Gordon Ramsay hrósaði matnum á OTO

Stjörnukokkurinn og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay í góðum félagsskap með Sigurði …
Stjörnukokkurinn og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay í góðum félagsskap með Sigurði Laufdal eiganda veitingastaðarins OTO. Ljósmynd/Aðsend

Michelin-kokkurinn og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay, einn þekktasti matreiðslumaður heims er staddur á Íslandi þessa dagana og mætti ásamt fylgdarliði á veitingastaðinn OTO á Hverfisgötu. Maðurinn á bak við veitingastaðinn er landsliðskokkurinn og matreiðslumaðurinn Sigurður Laufdal sem hefur bæði unnið til verðlauna á matreiðslukeppnum hér heima og erlendis og hefur unnið sem sous chef á einum þekktasta veitingastað heims Geranium í Kaupmannahöfn. 

Gordon sparaði ekki hrósið fyrir matargerðina og þjónustuna sem hann og fylgdarlið hans fengu. Hann mæti í eldhúsið til Sigurðar og hældi matnum hástert. Gordon bókaði borð fyrir átta manns þar sem hann og hans fólk nutu eftirminnilegrar matarupplifunar og framúrskarandi þjónustu að sögn Gordons.

Gordon Ramsay sparaði ekki hrósið fyrir matargerðina og þjónustuna á …
Gordon Ramsay sparaði ekki hrósið fyrir matargerðina og þjónustuna á OTO og var alsæll með teymið á staðnum. Ljósmynd/Aðsend

Bókaði borð fyrir átta manns

„Gordon kom inn á staðinn með félögum sínum til að staldra við í lengri tíma og bókaði borð fyrir átta manns og var spenntur fyrir að prófa,“ segir Sigurður og var að vonum ánægður með heimsókn Gordons.

Hvað valdi Gordon af matseðlinum hjá ykkur?

„Hann valdi nauta flanksteikina, bikíniréttinn okkar vinsæla, lamb, tagliatelle, hörpuskel og svo sítrónu í eftirrétt. Allt réttir sem hafa notið mikilla vinsælda og hver með sína sérstöðu.“

Hvað hafði Gordon um matarupplifunina að segja?

„Hann kom inn í eldhús óumbeðinn og þakkaði fyrir sig og hrósaði bæði matnum og þjónustu hástert.“

Hvernig tilfinning er að fá hrós frá Gordon Ramsay?

Gordon er þekktasti matreiðslumaður heims þannig það er smá súrrealískt að fá svona hrós frá honum. Við erum aðdáendur hans og höfum fylgt honum á samfélagsmiðlum. Einnig höfum við horft á þættina hans og berum mikla virðingu fyrir því sem hann er að gera í matargeiranum.

Nú er OTO splunkunýr veitingastaður og opnaði í lok apríl. Hvernig hafa viðtökurnar verið?

Viðtökur hingað til hafa verið mjög góðar og erum nú þegar komnir með okkar fastagesti sem er afar ánægjulegt. Einnig vann yfirbarþjóninn okkar til verðlauna fyrir besta kokteilinn og starfsteymið hér er draumateymi.“ 

Hverjir sækja staðinn helst, eru það heimamenn og ferðamenn jafnt?

Hingað til hafa það verið fyrst og fremst heimamenn og Gordon Ramsay og fylgdarlið. Við erum það nýr staður að ég held að ferðamenn hreinlega viti ekki af okkur enn sem komið er og Íslendingar kannski aðeins búnir að heyra af okkur,“ segir Sigurður og hlakkar til að fá fleiri nýja gesti og töfra fram fyrir þá kræsingar úr eldhúsinu þar sem töfrarnir gerast.

Sítrónan á OTO hefur notið mikilla vinsælda og Gordon fékk …
Sítrónan á OTO hefur notið mikilla vinsælda og Gordon fékk sér hana í eftirrétt og dásamaði réttinn. Ljósmynd/Aðsend
Einn af réttunum sem töfraði Gordon upp úr skónum.
Einn af réttunum sem töfraði Gordon upp úr skónum. Ljósmynd/Aðsend
Veitingastaðurinn er stílhreinn og hefur hlotið mikið lof fyrir umgjörðina.
Veitingastaðurinn er stílhreinn og hefur hlotið mikið lof fyrir umgjörðina. Ljósmynd/Aðsend
Gordon gaf sér góðan tíma til að smakka nokkra vel …
Gordon gaf sér góðan tíma til að smakka nokkra vel valda rétti á matseðlinum og njóta. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert