Leyndardómurinn bak við vinningskokteilinn 

Darri Már Magnússon barþjónn kom, sá og sigraði barþjónakeppnina Rumble …
Darri Már Magnússon barþjónn kom, sá og sigraði barþjónakeppnina Rumble in the Jungle með kokteilnum BahamaBanana. mbl.is/Hákon Pálsson

Eins og fram kom á vef mbl.is í dag fór Darri Már Magnússon með sigur úr býtum í barþjónakeppninni Rumble in the Jungle sem haldin var á kokteilstaðnum Jungle á dögunum. Jungel stóð fyrir keppninni í samstarfi við Jack Daniel‘s. Þetta er þriðja skiptið sem keppnin er haldin og hátt í 50 barþjónar sendu inn uppskriftir til að taka þátt. Darri Már töfraði fram kokteilinn BahamaBanana sem dómarnir kolféllu fyrir. Matarvefurinn fékk Darra Má til að svipta hulunni af uppskriftinni að sigurkokteilnum og deila með lesendum.

Darri Már er yfirbarþjónn á OTO veitingastaðnum sem opnaði fyrir um það bil tveimur mánuðum síðan á Hverfisgötunni. „Ég þróaði og bjó til drykkjarseðilinn á staðnum og sé um allt sem er tengt barnum og þess sem ég galdra fram drykki fyrir matargesti,“ segir Darri Már sem hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu sem barþjónn.

Darri Már Magnússon yfirbarþjónn á OTO veitingastaðnum hefur ástríðu fyrir …
Darri Már Magnússon yfirbarþjónn á OTO veitingastaðnum hefur ástríðu fyrir starfinu sínu og elskar að útbúa góða drykki fyrir gesti sína. mbl.is/Hákon Pálsson

Góð hráefni og mikil ást

Aðspurður segist Darri vera áhugasamur um að þróa og búa til ljúffenga kokteila sem hitta í mark. „Í ár snerist keppnin um að gera sumarlegan kokteil með Jack Daniel’s viskí. Þemað í keppninni var sumarkokteill svo ég ákvað að gera kokteil með tropical bragði og búbblum. Eins og fram hefur komið heitir sigurkokteillinn BahamaBanana og er með banana, kókos, sherry og sódavatni.“

Hver er galdurinn bak við að gera góðan kokteil?

„Góð hráefni og mikil ást.“

Hvenær ákvaðst þú að vera barþjónn, hefur ávallt blundað í þér að blanda góða drykki fyrir gesti og gangandi?

„Ég byrjaði á því að vinna sem þjónn fyrir um það bil 5 árum síðan og var að vinna með mjög flottum barþjónum á þeim tíma og þannig fékk ég áhuga fyrir barnum, byrjaði síðan að taka vaktir hér og þar fyrir um það bil þremur árum síðan.“

Nú vinnur þú á veitingastaðnum OTO, hver er sérstaðan ykkar þegar kemur að drykkjarseðlinum?

„Ég reyni að fylgjast með því sem er að gerast nýtt í kokteilaheiminum bæði hér á landi og úti, nýjar aðferðir og skemmtileg brögð. Svo reyni ég að breyta drykkjarseðlinum oft og koma með eitthvað nýtt og ekki að vera alltaf með sömu drykki.“

Hvað er vinsælasti drykkurinn hjá ykkur?

„Það er Ume, hann er með rommi, plómusírópi, granateplasírópi og lime safa.“

Darri Már sviptir hér leyndarmálinu bak við vinningskokteilinn BahamaBanaBanana sem er sumarkokteillinn í ár á OTO og verður hægt að fá kokteilinn þar að minnsta kosti út júlímánuð. Drykkurinn er byggður upp í „long drink“ glasi með klökum og skreyttur með mintu. 

Darri Már deilir hér með lesendum uppskriftinni að sigurkokteilnum BahamaBanana.
Darri Már deilir hér með lesendum uppskriftinni að sigurkokteilnum BahamaBanana. mbl.is/Hákon Pálsson

BahamaBanana

Fyrir „long drink“ glas

  • 45 ml Jack Daniel’s
  • 10 ml  Amantillado sherry
  • 170 ml heimagert sódavatn með kókos, banana, sítrónu og mintu.

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið beint í hátt mjög glas með klökum og skreytið með mintu.

Heimagert sódavatn

  • Sódavatn
  • Bananasíróp
  • Sítrónusafi
  • Kókospúrra
  • Mintuvatn

Aðferð:

  1. Sódavatni er blandað saman við bananasíróp, sítrónusafa, kókospúrru og mintuvatni og notast er við aðferð sem kallast “coconut milk clarification” til að gera sódavatnið glært og tært.
  2. Drykkurinn er kolsýrður í lokin til að blandan verði eins og sódavatn.
Darri hugsar fyrir hverju smáatriði.
Darri hugsar fyrir hverju smáatriði. mbl.is/Hákon Pálsson
BahamaBanana kokteillinn er sumarkokteillinn í ár á veitingastaðnum OTO.
BahamaBanana kokteillinn er sumarkokteillinn í ár á veitingastaðnum OTO. mbl.is/Hákon Pálsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert