Guðni Ágústsson.

Guðni gefur ekki kost á sér

09:15 Guðni Ágústsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í næsta mánuði. Í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér þakkar hann það traust sem honum hafi verið sýnt úr ólíkum áttum í samfélaginu. Meira »
Líf Magneudóttir og Sóley Tómasdóttir kynntu áherslur Vinstri grænna í Reykjavík í dag.

Vinstri græn munu hugsa um börnin

Í gær, 17:17 „Áherslurnar eru róttækar og ábyrgar. Þær snúast um að jafna kjör, uppræta fátækt og vinna gegn síaukinni mismunun í samfélaginu. Það verður fyrst og fremst gert með því að koma til móts við börn og barnafjölskyldur,“ sagði Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, í Björnslundi í dag. Meira »

Segir niðurstöðuna liggja fyrir

Guðni Ágústsson
í gær Formaður Landssambands framsóknarkvenna segir að á morgun verði lagður fram listi með nafni Guðna Ágústssonar í oddvitasætinu í Reykjavík. Meira »

Vilja hækka frístundastyrk

Kópavogur.
í gær Stefnuskrá Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí var samþykkt á félagsfundi nýverið. Samfylkingin vill m.a. hækka frístundastyrki barna í bænum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira »

Hlín mun leiða Dögun á Akureyri

í gær Dögun hefur ákveðið að bjóða fram til bæjarstjórnar á Akureyri.Var þetta staðfest á fundi félagsmanna í gær.   Meira »

Ekki forsendur til að styðja Guðna

Guðrún Bryndís Karlsdóttir.
í fyrradag „Ég get ekki stutt mann sem ég þekki ekki. Ég get ekki stutt einhvern sem ekki hefur talað við mig og ekki boðið mér það að styðja sig. Ég geri það ekki úti í bláinn, ég hef engar forsendur til þess,” segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipar annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Meira »

Kjördæmasambandið styður Guðna

Guðni Ágústsson.
21.4. Kjördæmasamband Framsóknarflokksins í Reykjavík vill að Guðni Ágústsson leiði framboðslist flokksins í borginni fyrir kosningarnar sem fara fram í næsta mánuði. Guðni hefur notað páskana til að taka ákvörðun og ætlar að tilkynna hana á sumardaginn fyrsta, að því er sagði í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Ótrúleg tækifæri í skólamálum

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
17.4. Halldór Halldórsson kom nýr inn á sjónarsvið borgarmálanna í lok síðasta árs eftir að hafa verið bæjarstjóri á Ísafirði og síðar formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aðspurður hvaða mál brenni mest á Reykvíkingum segir hann það vera húsnæðismálin og skólamálin. Meira »

Hagræðing án blóðugs niðurskurðar

17.4. „Vinstri flokkarnir hafa verið of lengi við stjórn, alveg frá árinu 1994, að undanskyldu síðasta kjörtímabili og við teljum það vera margt sem þarf að bæta,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík. Meira »

Njörður leiðir í Hveragerði

16.4. Njörður Sigurðsson sagnfræðingur og sviðsstjóri á Þjóðskjalasafni Íslands skipar efsta sæti lista Samfylkingarinnar í Hveragerði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Meira »

Listi Bjartrar framtíðar í Árborg

Efstu sjö á lista Bjartrar framtíðar.
15.4. Framboðslisti Bjartrar framtíðar í Árborg til sveitarstjórnarkosninga í vor var samþykktur á opnum félagsfundi í gær.   Meira »

Björt framtíð býður fram í Snæfellsbæ

Sjö efstu á lista Bjartrar framtíðar í Snæfellsbæ.
21.4. Björt framtíð í Snæfellsbæ hefur ákveðið að bjóða fram lista til sveitarstjórnarkosninga í bæjarfélaginu þann 31.maí næstkomandi. Meira »

Sveinn Andri áfram í fótgönguliðinu

Sveinn Andri Sveinsson ætlar ekki að leiða nýjan flokk hægri sinnaðra Evrópusinna.
21.4. Fljótlega eftir páska verður boðað til óformlegs undirbúningsfundar fyrir stofnun nýs hægri framboðs Evrópusinna. Þessi vinna og mögulegt framboð verður ekki tengt við sveitarstjórnarkosningarnar, en tíðinda verður engu að síður að vænta núna í maí. Sveinn Andri Sveinsson útilokar að leiða hópinn. Meira »

Yngvi leiðir Á-listann í Rangárþingi ytra

Þessi hópur skipar efstu sex sæti Á-listans.
17.4. Ákveðið hefur verið hverjir skipa efstu sæti Á-listans í Rangárþingi ytra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Yngvi Karl Jónsson, forstöðumaður, mun leiða listann Meira »

Kynntu stefnu sína í Rimaskóla

Frá blaðamannafundi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í Rimaskóla í dag. Halldór Halldórsson
17.4. Í dag kynnti borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Halldór Halldórsson, og aðrir frambjóðendur flokksins stefnu sína fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í vor. Kynningin fór fram í Rimaskóla. Meira »

Framsókn með paralista í Hafnarfirði

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Hafnarfirði.
15.4. 11 konur og 11 karlar skipa framboðslista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði, sem samþykktur var á fjölmennum fundi fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í bænum. Ágúst Bjarni Garðarsson stjórnmálafræðingur leiðir listann en Eygló Harðardóttir velferðarráðherra skipar heiðurssæti listans. Meira »

Samfylking bætir við sig í borginni

Borgarstjórn Reykjavíkur.
15.4. Ef kosið yrði til borgarstjórnar nú segjast tæplega 28% myndu kjósa Samfylkinguna, ríflega 25% Sjálfstæðisflokkinn og rúmlega 24% Bjarta framtíð. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]