Áfrýjun Nottingham Forest hafnað

Nuno Espirito Santo og félagar í Nottingham Forest eru í …
Nuno Espirito Santo og félagar í Nottingham Forest eru í fallbaráttu. AFP/ JUSTIN TALLIS

Enska úrvalsdeildin hefur hafnað áfrýjun Nottingham Forest á stigafrádrætti sem félagið hlaut fyrir brot á fjármálareglum deildarinnar. Fjögur stig voru dregin af liðinu en liðið er í harðri fallbaráttu.

Rök félagsins voru þau að sjálfstæð rannsóknarnefnd, skipuð af ensku úrvalsdeildinni, hafi gert mistök þegar hún tók ekki til greina tekjur af leikmannasölu sem átti sér stað skömmu eftir að úttekt á fjármálum Nottingham lauk.

Niðurstaðan er því endanleg og Forest situr í 17. sæti, þremur stigum fyrir ofan Luton sem eru í fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert