Taktu límonaðið upp á næsta þrep

Drykkur sumarsins!
Drykkur sumarsins! Samsett mynd

Á hlýjum sumardegi er tilvalið að kæla sig niður með gómsætum og svalandi drykk. Ískalt límonaði er algjört sælgæti og auðgert en drykkurinn er búinn til úr þremur hráefnum; sítrónum, vatni og sykri.

Þeir sem vilja ganga skrefinu lengra og taka límonaði upp á næsta þrep ættu að búa til suðrænt og svalandi brasilískt límonaði.

Drykkurinn gerði allt vitlaust á samfélagsmiðlum nýverið og kepptust netverjar við að deila myndskeiðum af drykkjargerðinni.

Brasilískt límonaði notar límónur í staðinn fyrir sítrónur en lykilhráefnið, sem gerir drykkinn ómótstæðilegan, er „sweetened condensed milk”. 

Skelltu í þennan um helgina og að sjálfsögðu í sumarfríinu!

Ljúffengt brasilískt límonaði

  • 3 límónur
  • 1/2 líter af vatni 
  • Klakar eftir smekk
  • 200 g „sweetened condensed milk”

Aðferð: 

  1. Skera límónur í báta og setja í blandara
  2. Bæta vatni við og blanda vel
  3. Hella safanum í gegnum sigti
  4. Setja safann aftur í blandara ásamt klökum og „sweetened condensed milk”
  5. Blanda vel 
  6. Hella í glas og njóta
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert