Drykkurinn sem allir elska í Mexíkó

Drykkurinn Paloma er ættaður frá Mexíkó.
Drykkurinn Paloma er ættaður frá Mexíkó. Ljósmynd/Aðsend

Alþjóðlegur dagur Paloma kokteilsins er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag. Fagurbleiki kokteillinn inniheldur bæði límónusafa og greipaldin. 

Kokteillinn er ættaður frá Mexíkó þar sem hann er mest seldi kokteillinn. Hann er gerður úr agave spíra, annað hvort tekíla eða meskal. Það þarf ekki að vera flókið að bjóða upp á Paloma í sumar en með fyrir fram gerðum safa er leikur einn að fara í hlutverks barþjóns heima fyrir eða í veislum. 

Hér er einföld uppskrift að Paloma með tekíla. 

Einföld uppskrift að Paloma

  • 45 ml Don Julio tekíla
  • 10 ml ferskur límónusafi
  • Thomas Henry Pink Grapefruit-safi
  • Salt
  • 1 stk. greipaldin

Aðferð: 

  1. Bleytið hluta af brún á háu glasi með greipsafa og setjið salt á glasbrúnina.
  2. Fyllið glasið af klökum og mælið Don Julio tekíla og límónusafa út í glasið.
  3. Fyllið upp með Thomas Henry Pink Grapefruit-safa og hrærið létt.
  4. Skreytið með sneið af greip. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka