Metfjöldi upplifir almyrkvann

Í gær, 21:43 Sá sjaldgæfi atburður verður í Bandaríkjunum á morgun að þar mun sjást almyrkvi á sólu. Almyrkvinn gengur þvert yfir Bandaríkin, frá Oregon á Vesturströndinni þar sem hann hefst klukkan 10:15 að staðartíma yfir til Suður-Karólínu þar sem honum lýkur um 90 mínútum síðar. Meira »

Facebook í samkeppni við YouTube

10.8. Facebook hefur kynnt til leiks nýja efnisveitu þar sem verður að finna efni framleitt af fagmönnum. Veitan verður í beinni samkeppni við Youtube en hugsanlega einnig við efnisveitur á borð við Netflix. Meira »

Fornsögulegir Bretar átu látna ættingja

10.8. Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að íbúar Bretlands hafi fyrir um 15 þúsund árum síðan úrbeinað látna ættingja sína og lagt þá sér til munns. Því næst hafi þeir grafið tákn í bein ættingjanna. Meira »

Hitabylgjur munu taka sinn toll

9.8. Halldór Björnsson, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að ný spá vísindamanna um að öfgar í veðurfari, einkum miklar hitabylgjur, geti leitt til dauða allt að 150 þúsund Evrópubúa á ári um næstu aldamót, sé ekki galin sviðsmynd miðað við þær forsendur sem gefnar eru um þróun loftslagsbreytinga. Meira »

Loftlagsbreytingar farnar að hafa áhrif

8.8. Meðalhiti hefur hækkað óðfluga í Bandaríkjunum frá árinu 1980 og undanfarnir áratugir hafi verið þeir heitustu í landinu í 1500 ár. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin er af vísindamönnum sem starfa fyrir bandarísk yfirvöld. Meira »

Rekinn fyrir ummæli um konur og tækni

8.8. Bandaríska tæknifyrirtækið Google vék í gær starfsmanni úr starfi sem skrifaði í minnisblaði til annarra starfsmanna fyrirtækisins að kynjahallann í Kísildal megi rekja til þess hversu ólík kynin eru líffræðilega. Það útskýri hvers vegna svo fáar konur starfi í tæknigeiranum. Meira »

Flöskuskeyti fylgja eftir ferðum svartfugla

4.8. Á næstu dögum verður tíu flöskuskeytum sleppt í hafið við Grænland á vegum danskra vísindamanna sem ætla að kortleggja ferðir svartfugla í hafinu. Flöskuskeytin eru hönnuð af Verkís fyrir samstarfsverkefni þeirra og Ævars Benediktssonar vísindamanns. Meira »

Stór skref í átt að lækningu við kvefi

2.8. Vísindamenn telja að sameind sem hefur fundist í ónæmiskerfi manna og dýra gæti verið stórt skref í því að finna lækningu við almennu kvefi. Meira »

Facebook-vélmenni bjuggu til eigið tungumál

1.8. Facebook hefur svæft tvö vélmenni með gervigreind eftir að þau bjuggu til furðulegt tungumál sín á milli.  Meira »

Ísland marki stefnu til lengri tíma

31.7. Nú er lag fyrir Íslendinga að skipta yfir í græna orku. Þetta er mat Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB, en hann á von á mikilli fjölgun rafbíla hér á landi á næstu árum. Meira »

Óvíst hvenær ný meðferð verður í boði

29.7. Brýnt er að íslenskt samfélag marki sér stefnu varðandi krabbameinsmeðferðir og hvort bjóða eigi upp á nýjustu meðferðir á þessu sviði, en þær verða sífellt dýrari og sérhæfðari. Meira »

Öfgar í veðri kosta þúsundir lífa

5.8. Öfgar í veðurfari geta kostað 152 þúsund Evrópubúa lífið á hverju ári um næstu aldamót ef ekkert verður gert til þess að halda aftur af loftslagsbreytingum að sögn vísindamanna. Rannsókn þeirra er birt í Lancet tímaritinu og nær meðal annars til Íslands. Meira »

Lagfærðu gen sem veldur sjúkdómi

2.8. Bandarískir vísindamenn hafa í fyrsta sinn lagfært stökkbreytt gen sem veldur sjúkdómi í fósturvísi.  Meira »

Móðir allra blóma er fundin

1.8. Vísindamenn hafa uppgötvað móður (og föður) allra blóma sem kom fram á tímum risaeðlanna. Blómið var tvíkynjungur og var með líffæri sem líkjast krónublöðum sem röðuðust í hring í kringum miðjuna. Meira »

Láku upplýsingum um nýja iPhone-símann

31.7. Framhlið nýju kynslóðar iPhone-símans verður nærri fullkomlega þakinn með stórum snertiskjá og mun hafa innrauðan skanni sem þekkir andlitið eiganda síns. Þetta segja tölvunarfræðingar sem grófu í hugbúnaðarkóða annars Apple-tækis, sem var mögulega lekið. Meira »

Musk kemur með ódýrustu Tesluna

29.7. Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur nú sent frá sér ódýrasta bíl sem fyrirtækið hefur sent frá sér til þessa, Model 3 útgáfuna. Fyrstu 30 viðskiptavinirnir, sem flestir eru starfsmenn Tesla, fengu bílana afhenta í gær. Meira »

„Lifandi lyf“ í náinni framtíð

28.7. Ný aðferð við krabbameinslækningar sem felur í sér erfðafræðilega breytingu á hvítum blóðkornum gæti verið vísir að framtíð krabbameinslækninga. Ráðgjafanefnd Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna mælir einhliða með því að gefið verði út leyfi til markaðssetningar á henni. Meira »

„Veldur straumhvörfum“

28.7. Ný meðferð við bráðaeitilfrumuhvítblæði verður að öllum líkindum samþykkt af Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna á næstunni, en hún er sérstök fyrir þær sakir að hún byggist á genabreytingu líkamsfrumna. Meira »

Heilaskaði hjá leikmönnum í 99% tilvika

25.7. Heilaskaði finnst hjá leikmönnum í 99% tilvika í úrvalsdeild bandaríska fótboltans. Þetta eru niðurstöður vísindamanna sem sem segja heila 110 þeirra 111 leikmanna sem þeir rannsökuðu sýna merki um hrörnunarsjúkdóm, sem þeir telja meiga rekja til ítrekaðra höfuðhögga. Meira »

NASA þróar hljóðfráa farþegaflugvél

27.7. Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, er að þróa hljóðfráa farþegaþotu sem mun draga verulega úr flugtíma og takmarka hjóðmengun. Flugtími gæti styst um allt að helming. Stofnunin mun leggja til um 41 milljarð króna til að smíða vélina og prófa hana yfir þéttbýlum svæðum árið 2022. Meira »

Tölvuárásir orðnar fleiri en allt árið í fyrra

25.7. Rúmlega sex milljarðar tölvuskjala hafa verið hakkaðir það sem af er þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá netöryggisfyrirtækinu Risk Based Security. Segir fyrirtækið mikla aukningu í tölvuárásum, sem séu þegar orðnar fleiri en allt árið í fyrra. Meira »