Drekka nánast jafn mikið og karlar

Í gær, 06:29 Konur drekka álíka mikið og karlar í dag ólíkt því sem var fyrir einni öld. Þetta þýðir að vandamál tengd áfengisneyslu herja jafnt á konur, einkum ungar konur, og karla, svo sem áfengissýki og sjúkdómar tengdir ofneyslu áfengis. Hér skiptir miklu hversu auðvelt er að nálgast áfengi. Meira »

Styrkur koltvísýrings nær nýjum hæðum

í fyrradag Alþjóðaveðurfræðistofnunin segir að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hafi verið 400 milljónarhlutar að meðaltali á síðasta ári. Það hefur áður gerst í einstökum mánuðum á vissum svæðum en aldrei að ársmeðaltali. Ekki hefur verið eins mikið af lofttegundinni í lofthjúpnum í milljónir ára. Meira »

Hlaut ofsafengin endalok á Mars

í fyrradag Myndir bandaríska brautarfarsins MRO virðast staðfesta að evrópska lendingarfarið Schiaparelli hafi rekist á yfirborð Mars á meira en 300 kílómetra hraða á klukkustund og jafnvel sprungið. Schiaparelli átti að lenda mjúklega á miðvikudag til að undirbúa seinni hluta ExoMars-leiðangursins. Meira »

Sætir drykkir auka hættuna á sykursýki

21.10. Neysla meira en tveggja sætra drykkja á dag eykur verulega hættuna á sykursýki og skiptir þá engu hvort um er að ræða drykki sem innihalda sykur eða gervisætuefni. Meira »

Upplifa gúmmíhöndina sem sína eigin

20.10. Tilraunir með gervilim hafa afhjúpað hvernig heilinn ruglast við svokallaða „gúmmíhandar sjónhverfingu.“ Ítalskir vísindamenn framkvæmdu brelluna á hóp sjálfboðaliða til að komast að því hvernig hugurinn leggur mat á upplýsingar úr umhverfinu til að skapa líkamsvitund. Meira »

Misheppnuð lending á Mars

20.10. Lending evrópska lendingarfarsins Schiaparelli á Mars misheppnaðist. Allt bendir til þess að fallhlíf sem aðstoða átti farið við lendinguna hafi sleppt því of snemma. Þá er ekki talið að kveikt hafi verið nógu lengi á eldflaugum sem farið átti að nota til að stöðvast rétt yfir yfirborði Mars. Meira »

Marslending í beinni útsendingu

19.10. Áætlað er að evrópska lendingarfarið Schiaparelli lendi á yfirborði Mars skömmu fyrir kl. 15 að íslenskum tíma í dag. Hægt verður að fylgjast með lendingunni í beinni útsendingu á vef Evrópsku geimstofnunarinnar (ESA). Móðurfarið Trace Gas Orbiter kemst einnig á braut um reikistjörnuna í dag. Meira »

Sjáðu tvíbura „slást“ í móðurkviði

18.10. Mannslíkaminn er magnað fyrirbæri. En hvað er að gerast inni í honum frá degi til dags? Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá ýmsar athafnir daglegs lífs teknar með röntgengeislum og annars konar myndgreiningartækni. Meira »

Vill gægjugöt í stað glerveggja

17.10. Náttúrufræðingurinn David Attenborough hefur kallað eftir því að górillur í dýragörðum séu vistaðar bak við veggi með gægjugötum í stað glerveggja. Tilgangurinn er að standa vörð um einkalíf skepnunnar. Meira »

Fundu 175 tonna gimstein

15.10. Námuverkamenn í Búrma fundu heimsins verðmætasta jaði, 175 tonna stein af þessari fágætu steintegund. Í frétt Telegraph um málið segir að steinninn sé talinn 140 milljóna punda virði, um 19 milljarða íslenskra króna. Meira »

Banna Samsung Galaxy Note 7 í flugi

15.10. Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að banna farsíma af gerðinni Samsung Galaxy Note 7 í öllu farþegaflugi í lofthelgi Bandaríkjanna í kjölfar fleiri en eitt hundrað tilfella þar sem símar af þeirri gerð hafa ofhitnað og í sumum tilfellum valdið eigendum sínum meiðslum. Meira »

2016 nær örugglega hlýjast

19.10. Nær öruggt er nú talið að árið í ár verði það hlýjasta frá því að mælingar hófust eftir að staðfest var að síðasti mánuður var hlýjasti septembermánuður í sögunni. Ellefu af síðustu tólf mánuðum hafa nú sett hitamet fyrir þann tiltekna mánuð. Meira »

Fósturlátsgen fundið?

18.10. Vísindamenn segjast hafa fundið tengsl á milli stökkbreytinga í ákveðnu geni og aukinnar hættu á ítrekuðum fósturlátum. Uppgötvunin þykir boða von um betri greiningu og meðferð. Meira »

Nýtt met í kjarnasamrunatilraun

17.10. Vísindamenn við MIT-háskóla í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að þeir hefðu sett nýtt met í þrýstingi rafgass við tilraunir þeirra með kjarnasamruna. Mikill þrýstingur og hátt hitastig er lykilþáttur í að framleiða mikið magn hreinnar orku með því að láta kjarna frumeinda renna saman. Meira »

Fleiri hitaeiningar úr áfengi en gosi

17.10. Rannsóknir benda til þess að margar þjóðir innbyrði fleiri hitaeiningar í áfengum drykkjum heldur en gosdrykkjum. Það sé því vænlegra til árangurs í baráttunni við offitu að reyna að taka á áfengisneyslu en gosdrykkjaneyslu. Meira »

Misstu andann þegar myndirnar komu

15.10. Stjórnendur geimfarins Juno misstu andann þegar fyrstu myndirnar af Júpíter skiluðu sér til jarðar, að sögn Candice Hansen sem er yfir myndavél Juno. Hansen hefur verið í eldlínu könnunar sólkerfisins í tæpa fjóra áratugi og segir samfélag áhugamanna leika lykilhlutverk í vinnslu myndanna frá Juno. Meira »

Vatnajökull í sviðsljósi ESA

14.10. Gervihnattamynd af Vatnajökli þegar eldgosið í Holuhrauni var nýhafið er vikuleg mynd Evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) af jörðinni frá geimnum. Samþykkt var á Alþingi í gær að skoða aðild Íslands að stofnuninni. Meira »

Fjöldi vetrarbrauta stórlega vanmetinn

13.10. Stjörnufræðingar sem hafa farið yfir gögn Hubble-geimsjónaukans hafa komist að þeirri ályktun að fjöldi vetrarbrauta í hinum sýnilega alheimi hafi verið verulega vanáætlaður fram að þessu. Vetrarbrautirnar séu að minnsta kosti tífalt fleiri en áður hefur verið talið. Meira »

Aðild að geimstofnun til skoðunar

13.10. Íslensk stjórnvöld eiga að skoða fýsileika þess að Ísland gerist aðili að Evrópsku geimstofnuninni (ESA) eftir að afgerandi meirihluti þingmanna samþykkti þingsályktunartillögu þess efnis fyrir þinglok í dag. „Kannski förum við bara til stjarnanna,“ sagði þingmaður Pírata við umræður um tillöguna. Meira »

Sjaldséð jarðsetur á tunglinu

12.10. Hálfupplýst og bláleit skífa jarðarinnar hnígur til viðar á bak við myrk mánafjöll á mynd sem japanska geimfarið Kaguya tók í leiðangri sínum. Tunglið snýr alltaf sömu hliðinni að jörðinni og því er geimfar á braut um tunglið eina leiðin til að sjá jarðarupprás eða jarðsetur. Meira »