Erfitt að misnota gallann

Í gær, 13:07 Netöryggissérfræðingar telja að erfitt sé að misnota galla í þráðlausum tengingum sem tilkynnt var um í gær. Til þess þarf bæði talsverða þekkingu og búnað auk þess sem netumferð er dulkóðuð á öðrum stigum. Meira »

Jafnmikið rafmagn í Bitcoin og Ísland

Í gær, 12:05 Raforkunotkun við gröft eftir rafræna gjaldmiðlinum Bitcoin er nú orðin næstum jafnmikil og raforkunotkun Íslendinga á ársgrundvelli eða um 17,4 tera­vattsstund­ir. Mestur gröftur á sér stað í Kína. Meira »

Dr. Sigurður Ingi nýr prófessor við HR

Í gær, 11:36 Dr. Sigurður Ingi Erlingsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.  Meira »

Vara við notkun þráðlauss nets

í fyrradag Almennum notendum þráðlauss búnaðar s.s. tölva og farsíma er nú ráðlagt að forðast notkun þráðlauss nets tímabundið vegna alvarlegs veikleika sem hefur uppgötvast í WiFi-öryggisstaðlinum, WPA2, sem á að tryggja öfluga dulkóðun í þráðlausum netkerfum. Meira »

„Rétt fyrir utan dyrnar hjá okkur“

í fyrradag „Þetta þýðir það vonandi að við fáum meiri og betri tækni í þyngdarbylgjurannsóknir,“ segir Guðlaugur Jóhannesson, stjarneðlisfræðingur við Háskóla Íslands og Nordita, í samtali við mbl.is. Hann og Páll Jak­obs­son voru meðal þátttakanda sem tóku þátt í að varpa nýju ljósi á upp­runa frum­efna eins og gulls og plat­ínu. Meira »

Hafa opnað nýjan glugga að alheiminum

í fyrradag Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar við Háskóla Íslands, Páll Jakobsson og Guðlaugur Jóhannesson, tóku þátt í því að varpa nýju ljósi á uppruna frumefna eins og gulls og platínu. Uppgötvunin er sögð boða byltingu í rannsóknum á alheiminum. Meira »

HR og Solid Clouds í samstarf

í fyrradag Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins Solid Clouds og tölvunarfræðideildar HR skrifuðu nýverið undir viljayfirlýsingu um samstarf á sviði gervigreindar í tölvuleikjum, en Solid Clouds vinnur að gerð tölvuleiksins Starborne, sem er þrívíður herkænskuleikur í geimnum. Meira »

Verndun hafsins og sjálfbær nýting auðlinda

14.10. Verndun hafsins og sjálfbær nýting auðlinda verður umfjöllunarefni í málstofu helgaðri smáum eyríkjum sem eiga öll það sameiginlegt að ráða yfir miklu hafsvæði á fimmta þingi Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle í dag. Meira »

Fanga koltvíoxíð úr lofti og breyta í stein

11.10. Hafinn er rekstur á tæki sem gleypir koltvíoxíð úr lofti. Orkuveita Reykjavíkur ásamt samstarfsaðilum hefur þróað tækni sem tekur við gasinu og bindur það í grjót. Þessi aðferð gæti nýst á fleiri stöðu í heiminum til að draga úr mengun t.d. á Indlandi, í Bandaríkjunum og víðar. Meira »

„Google kaupir Apple“

10.10. Skömmu eftir opnun markaða í morgun birtust nokkrar fréttatilkynningar í fréttaveitu Dow Jones þess efnis að Google hefði keypt Apple fyrir 9 milljarða dollara. Dow Jones-fréttaveitan hefur beðist afsökunar á tilkynningunum sem áttu ekki við nein rök að styðjast en grunur er um að brotist hafi verið inn í fréttaveituna. Meira »

Asparglytta óvenju áberandi víða

7.10. Óvenju mikið hefur sést af asparglyttu í haust og gætu það verið vond tíðindi fyrir þá sem rækta ösp og víði. Glyttan étur laufblöð af þessum tegundum og kraftmikill árgangur gæti ráðist á blöðin næsta sumar. Meira »

Nýr galli í þráðlausum nettengingum

í fyrradag „Krack“ eða „Key Reinstallation Attacks“ er ný tegund galla í þráðlausum nettengingum sem rannsakendur við háskóla í Belgíu greindu nýlega frá. Meira »

Greina listaverk í smáforriti

15.10. Nýverið leit nýtt smáforrit dagsins ljós sem gerir fólki kleift að taka myndir af listaverkum á snjallsímana sína og fá í kjölfarið allar helstu upplýsingar um listaverkið beint í símann. Meira »

Loftslagsbreytingar ræddar á Arctic Circle

12.10. Patricia Espinosa framkvæmdastjóri Lofslagsstofnunnar Sameinuðu þjóðanna og Adnan Amin framkvæmdastjóri Stofnunnar um endurnýjanlega orku verða meðal ræðumanna á fimmta þingi Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle sem haldið verður í Hörpu um helgina. Meira »

Börn blása út

11.10. Offita barna og unglinga hefur aukist gríðarlega í heiminum undanfarna fjóra áratugi og eru 124 milljónir drengja og stúlkna í heiminum of feit. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar. Meira »

Apple rannsakar galla á iphone 8

9.10. Tæknirisinn Apple hefur staðfest að fyrirtækið hafi ráðist í rannsókn vegna nokkurra tilfella þar sem rafhlöður iPhone 8 þöndust út og klufu símann. Meira »

Netflix hækkar áskriftargjöldin

6.10. Efnisveitan Netflix hyggst hækka áskriftargjöld í Bandaríkjunum og Bretlandi í fyrsta sinn í tvö ár. Þá er einnig von á hækkun í fleiri Evrópuríkjum. Meira »

Stafrænir vígamenn gegn netárásum

5.10. Netárásir eru viss ógnun við þjóðaröryggi þegar þær beinast að viðkvæmum ríkisstofnunum eða mikilvægri iðnaðarstarfsemi. Táknrænt getur þetta „mjúka vopn“ virst öflugt. Meira »

Íslensk tunga í síma frá Google

4.10. Ísland kom við sögu í kynningu tölvurisans Google á nýjum farsíma sínum, Pixel 2, í dag. Með símanum verður hægt að kaupa einskonar sjálfvirkan þýðanda sem kallast Pixel Buds og maður setur í eyrað. Íslenska er eitt af 40 tungumálum sem hægt verður að velja þar um. Meira »

Gott að geta talað íslensku við símann

5.10. Sjálfvirki þýðandinn, Pixel Buds, sem Google mun bjóða upp á í nýj­um farsíma sín­um, Pix­el 2, er góð viðbót að mati Þórarins Einarssonar verkefnastjóra og þýðanda hjá Skopos þýðingarstofunni. Mikilvægt sé að fólk geti átt samskipti við símann á íslensku. Meira »

Verðlaunaðir fyrir rannsóknir á frystum sameindum

4.10. Vísindamennirnir Jacques Dubochet, Joachim Frank og Richard Henderson eru handhafar Nóbelsverðlaunanna í efnafræði í ár. Verðlaunin hljóta þeir fyrir framlag sitt sem auðveldar rannsóknir á frystum sameindum. Meira »