórnanda Deildu.net

(13 klukkustundir, 1 mínúta)
INNLENT Kæra hefur verið lögð fram á hendur meintum stjórnanda skráaskiptasíðunnar Deildu.net af hálfu fjögurra íslenskra höfundarréttarfélaga.

Tveir teknir af lífi í Sádi-Arabíu

(13 klukkustundir, 4 mínútur)
ERLENT Tveir dæmdir morðingjar voru teknir af lífi í Sádi-Arabíu í morgun, samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneyti landsins. Alls hafa 107 fangar verið teknir af lífi þar það sem af er ári.

Umferðartafir á Vesturlandsvegi

(13 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT Búast má við smávægilegum umferðartöfum á Vesturlandsvegi í dag frá Melahverfi og norður fyrir Leirá í Hvalfjarðarsveit vegna framkvæmda.

Enginn hugsar um stuðningsmennina

(13 klukkustundir, 16 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona varð fyrir miklum vonbrigðum með fyrirhuguð félagaskipti landa síns, sóknarmannsins Gonzalo Higuain.

Skotárás í næturklúbbi í Flórída

(13 klukkustundir, 16 mínútur)
ERLENT Allt að sautján eru særðir eftir skotárás í Bandaríkjunum í nótt. Samkvæmt frétt AFP eru að minnsta kosti tveir látnir. Árásin var gerð á sérstöku kvöldi fyrir unglinga á næturklúbbi i í Fort Meyers í Flórída-ríki. Þrír hafa verið handteknir í tengslum við árási

Greinina átti aldrei að nota

(13 klukkustundir, 27 mínútur)
ERLENT Aldrei var hugmyndin að grein 50 í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins yrði virkjuð líkt og Bretland stefnir nú að því að gera í kjölfar þess að breskir kjósendur samþykktu að yfirgefa sambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní.

Nálgast mark með bólgið hné

(13 klukkustundir, 39 mínútur)
INNLENT Hjólakappinn Jón Eggert Guðmundsson kemur í Hafnarfjörð á miðvikudag en hann hefur að undanförnu hjólað hringinn um landið, alls 3.200 kílómetra, með því að þræða alla vegi við strandlengjuna. Það var sama leið og hann fór fótgangandi fyrir tíu árum.

Tíu létu lífið í sjálfsmorðsárás

(13 klukkustundir, 42 mínútur)
ERLENT Tíu manns létu lífið þegar maður sprengdi sig í loft upp inni í bifreið hlaðinni sprengiefnum norðan við Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag.

Kraftaverk að ná öðru sætinu

(13 klukkustundir, 45 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Þýski varnarmaðurinn Per Mertesacker viðurkennir að Arsenal hafi verið heppið að hafna í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á síðasta keppnistímabili.

Brexit hefur neikvæð áhrif á Ryanair

(13 klukkustundir, 46 mínútur)
VIÐSKIPTI Hagnaður írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair jókst lítillega á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins en varað er við því að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu (Brexit) geti haft neikvæð áhrif á rekstur félagsins.
INNLENT Eftir tvær vikur, eða 7. ágúst, hefst enska úrvalsdeildin í knattspyrnu þegar leikið verður um Góðgerðarskjöldin.

1.509 börn létu lífið

(14 klukkustundir, 13 mínútur)
ERLENT 1.601 almennur borgari lét lífið í árásum í Afganistan fyrstu sex mánuði ársins og er það aukning um 4% milli ára. 3.565 særðust. Aldrei hafa verið tilkynnt fleiri dauðsföll almennra borgara í landinu síðan Sameinuðu þjóðirnar hófu að skrá þau árið 2009.

Lengi er von á einum

(14 klukkustundir, 13 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Misjafnt er hvað fólk hefur fyrir stafni á laugardagskvöldi. Klukkan 21 á laugardagskvöldið var einn maður á æfingasvæðinu hjá Golfklúbbi Akureyrar.

Vilja fá verðmat á lóðum

(14 klukkustundir, 20 mínútur)
INNLENT Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina vilja fá upplýsingar um verðmæti lóða í eigu Reykjavíkurborgar.

Ætla að handtaka 42 blaðamenn

(14 klukkustundir, 31 mínútur)
ERLENT Tyrknesk yfirvöld hafa gefið út handtökuskipanir á hendur 42 blaðamönnum í landinu en það er hluti af rannsókn á valdaránstilrauninni í landinu um síðustu helgi.

Leik Manchester United og City aflýst

(14 klukkustundir, 41 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Stuðningsmenn Manchester United og granna þeirra í City verða að bíða lengur eftir fyrstu viðureign liðanna undir stjórn knattspyrnustjóranna José Mourinho og Pep Guardiola.

Nauðgað af tveimur mönnum

(14 klukkustundir, 54 mínútur)
ERLENT 25 ára ísraelsk kona tilkynnti í gær að sér hafi verið nauðgað af tveimur mönnum í indverska bænum Manali um helgina. Konan sagði lögreglu að ráðist hafi verið á hana snemma í gærmorgun eftir að hún veifaði bifreið sem hún hélt að væri leigubíll.

Arna fékk fimm gull á Meistaramóti Íslands

(14 klukkustundir, 56 mínútur)
ÍÞRÓTTIR FH-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir var í hörkuformi á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Þórsvellinum á Akureyri um helgina.

Björgvin Karl í áttunda sæti

(15 klukkustundir, 14 mínútur)
INNLENT Björgvin Karl Guðmundsson hafnaði í áttunda sæti í einstaklingsflokki karla á heimsleikunum í crossfit sem lauk í gærkvöldi. Björgvin hlaut alls 735 stig. Sigurvegari einstaklingsflokks karla var Bandaríkjamaðurinn Mathew Fraser með 1096 stig, 197 stigum á undan Ben Smith sem hafnaði í öðru sæti.

Þrír alvarlega særðir eftir sprengingu

(15 klukkustundir, 31 mínútur)
ERLENT Þrír eru alvarlega særðir eftir að sýrlenskur hælisleitandi sprengdi sig upp í þýska bænum Ansbach í gærkvöldi. Alls særðust tólf en hælisleitandinn lést.

Sátu í gluggafölsum bifreiðar á ferð

(15 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT Klukkan 1:18 í nótt stöðvaði lögregla bifreið við Grandagarð þar sem tveir farþegar voru að hluta út úr bifreiðinni og því ekki í öryggisbelti. Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu sátu farþegarnir í gluggafalsi hurða á meðan bifreiðinni var ekið áfram. Annar farþeginn var aðeins sextán ára og málið því tilkynnt til barnaverndar.

Ómótstæðileg hindberjaterta

(15 klukkustundir, 57 mínútur)
SMARTLAND Þessi hindberjaterta með karamellu og súkkulaði er virkilega ljúffeng og falleg. Tertan geymist vel í frysti og því er upplagt að útbúa hana með góðum fyrirvara. Uppskriftin kemur frá Sólveigu Eiríksdóttur og Hildi Ársælsdóttur sem halda úti uppskriftasíðunni Mæðgurnar.

Milljónaframkvæmd á Húsavíkurflugvelli

(16 klukkustundir, 27 mínútur)
INNLENT Unnið er að endurbótum á Húsavíkurflugvelli fyrir 170 milljónir króna. Umferð um völlinn hefur aukist með tilkomu álversins á Bakka og framkvæmdum við Þeistareyki.

Veðrið líklega best syðra um verslunarmannahelgi

(16 klukkustundir, 27 mínútur)
INNLENT Besta veðrið um verslunarmannahelgina virðist verða sunnanlands, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

Gaman að sjá kraftinn meðal unga fólksins

(16 klukkustundir, 27 mínútur)
INNLENT Ólafur Ragnar Grímsson, sem lætur af embætti forseta Íslands næstkomandi mánudag og flytur þá í Mosfellsbæ, var á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni um helgina boðinn velkominn þangað í bæ af félögum í skátafélaginu Mosverjum.

Vísindamenn fylgjast með Kötlu

(16 klukkustundir, 27 mínútur)
INNLENT Vatnsyfirborð hefur hækkað í Múlakvísl undanfarið samfara aukinni skjálftavirkni í Kötlu.

Hóta lögbanni og málsókn

(16 klukkustundir, 27 mínútur)
INNLENT Umræður og deilur hafa skapast um stjórnarkjör á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar hf. 6. júlí síðastliðinn. Seil ehf., stærsti hluthafi Vinnslustöðvarinnar, óskaði eftir því í gær að boðað yrði til hluthafafundar til að kjósa nýja stjórn.

Lundavarpið lítur víða vel út

(16 klukkustundir, 27 mínútur)
INNLENT Hið árlega lundarall er í fullum gangi, en það er rannsóknarferð á vegum Náttúrustofu Suðurlands þar sem varpárangur lundans er mældur á landsvísu.

Andlát: Vilhjálmur Eyjólfsson

(16 klukkustundir, 27 mínútur)
INNLENT Vilhjálmur Eyjólfsson, bóndi, fréttaritari og fyrrverandi hreppstjóri, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum 21. júlí sl., 93 ára að aldri.

Flugsveitin nálgast þolmörk

(16 klukkustundir, 27 mínútur)
INNLENT Mikil fjölgun erlendra ferðamanna, sem til landsins koma og þarfnast aðstoðar í nauð, er helsta skýringin á aukningu verkefna hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar.

Sprenging í Þýskalandi

(21 klukkustundir, 46 mínútur)
ERLENT Sprenging varð í bænum Ansbach í Þýskalandi nú skömmu fyrir miðnætti að íslenskum tíma. Talsmaður innanríkisráðuneytis Bæjaralands segir ljóst að sprengingin var ekki slys.

Örmagnaðist á Esjunni

(21 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu eru nú að koma konu til aðstoðar sem hefur örmagnast á Esjunni.
Meira píla