Stærsti útvarpssjónauki heims í gagnið

14:34 Kínverjar tóku nýjan útvarpssjónauka sem er sá stærsti í heimi í notkun í suðvesturhluta landsins í dag. Sjónaukinn er fimm hundruð metrar að þvermáli og á að leita að merkjum um vitsmunalíf utan jarðarinnar og fylgjast með fjarlægum tifstjörnum. Meira »

Fundu orsök sprengingarinnar

í gær Stórt rof í helíumþrýstikerfi í efra þrepi Falcon 9-eldflaugar SpaceX leiddi til þess að hún sprakk á skotpalli í Flórída fyrr í þessum mánuði. Rannsókn stendur hins vegar enn yfir á sprengingunni en ekki liggur fyrir hvort að rofið hafi verið einkenni eða orsök hennar. Meira »

Rússland, Kína eða Norður-Kórea?

í gær Yfirlýsing vefrisans Yahoo um að hann hafi orðið fyrir heljarmiklu, ríkisstyrktu innbroti í tölvugögn sín, vekur spurningar um hvort hann sé nýjasta fórnarlamb tölvuþrjóta á vegum Rússlands, Kína eða jafnvel Norður-Kóreu, að sögn sérfræðinga. Meira »

NASA „breytti“ ekki stjörnumerkjunum

23.9. Skelfing greip um sig á meðal þeirra sem leggja trúnað í stjörnuspár þegar orðrómur fór á kreik um að NASA hefði „breytt“ stjörnumerkjunum með þeim afleiðingum að 86% fólks væri ekki lengur í því stjörnumerki sem það taldi. Greip NASA á það ráð að bera orðróminn til baka og útskýra að stjörnuspeki væri ekki vísindi. Meira »

Bráðnun Grænlandsjökuls vanmetin

22.9. Fyrri rannsóknir gætu hafa vanmetið bráðnun Grænlandsjökuls um allt að tuttugu milljarða tonna á ári og jökullinn gæti því verið að bráðna mun hraðar en talið hefur verið fram að þessu. Höfundar nýrrar rannsóknar segja mögulegt að forsendur fyrri áætlana um landris gætu verið rangar. Meira »

Icelandair verðlaunað fyrir nýjung

22.9. Flugfélagið Icelandair hefur hlotið viðurkenninguna „Best Mobile Technology Initiative“, eða fyrir bestu nýjung flugfélaga í snjalltækni, hjá samtökunum Future Travel Experience. Verðlaunin voru veitt fyrr í mánuðinum á stórri ráðstefnu samtakanna í Las Vegas. Meira »

Boða „óvænta“ uppgötvun á Evrópu

21.9. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA ætlar að kynna nýja uppgötvun sem vísindamenn hafa gert með Hubble-geimsjónaukanum á Evrópu, ístungli Júpíters, á mánudag. Hún er sögð tengjast óvæntri virkni sem gæti tengst neðanjarðarhafi sem talið er leynast undir ísskorpu tunglsins. Meira »

Átök, jafnvægi og áhrif á heilsu

19.9. „Þetta er fyrsta stóra stúdían í sögunni á þessum genavendingum. Þessi breyting á fjölbreytileika í erfðamenginu er ekki bara nokkuð sem er forvitnilegt fyrir nörda eins og okkur, þetta hefur áhrif á heilsu,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar um nýja grein ÍE sem birtist í Nature Genetics. Meira »

Fáir vilja skipta og fá nýjan síma

19.9. Raftækjarisinn Samsung hóf í dag að bjóða nýja Galaxy Note 7 síma í stað þeirra milljóna sem voru afturkallaðir, en rafhlöður þeirra hafa verið gjarnar til að ofhitna. Aðeins örfáir viðskiptavinir virðast þó hafa nýtt tækifærið til að skipta um síma, það sem af er degi í Suður-Kóreu. Meira »

Engar aðrar leiðir en DNS-fölsun

18.9. Engin tæknileg ráð eru í hendi önnur en DNS-fölsun við að framfylgja lögbanni á fjarskiptafyrirtæki sem bannar þeim að veita viðskiptavinum aðgang að níu lénum sem notuð hafa verið undir skráskiptisíður. Þetta segir forstjóri Isnic sem óskar eftir tillögum frá höfundarrétthöfum um aðrar leiðir. Meira »

Afturkalla eina milljón Samsung-síma

15.9. Bandarísk neytendasamtök hafa ákveðið að afturkalla um eina milljón farsíma af tegundinni Samsung Galaxy Note 7. Ástæðan er sú að upp hafa komið tilvik þar sem kviknað hefur í rafhlöðum þessara nýju síma. Meira »

Frumbyggjar Ástralíu elsta siðmenningin

22.9. Niðurstöður DNA-rannsóknar á frumbyggjum Ástralíu renna stoðum undir kenningar um að þeir séu elsta samfellda menningarsamfélagið á jörðinni. Uppruni þeirra er rakinn 50.000 ár aftur í tímann og voru forfeður nútímafrumbyggja líklega fyrstu mennirnir til að ferðast yfir hafið. Meira »

Öfugsnúnir loftslagsrannsakendur gripnir

20.9. Tveir vísindamenn birtu grein um rannsóknir sem þeir töldu sýna að hnattræn hlýnun væri afurð sólarinnar og andrúmsloftsins en ekki aðgerða manna. Þegar betur var að gáð reyndist lítill fótur fyrir hugmyndum þeirra og að sama skapi nöfnunum sem þeir gáfu upp. Meira »

Ofurörverur gætu valdið heimskreppu

19.9. Ofurörverur sem eru ónæmar fyrir öllum þekktum lyfjameðferðum gætu valdið fjármálakreppu í heiminum á borð við þá sem varð árið 2008, eða jafnvel verri. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var á vegum Alþjóðabankans og gerð opinber í dag. Meira »

Hafísinn við sögulegt lágmark

19.9. Lágmarksútbreiðsla hafíssins á norðurskautinu hefur aðeins einu sinni mælst minni en nú. Mælingar bandarísku Snjó- og ísgagnamiðstöðvarinnar benda til þess að hafísinn hafi náð lágmarki sínu eftir sumarið fyrir viku og náði hann þá yfir 4,14 milljón ferkílómetra svæði, örlitlu meira en metárið 2012. Meira »

Hvarf innstungu kom ekki að sök

18.9. iPhone 7 kom í verslanir vestanhafs í vikunni. Hægt var að forpanta símann á netinu og seldust tvær útgáfur af símanum upp á mettíma, stærri gerðin iPhone 7 plús og svokölluð Jet Black-útgáfa. Sím­arn­ir verða fá­an­leg­ir í fjór­um lit­um, gull, silf­ur, rós­ar­lit­um og við bæt­ist svart­ur. Meira »

Með páfagauksgogg og bursta á halanum

15.9. Páeðlan svonefnda var með gogg sem líktist páfagauksgoggi og með bursta á halanum. Þrívíddarlíkan af henni sem hópur vísindamanna kynnti í dag er nákvæmasta endurbygging á risaeðlu fram að þessu. Hún var gerð á grundvelli einstaks steingervings sem varðveitti húð og litarefni dýrsins. Meira »

Risaloftsteinagígur undir Skotlandi?

15.9. Breskur steingervingafræðingur telur sig hafa fundið gíg eftir risavaxinn loftstein, stærri en þann sem grandaði risaeðlunum, undir stórum hluta skosku hálandanna. Gíginn telur hann að minnsta kosti 40 kílómetra að þvermáli og að hann hafi skollið á Skotlandi fyrir 1,2 milljörðum ára. Meira »

Áforma ókeypis þráðlaust net á almenningsstöðum

15.9. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að komið verði upp þráðlausu neti, notendum að kostnaðarlausu, á almenningsstöðum sambandsríkjanna innan fjögurra ára. Meira »

10 milljóna fjölgun hjá Spotify

14.9. Áskrifendur tónlistarveitunnar Spotify eru komnir yfir 40 milljónir talsins. „40 er hið nýja 30,“ tísti annar af stofnendum fyrirtækisins, Daniel Ek. Meira »