Geimfarinn John Glenn látinn

Í gær, 20:54 Fyrrverandi geimfarinn John Glenn er látinn, 95 ára gamall. Glenn var fyrsti Banda­ríkjamaður­inn til að fara um­hverf­is jörðina í geim­fari. Meira »

Silfrað haf í glampa sólar

Í gær, 20:08 Endurvarpað sólarljós sem glampar af hafinu í kringum Indónesíu ljáir því silfraðan lit á nýrri mynd Aqua-gervitunglsins bandaríska. Glampinn varpar ljósi á sterka hafstrauma sem annars væru huldir sjónum. Meira »

„Upphafið að endalokunum“

í gær Cassini-geimfarið hefur sent frá sér nýjar myndir frá Satúrnusi, en geimfarið heldur áfram ferðalagi sínu um sporbaug gasrisans. Það styttist hins vegar óðum í kveðjustund, en Cassini hefur rannsakað plánetuna frá árinu 2004. Meira »

Hlýjustu desemberdagar í 145 ár

í fyrradag Fyrsta vika desember er sú hlýjasta sem mælst hefur í Reykjavík frá því að mælingar hófust árið 1871 eða fyrir 145 árum. Ólíklegt er að árið 2016 verði það hlýjasta frá upphafi heilt á litið en ljóst er að það verður á topp tíu. Meira »

Hafísbreiður jarðar í lágmarki

í fyrradag Nóvembermánuður var ekki bara óvenjulegur á norðurskautinu þar sem hitastig var langt yfir meðaltali og hafísinn í sögulegu lágmarki. Vísindamenn hafa nú staðfest að á sama tíma hafi hafísinn á suðurskautinu slegið fyrri met um lágmarksútbreiðslu. Á heimsvísu er hafísþekjan einstaklega lítil. Meira »

Opna sjálfvirka matvöruverslun

6.12. Amazon ætlar að opna matvöruverslanir án kassa í byrjun næsta árs. Verslanirnar byggja á háþróaðri tækni svipaðri þeirri sem notuð er í sjálfkeyrandi bílum. Fyrsta verslunin opnar í Seattle í Bandaríkjunum. Meira »

Rannsaka brak geimfarsins

5.12. Yfirvöld í Tuva-héraði í Rússlandi rannsaka nú hluta af braki Progress-geimfarsins sem hrapaði til jarðar eftir misheppnað geimskot í síðustu viku. Hjarðmenn fundu hluta braksins og annar hluti fannst í bakgarði íbúðarhúss í dag. Meira »

Gervinef hunds í sprengiefnaleit

1.12. Hundurinn, besti vinur mannsins, hefur löngum verið þekktur fyrir einstakt þefskyn. Bandarískir vísindamenn hafa nýtt sér þennan hæfileika til að greina sprengiefni. Í þetta skipti var prentað nef með þefskyni hunds í þrívíddarprentara og því komið fyrir á sprengiefnaskynjara. Meira »

Eins og að bæta við öðrum Bandaríkjum

1.12. Ef hnattræn hlýnun heldur áfram óhindruð gæti það leitt til mikillar losunar kolefnis úr jarðvegi sem jafnaðist á við það að bæta við nýju landi með losun á við Bandaríkin, annan stærsta losara heimsins á gróðurhúsalofttegundum. Það gæti rústað markmiðum manna um að takmarka hlýnun. Meira »

Spóinn flýgur án millilendingar

30.11. Rannsóknir íslenskra vísindamanna við rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi og samstarfsmanna þeirra hafa leitt í ljós að íslenski spóinn flýgur alla leið til Vestur-Afríku án viðkomu annars staðar. Spóinn flýgur í allt að fimm sólahringa samfellt yfir þúsundir kílómetra. Meira »

Óttast óstöðvandi loftslagsbreytingar

25.11. Hröð bráðnun íss á norðurskautinu gæti haft mikil áhrif á nálæg vistkerfi og jafnvel allt suður í Indlandshafi, að sögn vísindamanna. Hætta sé á að náttúran nái hvarfpunktum sem leiði til óstöðvandi loftslagsbreytinga á heimsvísu. Meira »

Keisaraskurðir hafa áhrif á þróun manna

6.12. Fleiri börn eru nú tekin með keisaraskurði í tilfellum þar sem mjaðmagrind móðurinnar er of þröng en áður. Ástæðuna telja vísindamenn vera reglulega notkun keisaraskurða en fyrir tíma aðgerðarinnar hefði móður og barn að líkindum látist við barnsburð. Aðgerðin hafi haft áhrif á þróun mannsins. Meira »

Vafasamar fullyrðingar aftur á kreik

3.12. Ritstjóri veðurfrétta hjá Washington Post hefur hrakið sérstaklega það sem hann kallar „svívirðilegar fullyrðingar“ sem dreift hefur verið í útbreiddum fjölmiðlum, meðal annars um að meðalhiti jarðar hafi tekið metdýfu. Fullyrðingarnar eru af svipuðum meiði og loftlagsafneitarar hafa áður sett fram. Meira »

Strýkur sér upp við hringina

1.12. Lokakafli tuttugu ára leiðangurs Cassini-geimfarsins við Satúrnus er nú hafinn. Geimfarinu hefur verið komið á braut í kringum póla gasrisans sem strýkur nánast ystu mörk hringja Satúrnusar. Listflugi geimfarsins lýkur með enn djarfari braut á milli plánetunnar og hringjanna og loks árekstri. Meira »

Moskva og Tennessee inn í lotukerfið

1.12. Fjögur ný frumefni fengu formlega nafn og sæti í lotukerfinu í dag. Venja er að nefna frumefni eftir stöðum, landsvæði eða vísindamanni. Frumefnin fjögur eru nefnd eftir Japan, Moskvu, Tennessee og rússneska vísindamanninum Júrí Oganessian. Meira »

360° útsýni úr öllum sætum Eldborgar

28.11. Nú geta gestir Eldborgarsals Hörpu virt fyrir sér útsýnið úr hverju einasta sæti í salnum þegar þeir kaupa miða á netinu. 1800 360° ljósmyndir voru teknar úr öllum sætum til að þetta væri mögulegt. Meira »

Þorsteinn verðlaunaður fyrir rannsóknir

24.11. Þorsteinn Loftsson, prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands, hlaut verðlaun Landssamtaka vísindamanna í lyfjafræðirannsóknum í Bandaríkjunum (American Association of Pharmaceutical Scientists – AAPS) á árlegri ráðstefnu þeirra í Denver fyrr í mánuðinum. Meira »

Skall á Mars á 540 km/klst

24.11. Evrópska geimfarið Schiaparelli skall á yfirborði Mars á um 540 kílómetra hraða á klukkustund eftir að tölva um borð í farinu misreiknaði hæð þess í síðasta mánuði. Tölvan hélt að farið væri lent þegar það var enn í um 3,7 kílómetra hæð, að sögn Evrópsku geimstofnunarinnar (ESA). Meira »

Alzheimerslyf stenst ekki skoðun

23.11. Tilraunalyfið solanezumab sem lyfjafyrirtækið Eli Lilly hefur þróað undanfarin ár og hafði vakið vonir um að gæti hægt á framgangi Alzheimers-sjúkdómsins stóðst ekki stóra vísindalega rannsókn. Fyrirtækið segir niðurstöðuna vonbrigði. Meira »

Rista jarðrannsóknaáætlun NASA á hol

23.11. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA mun hætta öllum loftslagsrannsóknum þegar Donald Trump tekur við sem forseti, að sögn helsta ráðgjafa hans í málefnum stofnunarinnar. NASA eigi þess í stað aðeins að huga að könnun geimsins. Vísindamenn eru verulega uggandi yfir þeim áformum. Meira »