Kosningar 2016 Kosningar 2016 Kosningar 2016

Vill sætið sem Sigmundur skipar

12:55 Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sækist eftir því að leiða framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum 28. október. Meira »

Þór Saari tekur þátt í prófkjöri Pírata

08:43 Þór Saari, hagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, ætlar að taka þátt í prófkjöri Pírata sem fram fer síðar í mánuðinum.  Meira »

Flokkurinn hefur aldrei óttast kjósendur

í gær „Viðbrögð samstarfsflokka okkar við meintum trúnaðarbresti, sem var að vísu enginn í huga annars flokksformannsins og tók nokkra daga að verða til í huga hins, voru fráleit og ábyrgðarlaus gagnvart fólkinu í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til flokksmanna sinna. Meira »

Verður ekki afgreitt fyrir kosningar

í gær „Vegna andstöðu samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn og þingmanna VG fékkst málið ekki afgreitt í vor. Ég lagði því málið fram að nýju nú í september en úr þessu fæst það ekki afgreitt fyrir kosningar.“ Meira »

Segir dómgreind Katrínar hafa brjálast

í fyrradag „Það virðist nokkuð ljóst að VG og Sjálfstæðisflokkurinn ætla að gera einbeitta tilraun til þess að mynda ríkisstjórn eftir skyndikosningarnar í næsta mánuði. Það er út af fyrir sig ekkert heimskuleg hugmynd.“ Meira »

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst í dag

í fyrradag Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar mun hefjast hjá sýslumönnum og utanríkisþjónustunni í dag eða svo fljótt sem kostur er, í samræmi við XII. kafla laga um kosningar til Alþingis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Meira »

Flestir vilja VG í næstu stjórn

20.9. Meirihluti aðspurðra í nýrri skoðanakönnun Gallups vill sjá Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í þeirri ríkisstjórn sem tekur við völdum að loknum þingkosningunum 28. október í einni mynd eða annarri eða 57%. Meira »

Reyndu að mynda minnihlutastjórn

20.9. „Ég sagði við fjölmiðla á föstudaginn eftir að þetta allt gerðist að ég teldi ábyrgt að kanna aðrar leiðir til þess að mynda ríkisstjórn og ég lét á það reyna. Það kom hugsanlega til greina einhvers konar minnihlutastjórn sem hefði þá þurft á hlutleysi fleiri flokka að halda til þess að verja hana falli.“ Meira »

„Við höldum okkar striki“

19.9. „Við teljum að við höfum skýra málefnastöðu sem er mótvægi við stefnu fráfarandi ríkisstjórnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í samtali við mbl.is. Landsfundur Vinstri grænna fer fram 6.-8. október. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Guðfinna vill leiða í Reykjavík norður

19.9. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, ætlar að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Meira »

Eygló gefur ekki kost á sér

19.9. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Meira »

Með jafnt fylgi

19.9. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru með jafnt fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Hvor flokkur fengi um 23 prósent. Meira »

Langflestir vilja aftur inn á Alþingi

19.9. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra, sem nú sitja á þingi, gefur kost á sér til endurkjörs í alþingiskosningum 28. október næstkomandi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Kosningarnar í fyrra kostuðu 350 milljónir

19.9. Undirbúningur er þegar hafinn fyrir alþingiskosningarnar 28. október nk. og fer á fullt þegar dagsetning kjördags liggur fyrir, segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Meira »

Finnur til með öllum sem sitja á þingi

18.9. Fullt hús er á fundi Samfylkingarinnar í Gerðubergi þar sem flokksmenn ræða nú næstu skref og komandi alþingiskosningar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður, hyggst ekki bjóða sig fram í komandi kosningum og segist finna til með öllum sem sitja á þingi. Meira »

Erfitt að flýta landsfundi

18.9. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, telur að erfitt gæti reynst að flýta landsfundi flokksins. Breyttar aðstæður ríkja í stjórnmálum í landinu eftir að slitnaði upp úr ríkisstjórnarsamstarfinu. Meira »

Líklega hægt að kjósa á morgun

18.9. Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafa nú þegar borist fyrirspurnir vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfunda en kjósendur eiga rétt á að kjósa utan kjörfundar eftir að kosningarnar verða auglýstar í Stjórnartíðindum. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að hentugu húsnæði fyrir kjörstað. Meira »

Framboðsfrestur tæpur mánuður

18.9. Öll framboð skulu tilkynnt skriflega til yfirkjörstjórnar viðeigandi kjördæmis fyrir kl. 12 á hádegi 15 dögum fyrir kjördag samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis sem þýðir að stjórnmálaflokkar hafa tæpan mánuð til stefnu eða til 13. október næstkomandi. Meira »

Sjálfstæðisflokkur og VG með mest fylgi

18.9. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri hreyfingin – grænt framboð eru þeir flokkar sem njóta mests fylgis samkvæmt skoðanakönnun sem Zenter rannsóknir gerðu eftir að greint var frá stjórnarslitum í lok síðustu viku. Fylgi Viðreisnar mælist hins vegar 2,7% og fylgi Samfylkingar 9%. Meira »

Bjarni á Bessastaði klukkan 11

18.9. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mun eiga fund með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra á Bessastöðum kl. 11:00 í dag.  Meira »

Birgitta vill ekki kosningar

18.9. „Af hverju erum við að fara í kosningar eftir 45 daga? Hefur verið reynt til þrautar að mynda t.d. minnihlutastjórn? Munum við sjá miklar breytingar eftir kosningar?“ Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, á Pírataspjallinu á Facebook. Meira »