Atvinnuauglýsingar

LÖGFRÆÐINGURSÝSLUMAÐURINN Á VESTURLANDI

Lögfræðingur

Sýslumaðurinn á Vesturlandi auglýsir lausa til umsóknar stöðu lögfræðings á sviði gjafsóknarmála.

Á grundvelli samnings við innanríkisráðuneyt-ið tekur Sýslumaðurinn á Vesturlandi að sér frá 1. janúar 2015 þjónustu við gjafsóknarnefnd. Í því felst m.a. að annast öll samskipti við ráðu-neyti vegna gjafsóknarmála, taka á móti og skrá umsóknir um gjafsókn sem sendar eru nefndinni til umsagnar, fara yfir málsgögn og undirbúa umsagnir sem lagðar eru fyrir fundi nefndarinn-ar og frágangur þeirra að fundi loknum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

O  Embættiseða meistaraprófi í lögfræði

O  Gott vald á íslensku í ræðu og riti og ensku

O  Kunnátta í einu Norðurlandatungumáli kostur

O  Þekking á verkefnasviði gjafsóknarnefndar eða sambærilegum verkefnum

O  Þekking og reynsla í stjórnsýslu ríkisins, sérstaklega verður horft til reynslu sem tengist verkefnum og stjórnsýslu sýslu-manna

O  Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt sem og í hópi

O  Þjónustulund, jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum

O  Metnaður og skipulagshæfileikar

Helstu verkefni:

Auk þeirra verkefna sem nefnd eru hér að ofan felst í starfi lögfræðingsins:

O  Að sitja fundi nefndarinnar og bóka þá

O  Að undirbúa umsagnir nefndarinnar og ganga frá þeim í samræmi við ákvarðanir hennar

O  Að annast gerð ársskýrslu nefndarinnar og halda utan um tölfræði um afgreiðslur

      nefndarinnar

O  Önnur verkefni lögfræðings, á skrifstofu sýslumanns, sem honum kunna að vera

     falin

Um fullt starf er að ræða. Laun greiðast sam-kvæmt kjarasamningi BHM og fjármálaráðherra.

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um auglýst starf.

Embætti Sýslumannsins á Vesturland tekur formlega til starfa 1. janúar 2015 þegar lög

um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, nr. 50/2014, öðlast gildi. Embættið verður til með sameiningu sýslumannshluta núverandi sýslumannsembætta á Akranesi, í Borgarnesi, sýslumanns Snæfellinga og sýslu-mannsins í Búðardal. Starf lögfræðings á sviði gjafsóknarmála verður unnið á aðalskrifstofu Sýslumannsins á Vesturlandi.

Flutningur á umsýslu og þjónustu við gjaf-sóknarnefnd úr innanríkisráðuneyti til Sýslu-mannsins á Vesturlandi er í samræmi við bráðabirgðaákvæði III í lögum nr. 50/2014 um aðgerðaráætlun fyrir Stjórnarráðið, þar sem afmörkuð skulu þau stjórnsýsluverkefni ráðu-neyta og undirstofnana þeirra, sem talið er ákjósanlegt að flutt verði til embætta sýslu-manna. Einnig er flutningurinn í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 22. maí 2013.

Nánari upplýsingar um gjafsóknarnefnd er að finna á heimasíðu innanríkisráðuneytisins, www.irr.is.

Nánari upplýsingar veitir Ólafur K. Ólafsson, verðandi sýslumaður á Vesturlandi, í síma 430-4100.

Umsóknarfrestur er til 5. janúar 2015. Umsóknum má skila rafrænt á netfangið oko@syslumenn.is eða senda þær á Borgarbraut 2, 340 Stykkishólmi.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.


ICELANDAIR

Hagvangur

STARFSMAÐUR Í MÖTUNEYTI

INTELLECTA

BIFVÉLAVIRKI Á VERKSTÆÐI SUZUKI

VIÐSKIPTABLAÐAMAÐUR

BÍLSTJÓRAR

Bílstjórar

Vanir bílstjórar óskast strax á búkollur og vörubíla á höfuðborgarsvæðinu.

Reglusemi og stundvísi skilyrði.

Áhugasamir sendið inn umsókn með ferilskrá

á netfangið: anna@gtv.is

GT hreinsun ehf.


Icelandair: Framkvæmdastjóri framleiðslusviðs Icelandair