Fundu hluta af dulmálsvél Hitlers

08:10 Lyklaborð dulmálsvélar, sem notuð var til þess að dulkóða skilaboð á milli nasistaforingjans Adolfs Hitlers og hershöfðingja hans á árum síðari heimsstyrjaldarinnar, fannst nýverið í geymsluskúr í Essex í Bretlandi. Meira »

Lending SpaceX á 30 sekúndum

í gær Geimferðafyrirtækið SpaceX vann enn einn sigurinn þegar því tókst að lenda fyrsta stigi eldflaugar sinnar á pramma í Atlantshafi í þriðja sinn í gær. Fyrirtækið hefur birt magnað myndband úr myndavél utan á eldflauginni sem sýnir lendinguna á hálfri mínútu. Meira »

Eitt af hverjum fimm pörum óánægt

25.5. Næstum eitt af hverjum fimm pörum í Bretlandi rífst reglulega eða íhugar að slíta sambandinu, samkvæmt nýrri könnun sem góðgerðarfélagið Relate hefur gert. Meira »

Leita mannætuljóna

23.5. Þrettán ljón í útrýmingarhættu, sem er aðeins að finna í skógi í vesturhluta Indlands, hafa verið fönguð og sett í búr, í kjölfar þess að ljón drápu þrjá þorpsbúa. Að minnsta kosti eitt dýranna réðist á sofandi táning og drap hann, en yfirvöld freista þess nú að bera kennsl á þau dýr sem mögulega hafa lagt sér mannakjöt til munns. Meira »

Indverjar prófa geimskutlu

23.5. Geimferðastofnun Indlands skaut smávaxinni geimferju á loft í tilraunaskyni í fyrsta skipti í morgun. Skutlan er á stærð við smárútu og lenti heilu og höldnu í Bengalflóa eftir að hafa náð mest um 70 kílómetra hæð. Markmiðið er að smíða endurnýtanlega geimferju á hagkvæman hátt. Meira »

120 metra öldur eyddu ströndum Mars

20.5. Loftsteinn sem rakst á reikistjörnuna Mars fyrir um 3,4 milljörðum ára olli risaflóðbylgju með allt að 120 metra háum öldum sem máðu út strandlengjur forsögulegs hafs sem þar var að finna. Þetta er kenning vísindamanna sem hafa rýnt í yfirborð reikistjörnunnar á myndum brautarfara undanfarin ár. Meira »

Geimskutlutankur lýkur sinni hinstu ferð

19.5. Síðasti eldsneytistankur NASA sem byggður var til að skjóta geimskutlunni á loft kom til hafnar í Los Angeles í gær eftir fimm vikna sjóferð frá New Orleans. Förin var nokkuð viðburðarík en dráttarbáturinn sem dró tankinn bjargaði fjórum mönnum úr sjávarháska fyrir viku. Meira »

Facebook-bilun veldur vandræðum

18.5. Svo virðist sem bilun hjá Facebook sé að valda því að sumum reynist erfitt að uppfæra og birta nýjar færslur á svokölluðum Pages, þ.e.a.s. síðum fyrirtækja og fjölmiðla. Bilunin nær m.a. til Facebook-síðu mbl.is en samkvæmt breska miðlinum Independent háir hún einnig fjölmiðlum erlendis. Meira »

Geta „töfrasveppir“ dregið úr þunglyndi?

17.5. Sveppir sem valda ofskynjunaráhrifum gætu hjálpað við að draga úr áhrifum kvíða vegna alvarlegs og krónísks þunglyndis, hjá sumu fólki. Þetta er niðurstaða lítillar rannsóknar sem birt var í dag og hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum. Meira »

Tenglar og myndir úr talningu Twitter

17.5. Samfélagsmiðillinn Twitter mun hætta að telja myndir og tengla inn í 140 stafabila takmark sitt fyrir tíst að sögn Bloomberg. Meira »

Fjölbreyttur Tæknidagur í HR

14.5. Fjögur verkefni voru tilnefnd til Guðfinnuverðlaunanna á Tæknidegi HR í gær upp úr áfanganum „Nýsköpun og stofnun fyrirtækja“, sem hefur staðið yfir í Háskólanum í Reykjavík undanfarnar þrjár vikur. Meira »

Víðáttumikil íshella óstöðug

19.5. Áhyggjur vísindamanna af bráðnun íss á Suðurskautslandinu hefur fram að þessu fyrst og fremst beinst að vesturhluta álfunnar. Ný rannsókn staðfestir hins vegar þau gífurlegu áhrif sem bráðnun eystri hluta íshellunnar hefði á jörðina til lengri tíma litið. Íshellan er sögð óstöðug í grundvallaratriðum. Meira »

Niðurstöður rannsóknar ÍE vekja athygli

18.5. Íslensk erfðagreining hefur skýrt frá uppgötvun sjaldgæfs erfðabreytileika sem lækkar verulega magn svokallaðs non-HDL kólesteróls í blóði. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar vísindamanna við Íslenska erfðagreiningu, sem birtar voru í kvöld. Meira »

Ókeypis uppfærsla Windows að renna út

17.5. Frí uppfærsla á Windows 10 fyrir notendur Windows 7 og 8 rennur bráðlega út og þurfa notendur þá að kaupa uppfærsluna.  Meira »

Typpiságræðslan heppnaðist vel

17.5. Fyrsta ágræðsla getnaðarlims í Bandaríkjunum var nýverið framkvæmd af læknum í Massachusetts fyrir nokkrum dögum. Sjúklingnum heilsast vel og er að jafna sig eftir aðgerðina sem tók fimmtán klukkutíma. Læknarnir segja hana marka tímamót. Meira »

Sagður hafa tekið egg konu í óleyfi

14.5. Þekktur ítalskur frjósemislæknir hefur verið handtekinn eftir að kona, sem var skjólstæðingur hans, sakaði hann um að hafa fjarlægt egg úr henni á stofu hans án leyfis hennar. Meira »

Hlýnunin gæti skapað súrefnisþurrð

13.5. Vitað er að hnattræn hlýnun af völdum manna hefur mikil áhrif á höf jarðar. Yfirborð sjávar hækkar og aukinn styrkur koltvísýrings gerir þau súrari. Vísindamenn vekja nú athygli á annarri afleiðingu hlýnunar á sem hefur minni athygli fengið en það er að hlýnunin gæti valdið súrefnisskorti í sjónum. Meira »

Skikkaðir á námskeið um vísindi bólusetninga

13.5. Foreldrar barna sem neita að láta bólusetja þau af trúarlegum eða siðferðislegum ástæðum verða skikkaðir til að sitja námskeið um mikilvægi þeirra, hættu þess að sleppa þeim og tilgang hjarðónæmis ef frumvarp sem heilbrigðisráðherra Ontario-fylkis í Kanada hefur lagt fram verður að lögum. Meira »

Að hafa á (geim)klæðum

13.5. Fyrir meira en fimmtíu árum síðan, árið 1963, varð Valentina Tereshkova fyrsta konan til að ferðast út í geim. Síðan þá hafa hátt í 60 aðrar konur fylgt í hennar fótspor. Þessar konur þurftu að glíma við eitt tiltekið vandamál sem karlarnir voru lausir við: hvað ef þær færu á túr? Meira »

1.284 reikistjörnur staðfestar

12.5. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, skýrði frá því í fyrradag að hún hefði staðfest 1.284 áður óþekktar fjarreikistjörnur, þ.e. plánetur fyrir utan sólkerfi okkar, með hjálp Kepler-geimsjónaukans. Áður hafði sjónaukinn fundið 984 fjarreikistjörnur. Meira »