Kosningar 2014 Kosningar 2014 Kosningar 2014

Guðni með 59% fylgi

í fyrradag Guðni Th. Jóhannesson er með mest fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu eða 59%. Davíð Oddsson kemur næstur með 19% og þá Andri Snær Magnason með 15%. Meira »

Guðni með 57% fylgi

25.5. Davíð Oddsson nýtur stuðnings 22% kjósenda til embættis forseta Íslands samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Gallups sem gerð var fyrir stuðningsmenn Davíðs, en um 57% kjósenda vilja Guðna Th. Jóhannesson í embættið. Meira »

Guðni með 65% fylgi

25.5. Guðni Th. Jóhannesson heldur töluverðri forystu í nýrri könnun MMR, en hann mælist með 65,6% fylgi. Fylgi Davíðs Oddssonar mældist 18,1%. Fylgi Andra Snæs Magnasonar mældist 11,0% og fylgi Höllu Tómasdóttur 2,2%. Aðrir frambjóðendur mældust samanlagt með 3,0% fylgi. Meira »

Hrifinn af norræna módelinu

24.5. Andri Snær telur mikilvægt að forsetinn setji sér siðareglur. Þetta kom meðal annars fram þegar hann svaraði spurningum áhorfenda í beinni útsendingu á Facebook-síðu Nova í dag. Meira »

Fékk bréfið í morgun og íhugar að kæra

24.5. Í morgun fékk Magnús Ingberg Jónsson bréf þess efnis að ónægar undirskriftir hefðu borist kjörstjórn vegna framboðs hans til forseta Íslands. Því verður nafn hans ekki á kjörseðlinum þann 25. júní. Magnús er ósáttur við framkvæmd og upplýsingagjöf tengda undirskriftalistunum og íhugar að leita réttar síns. Meira »

Hver var Hildur í fyrra lífi?

23.5. Forsetaframbjóðandinn Hildur Þórðardóttir sat fyrir svörum í beinni útsendingu á Facebook Nova í dag. Fyrir hafa Halla Tómasdóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson svarað spurningum Facebook-notenda í beinni á vegum fyrirtækisins og hefur uppátækið mælst vel fyrir. Meira »

Ástþór kærir Láru Hönnu

22.5. Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, hefur lagt fram kæru á hendur Láru Hönnu Einarsdóttur, sem situr í stjórn Ríkisútvarpsins, vegna ummæla sem hún lét falla á Facebook-síðu sinni fyrr í þessum mánuði. Meira »

„Skemmtilegasti þáttur kosningabaráttunnar“

21.5. „Mér fannst hljóðið í fólki mjög gott. Ég kynnti mína sýn á embætti forseta íslands og hvernig ég telji að því skuli best gegnt,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi en hann hélt framboðsfund í tónlistarskólanum á Akranesi í dag. Meira »

„Bjartsýnin fer vaxandi“

21.5. „Þetta var kaffifundur á Hofi og góður andi og gott hljóð í mönnum. Það er vaxandi bjartsýni og áhugi hjá fólki,“ segir Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins, um framboðsfund sem hann hélt á Hofi á Akureyri í dag. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Kærir framkvæmd forsetakosninga

21.5. Magnús Ingberg Jónsson sem lýst hafði yfir forsetaframboði ætlar að ráðfæra sig við lögfræðing eftir helgi og kæra framkvæmd kosninganna. Hann náði ekki að skila inn tilskildum fjölda undirskrifta og var ekki veittur frestur þegar hann fór þess á leit við innanríkisráðuneytið í gær. Meira »

Á gott með að fylla fólk af krafti

20.5. Forsetaframbjóðandinn Halla Tómasdóttir sat fyrir svörum á Facebook-síðu Nova í dag, rétt eins og Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson hafa áður gert. Meira »

„Það geta ekki allir unnið“

20.5. Baldur Ágústsson segir skort á mannafla og íþyngjandi reglur um undirskriftir hafa þvælst fyrir framboði hans. „Ég hef ekki nærri nóg af meðmælendum og því kemur að sjálfu sér að ég lýsi því yfir að ég dreg mig hér með til baka. Því miður, svona fór þetta.“ Meira »

Síðustu forvöð fyrir frambjóðendur

20.5. Frestur til þess að skila inn meðmælendalistum og öðrum nauðsynlegum gögnum vegna forsetakosninganna rennur út á miðnætti. Fundað verður með frambjóðendum og umboðsmönnum þeirra á morgun þar sem kynnt verður hvaða framboð hafa borist. Allt að viku getur tekið að fara yfir og staðfesta gögnin. Meira »

Ísland fær ekki þýskan forseta

20.5. Benedikt Kristján Mewes verður ekki forseti Íslands. Hann hefur aðeins náð 100 undirskriftum en er þó enn í framboði, þar til kjörstjórn tilkynnir um annað. Hann hefði orðið fyrsti samkynhneigði forseti landsins, en jafnframt hefði þjóðerni hans ratað í sögubækurnar. Meira »

Guðni á pari við Davíð

19.5. Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, var í beinni útsendingu á Facebook-síðu Nova í dag en Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins, reið á vaðið í gær. Meira »

Margt breyst á skömmum tíma

19.5. Halla Tómasdóttir vill að Íslendingar lyfti sér upp úr þeim aðstæðum sem þeir eru í, horfi til framtíðar og byggi upp samfélag sem byggir á heiðarleika, réttlæti, virðingu og jafnrétti en hún er nú í framboði til embættis forseta Íslands. Meira »

27.000 horfðu á Davíð

18.5. Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins, svaraði spurningum kjósenda á nokkuð sérstakan hátt í dag en hann kom fram í beinni útsendingu á Facebook síðu Nova. Fleiri frambjóðendur munu mæta í beina útsendingu Nova á næstu dögum. Meira »

Leiði mannkynið úr styrjöldinni

18.5. Mörgum gæti þótt máltækið „Always a bridesmaid, never the bride“ eiga ágætlega við um forsetaframbjóðandann Ástþór Magnússon. Hann hefur boðið sig fram þrisvar sinnum á síðustu tuttugu árum. En þrátt fyrir afar takmarkaða velgengni er hann hvergi af baki dottinn. Meira »

Má forseti afsala sér launum?

18.5. Um helgina sagði Davíð Oddsson að hann hygðist afsala sér forsetalaunum yrði hann kosinn forseti. Í 9. grein stjórnarskrárinnar segir að laun forseta skuli ákveðin með lögum og óheimilt sé að lækka þau á kjörtímabili hans. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild HÍ segir ekkert banna forseta að afsala sér launum. Meira »

Finnst forsetinn skipta máli

18.5. Tveimur af hverjum þremur Íslendingum finnst forsetaembættið skipta máli ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Maskínu. Tæpum þriðjungi finnst embættið nauðsynlegt íslensku stjórnkerfi. Engu að síður vilja 12% leggja það niður og nærri því þriðjungi finnst embættið litlu skipta. Meira »

Hættur við Bessastaði, vill á þing

17.5. Magnús Ingi Magnús­son, veit­ingamaður, hefur dregið framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Hann segir frá þessu á Facebook síðu sinni og segist jafnframt vera tilbúinn að sitja á Alþingi. Meira »