Kosningar 2016 Kosningar 2016 Kosningar 2016

Lilja Dögg styður Sigmund Davíð

15:47 Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra styður Sigmund Davíð Gunnlaugsson til áframhaldandi formennsku en kosið verður á milli þeirra Sigmundar og Sigurðar Inga Jóhannssonar á flokksþingi Framsóknarflokksins næstu helgi. Meira »

Brigsl, svik og óheiðarleiki

13:45 Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir þá stöðu sem upp er komin í flokknum bestu leiðina til að tryggja að Framsóknarflokkurinn lifi ekki fram að 100 ára afmælinu. Færi svo yrði það alfarið á ábyrgð Sigurðar Inga Jóhannssonar varaformanns flokksins og forsætisráðherra. Meira »

Hefur ekki áhyggjur af Viðreisn

12:29 Viðreisn virðist ekki hafa áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins að mati Bjarna Benediktssonar heldur setur nýja framboðið frekar þak á það fylgi sem aðrir nýir flokkar geta fengið. Hann hafi minni áhyggjur af Viðreisn en ef fram væri kominn skýr valkostur við Sjálfstæðisflokkinn á vinstri vængnum. Meira »

Voru búin að ákveða að setja Sigmund af

11:32 Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var á leið frá Bessastöðum örlagaríkan þriðjudag í apríl, var þingflokkur Framsóknarmanna að taka ákvörðun um að setja forsætisráðherrann af og biðja varaformann flokksins og þingflokksformanninn að fara á fund Sjálfstæðismanna til að ræða áframhaldið. Meira »

„Aldrei, aldrei, aldrei“

Í gær, 19:29 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hyggst enn sækjast eftir endurkjöri sem formaður Framsóknarflokksins. Hann segir Sigurð Inga Jóhannsson, sem tilkynnti framboð sitt í gær, ekki hafa staðið við það sem talað var um þegar Sigurður tók við af Sigmundi sem forsætisráðherra. Meira »

Enginn maður er stærri en flokkurinn

í gær Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir Framsóknarflokkinn snúast um málefnin, gildin, vinnuna og lýðræðið en ekki fólk. „Ég er ekki stærri en flokkurinn, og enginn er stærri en flokkurinn,“ sagði Sigurður við framsóknarmenn á kjördæmisþingi Suðurkjördæmis í dag. Meira »

Sigurður Ingi fékk 100 prósent atkvæða

í gær Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra leiðir lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Þetta er niðurstaða kosningar á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi en það fer fram í dag á Hótel Selfossi. Kosið verður um efstu fimm sæti listans í dag. Meira »

Varfærnisleg viðbrögð þingmanna

í gær Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir í gærkvöldi að hann mundi bjóða sig fram til formanns á flokksþinginu sem haldið verður eftir viku, 1.-2. október. Meira »

Spáir stórsigri Sigmundar

í fyrradag „Ég styð allt lýðræði, hvort sem það er innan flokkanna eða í almennum kosningum,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, þegar Morgunblaðið náði í hana fyrir stundu til að leita álits hennar á framboðsyfirlýsingu Sigurðar Inga Jóhannssonar. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Sigmundur „ekkert hrópandi kátur“

í fyrradag Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hringdi í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, núverandi formann Framsóknarflokksins, áður en hann tilkynnti um formannsframboð sitt. Sigurður segist ekki vera að svíkja loforð og að farsælast sé að lægja öldurnar innan flokksins með lýðræðislegri kosningu. Meira »

Sigurður Ingi ætlar í formanninn

í fyrradag Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, hyggst gefa kost á sér í formannsembætti flokksins. Frá þessu greindi Sigurður í samtali við RÚV. Sveinbjörn Eyjólfsson hefur lýst yfir stuðningi við Sigurð Inga. Meira »

Bagalegt fyrir kjósendur

23.9. Nú hafa 114 manns greitt atkvæði utan kjörfundar fyrir alþingiskosningarnar í október. Atkvæðagreiðslan hófst á miðvikudag en sem fyrri ár er enn nokkuð í að framboðsfrestur renni út. Sviðsstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu segir fyrirkomulagið bagalegt fyrir kjósendur. Meira »

Umdeilt mál samþykkt á Alþingi

23.9. Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu um að Ísland gangist undir yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit ESB í gegnum Eftirlitsstofnun EFTA. Málið er afar umdeilt og hafa sérfræðingar haft efasemdir um að málið standist stjórnarskrá. Hart var deilt um málið á þingi áður en atkvæðagreiðsla hófst. Meira »

Listar Samfylkingarinnar í Reykjavík kynntir

23.9. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingismaður, skipar efsta sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður en Össur Skarphéðinsson, alþingismaður, leiðir lista flokksins í norður. Meira »

Kosningastjóri Pírata rekinn

23.9. Jóhann Kristjánsson, kosningastjóri Pírata, lét í gær af störfum. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, segir að ástæðan sé sú að ágreiningur hafi verið um framkvæmd kosningabaráttunnar. Meira »

Píratar og Sjálfstæðisflokkur hnífjafnir

22.9. Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast jafnir með 22,7% fylgi, þegar rúmur mánuður er til þingkosninga. Þetta er niðurstaða nýjustu könnunar MMR, sem kannaði fylgi stjórnmálaflokka á tímabilinu 12. til 19. september. Meira »

Listi Alþýðufylkingarinnar í Reykjavík norður

22.9. Alþýðufylkingin hefur kynnt framboðslista sinn í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir alþingiskosningarnar 2016.   Meira »

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis hefst á morgun

21.9. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst á morgun, 22. september, og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Meira »

Gylfi leiðir Viðreisn í Norðvesturkjördæmi

21.9. Stjórn Viðreisnar hefur staðfest framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 29. október næstkomandi. Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur leiðir listann sem er skipaður konum og körlum til jafns. Meira »

Vésteinn Valgarðsson leiðir listann

21.9. Vésteinn Valgarðsson sagnfræðingur mun leiða lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður vegna þingkosninganna í haust. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokknum. Meira »

Boðað til kosninga 29. október

20.9. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra tilkynnti við upphaf þingfundar á Alþingi í dag að þing verði rofið 29. október og boðað til kosninga sama dag. Sigurður Ingi las upp forsetabréf þessa efnis en hann fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, fyrr í dag. Meira »