Renault Scenic Evrópubíll ársins

Rafbíllinn Renault Scenic E-TEC er Evrópubíll ársins.
Rafbíllinn Renault Scenic E-TEC er Evrópubíll ársins.

Rafbíllinn Renault Scenic E-TECH var valinn Evrópubíll ársins í morgun á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf í Sviss. Samkvæmt tilkynningu frá BL hlaut Renault Scenic E-TECH afgerandi sigur með 329 stigum. Í öðru sæti varð BMW i5 Series.

„Þessi nýi rafbíll frá Renault, sem er væntanlegur til BL snemma í vor, er 100% rafknúinn, 170 til 220 hestöfl, eftir útfærslum, og með 625 km drægni samkvæmt staðli WLTP. Gott farangurspláss, eða 545 lítrar og enn meira séu sætisbökin aftur í lögð fram. Rúmgóður fjölskyldubíll, hlaðinn þægindum og nýjustu tækni,“ segir í tilkynningu BL.

mbl.is