Verður heilbrigðisþjónustan Netflix-vædd?

15:39 Rætt var um það hvernig snjalltæknin hefur haft áhrif á fyrirtæki og stofnanir í heilbrigðisgeiranum á morgunverðarfundi sem fjarskiptafyrirtækið Vodafone stóð fyrir á hótelinu Hilton Reykjavik Nordica. Forstjóri Nýherja velti fyrir sér hvort eins konar Netflix-væðing heilbrigðisþjónustunnar muni ryðja sér til rúms í framtíðinni. Meira »

Birta gögn um FFH og dulrænar tilraunir

18.1. Bandaríska leyniþjónustan hefur birt 800.000 skýrslur, samtals 13 milljón blaðsíður, en meðal gagnanna sem um ræðir eru rannsóknarskýrslur og upplýsingar um fljúgandi furðuhluti og dulrænar tilraunir. Meira »

Heitasta árið frá 1880

18.1. 2016 var heitasta ár frá því að mælingar hófust, samkvæmt gögnum bandarísku geimvísindastofnunarinnar og bresku veðurstofunnar. 0,07 stigum munaði á hitanum 2016 og 2015. Meira »

Þyrfti langtíma rannsóknir á ADHD

18.1. Enn er tveggja ára biðlisti fyrir fullorðna eftir ADHD-greiningu á á Landspítalanum. Að jafnaði eru afgreiddar um 20-30 tilvísanir á mánuði og um helmingur af þeim einstaklingum greinist með ADHD eða athyglisbrest og ofvirkni. Biðtíminn er óásættanlegur og þyrfti að stytta, að mati tveggja geðlækna sem tóku til máls á Læknadögum. Meira »

Isavia mun nota geimlægan kögunarbúnað

18.1. Isavia hefur undirritað samning við fyrirtækið Aireon um notkun á geimlægum kögunarbúnaði til þess að stýra flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu. Tæknin nefnist á ensku Space Based ADS-B og verður með henni hægt að fá nákvæmari upplýsingar um staðsetningu flugvéla í nyrðri hluta íslenska flugstjórnarsvæðisins. Meira »

Með erfðaefni þriggja einstaklinga

18.1. Barn sem ber erfðaefni þriggja foreldra fæddist í Kænugarði í Úkraínu fyrr í mánuðinum. Þetta er annað barnið sem fæðist í heiminum með erfðaefna þriggja einstaklinga en nýrri tækni var beitt við frjóvgunina í Úkraínu. Meira »

Bjóða öllum skólum hugbúnað

16.1. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð frá skólunum og vonumst til þess að sjá sem flesta á kynningunni,“ segir Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Locatify í Hafnarfirði, sem á undanförnum árum hefur þróað hugbúnað til sköpunar bóka og ratleikja fyrir grunnskóla. Meira »

Lifði 31 ár með gjafahjarta

16.1. Fyrsti hjartaþegi Suðaustur-Asíu er látinn en fáir hjartaþegar hafa lifað jafn lengi og hann. Seah Chiang Nee frá Singapúr, fyrrverandi ritstjóri, lést á sunnudag, 76 ára. Hann hefur legið á sjúkrahúsi frá því í júlí sl. Meira »

Vel heppnað skot hjá SpaceX

15.1. Verkfræðingar SpaceX fögnuðu ákaft þegar Falcon 9-eldflaug geimferðafyrirtækisins lenti á skipi í Kyrrahafinu eftir vel heppnaða för út í geim. Um er að ræða fyrsta eldflaugaskot SpaceX eftir að önnur Falcon 9-flaug sprakk á skotpalli í Flórída í fyrra. Meira »

Veikleiki í WhatsApp leyfir lestur skilaboða

13.1. Veikleiki hefur fundist í skilaboðaforritinu WhatsApp, sem gerir Facebook og öðrum kleift að grípa inn í og lesa dulkóðuð skilaboð á milli notenda. Frá þessu greinir breska dagblaðið Guardian í ýtarlegri umfjöllun í dag. Meira »

Virknin ekki sú sem er lofuð

13.1. Ekki er hægt að leggja fullnægjandi sönnur á að marijúana geti haft jákvæð áhrif á alla þá sjúkdóma sem stuðningsmenn lögleiðingu kannabis halda fram og auglýst er, segir í niðurstöðu viðamikillar rannsóknar sem unnin var á vegum bandarískra stjórnvalda. Meira »

Síðasti maðurinn sem gekk á tunglinu látinn

16.1. Bandaríski geimfarinn Gene Cernan, sem er sá sem síðast gekk á tunglinu, er látinn 82 ára að aldri. Cernan var einn þriggja geimfara sem fóru tvisvar til tunglsins. Hann var jafnframt síðasti maðurinn til að skilja eftir sig fótspor á tunglinu árið 1972. Meira »

Loka Halley vegna sprungu í Suðurskautsísnum

16.1. Til stendur að flytja starfsfólk Halley-rannsóknarstöðvarinnar á Suðurskautslandinu á brott í marsmánuði. Flutningstilskipunin er til komin af öryggisástæðum, en stór sprunga hefur myndast í Brunt-íshellunni þar sem rannsóknarstöðin er staðsett. Meira »

Lög Asimov til framkvæmdastjórnar ESB

15.1. Ef tillögur þingmanna Evrópuþingsins verða samþykktar verða framleiðendur róbóta skikkaðir til að búa þá „neyðarrofa“ til að koma í veg fyrir að þeir geti valdið ómældum skaða. Þá hefur komið til tals að krefjast þess að róbótarnir verði tryggðir og jafnvel skattskyldir. Meira »

Úr háskólaverkefni í starf hjá BMW

14.1. Hönnun nýjasta kappakstursbíls Team Sparks frá verkfræðinemum í Háskóla Íslands var frumsýnd í dag en bíllinn tekur þátt í stærstu verkfræðinemakeppni í heimi, Formula Student, á Silverstone-leikvanginum í Bretlandi í sumar. Meira »

Nintendo afhjúpar nýja leikjatölvu

13.1. Nintendo hefur afhjúpað nýja leikjatölvusem nefnist Switch. Hægt er að nota hana bæði heima hjá sér og fara með hana út úr húsi. Meira »

Norðmenn hætta FM-útsendingum

11.1. Noregur verður fyrsta landið í heiminum sem hættir FM-útsendingum útvarps, var þetta ákveðið í desember en ákvörðunin tók gildi í dag. Klukkan 11:11 að staðartíma í morgun hófst ferlið, fyrst í Nor­d­land og svo smám sam­an eft­ir því sem sunn­ar dreg­ur. Meira »

Tengsl milli kjötneyslu og sarpabólgu

10.1. Tengsl hafa fundist milli mikillar neyslu rauðs kjöts og aukinnar áhættu á sarpabólgu. Rannsakendur segja niðurstöðurnar ekki óyggjandi sönnun þess að það sé kjötið sem veldur sjúkdómnum en að taka beri tillit til þeirra við útfærslu heilsusamlegs matarræðis. Meira »

Útdeilingu Micro:bit-tölvunnar lokið

10.1. Allir grunnskólar landsins hafa nú fengið Micro:bit-forritunartölvurnar sendar til sín, en þær eru ætlaðar nemendum í 6. og 7. bekk. Meira »

Tengsl milli bakflæðislyfja og astma

9.1. Börn kvenna sem taka lyf við vélindabakflæði á meðgöngu eru þriðjungi líklegri til að þjást af astma en önnur börn. Rannsakendur segja þó óljóst hvort það eru lyfin sjálf eða eitthvað annað sem veldur. Meira »