Fimmtán vilja sveitarstjórastöðuna

22.7. Fimmtán umsækjendur eru um stöðu sveitarstjóra í Húnavatnshreppi, en umsóknarfrestur rann út 7. júlí síðastliðinn. Flestir eru umsækjendur af höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Rannsaka minnkandi kjörsókn

14.7. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra undirritaði í dag samstarfssamning sem felur í sér rannsókn á kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum sem fóru fram í lok maímánaðar. Meira »

Ráðinn sveitarstjóri Grýtubakkahrepps

11.7. Þröstur Friðfinnsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Grýtubakkahrepps frá 1. ágúst nk. Hann segir það mikinn heiður en jafnframt áskorun að setjast í stól Guðnýjar Sverrisdóttur sem skilað hafi svo frábæru verki að eftir var tekið. Meira »

Ármann safnaði mestu fyrir prófkjör

8.7. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, er sá frambjóðandi sem fékk hæstu heildarframlögin frá einstaklingum og fyrirtækjum í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hinn 31. maí. Meira »

Stuðningur við Framsókn og Pírata dalar

1.7. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Flokkurinn mælist með 25,3% stuðning ef kosið væri til Alþingis nú. Stuðningur við Framsóknarflokkinn heldur áfram að dala en flokkurinn mælist með 12,7% stuðning. Meira »

Kröfu um ógildingu hafnað

30.6. Kröfum kæranda um ógildingu og endurtekningu á sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík sem fram fóru þann 31. maí síðastliðinn hefur verið hafnað samkvæmt úrskurði þriggja manna kjörnefndar sem fjallaði um kæruna, en sýslumaðurinn í Reykjavík skipaði nefndina. Meira »

Nýr meirihluti í Langanesbyggð

28.6. Skrifað var í gær undir málefnasamning um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Langanesbæjar.  Meira »

Auglýsa eftir bæjarstjóra

24.6. Reiknað er með að tillaga um að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra verði borin upp síðdegis í dag á fyrsta bæjarstjórnarfundi nýs meirihluta í Reykjanesbæ. Meira »

Jóhannes Haukur oddviti í Dalabyggð

20.6. Á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar Dalabyggðar þann 19. júní var Jóhannes Haukur Hauksson kosinn oddviti sveitarstjórnar til eins árs og Halla Sigríður Steinólfsdóttir varaoddviti. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Kona formaður bæjarráðs í fyrsta sinn

20.6. Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar Garðabæjar á kvenréttindadaginn 19. júní, var kona, Áslaug Hulda Jónsdóttir, kjörin formaður bæjarráðs Garðabæjar í fyrsta sinn. Meira »

Eva oddviti Árneshrepps

20.6. Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstýra á Hótel Djúpavík var kjörin sem nýr oddviti Árneshrepps á fyrsta fundi nýrrar hreppsnefndar í gær. Meira »

Konur skipa tvo þriðju hluta

19.6. Ný bæjarstjórn var kjörin á Akranesi í dag, 19. júní. Ingibjörg Pálmadóttir aldursforseti bæjarstjórnar setti 1192 fund bæjarstjórnar og stýrði kjöri forseta bæjarstjórnar. Sigríður Indriðadóttir var kjörin forseti bæjarstjórnar. Meira »

Eyþór kjörinn forseti bæjarstjórnar

19.6. Eyþór H. Ólafsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar sem haldinn var í gær. Varaforseti var kjörin Ninna Sif Svavarsdóttir en Unnur Þormóðsdóttir var kosin formaður bæjarráðs. Meira »

Bæjarráðið eingöngu skipað konum

19.6. Björn Ingi Jónsson var kosin nýr bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar á bæjarstjórnarfundi í gær. Björn Ingi er oddviti Sjálfstæðisflokksins, sem er í meirihlutasamstarfi við 3. Framboðið. Björn hefur setið í bæjarstjórn Hornafjarðar í 8 ár. Meira »

Langtímastefna um framtíð bæjarins

18.6. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar hafa gert með sér sáttmála um myndum meirihluta bæjarstjórnar, sem ber yfirskriftina Hafnarfjörður – horfir á móti sól. Hann var lagður fram á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fyrr í dag. Meira »

Páll Björgvin áfram bæjarstjóri

18.6. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum í gær að ráða Pál Björgvin Guðmundsson sem bæjarstjóra en hann hefur gegnt starfinu frá árinu 2010. Páll var áður fjármálastjóri sveitarfélagsins 2004-2008. Meira »