Atvinnuauglýsingar

NORDISK ENERGIFORSKNING: SENIOR RÅDGIVER

GARÐLIST: VIÐGERÐARMAÐUR

BLIKKSMIÐJA ÁGÚSTAR GUÐJÓNSSONAR: BLIKKSMIÐUR - JÁRNSMIÐUR

Atvinna

Óskum eftir blikksmið - járnsmið eða vönum manni.

Blikksmiðja Ágústar Guðjónssonar ehf

Vesturbraut 14, 230 Reykjanesbæ.

agblikk@simnet.is


HAGSMUNASAMTÖK HEIMILANNA: STARFSMAÐUR STJÓRNAR

VELFERÐARRÁÐUNEYTIÐ: EMBÆTTI LANDLÆKNIS

vELFERÐARRÁÐUNEYTIÐ

Embætti landlæknis auglýst laust til umsóknar


Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti landlæknis. Um embætti landlæknis fer samkvæmt lögum nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu, lögum nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu og öðrum lögum eftir því sem við á.

Landlæknir er skipaður af heilbrigðisráðherra til fimm ára í senn að fengnu mati nefndar skv. 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu.

Umsækjendur um embætti landlæknis skulu hafa sérfræðimenntun í læknisfræði, þekkingu á sviði lýðheilsu og víðtæka reynslu eða menntun á sviði stjórnunar. Leitað er að einstaklingi með samskipta- og leiðtogahæfileika og góða þekkingu og reynslu af rekstri og stefnumótun. Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af stjórnunarstörfum innan heilbrigðisþjónustu.

Embætti landlæknis er undir yfirstjórn heilbrigðisráðherra og er meginmarkmið með starfrækslu þess að stuðla að heilbrigði landsmanna.

Landlæknir ber ábyrgð á því að embættið starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Hann ber jafnframt ábyrgð á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma embættisins sé í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.

Hlutverk landlæknis er m.a. eftirfarandi:


O Að veita ráðherra og öðrum stjórnvöldum, fagfólki og almenningi ráðgjöf og fræðslu um málefni á verksviði embættisins.


O Að annast forvarna- og heilsueflingarverkefni.


O Að efla lýðheilsustarf í samvinnu við aðra sem að þeim málum starfa og styðja við menntun á sviði lýðheilsu.

O Að vinna að gæðaþróun.

O Að hafa eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmönnum.

O Að hafa eftirlit með lyfjaávísunum og fylgjast með og stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun landsmanna.

O Að veita starfsleyfi til einstaklinga sem uppfylla skilyrði laga og reglugerða til notkunar starfsheita löggiltra heilbrigðisstétta.


O Að stuðla að því að menntun heilbrigðisstarfsmanna sé í samræmi við kröfur heilbrigðisþjónustunnar á hverjum tíma.


O Að sinna kvörtunum almennings vegna heilbrigðisþjónustu.

O Að bera ábyrgð á framkvæmd sóttvarna, sbr. sóttvarnalög.


O Að safna og vinna upplýsingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu.


O Að meta reglulega árangur af lýðheilsustarfi og bera hann saman við sett markmið.


O Að stuðla að rannsóknum á starfssviðum embættisins.


O Að sinna öðrum verkefnum sem honum eru falin samkvæmt lögum, stjórnvaldsfyrirmælum eða ákvörðun ráðherra.

Skipulag og verkaskipting stjórnsýslustofnana ráðuneytisins kann að koma til endurskoðunar á skipunar-tímanum, m.a. í þeim tilgangi að efla heilbrigðisþjónustu og forvarnir. Það kann að leiða til þess að breyting-ar verði gerðar á starfsemi embættisins. Lögð er áhersla á að landlæknir taki þátt í þeirri vinnu.

Skipað verður í embættið frá 1. janúar 2015. Um kjör landlæknis fer samkvæmt ákvörðun kjararáðs, sbr. lög nr. 47/2007, um kjararáð.

Ráðuneytið hvetur konur, jafnt sem karla, til að sækja um embættið.

Upplýsingar um starfið veita Anna Lilja Gunnarsdóttir ráðuneytisstjóri (postur@vel.is) og Margrét Björnsdóttir skrifstofustjóri (margret.bjornsdottir@vel.is) í síma 545 8100.

Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2014. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og

kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfylli hæfniskröfur fyrir starfið. Umsóknir skulu sendar til velferðarráðuneytisins, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 101

Reykjavík eða á netfangið postur@vel.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir.


HAGSTOFA ÍSLANDS: SÉRFRÆÐINGAR Í FYRIRTÆKJATÖLFRÆÐI

SJÁLFSBJARGARHEIMILI: STÖRF VIÐ AÐHLYNNINGU

HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS: EMBÆTTI HÆSTARÉTTARDÓMARA

Embætti hæstaréttardómara laust til setningar

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við Hæstarétt Íslands, til setningar meðan á leyfi skipaðs dómara stendur, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla. Meðan á setningu stendur nýtur sá sem hana hefur fengið sömu stöðu og skipaður dómari nema að því leyti sem leiðir af því að starfi hans er markaður ákveðinn tími, sbr. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla. Miðað er við að sett verði í embættið frá og með 1. janúar 2015 til og með 15. september 2017, eða hið fyrsta eftir að nefnd um hæfni dómara hefur lokið starfi sínu í samræmi við 4. gr. a laga um dómstóla nr. 15/1998 og reglur um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti nr. 620/2010. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs.

Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 4. gr., sbr. 3. mgr. 9. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Í samræmi við 4. gr. reglna nr. 620/2010 er áskilið að í umsókn komi fram upplýsingar um 1) núverandi starf,

2) menntun og framhaldsmenntun, 3) reynslu af dómstörfum, 4) reynslu af lögmannsstörfum, 5) reynslu af stjórnsýslustörfum, 6) reynslu af fræðistörfum, s.s. kennslu og öðrum akademískum störfum, og upplýsingar um útgefnar ritrýndar greinar og bækur, fræðilega fyrirlestra o.s.frv., 7) reynslu af stjórnun, 8) reynslu af öðrum aukastörfum sem nýtast dómaraefni, s.s. vinnu í tengslum við undirbúning lagasetningar o.fl., 9) upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni, 10) upplýsingar um andlegt atgervi og sjálfstæði í

vinnubrögðum, 11) upplýsingar um tvo fyrrverandi/núverandi samstarfsmenn/yfirmenn sem geta veitt dómnefnd bæði munnlega og skriflega upplýsingar um störf og samstarfshæfni umsækjanda, sbr. 5. mgr. 5. gr. reglna nr. 620/2010 og 12) aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir störf hæstaréttardómara.

Umsóknir óskast sendar til innanríkisráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 101 Reykjavík og á netfangið postur@irr.is. Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) afrit af prófskírteinum, 2) afrit dóma í munn-legum fluttum málum sem umsækjandi hefur samið atkvæði í síðustu 12 mánuði, 3) afrit af stefnu og

greinargerð í málum sem umsækjandi hefur samið og flutt munnlega síðustu 12 mánuði, 4) afrit af úrskurðum stjórnvalda sem umsækjandi hefur samið síðustu 12 mánuði og 5) útgefin fræðirit og ljósrit af tímaritsgreinum umsækjenda. Þess er óskað að þær tímaritsgreinar sem hafa verið ritrýndar verði auðkenndar. 6) Önnur gögn sem varpa ljósi á faglega færni umsækjanda til starfa sem hæstaréttardómari.

Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum er áskilið að umsækjendur gefi upp netfang sem

notað verður til að eiga samskipti við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um setningu liggur fyrir.

Umsóknir skulu berast innanríkisráðuneytinu eigi síðar en 13. október nk.

Innanríkisráðuneytinu,

25. september 2014


L'OCCITANE: SÖLUFÓLK

HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR: EMBÆTTI HÉRAÐSDÓMARA

Embætti héraðsdómara laust til setningar

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við héraðsdóm Reykjavíkur til setningar frá og með 1. janúar 2015 til og með 30. júní 2015, vegna leyfis skipaðs dómara. Dómsmálaráðherra setur í embættið að fenginni ábendingu dómstólaráðs, sbr. 2. mgr. 20. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998.
Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs.

Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 12. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Áskilið er að í umsókn komi fram upplýsingar um 1) núverandi starf, 2)menntun og framhaldsmenntun, 3) reynslu af dómstörfum, 4) reynslu af lögmannsstörfum, 5) reynslu af stjórnsýslustörfum, 6) reynslu af fræðistörfum, s.s. kennslu og öðrum akademískum störfum og upplýsingar um útgefnar ritrýndar greinar og bækur, fræðilega fyrirlestra o.s.frv., 7) reynslu af stjórnun, 8) reynslu af öðrum aukastörfum sem nýtast dómaraefni, s.s. vinnu í tengslum við undirbúning lagasetningar o.fl., 9) upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni, 10) upplýsingar um andlegt atgervi og sjálfstæði í vinnubrögðum og 11) upplýsingar um tvo fyrrverandi/núverandi yfirmenn/samstarfsmenn sem geta veitt bæði munnlega og skriflega upplýsingar um störf og samstarfshæfni umsækjanda og 12) aðrar upplýsingar sem varpað geti ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir störf héraðsdómara.

Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) afrit af prófskírteinum, 2) afrit dóma í munnlega fluttum málum sem umsækjandi hefur samið atkvæði í síðustu 12 mánuði, 3) afrit af stefnu og greinargerð í málum sem umsækjandi hefur samið og flutt munnlega síðustu 12 mánuði, 4) afrit af úrskurðum stjórnvalda sem umsækjandi hefur samið síðustu 12 mánuði og 5) útgefin fræðirit og ljósrit af tímaritsgreinum umsækjenda. Þess er óskað að þær tímaritsgreinar sem hafa verið ritrýndar verði auðkenndar. 6) Önnur gögn sem varpa ljósi á faglega færni umsækjanda til starfa sem héraðsdómari.

Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum, er áskilið að umsækjendur gefi upp netfang sem notað verður til að eiga samskipti við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um setningu liggur fyrir.

Umsóknir skulu berast innanríkisráðuneytinu, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík og í pósthólfið postur@irr.is, eigi síðar en 13. október 2014.

Innanríkisráðuneytinu,

25. september 2014.


RÍKISKAUP: GÆÐA-OG SKJALASTJÓRI

VALLASKÓLI SELFOSSI: KENNARI

Vallaskóli, Selfossi

Vegna forfalla er laus staða kennara til

afleysinga við námsver skólans.
Um tímabundna ráðningu er að ræða. Áhugasamir hafi samband við Guðbjart skólastjóra í síma 480 5800 eða á netfangið gudbjartur@vallaskoli.is.

Viðamiklar upplýsingar um skólann er að finna á slóðinni: www.vallaskoli.is

Umsóknarfrestur er til 10. október.


SKIPSTJÓRI ÓSKAST

Skipstjóri óskast

Óskað er eftir skipstjóra á togara sem er gerður út frá Grænlandi (stærð 901 Bt.)

Vinsamlegast sendið ferilskrá á netfang ar@apf.gl eða hringið í síma 897 4838.

Arnar Þór Ragnarsson.


VÍSIR HF GRINDAVÍK: MATRÁÐUR

Matráður

Auglýsum eftir matráði í nýtt mötuneyti Vísis hf í Miðgarði 3, Grindavík.

Við leitum að starfsmanni sem hefur reynslu af matreiðslu í stóreldhúsi, hefur skipulagshæfileika og er sjálfstæður í vinnubrögðum.

Við höfum áhuga á að fá til liðs við okkur jákvæðan starfsmann sem býr yfir góðum hæfileikum í mannlegum samskiptum.

Helstu verkefni starfsmanns eru matseld og innkaup.

Launakjör samkvæmt kjarasamningi SA og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 3. október.

Frekari upplýsingar hjá Ingólfi Hjaltalín í
síma 856 5754, einnig hægt að senda tölvu-póst á netfang ingi@visirhf.is


VÉLSTJÓRI ÓSKAST

Vélstjóri óskast

Óskað er eftir vélstjóra á línubát sem er gerður út frá Grænlandi (vélarstærð 750 KW).

Vinsamlegast sendið ferilskrá á netfang ar@apf.gl eða hringið í síma 897 4838.

Arnar Þór Ragnarsson.