Samkomulag í höfn – Hollendingurinn tekur við Liverpool

Arne Slot tekur við Liverpool.
Arne Slot tekur við Liverpool. AFP/Maurice van Steen

Enska knattspyrnufélagið Liverpool og Feyenoord frá Hollandi hafa komist að samkomulagi þess efnis að knattspyrnustjórinn Arne Slot megi taka við Liverpool af Jürgen Klopp í sumar. 

The Athletic greinir frá að Feyenoord hafi samþykkt nýjasta tilboð Liverpool í hollenska stjórann. Slot hefur sjálfur viðurkennt að hann hafi áhuga á starfinu og nú er allt að verða klappað og klárt.  

Miðilinn gefur ekki upp kaupverð Liverpool, en Feyenoord hafnaði 9 milljón evra tilboði enska félagsins í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert