Viðar Ari á reynslu til Noregs

11:03 Viðar Ari Jónsson, leikmaður Fjölnis í knattspyrnu, er á leið til norska úrvalsdeildarliðsins Brann á reynslu.   Meira »

Breytingar á íslensku liðunum

09:25 Keppnistímabilið í íslensku knattspyrnunni er komið af stað en Lengjubikar kvenna hófst um fyrri helgi og síðasta föstudag voru fyrstu leikirnir í Lengjubikar karla. Mbl.is fylgist vel með þeim breytingum sem hafa orðið á liðunum frá síðasta tímabili og uppfærir öll félagaskipti liðanna í efstu deildum karla og kvenna. Meira »

Svíi í mark Grindavíkur

í gær Sænski markvörðurinn Malin Reuterwall er gengin til liðs við Grindvíkinga, nýliðana í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, en hún kemur til þeirra frá Umeå. Meira »

Orri til skoðunar hjá Vålerenga

í fyrradag Orri Sigurður Ómarsson, miðvörðurinn sterki í liði bikarmeistara Vals í knattspyrnu, er til skoðunar hjá norska úrvalsdeildarliðinu Vålerenga. Meira »

Naumt tap gegn Tékkum

í fyrradag U17 ára landslið kvenna í knattspyrnu tapaði fyrir Tékkum, 1:0, í fyrsta leik sínum á alþjóðlegu móti í Skotlandi í dag en mótið er haldið á vegum UEFA. Meira »

Valskonur á toppnum

19.2. Valskonur eru með sex stig á toppi A-deildar Lengjubikars kvenna í knattspyrnu eftir að önnur umferð var leikin um helgina en þær sóttu Þór/KA heim til Akureyrar og sigruðu 3:0 í Boganum. Meira »

KR og Selfoss skildu jöfn

19.2. KR og Selfoss gerðu 2:2 jafntefli í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag.   Meira »

Víkingar höfðu betur á Akureyri

18.2. Víkingur Reykjavík gerði góða ferð norður til Akureyrar en liðið sigraði KA 1:0 í fyrsta leik liðanna í riðli 1 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu. Viktor Örlygur Andrason skoraði sigurmarkið á 10. mínútu og þar við sat. Meira »

Skagamenn unnu í Vesturlandsslagnum

18.2. ÍA fór með sigur af hólmi, 3:2, þegar liðið mætti Víkingi Ólafsvík í fyrstu umferð í riðli 3 í riðlakeppni Lengjubikars karla í knattspyrnu í Akraneshöllinni í dag. Meira »

Leiknir hafði betur gegn Fylki

19.2. Leiknir frá Reykjavík vann 2:1 sigur á Fylki í seinni leik dagsins í Lengjubikar karla í knattspyrnu í Egilshöllinni.  Meira »

Ármann tryggði Þór sigur

19.2. Þór sigraði HK, 2:1, í fyrstu umferð Lengjubikars karla í knattspyrnu en liðin mættust í Boganum á Akureyri í gærkvöld.  Meira »

Markalaust hjá Stjörnunni og Breiðabliki

18.2. Stjarnan og Breiðablik gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust í fyrstu umferð í riðli 4 í riðlakeppni Lengjubikars karla í knattspyrnu í Fífunni í dag. Meira »

Víkingur þéttir raðirnar fyrir sumarið

18.2. Víkingur Reykjavíkur sem leikur í efstu deild karla í knattspyrnu hefur tryggt sér þjónustu tveggja leikmanna fyrir komandi átök. Annars vegar hefur serbneski miðjumaðurinn Milos Ozegovic samið við Fossvogsfélagið og hins vegar belgíski sóknartengiliðurinn Muhammed Mert. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Víkings í dag. Meira »