Slær loftslagsmálin út af borðinu

09:58 Donald Trump Bandaríkjaforseti mun í dag undirrita forsetatilskipun sem mun draga úr aðgerðum Bandaríkjamanna í loftslagsmálum í þágu þess að skapa störf, m.a. í kolaiðnaði. Tilskipunin mun ógilda a.m.k. sex tilskipanir Barack Obama sem miðuðu m.a. að því að draga úr kolefnislosun. Meira »

Yfir 500 mislingasmit

07:41 Yfir 500 manns greindust með mislinga í Evrópu í janúar, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO. Stofnunin lýsir yfir áhyggjum af fækkun bólusetninga. Meira »

Fundu risavaxið risaeðlufótspor

Í gær, 13:45 Stærsta fótspor risaeðlu sem hingað til hefur uppgötvast í norðvesturhluta Ástralíu nýverið. Sporið er um 1,75 metrar að lengd. Meira »

Brjóstagjöf hefur lítil áhrif til lengri tíma

Í gær, 12:21 Sýnt hefur verið fram á að brjóstagjöf hjálpar ungbörnum við að berjast gegn sýkingum og fyrirburum að vaxa og dafna en minna hefur verið vitað um langtímaáhrif. Ný rannsókn virðist hins vegar benda til þess að brjóstagjöf hafi lítil áhrif á vitsmunaþroska eða hegðun til lengri tíma litið. Meira »

Amazon auglýsir eftir íslenskum málfræðingi

í gær Risafyrirtækið Amazon hefur auglýst eftir íslenskum málfræðingi til starfa. Starfið felst í vinnu við Alexu, stafrænan aðstoðarmann Amazon, og er óskað eftir málfræðingum sem tala íslensku að móðurmáli, hafa góða þekkingu á hljóðfræði og hljóðkerfisfræði og eru vel að sér í forritun. Meira »

Vilja þróun á velferðartækni

25.3. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vilja að Norðurlöndin verði leiðandi í 5G tækni. Það gæti m.a. stuðlað að frekari þróun í velferðartækni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu þeirra. Meira »

Höfðu 80 risaeðluegg á brott með sér

20.3. Kínversk lögregluyfirvöld hafa handtekið mann sem er grunaður um að hafa stolið tugum steingerðra risaeðlueggja. Margra eggjanna virðist þó enn saknað. Meira »

Mikil spenna í forritunarkeppninni

19.3. Hin árlega Forritunarkeppni framhaldsskólanna fór fram í Háskólanum í Reykjavík í gær. Mikil spenna var í keppninni enda var aðsókn góð og mikill metnaður hjá mörgum liðanna sem höfðu undirbúið sig vel. Sigurliðið í efri styrkleikaflokki kom úr Tækniskólanum en í þeim neðri var það lið úr Flensborg. Meira »

Minni dýr vegna hlýnunar jarðar?

17.3. Stærð dýra gæti farið að minnka vegna hlýnunar jarðar að mati vísindamanna. Sú ályktun er dregin af rannsóknum sem sýna að stærð spendýra hafi dregist saman þegar hliðstæðar loftlagsbreytingar áttu sér stað fyrir rúmlega 50 milljón árum síðan. Meira »

Fundu heilastarfsemi eftir andlát

10.3. Ný rannsókn á vegum kanadískra lækna hefur sýnt fram á að heilastarfsemi getur haldið áfram í allt að 10 mínútur eftir að hjartað hættir að slá. Læknarnir vita ekki hver ástæðan fyrir starfseminni er en telja mjög ólíklegt að rekja megi niðurstöðurnar til mistaka þar sem allur búnaður sem notaður var við rannsóknina virkaði rétt. Meira »

Önnur dóttir hjá Zuckerberg og Chan

9.3. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, greindi frá því í dag að hann og eiginkona hans, Priscilla Chan, ættu von á dóttur. Þau eiga fyrir hina eins árs Maximu. Meira »

Miklar breytingar í hafinu

24.3. Breytingar í hafrænu umhverfi Norður-Atlantshafs hafa haft mikil áhrif á lífríkið í og við sjóinn. Þessar breytingar voru ræddar á alþjóðlegum þverfaglegum vinnufundi sem haldinn var í gær og í fyrradag í Öskju Háskóla Íslands. Meira »

Allir sjúklingarnir látnir

20.3. Allir sjúklingarnir sem ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini gerði plastbarkaaðgerð á á Karolinska sjúkrahúsinu eru látnir. Yesim Cetir, 26 ára, lést á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum en hún hefur dvalið á sjúkrahúsi allt frá því hún yfirgaf heimalandið, Tyrkland, árið 2012 til þess að fara í aðgerðina. Meira »

Jafngildi 40 getnaðarvarnapilla

19.3. Samkvæmt rannsóknum á 7. og 8. áratug síðustu aldar missti fjöldi kvenna sem tók lyfið Primodos fóstur eða eignaðist börn sem á vantaði útlimi eða þjáðust af heilaskemmdum og hjartasjúkdómum. Meira »

Google liggur niðri víða

17.3. Erfitt eða nær ómögulegt er að nota leitarvélina Google þessa stundina. Sömu sögu er að segja um YouTube. Samkvæmt vefnum Down Detector virðist sem vandamálið sé víða í Evrópu. Þá hefur fólk lent í vandræðum með að komast inn á Gmail. Meira »

Fornminjar í egypskum forarpytti

10.3. Fornleifafræðingar telja að styttur sem fundust í forarpytti í úthverfi Kaíró í vikunni séu yfir þrjú þúsund ára gamlar og séu af Ramses II faraóa sem ríkti yfir Egyptalandi 1279 til 1213 fyrir Krist. Meira »

Deyja vegna óheilbrigðs mataræðis

9.3. Um 400.000 Bandaríkjamenn deyja á ári hverju af orsökum sem rekja má til óheilbrigðs mataræðis. Vandamálið er tvíþætt; annars vegar að Bandaríkjamenn borða of mikið af söltum, feitum og sykruðum mat og hins vegar að þeir borða ekki nóg af ávöxtum, grænmeti og trefjum. Meira »

Missti 100 kg eftir aðgerðina

9.3. Egypsk kona sem er talin sú þyngsta í heimi hefur misst 100 kíló eftir að hafa farið í hjáveituaðgerð á Indlandi. Konan, sem ekki hafði farið út fyrir hússins dyr í aldarfjórðung, vó 500 kg fyrir aðgerðina. Meira »

Skutu nashyrning í dýragarði

7.3. Veiðiþjófar brutust inn í dýragarð í Frakklandi í nótt, skutu nashyrninginn Vince til bana og fjarlægðu stóra hornið hans með keðjusög. Þrjótarnir flúðu áður en þeim tókst að saga minna hornið af hræinu. Meira »

Facebook tilkynnti BBC til lögreglu

7.3. Samfélagsmiðillinn Facebook mætir nú gagnrýni fyrir það hvernig hann meðhöndlaði tilkynningar um kynferðislegar myndir af börnum á vefsíðunni. Meira »