Klopp ekki sá eini sem kveður á morgun

Roberto De Zerbi.
Roberto De Zerbi. AFP/Adrian Dennis

Roberto De Zerbi stýrir hans síðasta leik sem knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeild karla á morgun en hann er á förum frá félaginu.

De Zerbi hefur stýrt liðinu frá því í september 2022 og náði besta árangri liðsins í deildinni þegar Brighton lenti í sjötta sæti tímabilið 2022/23. Liðið komst svo í 16. liða úrslit í Evrópudeildinni á þessu tímabili.

Í tilkynningu liðsins stóð að þetta sé sameiginleg ákvörðun.

Brighton mætir Manchester United í lokaumferðinni á morgun og er með 48. stig í 10. sæti og getur ekki endað ofar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert