Veitti leyfi til lífsýnasafns

í fyrradag Fyrirtækið Arctic Therapeutics ehf. hefur fengið leyfi heilbrigðisráðherra til stofnunar og starfrækslu lífsýnasafns og safns heilbrigðisupplýsinga. Á vef velferðarráðuneytisins segir að þetta sé fyrsta leyfið sem veitt er frá því að heildstæð löggjöf um rannsóknir á heilbrigðisvísindasviði öðlaðist gildi 1. janúar 2015. Meira »

Apple tapar hugverkamáli í Kína

18.6. Kínversk einkaleyfastofnun hefur úrskurðað að Apple hafi brotið gegn hugverkarétti kínverska snjallsímaframleiðandans Baili. Telur stofnunin að útlit nýju iPhone 6- og iPhone 6 Plus-símanna sé of líkt 100C-símanum sem Baili framleiðir. Meira »

Níu ára gestur á Apple-ráðstefnu

16.6. Þróunarráðstefnan WWDC sem tölvufyrirtækið Apple heldur fer nú fram í San Francisco. Á gestalistanum er níu ára stelpa, Anvitha Vijay. Vijay hefur þrátt fyrir ungan aldur þróað tvö snjallforrit og er spáð bjartri framtíð í hugbúnaðarheiminum. Meira »

Greindu þyngdarbylgjur í annað sinn

16.6. LIGO-rannsóknastofnunin tilkynnti í gær að hún hefði greint þyngdarbylgjur frá samruna tveggja svarthola, fyrir meira en einum milljarði ára, í annað sinn. Meira »

Tæknin verði ekki til bölvunar

15.6. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar hvetur íslensk stjórnvöld til að bregðast nú þegar við svo tæknin verði til blessunar en ekki bölvunar. Málsmetandi menn hafi varað við því að geta gervigreindartækninnar muni eflast svo mjög á næstu áratugum að mannkyninu gæti jafnvel stafað að því ógn. Meira »

Hafragrautur hindrar krabbamein

14.6. Stór skál af hafragraut dag hvern getur mögulega dregið úr líkum á því að fólk deyi úr krabbameini. Þetta er niðurstaða stærstu rannsóknar sem gerð hefur verið á kostum grófs korns. Meira »

Einar fær gullmedalíu norrænna augnlækna

12.6. Einar Stefánsson, prófessor við Háskóla Íslands og yfirlæknir á augndeild Landspítalans, tók við gullmedalíu norrænna augnlækna á þingi þeirra í Árósum nú um helgina en orðunni fylgir mesti heiður sem norrænir augnlæknar veita. Meira »

Sol­ar Impul­se lenti í New York

11.6. Til­rauna­flug­vél­in Sol­ar Impul­se 2, sem ætl­ar að fljúga í kring­um hnött­inn án þess að nota eldsneyti, lenti í New York í Bandaríkjunum í dag, skrefi nær mark­miði sínu. Meira »

Smáforrit vegna mögulegra hryðjuverka

8.6. Stjórnvöld í Frakklandi hafa gefið út smáforrit en því er ætlað að vera upplýsingaveita fyrir almenna borgara ef til hryðjuverkaárásar kemur. Evrópumótið í knattspyrnu hefst á föstudag. Meira »

Heimurinn á enn meiri þönum

6.6. Nýjar mælingar Nóbelsverðlaunahafa í eðlisfræði með Hubble-geimsjónaukanum sem benda til þess að alheimurinn sé að þenjast hraðar út en áður var talið hafa vakið athygli í vísindaheiminum. Sævar Helgi Bragason segir niðurstöðuna geta þýtt að áður óþekkt afl hafi áhrif á útþenslu alheimsins. Meira »

Hjálpa hljómsveitinni og skapa tónlist

2.6. Í gær kom út nýr tónlistaleikur fyrir börn á vegum fyrirtækisins Rosamosa ehf. Leikurinn Mussila er ævintýralegur tónlistarleikur sem ætlaður er öllum börnum á aldrinum 6 til 11 ára. Meira »

Goodall svarar fyrir Vísindavefinn

13.6. Geta einstaklingar gert eitthvað til að hjálpa umhverfinu og náttúrunni? Þessari spurningu svarar ein merkasta vísindakona heims, Dr. Jane Goodall, fyrir Vísindavefinn í dag. Meira »

Lifði í 555 daga án hjarta

11.6. Hinn 25 ára gamli Stan Larkin beið í 555 daga eftir hjartaígræðslu, en allan þann tíma lifði hann án þess að vera með hjarta í líkamanum. Þess í stað var grætt í hann gervihjarta sem hélt honum á lífi á meðan hann beið eftir hjartaígræðslunni, og þurfti hann að ganga um með bakpoka alla daga sem innihélt orkugjafa tækisins. Meira »

Geta bundið kolsýring á tveimur árum

10.6. Hægt er að binda koltvísýring sem steintegund í basaltberglögunum við Hellisheiðarvirkjun að 95 prósentum á tveimur árum en ekki öldum eða árþúsundum eins og áður var talið. Þetta kemur fram í grein sem mun birtast í dag í Science sem er eitt útbreiddasta og þekktasta vísindatímarit heims. Meira »

((( ))) á lista yfir haturstákn

7.6. Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Anti-Defamation League hafa bætt tákninu ((( ))) á lista sinn yfir haturstákn, en samtökin segja notkun táknsins á netinu jafngilda meiðandi veggjakroti. Um er að ræða textaútgáfu rasískrar hugmyndafræði. Meira »

Vilja rækta líffæri inni í svínum

6.6. Svínabú gætu breyst í líffæraverksmiðjur í framtíðinni ef tilraunir sem vísindamenn í Bandaríkjunum vinna nú að skila árangri. Þeir hafa blandað saman erfðaefni manna og svína og vonast þannig til þess að geta ræktað líffæri í menn inni í svínum til að nota í ígræðslur. Meira »

Ísland aðili að Geimvísindastofnuninni?

2.6. Þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem utanríkisráðherra er falið að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu. Meira »

Risasvartholin hlupu yfir skref

31.5. Stjarneðlisfræðingum hefur reynst erfitt að skýra hvernig risasvarthol náðu að verða svo stór á svo skömmum tíma eftir Miklahvell. Hópur vísindamanna heldur því nú fram að svonefnd svartholsfræ hafi myndast beint úr risavöxnum gasskýjum og sleppt öllum millistigum sem hefðbundin svarthol ganga í gegnum. Meira »

Neanderdalsmenn byggðu úr dropasteinum

31.5. Sérstæðir steinhringir sem fundust djúpt í helli í Frakklandi virðast hafa verið gerðir af neanderdalsmönnum úr dropasteinum fyrir um 175.000 árum, að sögn vísindamanna. Þessar frumstæðu byggingar benda til þess að þeir hafi verið færir um flóknari hegðun en talið hefur verið fram að þessu. Meira »

Betrumbætir ytra sólkerfið

29.5. Íslenski tölvunarfræðingurinn Björn Jónsson hefur getið sér gott orð fyrir að betrumbæta myndir Voyager-geimfaranna af ytra sólkerfinu með myndvinnslu sinni. Nú hefur hann unnið mósaíkmynd af Ganýmedesi, stærsta Galíleótunglinu, sem sýnir hnöttinn í nýju og skarpara ljósi. Meira »