Þorbjörg, Guðjón og Margrét fögnuðu nýja staðnum

09:00 Þorbjörg Hafsteinsdóttir, Guðjón Þór Guðmundsson og Margrét Ásgeirsdóttir opnuðu Yogafood formlega í gær á Oddsson.   Meira »

Dagmar og Sandra með tryllt partí

í fyrradag Viðburðastýrurnar Dagmar Haraldsdóttir og Sandra Ýr Dungal hafa tekið höndum saman og stofnað viðburðafyrirtækið Concept Events. Það var glatt á hjalla í Gamla Bíó þegar stöllurnar fögnuðu fyrirtækinu Concept Events á Petersen svítunni. Það var dansað og sungið fyrir allan peninginn eins og sést á myndunum. Meira »

Emmsjé Gauti mætti með nýju kærustuna

13.1. Veitingastaðurinn Sushi Social var endurskírður við fjölmenna athöfn í Þingholtsstrætinu í gær. Guðfaðir veitingastaða landsins Siggi Hall var fenginn til að sjá um athöfnina en að henni lokinni hófust hátíðahöld sem stóðu fram á nótt. Meira »

Tobba hélt eldhúspartí

13.1. „Pælingin með partíinu var að sýna samstarfsfólkinu nýja eldhúsið en tökur byrja þar í næstu viku sem og tilraunir mínar með flippaða rétti,“ segir Tobba. Meira »

Þórhildur og Hjalti geisluðu á Hjartasteini

11.1. Kærustuparið Þórhildur Þorkelsdóttir og Hjalti Harðarson geisluðu á frumsýningu Hjartasteins sem fram fór í gærkvöldi.   Meira »

Balti og Lilja með tengdadótturinni

9.1. Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir mættu með tengdadóttur sinni, Önnu Katrínu Einarsdóttur, á frumsýningu á Gott fólk í Þjóðleikhúsinu á dögunum. Anna Katrín á í ástarsambandi við Baltasar Breka sem leikur eitt af hlutverkunum í Gott fólk. Meira »

Þórunn, Sigurjóna og Kristján mættu

5.1. Það var létt yfir mannskapnum á Kjarvalsstöðum þegar Íslensku bjartsýnisverðlaunin voru veitt. Formaður dómnefndar, Vigdís Finnbogadóttir, lét sig ekki vanta og heldur ekki Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Meira »

Edda, Birna og Tryggvi Jóns mættu

5.1. Ný Toyota var frumsýnd á dögunum. Um er að ræða sportlega smábílinn nýja C-HR og var vel mætt í frumsýningarpartíið. Þar á meðal voru Edda Hermanns, Birna Einars og Tryggvi Jónsson. Meira »

Halldór og Sigríður saman á Sölku Völku

3.1. Eitt heitasta parið í bænum, Halldór Halldórsson og Sigríður Hjálmarsdóttir, mættu alsæl á frumsýningu Sölku Völku í Borgarleikhúsinu. Parið byrjaði að hittast í haust og geislar af þeim hvert sem þau fara. Meira »

Nýársgleði á Bryggjunni brugghúsi

2.1. Það var ansi góð stemning á Bryggjunni brugghúsi í gærkvöldi þegar hljómsveitin Hjálmar lék fyrir dansi en áður en hljómsveitin byrjaði að spila mættu grínarar og tónlistarmenn til að halda uppi stuðinu yfir borðhaldinu. Þar á meðal voru Hugleikur Dagsson, Snorri Helgason, Saga Garðarsdóttir og hljómsveitin Ylja. Meira »

Nýársgleðin tekin upp á næsta stig

2.1. Nýársfögnuður var haldinn í gærkvöldi í Gamla bíó. Gleðin byrjaði kl. 18.00 og stóð fjörið fram á rauða nótt. Spariklæddir gestir létu sig ekki vanta en stjörnur kvöldsins voru Salka Sól Eyfeld, Sigríður Thorlacius, Helgi Björnsson & Valdimar Guðmundsson ásamt hljómsveit Guðmundar Óskars. Meira »

Forsetahjónin í sínu fínasta pússi

23.12. Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson voru í sínu fínasta pússi þegar Óþelló eftir William Shakespeare var frumsýnt í gærkvöldi í Þjóðleikhúsinu. Þetta mikla meistaraverk er sígilt og æsispennandi harmleikur um valdabaráttu, losta og afbrýðisemi. Meira »

Hlín Reykdal bjó til jólakokkteil

20.12. Það var glatt á hjalla í verslun Hlín Reykdal þegar hélt glæsilegt jólapartí í verslun sinni á Fiskislóð. Boðið var upp á léttar veitingar frá 17 Sortum og Omnom og svo skellti Hlín sjálf í sinn ódauðlega jólakokkteil sem er löngu orðinn frægur. Í þessum jóladrykk er hvítvín með trönuberjum, eplum og rósmarín. Meira »

Heiðrún Lind tók á móti ungum athafnakonum

15.12. Ungar athafnakonur fjölmenntu í vísindaferð hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækisins tók á móti þeim með glans í Húsi atvinnulífsins og Karen Kjartansdóttir samskiptastjóri SFS sagði þeim frá starfseminni og þeim áskorunum sem sjávarútvegurinn stendur frammi fyrir. Meira »

Húrra er innilega ekki bara verslun

10.12. Það var ansi hressilegt andrúmsloftið í versluninni Húrra Reykjavík á Hverfisgötu þegar útgáfu The Women’s Issue var fagnað. Markmið tímaritsins er að vekja athygli á kraftmiklum og áhugaverðum konum sem veita innblástur með verkum sínum. Meira »

Anna Mjöll og Svanhildur trylltu Rósenberg

23.12. Anna Mjöll Ólafsdóttir og Svanhildur Jakobsdóttir trylltu allt á Rósenberg í gærkvöldi. Mæðgurnar voru með jólatónleika þar sem þær sungu vinsælustu jólalög landsins. Meira »

Allir í spariskapinu hjá Ólafi Jóhanni

21.12. Það var glatt á hjalla þegar Amerísk-íslenska viðskiptaráðið bauð gestum í samtal við Ólaf Jóhann Ólafsson athafnamann og rithöfund. Kristján Kristjánsson ræddi við hann um feril hans og umbyltingar í fjölmiðlaheimi vestanhafs. Meira »

„Fangar“ komu við allan tilfinningaskalann

16.12. Það var troðfullt út úr dýrum á frumsýningu Fanga í kvöld. Salurinn ýmist hló eða grét og stundum gerðist bæði í einu.   Meira »

Allt á útopnu

14.12. Skartgripamerkið, Orrifinn, fagnaði útkomu nýrrar línu og ljósmyndasýningar Sögu Sig á dögunum á Jacobsen Loftinu. Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason hönnuðir og eigendur merkisins sóttu innblástur til Mexíkó og Perú þegar þau hönnuðu línuna. Þess má geta að parið trúlofaði sig í ferðinni eins og frægt er orðið. Meira »

Laddi, Bó og Gísli Rúnar grínuðu yfir sig

9.12. Bókin um Ladda, þróunarsaga mannsins, sem skrifuð er af Gísla Rúnari Jónssyni er komin út. Í tilefni af útkomu bókarinnar var slegið upp teiti í Eymundsson. Meira »

Birna Rún og Jakob létu sig ekki vanta

9.12. Birna Rún Gísladóttir og Jakob Frímann Magnússon mættu með Katrínu Borg dóttur sína á jólagleði Aurum í gær.   Meira »

Allt á útopnu í 40 ára afmæli Atla Dj

9.12. Einn þekktasti plötusnúður landsins, Atli Dj, hélt upp á 40 ára afmæli sitt í Iðnó í gær. Allir helstu stuðpinnar landsins voru mættir í afmælið og var gleðin við völd. Meira að segja Maggi Mix sá sér fært að mæta og líka Jón Jónsson, Pétur Jóhann og Ágúst Bent úr Rottweiler-hundunum. Meira »

Einni áhugaverðustu bókinni fagnað

6.12. Bókin Vargöld eftir Andra, Jón Pál og Þórhall kom út á dögunum en hún fékk tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Bókin fjallar um vægðarlausa veröld Óðins þar sem mönnum eru sköpuð örlög og alls ekki alltaf blíð. Meira »

Partí ársins – Logi 50 ára

4.12. Sjónvarpsstjarnan Logi Bergmann Eiðsson fagnaði 50 ára afmæli sínu í Iðnó í gærkvöldi. Eftir farsælan feril í fjölmiðlum á Logi aldeilis marga samferðarmenn og konur sem fögnuðu með honum í gær. Meira »

Hjálpa fólki að skipuleggja líf sitt

3.12. Það var glatt á hjalla á Gym & Tonic barnum á KEX þegar Þóra Hrund Guðbrandsdóttir og Erla Björnsdóttir fögnuðu útkomu nýrrar dagbókar fyrir 2017. Bókin kom í fyrsta skipti út í fyrra og heitir MUNUM. Bókin er engin venjuleg skipulagsdagbók því í henni eru fróðleikur og upplýsingar sem hjálpa fólki að skipuleggja líf sitt í eitt skipti fyrir öll. Meira »

Edda hannar fyrir Svövu

2.12. Edda Gunnlaugsdóttir fatahönnuður hannaði nýja línu fyrir Moss, sem fæst í Galleri Sautján. Í gær var línunni fagnað ákaft með partístandi í versluninni í Kringlunni. Fatalínan er ákaflega lekker og hentar vel konum sem hafa smekk fyrir góðum og vönduðum fötum. Meira »

Eldhúsi grænkerans fagnað

28.11. Það var kátt á hjalla þegar útkomu bókarinnar Eldhús grænkerans var fagnað á KEX. Í bókinni eru 120 girnilegar uppskriftir að ljúffengum grænmetisréttum við öll tilefni. Réttirnir henta öllum og er bókin tilvalin fyrir þau sem vilja meiri fjölbreytni í eldamennsku sinni og auka vægi grænmetisrétta á matarborði fjölskyldunnar. Meira »

Alsælir rithöfundar og bókaunnendur

27.11. Það var líf og fjör í Hörpu um helgina þegar íslenskir rithöfundar og útgefendur kynntu bækur sínar. Eins og sjá má á myndunum var gleðin við völd í Hörpu. Meira »

Arnar Gauti sveittur á svörtum fössara

25.11. Það var allt á útopnu í Húsgagnahöllinni í morgun þegar verslunin bauð upp á svartan fössara þar sem hægt var að kaupa vörur með miklum afslætti. Dagurinn í dag, Black Friday, hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum um árabil en nú er þessi hefð að ryðja sér rúms á Íslandi. Það eina sem virðist vefjast fyrir fólki hvað á að kalla þennan dag. Allir íslenskufræðingar vilja ekki sjá nafnið Black Friday og þess vegna hefur svartur fössari þótt meira töff. Það má þó rífast um það hvort fössari sé góð íslenska eða ekki. Meira »

Opnunarteiti á hótelinu fræga Canopy

22.11. Það var glatt á hjalla þegar Canopy Reykjavík hótelið opnaði á föstudaginn. Boðið var upp á hressilegar veitingar og var mikil gleði í loftinu. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Icelandair hótela hélt hnyttna og skemmtilega ræðu og bauð gestina hjartanlega velkomna. Meira »

Kaffifélagarnir mættu

20.11. Kaffifélagar Úlfars létu sjá sig en á hverjum morgni drekkur Úlfar kaffi á Kaffifélaginu við Skólavörðustíg. Hann er miðbæjarmaður og veit að lífið er allt of stutt fyrir vont kaffi og litlaust fólk. Meira »

Bubbi keyrði upp stemninguna

18.11. Það var mikið húllumhæ á Petersen svítunni þegar hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason fögnuðu útkomu bókar sinnar, GOTT. Sigurður er lærður kokkur og hefur rekið marga fræga veitingastaði og Berglind er mikil áhugamanneskja um hollan mat. Meira »

Hissa hvað fólk var í miklu jólastuði

17.11. „Það voru allir í jólastuði og mér finnst alveg frábært hversu snemma fólk leyfir sér að hlakka til hátíðarinnar. Ég var nú litin hornauga í nokkur ár þar sem að ég var með hringitóninn, Hinsegin jólatré, allt árið um kring en ég meina maður verður að hafa svolítið meira gaman að þessu öllu saman,“ segir hún. Meira »

„Það þurfti að fá auka sendingu í miðju hófi“

14.11. Það var líf og fjör í útgáfuhófi barnabókarinnar Vinir Elísu Margrétar. Bókin seldist eins og heitar lummur enda er um einstakt verkefni að ræða og allur ágóði sölunnar rennur beint til Barnaspítala Hringsins. „Það var rosalega fjölmennt á útgáfuhófinu og það myndaðist röð út úr dyrum. Það þurfti að fá auka sendingu í miðju hófi því bókin rauk út,“ segir Gyða Kristjánsdóttir, móðir Elísu Margrétar Hafsteinsdóttur. Meira »
Meira píla