Áhugasamari um aðlaðandi vísindamenn

í fyrradag Fólk er áhugasamara um rannsóknir vísindamanna sem því þykir aðlaðandi, en finnst þeir samt sem áður ekki jafn hæfir og kollegar þeirra sem eru ekki jafn fallegir í útliti. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem birtar voru í fræðiritinu Proceedings of the National Academy of Sciences í dag. Meira »

Tölvuþrjótar með illa taminn trójuhest

17.5. Theódór Ragnar Gíslason, ráðgjafi í tölvuöryggismálum og meðstofnandi tölvuöryggisfyrirtækisins Syndis, telur mögulegt að tölvuþrjótarnir á bak við trójuhestinn Wannacry hafi sýkt mun fleiri tölvur en áætlun stóð til. Meira »

Frumgerð nýrrar ofurtölvu tilbúin

16.5. Tölvufyrirtækið Hewlett Packard Enterprise er skrefi nær því að ljúka við ofurtölvu sem kallast Vélin en hún hefur verið í undirbúningi frá árinu 2014. Meira »

Ekki fleiri smit vegna WannaCry

16.5. Póst- og fjarskiptastofnun höfðu klukkan 16.30 ekki borist fleiri staðfestar upplýsingar um tölvusýkingar af völdum WannaCry-vírussins frá því í morgun þegar ljóst var að tvær tölvur höfðu smitast hér á landi. Meira »

Óttast stafræn spellvirki á innviðum

16.5. Það kann að vera stutt í að ríki heims upplifi „alvarleg stafræn skemmdarverk“ sem geta leitt til „ringulreiðar og óspekta“. Við þessu varaði Rob Bertholee, yfirmaður njósnamála í Hollandi, á fundi um netöryggi í Haag í dag. Hrynji bankar eða samgöngukerfi þá geti það haft alvarlegar afleiðingar. Meira »

Tvö staðfest tilfelli um WannaCry

16.5. Netöryggissveitin CERT-ÍS hefur fengið tilkynningu frá einum þjónustuaðila hérlendis um tvö tilvik þar sem WannaCry-vírusinn hefur borist í tölvur viðskiptavina hans. Í hvorugu tilvikinu er um að ræða starfsemi sem telst til mikilvægra upplýsingainnviða samfélagsins. Meira »

Engar vísbendingar vegna WannaCry

15.5. Póst- og fjarskiptastofnun segir að engar staðfestar tilkynningar eða nýjar vísbendingar hafi borist í dag til netöryggissveitarinnar CERT-ÍS um sýkingar í tölvum hérlendis af völdum WannaCry-óværunnar. Meira »

Vísbendingar en ekkert staðfest

15.5. Póst- og fjarskiptastofnun hafa enn ekki borist neinar staðfestar tilkynningar um sýktar tölvur hér á landi vegna tölvuárásarinnar sem hófst á föstudaginn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stofnuninni en hundruð þúsunda tölva um allan heima hafa orðið fyrir barðinu á árásinni. Meira »

Virðast hafa sloppið fyrir horn

15.5. Evrópsk stjórnvöld og fyrirtæki virðast hafa sloppið við frekari áföll vegna tölvuárásarinnar sem hófst á föstudaginn og felst í því að gögnum á tölvum er læst með sérstökum hugbúnaði og eigendurnir síðan krafðir um greiðslu lausnargjalds í rafeyrinum bitcoin. Enn er þó talið of snemmt að fullyrða um það. Meira »

Hundruð þúsunda tölva sýktar í Kína

15.5. Hundruð þúsunda kínverskra tölva hjá tæplega 30.000 stofnunum, m.a. hjá ríkisstofnunum hafa orðið fyrir tölvuárásum að því er AFP-fréttastofan hefur eftir kínverskum hugbúnaðarframleiðanda. Litlar fréttir hafa annars enn borist frá Asíuríkjum af áhrifum netárásarinnar sem hófst á föstudag. Meira »

Verða að átta sig á alvarleika málsins

14.5. Stjórnvöld verða að átta sig á alvarleika málsins varðandi þær tölvuárásir sem voru gerðar á 150 ríki á föstudag. Þetta segja forsvarsmenn tæknifyrirtækisins Microsoft. Þeir segja enn fremur, að gríðarlegt tjón hafi orðið vegna veikleika sem er að finna í tölvuhugbúnaði hjá opinberum stofnunum. Meira »

Stendur N-Kórea fyrir netárásinni?

16.5. Netöryggissérfræðingar telja líkur á að netglæpasamtökin Lazarus Group kunni að standa á bak við netárásina sem hófst á föstudag. Ein kenningin gengur út frá því að yfirvöld í Norður-Kóreu tengist árásinni. Tölvu­veir­an hefur hrundið af stað bylgju gagnagíslatöku (e. ran­someware) sem nú gengur yfir heiminn. Meira »

Sýklalyfjaónæmi mun líklega aukast

15.5. Talið er að sýklalyfjaónæmi muni aukast hér á landi meðal annars vegna mikillar notkunar sýklalyfja hjá mönnum hér á landi. Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógn sem steðjar að lýðheilsu, matvælaöryggi og framþróun í heiminum í dag samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Meira »

Hafa ekkert heyrt um árásir

15.5. Hvorki Vodafone né Síminn hafa enn sem komið er allavega ekki fengið tilkynningar um að viðskiptavinur þeirra hafi orðið fyrir barðinu á tölvuárásinni sem hófst á föstudaginn. Þetta segja upplýsingafulltrúar fyrirtækjanna í samtali við mbl.is. Meira »

Staðan tekin um klukkan níu

15.5. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir í samtali við mbl.is að ekki liggi fyrir hvort einhverjar tilkynningar hafi borist um að fyrirtæki eða einstaklingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni sem hófst á föstudaginn. Meira »

Í viðbragðsstöðu vegna tölvuvíruss

15.5. Feikiútbreidd og öflug netárás var gerð um helgina í fjölda landa.   Meira »

Tölvan var mjög skrýtin

14.5. „Það kom eitt tilfelli inn á borð til okkar eftir klukkan fimm í dag, rétt eftir að ég fór af skrifstofunni. Það er ekki staðfest, en tiltekinn starfsmaður fyrirtækis hafði samband við okkur og sagði að tölvan hans væri mjög skrýtin. Hvað það þýðir vitum við að sjálfsögðu ekki,“ segir Hrafnkell V. Gíslason. Meira »

Toyota styður þróun fljúgandi bíla

14.5. Japanski bílaframleiðandinn Toyota tilkynnti að fyrirtækið hefði stutt við hóp verkfræðinga sem vinna að þróun fljúgandi bíla. Hingað til hefur verkefnið verið stutt áfram af hópfjármögnunarframlögum, en Toyota hefur nú bæst við í hóp styrktaraðila. Meira »

Opnið tölvupósta varlega í fyrramálið

14.5. Hvorki Síminn né Vodafone, stærstu internetþjónustufyrirtækin hér á landi, hafa fengið tilkynningar um hugsanlegar tölvuárásir frá viðskiptavinum sínum vegna bylgju gagnagíslatöku (e. ran­someware) sem gengur nú yfir heiminn, en árásin hefur náð til um 200 þúsund notenda í 150 löndum. Meira »

Windows 10 tölvur hafa ekki sýkst

14.5. Ekki hafa enn borist staðfestar upplýsingar um að bylgja gagnagíslatöku (e. ransomeware) árása sem nú gengur yfir heiminn hafi sýkt tölvur hér á landi. Tæknimenn fyrirtækja víða um land vinna nú hörðum höndum að fyrirbyggjandi aðgerðum áður en starfsfólk mætir til vinnu á morgun. Meira »