Aðalréttir

Ofnbakaður saltfiskur að portúgölskum hætti

22.11. Það er fátt meira viðeigandi á köldum kvöldum en saltfiskur sem bráðnar í munninum. Þessi snilldarréttur er í senn einfaldur og ómótstæðilegur. Meira »

Hátíðarfylling sem breytir kjúklingi í kalkún

19.11. Ég ætlaði að kaupa kalkún en þar sem aðeins voru til svo ofurstórir og aðeins þrír fullorðnir í mat keypti ég heilan kjúkling sem var um eitt og hálft kíló og dulbjó hann sem smákalkún. Meira »

Átta tíma kássan

19.11. Þessi dásamlega kjöt- og baunakássa býður upp á að gera sunnudaga þægilega. Hægt er að henda í hana kl. 11 að morgni og fara svo út að leika allan daginn og koma beint heim, henda baununum út í og maturinn er tilbúinn eftir fimm mínútur. Meira »

Kjúklingaleggir í kókos- og kasjúhnetusósu

18.11. Skemmtilega litfagur og vandræðalega bragðgóður kjúklingaréttur sem flestir ættu að ráða við.   Meira »

Hin fullkomni vetrarréttur

17.11. Chili con carne er dásamlegur réttur og sérlega viðeigandi þegar fer að kólna verulega. Þessi útgáfa er sérdeilis vel heppnuð enda elska Íslendingar allt með mexíkósku ívafi. Hér erum við að tala um sýrðan rjóma, avókado og alvöru nachos sem setja punktinn yfir i-ið. Meira »

Alvöru pottsteik sem gleður hjartað

16.11. Hin klassíska „pot roast“ er til í ýmsum afbrigðum en í flestum þeirra er nautakjöt, rauðvín, gulrætur, laukur og kryddjurtir. Hér er bætt við kartöflum svo að það er algjör óþarfi að búa til kartöflumús eða neitt meðlæti með. Meira »

Sous-vidað lamb læknisins

11.11. Það er eitthvað við mömmu-sósur sem er svo gott. Þessi kemur beint frá Lækninum í eldhúsinu og ef hann gæðavottar þessa sósu þá hlýtur hún að vera í lagi. Að sjálfsögðu sous-vidar hann lamb með og býður upp á tvenns konar afbrigði eins og honum einum er lagið enda ekki þekktur fyrir hálfkák. Meira »

Grillað kjúklingaspjót með eldpipar

9.11. Ef það er eitthvað sem hægt er að treysta þá er það að kokkarnir á Sumac hafi sæmilegt vit á matargerð enda státa þeir af kokki ársins. Ef það á að slá um sig í matarboði er tilvalið að bjóða upp á þennan rétt enda passlega framandi og gríðarlega flottur. Meira »

Nautakjöt með grænu karríi

8.11. Fyrir alla þá sem elska taílenska matargerð er þessi perla sannkallaður hvalreki (ekki þó bókstaflega) því það er engin önnur en Prao Vajra­bhaya, framkvæmdastjóri Thai Choice, sem á heiðurinn af henni. Prao er mikill Íslandsvinur og elskar fátt meira en að elda góðan mat. Meira »

Hrísgrjónanúðlur með hnetusmjörsósu

7.11. Núðlur standa ávallt fyrir sínu enda herramannsmatur og hræódýrar. Það má því segja að þetta sé sannkallaður námsmannaréttur því hann er með hnetusmjörsósu sem margir hreinlega elska. Meira »

Hægeldaður lambaframpartur fyrir fólk sem er að flýta sér

4.11. Sunnudagssteikin stendur alltaf fyrir sínu og þessi uppskrift er sérsniðin að þörfum fólk sem er að flýta sér. Lambið er hægeldað og þarf að vera í ofninum í sólarhring sem er sannkölluð himnasending fyrir matgæðinga því það þýðir að það verður lungamjúkt og dásamlegt. Meira »

Mexíkó kjúklingasúpa með tómötum

30.10. Mexíkó kjúklingasúpur eru í gríðarlegu uppáhaldi hjá landsmönnum ef marka má vinsældir þeirra hér á Matarvefunum. Við erum því alltaf til í nýjar útfærslur af þessum magnaða rétti sem er svo einfaldur en í senn svo flókinn - svona hvað varðar bragð. Meira »

Grískar kjötbollur

26.10. Þegar ég er orðin leið á uppskriftarlífi mínu vel ég mér þema til að neyða mig út fyrir þægindarammann og helst út fyrir hin hefðbundnu krydd. Þá vel ég mér land eða þema og leitast við að hafa málsverðinn eftir því. Meira »

Fiskipanna með sveppum og karríi

25.10. Þessi fiskréttur verður án efa einn af uppáhaldsréttum fjölskyldunnar. Rjómakennd sósa, mjúkur fiskur með stökkri umgjörð og sveppir ... Meira »

Ódýr afgangasúpa sem heimilisfólkið elskar

20.10. Restin af súpunni fór svo í box í frystinn en ég notaði box sem má svo setja beint inn í ofn á 100 gráðu hita og þíða þannig súpuna hægt og hita beint – allt í sama boxinu. Meira »

Rjómalöguð Bessastaðaýsa með osti

17.10. Hún elsku Svava okkar Gunnars á ljúfmeti.com deildi þessari uppskrift nýverið en uppskriftina fann hún í bók hjá móður sinni og kolféll fyrir afrakstrinum. Meira »

Fimm eða færri: Tígrisrækju-tagliatelle með brie-sósu

16.11. Kokkar eiga það til að gera svo flókinn og fínan mat að okkur hversdagskokkunum hreinlega sundlar. Því ákváðum við að bregða á leik og fá færustu kokka landsins til að taka áskorun Matarvefjarins um að elda dásemdarmat sem inniheldur fimm hráefni eða færri. Meira »

Marokkóskar kjötbollur slá þær ítölsku út

10.11. Hingað til hafa þær ítölsku átt hug minn, kvið og hjarta en ég verð að segja að þessar bollur eru jafnvel betri! Það þarf nefnilega ekki nema nokkrar nýjar kryddtegundir til að hressa tilveruna við. Meira »

Canneloni spínatlasagna sem tryllir

9.11. Hildigunnur Einarsdóttir er fyrst og fremst sjálfstætt starfandi söngkona og kórstjóri en hefur stórkostlega eldhúshæfileika sem heilla ekki síður en röddin. Meira »

Kjúklingurinn sem lagði matarboðið

8.11. Það er spáð hlýjum nóvember og því tilvalið að grilla sem mest! Þessi kjúklingaréttur er bæði auðveldur í undirbúningi og virkilega góður. Meira »

Rauðspretta að hætti Nönnu

6.11. Þetta er dæmigerður kvöldmatur hjá mér - ég fór í búðina, sá rauðsprettuflak sem mig langaði í og keypti það, velti því fyrir mér á heimleiðinni hvað ég ætlaði að elda, komst svo að því heima að ég átti ekki allt til sem ég hafði ætlað að... Meira »

Dásamlegi saltfiskurinn hennar Lindu Ben

31.10. Saltfiskur er það besta sem margir borða og við tökum heilshugar undir það. Hér gefur að líta merkilega bragðgóða en um leið einfalda uppskrift af saltfiski sem allir ráða við - og öllum ætti að þykja góður. Meira »

Hægeldaður lúxus-lax sem allir ráða við

30.10. Fiskur er frábær en það skiptir máli hvernig hann er eldaður. Það þarf samt ekki að vera svo flókið og þessi útfærsla er frekar vel heppnuð. Hér er laxinn hægeldaður og við köllum þetta lúxus-lax því hann er svo góður. Meira »

Girnilegasta grænmetislasagna allra tíma

25.10. Það er fáránlega auðvelt og bragðgott og ekki spillir fyrir að það er talsvert hollt enda vita allir að spínat gerir okkur bara gott. Í uppskriftinni er upprunalega kveðið á um frosið spínat en þar sem við höfum töluvert góðan aðgang að fersku spínati mælum við að sjálfsögðu með því. Osturinn er svo lykilatriði hér og frekar að vera rífleg en hitt. Meira »

Plokkfiskur og meðlætið sem breytir lífi þínu

24.10. Kristófer Helgason kokkur er í guðatölu meðal starfsmanna en plokkfiskurinn hans er ákaflega góður. Kristó eins og hann er kallaður var um tíma kokkur á sjó en þar skellti hann einhvern tímann súrum gúrkum á borðið með plokkfisknum og þá var ekki aftur snúið. Meira »

Kjötbollur Sirrýar slá alltaf í gegn

19.10. Hvernig væri að prófa eitthvað nýtt í kvöld? Sirrý í Salti eldhúsi er ævintýramennskan uppmáluð og er óhrædd við að prófa ný krydd til að hressa upp á kvöldmatinn. Meira »

Ljúffengur laxaborgari í svörtu brauði með hvítlaukssósu

16.10. Það er tilvalið að baka nokkur auka brauð og leyfa krökkunum að fara með svartar brauðbollur í nesti.   Meira »