Hringferðinni lýkur á morgun

í gær Sólarknúna flugvélin Solar Impulse tók á loft frá Kaíró, höfuðborg Egyptalands, í nótt og heldur nú til Abú Dabí í lokalegg hringferðar sinnar um heiminn. Meira »

Bjóða Pokémon-beitur til að minna á sig

22.7. „Þetta fór í gang klukkan 13 og það er þegar mætt fólk inn í búðina,“ segir Gísli Einarsson, eigandi verslunarinnar Nexus sem selur ýmsan Pokémon-tengdan varning en í dag setti verslunin út svokallaðar beitur (Lures) sem gera það að verkum að fleiri Pokémonar birtast í leiknum Pokémon GO en ella. Meira »

Segjast hafa fundið lækningu við astma

21.7. Lækning við astma kann að vera á næsta leiti eftir að vísindamenn uppgötvuðu að með því að „slökkva“ á einu geni sé mögulega hægt að koma í veg fyrir astma. Meira »

Hitametahrinunni lýkur - í bili

21.7. El niño-veðurfyrirbrigðið er nú í andarslitrunum en áður en yfir lýkur er líklegt að það geri árið 2016 að þriðja árinu í röð sem er það hlýjasta frá upphafi mælinga. Þó að metahrinunni ljúki í bili eru áhrif hnattrænnar hlýnunar fjarri því að láta undan síga, að sögn sérfræðings Veðurstofunnar. Meira »

Verndar gúmmíhringurinn gegn HIV?

19.7. Vísindamenn binda nú vonir við að innan fárra ára verði hægt að koma í veg fyrir flest HIV-smit á fátækum svæðum, sérstaklega í Afríku og Asíu, með nýrri tækni. Um er að ræða gúmmíhring úr sílikoni sem konur koma fyrir í legi sínu. Hringurinn gefur frá sér efni sem dregur úr smiti HIV-veirunnar. Meira »

Beiðnum fjölgar um gögn notenda Google

19.7. Beiðnir ríkisstjórna um gögn notenda frá Google náðu metfjölda á síðari helmingi ársins 2015. Þetta segir í tilkynningu frá vefrisanum, þar sem fram kemur að ríkisstjórnir um allan heim hafi gert 40.677 beiðnir um gögn tengd rúmlega 81.000 reikningum hjá fyrirtækinu, frá júlí og til ársloka. Meira »

Hætti í vinnu til að eltast við Pokémon

15.7. 24 ára gamall Ný-Sjálendingur að nafni Tom Currie sagði í síðustu viku upp starfi sínu og hélt út í heiminn til að klára sitt stærsta verkefni til þessa: Að fanga alla Pokémonana í nýja tölvuleiknum Pokémon GO, sem slegið hefur rækilega í gegn á undanförnum dögum. Meira »

Fyrsta myndin af braut um Júpíter

13.7. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur birt fyrstu myndina af Júpíter og tunglum hans frá því að geimfarið Juno komst á braut um reikistjörnuna í síðustu viku. Enn eru þó nokkrar vikur í að fyrstu háskerpumyndirnar af gasrisanum komi í hús. Meira »

Dvergpláneta finnst í sólkerfinu

12.7. Sjaldgæf „dvergpláneta“ sem er 18 sinnum smærri en jörðin hefur fundist utarlega í sólkerfinu, langt frá Neptúnus sem er fjarlægasta reikistjarnan frá sólinni. Meira »

Aldur og kyn blóðgjafa gæti skipt máli

11.7. Blóð úr ungu fólki og konum gæti gefið lakari raun fyrir sjúklinga sem fá blóðgjafir frá þeim ef marka má niðurstöður rannsóknar á tugum þúsundum gefenda og þiggjenda blóðs í Kanada. Grein um rannsóknina birtist í Journal of the American Medical Association. Meira »

Ætlar að opna Megaupload aftur

11.7. Netfrömuðurinn Kim Dotcom segist ætla að opna skráaskiptisíðuna Megaupload á nýjan leik á næsta ári. Síðunni var lokað árið 2012 vegna ásakana um að þar skiptust notendur á höfundaréttarvörðu efni í miklum mæli. Dotcom segir að aðgangur allra fyrrverandi notenda verði endurvakinn. Meira »

Netþjónar Pokémon lágu niðri

16.7. Pokémon-þjálfarar víða um heim kvörtuðu sáran í dag en netþjónar leiksins Pokémon Go hrundu vegna álags. Leikurinn kom út í 26 löndum í dag og segir Niantic, fyrirtækið sem gefur út leikinn, ótrúlegan fjölda niðurhala ástæðu þess að leikurinn hefur legið niðri. Meira »

Draga upp nýja mynd af öskjusigi

14.7. Öskjusigið í Bárðarbungu olli stórgosi í Holuhrauni. Fjölþjóðlegur hópur undir forystu íslenskra vísindamanna birtir grein um rannsóknir á siginu í tímaritinu Science en jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson segir gosið varpa nýju ljósi á stærstu hraungos Íslandssögunnar. Meira »

Sýnir mátt endurnýjanlegrar orku

13.7. Ef hægt er að fljúga flugvél umhverfis jörðina á sólarorkunni einni saman sýnir það heiminum hvað hægt er að gera á jörðu niðri með endurnýtanlegri orku. Þetta segir Jón Björgvinsson, myndatökumaður við sólarknúnu flugvélina Solar Impulse 2, sem er að ljúka ferðalagi sínu umhverfis jörðina. Meira »

Kasta breskum vísindamönnum fyrir borð

12.7. Þrýst hefur verið á leiðandi háskóla í Bretlandi að hætta þátttöku í evrópskum samstarfsverkefnum í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrsögn landsins úr Evrópusambandinu. Þátttaka breskra vísindamanna í þeim er talin geta ógnað fjármögnun verkefnanna. Meira »

Nýfundið sólkerfi trompar Tatooine

11.7. Logi geimgengill ólst upp undir tveimur sólum á reikistjörnunni Tatooine í Stjörnustríðsheiminum. Hópur stjörnufræðinga í Bandaríkjunum hefur nú komið auga á reikistjörnu sem gerir einni betur og gengur á braut um þrjár stjörnur. Fundurinn kemur á óvart þar sem slík kerfi eru talin óstöðug. Meira »

Fann lík í stað Pokémona

10.7. Bandarísk stúlka sem var á vappi að leita að Pokémonum í nýja farsímaleiknum Pokémon Go fann mannslík.  Meira »

Gerði uppgötvun fyrir glötunina

9.7. Áður en japanski röntgengeimsjónaukinn Hitomi glataðist fyrr á þessu ári náði hann að gera eina uppgötvun. Athuganir hans sviptu hulunni af því hvernig ofurhitað gas í kringum risasvarthol í miðju vetrarbrautarþyrpingar hagar sér. Með því gaf hann smjörþefinn af því sem hefði getað orðið. Meira »

Hundruð létust vegna loftslagsbreytinga

9.7. Tengja má hundruð dauðsfalla í hitabylgjunni sem gekk yfir Evrópu árið 2003 beint við loftslagsbreytingar af völdum manna. Ný rannsókn vísindamanna bendir til þess að hnattræn hlýnun vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum hafi aukið líkurnar á dauða vegna hita um 70% í París og 20% í London. Meira »

Úr smitvarnargallanum í geimbúning

8.7. Veirufræðingurinn Kate Rubins tók bókstaflega stórt skref upp á við á ferlinum þegar henni var skotið á loft til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir helgi. Hún hefur rannsakað ýmsa smitsjúkdóma á jörðu niðri en í leiðangrinum á hún að verða fyrsta manneskjan til að raðgreina kjarnsýrur í geimnum. Meira »