Hið fræga Punk-Instagram tré til sölu

Á Instagram-síðu veitingastaðarins Punk er hið fræga Punk-Instagram tré auglýst …
Á Instagram-síðu veitingastaðarins Punk er hið fræga Punk-Instagram tré auglýst til sölu og hefur það vakið mikla athygli fylgjenda. Sigurður Laufdal einn eiganda Punk segir tréð þurfi að víkja fyrir nýjum stað. Samsett mynd

Á Instagram-síðu veitingastaðarins Punk er hið fræga Punk-Instagram tré auglýst til sölu og hefur það vakið mikla athygli fylgjenda. Tréð hefur prýdd veitingastaðinn frá byrjun og hefur vakið mikla lukku hjá gestum, er einskonar kennileiti staðarins og aðalstaðurinn fyrir myndatökur.

Instagram-tréð hefur notið mikilla vinsælda og hefur verið kennileiti fyrir …
Instagram-tréð hefur notið mikilla vinsælda og hefur verið kennileiti fyrir staðinn og vinsælt í bakgrunn fyrir myndatökur. Ljósmynd/Instagram

Tréð víkur og nýr veitingastaður opnar brátt

Einn eiganda staðarins, Punk, er Sig­urður Laufdal, alla jafna kallaður Siggi Lauf, einn besti matreiðslumaður landsins og jafnframt einn eiganda veitingastaðarins OTO sem nýtur mikill vinsælda og heillaði meðal annars Michelin-stjörnukokkinn Gordon Ramsay upp úr skólnum segir ástæðuna vera að nú séu að fara í hönd framkvæmdir innanhúss og nýr staður muni opna von bráðar. „Það mun opna nýr veitingastaður hér í maí og því miður þarf tréð vinsæla að víkja,“ segir Sigurður og bætir við að hann ásamt meðeiganda sínum, séu að opna nýjan veitingastað þarna og staðnum verði breytt.

Er þetta síðasta tækifæri fyrir aðdáendur Punk að kveðja staðinn?

„Já, því miður, Punk verður allur eftir þessa viku, þetta er því seinasta vika Punk í rekstri um að gera fyrir aðdáendur veitingastaðarins Punk að koma í seinasta skipti og kveðja með reisn við tréð,“ segir Sigurður og bætir við: „Og til að taka mynd af sér við hið fræga tré.“

Astra sögulegt nafn tengt barnum á Grillinu

Segðu okkur frá nýja staðnum sem mun opna í maí.

„Staðurinn mun bera heitið Amber & Astra, Amber mun standa fyrir veitingastaðinn og Astra fyrir kokteilbarinn, það er sem sagt stór og huggulegur bar inn á staðnum sem verður tilvalið að koma í fordrykk eða jafnvel einungis til að koma á barinn þar sem verður boðið upp á framúrskarandi kokteila,“ segir Sigurður jafnframt.

Hver er sagan bak við nöfnin?

„Hugmyndin af nafninu Amber kemur frá steingerðinni raf sem er notast við í skartgripi og er ákveðinn innblástur í hönnun staðarins sem mun líka verða innblástur í nákominni framtíð staðarins. Astra kemur svo frá þeim tímum sem ég var yfirkokkur á Grillinu á Hótel sögu, barinn á Grillinu hét Astra og naut mikilla vinsælda hér áður fyrr, Mér fannst það eiga vel við þar sem að barinn er tignarlegur og sígildur í útliti.“

Franskur innblástur í forgrunni

Aðspurður segir Sigurður að veitingastaðurinn verði með frönsku ívafi sem mun vera opinn öll kvöld í vikunnar og bjóða upp á bröns um helgar. Einnig verði opið í  hádeginu fimmtudögum og föstudögum.

Hvað varðar áherslur í matargerðinni langar Sigurði að vera með franska matargerð í forgrunni. „Hingað til þegar ég hef verið spurður þá hef ég sagt „mostly french inspired”“ sem gefur smá andrými til að vinna með franska matargerð en á sama tíma að þurfa kannski ekki heldur að taka því of alvarlega,“ segir Sigurður og brosir.

„En það verður mikið gert út á kolagrillaðar steikur og humar, klassíska franska eftirrétti, góð salöt, krækling með frönskum eða „moules frites“, gæða vín og kokteila. Þannig að þetta verður veitingastaður með klassísku ívafi sem ætti að henta sem flestum, svo ég tali nú ekki um ef að fólk er á leiðinni í Þjóðleikhúsið eða vill koma með fjölskylduna í bröns að þá ætti þessi staður að henta einstaklega vel.“

Sigurður Laufdal matreiðslumaður og einn eigenda Punk ásamt yfirkokkinum Carl …
Sigurður Laufdal matreiðslumaður og einn eigenda Punk ásamt yfirkokkinum Carl Kristian Frederiksen. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýi yfirkokkurinn reynslumikill matreiðslumaður

Mannauðurinn verður framúrskarandi og nýr yfirkokkur hefur gengið til liðs við Sigurð og félaga hans. „Við erum heppin að hafa fengið til liðs við okkur Danann Carl Kristian Frederiksen sem hefur verið búsettur hér um tíð en hefur þar á undan verið í New York, reynslumikill matreiðslumaður sem á gífurlega mikinn og stóran feril að baki, hefur meðal annars starfað á Michelin-stjörnu veitingastaðnum Dill,  Estela og Acme í New York, Aamann´s og Nimb í Kaupmannahöfn svo fátt sé nefnt. Hann var einnig yfir eldhúsinu á Nostra sem var um tíma vinsæll hjá okkur Íslendingum. Þannig ég er gífurlega spenntur að sjá hvernig Carl mun takast á við þetta verkefni þar sem að hann lærir í frönsku klassísku eldhúsi í Kaupmannahöfn og dreymir um að opna stað eins og Amber.“

Carl Kristian Frederiksen yfirkokkurinn lærði í frönsku klassísku eldhúsi í …
Carl Kristian Frederiksen yfirkokkurinn lærði í frönsku klassísku eldhúsi í Kaupmannahöfn og dreymir um að opna stað eins og Amber. Loksins er draumurinn að rætast. mbl.is/Kristinn Magnússon


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert