Snjallsíminn ekki góð barnfóstra

í fyrradag Töluvert er um að foreldrar nýti spjaldtölvur og snjallsíma sem barnfóstru til að hafa ofan af fyrir börnum og jafnvel dæmi um að börnum sé réttur snjallsími til að hafa ofan af fyrir þeim á meðan skipt er um bleyju. Sálfræðingurinn Catherine Steiner-Adair telur slíka skjánotkun ekki af hinu góða. Meira »

Áhætta samfara skjánotkun ungra barna

24.2. Hvorki snjallsíminn né spjaldtölvan eru heppileg leiktæki fyrir börn undir sex ár aldri, því of mikil skjánotkun getur hindrað börn í að öðlast fullan þroska, segir sálfræðingurinn dr. Catherine Steiner-Adair. Leikur í raunheimum er hins vegar besta leiðin fyrir að börn að þroska öll skynsvæði heilans. Meira »

Börnin þurfa að njóta vafans

23.2. Skólar ættu að sleppa því að nota þráðlaust net og láta landtenginguna duga segir Dariusz Leszczynski, prófessor við Helsinki-háskóla. Áhrif geislunarinnar hafi ekki verið nógsamlega rannsökuð til þessa og börnin verði að njóta vafans. Meira »

Háskólasamstarf fær styrk

23.2. Rannsóknarmiðstöð Háskólans í Reykjavík er einn 20 háskóla sem tekur þátt í samstarfsverkefnum í Suður Afríku, Filippseyjum og Indónesíu. Verkefnin fengu nýverið 240 milljón króna styrk frá ESB. Meira »

„Aldrei fundið neitt þessu líkt áður“

22.2. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir að uppgötvun sólkerfis með sjö reikistjörnum líkum jörðinni sé áhugaverð. „Þetta er með skemmtilegustu fjarreikistjörnu-uppgötvunum síðustu ára,“ segir hann. Meira »

Fundu sólkerfi með 7 reikistjörnum

22.2. Hópur stjörnufræðinga hefur fundið sólkerfi sjö reikistjarna á stærð við jörðina, þar af þrjár sem gætu haft fljótandi vatn á yfirborði sínu, í kringum stjörnuna Trappist-1. Meira »

Uppgötvun „utan okkar sólkerfis“

21.2. Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur boðað til ráðstefnu á morgun þar sem stofnunin hyggst greina frá uppgötvun varðandi plánetur í öðrum sólkerfum. NASA orðar það þannig að um sé að ræða uppgötvun „utan okkar sólkerfis“. Meira »

Hvernig ætlum við að kúka í geimnum?

19.2. Þegar geimfarar eru um borð í geimfari þar sem þeir geta andað að sér súrefni fara þeir á salernið þegar náttúran kallar. Þegar þeir þurfa að smella sér í geimbúninginn fyrir klukkustundalanga geimgöngu kemur sérstök fullorðinsbleyja í veg fyrir að allt fari út um allt. Meira »

Facebook geti myndað „hnattrænt samfélag“

16.2. Mark Zuckerberg, stofnandi samfélagsmiðilsins Facebook, segist sjá miðilinn fyrir sér sem afl til að byggja upp „hnattrænt samfélag“, á sama tíma og fólk missir trúna á það pólitíska kerfi sem sé ríkjandi. Meira »

Mikill meirihluti hefur áhyggjur af loftslagsmálum

16.2. Töluverður meirihluti Íslendinga hefur miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum á jörðinni, eða um 70%. Aðeins tæplega 7% segjast hafa litlar áhyggjur af loftslagsbreytingum á jörðinni en hartnær fjórðungur er þar á milli. Meira »

Eins og að pissa peningum

14.2. Vítamín koma að gagni sem meðferð við ákveðnum skorti en flestir þeirra sem taka fjölvítamín eru að greiða fyrir kostnaðarsöm þvaglát, segir forseti læknasamtaka Ástralíu (Australian Medical Association), Michael Gannon, í samtali við Guardian. Meira »

„Ekki búið að finna líf“

21.2. „Ég má ekki segja of mikið […] Ég er tengiliður ESO við Ísland og ESO er hluti af þessari uppgötvun svo ég er eiginlega bundinn trúnaði,“ segir Sævar Helgi Bragason, spurður um efni blaðamannafundar NASA, sem haldinn verður á morgun. Hann segir uppgötvunina merkilega en að ekki sé búið að finna líf á öðrum plánetum. Meira »

Segir skilið við 30 sekúndna auglýsingar

20.2. Frá og með næsta ári mun YouTube hætta að vera með 30 sekúndna auglýsingar sem notendur þurfa að horfa á. Talsmenn Google, sem á myndbandarásina, staðfestu þetta í samtali við þáttinn Newsround á BBC. Meira »

Foreldrar eyðileggi dúkkuna

17.2. Þýska fjarskiptaeftirlitið hefur ráðlagt foreldrum að eyðileggja svokallaðar Cayla-dúkkur þar sem tölvuþrjótar geta notað sér óöruggan bluetooth-búnað dúkkunnar til að hlusta á og tala við börnin. Meira »

D-vítamín „gæti komið í veg fyrir kvef“

16.2. D-vítamín gæti hlíft meira en 3 milljónum Breta við kvefi og flensu ár hvert samkvæmt nýrri rannsókn. Vítamínið er mikilvægt fyrir beinheilsu en hefur einnig hlutverki að gegna við eflingu ónæmiskerfisins. Meira »

Ekki eintómur dans á rósum að vinna heima

15.2. Að vinna utan skrifstofunnar getur minnkað ferðalög og truflun frá samstarfsfólki en það getur einnig haft slæmar afleiðingar s.s. að fá ekki yfirvinnu greidda, aukið streitu og valdið svefnleysi. Þetta er niðurstaða rannsóknar Vinnumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Of þreytt fyrir kynlíf

14.2. Kynlíf virðist vera aukaatriði þegar kemur að hjónabandi í Japan ef marka má nýja könnun þar í landi meðal hjóna. Í ljós kom að um það bil helmingur þeirra hafði ekki stundað kynlíf í meira en mánuð. Valentínusardagurinn er í dag. Meira »

Stálu lykilorðum þingmanna

13.2. Lykilorðum fleiri hundruð stjórnmálamanna og sendiráðunauta Noregs var lekið á netið eftir að hakkarar gerðu árás á samfélagsmiðla og upplýsingar sem geymdar eru í skýjum. Meira »

Tæknifyrirtækin gegn „fölskum fréttum“

11.2. Tæknifyrirtæki verða að gerast öflugri í að tækla „falskar fréttir“, segir Tim Cook, forstjóri Apple. „Við þurfum öll að skapa tæki til að draga úr magni falskra frétta,“ sagði hann í samtali við Daily Telegraph. Meira »

Enn stranda hvalir á Nýja-Sjálandi

11.2. Um 200 grindhvalir lágu eftir strandaðir þegar fjaraði við Farewell Spit í Golden Bay á Nýja-Sjálandi í dag. Ákveðið hefur verið að aðhafast ekkert varðandi strandið þar til birtir á ný, þar sem það þykir of áhættusamt að reyna að koma hvölunum á flot í myrkri. Meira »