Fréttir vikunnar


ÍÞRÓTTIR Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr GR, lék annan hringinn á egypska Rauðahafsmótinu í Ain Sokhna í dag á 75 höggum, eða þremur höggum yfir pari vallarins.

Miskunn fráfarandi forseta


(20 mínútur)
ERLENT Barack Obama mildaði í gær dóm uppljóstrarans Chelsea Manning, sem var dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að afhenda Wikileaks trúnaðargögn bandarískra yfirvalda. Sitt sýnist hverjum um ákvörðunina en menn spyrja nú hvort Julian Assange stendur við gefið loforð og hvort fleiri verða náðaðir á morgun.
ÍÞRÓTTIR „Nei, nei skrokkurinn er ekkert að gefa sig eftir þessa fjóra leiki á sex dögum. Raggi Óskars er búinn að sjá um okkur eftir leikina og fyrir æfingar. Hann heldur okkur gangandi ásamt Ella sjúkraþjálfara og hans teymi,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson, hornamaðurinn knái í íslenska landsliðinu í handknattleik í Metz í samtali við mbl.is í dag.
ICELAND Members of the special force unit at the Icelandic police have boarded a National Coastguard Helicopter and are heading towards Greenlandic trawler the Polar Nanoq. Crew members are possibly connected to the disappearance of Birna Brjánsdóttir, missing since early Saturday morning.
TÆKNI Enn er tveggja ára biðlisti fyrir fullorðna eftir ADHD-greiningu á á Landspítalanum. Að jafnaði eru afgreiddar um 20-30 tilvísanir á mánuði og um helmingur af þeim einstaklingum greinist með ADHD eða athyglisbrest og ofvirkni. Biðtíminn er óásættanlegur og þyrfti að stytta, að mati tveggja geðlækna sem tóku til máls á Læknadögum.
ERLENT Þjóðaratkvæði um það hvort Skotland skuli verða sjálfstætt ríki er líklegra eftir ræðu Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í gær þar sem hún greindi frá áherslum ríkisstjórnar sinnar vegna fyrirhugaðrar úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu.
FÓLKIÐ Alison Carey, eldri systir Mariah Carey, hefur biðlað opinberlega til söngkonunnar og boðist til að rétta fram sáttarhönd. Systurnar lifa ansi ólíku lífi, en Alison hefur lengi átt við fíknivanda að stríða, auk þess sem hún er sögð vera smituð af HIV.
INNLENT Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra fóru um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun og eru á leið til móts við grænlenska togarann Polar Nanoq. Skipverar á togaranum eru mögulega taldir tengjast hvarfi Birnu Brjánsdóttur.

Álíka hækkanir og 2007


(59 mínútur)
VIÐSKIPTI Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,5% milli mánaða í desember. Þar af hækkaði fjölbýli um 1,5% og sérbýli um 1,6%. Síðustu 12 mánuði hefur verð á fjölbýli hækkað um 15,3%, sérbýli um 14,5% og er heildarhækkunin 15%. Hækkanir síðustu 12 mánaða eru mjög miklar og þarf að fara allt aftur til ársins 2007 til að sjá álíka tölur.

Alls 261 tekið þátt í aðgerðum


(1 klukkustund, 4 mínútur)
INNLENT Alls hafa björgunarsveitarmenn sem hafa tekið þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur verið 261. Mest hafa 130 manns verið við leit hverju sinni. Sveitirnar koma reglulega að leit í lögreglurannsóknum þó ekki sé það alltaf til umfjöllunar í fjölmiðlum, síðast leituðu björgunarsveitirnar í miðbænum árið 2015.

Janus og Ásgeir taka því rólega í dag


(1 klukkustund, 5 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Ásgeir Örn Hallgrímsson glíma við meiðsli og taka ekki þátt í æfingu íslenska landsliðsins í Metz í Frakklandi í kvöld.

Martha og Snoop fara á kostum - myndband


(1 klukkustund, 5 mínútur)
MATUR Þau rúlluðu greinilega prýðisvel saman en fyrsti þátturinn fékk yfir 3. milljónir áhorfa í frumsýningu. Meðal gesta í fyrstu þáttaröðinni voru Seth Rogen, Wiz Khalifa, Ashley Graham, Jason Derulo, 50 Cent, Fat Joe, Kathy Griffin, Kelis og Ashlee Simpson. Ekkert að því að fá sér í glas með þeim!

Erfið ákvörðun fyrir alla


(1 klukkustund, 12 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „KA er bara það stór og fjölmennur klúbbur, að við teljum okkur vera með burði til þess að vera með lið í kvennaflokki,“ segir Eiríkur S. Jóhannsson, formaður knattspyrnudeildar KA, í samtali við mbl.is.

Laufey aðstoðar dómsmálaráðherra


(1 klukkustund, 41 mínútur)
INNLENT Laufey Rún Ketilsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Laufey Rún hefur þegar hafið störf. Hún starfaði áður sem blaðamaður á Morgunblaðinu.

Verð eins lengi og Barcelona vill


(1 klukkustund, 48 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Lionel Messi hefur alls ekki í huga að yfirgefa Barcelona á næstunni, samkvæmt viðtali við hann í tímaritinu Coach.

Gríðarlega erfitt ef verkfall varir mikið lengur


(1 klukkustund, 49 mínútur)
200 Verulega mun sverfa að íslenskum fiskmarkaði og fiskframleiðendum ef verkfall sjómanna dregst frekar á langinn. Framkvæmdastjóri Ísfisks segir aukinn áhuga á fiski vegna stórminnkaðs framboðs, viðskiptasambönd haldi enn hjá sínu fyrirtæki en ef verkfallið verður mikið lengra horfi til stórfelldra vandræða.

Hvernig lífi lifa eldri lyftingakonur?


(1 klukkustund, 55 mínútur)
SMARTLAND „Eftir ótal tölvupósta, símtöl og hittinga endaði ég á því að finna þrjár konur sem voru allar mjög ólíkar en áttu það sameiginlegt að vera helteknar af lyftingum og æfingum svo ég ákvað að hafa myndbandið þrískipt.“

FH fær bandarískan markvörð


(2 klukkustundir, 15 mínútur)
ÍÞRÓTTIR FH hefur fengið til sín bandaríska markvörðinn Lindsey Harris og kemur hún til með að verja mark liðsins í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu á næstu leiktíð.

Bublé dregur sig í hlé


(2 klukkustundir, 19 mínútur)
FÓLKIÐ Kanadíski tónlistarmaðurinn Michael Bublé mun ekki vera kynnir á Brit-hátíðinni í næsta mánuði, eins og til stóð, en sonur hans berst við krabbamein.

Klopp þorir ekki að nota Matip


(2 klukkustundir, 21 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Kamerúnski varnarmaðurinn Joel Matip verður ekki með Liverpool í kvöld þegar liðið sækir Plymouth Argyle heim í 3. umferð ensku bikarkeppninnar þar sem Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool þorir ekki að tefla honum fram.

Ekið á ungling í Garðabæ


(2 klukkustundir, 23 mínútur)
INNLENT Töluvert var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Meðal annars var ekið á ungling sem var á gangi í Garðabæ.

Stemningin verður meiri með hverjum leiknum


(2 klukkustundir, 25 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sigurganga 1. deildarliðs Vals í Maltbikar karla í körfuknattleik er áhugaverð. Valur er kominn í undanúrslit keppninnar og mætir þar Íslands- og bikarmeisturum KR í Laugardalshöll, en dregið var til undanúrslitanna í gær.

Metafsláttur hjá Olís eftir stórsigur Íslands


(2 klukkustundir, 25 mínútur)
BÍLAR Olís og ÓB veita viðskiptavinum, lykla- og korthöfum, 27 krónu afslátt af eldsneytislítranum í dag eftir öruggan 33-19 sigur Íslands á Angóla á HM í handbolta í gærkvöld.

Munu geta fylgst með flugvélum um allt pólsvæðið


(2 klukkustundir, 30 mínútur)
VIÐSKIPTI Isavia hefur undirritað samning við fyrirtækið Aireon um notkun á geimlægum kögunarbúnaði til þess að stýra flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu. Tæknin nefnist á ensku Space Based ADS-B og verður með henni hægt að fá nákvæmari upplýsingar um staðsetningu flugvéla í nyrðri hluta íslenska flugstjórnarsvæðisins.

Greenland trawler docks in Hafnarfjörður tonight


(2 klukkustundir, 40 mínútur)
ICELAND According to harbour authorities the Greenlandic trawler Polar Nanoq will be docking at Hafnarfjörður harbour at around 11 pm tonight.

Fundu peysu við Hafnarfjarðarhöfn


(2 klukkustundir, 50 mínútur)
INNLENT Peysa fannst í grjótgarðinum við Hafnarfjarðarhöfn á svipuðum slóðum og skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. Talið er fullvíst að Birna eigi ekki peysuna en mögulega tengist flíkin þó hvarfi hennar.

NM í snóker hafið í Faxafeni


(3 klukkustundir, 2 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Norðurlandamótið í snóker hófst í dag á Billiardbarnum í Faxafeni en það stendur yfir fram á laugardag. Alls taka 40 keppendur þátt.

Fyrsta opinbera heimsókn forsetans


(3 klukkustundir, 2 mínútur)
INNLENT Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Danmerkur í byrjun næstu viku. Heimsóknin hefst þriðjudaginn 24. janúar með formlegri móttökuathöfn við Amalíuborgarhöll í Kaupmannahöfn og lýkur að morgni fimmtudagsins 26. janúar.

Togarinn mun koma að höfn í Hafnarfirði


(3 klukkustundir, 17 mínútur)
INNLENT Grænlenski togarinn Polar Nanoq mun leggjast að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn í kvöld, líklega um kl. 23. Þetta segir Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri í samtali við mbl.is.

Skúli í Subway kærður til héraðssaksóknara


(3 klukkustundir, 34 mínútur)
VIÐSKIPTI Skúli Gunnar Sigfússon, oft kenndur við Subway, og Guðmundur Hjaltason hafa verið kærðir til embættis héraðssaksóknara vegna meintra brota í tengslum við þrotabú EK 1923 ehf. Það er Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri EK 1923 ehf., sem áður hét Egg­ert Krist­jáns­son hf. heild­verzl­un, sem kærir þá Skúla og Guðmund fyrir auðgunarbrot, skjalabrot og ranga skýrslugjöf.

Sverrir Ingi mættur til æfinga


(3 klukkustundir, 36 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, er byrjaður að æfa með spænska 1. deildarliðinu Granada og mun innan tíðar skrifa undir samning við félagið.
ICELAND Fleet manager at Polar Seafood, owners of the Polar Nanoq have released a statement that trawler Polar Nanoq is cooperating with Icelandic police.

Byggði sér krá


(3 klukkustundir, 45 mínútur)
FÓLKIÐ Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran greindi frá því í viðtali að hann hafi látið útbúa krá á heimili sínu í London. Kappinn virðist stórtækur, því til þess að komast inn á krána þarf að fara í gegnum neðanjarðargöng.

Tollverðir stöðvuðu 15 burðardýr


(3 klukkustundir, 45 mínútur)
INNLENT Tollverðir á Keflavíkurflugvelli stöðvuðu fimmtán burðardýr fíkniefna á nýliðnu ári. Lögreglan á Suðurnesjum hafði með höndum rannsóknir málanna og er flestum þeirra lokið en aðrar eru á lokastigi.

Fljótlegur lágkolvetnamorgunverður


(3 klukkustundir, 55 mínútur)
MATUR Að útbúa þennan rétt (6 stk.) tekur aðeins um 25 mínútur en hver múffa inniheldur innan við 90 hitaeiningar. Það kannast allir við það að vera í tímaþröng á morgnana og ná ekki að útbúa morgunmat. Þessar hollu eggjamúffur innihalda prótein, vítamín og alls kyns hollustu en lítið af kolvetnum.
INNLENT Íslenska lögreglan hefur nú til rannsóknar hvort einn eða fleiri í áhöfn togarans Polar Nanoq geti veitt upplýsingar um unga konu sem er leitað.

Nauðgarinn ekki með gegn Liverpool


(4 klukkustundir, 9 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Skoski framherjinn David Goodwillie hefur verið tekinn út úr leikmannahópi Plymouth fyrir leikinn við Liverpool í kvöld í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu.

Rafmagnslaust á Egilsstöðum


(4 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Rafmangslaust er á Egilsstöðum og í nærsveitum. Samkvæmt upplýsingum mbl.is fór rafmagnið af um korter yfir níu í morgun.

Gekk í hálfhring í miðbænum


(4 klukkustundir, 12 mínútur)
INNLENT Búið er að kortlegga betur för Birnu Brjánsdóttur um miðborg Reykjavíkur. Nú er ljóst að hún fór út af skemmtistað í Tryggvagötu, gekk svo Austurstræti, Bankastræti og þaðan upp Skólavörðustíg. Svo gekk hún um Bergstaðastræti og inn á Laugaveg þar sem hún sést síðast á myndavél við hús númer 31.

JÖR gjaldþrota


(4 klukkustundir, 23 mínútur)
SMARTLAND Íslenska tískumerkið JÖR var tekið til gjaldþrotaskipta 11. janúar samkvæmt upplýsingum úr Lögbirtingablaðinu. Félagið hélt utan um hönnun á fatalínum JÖR og sá um að reka verslun við Laugaveg 89. JÖR var í eigu Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar og Gunnars Arnar Petersen.

Tekur Ísland þátt í metleik á HM?


(4 klukkustundir, 27 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Frakkar gera sér góðar vonir um að setja áhorfendamet á heimsmeistaramóti í handknattleik þegar þeir leika í sextán liða úrslitunum í Lille á laugardaginn.

Veðrið skellur á um hádegi


(4 klukkustundir, 30 mínútur)
INNLENT Veðurfræðingur Vegagerðarinnar vekur athygli á að nú undir hádegi fer vindur vaxandi um norðvestanvert landið frá Snæfellsnesi og Borgarfirði norður í Skagafjörð og á Öxnadalsheiði.

Snowden tvö ár enn í Rússlandi


(4 klukkustundir, 40 mínútur)
ERLENT Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að framlengja dvalarleyfi uppljóstrarans Edward Snowden um tvö ár til viðbótar í landinu, segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Rússlands.

Nobody arrested in missing persons case yet


(4 klukkustundir, 43 mínútur)
ICELAND Mbl.is sources say that four policemen went onboard the Triton, a Danish coastguard ship heading towards a Greenland trawler called the Polar Nanoq which was turned around on its journey to Greenland and is heading back to Iceland. Police have not arrested anyone and nobody has been interrogated as a suspect.
SMARTLAND Þorbjörg Hafsteinsdóttir, Guðjón Þór Guðmundsson og Margrét Ásgeirsdóttir opnuðu Yogafood formlega í gær á Oddsson.

Draumur að fá Noreg


(4 klukkustundir, 55 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Það var gott að fá stigin tvö og ná að innbyrða fyrsta sigurinn á mótinu. Það var í sjálfu sér skyldusigur af okkar hálfu og það vissum við,“ sagði Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari Íslands, við Morgunblaðið eftir fjórtán marka sigurinn gegn Angóla á HM í handknattleik í Metz í gærkvöld, 33:19.

Jóhanna Vigdís til Samtaka iðnaðarins


(5 klukkustundir, 6 mínútur)
VIÐSKIPTI Samtök iðnaðarins hafa ráðið þrjá nýja starfsmenn til sín sem hafa þegar hafið störf. Meðal annars hefur Jóhanna Vigdís Arnardóttir verið ráðin verkefnisstjóri í menntamálum.

Bollywood stjarna sýknuð


(5 klukkustundir, 10 mínútur)
ERLENT Bollywood stjarnan Salman Khan var í dag sýknaður af ákæru um að hafa notað óskráð vopn til að drepa dýr í útrýmingarhættu. Hann hefur nú verið sýknaður af þremur ákærum af fjórum. Ekki er búið að kveða upp dóm um meintan veiðiþjófnað.

Páll Óskar hættir við vegna hvarfs Birnu


(5 klukkustundir, 14 mínútur)
FÓLKIÐ Poppstjarnan Páll Óskar Hjálmtýsson hefur hætt við dansprufur fyrir tónleika sína vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur.

Touré afþakkaði 60 milljónir í vikulaun


(5 klukkustundir, 24 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn Yaya Touré, miðjumaður Manchester City, hafnaði himinháu tilboði frá kínversku úrvalsdeildarfélagi í sumar og aftur núna í janúar.

Kemur til hafnar í kvöld


(5 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT Grænlenski togarinn Polar Nanoq, sem sigldi út frá Hafnarfirði á laugardag, kemur væntanlega ekki til hafnar fyrr en í kvöld en honum var snúið við djúpt vestur af landinu undir kvöld í gær.

Stórleikur Harden en Miami fagnaði


(5 klukkustundir, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR James Harden skoraði 40 stig, tók 12 fráköst og átti 10 stoðsendingar í NBA-deildinni í nótt, en var engu að síður í tapliði þegar Houston Rockets sótti Miami Heat heim.
VIÐSKIPTI Ísland er annað mesta rafbílaland Evrópu á eftir Noregi. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem teknar hafa verið saman af EAFO, en það er stofnun á vegum Evrópuráðsins sem hefur eftirlit með þróun og útbreiðslu nýrra orkugjafa.

Ný flugstöð í forgang


(5 klukkustundir, 58 mínútur)
INNLENT „Það er algert forgangsatriði að reisa nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Aðstaðan í núverandi flugstöð er algerlega óboðleg, bæði fyrir flugfarþega og starfsfólk,“ segir Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Í hláturskasti vegna Guðjóns Vals


(5 klukkustundir, 58 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Tina Müller, þáttastjórnandi í HM-þætti danska ríkissjónvarpsins, fékk sannkallað hláturskast þegar viðmælandi hennar reyndi að bera fram nafn Guðjóns Vals Sigurðssonar í umfjöllun um sigur Íslands á Angóla í gær, á HM í handbolta í Frakklandi.

Hálka á Sandskeiði


(6 klukkustundir, 5 mínútur)
INNLENT Það er hálka á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en hálka eða hálkublettir eru mjög víða á Suðurlandi. Hálka er einnig á köflum á Suðurnesjum eða snjóþekja. Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir.

Ný 78 metra stálbitabrú verður byggð yfir Eldvatn


(6 klukkustundir, 18 mínútur)
INNLENT Vegagerðin hefur kynnt fyrirhugaðar framkvæmdir á 920 metra löngum kafla á Skaftártunguvegi um Eldvatn hjá Ásum í Skaftárhreppi.

Sverrir í fallslaginn á Spáni


(6 klukkustundir, 25 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, kom í gær til spænska félagsins Granada, sem kaupir hann af Lokeren í Belgíu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er kaupverðið um 1,9 milljón evra, eða um 230 milljónir íslenskra króna.

Átta á sjúkrahús eftir eldsvoða í Hróarskeldu


(6 klukkustundir, 33 mínútur)
ERLENT Átta voru fluttir á sjúkrahús eftir eldsvoða á stúdentagörðum í Hróarskeldu í nótt. Að sögn lögreglu er fólkið allt með reykeitrun en ekki er vitað á þessari stundu hversu alvarleg eitrunin er en þau eru til rannsóknar á Holbæk-sjúkrahúsinu.

Ekki hægt að lesa of mikið út úr leiknum


(6 klukkustundir, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Það er erfitt að leika við Angólamenn. Eftir fyrri hálfleikinn vonaðist ég eftir að menn myndu byggja ofan á þá reynslu í síðari hálfleik en svo varð ekki þótt reyndar hafi síðustu tíu mínúturnar verið ágætar hjá okkur,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson, þjálfari karlaliðs Akureyrar í handknattleik og fyrrverandi landsliðsmaður.

Óvenjuleg sjón að sjá hana ófarðaða


(6 klukkustundir, 55 mínútur)
FÓLKIÐ Raunveruleikastjarnan Caitlyn Jenner var afslöppuð, ómáluð og lítið til höfð er hún náðist á mynd eftir að hún kom af golfvellinum í vikunni. Þykir þetta óvenjuleg sjón en hin sextíu og sjö ára gamla Jenner er vön að vera mikið til höfð.

Þjófur veittist að lögreglu


(7 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Lögreglan handtók þjóf í verslun í austurhluta Reykjavíkur upp úr tvö í nótt. Þjófurinn neitaði að segja til nafns og veittist að lögreglu þegar hún kom á staðinn. Áður hafði hann valdið skemmdum í versluninni.

Tískugoð og stórkostlegar matarmyndir


(7 klukkustundir, 17 mínútur)
MATUR „Þetta byrjaði allt þegar ég sá Caprese-rauðrófusalat sem minnti mig á uppáhaldsmyndina mína af Fridu Kahlo,“ skrifar Vanessa á síðu sína. „Þetta kom svo í framhaldinu. Ekki spyrja mig af hverju.“

Hótaði sjálfsskaða


(7 klukkustundir, 19 mínútur)
INNLENT Starfsmaður á meðferðarstofnun hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um hálfeitt í nótt en vistmaður hótaði að skaða sjálfan sig og var mjög æstur.

Kærir Trump fyrir ærumeiðingar


(7 klukkustundir, 22 mínútur)
ERLENT Fyrrverandi þátttakandi í raunveruleikaþætti Donalds Trump, Apprentice, hefur kært Trump fyrir ærumeiðingar.

Segjast hafa skotið hryðjuverkamann til bana


(7 klukkustundir, 32 mínútur)
ERLENT Ísraelska lögreglan segist hafa skotið ísraelskan araba til bana en hann hafi verið hryðjuverkamaður. Segir lögreglan að hann hafi reynt að keyra á hana þegar hann mótmælti niðurrifi íbúðarbyggðar í suðurhluta Ísrael.

Brutu gegn meginákvæðum fjarskiptalaga


(7 klukkustundir, 47 mínútur)
INNLENT Póst- og fjarskiptastofnun segir að Fjarskipti (Vodafone) hafi, þegar brotist var inn á vefsvæði fyrirtækisins í nóvember 2013, brotið gegn meginákvæðum fjarskiptalaga, um vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs.

Michelle Obama söðlar um


(7 klukkustundir, 55 mínútur)
SMARTLAND Michelle Obama, fráfarandi forsetafrú Bandaríkjanna, ætlar aldeilis ekki að sitja auðum höndum eftir að hlutverki hennar í Hvíta húsin lýkur.

Útlendingahatur í kjölfar Brexit


(8 klukkustundir, 3 mínútur)
ERLENT Ann Linde, sem fer með málefni Evrópusambandsins í ríkisstjórn Svíþjóðar, segir að Svíar búsettir í Bretlandi hafi orðið fyrir útlendingahatri í sinn garð eftir að Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga úr ESB.

Éljahryðjur og skafrenningur


(8 klukkustundir, 21 mínútur)
INNLENT Spáð er allhvassri eða hvassri suðvestanátt á norðvestanverðu landinu undir hádegi með éljum. Takmarkað skyggni í éljahryðjum og skafrenningi, sér í lagi á fjallvegum.

Ræða fækkun úr fimm í einn til tvo


(8 klukkustundir, 25 mínútur)
INNLENT Formenn stjórnarflokkanna hafa rætt að fækka þeim dögum sem varaþingmenn verða að sitja á þingi, þegar þeir eru kallaðir inn, úr fimm vinnudögum í einn til tvo.

„Á fullu að undirbúa okkur“


(8 klukkustundir, 25 mínútur)
INNLENT Endurskoðun kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum er að fara í gang af fullum þunga.Í dag mun forysta Alþýðusambands Íslands eiga fund með Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnréttismálaráðherra.

E.coli-gerlar fundust í neysluvatni


(8 klukkustundir, 25 mínútur)
INNLENT Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða ráðleggur sem varúðarráðstöfun að Bolvíkingar sjóði neysluvatn sitt eftir að upp kom bilun í geislunarbúnaði Vatnsveitu Bolungarvíkur.

Sprenging í sölu nautakjöts


(8 klukkustundir, 25 mínútur)
INNLENT Sala á nautgripakjöti frá innlendum framleiðendum jókst mikið á síðasta ári, eða um rúm 21%. Innflutningur virðist hafa minnkað eitthvað á móti en samt er umtalsverð neysluaukning.

Nýr Herjólfur fyrir Þjóðhátíð


(8 klukkustundir, 25 mínútur)
INNLENT Ríkið á að fá nýja Vestmannaeyjaferju afhenta úti í Póllandi 20. júní á næsta ári, samkvæmt samningi sem vegamálastjóri og fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist undirrituðu í gær.
INNLENT Tveimur sjálfstæðum rannsóknum á plastbarkamálinu svokallaða af hálfu Karólínsku stofnunarinnar og Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi lauk í ágúst í fyrra.

Myrti unnustu sína og lögreglu


(8 klukkustundir, 40 mínútur)
ERLENT Lögregla í Flórída hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa myrt þungaða unnustu sína í desember og lögreglukonu sem reyndi að handtaka hann fyrr í mánuðinum.

Fengu bút úr reipi að gjöf


(9 klukkustundir, 8 mínútur)
INNLENT Safnstjóri Könnunarsafnsins á Húsavík tók í gærkvöldi við fágætri gjöf í Explorers Club í New York, bút úr reipi úr Kon-Tiki, fleka norska landkönnuðarins Thor Heyerdahl.

Með erfðaefni þriggja einstaklinga


(9 klukkustundir, 11 mínútur)
TÆKNI Barn sem ber erfðaefni þriggja foreldra fæddist í Kænugarði í Úkraínu fyrr í mánuðinum. Þetta er annað barnið sem fæðist í heiminum með erfðaefna þriggja einstaklinga en nýrri tækni var beitt við frjóvgunina í Úkraínu.

Assange ætlar að standa við loforðið


(9 klukkustundir, 50 mínútur)
ERLENT Julian Assange, stofnandi uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, mun standa við orð sín og fallast á framsal til Bandaríkjanna eftir að Barack Obama Bandaríkjaforseti stytti dóm Chelsea Manning.

Ekkert fundist við Hvaleyrarvatn


(12 klukkustundir, 52 mínútur)
INNLENT Lögreglumenn, sem fóru að Hvaleyrarvatni við Hafnarfjörð skömmu eftir miðnætti, eftir að ábending barst um líkfund þar hafa ekkert fundið. Svo virðist sem orðrómur á samfélagsmiðlum hafi orðið til þess að þessi ábending kom fram.

Lögregla á leið að Hvaleyrarvatni


(13 klukkustundir, 15 mínútur)
INNLENT Lögregla er nú á leiðinni að Hvaleyrarvatni við Hafnarfjörð vegna ábendingar sem barst um að þar hefði fundist mannslík. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Hann segir að óstaðfest sé hvort ábendingin sé rétt.

Enginn enn verið handtekinn


(13 klukkustundir, 47 mínútur)
INNLENT Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við leitina að Birnu Brjánsdóttur, sem ekkert hefur spurst til frá því aðfaranótt laugardags. Þetta staðfesti Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is nú undir miðnætti.
Meira píla