Arnór með Norrköping í æfingaferð

10:57 Arnór Sigurðsson, ungur og efnilegur knattspyrnumaður úr ÍA, mun í næstu viku fara í æfingaferð með sænska úrvalsdeildarliðinu Norrköping. Arnór slæst þar í för með Íslendingunum Jóni Guðna Fjólusyni og Alfons Sampsted sem gekk til liðs við Norrköping um helgina. Þetta kemur fram í frétt á skagafrettir.is. Meira »

ÍA, Blikar, Fjölnir og FH unnu stórt

08:35 Sjö úrvalsdeildarlið karla voru á ferðinni í gær á vetrarmótununum í knattspyrnu þar sem Skagamenn, Blikar, Fjölnismenn og FH-ingar unnu stóra sigra. Meira »

Landsliðið með ungum aðdáendum á Akureyri

08:00 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er um helgina við æfingar á Akureyri og gáfu stelpurnar sér tíma til þess að sinna ungum aðdáendum sínum. Meira »

„Stefnan er sett alla leið“

í fyrradag „Þetta er mál sem er búið að vera í vinnslu í tvo, þrjá mánuði,“ sagði bakvörðurinn Alfons Sampsted við mbl.is, en hann gekk í dag í raðir sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping og skrifaði þar undir fjögurra ára samning. Meira »

Blikar selja Alfons til Svíþjóðar

í fyrradag Breiðablik hefur samþykkt tilboð frá sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping í bakvörðinn unga Alfons Sampsted. Þetta kemur fram á blikar.is, en Alfons hefur þegar skrifað undir samning við Svíana og heldur utan til æfinga með liðinu á sunnudaginn. Meira »

Skipta um forsíðumynd til stuðnings Þór/KA

í fyrradag Eins og ítarlega hefur verið greint frá hér á mbl.is birti KA yfirlýsingu á heimasíðu sinni um að endurnýja ekki samning við Þór um samstarf á sviði knattspyrnu og handknattleiks í kvennaflokki. Meira »

Hvetja Akureyringa að tala varlega

19.1. Það hefur vart farið framhjá mörgum íþróttaunnendum að samningur um samstarf KA og Þórs í knattspyrnu og handknattleik verður ekki endurnýjaður að frumkvæði KA. Meira »

Þór/KA saman í sumar – Farið í hart yfir peningamálum?

18.1. Ákveðið var á fundi leikmannaráðs Þórs/KA í kvöld að spila undir sameiginlegum merkjum félaganna á Íslandsmótinu í knattspyrnu sumar. Frekari endurskipulagning mun svo eiga sér stað í haust. Þetta staðfesti Nói Björnsson, formaður leikmannaráðs Þórs/KA, við mbl.is í kvöld. Meira »

„Ekki viss um að ég verði KA stelpa áfram“

18.1. „Vonsvikin, svo ofboðslega vonsvikin.“ Svona hefjast skrif Karenar Nóadóttur, fyrirliða Þórs/KA í knattspyrnu, þar sem hún tjáir sig um yf­ir­lýs­ingu KA að samn­ing­ur um sam­starf fé­lag­anna í kvenna­flokki yrði ekki end­ur­nýjaður Meira »

Fram og Afturelding saman með lið

í fyrradag Knattspyrnudeild Fram og knattspyrnudeild Aftureldingar hafa gert með sér samkomulag um að senda sameiginlegt lið til keppni í meistaraflokki kvenna á komandi leiktíð. Meira »

Blikar fá milljónir vegna Sverris

19.1. Knattspyrnudeild Breiðabliks hagnast vel vegna sölu belgíska félagsins Lokeren á landsliðsmiðverðinum Sverri Inga Ingasyni til Granada á Spáni. Meira »

Daði Bergsson heim í Þrótt

18.1. Daði Bergsson hefur undirritað tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt, Knattspyrnufélagið Þrótt. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins. Meira »

Erfið ákvörðun fyrir alla

18.1. „KA er bara það stór og fjölmennur klúbbur, að við teljum okkur vera með burði til þess að vera með lið í kvennaflokki,“ segir Eiríkur S. Jóhannsson, formaður knattspyrnudeildar KA, í samtali við mbl.is. Meira »